Heimskringla - 22.05.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.05.1902, Blaðsíða 1
J KATTPm ^ J j Heimskring/u. J j Heimskring/u. J XVI. ÁR WINNI^EG MANITORA :Í2. MAÍ 1902 Nr. 32. Frjettir. MarkverÖTistu viðburðir hvaðanæfa. Þann 17. þ. m. varð nppblanp mikið í Atlanta, Ga., í Bandaríkjun- um. Dögregian ætlaði að fanga svertingja, sem höfðu setið fyrir lögregluþjón rétt éður, en hervædd- ust móti henni. Fimrn lógreglu- menn voru skotnir til bana og 5 eða 6 svertingjar. Svertingjar söfnuð- ust saman í byggingu og skutu það- an á lögregluna. Ríkisherliðið hefir verið kallað til hiálpar og st rskota- liði skipað þangað, að vinna bygg- ingnna. Klukkan 9 um kvöldið var byggingin brunnin til ösku, og haídi varðliðið kveikt í henni. En fyrirliði svertingjanna eá sem mest skaut & iögregluna, sást eKki koma fit úr brennunni. Óróleiki er mikill í borginni út af þessum viðbnrði.sem von er. Krýning Alfonso konungs á Spáni fór fram 17. þ. m. með hinni mestu viðhöfn. Spánverjar eegja að hann muni fbera konungsnafn með rentu. Hanner 16 ára gam- ail. Þegar Alfonso konungur settist í hásæti sitt, settist ekkjudrottningin móðir hans hið næsta honum, eins og bar að vera. Við hina hlið hans sat prinsinn og prinsessan frá Austur- ríki og höfðingja benda frá ýmsnm löndum þar út frá. Konungur Al- fonso er þreítándi konungur með því nafni á Spáni. Herforingi Blíss hefir skrifað konu sinni, sem á heima í Ottawa; hann er herforingi í Second Canadian Mount- ed Rifiesiiðinu. Hann lVsir ástand- inu nð Kleinhart ána, eftir bardag ann 2. Apríl slðastl. Um 125 Cana da liðsmer.n mistu þar líflð. Um bardagann segir hann svo: “Alt flant í mannablóði, og særðir og deyjandi menn á vígvellinum voru tættir og rifnir sundur til agna af sprengikúlunum. Sú sjón var hroða leg”, Hann skrifaði þremur dög- um eftir oiustuna. Þann tíma hafði hann ekkert haft að eta. Hann seg ist vera blóði og leiri storklnn frá hvirfli til ilja. Hann og lið hans varð að ganga nótt og dag, og ef hvíld fékst um fáein augnablik, þá urðu þeir að liggja á berum leirnum og höfðu hvorki brekáh né mai. Hraðfrétt. frá Nelson í B. C. seg- ir, að mjög rík gullnáma, sem sé brot af Nome, sé fundin á þeim stað, sem Ymir heitir. Gullæðin er 8 fet á breidd að jafnaði, ogmeð altalið sem fæst úr tonninu eru $59. Síðan þessi náma fanst er alt á ferð og flugi í þorpinu Yrnir og vill hver komast þangað, sem vetl- ingi getur valdið, Ymir er við Spokane Northern brautina, um 20 mflur frá Nelson. í því héraði. semYmir[er í, eru 80 millur að mala gull úr grjóti, [og eru sumar af þeim þær stærstu í Canada. Nú um tfma hefir 8 klukkutíma vinna verið samþykt og fylgt í í Victoria, B. C. af verkamannafé- lögum. Alt. hefir farið slétt og fall ega. En verkhafendur, sem eru að byggja stjómarbyggingar þar, vildu ekki borga mönnum sfnum $3 á dag, á föst.udaginn var. Verka menn þeirra neituðu að halda á- fram, ef kaup þeirra væri sett nið- ur, og hættu verki. Oséð er enn þá hver afleiðingin f>ar verður af f>essu verkfalli; búist við að smiðir muni gera verkfall og kann ske fleiri verkamannafélög þar. Það varð meira uppþot 1 Quebec á föstudaginn var, en veuja er til þá um sekra manna föngun er að ræða. I Leynilögregluþjónn Banda- rfkjastjórnarinnar lét lögregluna taka fasta 2 strokumenn úr Banda- rfkjunum: kapteinn Greene af Sa- vannah var annar og hafði hann stolið frá stjórninni $570,000 alls. Þeir sem tóku þá ásamt leynilög- regluþjóninum, keyrðu f>á tafar- laust ofan að höfninni. og neituðu föngunum að tala við konur sínar. eða lögmenn, og lofuðu f>eim ei að náyfirfrökkum sfnum af skrifstof- um þar sem þeír sögðu að f>eir væru. Oðar stigu þeir á gufu- snekkju f>egar kom ofan í hufnina, sem beið þar eftir f>eim með fylstu gufu, og sigldn tafarlaust upp fljót ið til Montreal. Gufusnekkjan heitif Spray, og er gangskip ágætt. Óðara var kveiktur sá kvittur upp í borginni, að þessum mönnum hefði verið stolið, og engin lögleg föngun hefði átt sér stað. Dóms- máiaráðgjöfunum og yfirvöldunum þar var sagt þetta og þau beðin að skerast f leikinn, Þeir brugðu við og telegröfuðu á alla staði með fram fljótinu og buðu að hefta gufusnekkjuna Spray, og á sama tíma lét líigreglustjómin gufu bát- inn Hackett, sem er örskreiður, leggja á stað á eftir Spray. Hit- inn og gauragangurinn varð afar- mikill, f>ví báðir þessir menn voru búnir að afla sér hinna mestu vin- sælda og álits hjá borgarbúuin. Hackett veitti Spray hina hörð- ustu eftirför, og er það mælt, að aldrei hafi meiri kappsigling farið fram en milli þeirra. Virtist Hac- kett í fvrstu draga upp á Spray. en þegar þriðjungur leiðarinnar var búinn, sýndi það sig að hún hafði meiri flýtir en en hún hafði tekið á. Dró hún þá svo skjótt fram úr, að Hackettgafst upp við eftirför- ina og hélt ofan til Quebec aftur. en Spray varð með engu móti hindruð. Bátum var skotið fram og fóru þeir í veg fyrir Spray og buðu henni að gefast upp, en sá er stýrði og lögregluþjónnin gerðu gys að þessu og siglau léttan á- fram. Þegar nánari upplýringar íeng- ust., komst það upp, að stjórnin í Bandárfkjunum var búinn að und- irbúa þessa föngun formlega og ör- ugt við æðstu dómsvöldin i Cana- da, og hafði því fullan rétt til að láta taka þessa sakamenn sfna fasta, og flytja þá burtu úr Quebec. Svo upphlaupið um mannránið er nú dottið niður. íslands-frettir. Eftir Norðurlandi. . • Akureyri, 22. Marz 1902. Séra Matth. Jochumson hefir gert samning við D. Oslund prent- smiðjueiganda á Seyðisfirði um út- gáfu ljóðmæla sinna, sem eiga að koma út f 4 bindum, þar af 1 bindi í ár. Auk úrvals úr því, 'sem áður er prentað i Ijóðabók skáldsins, verða þar kvæði, sem prentuð hafa verið í blöðum og tímaritum, og auk þess margt, sem aldrei hefir verið prentað. Þess þarf naumast að geta, hve vonin um þessa bókar útgáfu hlytur að vera mikið gleði- efni öllum þeim, sem unna fögrum ljóðum og íslenzkum bókmentum. Sfldarveiði hefir verið hér tölu- verð öðruhvoru, aldrei síldarlaust með öllu í net f þessum mánuði, “Strokkurinn“ er seldur á 5 kr, í peningum og 7 kr. í innskrift. 5. Aprfl. Samskot til Akureyr- arbúa.^Tveir rit.stjórar frjálslyndra kyrkjublaða í Lundúnum hafa sent hingaðjtil séra Matth. Jocfi umsonar og fyrir hans milligöngu rúmar 2 þús. kr. til útbýtingar meðal hinna fátækustn, er urðu fyrir brunatjóninu hér á Akureyri f vetur. Jón bóndi Þórðarson í Háholti andaðist f Rvfk 8. Marz. áttræður og hafði verið blindur mörg ár. Var lengi bæjarfulltrúi í Rvík. Prestaköll. J^Við prestkosning að Lundi 27. Febr. var séra Sigurður Jónssoníá Þönglabakka kosinn með 18 atkv- — Séra Lárus Benedikts- son f kelárdal hefir fengið laúsn frá prestskap, eftir 36 ára þjón- ustu. Laus prestaköll [eru því: Selár- dalur, met. 1580 kr. 76 a., veitist frá næstk. fardögu. , umsóknar- frestur til 28. Aprfþ og Þöngla- bakki, met. 1021 kr. 39 a.. veitist frá næstk. fardögum, umsóknar- frestur til 28. Aprfl. Ljóðasafn eftir Guðm. Friðjóns- son er væntanlegt á þessu ári. Bók- sala Isafoldar (Bjöm Jónsson) kost- ar útgáfuna. Eftir Stefni. Akureyri, 26. Marz 1902. YTfir 30 þús. kr. virði brunníð á 5 tímum. 22. þ. m. varð vart við allmikinn eld á efsta loftinu í skólahúsinu á Möðruvöllum kl. l^ e. h., svo mik- inn að engin tök þóttu til að reyna að slökkva hann. Heimilismenn og skólasveinar löigðu því alla á- herzlu á að bjarga munum úr skól- anum, og heppnaðist það svo vel að eigi þrann þar annað inni, en meiri partnr af bókasafni skóla- stjóra, J. A, Hjaltalfns, sem að vfsu var stórt og dýrt, og eitthvað af munum og bókum fyrsta kenn- ara Halldórs Briems. Aftur á móti varð bjárgað bókasafni og gripasafni skólans, rúmfatnaði, öll- um húsgögnum skólastjóra o. fl. Húsið var biunnið og hrunið sam- an um miðjan aftan. Hægur norð vestan vindur var, og því var bæj- arhúsunum eigi hætta búin, en sem eflaust hefðu brunnið, ef vind- ur hefði staðið af suðri, Hvemig kom eldurinn upp? munu margir spyrja, og þvf brann bókasafn skólastjóra ? Um upptök eldsins er vfst flest- um eða öllum ókunnugt, og verða því einungis sennilegar getgátur að ráða hugmyndum manna um hana. Á efsta lofti skóians er kvistherbergi á miðju húsi að aust- an, þar var ofn, og þar var bókasafn skólastjóra, og á því herbergi bjó f vetur Ólafur Davíðsson eand. phil. millibilskennari við skólann, en á efsta lofti í norðurenda bjó Hall- dór Briem fyrsti kennari skólans, Þennan dag mun að venju hafa verið lagt f ofninn á kvistherberg- inu, og er ætlun kunnugra manna, að í húsinu hafi kviknað frá reýk- pípum þeim, er liggja frá þeim ofni Þegar fyrst var komið upp, var kvÍ6therbergið og loftið vfða orðið fult af reyk, og óð þá ólafur Dav- fðsson inn f svæiuna, til að ná þjóðsftgnahandritum sínum, sem honum og tókst og mun hafa verið honum dýrmætari en fullur mrelir silfurs, en eigi þótti þar þá viðvært og engin tö>k til að bj’arga bóka- safninu. Halldór Briem hafði setið inni á norðurherberginu. Reykjarsvæl- an gaus þangað strax ogopnað var, enda þá eigi oröið viðvært á gangi efsta loftsins, gat því Briem ekki bjargað nema sárlitlu af munum sfnum, þar sem bein hætta var orð- in að vera uppi á því lofti. Ólafur Davíðsson var norður í bæ og beið eftir dagverði, þegar eldurinn kom upp. Mælt er að skólahúsið hafi verið vátrygt fyrir 30 þús. kr. Eins og kunnugt er, var það landssjóðs- eign. 4. Apríl. Fjú Sigurlaug Hall- dórsdóttir, kona Þorsteins Jónas- sonar skipstjóra á Grýtubakka, andaðist á heimili sfnu 25. Marz síðastl. 68 ára gömul. Hún var fædd á Grýtubakka og hafði alið þar allan aldur sinn. Hafísinn er mikill fyrir Aust- fjcirðum, þó komst Yesta á Seyðis- isfjiirð. Að vestan liggur hann suður undir Látraströnd, komst því Vesta eigi einu sinni til Isa- fjarðar. Veðrátta Harðneskju norðanátt nleð snjókoma hefir verið sfðustu daga. Nú er skarlatssóttin sögð aug- ljós í 2 húsum hér í bæ. Eftir Fjallkonunni. Reykjavfk. 3. Aprfl 1902. Drangey. Samþykt var á sfð- ásta sýslufundi Skagfirðinga, að reyna að sá grasfræi og trjáfræi til að yarðveita eyna fyrir uppblæstri. Hún er bezta veiðistöð Skagfirð- inga. Fengust þar f fyrra vor full 90 þús. af svartfugli (mest lang- vfa), en þó var fiskaflinn talsvert meira virði. > Xvennaskóli Húnvetninga. Ekki vildu Skagfirðingar ganga í kvenna skólafélag með Húnvetningum, nema ef Eyfirðingar gengju f það, og mega þá Húnvetningar líklega sitja einir að því. Aflabrögð. Áður en norðanrok- ið hófst, sem nú stendur yfir. eða skömmu fyrir mánaðamótin, hafði orðið vel fiskivart í net í Garðsjó, —Austanfjalls aflalftið, mest 200 hlutir (á Eyrarbakka).—Bezti afli við Isafjarðardjúp og kominn álit- legur afli á Eyjafirði í f. m. og sfldarafli nokkur. Ellefsen hvalveiðamaður er nú að reisa mikil hús við Mjóafjörð og verður þar aðalstöð han6 hér á landi framvegis. Prófastsfrú Þóra Ásmundsdóttir kona séra Guðmundar Helgasonar lézt 17, Marz fimtug að aldri, merkiskona. 17. Aprfl. Veðrið óvenjulega kalt, oftast norðanátt með frost og stormi. Skálholt lagði af stað vestur í fyrradag, en komst ekki nema eitthvað vestur í flóann og sneri svoaftur, Franska spitalaskipið St. Pierre átti aö fara til Fáskrúðsf jarðar, en komst ekki fyrir fs. IJólar komu aftur f morgun og höfðu þeir strandað í Eyrarbakka- bugt, og þorði skipið því ekki að halda lengra áfram, heldur sneri aftur til að láta skoða hvort nokk- uð hefði bilað. Hafði fengið ofsa- veður. Valdimar Ásmnndsson dáinn. Þegar síðasta blað Heimskringlu var búið að prentun barst sú fregn- hingað, að Valdimar ÁsmundssoB, ritstj. Fiailkonunnar væri dáinn, og gat blaðið um það. Nú eru kom in blöð frá Rvík, sem segja nokkuð gjörr frá þessum fréttum. Af því að ég er viss um að margir Vestur ísi. þektu Valdimar sál. annaðhvort persónulega eðaaf blaði hans, Fjall- konunni, sem nú í seinni tíð hefir verið eitt hið fróðasta og áreiðanleg- asta blað.^sem gefið hefir veríð út á Islandi, þá ætla ég að segja fáein orð um hinn látna. Valdimar Ásmur.dsson dó að kveldi hins 17. Apríl síðastl. ur heilablóðfalli, að blaðið segir nú, eft- ir tæpa sólarhringslegu, nær timtug- ur að aldri. Hann var fæddur að Hvartt í Bárðardal, Þingeyjarsýslu, 10. Júní 1852. Foreidrar hans voru- Ásmundur Sæmundsson, ættað ur úr Reykjadap og Bóthildur Björnsdóttir, Þorkelssonar, Jónsson- &r, Halldórssonar bónda að Mýri í Bárðardal, og voru þeir Kristján heitinn Jónsson og Valdimar Ás- mundsson fjórmenningar, og komn- ir út af hinni gáfumestu skáld mærings ættum. er að undanföinu hafa verið uppi í Þingeyjarsýslu. Með foreldrum sínum fluttist Valdi- mar kornungur að DaðaBtöðum í Reykjadal, og þaðan nokkru síðar (á 11. ári) að Álandi í Þistilfirði, og litlu síðar að Flögu í sömu sveit. Þar dvaldi hann hjá foreldrum sín- um þar til hann fór alfarinn frá þeim um eða litlu eftir 1870. Það bar snemma á gáfum og heil- brigðri skynsemi hjá Valdimar, og las hann fljótt mikið, en hafði ekki Nwi9mmnTwinrwmttmnnwntfrwrnffmmwiflmmn> |THENEW YORK LIFE. ! ^ “Pro bono Pnblioo” Þe^ar maður kaupir hlut. UœboJsmenn New York Life ábyraðarfelagsins fserðu forseta felagsins. Honorable John A McCall. 56 millíonir dollrrs í nýjum lifs- ábyrgðum á sex vikum, og skömmu þar á eftir færðu þeir öðrum varaforseta féiagsins, hra. Geo. W. Perkíns, 62 milliónir dollars í nýj »m iífsábyrgdum, Þannig fékk félavið EITT HUNDRAÐ OG XTj ÁN MILLIONIR DOLLARS virði í nýjum iífsábyrgðum á fyrstu 3 mánuðum af árinu 1902. Aldrei fyr befir jafnmikil lífsá- byrgðar upphæð safnast að nokkru einu félagi í heiminum á jafn stuttum tima eins og að þessu STÆRSTA og BEZTA af öllnm lífs- ábyrgðarfélögum. THE NEW YORK LJEE er á undan öllum keppinautum í beimi. Það er einfait sameignarfélag án nokkurra hl'Jthafa. allur gróði er eign skírteinahafendaDna. NEW YÓRK LIFE er á undan öðrum félögum i Canada. Skoðið vaxtasafnsskírteini NEW YORK LIFE félagsins áður en Þér gacgið i iifsábyrgð I nokkru öðrn féiagi. Chr. Olafanon, isienzkur agent. á>í, IHorgnn. radssiaðijr, Grain Exchange, WinDÍpeg. nikii kjörkaupa NAIjA ÞEGAR ÞER ÞURFIÐ GÓÐ AR VÖRUR FYRIR HÚS YÐAR BANFIELD’S! CAHfCT STOftC : 4«4 WAIS 8TBEET - WINNIPKO ♦ FEGURSTU olíudúkar 50c. yarðið ALLIR í EINU ♦ STYKKI og lita út eins og gólfteppi. ♦ Teppi sem þekja heilt gólf fyrir ^2 00-$5.<H>. ♦ Mikið af ódýrum glugga-gardinum hjá J ♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦; kringumstæður að komast að skola- leiðinni. Samt íékk bann tölnverfa tilsögn hjá' séra Gannari síJ. I Gunnarssyni, presti að Sauðanesi og Svalbarði, þegar hann var nær tví tugú. Hfinn ritaði einnig nokknð um tvitugsaldur tyrir próíast Vigfús Sigurðsson á Sauðanesi, og var þá með honum tima og tíma. Sóknar- lýsingu reit hann fyrir prófast, sem hlaut lof mikið, og í hvevetna var hann viðurkendnr strax sem gáfu- maður- Bar.n ætlaði eitt sinn að g.mga skólaveginn, en varð ei af, og mun fátækt og örðugar kringum- stæður hafa hamlað honum frá því. Litlu eftir 1870 fór hann inn á Ak- ureyri, og hafðist þar við um tíraa. Þar gaf hann út Vasakver, og kann- ast allir við það. Því var mjög vel tekið af alþýðu, enda vel úr garði gert eftir kringumsíæðum. Rétt nm það leyti gaí hann út Ritreglnr sin- ar í fyrsta sinn, og náðu þær st’ax almennings hylh. Um 1880, eða rétt eftir, för hann alfarinn af Norð- urlandi og suður. Gegndi hann fyrst barnakenslu störfum að Leirá, og las þá og skrifaði af hinu mesta kappi. Rétt á ettir varð hann kenn ari við Flensborgarskótann,en bætti því skjótt, og stofnaðl blaðið Fjall- konan í Febrúar 1884(?). Blað:ð varð strax velþokkað á meðal al- þýðu, og náði góðri hylli, að minsta kosti á Norðurlandi. Hann var fé- laus maður, þegar hann byrjaði það lyrirtæki, en klauf þið furðanlega. Enda var hanu einn hinn panna- liprasti maðnr, sem þá skritaði á Is- landi. Árið 1888 giftist hann ungfrú Brietu Bjarnhéðinsdóttur, sem nú lif- ir mann sinn, ásamt tveimur börn- um, syni og dóttur, um íermingai - aldur. Auk blaðamensku starfs hans, og þeirra rita, er nefnd hafa verið, gerði hann margt fleira af ritstörfum Hann bjó undir prentun og gerði skýríngar á vísum í ísl.dsögunum, er Sigurður Krátjánsson í Rvík hefir getið út. Þar að auki tók haDn af- skriftir af ýmsum fornskjölum, svo sem máldögum og fleiru, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og var hinn vandvirkasti og áreiðanlegasii mað ur í öllum sínum ritstörfum. Hann var sérlega glöggur og fróður að fjalla um gömul handrit. Og hafi hanu ekki verið sá fróðasti og ís- lenzkasti íslendingur, að máli og ísl. bókfræði, þA var hann með þeirn ailra fremstu í þeirri list. Hann var sjálfmentaður maður, en engu síður var hann lærðari mörgum þeim, sem á lærðaskólann gangn, ekki einasta f lslenzkum fræðum, heldur oe mörgu öðru. Hann var góður ritstjóri, eD, enn þá meiri fræðimaður, og hafði mjög heilbrigða þekkingu hvivetna. Ég kyntist Valdimar heitnum 1880. Um það leyti var hann nokkr- um sinnum á ferðum norður í Þistil- fjörðað finna foreldra og vini. Mér féll skjótt vel við hann. Hann var hægur og stilturi framgöngu og tali, og ei laustekinn. Hann var skemti legur og fræðandi þegar hann var orðinn kunnugur manni. Um þetta skeið voru þeir Valdimar Ásmunds- son og Hamies Lárns Þorsteinsson, sfðar prestur í Fjallaþingum og dá- inn fyrir nokkru, hinir bezt ment- uðu af ungum mönnum í N.-Þing- eyjarsýslu. Báðir gáfumenn og skemtilegir í sinn hóp. Og þótt ég væri þá nngur er ég kyntist þeim, þá þótti mér þeir öðrum mönnum frarnar að víðkynningu. Það er ekki efi um það I minni sál, að íslar.d hefir mist einn þann einlægasta og bezta mann á islenzka vísu, þar sem Valdimar Asmundsson leið. En ságan geymir minningu hans langt fram um ökomnar aldir, og aldrei nema en að maklegleikuin' Kr. Ásg. Benkdirtsso.v. “AMBER plötu-reyktóbakið er að sigra af eigin verðleika. Hafið þér reynt það ? Safnið TAGS. Þau eru yerðmæti. Góö bújörð til sölu nálægt Seamo, Man. Agætt, nýtt fjós úr steini, rúmar 24 kýr, loggafjós, sem rúmar 40 nautgripi, hesthús gott fyrir 4 hesta, mjólkurhús úr steini 20x12 á stærð, íveruhús 20x18 að stærð og eldhús 20x14 og ágætis brunnur, 1 áeinar ekrur eru plægðar og girtar Þessi bojörð með öllu tilheyrandi kostar að eins $700.00 með yægum sk.il- málum, Listhafendur snúi sér til: ÁRNA ANDERSON, 799 Flllice Ave W. Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.