Heimskringla - 31.07.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.07.1902, Blaðsíða 1
XVf. ÁR WINNIPEG MANITOBA 31. JÚLl 1902. Ni-. 42. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Kóleraveikin er sögð œjög raann skæð í Manehuria. 757 œanna dóu úr henni & einnm sólarhring um miðjan þenna mftnuð. Aður hafði hón feld yfir 100 Rússa og 360 Kín- verja. —Óspektir miklar eru í Frakk- landi yfir ofsóknum stjórnarinnar þar á hendur öllum trúfélögum nema þjóðkyrkju katólíkum. Opinberir óánægjufundir eru haldnir og æs ingaræður fiuttar til lýðsins frá beggja hálfu. —Nokkrar umrœður hafa orðið í Ástralíublöðunum yör launum land- stjórans þar. Hann er sagður að hafa kostað Ástralfu sambandið $225 000 á síðasl. 18 mánuðum og er það talin ofmikil borgun. Mikill hluti af þeirri upphæð heflr samt gengið til að halda veizlur fyrir konung legt fólk og aðra. Ánnars eiga laun hau8 að vera $50.000 árlega og um $40,000 að auk fyrir tilkostnað við húshald hans, og þess utan hefir hann fengið $40,000 á ári til að leika sér með. —Svo er nú Breta konungur orð- inn hress að hann er farinn að geta gengið lftið eitt, en varasamur verð- ur hann að vera með fæðu sfna og alla áreynslu. Læknar telja vtst að hann verði fær um að þola þá á- reinslu sem krýningunni fylgir þeg- ar hún fer fram þann 9. n. m. —Bandaríkjastjórnin heflr fengið tilkynning frá Filipseyjum um að 4 kennarar, sem hún setti þar á Cebu eyjuna og sem týndust þann tíunda Júnf, hafi allir verið myrtir af eyia- búum, sem ekki vildu hlýðnast til- sögn þeirra. Morðingjarnir eru nú fundnir og fyrirliði þeirra lífiátinn. 8 aðrir hafa verið teknir, kærðir um meðsekt í þessum glæpum. —Mr. Chamberlain Nýlendu ráð gjafi Breta, hefir tilkynt brezka þinginu að engum öðrum en inn íæddum Suður-Afríkubúum, sem háðu bardaga við brezka herinn, verði leyft að flytja aftur til Suður Afríku. —J. H. Brown, frá Maine í Banda- ríkjunum, hefir fundið npp fallbyssu, sem að afli tekur langt fram þeim sem áður hafa þekst í heiminum. Eftir 14 ára umhugsun hefir hann nú full- komnað verkfæri, sem hendir 600 punda þungri kúlu 40!t mílu vegar með hraða sem nemur 3,500 feta ferð á sekúndu. Áður áttu Bandaríkja- menn 12 þuml. byssu sem kastaði kúlu 24 mílur vegar. —Harry Tracy, Oregon útlaginn, sem getið er um á öðrum stað í blað- inu, heflr nýskeð drepið félaga sinn, Davið Merrill, sem strauk með hon- um úr fangelsinu. Oregonstjórnin hafði boðið $1,500 hverjum þeim er findi Merrill og handsamaði hann dauðan eða lifandi. Kona nokkur sem fann líkið í skóginum þar sem það hafði fallið fyrir kúlu morðingj- ans, heimtar nú fundarlaunin. —Breta stjórn hefir nú fastlega á- kveðið og auglýst að krýning kon- ungsins skuli fara fram 9. Ágúst næstkomandi. —Annar hópur auðmanna og blaðamanna frá Bandaríkjum ætlar að koma til Manitoba í haust til þess að líta yflr landið og ná sér í ein- hvern hluta af því. Og nú eru blaða- menn á Englandi að taka sig saman um að ferðast hingað vestur um upp skerutímann til að sjá fegurð og frjófsemi landsins. Það eru brezkir og ameriskir gáfumenn, sem kunna að meta Manitoba eins og hún á skil- ið. Hvenær skyldi (sl. embættis og kaupmvnna stéttirnar á Fróni vaxa svo að vitsmunum hreinskilni í sannleikans viðurkenningu a ð þ e i r fáist til að láta Canada njóta sann mælis? —Dugleg kona. — Mrs. Joubert ( Carbondale í lllinois ríkinu, skaut f síðastl. viku bónda sinn og bróðir hans. Þeir höfðu báðir lagt samac og ráðist á konur sínar og ætluðu að misþyrma þeim og börnuunm. Kon- urnar vörðust vopnlausar meðan þær máttu, en er ofmikils afllsmunai kendi þá greip önnur konan skaram- byssu og lagði þá báða að velli. Síðan seldu konur þessar sig i hend- ur lögreglunnar og rannsókn var hafin í málinu. Kviðdómurinn frí- kendi konuinar sarastundis. . — Fellibilur æddi ytir þorpið Chesterville í Ontario á föstudaginn var og gerði $200,000 skaða. Mikill fjöldi húsa hrundi og 5 manna létu þar ltfið. —Maður að nafni Tonneth, frá N. J. I Bandarlkjunum, var nýlega handtekinn ( bænum Bra í Belgiu. Skjöl sem fundust á honum sýna að hann var á ferð fyrir anarkistafélag í Bandaríkjum til gess að ná lífi Emanúels Belgiu konungs. —Félag eitt í Bri6bane í Ástralíu hetír boðið De Wet, Búa foringja, $1,250 á viku og allan ferðakostnað, til þess að ferðast um Ástralíu og halda þar fyiirlestra um Búastríðið og alt það mál. Enn þá hefir ekki frézt hvert De Wet .þiggur þetta sómaboð. —Ungur piltur á Italíu háði ný- lega átta einvígi með sverði á einni klukkustundu, allir andstæðingar hans voru bornir af yígvellinum, sjálfur fékk hann lítið sár í síðustu atrenuunDi, en ekki var það bættu legt. —Gufuskip á Elb ánni í Þýzka landi, rakst nýlega á annað skip og brotnaði svo að það sökk samstundis. Þar týndust yflr 50 manna. —ÚtgjaJdaAætlun Bandaríkjanna fyrir yflrstandaDdi fjárhagsár er yfir 800 mill. doll. ($800,193,837). í fyrra voru útgjöldin $730 milb Þessa árs útgjöld eru: Til landbún- aðar $5 mill. Landherinn $92 mill. Til sendiherra landsins f öðrum löndum og til stjórnarlegra fram- kvæmda $2 mill. Til Columbia hér- aðsins $8^ mill. Til landvarnar- stöðva $7 mill. Til Indiána $9 mill. Þingkostnaðar $25 mill. llermanna skólinn $2J mill. Sjóherinn $79 mill. Eftirlaun $140 mill. Póstmál $138 mill. Hafnbætur $27 mill. Fasta út- gjölð $124 mill. Isthman skipaskurð- urinn $5 mill. Ýmislegur kostnaður yflr 90 mill. doll. Þessar upphæðir benda á auðugt stórveldi, annars stæðist það ekki útgjöldin. — Inntektir Canada á siðastl. fjár- hagsári til 31. Júní síðasl, voru $55,309,693, en á fyrraári$50| mill. Tollintektin nam als rúmlega 43 mill. doll. á árinu; þar af innflutn ingstollur $32 mill. og innalandstoll- ur rúmar $11 mill. Útgjöldin jukust um rúmar $3£ mill. á árinu, borið saman við fyrra ár, voru nú nálega 40 mill. doll. —Engisprettu uppskeran í New Hampshire ríkinu litur vænlega út í ár. Ríkisstjórnin þar veitti eins dollars verðlaun fyrir hvert bushel, sem henni var fært árið 1899. Hún fékk 523 bushel. En nú er útlitið svo að miklu fleiri busbel muni þar fást I ár. —Louis Wilklns, 30 ára gamall, andaðist I spftala í Chicago I stðastl. viku úr heilaveiki. Hann var tal- inn með stærstu mönnum heimsins, 8 fet og 2 þuml. á hæð og vigtaði yfir 300 pund. Sagt er að silfur dollar komist gegnum hring mikinn sem hann bar á fingri sér. Ofsa prumuveður og rigningar hafa gengið yfir Bandaríkin Ýms- ir dóu af eldingu f New York, Pennsylvania og New Jersey, og eignatjón varð mikið á fasteignum ogiikrum. Einniggerði haglstorm- ur skaða á ökrum bænda f N. Dak. 28. þ. m. ISLAND. Eftir Austra. Seyðisfirði, 28. Júní 1902. Tíðarfarið er nú loksins gengið til verulegs bata, landátt og sumarhiti, 13 til 14 stig R. með hlýrri salla- rigningu; svo grasspiettunni fer nú óðum fram. Fiskiafli fremur lítill, enda storma samt til hafsins síðustu dagana. Nýdáin er hér í bænum ekkjan Kristín Einarsdóttir, um sjötugt. 7. Júlí- Tíðin altaf hagstæð, hitar og úr- kon ur, svo grassprettu fer nú vel fram á degi hverjum. MINNEOTA, MINN. 19. Júli 1902 Pólitík. Enn á ný eru gæðingar hinna pólitiskuflokka komnir fram á orustuvöllinn. Enn að mestu leyti virðist pólitíkin hér hjá oss, Minne- ota-mönnum, vera einhliða. repúbl- íkar hafa auðsælega öll völd i hönd- um sér. Fyrir þingskrifara hér í Lyon Co., sækir fram úr fylkingu repúblíka Gunnar Björnsson, ritstj. “Minnéota Maseot”, er yonandi að allir Isl. greiði honum atkv., án til- lits til flokks. B',ramfarir. — Landi vor, St. Th. Jónsson Vestdal, er um tíma hefir dvalið á stjómarprentsmiðjunni i borginni Washington, heflr á kvöld in eftii vinnu stundað nám við laga skóla þar i borginni og gengið ný- lega undir próf og hlotið lögmanns nafnbót. Blaðið “Vínland” er hér mjög vinsælt. margbreytt að efni og fjöl- frótt að fréttum. Hvað mál snertir, er það, samkvæmt ísl. vesturheims- mælikvarða, fremur gott. ÚR BRÉFI FRÁ MINNEOTA 21/5 ’92 Hér er alt stórtíðindalaust. Upp- skeruhorfur hinar vænlegustu, ef engin óhöpp koma fyrir áður en þresking gengur í garð, verður upp skeran mikil. Nokkrir hafa þegar skorið bygg og er það vel vaxið. ÚR BREFI FRÁ I. B. BÚASON, dags. 12. Júlí.—“Alheims stúku- þingi er nú lokið. Alt gekk vel og skemtilega. Good Templarar í Svíþjóð gerðu sitt bezta til að skemta erindrekunum, sem bezt þeir gátu, með því að halda þeim heimboð, veizlur og fara með þá skemtiferðir út um landsbygðina. Embættismannakosningar gengu heldur vel, þó tapaði Ameríka tveim embættum, sem hún ,áður hafði. H. V. stórtemplar endurk. Jos- Malins. H. V. S. ritari B. F. Parker, H. V. S. G. U. T. Miss Jessie Börsyth En I staðinn fyrir H. V. stórkanselráð Cotterill frá Seattle var Dr. Berg- man (Svíi) kosinn, og í stað Jones frá New York var kosinn þýzkur mað- ur, sem ekki kann ensku, að nafni Blamer.—Næsta alheims stúkuþing verður haldið í Belfast á írlandi 1905. Amerikumenn gerðu sitt ýtr- asta til að fá það haldið i Ameriku, en voru ofurliði bornir. — Héðan býzt ég við að fara með Haraldi Ni- elsyni.sem er erindreki stórstúku Is- lands, til Englands og Skotlands, og kem þvi ekki til íslands fyrri en 5. Ágúst,,. íslendingadagurinn verður haldinn hátfðlegur 1 Sýn- ingargarðinum hér í Winnipeð á laugardaginn kemur, 2. Ágúst- Nefndin hefir vandað til þessa há- tfðahalds, svo sem efni og ástæður ur hafa frekast leyft. Skemtanir eru margbreyttar og verðlaun góð, og það er búist við að mesti fjöldi fólks verði viðstatt þenna dag eins og að undanförnu. En eitt hefir nefndin orðið að taka til bragðs, sem áður hefir ekki verið gert. Hún hefir hækkað inngangseyrinn upp f 25c. fyrir alla yfir 14 ára, en fyrir börn innan 14 ára er 10c. inngangnrinn eins og að undan- förnu. Ástæðumar sem nefndin hafði fyrir þessari breytingu eru: 1. að hornleikendaflokkur sá, sem nú á að skemta á Þjóðhátfðinni setur $74 fyrir verk sitt yfir daginn, og er það $14 hærra en í fyrra og $24 hærra en á nokkru öðru undanfömu ári. 2. að eftir því sem þessi hátíð verður umfangsmeiri og skemt- anir margbreyttari, eftir því hækkar verðlaunakostnaður á nefndinni. 3. af þessu leiðir það, að þeir pen- ingar, sem nefndin verður að verja til verðlaunakaupa, verða að takast úr sjóði dagsins. og þessi útgjaldaliður fer stöðugt vaxandi, þvi að gera má ráð fyr- fyrir þvf, að menn trénist upp á því að gefa árlega kostbæra hluti til verðlaunanna, og flestir menn illfáanlegir til að safna slíkum gjöfum af því að svo mikið er um aðra og betur laun- nðá vinnu. 4. jKefndin telur og vfst að þar sem nú er mesta árgæzka og all- ir liafa nóg að gera með góðum launum, þá muni enginn sjá eft- ir að borga 25c. fyrir inngang- inn, sem annars unnir deginum lífs, og það því fremur, sem lietri og margbreyttari skemt anir eru boðnar fólki á hátfð- inni. en það á völ á að fá á öðr- mn tfmum ársins fyrir jafna borgun. Eæðumenn dagsins verða: Islands ræða: . Séra Bjnnii Þórarinsson. Canada ræða: Kr. Ásg. Benediktsson. V estur-lslendingar: Þorvaldur Þorvaldsson, stúdent, Það má vænta þess, að allir þessir menn flytji góðar ræður. Allir eru þeir mælsku- og gáfu- menn og hafa þekkingu á því efni, er þeir ræða um. Kvæðin verða 4 í ár. Verðlaunakvæði um “ÍSLAND“, eftir herra Magnús Markússon, forseta Heimskringlufélagsins og Tjaldbúðarsafnaðarins. “KVEÐJA frá Islandi til Vestur- íslendinga“, eftir þjóðskáldið Steingrfm Thorsteinson. “CANADA“, eftir Sig Júl. Jóhannesson. “VESTUR-ÍSLENDINGAR“, eftir Hjört kennara Leo. Heitt vatn'ókeypis fyrir full- orðna og brjóstsykur ókcypis fyrir öll börn innan 12 ára, sem koma fyrir kl. 11 f. h. Aðrar veitingar verða seldar eins og að undan- förnu. Myndasmiður verður f garð- inum til þess að taka myndir af hverjum sem óskar þess. Hann hefir ágætan myndatöku útbúnað til þess og vonar að fólk noti tæki- færið. Myndimar kosta 25 cents tylftin. Dansleikur verður að kveld- inu og verðlaun gefin þeim, er bezt dansa. Yfirleitt verðvir alt svo vel út- búið til að skemta og hressa gesti dagsins, að nefndin hefir fulla á- stæðu til þess að vona óftir fjöl- menni á deginum og það {>ví frem- ur, sem hún hefir fengið lækkun á fargjöldum fyrir utanbœjar gesti, sem kunna að óska að vera við- staddir. Að sfðustu óskar nefndin f>ess að sem allra flestir íslendingar í Winnipeg, sem eiga kost á að sækja hátíðahaldið, vildu sæma samkvæmið og tilgang þess með nærveru sinni. TIL ISLENDINGADAGS- NEFNDARINNAR 2. Ágúst 1902. Vér undirritaðir höfum lesið kvæði þau, sem yður hafa verið send fyrir Minni íslands 2. Ágúst 1902. og sendum þau hér með til yðar aftur. Álit vort er þannig:— Af öllum kvæðunum er kvæð- ið nr. 1 hið eina, sem laust er við braglýti. Vér mundum hafa valið nr. 6, ef eigi hefði þar verið þrír formgallar, cn viðurkennum J>ó að það er ef til vill meiri skáldleg feg- urð í nr. 6, þar sem að hinu leyt- inu er meiri sonarleg tilfinning í nr. ,1 og þar af leiðandi meir við eigandi, sem minni íslands ort í fjarlægð, af syni þess. Samt sem áður getum vér engan verulegan mun þessara tveggja kvæða gert. Til að sýna f>að, hefir einn af oss (St. Scheving) boðist til að veita verðlaun fyrir kvæðið nr. 6. Það höfum vér f>egið með væntanlegu samþykki íslendingadagsnefndar- innar, Winnipeg, 28. Júlf 1ÍK)2. Björn Halldórsson; O. Olafsson; J. Einarsson; S, J. Schevino; H. Leo. Þessir fimm menn, sem skrif- aðir eru undir bréfið til Islendinga dagsnefndarinnar, voru útnefndir til að dæma um verðlaunakva-ðin fyrir 2. Agúst í ár. Prógramms nefndin úr Islend- ingadagsnefndinni óskar eftir að mega láta prenta öll kvæðin, sem send voru sem verðlaunakvæði. Höfundar kvæðanna geri svo vel og láti ritara prógramsnefndarinn- ar, Kr. Ásg. Benediktsson, vita hvað þeir vilja gera f f>essu efni. Mr. A. S. Elford, umboðsmaður “New York Life” Grand Forks N. D. Kæri herra:— Ábyrgðarskírteini mitt, No. 102,469, sem nú er fallið f gjald- daga, f NEW YORK LIFE, hefir reynst mér ábatasamt vaxtafé ekki sfður en fjöskyldu minni í síðastl. 20 ár. hef borgað félaginu $425.60 eii 'er nú boðið $734.15 f peningum, sem gerir í hreinan ágóða $308.55, eða. ég get fengið frá fél. $278.15 f peningum og samt haldið ábyrgð minní fyrir $1,000.00 uppborgað og rentuberandi. Þessir $278.15 eru 65% af innstæðuborgunum, og þó hef ég haft $1,000 ábyrgð 1 20 ár f þvf sterkasta lffsábyrgðarfi'dagi í heimi. Eg get tæpast látið 1 ljós ánægju mína yfir þessum árangri. Viðskifti mín við “New York Life” hafa verið mér bæði ánægju- leg og ávaxtasöm. Eg tel þetta hina beztu tegund lffsábyrgðar sem nokknr inaður getur keypt. Yðar einl. F. F. Monciomerv. KENNARA VANTAR við Kjarnaskóla. Kensla fer ftam frá 1. Október til 1«. Desember þ. á. og frá 16. Janúar til Marzmánaðar loka næstk. Umsækendur verða að hafa kennarapróf og snúa sér til: Gcttormdr Thorsteinson Ser.-Treaa. HÚSAVÍK P. O. MAN, Rafmagnsbeltin góðu — verð $1.25, eru tilsölu áskrifstofu Hkr, ÍSLENDINGA-DAGURINN 2. AGUST 1902. XII. ÁRSHÁTÍÐ Hátíðin fer fram í Sýningargarðinum. Garðurinn opinn kl. 7 árdegis. Hátíðin sett kl. 9 að morgni. Forseti dagsins : S. Anderson. Programme: RÆÐUR og KVÆÐi: Minni Islands (verðlaunakvæði) ...... M. Markósson. Ræða fyrir íslandi................... séra B. Þórarinson, Kveðja frá Islandi til Vestur Islendinga eftir.. Stgr. Thorsteinsson. Minni Canada......................... Sig. Júl. Jóhannesson. Ræða Canada.......................... K. Ásg. Benediktsson. Minni Vestnr Islendinga ............. H. Leo. Ræða Vestur Islendingar.............. Þ. Þorvaldssón. Hlaup byrja kl. 94 árdegis. Ræður og kvæði byrja kl. 1 síðdegis, og þar næst stökk, hjólreiðar, aflraun á kaðli, “Baseball” og glímur. Dans að kvöldinu. Sú breyting hefir gerð verið við prógrammið að hjólreiðarnar verða Þannig: I. Ein míla (novice race). 1. verðlaun úmisti.................... $5,00 2. “ ávísun (til Aslidowns)................ 3.00 3. “ ávísun.............................. 2.00 II. Handicap fyrir alla 4 mfla. 1. verðlaun 100 vindlar................ 7,00 2. “ kassi af tobaki Canadas Own Co,.. 4.00 3. “ vindlakassi......................... 3.50 III. Ein míla (milli flokka, 3 á hvora hlið). Verðlaun silfurbolli frá C. C. & MotorCo.. 25.00 ennfremur peysa (Swcater) frá Whitla handa hverjum. IV. Tvær mílur (Scratch race). 1. verðlaun silfurbolli frá McCullough & Boswell............................... 25.00 2. verðl. gullst.áss og ávísun (til Strang)... 9.00 3. “ viudlakassi..................... 5.00 DANS. 1. verðlaun ávísun..................... 5.00 2. “ nafnmiðar....................... 4.00 Hluttðkueyrir verður tekinn fyrir stökk, hjólreiðar og glfmur, 25c. fyrir hvern. Inngangseyrir 25c. fyrir fullorðna, en lOc. fyrir bfini innan 14 ára. Öllum bömum gefinn brjóstsykurpoki, sem koma fyrir kl. 11 árdegis. Einkasölu f garðinum hefir hra. S. Sölvason.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.