Heimskringla - 04.12.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.12.1902, Blaðsíða 1
New York Life Insurance Co’y. JOHN A. McCALL, president. * f>Ann 11. Janúar 1882 tók hra, Chas, T. Strauss, í New York bore, 810,000 00 lífsábyrgö í Kew York Lite felttginu meö 20 ára af- borgnnarsamningi. Sama mánaðardag 1902 átti hann völ á eftirtöldum 4 tilboöum: 1. aðfáTiu þúsund dollars útborgaða í peningum og 8351.42 ár- lega meðan hann lifði. 2. að fá 815,292 40 út í höud i peningum. 3. að fá $30,080.00 borgaða til erfingja hans að honum látnum. 4. að fá $1 088.82 árlega borgun meðan hann lifði. Hann kaus tilboð No. 2, þá 50 ára gamall. Tók svo aðra $10 000 lifsábyrað hjá áetv York l.ife. Nú eru íslendingar farnir að gjðra það sama, Neer 200 þeirra hafa þegar trygt lif sitt í Yew York Life fólaginu á rúmu ári. C. Olafson, J. 14. Norgan. Manager, AGENT. GRAIN EXOHANGE BUILDING, w i isr jst ipeg-. Fregnsafn. Markverðnstu viðbnrðir hvaðanæfa. —Harðkol I Pennsylvania, sem selst hafa fyrir $3 50 tonnið I v«gn- unum við námurnar, kosta nú $7.50 til $8 00 tor.nið þar. Verkstæðaeig- endur frá New York og Philadel- phia hafa verið þar á staðnum um nokkurn undanfarinn tíma og sprengt upp verð kolanna. Þeir kaupa alt sem þeir geta fengið af þeim á þessu verði. Það má því bú ast við verðhækkun her og annar- staðar í fylkínu. —Bretar og Þjóðverjar eru i undirbúningi með að senda út herleið- ingar á hendur Venezuela rikinu til að heimta borgun á skuld, sem þess- ar þjóðir þykjast eiga hjá Venezuela: —Tyrkj soldán heflr keypt $4 millón virði af skotvopnum. Hann býst við að þurfa að nota þau mót Maccadonia og máske mót Rússum, í mjög nálægri framtíð. Enginn veit hvaðan karl fær peninga til að borga þessa upphæð. —Bfezka stjórnin er að láta gera umbætur á varnarvirkjum við Esqui malt í B. C., með þeim ásetningi að gera staðinn óvinnandi fyrir nokk- urn óvinaher. —Joseph Martin lætur þess getið að hann muni vinna rnóti Priorstjórn- inni nýju í British Columbia og reyna að fella hana. —Ontariobúar greiða atkvæði uui vínbann þar í fylkinu á morgun þann 5. þ. m. —Liberal vinir stjórnarformanns Ross f Ontario, eru að skjóta saman $50,000 sjóði, sem þeir ætla að gefa honum. Hann heflr svo sem enga fieirtölu f þingi og þaif því að fá sér nýja fylgdarmenn, hvað sem þeii kosta: —Fséttir frá fínglandi segja að Joseph Chamberlain sé á leið til Suður-Afríku og að hann ætli að eiga góða daga á leiðinni suður: Mesti fjöldi af lifandi sauðfé og fuglum var flutt um borð í skip hans, svo nýtt kjöt geti verið á borði við hverja máltíð. Fiéttin segir hann hafi tek- ið með sér $2,500 virði af sælgæti til að neyta með kjötinu við máltíðir og að auk 300 kassa af vfntegund- um; það munu vera 24 flöskur í hverjum kassa eða als 7,200 flöskur. Verði Chamberlain að heiman um 3. mán. tíma, þá hefir hann áð jafnaði 60 flöskur á dag, og ætti það að vera nægilegur forði. Annars eru slíkar sögur í blöðum, um það, sem má virðast að vera framúrskarándi óhóf einkanlega í mat og diykk, bæði heimskulegar og hneykslanlegar og blátt áfram skaðlegar, þær vekja ó- vild almúgans til slíkra óhófsseggja, og skapa anarkismus fiekar en flest eða hokkuð annað. —Efnn írskur þingmaður var ný- lega dæmdur í Lundúnum f 3. mán. fangelsi fyrir samsæri. —Vetrarkuldar í Frakklandi og öðrum Evrópulöndum eru taldir þeir mestu sem þar hafa komið í 50 ár. Sama frétt kemur frá Þýzka- landi og-Austurríki. —Dóttir Leopold konungs sendi honum lukkuósk, er hún frétti að hann hefði komijt undan anarkista þeim, er skaut á hann um daginn. En svo er konungur reiður við dóttir sfna að hann svaraði henni ekki. —Frétt frá Gautemala segir eld gos á Santa Maria hafa orðið 5,000 manna að bana og gjöreytt stóra landfláka, mest kafíi akra; ýmsir kafíiakrar, sem virtir voru á millión dollars hver, og sumir miklu meira, eru nú gersamlega eyðilagðir. Mest af ökrum þessum lá þó í 20 til 40 mílna fjarlægð frá eldfjallinua. —Admiral Dewey er orðinn æðsti flotastjóri Bandarfkjánn. —Ríkisféhirðir Þýzkalands gat þess í þinginu í síðastl. viku, að þessa árs sjóðþuið næmi 37-J mill. marka. —Lagafrumvarp var nýlega borið upp í Brezka þinginu til þess að heimila Edward konungi að gefa þjóðinni Osborne kastalann. Stjórnin játaði að gjötin væri ekki f samræmi við óskir hinnar látnu drottningar, og að þess vegna væri nauðsynlegt að veita konunginum lagaheimild til að afsala sér eigninni í hendur þjóð- arinnar. —Breti einn í British Columbia hefir fundið upp nýja öfluga drátt- vél, I líkingu við hest, með 4 fótum, og einnig með 4 bjólum. Hún e' ætluð til að draga þung hlöss á van- alegum brautum þótt ósiéttar séu. Hún er talin ágætt verkf'æri. —600 bðrn gerðu námsíall í ein- um at Chicago skólunum þanD 20. f m. af því að ekkert drykkjarvatn var fáanlegt þar. Heilhrigðisnefnd borgarinnar hafði skipað að loka vatnspípum þeim er í þenna skóla höfðu verið leiddar, og f tilefni al þessu fengu börnin þar ekkert vatn, en þeim var sagt að innan 3. mán aða fengist vatnið aftur. Börn úr 20 herbergjum komu saman og ræddu mál þetta og ákváðu að ganga ekki á skóla þar til skólastjórnin væri búin að leiða hæfllegt vatn í skólann Þau bjuggu sér til fána og rituðu á hann “fíkkert nám án drykkj a r v a t n s ”, og báru hann svo á stöng um götur borgarinnar. —C. N brautin var fullgerð til Neepawa fyrir nokkrum dögum, af leiðingin var að nokkrir bændur, sem fluttu hveiti sitt þangað, fengu talsvert betra verð fyrir hveitið en áður var þar f bænum eða grendinni. Þeir þakka Roblinstjórninni þetta, eins og líka er réttlátt. —George Strivel hefir tekið að sér að höggva 50 þús. járnbrautarbönd í vetur fyrir C. N. járnbrautarfélagið, övæði það, sem hann vinnur á verð ur í Ontario, 50 mílur austur frá Fort Frances. —Kaupmenn segja kafíi muni hækka í verði f tilefni af skemdum, sem urðu á kaftiökrum vegna jarð skjálfta í þessum mánuði. —Grand Trunk brautarfélagið auglýsir að það ætli að byggja braut gegnum Manitoba og Norðvestur- héruðin, vestur að hafl, í nálægri fiamtíð. —Ottawastjórnin heflr veitt auð mannafélagi f Esscx County f Ont., einkaleyfi um 21 árs tfma, til þess að reka fiskveiðar í James Bay, sem liggur inn af Hudjonsflóanum. James Bay er 400 mílur á lengd og 200 mflur á breidd. Með þessari einokun er bygt fyrir það að al- mennir flskimenn geti leitað sér þar atvinnu á eigin reikning, og um leið hindruð bygg ing landsins þar nyrðra. Flói þessi er bókstaflega fuilur af alskyns veiðmætum flski. En sú bji'irg er héðan af bönnuð um 21 árs tíma öllum nema þessum fáu liber- um*frá Essex. Þetta er alment af blöðum ríkisins talin eiu hin hættu- legasta einokunarstofnun, sem mynd- uð hefir verið í Canada, og marga furðar á að stjórnin skyldi ljá lið sitt til þess. — Svo hafa peningarán af járn- brautalestuni verið tíð og stórfeld nú um sundanfarin tíma í mið og vertur-Bandaríkjunum, að Express og járnbrautafélög þar eru farin að bjóða $1000 fyrir hvern dauðan ræningja og $5000 eru boðnir hverj um f>eim sem komi undir manna- hendur ræningjum þeim, sem ný- lega ræntu Chicago og Rock Is- land brautarlest og tóku þaðan fé mikið, Brautarfélögin eru farin að vopna alla jámbrantarþjóna sfna, sem vinna á flutningslestum og örfa þá til aö æfa sig f skotlist, og bjóða peim svo $1000 fyrir hvem ræningja sem þeir geti drepið —Þýzkt auðmannafélag hefir myndast til að nema harðkol á Spitzbergen-eyjum. Þar hafa ný- lega fundist ágætar kolanámur. Sýnishom kolanna hefir verið fiutt til Berlfnar og þar rannsakað og álitin bezta harðkolategund. Capt. Wismar, sá er fann kolalagið segir ógrynni mesta vera af þeim á eyjunum. Félagið hefir þegar sam- ið um flutning á kolum þessum til allra aðal-kolakauptúna í Evrópu, þar sem þau eiga að komast í sam- keppni við Welsk, skotsk og ame- rísk kol. —Grand Tmnk brautarfélagið augl/sir, að það selji þúsund mílna farbréfabækur fyrir $25.00. Það er Jc á mílu hverja. —Krupp stórskotasmiður, sem andaðist á Þýzkalandi ffrir nokkr- um dögum, var 46 ára gamall. Yerksmiðjur hans voru metnar á $75.000 og skuldabréfaeignir hans er ætlað að nemi annari eins upp- hæð. Hann liafði 55.000 verka- menn í þjónustu sinni. Nýjar járnnámur hafa nflega fundist í Sault Ste. Marie héraðinu í Ontario. Þœr eru sagðar vfðáttu mestu jámnámur f Canada. —Hraðskeytasendingar til dag- blaðanna milli Canada og Ástralfu kosta með nýja sjóþræðinum 22c. hvert orð. Það er sagt að vera hálfu minne en áður var. Prívat hraðskeyti eru nokkuð dýrari. —Nýtt félag, nefnt “Canadian Order of Oddfellows“, liefir verið stofnsett f Winnipeg Fyrsta stúk- an hefir 59 meðlimi. Það er bygt á svipuðum gmndvelli eins og I. O. O. F. félagið. Herra John J. Vopni er einn af stofnendúnum og embættismönnum stúkunnar. —Eldur inikill varð í bænum Norman hjá Rat Portage f Ont. f fyrri viku eg gerði nær fjórðung millíón dollars eignatjón, —Félag eitt hefir keypt 1 millf- ón ekm land í Mexico, áfast við Bandaríkjalandamærin, Spilda þessi er 4000 ferh.mílur og kostaði 21 uiillíón dollars. Auðmenn í Utah og öðrum Bandarfkjum mynda félagið. Landið á að not- ast til griparæktar og verður með stærstu hjarðlandaspildum í heim- inum, — Skýrslur járnbrautafélaga í Manitoba sýna að þau hafa f ár gert fimmtungi meiri flutninga en á nokkra undangengnu ári. —Marcorii segist vera við þvf búinn áð senda fréttir frá Ame- rfku til Englands á örf ium tfmum með sfnum loftsendinga útbúnirigi — Maður einn í San Franciscó, hefir tekið að sér að finna og ná úr sjó $1,600,000 virði f peningum og auðæfum sem voru á skipi, sem sökk þar úti fyrir hafarmynninu fyrir 40 áram. Mikil leit hefir verið gerð eftir legustað skips þessa, en það hefir aldrei fundist. Nú lofar maðurþessi að fiuna það, segist vita upp á hár hvar það sé, og að koma auðæfunum ofansjáv- ar, —Nokkrir Galiciumenn í Fort William réðust með bareflum Og grjóti og hnífum og exi á Rúss- neskan mann, Stefan Redbuk, og börðu hann og grýttu til bana. A- stæður eru ósagðar. í tilefni af frétt þeirri sem nú er borin út á íslandi, að þeir Sig- urður og Halldór Arnasynir frá Ilöfnum á Skagaströnd I Húna- vatnssýslu nafi verið hengdir fyrir glæpi framda f Canada. heflr sá síð- arnefndi beðið Heimskringlu að birta eftirfarandi vottorð sem honum var gefið dagÍDn áður en hann kvaddi ísland. Það er svo hljóð- andi: • ’íSamkvæmt ósk Halldórs Árna- sonar, er hjá mér heflr verið skrif- ari I næstliðin liðug 3 ár, lýsi þvf hér með yflr, að nefndur Haildór heflr þennan tíma verið mér trúr og dyrggur þjónn í öllu því, er ég hefl látfð hann starfa.—Hann ritar ágæt- lega fallega hönd og vegna langrar æfingar, sem sýsluskrifari, bæði hjá mér og Lárusi sál Blöndal, er hann prýðilega heima í öllu þvf er að skiifstofustöifum lýtur og mjög vandvitkur á alt sem hann starfar aðj og röskur að þvf skapi. í öllu dagfari sínu er Halldór lipur og hinn siðprúðasti í allri framkomu sinni heflr hann verið gagnyaat mér og heimili mfnu. Blönduósi 31. ágúst 1901 Cisli Isleif8Son. Sýslumaður í Húnavatnssýslu. WINNIPEG. Tombóla og dans verður lialdinn þann 9. þ. m. kl. 8 að kveldinu í North West Hall. 1 dráttur 25c. Dansinn frf.— Kaffi með brauði lOc. Johnson’s String Band spilar. Nokkrar ungar stúlkur standa fyrir þessari samkomu, og vona að piltar komi. Alex Haggard lögmaður sækir um skólanefndar stiiðu fyrir Ward 2 og er talinn viss að fá hana. Georg A. Lister sækir um sömu stöðu fyrir Ward 4. Hann er maður f bezta máta vaxinn þvf em- bætti. Hann hefir dvalið mörg ár í Winnipeg. Hann varum tveggja ára tíma ýfirkennari við Dufferin skólan, og síðar, skrifstofustjóri fyrir John Arbuthnot, og nú síðast er hann framkvæmdastjóri fyrir Keewatin Lumber-fðlagið hér í bæ, svo að liann hefir alla þá þekkingu og liæfileika, sem nauðsyniegt er að skólanefndarmaður hafi, en sem þvf miður alt of fáir þeirra hafa. Mr. Lister fær efalaust mikið fylgi kjósendanna. Dr Inglish, hér f bœ, fór f þessari viku til Chicago til að lære að nota hina nýustu og fullkomn- ustu X-geislavél sem þar er f borg- inni. Hann kaupir um leið eina af vélum þessum til að nota hér við læknisátörf sfn. Mrs. E. Sumarliðason frá Gladstoné Man., hefir tekið að sér umboðsstöðu fyrir ”National Bodv Braceu félagið í Salina Kansas. U. S. Hún hefir dvalið hér f bæn- um nokkra daga og býzt við að verða hér fram að 15. Jnæsta mán. til að selja bönd þessi, sem talið er að lækni veikleika meltingarfær- anna, og styrkji allan líkamann. Þau hafa reynzt vel, þeim sem hafa brúkað þau.—-Mrs. JSumarliðason hefir vottorð 'ýmsra ‘vel þektra lækna um ágæti þessara lianda. Hana er að finna að 754 Elgin ave., frá kl. 6—9 á kveidin meðan hún dvelur f bænum. Þeir sem þjást af ofangreindum kvillum, ættu að finna Mrs, Sumarliðason meðan hún er hér. Empire-skilvindufél. heflr herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba, Skriflð hon- um að 505 Seikirk Ave., Winnipeg, et yður yantar vindu. AFMÆLl Tjaldbúðarkyrkju verður lialdið hátfðlegt hinn 16. þ. m. Program siðar. SAFNAÐARFUNDUR verður lialdinn f Tjaldbúðarsalnum föstudaginn þann 5. þ. m. kl. 8 að kveldinu. A þessum fundi skilar byggingarnefnd Tjaldbúðarkyrkju af sör starfa sfnum, ásamt öllum reikningum þar að lútandi, til safnaðarins. Enn fremur verður á þessum fundi tekið til umræðu nýtt mjög mikilsvarðandi lnálefni. —Allir safnaðarlimir em alvar- lega ámintir að mæta. I umboði Bafnaðarnefndarinnar. M. Markusson. forseti. SKATTHEIMT-U AUGLÝSING. Herra Geo. H. Iladskis skatt heimtumaður Winnipegborgar heflt >ent öllum skattgreiðendum bæjar- ins svo látandi auglýsingu á skatt- heimtuseðlum þeirra og jafnframt beðið oss að augl/lsa hana: „Skattar eru nú fallnir í gj ld daga og borganlegir tafarlaust. Til þe.38 að örfa gjaldþegna til skjótrar gjaldgreiðslu, þá verður veittur 1 per cent afsláttur af öllum sköttum borguðum fyrir 29. des. 1902. Skattborgun fyrir árið 1902 verður ekki þegin fyr en allir eldri skattar eru borgaðir að fullu. Allar land- eignir sem skattar hafa ekki verið greiddir af í meira en eitt ár, verða seldar fyrir skattjkuldinni. ”Busin- ess”-skatturinn veiður að vera greiddnr fyrir 31. desember, 1902 annars verður hann tekinn lögtaki og þetta getur átt við alla sem eftir þann tíma skulda (lBufiness”-tkatt. Engar ávfsanir verða teknar sem gild borgun nema þær séu Aður merktar gildar. Öllum ávfsunum verður að fylgja innheimtugjalds- upphæð, nema þær séu borganlegar fnllu ákvæðisveiði hér f Winniþeg, og stllaðar til skattheimtumsnsins. Borgið því skatta yðar og sparið á. lagið, sein lagt verður á eftir fyrsta jánúar 1903 og sem verður 6/10 per cent á mánuði á öllum sköttum þá óborguðum. Bandaríkjaávísunum sem ekki eru borganlegar í Winni peg, verður að fylgia innheimtu gjald. Komið með skattheimtnseðilinn þegar þér borgið skatta yðar. Á sunnudaginn kemur verður messað f Tjaldbúðinni kvöld og morgun á venjulegum tfmum. Þessa árs skattiir Winnipegborg- ar em: Barnaskólakostnaður $135,210,00 Til fylkisstjórnarinnar 26,729,70 Lystigarða kostnaður 14,307,90 Til umbóta í borginni 489,369,98 Samtals $665,317,15 Als eru skattgreiðendur um 15,000 að tölu. Herra Magnús Teit hsfir tekið að sér umboðsstöðu fyrir Heims- kringlu f Pipestone.bygð. Menn þar em góðfúslega beðnir að snúa sér til lians með pantanir og borg- anir til blaðsins. Dr. O. Stephensen verður að finna á vanalegum Office-tfma eftir næstkomandi stmnudag. Mr. J. B, Búason hefir í þess- ari viku opnað nýja Grocery-verzl- un og katfiliús. að 539 Ross ave., (í búð þeirri er Mrs. Th. Thor- kelsson hafði). í Groceri-deild- inni verða flestar algengar matvör- ur, er fólk þarfnast, og býzt Mr. Búason við, að geta selt eins ó- dýrt og hægt er að fá slíkar vörur annarstaðar í bænum. Hann á- byrgfst einnig aö vöruanar séu nýj- ar og vandaðar. í kaffisalnum verður ætfð 4 reiðum höndum kaffi, súkkulaðe, cocoa og svaladrykkir; þar að auki verður þar selt sætabniuð, gómsæf- ar jólakökur, tvfbökur og kringlur og allmargar tegundir af brjóst- sykri. Mr. Búason býður alla vel- komna í búð sína, og vonar eftir að vinir sínir og kunningjar líti inrt til sín, áður þeir kaupa annarstað- ar. Á LAUGARDAGINN 6. þ. m. kl. 8 verður haldinn almenuur fundur á l’nity Hall, sérstaklega fyrir Islendinga. Rœðumenn verða þar Georg Dales, bæjarfull- trúaefni, Puttee þingmaður, W. Scott, Arbuthnot bæjarstjóri. Mitchell ljósmyndari og fleiri ensk- utalandi menn; auk þess 3—4 ís- lendingar. Kæru skiftavinir. Nú er ég búinn að fá heilt “Car load“ af'alslags nauðsynlegum hús- munum og koma þeim svo fyrir, að ég get sýnt það alt með þægilega móti, sem ég sel langt fyrir neðan alla aðra, er verzla með svoleiðis vörur. Svo ef að þér þarfnist ein- hvers af því tægi, látið ekki bregð- ast að sji mig, áður en þér kaupið annarstaðar. Líka 'nett ég fáein hús- Orgel og saumavélar, sem ég sel með mjög lágu verði. Fyrir næstu tvær vikur, að ininsta kosti, sel ég allar vörur með stói kostlegum afslætti, gegn pening- um. og eru eftirfyjgjandi prísar sýn- ishorn af því hvað verð á vörum heflr verið fært niður frá því, setn áður var: 16 pd. af molasykri fyrireinn dollar 17 “ “ möluðusykri “ “ dollar 9 “ “ 15c biendu kaffi “ dollar 6| “ “ 20c. “ “ « dollar “ “ 25c. “ “ <• dollar 16 stykki af kaffibætir 25c. 30 pd. af bezta hatramjöli “ dolla 7 “ “ góðu grænu kafíi “ dollar iOc. gerkökubox fyrir 5c. Beztu rúsínur 9c, pd. 1 pd. af svensku neftóbaki 29 cents —var Aður 60c. 1 pd. af “RedCross" mUnntóbaki 27o —var áður 40c. -Jpd. Kickapoo nmnntóbak I8c. —var áður 25c. Nokkur Dasin af karlmanna buxum aföllum stærðum, með fjórðaparts afslætti, og alt sem eftir er af karl- manna og drengja fötum (alfatnaði) 25c. afsláttur af hverjum dollar. Nokkur trérúmstæði með fullri stærð sem kosta frá $3 upp í $7, sel ég á meðan þau eru til frá $1,50 upp í $2,50, og allar sortir af járnrúm- stæðum hefi ég lika. Allar aðrar vörur, sem ekki eru upptaldar, með 10—25c. afslætti af hverju dollars virði. Fyrir þenna tlma, að minsta kosti, borga ég fyrir bænda vörur sem fylgir: Nautahúðir, af allriþyngd, 7c. pd. Gærur írá 6c. upp í 8c. pd., eftir því hvað mikil ull er á þeim. Smjör 20c. pd. Egg 20c. Dús. Með beztu þökk fyrir góð skil. Yðar einlægur. Elis Thorwaldson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.