Heimskringla - 21.05.1903, Page 1

Heimskringla - 21.05.1903, Page 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 21. MAl 1903. Nr. 32. PIANOS og ORGANS. llefntKinnn & C» PianoN.----Bell Orgel. Vér seljam með mánaíarafborgunarskilmAlum. J. J. H M' LEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew Y°rk |_ife | nsurance ,Qo. JOHN A. McCaLL, phesident. l.ífsábyrgðir í gildi, 31. Des. 1902, 1550 niillionir Dollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu f félagiðá árinu 1902 með 302 million doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan t.il lifandi neðlima 14J mill. Doll., og -ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli ireðlima. sem er #800,000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlímum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, C. Olafson, J. (í. IHorsan, Manager, AGENT. GRAIN EXCHANGE BDILDING, IZNT 3ST IPEG. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Stjórnin í Ástraliu hefir nýlega aðyarað menn þá sem vinna við járnbrautir hennar, að þeim verði vísað frá vinnu án frekari fyrirvara nema því að eins að þeir slíti félags- skap við Trades Hall, sem er als- herjar verkamannafélag í ríkinu. Verði þeír ekki búnir að því fyrir 12. þ. m., þá meiga þeir búast við að missa vinnuna. Þetta er tyrsta og síðasta tilboð stjórnarinuar og getur þetia haft hin víðtækustu á- hrif á vinnu þar í landi. í einu orði er ástandið þannig: Hinar ýmsu verkamanna deildir járnhrautarmanna gengu inn í Trades Hall nýlega af þvf kaup- gjald þeirra var lækkað, til þess áð njóta styrkts þess félags, svo nú sem stendur er öll járnbrautarvinna komin á náðir og miskunn alsherjar verkamannafélagsins í Victoria. Stjórnin á járnbrautirnar og er fús að leyfa verkamönnum sínum að vera í félagsskap, svo lengi sem þeir ganga ekki inn í Trades Hall sem þá ræður aðgerðum vinnu- manua stjórnannnar. Báðar hliðar málsins hafa reynt að miðla málum, en engin simþykt hefir komist á enn Þá, svo það voflr yfir landinu það stórfeldasta verkfall, sem nokkru sinni heflr komið fyrir í Ástralíu. —Utanríkisritari Breta, Mr. Lans- downe hefir lýst því yflr, að Bretar ætli að hafa Monroe-reglu aðferðína í Persíuflóanum. Hann hefar aðvar- að önnur ríki, að ef þau geri nokkra tilraun til að ná þar varantegum herstöðvum eða byggi þar vlrki, þá þýði það ekki annað en ófríð á milli þeirra og Breta. Lansdowne sagði nýlega f þinginu. „Ég hika ekkí við að segja það, að við hljótum að skoða herskipastöðvar eða víggirð- íngar af sjóher annara ríkja í Persíu flóanum, sem ógnun til Breta I hæsta máta og skerðingu á verzlunarvíð- skiftum. Og við þurfum saunarlega að standa á móti því af ölln afli“. Lansdowne skoðar Breta eina eiga umráð yflr þessum stöðvum, af því þeir náðu þar tyrstir fótfestu, og hafa þar mikil verzlunarviðskifti. Yfir höfuð mælist þessi stefna Lansdown es vel fyrir, einkum á Englandi, en ekki hafa aðrar þjóðir enn þá svarað þessari aðvörnn hans með elnu orði. —Sá yngsti blaðstjóri í heimi er Victor Hanson f Milwaukee. Hann er 8 ára gamall. Blað hans er líka minsta blað 1 heimi. Það er er tveir þuml. á hvern veg, og er 4 blaðsíð- ur. 5 línur eru á hverri síðu. Saga er á fyrsfu sfðn, fréttir á annari, á þriðju gátur, og fjórðu auglýsingar. —Sagt er að 10,000 manna frá Minnesota ætli að flytja á þessu sumri til Quill Plaines, Assa. Flest þetta fólk eða alt er Þjóðverjar að uppruna. —Upphlaup og óeirðir eru með meira móti í Austurríkiog Ungverja landi, og ern lygar og þjóðsögur mótaðar til að æsa múginn upp á móti ríkinu. —Lögreglan í Salonica heflr fund- Ið 75 pund af dynamite og mikið af púðri grafið þar í borginni, og hafa óeirðarmenn óefað ætlað það til sprenginga. - Stjórnin í Ontario ætlar að reisa Sir Oliver Mowat veglegan minnis- vat ða nálægt stjórnarbyggingunnm. -—Bardagar og mannfall heldur áfram í Morocco. Veitir nú stjórn- arliðinu heldur betur en upphlaups- luönnum. - Eítirlitsmaður C. P. R. fél. á vorsáningu segir, að yfirleitt séu bændur i fylkinu búnir að sá því hveiti sem þeir ætli sér á þessu vori. —Undanfarna daga hafa verið all- mikið flóð í Floriða, og hefir óvanalegt regnfall ollað þeim. Hvassviðri hafa og svo verið þar mikíl, og hafa þau og vatnagangur ollað þar miklu eignatjóni. —Aflferming og framskipun geng- ur nú mjög fljótt í Montreal síðan verkfallið endaði. Láta félögin vinna dag og nótt, og gengur alt vel milli vinnuveítenda og verka- manna. —Útlit fyrir aðRússum og Japan mönnum lendi saman. Hinir síður- nefodu hervæðast í ákafa og Rússar fara sfnu fram þar eyatra hvað sem hver segir. —Gyðingar mæta enn þá ofsókn- um á Rúbslandi, og fær stjórnin eigi verndað þá. Svo margii erudrepn- ir og devja úr sárum, að þeir hafa ei undan að grafa þá f kyrkjugörð- um Gyðinga. Svo er heíftaræði Rússa mikið gegn þeim í Tirospol, .essarabia, að þeirdrepa konur og börn, sem þeir ná í, og það á hinn hryllilegasta hátt. Stjórnin heflr látiðfanga um 1000 ofsóknarmenn, en það sér ei högg á vatni, að blöð- in segja. —Mælt er að stjórnarliðið í Kína myrði fólk og bafi skipanir til að fremja þessi morð frá stjórninni sjálfrí. —-Miklir eldar hafa verið beggja megin við Winnipegvatn sunnanvert Eftir þeim fiéttnm, sem hingað hafa borist, hafa þeir verið miklir og gert mikið tjón. Fleiri þúsund ekrnr af verðmætu timburlaDdi, sem tilheyrir sambands-.tjórninni, hafa brunnið til ösku. Fólk hefir líka orðið fyrir stórmiklu eignatjóni og stendur nú uppi heimilislaust, Eldur þessi las sig alla leið að norðan og upp um Kildonan, þar sem plægt land tók við svo hann komst ekki lengra. G-aliciumenn nokkrir vestui frá Winnipegvatni hafa mist hús og eign- ir. Að austanverðu við vatnið hefir brnninn tekið svæði norðan við Tin- dall, gegnum Brokenhead til Ba!- sam Bay og er sú vegalengd yfir 300 mílur. Þjóðverjar hafa liðið tjón mikið af eldinum, ásamt fleir- um. Brunar eru og svo miklir í Dauphinhéraði. Mælt er að Þjóðverjar hafi í huga að launa stjórninni í Canada tolihækkunina á þýzkum vörum. þeimer vel trúandi til þess, að láta ekki Laurierstjórnina ráða yfir hausn um á sér fyrir sakleysi. —Mælt er að gamli Kruger sé staðréðin í að heimsækja Pétursborg í Júní og vera við työhundruð ára afmæli heonar, Kruger kemur þangað sem fulltrúi staðar þess é Hollandi, sem Pétur mikli lærði skipasmíði f. Pétur mikli lét byrja að by&g'ja Pétursborg í Júní 1730, og er hún því 200 ára í næsta mán- uði. — Stjörnuspekingurinn H. C. Rus- sell.semer stjörnufræðingur stjórn- arinnar 1 Ástralíu, hefir nýlega kom ist að þeirri niðuistöðu, að tunglið ráði fyrir regnfalli á jörðunni. Hann segir að 2 þurkaár séu eftir f Ástra- líu. 8 ár eru búin, svo komi meira regnfall en sú álfa þurfi, og verði það tímabil 10 ár. Hann segir að 36 ára stjörnurannsóknir sínar Btyðji þetta mál. Aðrir merkir stjörnu- fræðingar f Ástralíu eru á sama máli og Russel í þessu efni. Hann segist vera búinn að firuia hreyflngu tungls ins og sé hú» frá suðri til norðurs og frá norðri til suðurs; þegar það sé á norðurleið, þá séu þurkar, en þegar það sé á suðurleið, þá séu rigningar. Þarkar séu 9 ár, en rigningar 9 ár. Russell Begir að þetta sé öllum stjörnufræðingum auðsætt að finna, ef þeir leyti eftir því. —IStjórnin á Frakklandi íer sér hægt að þvf, að hefja nýja rannsókn í Dieyfus málinu, er hann heflr ný lega skorað á stjórnina f annað sinn að láta rannsaka málið að nýju, en óbyrjað er enn þá á því. Sagt er að fólk líði hallæri og falli hrönnum saman í Kwangin fylkinu í Kína. MARKERVILLE, ALTA. 1. Maí 1903. (Frá fréttaritara Hkr.). Síðan voraði hefir tíðan verið köld og óstöðug, með stormum og umhleypingum og talsverðum frost- um: gróður erenn þA sárlítill, svo gefa verður bæði hrossumog mjólk- urkúm; yflrleitt hafa íslendingar hér nóg fóður, en annara þjóða menn munu margir heylausir, og hafa þó fengið mikið hey hjá íslendingum. Mrs O. Benediktsson, verzlunar- manns, hefir legið mjög lengi sár þjáð af innvortis meinsemdum; lækna hefir stöðugt verið leitað, sem hefir, haft til þessa lítinn árangu'- en ærinn kosfnað og fyrirhöfn. Þessi valinkunnu hjón verðskulda innilega velvildar hluttekningu í þessum erviðu kringumstæðum þeirra, því heldur sem þetta má kalla það eina sártilflnnanlega heirnilisböl, sem á sér stað í þessari bygð nú sem stend ur. Flestir bændur hér hafa lokið kornsáningu, sem er nú í mikiu stærrastýl, en nokkru sinni áður. Það er nokkuð útlit fyrir að rryndast muni smábær hér við Medicine ána, á landi herra Jónasar M. Jónssonar; heflr hann látið mælu út fjölda af bæjarloðum, og eru raarg ar þeirra þegar keyptar eða festar. Skólamál. Kæri herra. Mér datt í hugnð senda þér aftur fáeinar [lfnur um skólamál. Það er svo lftið ritað um f>að meðal íslendinga. Ég er hreint hissa á íslenzku kennurunum hvað J>eir geta verið þögulir. Skyldi f>eim finnast fað vera fyrir ofan sig að rita á íslenzku um það málefni, sem þeir hafa kosið fyrir lífsstarf sitt. Er f>að hugsanlegt, að þeir finni ekki til f>ess hversu lítin áhuga og þekkingu fjöldinn heflr á þvf mál- efni. Eða skyldi nokkrum detta í hug að f>að sé fjærri verkahring ís- lenzku blaðanna að ræða dálftið um pað, heldur en flytia langa pistla af svokölluðum fréttum nm dansa og samkomur, sem haldnar hafa verið hér og þar, sem engan varðar neitt um, nema f>á sem þar voru? Já, og svo fjölda margt annað, J>ó slept sé öllum persónu- legum ónotum, sem eru þar dag- legir gestir, Það heyrist oft talað um f>að, að ekki sé eins gott siðferði í skólun- um (það er átt við sveitaskóla ein- göngu, J>ar sem um skóla er talað í þessari grein) og ætti að vera. Það er orðið að orðtaki, ef einhverjir þykja vera sérstaklega ókurteisir eða framhleypnir f framkomu, að þeir séu eins viltir og versti skóla- skríll. Það er varla hægt að finna verri hugsunarvillu hjáalinenningi en þetta. Það getur varla skað- legri hugsun komist inn hjá ung- dóminum en þessi. Að þá er á skóla er komið megi lifa og láta eftir vild. Ef sumir kennarar eru ekki siðgæðin sjálf. þá gerir f>að llt ið gott að úthrópa f>að og láta ungl ingana sem f skólanum eru heyra það. Beztaráðið og eina meðalið, sem ætti að brúkast við svoleíðis tækifæri er, fað láta slíka kennara fara frá skólunum, því J>eir eiga ekkert erindi inn í skólana, Svo gerir það heldur ekki mikið gott að hlnsta á sögur er krakkar kunna að vilja segja heima hjá sér af skól unum, eða spyrja f>au um neitt f>að an, nema hvað þau eru að læra, eða ef kennarinn skyldi þurfa að vera harður við börnin, að lofa þeim þó að vera heima ef þau svo vilja. Sé kennarinn of harður við börnin, er skylda foreldranna að finna að því við hann, eða grenslast eftir orsök- inni til f>ess, en láta börniu halda áfram að vera á skóla. Það er heilög skylda þeirra gagnvart sér sjálfum fyrst og fremst, og svo við börnin og kennarana. Að kenna börnunum að bera virðingu fyrir kennurunum, að kepna þeim að skólinn sé staðurinn, sem ekkert flt, en alt gott, eigi að koma fram. Það er skykla þeirra að takast í hendur við kennarann að hjálpa þeim til að hafa góða skóla, með þvf að láta börnin ganga stöðugt og innprenta þeimað vera kurteis við alla jafnt. Það er skylda þeirra að kynna sér skólana, ekki með með því að spyrja bömin hver hafi látið verst í dag, eða með f>ví að hlusta á sögur þeirra um hin börn- in eða kennarana, heldur moð þvf að heimsækja skólann kynna sér hvað börnin sín eru að læra og hvernig þau lrera það. Áð spyrja þau á kveldin hvað þau hafi lært í dag, og láta þaa segja sér eitthvað um J>að. Það er má ske ekkert annað sem getur komið inn eins miklum áhuga hjá börnunum fyrir því sem þau em að la:ra, eins og að foreldrarnir beri áhuga fyrir þvf, ogþað kostar J>ó ekki rnikla tfmatöf eða fyrirhöfn hjá foreldr- unum að gera þetta, Það er einmitt þetta, sem svo mörg íslenzk foreldri vanrækja svo herfilega. Að senda bömin á skóla. sem er skylduverk þeirra, kemur þeim til að liugsa til þess sem hegningar eða öumfiýjanlegra erviðismuna, sem er hugsað um að eins með kvíða, eða sem því miður á sér stað alt of oft, að láta bömin heyra að foreldmnum sé alveg sama, hvort þau fari á skóla eða ekki, Xjmur þeim til að fá óbeit á skólunum, ef f>að annars er mögu- legt. Það er einndg mjög alment með- al Islendinga, að bcirnin tali ís- lenzku í skólunum, það er að segja s'n á milli, f frítímunum. Þessi ó- siðúr er kennurunum meira en nekkram öðrum um að kenna. Það er ómögulegt að segja of mikið á móti þvf, að senda börnin á skóla til að læra ensku, en lofa þeim eín- att að tala íslenzku, að kenna þeim sem dautt mál [>á tunga, sem þau þurfa f gegnum alt lífið að styðjast við; að láta þau læra sem páfa- gauka orð og setningar, sem þau skilja ekkc'rt f, og em f>eim eins ótöm og gríska eða latína er manni sem hefir stundað þau mál nokkur ár við hærri skóla hér. Það heyrast margar mótbárar á móti f>ví, að hægt sé að láta ís- lenzk börn tala eingöngu ensku í 6kólunum út um sveitir, en það er mest frá þeim, sem hafa komið slíkum óvana á, eða þeim sem aldrei hafa reyntþað. Það er ekk- ert, ervitt nema fyrst, meðan vanin eraðkomast á með f>að; eftir að það er komið í vana fyrir börnun- um að tala ensku sfn á milli, þá læra þau yngri jafnóðum af þeim eldri, svo að jafnvel börn í I. Grade eða Standard geta talað nokkuð, og f>að liörn sem aldrei heyra orð af ensku heima hjá sér. Það erekki stefna mín að reyna að láta ungdóminn fá skömm á ís- lenzkunni, að reyna að gera hann svo amerfkanskan í anda, að hann gleymi þjóðemi sfnu eða fyrirverði sig fyrir það. Þvert á móti. Þeim unglingum, sem bezt skilja hvað mentun f>ýðir, er minst hætta á J>ví. Þeir sem kunna minsta og versta ensku, verða ætfð fyrstir til að kasta þjóðerni sfnu. Með því að láta ungdóminn sem bezt skilja borgaralega skyldu sfna, er og und irstaðan lögð fyrir traustri þjóð- ernis tilgnningu, f>að er að segja, þjóðernis tilfinning, eins og hún ætti að vera hjá íslendingum hér f þessu landi, að varðveita tungu og trúmensku, þrek og stöðuglyndi íslendinga,en sleppa öllu hinu sem vill draga þá út f skúmaskot. Það er sagt að heimilin og skólarnir skapi þjóðirnar, En j>á mega líka heimilin til með aö vinna f sam- einingu með skólunum, svo að af- leiðingarnar geti orðið góðar. Það er ómögulegt fyrir kennarana að liafa góða skóla Tindir núverandi fyrirkomulagi, nema þeim sé hjálp- að til Þess af heimílunum sem til- heyra þeim. Og J>að er eins ó- mögulegt fyrír heimilin að gera það, nema þeir sem yfir þeim hafa að segja, liafi vakandi augu á f>ví sem er að gerast á skólunum. Það er eins og áðnr hefir verið sagt hngsað um skólana of mikið sem skylduverk, en of lítið sem ó- hjákvæmilekt meðnl lianda ung- dómfnum til að komast áfram í gegnum lífið. Þessi stefnan sem er næst hjarta almennings, ætti að njóta bestu umhyggju. sem hægt er að láta í te. Það er ekkert for- eldri, sem lætur sér ekki ant um velferð bama sinna, og ef þau skildu rétt hvað mikin f>átt skól- arnir eiga í að skapa framtíðar vel- ferð þeirra, væri f>eim veitt meiri eftirtekt, en nú er alment gert. H. Petursson. Mountain, N. Dak., 5. Maf 1903. Nýlega heflr grein birst I Mont real Daily Witness á þessa leið. Við Canadamenn ættuin að fagna sérhverjum heiðarlegum inn flytjanda, sem kemr til þessa lands, til þess að byggja það sem heiðvirð ur borgari .í landinu höfum við ekki aðrar auðsuppsprettur en þær, seru náttúrukrattarnir hafa framleitt, og sem innflytjendur í þetta land eiga sama tilkall til og við. Yfirleitt hjálpa innflytjendurnir eins mikið til að framleiða auð í landinu, og við sem fyrir erum, og þótt þeir gerðu það ekki fyrsta tímann, þá er það ekki nema ánægja fyrir Canada- menn að geta rétt þeim örvandi hönd f byrjun. En samt hljóta fagnaðar- kveðjur vorar við ínnflytjendurna að vera takmarkaðar eftir verðleik- um þeirra. Sé það satt, sem heria Ohman heldui fram um stjórnina i Danmörku, að hún geri sér það að skyldu, að koma glæpamönnum at höndum sér vestur til Bandaríkjanna og hafl nú augastað á Canada, sem móttökustað slíkra manna, vegna breytinga á innflutningsreglugjörð Bandaríkjanna, þá er þessu landi engin vanþörf að löggjarvaldið sker ist f leikinn og geri öðrum eins glæpa mönnum og Hansen danska ómögn- legt að flytja inn í ríkið. Danir og aðrir Skandinavar eru óefað með þeim allra ákjósanlegustu innfiytj- endum,'sem hingað koma. Það hef- ir hingað til verið fáheyrt 1 Canada, að danskur maður liátt unnið glæpa- verk. En sé nokkuð satt af því, er Ohman skýrir frá í þessu elni, þá verða yfirvöld innflutningamálanna að gera einhverjar ráðstafanir tafar- laust, gagnvart eftirlitslausum inn- flntningi frá danska ríkinu hingað. Samt ekki með þvf móti að fyrir- bjóða Dönum að flytja hingað fyrir fult og alt, því slíkt væri óréttlátt gagnvart því fólki, sem hingað er komið, og er ríkinu til gagns og sóma, heldur gagnvart því, að hvorki stjórnin í Danmörku né glæpaseggir hennar hafl tækifæri til að gera þen» !and að fratuííöar bóli sínu. Við þurfum ekki manndráp- aiané aðra stórglæpamenn til að l'Yffgja þetta land með okkur. Við höfum nokkra ástæðu til að halda, að danska ríkið gefl beint eða óbein iínis glæpamönnum sínum fararleyfl, án þess að láta sig varða hið minsta um hvar þeir lenda niður þegar þeir eru skroppnir út fyrirrikislínuna.Við höfum nýlega haft dæmi fyrir aug- unum í Ontariofylki. Auðvitað er ekkert ákvæðí um það í þeim dóini, hvort það er New York rfkið, eða Quebecfylkið, sem sendu Ontario- fylki þann ófögnuð, eða gerði það að glæpamanna rýlendu. Eftir skýringu þess glæpamanns fór hann óhindraður gegnum brjóstfylkíngu lögreglunnar í Bandarfkjunurai og inn í Quebecfylki, sem forsvatar sig með því, að eiga ekki til lög, sem það hifði getað hamlað þessum ná- unga með að flytja til Canada. Það er líklegt að löggjafarvald- ið láti ekki knýia sig til þe33 af al- menningi, með margra ára þrefi, að búa til lög, sern útiloka dæmda glæpamenn frft að flylja til Canada. S. Anderson. V EGGJA= P^appirssali. Hefir nú fádæma miklar birgðir af alskonar veggjapapptr, þeim fa.ll- egasta, sterkasta og bezta, sem fæst í Canada, sem hann selur með lægra verði en nokkur annar maðar hérna megin Superiorvatns, t. d.: fínasta gyltan pappír á 5c. rúlluna, og að sömu hlutföllum upp 1 50c. Vegna hinna miklu stórkaupa, sem hann heflr gert, getur hann selt nú með lægra verði en nokkru sinni áður. Hann vonast eftir að íslendingar komi til sln áður en þeir kaupa ann- arsstaðar, og lofast til að gefa þeim 10% afslátt að eins móti peningum út I hönd til 1. Júní. — Notið tæki- færið meðan tími er til. S. ANDERSON. 651 Bannatyne Avenne. Telefon 70.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.