Heimskringla - 06.06.1901, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.06.1901, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 6. JÚNÍ 1901. Winnipes'. Kvisast heflr að núverandi ritstjóri Lögbergs verði bráðlega leistur frá því starfl. Ýmsum þikir hann rita nokkuð ruddalega og einhliða og fremur spilla fyrir vinsseldum blaðsins. Þess höfum vér og heyrt getið að Jónas Sigurðsson fyrrum prestur í Dakota mun fáanlegur til að taka ritstjóra stöðuna- Hann hvað ekki hafa neitt áhveðið starf síðan hann gerði útreið sína úr söfnuðuaum þar. Rafmagnsbeltin góðu fást á skrif- stofu Heimskringlu; $1,25 hérlendis, $1,50 til íslands; fyrirfram borguð. Einar Borgfjörð, bóndi frá Austur- bygð i Minnesota-nýlendunni var nér á ferð í síðustu viku með konu sína og 4 börn. Hann setlar að set jast að við Mary Hill P. 0. I Manitoba og þar verður framtíðar bústaður hans.—Ein* ar lét vel af ferðinni að sunnan og lönd- um sínum þar. Hann biður blað vort að færa þeim kæra kveðju sina. Canadian Northern-félagið hefir auglýst að fargjald með brautum sín- um hér i fylkinu verði hér eftir 3 cents á hverja mílu í stað 4 centa á míluna eins og verið hefir.—Það er fjórðungs afsláttur frá því sem verið hefir og er algerlega að þakka járnbrautastefnu Roblin-stjórnarinnar. Ódýrust föt eftir máli selur — -- S. SWANSON, Tailor. 512 Haryland St. WINNIPEG. Þeir herrar Matúsalem Jónsson og Jónas Kristinnson frá Pembina fór u alfarnir þaðan með fjölskyldur sínar og búslóð til Nýja íslands snemma í síð- ustu viku. Framvegis verður utaná- skrift {þeirra: Geysir P. O., Man. Gunnlaugur Gíslason frá Pembina fór til Nýja íslands í siðastl. viku til þess að skoða þar land með þeim á- setningi að setjast þar að, ef honum lýzt þar vel á. Jakob Jónsson frá Cavalier, Jón Björnsson, Eggert Sigurðsson og Ind- riði Einarsson frá Akra, JónGuðmunds son og Benedikt Sigurðsson frá Hensel, N. Dak., komu til bæjarins i síðustu viku. Þeir voru á ferð til Nýja íslands í landaskoðunarferð, með þeim tilgangi að taka sér lönd í Geysirbygð, ef þeim llzt þar vel á landkosti. Daginn eftir að Roblinstjórnin aug- lýsti lækkun flutningsgjalda hér í fylk- inu með stjórnarbrautinni um 7J%, þá auglýsti C. P. R félagið lækkun á flutningsgjöldum á lifandi peningi frá Manitoba til Montreal 'svo nemur frá 7—lOc. á hver 100 pd. í þyngd grip- anna. Þetta er fyrsti beinn hagnaður- inn af járnbrautarstefnu Roblinstjórn- arinnar, og C. P. Ry.. fær að koma bet- ur niður með tímanum eins á algeng um vörum sem gripum. Roblin kann tökin á rángjöldum brautafélaganna. Frétt send með hraðskeyti frá Danmörku segir að 29 menn, karlar og konur, hafi drukknað af stórum báti yið Vestmannaeyjar og að óvanalega mikið sé um drukknanir við strendnr íslands á þessu ári. Á sunnudaginn kenur messar séra Bjarni Þórarinsson í Selkirt. Næskkomandi sunnudag, kl. 7 að kvöldinu paedikarSig. Júl. Jóhannes- í Tjaldbúðarkirkju. Við síðustu ársfjórðungsmót voru góðir og gildir meðlimir stúknnnar Heklu 317. — Stúkusjoður $274. Embættismenn settir i embætti: Æ. T. William Anderson; F.Æ. T. Kr. Stefánsson; V. T. Agnes Jónsdóttir; G. M. U. T. Sveinbjðrn Gíslason; R. P. J. Tomson; F. R. B. M. Long; Gjaldk. Mrs B. M. Long; Kap. Ephimia Thorvaldson; Drótts. Hólmfriður Olson; 1* V. Árni Jakobson; U. V. Ásgeir Bjarnason; Aðst. R. Carl J. Anderson; Aðst. Dr. Seselja Gottskálksdóttir. í sumar á að gera tilraun til að plægja lönd í Manitoba með plógum, er ganga af gasolineafli, og vænta menn að það muni ganga vel eítir þeim til- raunum að dæma, sem gerðar hafa ver- ið annarstaðar með sama hreyfiafli. Leikflokkur Good-Templar-stúk- unnar Skuldar. Eins og auglýst var nýlega í Hkr. fór Leikflokkur Skuldar suður í Bandaríkjabygðir íslendinga fyrir skömmu; sýndi hann íþrótt sína á Hallson, Garðar og Mountain, tvö kveld á hverjum stað og var allsstaðar vel sótt. Flokkurinn lætur ágætlega yfir ferðinni, hrósar mjög gestrisni og höfðingskap Landa þar syðra, en hinír kváðust hafa haft ágæta skemtun af ieiknum og kvedast vænta þess að fá oftar likar heimsóknir héðan að norðan. Mr. H. C. Reikard frá Hallson, N. D., kom til bæjarins á mánudaginn var. Hann er á landskoðunarferð hér nyrðra. 'Mr. Reikard var áður í Bald- ur, Man., en hefir dvalið syðra á þriðja ár, en hugsar nú til la..dtöku hér í Manitoba. Mr Reikard er Þingeying- ur, kona hans er Ingibjörg, alsystir húsfrú Helgu Gísladóttir konu Jóns Björnssonar á Baldur. Mr. Reikard fer suður aftur til að vinna þar í sum- ar, eftir að hafa skoðað lönd hér í fylk- ínu. Þeir herrar F. K, Sigfússon og Jó- hannes fóhannsson frá Garðar, N. D., Thorl. Jónasson frá MerlP. O. N. D., voru hór á ferð í þessari viku. Allmikið.regn féll hér í fylkinu fyrri part þessarar viku, og er það talið íull trygging góðrar uppskeru i haust. Þeir 5 herrar, sem getið var um í síðasta blaði að hefðu höfðað mál móti Manítobastjórninni út af járnbrauta- samningi hennar, hafa nú séð villu sinna vega og tekið málið út úr rétti. Halldór J. Austmann frá íslend- ingafljóti kom til bæjarins í þessari viku. Hann segir hátt í Winnipegvatni og úilit fyrir að það muni flæða yfir lálendi þar nyrðra; að öðru leyti tíð- indalaust. Mesti fjöldi af bændum úr Álfta- vatns- og Grunnavatns-nýiendum eru í bænum í þessari viku, allir í verzlun- arerindum. O. T. B. Excursion sú. sem átti að verða ífyrrakveld, gat.ekkiorðið vegna óveðurs; hún verður bofð á föstudags- kveldið i þessari viku kl. 8. Rétt nýlega fengið allar nýjustu og fegurstu tegundir af karlmanna eg drengja fatnaði. Svartar og bláar karlamanna yfirfatnaðir naeð ein- eða tvihneptum vestum. Þessir fatnaðir eru sniðnir og saumaðir af beztu skröddurum. Ágætir “'Worsted”, “Serge” og “Tweed”-fatnaðir með ýmsu sniði. Allar nýjustu og beztu tegundir af yfirfrökkum úr •‘Whipcord”, “Venice” og “Covert”-dúkum. Hattar harðir og mjúkir af öllum tegundum. Skyrtur, hálstau og alt annaðer lítur að karlmannafatnaði. íslenzkur afhendingamaður í búðinni. Komið og skoðið. Allar vörur með sanngjörnu verði. Q. C. Long, - 458 Main St. Rannsókn sú sem hafin var nýlega til að komast eftir þvi hvortsamtök séu meðal pappirsgerðar manna til að halda uppi verði á pappír, hefir sannað að svo er. Samningur sá sem bindur alla papp- irs gerðarmenn í Canada til að selja ekki undir vi3su verði var lagður fyrir nefndina. Hann tekur fram að hver þeirra sem gengðið hafa i félagið, skuli borga $500 veð i félagssjóðinn, og $600 fyrir hvert brot gegn samningnum, sem sannað verði á þá. En slík brot eru innifalin í því að einhver félagslimur selji pappír með lægra verði en samning- urinn ákveður. Prestafélagið í Winnipeg hefir beðið bæjarstjórnina að útrýma úr bænum vissum stofnunum, sem um mörg ár hafa hafzt við á Thomas St. hér vestar- lega i bænum. í næsta blaði gefum vér yfirlit yfir umbætur, sem bæjarstjórnin ætlar að láta gera hér i sumar. Þá auglýsum vér og fund til þess að ræða um ís- lendingadagshald i sumar. Ef þér óskið algerðrar ánægju þá ríðið á Gendron Bicycle. Það eru reiðhjólin sem þér getið reitt yður á. Þau eru gerð úr beztu efuum af beztu smiðum. GENDRON reiðhlólin spara eigendum sínum mikil óþæg- indi, og þau eru beztu njól- in á markaðinum. Tiie Occidental Bicycle Co. 62931 itin Sf. Phone 430. P. S. Hæsta verð borgað fyrer brúkuð hjól, í skiftum fyrir ný hjól. — Vér ger- um við allar tegundir af reiðhjólum, sækjum þau heim til fólks og skilum þeim þangað aftur, hvar sem er i borginni. Brúkuð hjól til sölu frá S5.00 og þar yfir. Efurmæli. Pdlína Hólmfrtður T. Pdlsson, dáin 6. Maí 1901, innan Hallsonsafnaðar. Sorglegt er að sjá nú liðna svona snemma unga mey; unaðs liljan bjarta, brostin brúnaljósin glóá ei. Rauð er fölnuð rósin væna rósanna um ardags tíð, jarðlífs meina fyrir froeti falla vonar blómin þíð. Odauðleikuns von og vissa vili og harmi svara nei; æðra til hún heyrir heimi, hér því dvelja mátti ei. Ungrar meyjar æsku blóma ei hér hindrr sjúknaðs mein. Sannarlega sæl því lifir sumar liljan björt og hrein. Þar sem ljómar ljós og friður lífsins dafnar sérhver rós, þangrð mærin fór hin fríða, foreldranna augna Ijós. Andans gáfna yndisleiki æðri, fegri þroska nær; röddin meyjar sæta syngur. sem hér var þó blíð og skær. Heill sé þér i lífsins ljósi, látna, fagra, unga mey. Gott var héðan fljótt að fara, fekk þig heimur vélaðei. Of góð til að villast varstu, vonir margar bregðast hér, Seinna munu á sinum tíma syrgjendurnir fagna þér. Mrs. H. D. Jónson. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : Isrjómi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i heildsölu og smasölu. Þessi ágæta vöru- tegund er rétt tilbú- in úr algerlega ó- * X menguðum efnum. ♦ Farið til Boyd’s. * Anægjuleg matvæli ♦ Almenningur er svo ♦ ánægður með vor ♦ ágætu brauð að all- * ir hafit þau að um- talsefni. W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ # * # # # # # # # # # * * * # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “lí’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum Láðir þ»asir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- Jgt aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 8 dúsin flðskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. # # # * EDWARÞ L- DREWRY- Manuiacturer & Jmporter, WIJjKlPEG. # w # * # # # # # # # # # # * # # # # # # # »******»****#*******#####g ##################### #*### # # # # # # # # # # # # f # # # # t I # # # # # # # # # # # * *##########*######## ###4## Areiðanlega það bezta er Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. V Peningar lánaðir gegn lægstu gildandi vöxtum. ^ Hus og lóðir til sölu með vægum tímaborgunum. ^ Eldsabyrgdar umboðsmenn. J C4RBUTHERS, BROCK & JOHNSTON, ^ CONFEDERATION LlFE BLOCK 471 MaIN St. - WlNNIPEG, MaN. } t t 0 * * Army and JVavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj- um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii viðskiftum yðar. f. Brown & Co. 541 Main Str. WimiM Creamery & Proflnce Co. LIMITED. S, M. liarre, - - radsniRdnr. Rmnrllin ! 8endlðriémann yð oœnuur. 4 eista stærsta beztstjórnaða smjörgerðarhúsið í Mai toba. Starfsaukning 400% á 4 árum. Vér ábyrgjumst að gera viðskíft menn ánægða. Fullar upplýsingar fást meðþví , ritta til 240 KING ST. WINNIPEG. THE CRITERION. Beztv vín og vindlar. Stærsttog bezta Billiard Hail í bænum. Borðstofa uppi á loftinu. John Wilkes, eigandi Union Brantl HEFIR ÞETTA MERKI kaupið EKKERT annað 186 Lögregluspæjarinn. njlri meðaumkun til hennar; hugsar sér að láta skríða til skara með öllum mögulegum ráðum. hvort sem þau væru leyfileg eða óleyfileg. Hann kemst að þvi að keisarasonurinn ætlar heim með föður sínum undir eins og þegar liðkönnuninni er lokið og þeir ætla af stað eftir klukkan þrjú. DeVerneyhefir skilið eftir kerru sína fyrir ut- an garðinn. Þegar hann kemst að þessu fer hann þangað; en áleiðinni kemur hann við hjá ófríðum og nærsýnum drykkjusala. Hann staulast út og inn og kallar hærra en allir aðrir og auglýsir vöru sína. “Enginn selur eins gott og ódýrt sætuþykkni !” kallar hann. Stúlka nokkur, sem þar var í nánd svarar honum og segir: “Ég vil ekki sjá sætuþyknið þitt, gamli hrokkinskinni, en ég skal gefa þér fimm cent tfyrir fallegu rósína þína !” Þetta heyrir de Verney. Gamli maðurinn svarar engu, en hristir aðeins höfuðið. Stúlkan heldur áfram og segir: “Heldnrðu virkilega aðþú getir haft þessa rós til þess að haena að þér stúlkurV þú gamla ljóta greppitrýn- ið ! Ha, ha, ha ! þú sem hefir verið á kvenna- veiðum i 20 ár og ekkert orðjð ágengt !” De Verney fer að athuga nánar þenna mann. Hann er i gömium fötum, sem hann hefir auðsjáanlega keypt fyrir lítið verð af Gyðingi, en þau eru hrein ogsvuntu hefir hann mallahvita. De Ver ney tekur eftir því að þessi rós er eins lit og jafn stór þeim þremur rósum, sem voru í felustað keísarasoDarins. Hann hugsar sér að fara þang- að aftur. Þegar þar kemur er ein rósin horfin, að eins tvær eftii og það sér hann að einhverjir Lögregluspæjarinn. 191 niður hrukkóttu kinnarnar hennar. Hún bregð- ur svuntuhorninu upp að augum sér, stynur þungt við hvert andartak og fer nú að bíðja guð sér til hjálpar. Henni dettur í hug þegar hún hugsar um slátraiavagninn með bjúgunni að þrælmennið muui hafa stolið kettinum og ætli að slátra honum og hafa hann í bjúgu. “Gættu þess nú að ekki yerði komið að mér að óvörum”, segir de Verney við Regnier; geng- ur hratt upp götuna og rakleiðis inn í dyrnar, sem stéðu opnar. Gestastofan i húsi Ágústs er alveg eins og hún var kveldinu áður. Ef bréfin, sem hanu vantar eru nokkursstaðsr í húsinu, þá hljóta þau að verá í svefnherbergi Á-úst eðaLouisu. Hann skundar upp stiga og fer að leita, en tautar fyrir munni sér: “Þetta er þó laglegt starf og sam- boðið mér eða hitt þó heidor ! Ja,þvílíkt! Það er eins og ég sé ræningi eða þjófur!” Samt heldur hann áfram leit sinni mnð hraða og nákvæmni eftirtekt. Efra húsloftíð er þiljað í sundur í tvö , svefnherbergi með gangi á milli, stórum og rúmgóðum og þarfindahús (Clo- sets) á báðar hliðar. Hann leitar fyrst í fremra herberginu. Skilst honum það vera muni *vefn- hýsi Liebers, því þar eru engir þeir skrautgripir, sam konur vanalega prýða með dvalastaði sína; þar eru engir munir, sem geti verið eign stúlku. að eins’byssur, sverð ag glímuáhöld, kylfor og fleira, sem aíiraunamenn einir hflfa í vörzlum sínum. Tvö stór þarfindahús fylgja þessu her- bergi. De Verney skoðar ”aL 8em nákvæmast, en 190 Lð^regluspæjarinn. allan hugann á þvi að leitakisu sinnar. en í því vagninn kemur beint á móti hú*i hennor heyrir hún ámátlegt kattarhljóð. er hún þekkir einkar vel. Hún sér að slátraradrengur heldur á kett- inum hennar; hún verður bæði glöð og reið; húu veit ekki hvort hún eigi hemur að skamma strákinn eins og hund eða þakka honum fyrir með fögruoi orðum. Hún veit ekki hvort hann er þrjóturinn, sem hefir stolið kettinum hennar eða hann hefir fundið Loulu og ætlar nú að skila honum. “Hamingjan góða ! Þetta er kötturinn minn Fáðu mér hann undir eins !” kallar hún á þýzku. En slátraradrengurinn lætur sem hann skilji ekki orð kerlingarinnar; rekur upp skellihlátur og ekur fram hjá henni sem hraðast. Hún hleypur á eftir vagninum og kallar í sífellu svo hátt sem röddhennar leyfir. “Fáðu mér köttinn ! fáðu mérhann undir efns ! Takið þjdfinn ! stöðvið ræningjann, handsamið fant- inn !” og svo hreytir hún úr sér nokkrum vel- völdum blótsyrðum á þýzku til áherzlu og upp- fyllingar. Hún hafði staðið berhöfðuð og fá- klædd og hárið stóð ógreitt út í allar áttir og milliáttir eins og ótal horn. Einu sinni stað- næmdist vagninn og bíður þangað til hún er komin að houum, þá róttir hún út hendurnar og ætlar að taka í þrælmennið. en hann lítur fr»m- an í hana með strákslegul striðnisglotti og slær í klárinn, en vesaliegs frú Lieber stendur eftir á götunni og hefir engin önnur úriæði en aðbclva Slátraravagniun hverfur úr augs>n, en garcla konan horfir í áttina; tárin renna títt og ótt Lögregluspæjarinn, 187 hafa athugað staðinn eftir að hann fór þaðan. Hann kveikir á eldspítu og fer niður í gryfjuna, Það logar glatt á eldspítunni og því veit hann að engin hætta er enn á ferð. Hunn skoðar alt ná- kvæmlega og sér enga breyting á neinu. Hann fýsir aðgrenslast frekai eftir drykkjasalanurn en býzt ekki við að finna hann aftur í mann- þrönginui. Hann litur á árið sit;, það er hálf- fjögur. Ef hann á að fylgja þeirri starfskrá, hann hafði sett sér fyrir. þá varð hann að fara og hitta Microbe við Passyhliðið, því Svo hafði hann ráð fyrir gert. Hann hugsar stg unr stundarkorn, heldur hægri hendinni um ennið stynur þungan og fer síðau til kerru sinnar og ætlar til féUga sins. Hann kemur að hliðinu enþágetur hann ekki anuað en hábölvað, því nú sést Microbe hvergi og hann hafði þó lofað statt og stöðugt að vera kominn þangað klukk- an þrju; nú varhún orðin fjögur og de Verney verður hræddur um að honum hafi misheppnast það, sem hann átti að ieysa af hendi. Hann ek- ur nokkra faðma frá garðiuum, en þá heyrir hann til Miorobe syngja eða ra ula sömu orðin otr fyr: * “Laula, ó, Laula, litla greyið Laula; bráðum skal ég, kisu kind, korna til þín Laula !” Hann^ sér skamt frá sór dálítinn slátrara- vagn og Normandy hest fyrir. í vagninum er ungur slátraradrengur og glottir út fyrir eyru Þegar de Verney nálgast hann kallar hann og segir: “Ég hefi náð honum !”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.