Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.04.1902, Blaðsíða 1
J K A TTPTr> ^ J j Heimskring/u. J J BORGIÐ J Heimskring/u. j . • XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 17. APRÍL 1902. Nr. 27. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. 26. Júní næstk. verður haldinn almenmir frfdagur f Canadá í til- etni af krýningu Edwards Breta konungs, sem fer fram pann dag. Leo páfi ætlar að senda nefnd manna, aðra til þess fyrir sfna hönd að vera við krýningu Breta konungs og hina til að vera við krýningu Alfons, komandi kon- ungs á Spáni. Auðmannafélag í Bandafíkjun- um hefir beðið C. P. R.-fél. um grunnlóðir með fram brautum sín- um hér í fylkinu, til að byggja 60 til 75 hveitigeymsluhlöður á kom- andi sumri. Sýnir f>ett.a bezt hve mikið álit Bandaríkjamenn hafa á Manitoba. Skipagöngur frá Port Arthur til austurhafna byrjuðu 10. þ, m. Brautimar flytja nú alt það hveiti, sem þeim býðst héðan úr fylkinu til austurhafna. Dr. Wiil. Talmage, prestur f Brooklyn, andaðistí Washington á laugardaginn var. Talmage var talinn einn af mestu ræðuskörung- um Bandaríkjanna. Prof. Miller í Detroit var dæmd- ur til lífláts á laugardaginn var, fyrir að myrða ungfrú Jennett, er var hjákona hans. Sagt er að Gen. Mil.es sé kominn í svo mikla ónáð hjá Washington- stjóminni, að hann muni verða til neyddur að segja af sér embætti innan skams tíma. Philip D. Armour. gripakaup- maðurinn mikli, sem andaðist í Chicago í fyrra. skildi eftir sig eign ir, sem enginn þá vissi hve miklar vom. Nú er auglýst að þær hafi verið $14.751,105, og að auki nokk- uð aí fasteignum í Illinois og öðr- um ríkjurn; sonur hanns og ekkja fá alt féð. Bandarfkjastjóminni var nýlega bent á, af málsmetandi embættis- manni hennar, að Bretar væru búnir að setja upp herbúðir f bæn- um Lathrop, Mo„ og var skorað á stjórnina að láta rannsaka ]>að mál Gov. Dockery kvað ekkert mark- vert við þessa uppgötvun, f>ví að Lathrop hafi verið mesti hesta- markaður heimsins í síðastl. 10 ár. Bretar ættu J>ar 1800 ekrur af landi oghefðu par að auki leigt 8000 ekrur sem bithaga fyrir hesta þá og múlasna. sem þeir hefðu keypt í Öhio, Texas, Arizona, Colorado Iowa og Missourj sfðasta ár. Hann kvað 70,000 hesta hafa verið senda frá Lathrop til Suður-Afrfku á sfð astl. ári, og 6000 biðu nú eftir skip um til að taka þá yfirhafið; kvað hann Ifklegt að 150,000 hestar yrðu sendir fyrir næsta nýár. Bret- ar hefðu borgað $250,000 á sfðastl. ári fyrir hey og íóðurbætir fyrir þessa hesta, og það væri góð og arðsöm verzlun fyrir bændur í Bandaríkjunum. Þeir borga vinnu- mönnum sínum frá 3 til 4 dollers á dag í laun. Loftfari Santos Dumont er í New York um þessar mundir. í samtali við blaðamann þar kveðst hann vera þess viss, að sér entist aldur til að lfta J>ann dag, að fólk og farangur yrði fiutt f loftföram yfir Atlantshaf milli Ameríku og Englands. Óttawa-bær hefir samþykt að eiga framvegis sitt eigið tal]>ráða- kerfi—Winnipeg ætti að gera eins. Hjón í New Ytirk hafa verið sett í fangelsi fyrir illa meðferð á 10 ára gömlum syni sínum, sem var krypl- ingur. Hann hafði brotið rúðu, sem faðirinn varð að borga 10 cent fyrir. Svo tók hann drenginn og batt hann í járnkeðju, sem negld var niður í gólfið. Þar var hann látin liggja í meira en viku rúm- fatalaus og sveltandi, en járn- hlekkjakeðjurnar höfðu étið sig innf hold á fótleggjum drengsins. Lögregluþjónn, sem gekk fram hjá húsinu, heyrði hljóð drengsins, er þá var nær dauða en lifi, og leysti hann og tók með sér til lijúkrunar. Bretar og Þjóðverjar hafa sent 2 herskip hvorir til Kfna, til J>ess að bæla Þar n/tt upphlaup gegn útlendingum, sem nýlega var hafið 1 Chi Kiaug-fylki. Sósfalistar hafa gert upphlaup mikið f Brussel í Belgfu móti kaj>- ólskum mönnum þar. Herlið og lögregla með dregin sverð, hafa verið send til að sundra upphlaups mönnum. 100 eru særðir og falln ir. Sósfalistar hafa vopnast á móti herliðinu og lögreglunni. Ósamlýndi milli Sviss og Ítalíu er komið upp út af þvl, að anark: ista-blað f Sviss hafði farið óvirðu legum orðum nm Humbert sál. ítalfukonung. ítalir heimtuðu aft- urkall orðanna, en Svissastióm neitaði að hafa nokkur afskifti af málinu. Ottawastjómin hefir ákveðið að auka herafla Canada úr 35,000 ma.nns, sem nú er, f 100,000 manns. Þessi 100,000 manna eiga að vera landvarnarher og halda uppi stöð- ugum æfingnm á ári hverju, C. P. R.-fél. hefir samið um bygg ingu á auka komgeymsluhlöðum í Port Artliur, svo að hlöður félags- ins rúmi als 10 millfónir bushels. Sem stendur rúma J>ær 5 millíónir busli. Öll J>au félög á Bretlandi, sem búa til jámbrautavagna, hafa myndað eina íélagsheild með millf- ón punda höfuðstól. Verzlun Breta við umheiminn var í sfðastl. mánuði 40 millíónir dollar minni en í Marz í fyrra. Cuba hefirhætt við kviðdóma í sakamálum. Kviðdómar hafa ver- ið viðteknir J>ar í eyjunni sfðan ár- ið 1900, en reynzlan heflr sýnt að það er nálega ómögulegt að sak- fella glæpamenn, með því að láta kviðdóma skera úr málum. 22 háskólastúdentar hafa verið gerðir landrækir úr Prússlandi. Þeir vom frá Póllandi, en ekki er getið um að nein sök hafi legið á J>eim önnur en þjóðemið. Bæjarstjórnin í Toronto hefir samj>ykt að borga verkamönnum bæjarins 20c. um tímann framveg- is- Bandaríkjaþingið hetír samj>ykt bann gegn innflutningi Kfna 1 landið. C. P. R.-fél. heflr keypt Ottuwa Western & Northem járnbrautina í Ontario. Verð $4,000,000. C. W. Peterson undirráðgjafi akuryrkjumála N, W. T., heldur að 290 ]>ús. manns muni flytja inn í Norðvesturhéruðin á þessu ári. Hann^egir að Mormónarfrá Utah, sem sezt hafa að f Norðvesturhér- uðunum séu á fögru framfaraskeiði. Einn þeirra er Mr. Knight, millí- óna-eigandi, hefir varið hálfri mill- fón dollara til þess að rækta sykur- rófur þar vestra, Einnig hefir hann keypt og flutt þangað vestur 45,(XX) sauðfjár. Hann leggur alla peninga sfna í þarfleg fyrirtæki til þess að efla iðnað f hémðunum og segir ráðgjafinn það muni hafa hinar beztu afleiðingar fyrir inn- flutninga fólks inn í héruðin. Bæjarstjómin f Dawson City hefir samþykt að borga bæjarstjór- anum þar $4000 árleg laun og hverj um bæjarfulltrúa $2000 á ári fyrir störf þeirra í þarfir bæjarins. Leopold Belgíukonungur átti í vök að verjast fyrir hóp af Sósfa- listum í Brussels þann 7. þ. m., er söfnuðust utan um kerru konungs og létu all-ófriðlega. Konungur slapp þó ómeiddur og hrósaði happi. Mark Twain—(Samuel Clemens) sem fyrir nokkmm árum tapaði al- eigu sinni, á annað hundrað þús. dollars, við gjaldþrot bókaútgáfu- félags, sem liann var riðin við, hef- ir nú svo náð sér aftur að hann keypti nylega húseign mikla í New York fyrir nær 50,000 dollars. Fylkisstjórnin hefir borgað þá þúsund dollars, sem hún lofaði fyr- ir að ná Gordon og fá hann dæmd- an sekan. Serg. Sears frá Fort Meade í Bandaríkjum, sem var að- alvitni móti Gordon, fekk $750, hitt gekk til manns þess í Halifax, sem fekk Gordon tekin fastan þar. Gordon játaði það fyrir Sears í fangelsinu í Brandon, að hann hefði ásett sér að drepa hann. til þess að vera viss um að hann bæri ekki vitni á móti sér. En hann fekk aldrei færi til þess. Fyrir nokkmm vikum tóku Bret ar einn af herforingjum Búa til fanga, Krit?inger að nafni. Hann var kærður fyrir herrétti Breta um 4 morð og að hafa eyðilagt járn- brautarlest. Nú hefir herréttur- inn syknað Kritzinger af þessum kæram, en heldurhonum samt sem fanga, en íer að öðm leyti vel með hann. Gas hefir fundízt í eyju f Saskat- chewan-ánni, um 90 mtlur vestur fráMooseJaw. Kol hafa einnig fundist þar í grendinni. Verkfall var gert í Kings Mills í Georgia, 7. þ. m. Verkstæðar eigendur i bænum tóku sig þá sam- an um að hætta vinnu á öUum verkstæðum í bænum um óákveð- inn tíma. 10,000 menn tapa þann- ig stöðugri atvinnu. SWAN RIVER 1. Apríl 1902, Héðan er alt liærilegt að fri'tta löndum líður hér að vonum vel, Sumir em komnir vel á veg með hveitirækt, og allflestir miuiu liafa beztu vonir um þetta pláss að það verði með tímanum með betri plá8sum í Manitoba. Sögunar- millur hafa gengið hér í vetur og hafa landar flestir að meira og minna leyti haft þeirra góð not.— Heilsufar fólks heldur gott, enginn dáið hér af löndum.—Veðrátta hefir verið þenna vetur hin yndælasta, enginn snjóstormur og frost vægt, en til baga var snjólaust hér f vet- ur. íslands-fréttir. Nýkomin Fjallkooan segir afla- brögð á Miðnesi ágæt um mið.)an Eebrúar, en fiskurinn langt undan landi—Tíðarfar ásuðurlandi ágætt 20. Febr., jörð alauð, hiti (í stig C. Enn fremur segir blaðið að tanga- veiki, baruaveiki og einhver önnur mannskæð veiki hafi verið á Akur- eyri er sí*ast fréttíst.—Fyrirlestur hélt St. B. Jónsson í Reyrkjavík um ísland og Ameríku, lét vel yfir fram faraskilyrðum íslands og bar ekki neitt hól á Ameriku.—Bjarni Magn- ússon í Ósgerði í Ölfusi réði sér bana í leysingarvatnslóni skamt frá bæn. um, enga orsök vita menn til þessa, —IJti urðu 10. Jan. Guðmundur Tómasson frá Skeggjastöðum f Mið- firði og Bessi frá Nýjabæ á Langa- nesströndum og Óiafur Hinriksson frá Örriðavatni f Fellum. — Ilerra Krud Zimsen, sá er ferðast hettr um Danraörk, Noreg. Sviþjóð og ísland til þess að kynna sér skiiyrðin fyrir því hvort klæðaverksmiðja geti þrif- istáíslandi, hefir'samið skýrslu um ferðir sínar og rannsóknir og eru þær nú prentaðar og útbýtt meðal manna á íslandi. Alþingi lagði 5000 krónur til þessa ferða'ags og til að prenta skýrslu herra Zimsens. Niðurstaða sú er hann komst að er sú að ráðlegastmuni að byrja með að reisa eina smá klæðaverksmiðju á Seyðisflrði og að stofnanin full- gerð muni kosta 150,000 krónur. Telur hann vfst að fyrirtækið muni reynast arðberandi.—Húsið Glasgow f Reykjavík selt Þorvaldi Björnssyni á Þorvaldseyri fyrir 25,000 krónur. — Frú Guðrún Björnsdóttir frá Sauðanesi orðin forstöðukona við Lauganesspítalann. Kristófer Jóns- son frá Fremri-Langey f Dalasýslu og Helgi Helgason af Akranesi tóku út af þilskipi og drukknuðu.—Veiði á þilskipum sunnanlands fremur góð sem höfðu fengið altað 4000 í byrj un Marzmánaðar. Þjóðviljinn 11, Marz sfðastl. segir 80 þilskip hafi lagt út frá Reykjavík og nærsveitum þá daga. —Nýtt bindindisblað er byrjað að koma út á Seyðisfirði. Það heftir '‘Hvöt“, og er Jón læknir Jónsson á Vopnafirði ritstjóri þess. — Hafís sagður allmikill við norður- og aust urland og einnig nokkur hroði á Vestfjörðum. Kolaskip, sem fara átii til Isafjarðarfjarðar varð að snúa aftur vegna íss. Fiskafli sagður góður við ísafjarðardjúp. 10—16 kr, hlutur suma daga. — Ólína Vigfús son, ekkja Sigurðar sál. fornfræðings andaðist í Reykjavík 1. Marz. BRÉFKAFLI úr höfuðstaðnum. --------Reykvíkingar eru ekki á bláhjarni staddir um þessar mundir, að því er snertir fóður handa sálum sfnum. Hér er messað tvisvar á hverjum sunnudegi og einu sinni á hverjum miðvikudegi. Mesta at- hygli vekur það hér f bænum, að “innri-missionin" alræmda er að stinga sér hér niður, með logbröud um sínum og ógnunum og báli hel- vítis. Heíir hún gert hingað út er- indreka, er reka erindi sitt allfrunta- lega. Sígbjörn nokkur Ásvaldur Gíslason dvaidi f Danmörku í fyrra vetur og nam þar ófreskisgáfu Becks heitins og annara helvítis-“agenta“. Friðrik Friðriksson er öflugur fylgis maður hans. Hann kvað einkum hugsa um að fræða unglingana um “kvalanna stað“ og mun þannig bezt þykjast veita þeim kjarngott sálarfóður. Þriðja' “persónan" í þessari fríðu sveit, er Ólafía Jóhanns dóttir, sem er hin ákafasta. Ástvaldur þykir ganga einna vasklegast frara. Hann sér djöful- inn og sveit hans á hverri bunda- þúfu og hverju götuhorni. Hann er líka gagnkunnugur þar neðra, svo að menn skyldu ætla að hann hefði dvalið þar langvistum. Eitt sinn hélt þriggjamanna ráð þetta sam- komu i húsi Good-templara. Um það bil er slfta skyldi samkomunni, kvaddi Ástvaldur sér hljóðs. Skýrir hann þá lýðnum frá því, að hann hafi séð hörmungasjón í dag. Hann kvaðst hata séð Krist og djöfulinn leiðast og voru þeir þá að togast á um hjörtu 6yndugra manna, Hrylti aumingja manninn við þessu, sem von var. Hettr hann víst ætlast til, að saga þessi slægi miklum óhug á fólk, en ekki varð úr því, heldur göbbuðust menn mjög að þessu. — Svona er saga Þessi sögð hér í bæ. Náungi þessi er skoplega siðavand ur f prédikunum sínum, enda þykja þær helzf líkjast ræðum Einars Jochumsonar. Þó held ég að Efnar þyki tilþrifameiri- Hann o: Sigur- björn f-egir ýmsar sögur úr bæjarlíf- inu á stólnum og ýms æfintýri, sem hann hefir ratað f. Eitt sinn sagðist hann t. d. hafa verið staddur f húsi einu hér f bænum. Honum va r þar geflnn kafflsopi, sem vanalega þykir ekki frásögu vert. En honum vildi sú slysni til, að hann glevmdf að láta rjómann í kafflð. Þá kvað hann frúna hafa sagt: “Guð hjálpi mér! Þér haflð gleymt að láta rjómann f kaftið“. Þetta var ræðutextinn, Þótti honum mjög ósæmilegt að leggja þannig nafn guðs við hégóma Ekki mega menn heldur blóta eða *##4!***##«##*t*0#*#*##*#*« * # # # # # # # # # # # # # # # # # # # THE NEW YORK LIFE 1 2. 4. Fyrir 10 árum voru árlegar inntektir félagsins yfir $30 millionir. 10 árum síðar, eða 1901, voru árlegar inntektir orðnar $70 mill. Fyrlr 10 árum voru gíldandi lífsábyrgðir $575 millionir. Við síðustu áramót voru þær orðnar $1,360 mil. FyrirJO árum voru allar eignir félagsins metnar $125 millionir. Við síðustu áramót voru þær orðnar yfir $290 millionir. Fyrir lOárum borgaði félagið skírteinahöfum, árlegayfir$HJ mill. Á síðasta ári borgaði og lánaði það til skírteinahafa $34J million. Við síðustu áramót var New York Life félagið starfandi í hverju stjórnbundna ríki í heiminum, og hafði stærra starfsvið í flestum rikjum, heldur en nokkur önnur samkynja félög, útlend eða þarlend. Öll ábyrgðarskirteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út- gáfudegi þeirra. J. €4, JNorgan, raðsmaðdr, Grain Exchange, Winnipeg. Chr. Olafswon, islenzkur agent. # # # # # # # # # # # t # # # # # # # «########################* ÍGULLMED HALFVIRDI TILI.MAI! ___________________________________________! hringar fyrir $2.00. Svona gróða-tækifæri mætír fólki ekki oft á J lífsleiðinni. Þess vegaa ættu nú allir, sem vilja eignast góða á muni að koma sem fyrst og velja úr vörunum. * G. THOMAS, ( 598 MAIN STREET. f Ég er af vissum ástæðam tilneyddur að fiytja um næstu mánaða- mót úr búð þeirri, sem ég hef verzlað í um undanfarin 8 ár, og þess vegna hef ég hugsað mér að losast við eins mikið af gull- og silfurvörum, klukkum og vasaúrum, éins og kostur er 4, áður en ég flyt. Alt verður selt með innkaupsverði og sumt enda nokkuð ragna, en þó er drengur ekki feim- inn að nefna höfðingja myrkjanna á prédibunarstólnum. G. Thorkelson, Grocer, 539 Konm Ave. Hann hefir og lýst því, hvernig það sé að koma til hicnaríkis. Kveð ur hann það ekki smáræðis vanda, svo að heyrzt hefir, að hann hafi hrópað upp á stólnum: “Hugsið ykkur að komast í hendurnar á guði almáttugum!” Er hann ekki síður kuunugur þar uppi f sölum drottins en í undirheimum, svo að piltur hef- ir víst víða farið. Þess er skylt að geta, að ýmsir hyggja manninn ekki vera með öll um mjalla. Þó sækir fjöldi manna messur hans, sumir til að skemta sér auðvitað, einkum hinir betri menn. Það er því vonandi, að “legáta" þessum verði ekki mikið ágengt. Fengu íslendingar nóg áf brenni- steinssvælu helvítis 4 I7.öld, þegar ar myrkur vanþekkingar og fáfræði grútði sem svartast yfir landinu, sem lesa má um i Landfræðissögu dr. Þorvaldar Thoroddsens. Þarf að gæta þess vel, að þeir óheilla-iraug- ar verði ekki vaktir upp aftur--”. í Febrúar lést á ísafirði Óli F. Asmundsson verzlunarmaður. Kona hans var Lonísa Hall, og sonur þeirra, Vilhelm i lærða skólanum. Botnverplar teknir. “Beskytter- en“ hefir enn að nýjn tekið tvo botnverpla í landhelgi. Með því að eigi varð saunað, að þeir hefðu ver ið að veiðum f landhelgi, sluppu þeir, annar með 800 kr., en hinn með 600 kr. sekt. Veðr&tta hefir verið nokkuð um hleypingasöm bíðustu viku, en áður var ágætistíð síðan í þorralok. Slysfarir. Maðnr drukknaði í Jökulsá á Sólheimasandi, 6. Febrúar, Hann hét Guðmundur og var frá Sóiheimahjáleigu. Ókvæntur. 22. Jauúar varð Sölvi Bjarnason frá Ekkjuíelli úti á Fjarðarheiði i Múlasýslu. Hann hatði orðið veik- ur á heiðinni og fór þá bróðir hans, er með honum var, til bygða að sækja mannhjálp, en er hann kom aftur, varSölvi með litlu lífsmarki og lézt áður en þeir næðu til bygða. Selur vömr með eftirfylgjandi verði til 23. J>. m. Rarp sykur ágætur 19 pd. $1.00; Molasykur harður og sætur, 16 pd. $1.00;púðursykur, bezti, 22 pd.$1.00 Baking Powder, bezta 5 pd. könn- ur 50c., peningum skilað til baka ef þetta duft reynist ekki vel. Nið- ursoðin mjólk, 4 könnur á 25c. vana verð er 15e. hver kanna; þvotta Lye, 4 könnur á 25c., vana verð I5c, kannan; söltuð og reykt ýsa í 30 pd. kössum—ágætur mat- ur—6c. pundið; kúrínur 6 pund á 25c.; sætt Biscuit 5 pd- fyrir 55c.; Kaffi, gott, 11 pd. fyrir $1.00; kartöflur 40c. bush.; saltað kjöt 6c. pundið; nýtt sauðakjöt 5—7c. pd.; hangið kjöt lÖc. pundið, Komið með skildingana og kaup- ið vörurnar að; Thorkelson 539 Ross Ave. Gunnar Sveinsson er búinn að taka að sér umboðstöðu fyrir nýtilbúið meltingarlyf, sem nefnist Kola vfn. Félag J>að sem býr vfnið til hefir fengið mesta f jölda vottorða um 4- gæti J>ess, og setjum vér hér sýnis- hom af einu þeirra: “Winnipeg, 3. Marz 1902. Hygine Kola Co. Herrar:— Eg pjáðist svo áruin skifti af megnu meltingarleysi, og reyndi öll hugsanleg meðul til að lækna sjúkdóminn, en ekkert dugði. Sum bættu mér um stnndarsakir, en bat inn varð ekki varanlegur, J>ar til er ég frétti af Kolavíni yðar. Eg brúkaði 6 flöskur og fékk við það algerðan bata. Nú get ég neytt allrar fæðu og finn aldrei þá ónota verki, sem ég áður J>jáðist af. Ég mæli því hiklaust með J>essu víni við öllum sjúkdómum meltingar- færanna. Ég veit það læknar á- reiðanlega. S. CAMERON, Winnipeg.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.