Heimskringla - 19.09.1901, Side 2

Heimskringla - 19.09.1901, Side 2
HEIMSKKINGLA 19. SEPTEMBER 1901. Beiiskringla. PUBLISHED BT The Heimskringla News & Publishing Go. Verð blaðsins í Canada og Bandar .91.50 nxn árið (íyrirfram borgað). Sent til faianda (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) 91.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Begistered Letter eðaExpress Money Order, Bankaávisanir 4 aðra banka en í Winnipeg að eins teknar meðaSöllum. B. Li. Baldwinson, TCditor & Manager. Office : 547 Main Street. P o. BOX 188». William McKinley Forseti Bandaríkjanna andaðist í Buffalo að morgni þess 14. þ. m. Hann var fæddar í Niles í Ohio rfkir.n, þann 29. Janúar 1843. For- eldrar hans voru William og Nancy Allison McKinley. Þaa vora af al- þýðustéttum, hvorki rík né fátæk. Sonur þeirra fékk mentun sína á al- þýðuskólanum þar í bænum. Þegar hann var 15 Ara gamall gekk hann í söfnuð Methodista þar. Næst gekk hann á æðriskóla, College, en dvaldi þar að eins skamma stund og varð þá skólakennari á barnaskóla þar í grendinni. Þegar þrælstríðið byrj- aði milli Norður og Suðurríkjanna, gekk ungi McKinley í lið með Norðanmönnum í 23. Ohio-deildinni, þar sem hann hækkaði í tigninni þar til hann var orðinn „Major“ deiidarinnar. Að enduðu stríðinu gekk hann á lögfræðiskóla í bænum Abanv í N. Y. ríki og útskrifaðist þaðan 1867 og stundaði síðan lög- fræði á eigin reikning í Canton í Ohio. Hann var ekki talinn neinn ágætis lögmaður, en ræður hans voru kjarnyrtar, mælskar ogsannfærandi. Hann tók snemma að gefa sig við pólitík. Hann var fyrst kosinn í opiobera stððu sem lögsóknaii fyrir sýslu þá er hann bjó í, 2 árum síðar gift.ist haun nngfrö Ida Saxton. 6 árum síðar, þegar Rutheríord B. Haves sótti um forsetaembættið, þá höfðu ræður McKinleys svo mikil á- hrif, að Ohio ríkið, sem að þeim tfma hafði haft fleirtölu atkvæða fyrir deraokrata, snerist republican, og Mr. Hayes náði embætti. Árið 1877 var hann kosinn þingmaður til Con- gressins í Washington. Hann var strangur tollverndar rnaður, og hafði áhrif á þingið í þá átt að halda við hátollastefnunni, og árið 1890 bar hann fram og dreif í gegnum þing- ið hátollafrumvarp það sem við hann var kent og enn þá eru kölluð „Mc- Kinley toll-!ögin.“ Ræða hans við það tækifæri var talin hin ijósasta og röksemdafylsta ræða sern nokkru sinni hefði verið flutt um hagfræðis- leg mál í ríkisþinginu. Næst var hann kosinn ríkissjóri í Ohio, og hélt því embætti um 2 kjörtímabil. Forsetatigninni náði hann haustið 1896, og í fyrrahanst var hann end- urkosínn í það embætti. Það þykir trúlegt að honum hefði veitt hægt að ná forsetakosningunni í þriðja sinn ef honurn hefði enst aldur til. En eins víst er það líka að hann hefði ekki sótt um það embætti eftir að þetta kjörtímabil væri útrunnið, því að það virðist vera rfkjandi skoðun í Bandaríkjunum, að þeir menn sein hafa setið í forsetaembættinu um tvö kjörtímabil, ættu ekki að sækja í þriðja sinn, og McKinley hefði ef- laust beygt sig undlr þá skoðun fólksins. Ytiileitt er það viðurkent að hann hafi verið gætinn og góðnr stjórnari, og að á har.s stjórnarárum haíi Bandaríkin tekið rniklum fiam- förum og afrekað ýmislegt þsð sem hefir hatið þau hátt í augum og áliti stórþjóða heimsins. Vaxandi auðsafn. Samsafn auðæfa er ávöxtur af starfsemi- Þessi setuing er óhrekj- andi og gildir yflr allan heiminn, Hver sú þjóð sem skarar fram úr öðrua. þjóðam í starfserai, fær sín verðiaun í aukinni uuðlegð og f til- svarandi þjóðarframför. Það sem gildir fyrir einstaklinginn, gildir einnig fyrir þjóðirnar. Hver sá maður sem stundar jöfnum höndum starfsemi og sparsemi, hlýtur að auðgast fram yflr hinn sem minna vinnur og meiru eyðir, og það mun oft fara saman að sá sem slær slöku við vinnabrögðin og eyðir tíma sin- um til ónýtis hann fellurog í eyðslu- semi að syo miklu leyti sem efnin leyfa það, þar sem starfsami maður- inn heflr engan tíma til þess að eyða efnum sínum, af því að öllum æfl- stundum hans er varið til nytsam- legrar starfsemi. Alt eins er það með þjóðirnar, sem er sameining einstaklinga. Þær þjóðir sem iðka mest starfsemina, þar sem flestir einstaklingar vinna lengstan tfma þar er velsæld borgaranna og fram- för þjóðarinnar—samsafn auðæfa, á hæsta stigi. En eins og starfstil- hneiging einstaklinganna er mis- jöfn, eins er og það með þjóðirnar. Bandarfkin hafa á síðari áratugum verið talin starfsamasta og framfara- mesta þjóð í heimi, og sú þjóðin sem me8tum auði hefir safnað, og þar næst Rússar. Þessi staðhæfing hefir leitt til þess að bókmentamaður einn i Ameríku, að nafni Charles A. Con- ant, heflr rannsakað skýrslur ýmsra landa, og heftr hann komist að þeirri hiðurstöðn að stórþjóðirnar fylgist allvel hver með annari í safni auð- æfa. Til þess að sýna þetta telur hann sparifjárupphæðir þjóðanna á bðnkum þeirra fyrir nokkrum árum og ber það saraan við sparieignirnar eins og þær eru nú sýndar í skýrsl- um þjóðanna. Mr. Conant segir: „Alt sparifé í bönkunum í Evrópu á árinu 1900 var talið 9 biliónir doll. En í Bandaríkjunum var það á sama tíma 2 biliónir og 400 miliónir doll. Á Bretlandi var spariíéð á bönkum ríkisins árið 1880 2 biliónir og 600 miliónir doll. En 30 Júní 1900 var það orðið 4 bil. og 70 mil. doll., eða sein næst tvöfaldað á 20 árum. Árið 1875 var sparifé í bönkum Bandaríkjanna minna en 700 mil. dall., en árið 1900 var það orðið meira en 2 bil., hafði sem næ3t' þre faldast á 25 árum. Á árinu sem endaði 30. Aprfl 1900, höfðu mynd- ast 17,752 auðfélög, sem byrjuðu starf sitt með 8 bil. doll., en það var helfingí meira fé en þar var í veltu 11 árum fyr. f Þýzkalandi var höf- uðstóll þeirr félaga sem mynduðust þar á árinu 1890 að eins 19 mil., en árið 1900 var höfuðstóllinn orðinn 130 mil. Á Frakklandi er sagan rojög svipuð. Þar hafa verið ná- lega eins miklar framfarir eins og á ÞýzkalaDdi. En Rússar hafa skar- að framúr í aukinni starfsemi og auð- iegð, á 6 árum, sem enduðu með ár- inu 1900, höfðu Rússar lagt 811 mil. doll. í iðnaðarstofnanir, og Japan jók iðnaðarstofn sinn úr 75 mil. doll. árið 1894 upp í 218 mil. árið 1897. Mr. Conant telur auðæfi Bandaríkja- þjóðarinnar á yflrstandandi tíiua, sem næst $1,200.00 á hvert nef f landinn, og telur hann að það sé fjórfalt meira en fyrir 50 árum. En hann kemst líka ad þeirri niður- stöðu að aðrar stórþjóðir hafl aukið efni sín, sem næst þessum hlutföll- um á sama límabili. Hann gefur það sem sína skoðun að þessum vexti auðiegðar í löndunum haldi áfram, og að því fé sem afgangs er heimaþörfnm verði varið til að byggja upp og bæta ný lönd, sem ýmisteru nú óþekt eða lítt þekt, og því "ekki enn þá mentuðu mann- kyni til nota. Mentamál á Filips- eyjnm. Fred. W. Atkinson, umsjónar- maður mentainála á Filipseyjum, heflr sent skýrslu um þau mál nýlega til Washington, og er svo að sjá á henni, að verið sé að gera tilraun til að bola spanska tungu út af eyjun- um, og koma enskunni ístað hennar, svo að enskan einungis verði fram- vegis kend þar í skólunum, og með tíinanum gerð að þjóðtungu á öllum eyjaklasanu.m. Herra Atkinson segir að enska sé nú notuð við undir búning allra þeirra Filípseyjamanna sem eiga að stunda kennarastöðu þar eystra, og að innan 12 mánaða veiði enska kend á öllum skólum, en á engum spanska, þótt hún væri embættislega málið þar alt fram að byriun stríðsins, en sem að eins var töluð eða notuð af iitlum hluta þjóð- arinnar, seui lét sér nægja að tala sfnar ýmsu þjóðlegu máliskur. Hra. Atkinson segir vera talsverð vand- kvæði á rð gera skjóta breytingu á tungumáli þjóðarinnar. En með því að kenna að eins ensknna á öll- um menta8tofnunum landsins, vonar hann að hún verði orðin að við- teknu þjóðmáli innan fárra áratuga. Samkvæmt núgildandi skólalögum þar eystra, þá er Bandaríkjunum leyft að útnefna 1,000 kennara og hafa 781 þeirra verið útnefndir, 487 hermenn sóttu um kennaraMöður en að eins 79 þeirra stóðust próf: Þessir 79 hafa lagt vopn sín til hliðar, og byrjað á kenslustörfum. Kennarar þeir sem valdir hafa verið, eru sagð- ir gæddir ágætum hæfileikum bæði að gáfum, siðprýði og mentun. Þetta verður svo að vera þar sem þessir 781 sem valdir voru, voru valdir úr meir en 8,000 manna, sem sóttu um kennarastöður á eyjunum. Enda voru þeir einir teknir, sem höfðu sýnt að þeir höfðu þekkingar- og kennaraleg skilyrði í fullum mæli, á meðal þeirra eru sagðir margir ungir menn sem höfðu ágæt- ar stöður í Bandaríkjunum áður en þeir fóru í stríðið. Mentamáladeildin hefir skift eyjunum niður í 18 deildir og hefir hver deild sérstakan mentamála um- sjónarmann. Einn æðri skóla á að stofna í hverri deiid á næsta ári, og kennarafélög eiga að myndast í hverri deild. Herra Atkinson segir Filipevja- fólkið—ungt og gamalt—vera mjög námfúst. Það flykkist í skólahúsin þar til hver kennari heflr yíir 100 og alt að 200 manna undir sinni um- sjá. Skýrslan tekur fram að bygg- ing hæfilegra skólahúsa se hið mesta nauðsynjamál, að allar skólabygg- ingar sem hermenn Bandaríkjanna hafa tekið til íbúðar ættu tafarlaust að vera gefln upp, og fengnar í hendur skólastjórninni. Sömuleiðis skildi taka öll klausturhús til skóla- kenslu. Flest skólahús á eyjunum, segir skýrslan, að hafa að eins 1 til 2 herbergi, svo að fleiri en einn kennari verði stundum að kenna í sama herbergi.þessu þurfi að breyta með því að stækka húsin og gera þau hæfileg til kenslu. Engin trú- fræðikensla er leyfð í neinum skóla, og allar bækur er lúta að þeim mál- um eru fyrirboðnar í skólnnum. Öll áherslan er lögð á að auðga anda fólksins með sönnum fróðleik og nauðsynlegri mentan, en blind bók- stafstrú er rekin á dyr. Skýrslan tekur fram að þessu fyrirkomulagi sé stranglega fylgt og að engar mótbárur hafi komið gegn því, hvorki frá foreldrum, nemendum né kennurum. Meira að segja er svo að sjá sem þessi tilhögun hafl verið samkvæm skoðunum almennings, því að aðsóknin að skólunum jókst talsvert eftir að reglur þessar gengu í gildi, svo að á þeim tíma sem skýislan er samin var aðsóknin til skólanna talsvert meiri en hún liafði nokkurn tíma áður verið í allri sögu eyjanna. Hra. Atkinson endar skýrslu sína með því að segja að það sé engin þörf á að lögskipa skólagöngu barna þar á eyjunum, því að fólkið sé svo sólgið í að læra að það komi þvingunarlanst. Og hann endar skýrslu sína með þessum orðum: „Tagalo börn, bæði piltar og stúlkur, eru bráðþroskuðustu börn sem ég hef séð, mjög skyn3öm og ástund un- arsöm og framurskarandi siðprúð“. Jakob Oddson og- uMutnal Reserve.“ Aldrei fiutti frómari sál tií þessa lands en hei ra Jakob Oddson, sem býr skamt fyrir norðan Gimli f Nýja Islandi, og enginn gat verið grunlausari um annara hrekkvfsi en hann, enda var hann í tölu þeirra sem trúðu um of, og sér til stór skaða fagurgalanum, sem fyrir 10 árum og meira, var básúnaður um félag þetta í riti og ræðu. Svo gekk Jakob í félagið og voru þá iðgjöld hans innan við $40.00 á ári. En í stað þess að standr í stað eins og lofað hafði verið, þá voru þau smám- saman hækkuð þar til þau voru koinin upp í yflr $80.00 á ári. En samt voru iðgjöldin borguð þvf að maðurinn var orðinn gamall og þótti leitt að fyrirgera ábyrgð sinni í fé- laginu, ef ske kynni að hann dæi á undan því. Eftir 10 ára veru í fél. og um $600.00 borgun 1 sjóð þess, fékk hann svo fyrir skömmu ofur- litla aukakröfu upp á $283.00 og aðra fyrir $13.00. Þetta átti hann að borga tafar- og umyrðalaust, en var þó boðið að láta leggja það sem skuld móti ábyrgðarupphæðinni, og átti hann að borga 5% árlega vöxtu af þessari upphæð. Það er óþarfi að taka það fram hér, að þessí mað- ur heflr nú farið úr félaginu og tap- að allri ábyrgð sinni í því eftir 10 ára borganir í félagssjóðinn, sem netnur að upphæð um 600 dali. Vér getum getið þess í þessu sambaudi að dómari einn sagðí í fyrra, út af máli sem haflð var fyrir honum mót Mutual Reserve félaginu, að sér virtist stjómendur þess félags í New York vera frekar fantar en heimskingjar, eftir þeim npplýsing- um að dæma, sem fram komu í því máli. Réttarrannsóknin og dóms- ákvæðið er birt í síðustu ársskýrslu frá ábvrgðardeild Ottawastjórnar fyrir árið 1900. Má vera vér getum hennar síðar- Ríkisháskólinn í Norður Dakota. Ritst. Heimskringlu:— Kitt af þvl sem hvað mest hvatti vora íslenzku feður til þess að flytja frá ætijörð sinni og taka á sig þá örðugleika — að ótöldum kostnaði sem flutningi heimsáifa á milli eru jafnan samfara — að flytja sig til þessa lands og reisa hér bygð, var án efa meðvitundin um það, að hér mætti bjargast betur en á ættjörðinni og að framtíð vor, barnanua þeirra, væri betur trygð hér vestra heldur en ef þeir hefðu setið kyrrir heima á Islandi. Þess vegna tóku þeir á sig það umstang, kostnað og andstreymi að flytja til þessa lands, og heija hér hermannlega baráttu fyrir til- verunni. í þessari baráttn hafa þeir unnið frægan sigur. Hvers vegna hafa þeir unnið sigur? Vegna þess að þeir hafa án efa verið gædd- ir meira stai fsþoli, meiri hagsýni og meiri vitsmunum en nokkur þeirra þjóðflokka sem þeir hafa att kapps við í þessari heimsálfu, og það, þrátt fyrir að alt var þeim hér nýtt og ó- kunnugt og að flestu leyti mjög frá brugðið því er þeir höfðu vanist í ættlandsátthögum sínum. En ein- mitt þessi nýbreytni kendi þeim þann sannleika, að aukiu þekking og vaxandi mentun væru skilyrðin fyrir framtíðar hagsæld þeirra og vor, baruanna þeirra. Samkvæmt þessari ályktnn hafa þeir starfað, og afleiðingin er auðsæ í því að hin fyrsta kynslóð íslendinga í Amer- íkn heflr náð meiri og varanlegri framförum, heldur en fyrsta kynslóð- in af nokkrum útlenzkuin þjóðflokki sem flutt heflr til þessa lands—Ame- ríku. En nú er hin önnur kynslóð vor þegar að koma til sögunnar og það er á þeim sem skyldan hvílir að sýna og sanna hve sannlega glögg- skygnir feður vorir voru, þegar þeir heima á ættlandi sínu skygndnst út í framtíðina og sáu f anda hverjir framtíðarmögnleikar biðu vor, af- komenda þeirra hér vestra. En þetta tekst oss að sanna komandi kynslóð- um að eins með því cióti að vér færum oss sem bezt í nyt öll þau menta skilyrði sem hér eru lögð að fótum Vorum og oss boðið að njóta. Það er helg skylda vor að heiðra vitsmnni, framsýni, atorkn og minn- ingu íeðra vorra með því að taka fegins hendi mót allri þeirri upp lýsing sem ókeypi3 er að oss rétt hér vestra. Sjálíra vor vegna verðum vér einnig að hafa vakandi auga fyrir nauðsyninni á því að keppa við hérlenda meðborgara í öllum greinum mentunar og aukinnar upp fræðslu og þekkingar, ef vér eigum að geta unniö í kapphlaupinu. Því vér getum átt það algerlega víst að hver s’i sem bezt er búinn hndir lifs- baráttuna er viss að bera sigur úr býium og það er vor eigin ófyrir- gefanleg sök eí vér verðum eftirbát ar annara meðborgara í landinu. Jafnvel f landbúnaði, sem íyrr á ár- um var talinn með einföldustn og óvönduðustu atvinnugreinum, er mentuu og þekking nauðsynleg og ómissandi til þess að tryggja bónd- anum sem mestan arð aí landi hans. Foreldrar verða að gæta þess að með vaxandi alþýðu, æðri skóla og háskólamentun þá geta börn þeirra ekkl vonað að vinna sigur í lifsbaráttunni, með samkepni ann- ara meðborgara, nema þau fái að njóta meiri og hagfeldari mentunar en foreldrarnir áttu kost á að njóta í ungdæmi sínu. Þau eru þess vegna til neydd, eins og þau eru líka sið- ferðislega skyldug til að veita nú börnum sínum öll þau mentatæki sem kostur er á og nauðsynleg ern til þess að etja sigursælu kappi við samtíðar meðborgara þeirra. Með þessu eina móti er oss mögulegt að uppfylla hugsjónir feðra vorra og forfeðra. Með þessar hugsanir syrir aug- um mínum dettur mér í hug að það gæti verið bæði gagnlegt og fræð- andi fyrir lesendur Heimskringlu að frétta eitthvað um Ríkisháskólann í Norður Dakota, sem er án als efa sú fullkomnasta mentastofnun í því ríki, og er þess utan hinn ódýrasti skóli, og þess vegna sá, sem ég álít að Norður Dakota Islendingar ættu helzt að sækja. Háskóli þessi tók fyrst til kenslustarfa árið 1884. Hann hafði verið löggiltur undir héraðslög- unum gömlu, en þegar Norður Dakota var veitt inntaka í ríkjatöl- una þá varð hann ríkisháskóli, og fékk þá landstyrk frá ríkinu sem nam 106,080 ekrnm. í fyrstu átti skóli þessi að eins 1 hús og hafði 4 kennara og 30 nemendur. Nú á skólinn 5 vandaðar stórar múrsteins- hygrgitigar, og heflr 24 kennara, án þeirra sem kenna í lögfræðisdeild- inni, og á síðasta ári voru þar 298 nemendur. 4 af byggingum skól- ans eru fjórloftaðar, og allar. eru þær hitaðar með gufuhita og lýstar með rafljósum, sem hvortveggja er framleitt í sérstöku húsi, frá skildu hinum öðrum byggingum skólans. Allar hafa þessar byggingar ágæt loftskiftingafæri (ventiiation) og ann- an nýjasta útbúnað til þæginda, hreiniætis og heilsubótar. 3 af hús- unum eru svefn- og matarstofur, og býr einn eða fleiri af prófessorum skólans í hverri þeirra ásamt nem- endunum. í einni byggingunni býr aðal yfirmaður skólans og heflr þar skrifstofur sínar. Þar eru og kenslu- stofur, leik- og líkamsæfingasalir og bókasafn skólans, sem heflr 7,000 bækur. Fimta byggin;-,in var bygð í sumar og ern þar kend vísindi, og er húsið bygt með sérstðku tilliti til þeírrar vísindalegu kenslu sem þar fer fram, og er hún talin bezta og fullkomnasta bygging af sinni teg- und sem nú er til í norðvesturríkjun- um. I þessu húsi er og gripasafnið sem heflr að geyma verðmætustu og beztu sýnishorn í líffærafræði, dýra- fræði og steinafræði.sem lil er í ríkinn. Háskólanum er stjórnað af full- trúanefnd, sem sett er til þess starfa af ríkisstjóranum með samþykki senatsins. Embættistími hyers þeirra er 4 ár, og skólinn heflr verið sérstaklega heppinn í því að þeir menn, sem kosnir hafa verið í for- stöðunefndina, hafa verið hver öðr- um frjálslyndari og framfarasamari, sem tekið hafa persóulegan þátt í að vinna. að vexti og fullkomnun skói- ans. Og kennarar hafa verið valdir með mikilli varkárni og með sér- stöku tilliti til bekkingar þeirra og kensluhæflleikö. Þeir eru allir menn sem hafa útskiifast frá einhverjum af eftirtöldum ágætis háskólum: Yale, Harword, Brown, Oxford (England), Dartmouth, West Point eða frá háskólunum í Chicago, Min- nesota eða Wisconsin. KeDnarinn í lögfræðisdeildinni er hinn velþckti Guy C. H. Corliss, fvrrum yflr- dómari í hæstaréttardóm.-itólunui)i í Norður Dakota, og rueðal hjáipar- kennara hans í þessari deild eru hin- ir frægu glæpamálaiðgfræðingar, dómari John Cochrane, Hon- Tracy R. Bansq og okkar gáfaði landi Barði G . Skúlason. Fram að þessum tíma hafa sjö sérstakar fræðideildir verið stofn- settar við skóla þenna, sem sé: Vís- indadeildin (Coliege of Art) þar eru kend tungumál, bókmentir, heim- speki og vísindi. Ivennaraskólinn, lagaskólinn, jarðfiæðiskóiinn, vél- fræðiskólinn, lierfræðiskólinn, veizl- unarfræðiskólinri, eru allir undir umsjón kennara sem hafa gert síuar sérstöku kenslu fiæðigreinar að æfi- starfi sína. Það er ákveðið að ís- lenzka sé kend sem eitt af tungumál- um skólans í vísindadeildinni, en að þessum tíma heflr islenzkur kenn- ari ekki verið fáaulegur, en í vor er leið var séra John Tingelstad valinn til að kenna þýzku og scandinavisk mál og bók- mentir. Hann ætlar að dvelja í haust og vetur á íslandi og Noregi og kynna sér mál og sögu og bók- mentir þessara þjóða. Þetta er auð- vitað ekki eins ákjósanlegt eins og ef íslendingur hefði fengið stöðuna, en þó ættu að geta verið talsverð hjálp í því, þar eð séra Tingelstad er talinu gáfu- og hæflleika maður. Kensla í öllum deildum skólans, að iögfræðisdeildinni einni undantek- innn, er frí, en fæða og herbergi á háskólanum kostar $3.25 um vikuna, en inni i bænum kostar það frá $2.50 og þar yfir. Annar kostnaður hér þarf ekki að vera tilfinnanlegur, og það er talið að $136.75 sé nægileg árs útgjalda upphæð. Þenna kostnað má færa niður með því að tveir nem- endur eða fleiri slái sér saman og fæði sig 4 eigin reikning. Sá er rit- ar bréf þettfj, var í meira en .lálft ár f slíku samfélagi við aðra pilta og kostaði þá fæði hans að eins $1.50 um hverja viku, og var þá allur árs- kostnaðurinn eitt hundrað d o 11 . Þessi staðhæfing er ekki bvgð á neinum draumórum, heldur á persónnlegri reynslu minni og þekkingu á reynslu annara, og skynsamir og ástundunarsamir nem- endur geta fengið vinnu til þess að borga part af þessutn kostnaði, ef þeim finst þess þörf. Þrír nemend- ur eru bjálparmenn í starfsfræði- deildunum, og tveir við bókasatnið. Póststjórinn og hjálparmenn bans eru einnig nemendur og bréf og póstsendingaberi er líka einhver af nemendunum. Þess utan er gæsluvinna við skólann Og borð- stofuvinna og margt fleira. Hór er það ekki skoðuð nein niður- læging að vinna líkanlega vinnu, heldur þvert á móti heiður fyrir þá er það gera til þess að hjálpa sjálf- um sér áfram gegnum háskólann. Islendingar hafa að undanförnu staðið f flestum af ofangreindum stöðum. Þe'r éru virtlr vel af kennurunum og oft látnir sitja í fyr- irrúmi fyrir öðrum. Áður en ég lýk við bréf þetta má ég til að minnast þess öfunds- verða álits sem íslendingar hafa komist í á háskólanum. Enginn annar þjóðflokkur er jafnmikils virtur af kennurunum og stjórnend- um hans, eða nemendum yfirleitt. Þeir eru ástundunarsamir og nám- fúsir og greindir, og þeir eru að jafnaði á nndan öðrum nemendum, ekki að eins í skólabekkjum sínum, heldur og líka í almennum bókment- um og í líkamsæfingum. Það má segja að þeir beri líkamlegan og andlegan ægishjálm yflr alla sam- keppendur í skóla. Barði G. Skúla- son* er viðurkcndur mesti mælsku- skörungur sem útskrifast heflr úr háskólanum síðan hann var stofnað- ur, og bæði nemendur og kennarar líta til hans með virðingu og minu- ast hans með stærilæti. G. F. Jóns- son** er talinn að hafa skarpari og dýprl hugsun og vera betri náms maður en nokkur annar hefir verið hér við háskólann. S. G. Skúlason, bróðir Barða, er talinn ieikflrnasti maður sem í skólann hofir komið. Hann útskrifaðist í vor úr College- deildinni, og við það var stórt skarð höggið f bókmenta, leikfimis og fé- lagslíf ísl. námsmanna hér. Pétur G. Jónsson var foringi kappræðenda í lagadeildinni, þeirra er unnu há- skóiaverðlanin í ár. Hann er sér- staklega Ijós og áhrifamikill mælsku ræðumaður og hcflr iag á þvf að reka alla mótmælendur sfna í vörð- urnar, jafnvel þó hann taki að sér þá hlið málsins sem alment er skoð- uð veikari hiiðin. Þessi maður ásamt með Páli Haidórssyni, útskrif- aðist úr iögfræðisdeildinni í vor er leið, og mér er sagt að þeir ætli að mynda félagsskap og stunda lög- fræði að Milton N. Dakota. Þar fá Islendingar lögfræðinga sem þeir *) Barði G. Skúlason og bróðir hans Skúli G.Skúlason.eru synir Guðmundar Skúlasonar er síðast bjó A Reykjavöll- un: í Skagaflrði. **) G. F. Jónsson er ættaðor úr Mid- firði í Húnavatnssýslu, og gengur á læknaskóla í Minneapolis, Minnesota. Ritst.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.