Heimskringla - 23.07.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.07.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 23. JÚLÍ 1903, Deimskringla. PUBLISHBD BY The Beimskringla News & Pnblishing Co. Verð blaðsins í CanadaoRBandar.82.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- nm blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Begistered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen í Winnipeg að eins teknar með afföllum. R. L. BaldwinRon, Edltor & Manaeer. Offioe : 219 McDermot Ave. P O. BOX 12*3 Kosninga sigur. Roblinstjómin hefir unnið stðrfeldan sigur við nýafstaðnar fylkiskosningar. Það var öllum Ijóst, sem nokkurt skyn bera 4 landsmál, að stjómin mundi vinna kosningarnar. En fáum datt í hug að dómurinn mundi verða eins ákveðinn og bráðdrepandi fyr- ir Greenway-flokkinn eins og raun varð 4 í J>etta sinn. En það sem sérstaklega gerði fitslagið svo 4- kveðið, var: 1. að kjörlistar hafa aldrei verið eins hreinir og hár- réttir, sem nú. Engar þrætur og atkvæðaklœkir gátu átt sér stað; og Conservativar höfðu sama kosningar tækifæri og Liberalar, sem er Þvert 4 móti því, sem átti sér stað í Greenway-tíð. Kosn- ingalög Roblinstjórnarinnar s/na hreinan og lieinan almenningsvilja, einsogallir vita. 2.að Roblinstj var rétt á undan kosningunum búin að lækka flutningsgjald á hveiti héðan úr Manitoba austur til Stórvatna niður í lOc. hver hundrað pund, en Sú niðnrfærsla þýðir fimm hundr- uð f>ús. doll. á ári í hag bænda í fylkinu. 3. að hún hafði lækkað dómsmálagjald það, sem liún hefir áður lagt á sveitimar, um nær 30 þús. doll. á [>essn ári. T. d. var gjald það, sem lagt var á Girnli- sveitina árið 1899, undir Greenwaystjóminni $182.00, en nú er J>að að eins $117, eða sem næst tveimur fimtu pörtum lægra. A- stæðan fyrir þessu er sú, að skidd sú, sem fylkið var í síðan 1883 fyr ir byggingu dóm- og fangahúsanna í Winnipeg, er nú borgnð að fullu, og þess vegna var hægt að lækka álögur stjómarinnar á svAitirnar f fylkinu. 4. ástæðan fyrir sigrin- um er sú, að það hafði komizt upp að Greenway hafði samið við Grand Trunk Pacificfél. að veita J>vi riflegan fjárstyrk, og að láta hætta við þá bygginga á brautum C. N. félagsins, sem Roblinstjóm- in hafði sarnið um að bvgðar skyldu verða. Enn fremur komst J>að upp, og Free Press svo gott sem játaði, að ef Greenway kæmist að kæmist að völdum, J>á skyldi 10 centa flutningsgjaldið 4 hveiti af- numið, og aftnr fært upp að þvf marki, sem Grand Trunk Pacific- fél. þóknast að láta það verða. Þessi sviksemi og undirferli gamla Greenways var meiri en svo að fylkisbúar gætu [>olað hana; [>ví hún þýddi ekki annað en að steypa fylkinu í stóran voða, og baka bændum afarfjártjón á ári hverju. Þess vegna reis almenningur upp f almætti sfnu og bókstaflega kæfði Liberalflokkinn, svo að hann á enga viðreisnarvon um langan ó- kominn tfma. • Hkynbærir menn era orðnir svo leiðir á allri meðferð Greenways f fylkismálum, að [>eir em hættir að bera traust til hans, eða þeirra manna, sem fylgja hon- um að málum. Enda sést þetta á því, að á öllum þeim stöðum f>ar sem mest er samsafn af vitsmun- um, mentun og þekkingu á lands- málum, J>ar vom alstaðar kosnir Conservativar, svo sem í Winni- peg, Brandon. Portage la Prairie, Morden, Neepawa og öðrum bæj- um. Afleiðingin af þessu er sú, að 31 Conservativar era kosnir, en ekki nema 6 Liberalar f fylk- inu, eins og eftirfylgjandi tafla sýnir: Kjðrd. Flokks- Meiri fyhdendar hluti atkv. Winnipeg-S.. • Con. ... 17(5 Wpg.-Mið.... Con 145 Wpg.-N Con 91 Arthur Con .... 96 Assiniboia... Avondale.... . Con 93 Beautiful Piains.. Con. 154 Birtle . Lib .... 235 Brandon • Con. . .. 68 Brandon-S... 12 Carillon..... 14 Cypress 344 Dauphin .,... 146 Dufferin 167 Deleraine.... 20 Gilbert Plains ..Con... 213 Gladstone... 115 1 Hamiota .. Lib... 1 [ Emerson.... Killamey.... 422 Landsdowne. .. Lib... 16 La Verandrye ... Llb .. 17 Lakeside.... ...... 100 Manitou . Con .. 372 Minnedosa... . .Con... 51 1 Morden 88 Morris 138 Mountain.... .. .Lib .. 349 Norfolk 189 Port. la Prairie.. Con.. 30 J Rhineland... .. Lib .. 71 Rockwood... 93 Russell 125 1 St. Boniface.. ..Con... 1 St. Andrews óvfst enn Springíield.. 105 TurtleMountain. Con .. 252 Virden ...... 60 Kosningar f Gimli og Swan ! River kjördœmunum fara fram I innan fárra daga, J>á gefst Gimli- I mönnum kostur á að sýna með at- kvæðum sínum, hvort þeir eru I samþykkir þessum gerðum gamla l Greenways, og hvort þeir vilja i segja Roblinstjóminni strfð á ' hendur fyrir alt sem hún hefir i fyrir þá gert, eða hvort þeir vilja ! styrkja hana og hlynna að slnum 1 oigin veiferðarmálum, með þvf að I senda henni viu í þingið, sem svo | gæti haldið áfram að vinna í f>arf- ir Jæirra eins og B. L. Baldwinson 1 hefir gert sfðan hann varð f>ing- maður þeirra árið 1899. Vér treystum því að kjósendur f ! Gimli-kjördæmi beri svo mikinn áhuga fyrir sfnum eigin sveitar hag, að þeir kjósi B. L. Baldwin- son. Hann getur starfað þeim til gagns, en andstæðingur hans get- ur það með engu móti, f>ó hann næði kosningu. Það er hætt við að Mr. Roblin og stjórn hans mundi skoða kosn- ingu Sigtr. Jónassonar, sem ljósan vott um persónulegan fjandskap við sig og væri J>á illa launað. það sem stjóm hans hefir gert fyr- | ir kjördæmið. Allra hluta vegna ! er f>ví æskilegt að Gimli-kjósend- i ur sjái hag sinn og sóma í f>ví að i endurkjósa B. L. Baldwinson. Og það vonar Hkr. að þeir geri 30. þ. I m. Þingmannsefni Greenways, Sig- tryggar Jónasson, hefir lýst því yf ir oftar en einu sinni, að erindi sitt á þing sé að skammast og rífast við j Roblin. Hann heflr sem ré sagt kjósendunum í Gimli-kjördæmi, að hann vilji endilega komast á þing, f>ð sinn flokkur verði þar í minni hluta, til þess 'að geta skammað Rob lin. Þegar pðlitiskt „prinsip“ er að eins komið á f>að stig, Jsem hér um ræðir, fer aðjkasta tólfunum. Að vísu má treysta því, að það séu ekki nema sára fáir, sem stuðla að þvi, að senda svona pólitiska náunga 4 þing Og það mun líka lengi verða í roinnum haft, ef Gimlibúar senda Þingmann að eins á þing tii að rffast við stjórnarformanninn. Þeim er oefað betra að hafa góðan, áreiðan- anlegan og ötulan þingmann fyrir kjördæmi sitt. Og það gera þeir. Mr. B. L. Baldwinson ætti að fara að þingmensku, með öllnm „hvftum1 atkvæðum í kjördæminu. Liberal-blöðin sögðu, að Con- servatívar væru svo illa liðnir og stjórn þeirra og svo bandvitlaus, að fólk ræki Roblinstjórnina af höndum I sér. Þau uppástóðu, að þeir mundu hafa svo sem tvö sæti í næsta þingi. „Gamli, stóri maðurinn"!! — hann Greenway, ætti því að fá 38 sæti af : 40. Mikil er sú nákvæmni! Eftir- breytnisverð |er sú sannsögli!! HeimBkringla leitaðist við að segja, sem allra sannast og réttast frá hvernig Conservatívar stæðu í ftliti og fylgi bjá íbúum fylkisins Húnsagði að Greenway og flokkur hans hefði 6 sæti ínæsta þingi. Nú hefir sá ftokkur ’4 eða 5, vonandi að hann nái einu sæti úr þessum kjör- dæmum, sem ófrétt er frá enn. Hkr. þykir viðkunnanlegra að Greenways fiokkurinn komist i kúgildistöluna. Það er tala þess ílokks. bréfi frá forseta. Nortliern Pacific, Mr. Mellans, dags. 10 Nov. 1899. Roblinstjórnin hefir færtflutn- ingsgjald á hveiti ofan f 10 c, og fært niður flutningsgjald á vöram að stórum mun. og ætlar að færa það meira niður. Hún hefir látið járnbrautarfél. byggja og auka brautir í fylkinu, sem nemur yfir þúsund mflur. Hún hefir gert alt f>etta án f>ess, að f>að kostaði fylk- ið eitt einasta cent. hefir ákveðið. í öðrulagi hvort flokkurinn vilji láta byggja f>ær brautir, sem Canadian Northern er að byggja nú, og hefir ákveðið að byggja, satnkvæmt núverandi samningum. I þriðjalagi vill sá flokkur lýsa yfir nú f>egar hvort hann ætlar að gefa Giand Trunk Pacific-félaginu peningastyrk og aðhlynningu, upp á sama hátt og hann gerði á meðan sá flokkur sat við völdin í Manitobafylki? Roblinstjórnin hefir fært hveitiflutnings - gjald ofan í 10 cent. Eins og Roblinstjómin hefir lof- að fólkinu f Manitoba, hefir nú verið gert stjómarákvæði um flutn- ingsgjald; á hverjum hundraðpund- um á hveiti verður það að eins ÍO cent eftir fyrsta September næstkomandi. Greenway kvaðst vilja gefa eina milión dollara til f>ess að geta sett flutningsgjald á hveiti niður, en gat engn áorkað í því efni.þó hann ysi út fylkisfé í j árnbrau tar félög. Ákvæði stjómarinnar hljóða á f>essa leið: No 8593-1. Eftirrit, af ákvæðum framkvæmdarvalda stjórnar- ráðins, sem samþykt eru af hans háborinlieitum fylkis- stjórans í Manitoba, 13. dag Júlímánaðar 1903. Að fyrsta dag Sepetmber mánaðar næstkomandi, 1903, og svo framvegis, skal flutn- ingsgjald á hveiti, sem Can. Northern Railway Company flytur á járnbrautum í Mani- toba, v e r a sett niður um 2 cent á hverjum hundrað pundum, frá því sem það er nú hjá téðu félagi, og nær þetta til þess staða í fylkinu: Winnipeg, Carman, Portage la Prairie, Brandon og Hart- ney, einnig nær þetta til allra annara staða, þar sem braut- ir þess félags eru, og innifel- ur í sér alla brautarstaði The Northern Pacific, sem áður nefnt félag hefir að leigu. Vitnar C. GRABURN, cleik, Executive counsil Winnipeg, Man. 13. Júli 1903 í samningum núverandi stjórn- ar og Canadian Northem Railway Company, sem staðfestur var 11. Febr. 1901, stendT að stjómin hafi fulla heimild að r á ð a y f i r flutn- ingsgjaldi Þessarar brautar hér í Manitoba. Á þessuin rúmum tveimur árum hefir stjómin, eins og kunnugt er, fært niður farþegja gjald. vöruflutningsgjald, og nú er hún tvisvar búin að færa niður hveitiflutningsgjald. Það var l4c, fyrir 100 pd., alla Greenways tfð, en nú er það komið ofan í lOc. 1. September í haust. Mr. Sifton gaf C. P. R. félag- inn $3,300,0o0, og nbkkuð yfir 3,000,000 tii að ná 14c. fluinings- gjaldi hjá því félagi, Greenwaystjórnin gat' og lofaði einni millfón dollara í pen- ingum og tuttugu til þrjátíu ára skatt undanþágu á löndum. án þess að koma flutningsgjaldinu niður um eitt einasta cent. „Mr. Greenway lét í ljósi, að hann væri reiðubúinn að borga nokkra tilslökun,á flutningsgjaldi.í sambandi við f>etta, lét hann mig vita, að styrkur fráfylkinu, slump- uppliæð $1,000,000 [til Mackenzie & Mann, hefði komið til orða. fram yfir styrkveitingu í löndum og ábyfgðarbréfum, til f>ess að fá tilslökun á flutningsgjaldi”. í ■ A ð v ö r u n til Manitoba-búa. Allir muna eftir hvernig Mr. Greenway jós út fé Manitoba-búa f járnbrautir. Hann braut lög á fólki. Veitti fé án vitundar Þess og þingsins; og samdi leynisamn- ing, sem hann og ráðgjafar hans þrættu fyrir f síðustu kosningum. Það veru $150,000, sem hann hafði lofað C. P. R. fél., sem kom upp þegar hann var rekinn frá völdum. Hann segist nú lofa fólki að gera það sama og hann hefir gert áður Allir vita livað það þýðir. Nú kemur upp bréf um leynisamn- inga hans við Grand Trunk Paci- fic fél., sem sœkir um byggingar- leyíi, og vill fá afarháan stjómar- styrk til að byggja braut austan i frá liafi og vestur að Kyrrahafi. Fréttir um f>á samninga em ný-! komnar austan frá Ottawa. Samn | ingar, sem hann á að hafa gert, auðvitað í laumi, er að vinna á móti og eyðileggja CanadianNorth- ern fél. og koma því út úr fylkinu. En lofar öllu mögulegu fylgi f>essu Grand Trunk Pacific fél., og á það ekki að vera skuldbundið til að hafa lœgri flutningsgjöld en því gott þykir. Þetta meinar að eyði- leggja C. N. fél., og láta alt vera í höndum járnbrautarfél., [eins og var á meðan hann var við völdin. Eðlilega er jámbrautarfél. léttara um aðborga stór fjámppliæðir fyrir svoleiðis löguð kaup og sölur á í- búum fylkis og rfkis, en þegar þau verða að skuldbinda sig t.il að láta stjórnina, sem hlut á að máli, ráða flutningsgjaldi. Þetta sjá allir heilvita meim. Og allir menn, j sem nnnf sjálfum sér og fólkinu hagkvæmum og réttlátum viðskift- um. Samningur Þessi, sem áminst bréf talar um, ber nákvæmlega saman við blöð og ræður Green- ways sjálfs. Hann er reyndur um samfleytt tólf ár að því að versla með fylkið við jámbrautarfé lög án þess, að veita fylkinu nokkur hlunnindi. Hann er reyndur að f>vf að bruðla út fylkisfé í járn- brautarfél. til þess, að ná nógu miklu fé upp handa sjálfum sér og gæðingum sfnum. Hann lætur l>löð sin úthrópa járnbrautarstefnu Roblinstjórnarinnar og fordæma liana ofan undir allar hellur, Hann hefir verið nógu óhlutvandur til þess, að láta ritstjóra Free Press segja, að Canadian Northern leggi ekki jám á 10 mílur af brantnm þetta surnar. Þó allir viti að fé- lagið er að byggja fleiri lmndruð inílur af járnl>rautum, og hati yfir 2,000 verkamenn, og þar af séu 400 að leggja járn, og búnir að leggja þau á margar mílur. Hann var nógu ósvffinn og skeytingarlaus að segja sjálfur í Boissevain n/lega: “Ef nokkur dirfist til að segja f>að, að 10 centa flutningsgjald fá- ist gegnum járnbrautarmálið, [>á talar hann lygar”. Þetta sagði hann daginn eftir að stjórnin ákvað 10 centa flutn ingsgjald á hveiti. Hve s/ndi hann ekki og félagar hans, að hann hefði vilja á að ná niðurfærslu á flutningsgjaldi í sinni stjórnartfð, ef hann hefði nokkum tfma meint það. Hann meinti aldrei annað en verzla fyrir sjálfan sig og flokk sinn með fylkisfé og fylkisbúa. Hann er f óbeinum skilningi mjög slunginn mannsali. Það hefir verið skorað á Mr. Greenway að svara [>essum spurn- ingum: Fyrsta spurningin er sú hvort Greenway eða annar leiðtogi Lib- eralflokksins vilji,ef hann kemst til valda, viðhalda og lækka f>au flutningsgjöld, er núverandi stjóm Þessum spumingum hafa Lib- eralar og blöð þeirra forðast að svara. Þeir segja að eins, ef þér komið okkur að, þá gerum við alt [>að sama og við gerðum meðan við sátum við völdin. Sú stefna og loforð hefir nýlega verið skýrð í Heimskringlu. Þér sem hafið stjórnmálaf>ekk- ingu, og viljið vita sóma yðar, og viljið niðjum yðar og landinu vel, greiðið atkvæði yðar á móti Lib- eralflokknum. Látið engar hall- ærisláns-ætur, eins og Lögberg- inga, fleka ykkur. Sýnið að f>ið standið jafnfætis hérlendum mönn- um. Þeim heiður sem heiður ber! ! Verið f>að sem f>ér eruð inst í yðar eðli! Eimreiðin. Hún er nykomin hingað vest- ur, Efnisyfirlit hennar er á þessa leið: SV. SVEINBJÖRNSSON og VHLTÝR GUÐMUNDSSON: ís- land (sönglag og kvæði), ÞORSTEINN ERLINGSSON: Seyðisfjörður um aldamótin 1900 (með 5 mvndum). SIGFÚS EINARSSON: Söng- kensla í skólnm, VALTYR GUÐMUNDSSON: Sprengisandur (með 1 uppdrætti og 11 myndum). ÞORVALDUR THORODDSEN: N/tt rit um náttúru íslands, Rit- sjá. VALTÝR GUÐMUNDSSON: ís- lendingasiigur. — Guðbjörg í Ðal. —Norðlenzkir skólar.—Tíðindi frá kyrkjuþingi. — GUÐMUNDUR ! FINNBOGASON: Axel.—HAF- STEINN PÉTURSSON: Jóhann- esar guðspjall.— Skfrsla um prestaskóla Islands. HELGI PJETURSSON: Merki- leg draugasaga. LÁRUS THORARENSEN: Sveitin mfn (kvæði). SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON: Hinn þröngi vegur. HELGI PJETURSSON; Gunn arshólmi. Islenzk hringsjá. VALTÝR GUÐMUNDSSON: Um fslenzkar konur,—Framfarir Islands á 19. öldinni.—Fregnbréf frá Islandi.—Um steindysjar eink- um á Islandi,—Um búnaðarhætti íslendinga að fornu. Sönglagið mun vera gott og blessað fyrir þá, sem lifa og vekja söng. Kvæðið sem það á við er ekki eindæma hrffandi, eða anð- ugt af skáldskap og fagurfræði. Það kafar svona í miðjum hlfðum f ísienzku skáldaófœrðinni, sem ein- att þyngir á, bæði austan hafs og vestan. Þá kemur seinni parturinn af | ritgerðinni: Seyðisfjörður, eftir skáldið Þorstein Erlingsson, og er Það langur kafli, Hvergi nærri ! er sú ritgerð hngðnæm. Hún er [ meira að segja ósögulega skrifuð. Myndir [>ær sem hennifylgja era verri en ekki neitt fyrir ókunnugan mann. Ritgerð f>essi ernæstum hálfstráklega samin, og þrungin af hnútukasti og kvepsni til ýmsra i manna, sem á Seyðisfirði hafa bú i ið. I fáum orðum sagt; hún er miklu lfkari því að kærulaus glanni hafi skrifað hana, en ment- aður maður. Sögugildið virðist alstaðar haft á hakanum fyrir al- vöruleysi og spéi. Mundi sú rit gerð stórhneyksla útlendinga, sem farfróðir em í J>essum heimi.Hefði Eimreiðinni óefað verið sæmra sjálfrar sinnar vegna, að flytja ekki aðra eins ritgerð og þessi er Tímarit og bókmentarit eiga að vera laus við háð og flimt. Þau eiga að vera áreiðanleg og óhlut- dræg, fræðandi og mentandi, en í þessu efni, sem viðvfkur nefndri ritgerð, fer alt slfkt út um þúfur í þvf efni. Þó Þ. Erl. hafi ætlað að stæla Ben, Gröndal, í lýsingunni af Reykjavík. f>á hefirslfkt enga bók- mentalega þyðingu eða gildi, þvf í staðinn fyrir það að B. Gröndal heldur sögulegum f>ræði alt í gegn, þrátt fyrir útúrdúrana og vaðalinn, þá hefir Þ. Efl. ekki haft tök á að koma sjálfum scr, sem söguritara, að á einum eða öðrum stað f þess- ari ritgerð, Hann snýst allur um náungann í lausu lofti utan víð sjálfan sig. Auðvitað hefir Eim- reiðin ekki gætt að nokkru slíku, þar eð hún fl/tur annan eins sam- setning og hér er um að ræða og kallar J>að Seyðisfjörður um alda- mótin 1900”. Þá kemur SÖNGKENSLA eftir Sigfús Einarsson, seinni part- ur. Sú grein virðist frá ritgerðar- legusjónarmiði vel skrifuð.Minsta kosti leitast höfundurinn við að skýra og fræða menn um efnið sem hann hefir á prjónunðm, og blandar þar ekki inn í erjum og væringum til manna, eða félaga. Það má fullyrða að sú ritgerð er fróðleg, uppbyggileg og vel samin, innan J>eirra takmarka sem hún á heimahaga í. Sú ritgerð er vekj andi og glæðandi, þó hún sé ekki leiðarvfsir í nótnagerð eða söng- kenslu. Og á höfundurinn og Eimreiðin f>ökk fyrir slfkar grein- ar. Þá kemur all-löng ritgerð, sem lieitir SPRENGISANDUR. Það er lýsingin af vegastæðum og aukaleiðum á f>eim öræfum, ásamt dálitlum uppdráttum til skfringar ritgerðinni. Hana heflr ritað höf- uðsmaður Daniel Bruun fyrir Geografisk Tidskrifter, eftir til- mælum Páls Briems amptmanns. Þettasem Eimreiðin flytur er út dráttur úr þeirri ritgerð. Útdrátt- ur þessi er fróðlegur og glöggur og sannarlega f>ess virði að birtast á prenti. Manna og staða myndir ern í ritgerð þessari. Þá er MERKILEG DRAUGA- SAGA, eftir Helga Pétursson. Hún er þess virði að haldast við. En hvort höfundurinn fœr rétta ályktun út úr henni, er annað mál. SVEITIN MÍN, eftir Lárus Thorarensen, er snoturt kvæði. „Hinn f>röngi vegur”, eftir Sigurjón Friðjónsson, er auðug af hugsun og viti; enhættervið að hún falli í grýttan jarðveg, og myrkur skyggi á það, sem gióir í henni, fyrst um sinn. „Gunnarshólmi“, eftir Helga Pétursson. Það er athugasemd við hið góðfræga kvæði Jónasar Hallgrímssonar með sama nafni. Höfundurinn hneykslast á því, að Jónas skuli láta Gunnar á Hlfðar- enda segja.: .,Hér vil ég una æfi minnar daga Alla, sem guð mér sendir“. Finst H. P. óviðurkvæmilegt af Jónasi, að láta Gunnar, heiðinn manninn, taka svona til orða. Þekk ing og tilfinning geta skákað hvor annari þar. En átrúnað nokkurn hafði Gunnar á Hlfðarenda, sem aðrir menn í [>ann tíð. Þá er íslenzk hringsját og er ekkert stórvægilegt þar um að gresja. Þetta hefti Eimreiðarinnar er svipað systrum sfnum nú í seinni tíð. Nú sfðari árin hefir rit það verið nokkuð þynnra af andlegum auð, enf>að var fyrstu árin. í fá- um orðum sagt, Eimreiðin gerir nú ekki betur en vera með slark- færam vorþrótti á andlega visu. Þyrfti hún hið skjótasta betra eldi, en hún á nú að fagna hjá hús- bændum sínum. K. Ásg. Benediktsson. Tj al d b úðar-m ál i ð. Fundur fyrir söfnuðinn var auglýstur, og haldinn 7, þ. m. Hann var boðaður af forseta eða fulltrúum safnaðarins, eins og vera ^bar’ Þessi fundur var fá- mennur. Voru [>ar rædd lítið eitt mál Tjaldbúð arsafnaðar.—Féh irð - ir kyrkjunnar gerði uppástungu sem einn af lulltrúunam studdi, að presti safnaðariris værisagt upp með sex mánaða fyrirvara, eins og lög safnaðarins ákveða. Ástæður fyrir uppsögninni kvað uppá-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.