Heimskringla - 22.05.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.05.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKRINÖLA 22. MAÍ 1902. Ueiiiiskringla. PlTBLtLSHBD BY The flíini'íkringla News i Pablishing Cn. Verð bladsins í CanadaoirBandar $1.50 um árið (fyrir (ram borgað). Sent til íslands (fyrir frarn borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist i P. O. Money 0:der Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affðllum. «. L. Baldwlnson, Editor & Manager. Office . 219 McDermot Street. •P.O. BOX 12H3, í JanCiar í vetur, þegar þingið bvrjaði, gerðu Íhald3menn og fleiri, kröfu til stjörnarinnar; en hún var 8ú, að stjórnin léti rannsaka stein- olíu þá, sem Standard Oil Co selur hér I Canada. Eins og kunnugt er, hefir núveranði stjórn hjálpað nefndu félagi til að raka saman fé af al- menningi fyrir vöru sfna Við þvf er ekki hægt að sporna eins lengi og hftn hangir við völdin. En hitt átti að vera auðvelt að knýja Standard Oil Co. til að selja að eins gjald- genga vöru. Á þinginu í vetur sá stjórnin sér ekki undanfæri uema að láta skoða olíu félagsins efnafræð islega, og þvf lafaði hún. Svo leið og beið að ekki komu skýrslur um olfuna fyrri en seinasta daginn, sem þingið sat. Skýrslurnar bera það að olfan reynist vel og innibindí þau gæði, sem með lögum er hægt að heimta af Standard Oil Co.. En hvernig fór stjórnin að þessari rann- sókn. í staðin fyrir að hún gat látið gera hana á tveim til þiern vikum, þá lætur hún ekki rannsaka olínna hjá télaginu fyrr en 2 mánuðum eftir að hún lofaði þinginu að láta gera það. Með öðrum orðum, hún gaf Standard Oil Co. tækifæri til að selja hér um bil eða allar olíubyrgðir sín- ar hér, og flytja aðrar betri á mark- aðinn áður en rannsóknin fór fram. Og svo sýnir hún ógnarlega saklaus, síðasla daginn i þinginu skýrslurnar, sem koma frá rannsóknarmönnum hvaðanæfa að, bæði bréflegar og með fréttaþráðum, og alt er í bezta lagi hjá íélaginu. Kaupendurnir fá eins góða steinolíu og þeir eiga heimting á. — Og stjórnin velcir yöngum ógnailega kirfilega framan í þjóð og þing, og segír: sjá! hér er mitt umhyggjusaina þjt>ðarstarf, og hér er vitnisburður sá, sem Standard Oil fél. hefir feugið, og á. Hér er ekki um neitt að tala lengur. Þetta er létt eins og vænta mátti af annari eins stjórn og Lanrieistjórnin er. Hún hlaut að vernda fólagið því hún er þvl skuldbundin Og hún vissi hvernig hún átti að hafa þá verndun við það; og vissi líka, að varlegast var að koma ekki inn á þingið með aðgerðir sínar fyrri en enginn tími var eftir að hafast annað að, en hlfða á skýrslurnar. Stjórnin gerði ekkert annað í þessu máli, en vernda og varðveita félagið, en fótumstroða hagsmuni almennings, eins og hún gerir yfirleitt f flestum eða öllum málum. þeir að hætta við að stofna til ófrið ar. Þeir verða að byggja 4 rýju þjóð3kipunar fyrirkomulagi, með annari stefnu er stjórnin, kyrkjur og auðmenn skapa eftir eigin hörði, i það og það skifti, eins og þeim þyki' hentast hverju út af fyrir sig. Svo er annað stríð, sem nú ei háð í heiminum. í þessum bardaga eru menn sjaldan vegnir með vopn- um. M.erna eru þar bara drepnir með skorti og hungri. Það er bar daginn á milli verkamanna og auð manna, í þeim bardaga kemur margt til sögunnar. Stjórnirnar heimila einstöku mönnum að sofna og hrúga fé sanian, og kyrkjumar standa með þeim 4 bak við tjöldin f>ó kenningar þeirra þykist mót mæla f>eim rangláta mammon, og er það ekki nema eðlilegt f>4 ofan f kjölinn er skoðað. Þær hafa og þurfa frá núverandi ástandi að afla sér fjár. Þær eru atvihnugreinar út af fyrir sig og þjónar þeirra sækjast yfirleitt ekki sfður eftir peningum en kaupmenn og mang arar. bæði sér til forsorgunar og félagsskap sfnum til viðurhalds Og sú hefir tfðin verið að sumar kyrkjudeildir hafa haft lönd og þjóðir undir ánauðaroki, og látið greipar sópa um hinn sfðasta pen ing ekkjunnar og munaðarleysingj ans. Frá fjárdráttar ajónarmiðum eru þvf kyrkjur og auðmenn að nokkm leyti hið sama. Ríkin eða þjóðimar hafa gaumgæfilega svip ast um eftir löndum og lausum aurum,, nú era f>œr oft ákveðnarað stela og afla sér fjár, rétt eins pg auðmannafélög og peningafélög Alt er að lenda í bendu utan um föð, dalinn, skildinginn. og sterk ustu fölagsdeildimar verða auð vitað ofan á, en einstaklingurinn undir. Geti hann ekki haft ofan í sig og sína með ærlegu móti, þá verður hann að hafa [>að á hinn veginn, eða deyja drottni sínum Það eru eflaust engar öfgar f>ó gizk að sé á, að helmingurinn af verka lýðnun falli dauður fyrr eða seinna fyrir beinan skort og ónógar lffs- nauðsynjar. Og þó byggist til- vera mannkynsins einmitt á þeim sem vinna með heila og höndum, að framgangi þjóðlífsins. En ið- gjöldin frá stjómmenskurpii,iðgjöld in frá kyrkjuhöfóingjunum og ið gjöldih frá vinnuveitendunum eru þessi. Það er mjög óvíst að rfkin geri nokkuð lakar með f>ví að reka f>egna sína út á vfgvöllinn og lofa óvinunum að inála jörðina úr blóði þeirra, heldur en að láta einstök fé lög eða einstöku menn seigpína líf ið úr þeim. Að liverju stefnir? Að hverju stefnir atvinnusam- kepnin, og hver verða endalok verkamannsins? Þetta eru spurn- ingar, sem fólk yfirleitt ætti að hugsa alvarlega um. Menn eru að flestu leyti á þeirri skoðun, að öll stríð á milli þjóða og ríkja séu óþörf og að ðllu leyti ósamboðin mentun þe3sa tíma. Því er haldið fram, að hægt sé að leggja þau niður, og út- kljáöll miskliðarmál og rangsleitni þjóðs og ríkja með gerðardómum. Það er auðvitað rétt, þegar það þjóðskipunarlag er komið á, & milli þjóðanna, og þær eru fúsar, og k jósa sjáltar að hlfða því fyrirkomulagi Stæðstu öflin, sem eiginlega gjör- stjórna heiminum nú, eru þrjú. Þau eru stjórnmenskan, kyrkjurnar og peningarnir. Einstaklingarnir, þjóð irnar og mannfélagið lýtur öilum þessum öflum, og þau eru gróðrar- stíurnar , sem öll ósætti, og misklíð þrðast í. Séu stríðinog manndrápin, sem þeim fylgir ósamboðin mentun og menningu þessa tíma, þá eru stjórnirnar, kyrkjurnar og auðvaldið ósamboðið þeim lfka. Vilji menn fá frið í staðin fyrir ófrið, þá verða Þegar verkalýðurinn gerir verk- fa.ll og í ofheldi slæst á milli hans og vinnureitenda, f>á er rfkið stoð og stytta verkveitenda.en ekki verk- neytenda, þrátt fyrir það f>ó helg- asta h'iglxið f stjórnarskrá rfkjanna sé vernd á eignariétti eiustaklings- ins ogfriðhelgi lians.þegar til frarn kvæmdanna kemur fer alt út um þúfur. Aflið ræðnr úrslitum, og peningamir hljóta að vera þeim megin. sem aflið er. Verkalýður- inn er sá hluti manna, sem ekki piminga, og þess vegna þarf hann að leita að þeim og reynslan er sú, að eftir því, sem hann leitar meira og fastara að þeim, -eftir því hafa aðrir ineiri og meiri peninga af hon um, og fyrr eða seinna hnígur hann máttvana og saddur langra lffdaga, en aðrir lifa í vellystingum og óhófi á sveita hans og striti. Þetta er athæfi sein núverandi þjóð skipunarfyrirkomulag getur ekki lagað eða bœtt. Kyrkjan þykist geta veitt huggun á öllu böli, en hún er ónóg að veita huggun á þessum bágindum og blygðunar- leysi menningar og lx>rgaralegra laga. Og hvað getur svo þessu hald- ið lengi áfram, og að hverju stefnir mannlffið með þessu. Það eru huldar gátur og óráðnar rúnir, sem seinni tfmamir skera úr. Eitt er áreiðanlegt, og það er það, að stór- kostleg bylting hlýtur að vofa yfir þjóðunum fyrri eða sfðar. Stjóm- arfarið, kyrkjufyrirkomulagið hljóta að kollvarpast, og annað betra að spretta upp úr rústunum, og eigna og atvinnuréttur að skapast að n/ju, og bera ávext í betri akur- löndum en nú eru til innan ve- banda stjómmensku og kyrkjufé- íslenzkir neraendur við Manitobaháskólann. Það voru fiimm fs-lenzkir nemendur, sem í þetta sinn skrifuðu í vorprófi háskólans, og öll stóðust þau prófið. Þessir 5 nemendur eru: —Þorvaldur Þor- valdsson Htefán Guttorinson’ Run- ólfur Fjelsted, María Anderson og Fred Olson. Mr. Þorvaldson út- skrifaðist af háskólanum méð fyrstu ágætis einkun, og hlaut silvurmedalfu háskólans sem heið- ursmerki, og er það hið besta heið- ursmerki sem háskólinn getur gefið.—Stefán Guttormson hefir enn á ný náð f verðlaun við próf sitt, f þetta sinn 60 dali, hann end- aði nú annað ár sitt við háskólann og á því aðeins eftira tvö ár þar til hann útskrifast,—Runólfur Fjel- sted hlaut einnig $40 dollara, sem verðlaun fyrir þekkingu sfna f grfskri málfræði—hann aflauk fyrsta ár prófi við háskólans og einnig þau María Anderson er hlaut aðra einkun og Fred Olson er hlaut þriðju einkunn.—Bamgarnt virðist að geta þess í þessu sam- bandi, að Mr. Olson hefir einungis haft 3 mánuði þennan vetur til lærdóms og hefir þar að auki eytt meiri tfma en nkokur hinna við “hockey”-œfingar. Hann hefir því á þrem mánuðum búið sig undir próf er tekur flesta aðra 6 tnánuði til undirbúnings.—Fjögur hin fyrst nefndu eru nemendur við Wesley College, en hinn síðast- nefndi stundar nám á Manitoba College. Þannig hafa 3 af þeim 5 ís- lendingum er próf tóku,hlotið heið- ursverðlaun og silvurmedalífl háskólans. Þeir hafa með þessu áunnið sjálfum sér og þjóð sinni stór sóma. Því vér megum eiga það víst að f hvort skifti er vér skðmm fram úr, að einliverju leiti vöxum vér í augum hérlendu þjóð- arinnar. Þetta nýafstaðna próf er ekki einungis ánægjulegt fyrir þá sem tóku þátt f því, vini þeirra og vandamenn, heldur líka ætti það að vera sönn gleði öllum hugsandi Islendingum. En þetta er aðeins byrjun; vér eigum von á ineiru þvf f enda þt*ssa mánaðar taka 7 fslehdin^tr inntökupróf til háskólans og vér vonum fastlega að þeir hljóti jafn- an lieiður og þeir sem á undan hafa gengið. Nöfn þessara nem- enda birtust í sfðustu Heimkringlu og birtast vafalaust seinna, að af- loknu iirófinu.—Aukþeirra er áður var getið, má einnig gæta þess að tvær fslenzkar stúlkur eru nú að skrifa kennarapróf hér f bæn- um. Kolsvart ragnarökkurs-tjald Reflar himin-bauginn; Ut’ við skuggans skarar-fald Skjálfa reiðar-slögin. II. Suðri, med demduna. Suðandi’ í vindinum, Kemur f húsþiikin kjppandi Köldum með súg; Hrímþoku-kembuna Hér o’naf tindinum Lár on’f skarðanna lyppandi. Lftt’ á hann nú! Vænghrjáðum smáfuglum vipp- andi, Vorlauf af ösþinni klippandi Grasinu sveiflandi — múg eftir múg. III. Herlúðrar upphimins öskra nú hátt, Æðandi stormurinn brýzt fram um leið; Þjótandi byltir sér átt móti átt Eldþrangin, helbikuð, voldug og reið— Virðist inér himininn hvelfa sér niður Hopandi jörðina fangbrögðnm taka; Vobrestir loga upp, vatnsflóðsins kliður. Verður að gný, því að svo haglar klaka. Veröldin hverfur mér—hauðrið og hafið. Himnanaa eldmyrkri birgt er og vafið. Stephan G- Stephansson. k'Pernilla“, Þetta rit eftir skáldið Holberg hefir verið leikið hér nokkram sinnuin í bænum og fá kvöld niðri í Selkirk. Það er leikfélag Skuld- ar, sem staðið hefir fyrir þessu. Það skal sagt sagt stúkunni “Skuld“ til lofs. að hún hefir tekið sig fram um það, að lífga íslendinga í þess- um bæ með vel vðldum og siðprúð- nm sjónleikum, bæði í fyrra og nú. Um þenna leik, sem hér er um að ræða, “Pemilla-1 (Peniilles korte Fröken stand) hefir verið dálftið talað fjl/>g)>ergi og Dagskrá, en ekki eitt orð um hann sagt f Heimskringlu. Dagskrá kveður sér málið óskylt, vegna þess, að rit stjórinn mun hafa verið eitthvað við æfingamar riðinn. Lögberg segirsfna meiningu og cand. Sig- urður Magnússon kemur með sfna "krftik“ llka. Hann er maður, sem hefir vit á slfku, viðurkendur maður heima f Reykjavík sem snildarleikari. Það virtist því vera að bera í bakkafullan lækinn, að ég fer að skrifa um þennan leik Það er ekki af því, að ég ætli mér að fara, að hrósa leikendunum um of, ekki heldur lasta þá um skðr fram, en nu r tekur sárt til gamla Holbergs 1 gröfinni og mér getur ekki dulist Það, að [>að er rangt af nokkrum manni, að rýra þann mann, sem er e'nhver liinn mesti snillingur sem komidíuskáld, sein uppi heíir verið á Norðurlöndum f margar aldir. A konunglega leik- búsinu í Kaupmannahöfn liður aldrei vetur svo, að ekki séu [>ar einhver ritin hans á ferðinni. Skáldverk h a n s e i n s eru nefnd “Leiksviðið danska" (Den danski Skueplads). Einna oftast eru nú leikin: Pernilla og Tímaleysing- inn (Den standeslöse). Að gefa mfinnum það f skyn, að Pernilla sé efnislaus eða efnislítil, [>að gefa ekki þeir, sein vit hafa á, og geri þeir það, mót betri vitund, þá ligg- ur þar einhver “fiskur undir steini', þó ekki sé nema liornsfli. í ‘■Pernilla" er inikið efni, eins og f öllum leikritum Holbergs Skáldið sýnir þarágirndina, fjár- sýkina á hæzta stigi, sem gengur svo langt, að gainall maurapúki svfkur f trygðum stjúpsón sinn, ungan, ógiftan og saklausan mann sem elskar af hreinu hjarta [>á mey, sem lijarta hans liefir valið. Á þennan garð ræðst stjúpfaðirinn, af þeim einu ástœðum, að stúlkan er vel fjáð og hygst að ná f pen- inga hennar sjálfur. Þetta mis- tekst og hið góða, sanna og sak- lausa, verður f meiri hluta, en svikin, undirferli, lygar og prett- vísi, bíða ósigur. Leikritið er þvf siðferðislega fagurt. Hvemig er svo þessi leikur leik- inn. Sanngjamast mun sagt, að leik- urinn f heild sinni sé vel leikinn. En Þegar dæma á um slíkt, verður fyrst að taka það fram, að hér er ekki um neitt verulegt leikfölag að ræða, lieldur staiula hérað mál- um menn, sem gegna öðrum störf- um, vinna dag út og dag inn, en verða að hlaupa til þessa f hjá- verkum, endurgjaldslaust, og ein- att þreyttir og lúnir eftir dagsins erviði. Og frá þessu sjónarmiði skoðað, leikur fólkið fram yfir all- ar vonir. Leikritið gæti veriðbet- ur útlagt. Búningarnir eru ekki eins og Holberg hefir ætlast til, að þeir væru. Allir karlinennimir eiga t. d. að vera með “Parak", samkvæmt tizku þess tíma, sem leikurinn á að faraframá. Látum nú vera, þó þessu hafi verið sleppt, eftir atvikum. En svo kemur ó- samkvæmnin, að láta dómarann einan vera með “Paruk". Pern- illa og Hinrik eru bæði of vel bú- in til að vera þerna og þjónn, jafn- vel Ix-tur búin en Leonóra og Le- ander. Það er fyrsta skilyrðið fyr- ir hvern, sem vill leika, að s k i 1 ja verkefni sitt og svo sem lifa sig inn f anda skáldsins, sem leikinn semur. Annað skilyrðið er það, að 1 e i k a, vera aldrei eina sek- úndu óleikandi, jafnvel þótt mað- urinn sé steinþegjandi á leiksvið- inu. í þvf efni skarar ungfrú Rósa Egilson fram úr öllum leik- endunum, enda herra Ólafur Egg- ertsson lfka og þessar persónur skilja verkefni sín. Það er ósann- gjarnt að segja um þau, að þau séu e f n i f góða leikendur, þvf þau e r u frábærlega góðir leikendur, bæði tv<>. Þau hafa sýnt meistara- lega framkoinu. bæði f þessu leik- riti ogöðrum.sem þau hafa leikið í, enda er ég viss um, að þau taka ekki að sör, að leika nokkra þá “rallu", sem þau ekki geta sýnt meiri og minni snild í. Þau skilja þetta svo vel og eru svo vandvirk. Ungfrú Olga Olgeirsson gerir sfn,- ar sakir prýðilega. Þessi unga stúlka er fyrir tveim árum komin heiman frá Fróni. langt ofan úr sveit og hefir aldrei séð leikið á æfi sinni fyrr en hér og aldrei komið fram á leiksvið fyr en nú. Þar að auki á hún, komung stúlkan, að leika gamla konu—rifrildis—skap- varg, sem hefir manniiin sinn, heið arlegan og flugrfkan borgara, svo gersamlega f vasa sínum. að hann þorir aldrei upp úr vasaopinu að lfta. Þetta fórst henni alt svo ljómandi vel að sömu ástæðum: skilningi qg vandvirkni. Herra G. Hjaltalfn segir lftið, eða réttara sagt, fær lítið að segja fyrir kon- unni, en tekst vel, að vera nógu ó- sjálfstæður, og ljómandi reykir hann eðlilega úr pípunni sinni. Leander og Leonóra koma fremur vel fram, en það er spauglaust. að leika þessar ástarrullur, fullar með fleðuskap og faðmlög, annars vegar en hinsvegar vandræði og von- brigði. Tilfinninga breytingin kemur ekki nógu vel fram hjá ung frú Fjeidsted, en hún er lagleg á leiksviði og kvenleg. Herra And- erson hendir það, sem margan manninn hefir hent, að vera f vand ræðum með henduraar á sér.JBetra að hafa staf f hendinnl, rjála við úrfestina sfna eða því um lfkt, held ui en að láta hendumar hanga máttlausar niður. Dómarinn leik- ur vel, málrómurinn yfirvaldslegur og maðurinn riiggsamlegur hver- vetna. Hinrik (Kr. Jolmson) þykir ekki vel leikinn. Eg skal játa, að mér fellur ekki hvernig hann er leikinn. Þetta er einhver merkasta “rullan“ f leikritinu. Nú er maðurinn, sem leikur Hinrik, góður leikari, en hann hefði sjálf- sagt átt að hafa einhverjar alvar- legri “rullu“, en þessa. Hinrik á að hafa þ r j ú einkenni Hann á að vera spjáxrungslegur spaðagosi, fullur með "grín og glens“, en svo 4 hann á milli að vera heimskur,, einfaldur, sem dúfa og á hinn bóg- inn stórvitur, slægur sem högg- ormur. Hann kemur fram lijá Kristjáni og tilbreytingarlaus, of “stífur“. Hann hefir nú efnu sinni liugsað sér hann svona, og heldur því vitanlega til streitu. Ef hann síðar meir léki Hinrik f einhverju leikriti eftir Holberg, og tæki nann á hinn veginn, þá er ég viss um, að honum tækist betur, nema hvað ég vantreysti honum í því, að geta verið nógu hrekkjalegur á svipinn: Aftur leikur Kristján iúunkinn prýðisvel. Um hina aðra leikendur er lítið að segja. Þeir leika svo sem ekkert. Það er von- andi að Skuld haldi áfram með leika sína og taki þessa bendingu til fhugunar. Spectator. Heiðraði ritstjóri “Heimskringlu.” Eg bið yður svo vel gera og lj\ eftirfylgjandi línum rúm ( yðar heiðraða blaði. Ég er neyddur til að rita nokkr- ar línur í tilefni af athugasemdum ritstjóra Lögbergs, 10. t. m., aft- an við þýðingu af bréfi þeirra lög- manna Heap & Heap, og setn aðal- lega er ritað til B. B. Olson að Gimli, og sem ritstjóri Lögbergs, M. Pálsson, segir að Sveinn Kristjáns- son, hinn afdánkaði skrifari og fé- hirði Kjarna skólahóraðs, hafi beðið að þýtt væri og prentað f Lðgbergi. Verði Sveini að góðu. Ég vil taka það fram að það eru þeir Sv. K. og ritstj, Lðgbergs, sem nú byrja þessa deilu & ný. Sv. K. hefði þó gert réttast að fara ekki í elli sinni að vekja upp ófrið að nýju. En þar munu nú aðrir hafa ýtt undir. En fyrst svona er nú komið, er ég neyddur til að verja sjálfan mig, því áðurnefnt lögmannsbréf hefir verið birt í Lögbergi í því skyni “að láta Ný-íslendinga sjá sakleysi Sv. K., samanb. Lögberg. Eu sá Pllatusarþvottur hefði ekki átt að prentast. Ég vii nú byðja Ny- íslendinga að taka eftir því að áður nefnt lögmannsbréf segir ekki með einu einasta oiði að Sv. K. sé sak- laus af ákærum þeim, sem bornar voru á hann af mér og Jóni Eiríks- syni. Bréfið segir heldur ekki að Sv. K. hafi nnnið málið. Bréfið á aðallega að s/na að meðferðin á mál- hafi verið ólögleg, “að málið hafi hevrt unðir borgararétt.” Enn það sanna'r ekki sakleysi Sv. K. þó íorm- gallar hefðu máske verið á málinu. Eins og kunnugt er, var mál þerta hafið af mér undirrituðum og Mr, Jóni Eiríkssyni, þó er að sjá af oftnefnda Lögmannsbréfi að Sv. K. hafi sagt lögmanni sínum að eins frá öðrum stefnanda, og af því geta menn séð að fleira gat verið rangt af framburði hans í iögmannseyrað. Og enn eitt geta menn séð, að eitthvað hefir verið bogið við skrifara- og fé- hirðisstarf Sv. K., en ég skal að eins geta þess að hann, Sv. K., vann að sínum eigin hagsmunum, en á móti hagsmunum skólahéraðsin3. í fyrstaiagi þá tók Sv. K. kaup sitt 6r skólasjóði snemma 1 Desen ber stðastl. án þess það væri samþykt á skólastjórnarfundi, orsökin hefir lík- lega verið sú, að hann hefir ímynd- að sér að ég mundi ekki álíta starf hans svo vel af hendi leyst, að hann ætti heimtingu á ðllu kaupi sínu. I öðru lagi boigaði Sv. K. syni sinum $3 úr skólasjóði án samþyktar skólanefndarinnar.vitandi að verk er sonur hans vann.var als ekkiþað, $3 virði. í þriðja lagi seidi Sv. K. sér sjálfum og öðrum eignir skólans án nefndar samþyktar, vitandi vel að skólinn þarfnaðist eigna sinna. I fjórða lagi tók hann nafn mitt og annara undir rangfíerða fundar- gerninga. í fimta lagi neitáði Sv. K. að leggja fram bréf frá mentamáladeild - inni, sem nefndaimenn vildu fá að sjá, (bréfinu viidi hann ekki skila) llklega af þeirri ástæðu að hann, Sv, K., hefir vitað að það gæti komið í Ijós hinni prettvísu aðferð, sem hann hafði tij að útvega Mrs. T. B. Arason kennaralevfl við K.jarnaskóla. Einn- ig hefir verið mjðg erfitt að ná eignum skólans undan hans vernd- arvæng. Þetta ofanritaða er að eins lítið sýnishorn af fiamkomu Sveins, og og skal það sýnt f framhaldi 4 deil - um þessum. Þá vik ég nú máli mínu að því, Mangi minn; sem ritstjóri Ixigbergs segir þú í skottinu, sem þú sveiflar til aftan við Lögmannsbiéfið. “Sy, K. sem saklaus var lagður í einelti og með peningakostnaði og fyrirhöfn forðaði sér frá fjársektum og fang- elsi ” Hvaðan hefir þú það að Sv. K. hafi verið saklaus lagður f ein- elti. Ég skora á þig að sanna það, en þú sannar það líklesra með ósönn- um staðhæfingum, álíka og þeirri, að Sv. K. hafl verið saklaus lagður I einelti, þvi mér virðist þú f þessu máli, sem öðru, vera sktinn leppur liberala, hvort þeir eiga heima f Ný- Islandi eða annarstaðar, það gæti ekki verið til svo óhreinn liberal að þú sleiktir ekki af honnm slorið eða gerðir tilraun til þess. Svo heldur ritsij. Lögbergs því fram í slúður- halagrein sinni, að það hafi verið breitt út að Sv. K. hafi tapað málinu. Af hverju hafði þá hann S. K. kostn- að og fyrirhöfn bótalaust, því hélt hann ekki málinu áfram og lét okk ur Mr. Jón Eiríksson (nefndarmenn- ina) borga kostnaðinn. En Sveinn gerði nú betur, hann banð3t til að borga B. B. Olson peninga til að fá sætt, því gerði Sv, K. þann skolia, maðurinn hreinn og saklaus. Hvern- ig stendur á þvf að ég borgaði hvorki S. K., B. B. Olson eða nokkr- um manni eitt einasta cent. Máske Mangi staðhæfi að fyrir þá orsök hafi ég tapað máiinu. “Sveinn lá ekki á málinu,” segir Mangi. En sú skraffinska. “Að liggja á,” er vanalega sagt um hænur, sem liggja á eggjum til að unga þeim út. Það lítur út fyrir að Mangi sé að spauga að skjólstæðing sínum, og er það “hörmulegt” fyrir Svein og illa gert af Manga, því vinafólk S. K. gaf honum “Hörmungar” nafnið hérna um árið, eins og kunnugt er. Og að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.