Heimskringla - 05.02.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.02.1903, Blaðsíða 4
HEIM6KR1NGLA 5. FEBRÚAR 1903. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgsetis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Agætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum Báðir þessir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $‘2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. oyo(ó wo(o WOW ö)o(o EDWARD L- DREWRY jnannfartnrer & lmporter, WIMXlfF.tt. Ö)°(Q o>o(b BIÐJIÐ UM_ OGILYIE OATS Ágætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— I pokum af öllum stærðum.— OCILVÍES HUNCARÍAN eins og |ðað er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OGILVIE’S” Það er betra en það BEZTA. HEFIR ENQAN JAFNINQJA. Qonner & Hartley, Lögt'ræðin^ar og landskjalasemjarar 404 TSuiii St, R. A. BONNER. - - Winnipeg. T. L. HARTLBY. Þeir eru aðlaðandi. Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, IIREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt í stór- eða smákaupum, 1 skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, W. J. BOYD. 422 og 579 Main St. líirllitlil k Co. YIN YERZLARAIL ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRQDIR. Hátíða “Calender” vor “Une Veritable Teuvre DArt” verður sendur með liverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 riain St. Winnipeg. Winnipe^. Strætisbrautafélagið í Winni- peg flutti á síðastl. ári hálfa fimtu millíón manna á vögnum sínum um götur bæjarins, eða 4,490,566. Intektir þess voru um $200,000, og af þeirri upphæð gengu nær $10 þús. f bæjarsjóð. Empire-skilvindufél. heflr herra Gunnar Sveinssou sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba. Skriflð hon- um að 505 Selkirk Ave., Wínnipeg, ef yður yantar vindu. Herra Arnór Ámason frá Chi- cago, sem kom hingað til bæjarins 20. Jan f erindagerðum viðvíkjandi málmbræðslustarfi sfnu og einnig í sambandi við útgáfu á ritum Gests Pálssonar, fór heim til sín, til Chicago, um sfðustu helgi. Empire-skilvindufélagið gefur fá- tækum vægari borgunarskilm&la en nokkurt annað skilvindufélag. Herra Carl Eymundsson, ís- lenzkur dáleiðslu og töfralæknir, frá Tindastól, Alta., var hér 4 Þorrablóts samkomunni i síðustu viku. Hann hefir dvalið um tfma í Argylebygð og fer héðan til N.- Dakota og N/ja Islands. Hann er á skemtiferð hér eystra og stundar jafnframt lækningar, dáleiðslu- skemtanir og fl. Sagt er að A'lexandra Englands- drottning hafi l&tið sýna sér allar skilvindur, sem nú eru á markaðin- um, og að hún hafi sjálf skilið 100 pund af mjólk í hverrí þeirra. Eftir það kaus hún eina þeirra og nefndi hana “Empire“. Hið konunglega kúabú er afar stórt, og þvi nauðsyn- legt að hafa beztuskilvinduna þar. Mrs M. J. Benediktson og Jón Erlendson frá Haga á Barðaströnd, eiga bréf á skrif'stofu Hkr. MAGNÚS BJÖRNSSON, 57 Victoria St., Selnr eldíviö rneö lægsta marbaðs- verði. Bezta þurt T- mr.rack $6 00. full borg n verður að fylfrja hverri pöntun, þá kemur viðurinn strax, Sagt er að stjórnin sé að inn- heimta alla nýja 25c. peninga með mynd Edwards konungs. Astæð- an er sú, að prentvilla er á pen- ingunum. Nafnið Edward er sem sé stafað Edwardvs. Það hefði pótt ilt, hefði slík prentvilla staðið í Heimskringlu, og er auk þess ærið kostnaðarsöm fyrir rfkið, sem verð- ur láta bræða þessa peninga upp og móta þá á ný. Mesta gróðabragð. Edmonton, Alta, 10. Júlí 1902. Ég er vel ánægður með No. 2 Empire skilvinduna, sem ég keypti að Helly & Beals. Ég var í 2 ár að hyggia eftir skilvindu; en vegna dýrleika og snúningsþyngsla fékk enga, sem mér líkaði þar til ég fékk Empire-vinduba: Snúningur hennar er svo léttur, að þegar skaptið er l&tið standa ióðrétt þá er fa.ll þe3s niður nóg til að setja vinduna í breyfingu. Ég lít svo á að ég hafl aldrei varið nokkru fé eins vel og því er ég borgaði fyrir þessa vindu. Kálfar mínir, sem aldir eru á skil- vindu mjólk, voru í vor í betri hold- um en nokkru sinni fyr. Það er engin hætta á að k&lfar þríflst ekki vel, eða verði veikir ef þeir hafa slíka mjólk. Hver búandi á nú skil- vindu. Ef ég þyrfti að stunda mjólknrbú eftir gömlu aðf'erðinni þá mundi ég gefast upp ið það. Þeir bændur fara bezt með kýr sínar, sem eiga skilvindu, því þeir sjá þá fyrst hagsmuni þá, sem því eru samfara. Margir bændur, sem áður eyddu tíma sínum í siæpingi á drykkjustof- um eða í matvörubúðum, hafa lagt það niður síðan þeir eignuðust skil- vindur. Nú halda þeir stöðugt við heimilið, að skilja mjólk sína kvöld og morgun, en konurnar syngja æskuljóð sín af áDægjunni yfir að hafa eignast Empire skilvindu. Empire vindan er sú óbrotnasta og snúningsléttasta vinda, sem búin er tíl. Það eru fá stykki, sem nauð syn er að þvo, í samanburði við sum- ar vindur, sem þurfa fullan bala af vatni til að hreinsa stykkin úr þeim. Hver sá maður, sem ber nokkra virðingu f.yrir konu sinní, mun hætta við slíkar vélar og kaupa Empire skilvindu. Alex. McLay. WESTERN CANADA BUSINESS COILEGE. heflr að eins ÆFÐA og HÆFA kennara. Sérstök alúð lögð við kenslu í LÉTTRI ENSKU, EINNIG ER KENT: Verzlanarfræði, Shorthand & Type- writing, Skript. Telegrnphing', Ciyil Service mentun Auglýsingaritun, Skrifið eftir upplýeingnm ovbensluverði Baker Block Wm Hall-Jonbs, Kegnt Union Bank. Principal, WINNIPEG, Páll E. Eiríksson frá Akra var hér á skemtiferð 1 sfðastl. viku. Hann kom úr kynnisferð til systur sinnar, Mrs Austfjörd, í Gladstone, Man. Páli leist vel á sig þarvestra og eins í bæ þessum, sem hann hafði ekki áður söð. Kapptafiið milli Islendinga og enskra á föstudaginn var, varð jafntefli. Þeir Magnús Smith, Ámi Þórðarson og Paul Johnson unnu töfl sfn. Islendingar hafa því unnið sigur á enskum svo að .þeir hafa tvö töfl umfram. Gísli Illhugason frá Seattle var hér f kynnisferð um sfðustu helgi. Hann er að heimsækja syst- ur sínar við Manítobavatn hjá Narrows,og f Nýja Islandi, og einn- ig kunningja sína f N. Dak., og fer ekki vestur aftur fyr en f Marz riæstk. Gísli segir oss 'að Japani einn sé grunaður um að vera bana- maður Ingvars Olson þar vestra, en ósannað er það mál eun þá, en lögreglan vinnur kappsamlega að þvf að festa sökina á þann, sem sekur er. Gfsli hefir atvinnu vlð fiskveiðar þar vestra. Hæstan dag hlut þar hefir hann fengið upp á nær $80, en svo koma fyrir langir tfmar, sem ekkert vinst. Annars telur hann þessa atvinnu mjög líf- vænlega. Jóhann og Arinbjöm Bjarnar- synir frá Klain P. O., N. Dak., og Runólfur Goodman frá Cavalier, vora hér í bænum í síðastl. viku. Jóh. og Arinbj. voru 1 landkanpa- erindum. Þeir kaupa lönd nálægt Selkirk. Runólfur var hér í kynn- isför til systur sinnar, Mrs Pétur- son. Eimreiðin, X. ár, 1. hefti, er nýkomin vestur. Rit þetta hefir að geyma 24 bls. grein um “Stefnuskrár þingflokkanna“ á Is- landi, eftir Dr. Yaltý Guðmunds- son. “Söngkensla í skólum“, eftir Sigfús Einarsson, tekur yfir rúmar 8 bls. “Hestaþing fornmanna“ fyllir 12 bls., og “Bréf Geirs bysk- ups Vídalfns, 1809“ fyllir 4 bls. “Gulltöflurnár“, kvæði eftir St. G. Stephansson, tekið upp úr HeimS- kringlu. Það kvæði kallar Eim- reiðin “gullfallegt“ og segir það ætti að vera sjálfkjörin Þjóðsöngur Vestur-Íslendinga, og að fólk vort hér ætti að fá einhvem “tón- snilling til að semja lag við hann. Næst er saga Gustavs Berlings“, þýtt af Björgu Þorláksdóttir. “ís- land", kvæði eftir Dr. Valtý Guð- mundsson, tileinkað filenzkum skólabörnum, og síðast er íslenzk Hringsjá og tafla yfir áætlaðar strandferðir við strendur íslands á fessu ári. Þorrablót. Atveizla sú hin mikla; sem Eyfirðinga klúbbnrinn ‘Helgi magri'1 hélt á Alhambra Hall á fimtudagskveldið var, og sem nefnd var ÞORRABLOT, var áreiðaidega sú stærsta skemtisam- koma, sem haldin hefir verið með- al Vestur-Islendinga, að undan- teknum Isiendingadagssamkomun- um, sem alþektar eru orðnar hér vestra, og jafnan eru sóttar af þús- undum fslenzkra þjóðvina. Þetta Þorrablót , var alíslenzk samkoma, með alíslenzkum vel tilreiddum réttum á borðum. Félagið hafði búist við og gert ráðstafanir til að taka á móti og fæða 300 manns, en aðsóknin varð langt um meiri—eða rúm 400 manna, svo það varð að trfsetja borðin. Alt fór ágætlega fram og gestirnir voru einkarvel ánægðir með alla samkomuna. All- margt var (>ar af utanbæjar fólki. Vér urðum varir við fjölda fólks úr Selkirk og eitthvað frá Argyle- bygð og fjarliggjandi stöðum. — Stuttar ræður voru haldnar fyrir minnum Islands, forníslenzkra landnámsmanna, Vestur-ísl. land- námsmanna, kvenna, Eyjafjarðar og konungs. Máltíðin og ræðuhöld enduðu um miðnætti. Eftir það var dansað til morguns f afarstór- um og skrautlegum sal uppiyfir ixirðsainum. “Helgi margi“ má óhætt vænta 500 gesta á næsta árs Þorrablót sitt, svo var fólk ánægt með samkomu f>essa. Séra M. J. Skaptason messar væntan- lega í Umtarakyrkjunnl næsta snnnu- dagskv. —Ársfundur safnaðarins verður haldinn eftir messu. Okeypis skáintisamkoma verður haldin f Wesley Col'ege annaðkveld (föstudag 6.). Isl. nemendur taka mikin þátt f samkomunni, en ræð- nr fara fram á ensku. Allir Islend- ingar boðnir og velkomnir. Kappræðan, sem haldin verðará samkomu Tjaidbúðarfulltrúanna, verður um það, hvor sé hæfari að skera kö k u n a kona úr Kvenfélag- inu “Gleym mér ei“ eðakonaúr Kvenfélagi Tjaldbúðarsafnaðar. Isl. Stúdenta samkoman á Al- hambra Hall á mánnd.kv. var. var vel sótt og talin ágæt. Leikurinn þar talin góður, og ræður þeirra Prof. Osbome og Bergmans mjög áheyrilegar, Prof. Ösbome er mælskhinaður í bezta lagi. Söngur Miss Hördal að vanda vel þegin. Henni var gefin blómvöndur mikill sem viðurkenningarmerki, og er það fágæt heiðursgjöf á söngsam- komum þessa bœjar. “The Winnipeg Socíal Eleven“ halda fyrstu árs samkomu sína þann 16. Febrúari Oddfellows Hall cor. McDermot og Princess St. Ollu dansfólki er boðið að taka þátt í þessari skemtun. Aðgangur 50c. Borgist við dyrnar. Verðlauna- dans fer fram kl. 10, og $10 verð- ur skift upp milli þeirra þriggja para, sem bezt dansa. Gleymið ekki “Gleym mér ei“ samkomunni _ á Alhambra Hall í kveld (5,). Ágóðinn af öllum sam- komum þessa kvenfélags gengur til hjálpar nauðstöddum íslending- um.—Program ágætt. New Haven, Conn., 26. Des. 1902 Herra Geo. G. Ball. urnboðsinaður New York Life Iusurance Co. . NewHaven, Conn. Kæri herra.'—Ee hefí meðtekið banka ávísun frá New York Life lífsábyrgðar félaRÍnu, að upphæð $-16,902,98, fulln- aðarborgun á lífsábyi-frðarskýrteini mínu, 166 275, sern vsr gefið út af fél 26. Des- 1882 upp á $30.000, á 20 ára vaxta fyrirUomulaRÍnu. Gerið því svo yelað færa fél. innileea þökk fyrir við skiftir. og látið þess getið, að ég sé vel ánægður. Agóði af innleggi mínu hef- ir þar numið $16 902 90, 0« til kaupbæt is $30 000 lífsábyrgð í 20 ár mér að kostiiaðarlausu. Yðar einl. Henry L. Hotchkiss ^atnkoma. Kökuskaiður fer fram í Tjaldbúðar- saluuin þriðjudaRÍnn þann 10. þ. m. kl. 8. að kvöldinu, Þar verður góð skeint un fyrir aila þi, sem þangað koma. Auk prógramuisins verða ágætar veit- ingar. PROQRAMME : 1. Italian String Band 2. Solo—Mr. J. Jóuasson. 3. Upplestur—Miss S. íiolson. 4. ltalian String Band. 5. Solo—J. Jónasson. 6. Upplestur—M. Markússon. 7. Italian Stringband. 8. Kappræða—Mr. B. L Baldwinson og Rev. B. Thoiarinsson. 9. Italian String Band. 10. Veitingar.____________ Ódýrar frioceries. Rarpaður sykur 21 pd............$1.00 Mola sykur 19 pd..............• • $1.00 Púður sykur 23 pd ........... .. $1.00 Kaifi, bezta 11 pd ............ $1 00 Fíkjur, góðar 7 pd............... 25c Baking Powder 5 pd kanria..... 40c •• “ 1 pd “ ........... 10c Jam 7 pd fata.................... 3Sc Jarn 5 pd fata .................. 25c Hrísgrjón 23 pd................ $1 00 Ostur, nýr 2 pd................. ^ðc Smjör. g«..tt 1 pd .............. 15c Molasses 1 gallon ............... 35c Sago 6 pd ....................... 25c Sveskjur 7 pd.................... 25c Egg, ný 1 tylft.................. 25c Tea Biscuits, ágæt 1 pd 5Jc, eða 5c pd ef heill kassi er keyptur; Maple Syrop i gallon könnum 50c, hálft gallon 25c; Strawberries ódýrar. Barnanærföt. á^æt fyrir börn frá 8—15 ára, alull, fötin ... 50c J. J. Joselwich 301 Jarvis Ave. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall 1 Norövesturlandinu.— Tíu Pool-borö.- Alskonar vín og vindlar. Lennon & Hebb, Eieendur. OLISIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavian Hotel 718 Main 8tr, Fæði $1.00 á dag. 362 Mr. Potter frá Texas hún gæti veitt honum lið. Hún settist líka og sagði: “Eg hlusta á þig”. Hann þáðí ekki sætið. en tók aftur til orða: “Þetta málefni er afar þýðingar mikið, og heimuleg t”. Hann leit í kring um sig hálf grunsamlega. “Ójá”, svaraðihún þessari bendÍDgu. “Stáss stofan mín er ekki auð sem steudur, en þjónn- inu minn getur séð um að við verðum ekki ónáð- nð”. Hún fór fram í dyrnar og talaði við Lub- bins, fyrirbauð honum að láta gera þeim ónæði, gekk aftur í sæti, og settist Errol þá niður líka. Henni var ant um að Ethel fengi alt að vita um kringumstæðurnar, Hún spurði hann vingjarn- lega: “Hvernig leið föður þinum á sjóleiðinni hingað? Þú hefir ekki séð hann í tvö ár? ‘Fund- ir ykkar hi.fa hlotið að vera fagnaðarfundir?” Á meðan hún spurði Errol, hugsaði Ida: Það er ómögulegt að hún sé falsari. Hún reyodi að fita ekki óánægjulega út, og mælti enn: ' Eg býzt við að þú hafir set- ið i talí við föður þinn, í alla nótt”. Þetta kom Errol til að tala, og sást angistin leiftra úr augum haus um leið og hann mælti lágt: “Já, ég kvaidist alla siðustu nótt”. “Kvaldist? herra Errol. Karl, hvað getur hafa komið fyrir? Allir hlutir sýnast vera þér í vil.—Þú ert trúlofaður fallegri stúíku”. Hann hljóðaði yið, og hún kendi í brjóst um hann. En þrátt fyrir alt,—innan um alla ógæf- una, þá veistu ég elska—er vinkona þín. Það veistu; veistu það ekki, Karl?’r Mr. Potter frá Texsa 367 “Þó þær væru heil tylft, ef þú þorir að spyrja þeirra”, svaraði hún með fyrirlitningar- keim, um leið oghún stóð á fætur. og lík flestu sniðugu kvenfólki var henni auðvelt að setja á sig saftleysisgrímuna, þegar sem allra mest lá á. “Þær eru þessar”, o■' velti hann skjaliau milli handa sér, og lét hana sjá það, sem bezt. "Þú neitar því, að þetta bréf sé afrit af bréfi, sem þú skrifaðir til dómsmálastofu ríkisins, og á frumritinu sé þin eigín rithönd”. ‘ Það geri ég auðvitað”. Þó heahi yrði auð- sjáanlega bylt við að sjá afritið. "Ójá ’, mælti hann viss í sinni sök, þótt undir það séskrifað þitt fulla og rétta nafn”. Húa kvað þetta vera fals og lygar af sví- virðilegustu tegund,-og hrópaði: “Þetta er arg- asta lýgi alt saman ,— ég skrifaði aldtei nafn mitt undir bréfið frá Venico". Hún varð föl sem nár og þagnaði, en um leið og tilfinningiu rén- aði, náði hún meira valdi á skynseminni, þótt það væri komið hræðilega illa fyrir henni. Brackett mælti róiegur: “Þú ert alveg hár- rétt, frú mín. Það er enginn undirskrift á þvf bréfi’’, og rétti Errol bréf. “Þú sér nú, herra minn, að hún veit alt um þessi bréf. Ég bíð eft- ir frekari skipunum frá þér heima á leígustofum mínum hérna”. Siðan gekk hann mjúklega á tánum út úr stofunni. Þegar hann hætti að tala, þá varð grafarkyrð yfir ölJu í stofunni. Maðurinn og konan horfðust f augu, og Brackett fékk með- aumkun með þeim báðum, þegar hann leit á þau. 366 Mr. Potter frá Texas því með bréfi, Guð minn góður! Ó, ef hann Karl fær að vita það!” Hún hueig ofan í stól- ínn örmagoa af þessum hugsunum, því hún hafði staðið upp úr sætinu þegar Brackett kom. “Hér eru sannaoirnar, seni þú heimtaðir. herra minn”, mælti Brackett og rétti Erio! skjal. Haun tók ekki við þessu, en sneri sér að lafði Sarah Annerley, og mælti: “Þessi maður heldur ákærunni áfram gagnvau þér”. “Ó, Karl! Þú líður honum það !” “Hann stóðst ekki mátið og mælti yid Brackett: “E< iret ekki trúað sögusögn þinni”. I tarna bili hrópaði húu: "Lubbins, láttu þanna hund út úr stofunui”. Hann hafði skrið- iðofurhægt ytír til heunarog var farinn að sleikja hendur hennar. Hún hafði ímigust á hundinum og eigandanum. “Lubbius hlýddi, og færði sig nær honum, en þó auðsæiloga ákaflega hræddur, en Brackett mæltj: “Ó, Snapper, ég kæri mig ekki um að þ ð sketmnið hvor annau”. Hann greip sjálfur hundinn og fékk þjóninum hann og bað hann að halda á honnm út í ganginum þangað til hann kæmi. En frúin lét það álit sitt í ljós, að Brack- etr væri bezt að fara sjálfum mel hundinn og halda á honum. Honum gramdist þessi orð, og hugsaði sér að gera henni skráveifur í staðinn, “Ég skal gera það frú mín ínnan mínútu, ef þú vilt gera svo vel og svara tafarlaust fáeioum spurning- um”. Hann talaði mjög kurteislega, því hann var vanur við að umgangast hefðarfrúr. Mr. Potter frá Texas 363 “Égþarfnast meira en þíns vinfengis’,, mælti hann önugur. “Meira’, og það var ánægja í málróm henn- ar, “Ég þarfnast hjálpar þinnar”, “Hjálpar minnar? Ég skil þig ekki”. “I nótt var faðir minn aftur rekinn burt af Englandi”. “Faðir þinn rekinn burtu”. Hún virtist steinhissa. “Það er ómögulegt, Fyrir hvað þ/ ?” Heuni datt í hug Ethel fram við glugg- anu. að nú feigi hún aðhlusta á ný tíðindí. Hún vatð óttastegin þegar hann horfði spyrjandi á hana og inælti: “Lafði SerahAnn- erloy, veist þú ekki eitthvað um þetta?" Hún lét samt ekki á nokkru bera og svaraði: “Ég vait ekkert, nema ad faðir þinn hefir lecgi verið i Eyálfuani, og koin til Eaglands i gær- kveldi”, Síðan spurði hún, til þess að Ethel gæti fengið sinn skerf af samtalinu, Fyrir hvað var hann gerður útlagi”. Ea heuni brást að fá það svar sem hún kaus, því hann mælti: “Saga föður míns er of sorgleg til að segja hana í fáum orðum, ef þér er hún ó- kunnug að öllu”. “Ef hún er mér ókunnug? Hví skyldi ég þekkja hana?" “Ég held það af tveimur ástæðum, Fyrst þegar þú fanst mig í Égyptalandi-----”, “í Egyptalandi !’, hljóðaði hún upp yfir sig. “ Já, ég minnist þess nú. Ég var að hugsa um það í nótt, að þú varst að tala um föður minn eitthvað”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.