Heimskringla - 27.08.1903, Síða 3
HEIMSKRINGLA 27, ÁGÚST 1903,
um f>ætti agn þetta ekki árennilegt
og myndu ekki græða á báskafm-
nm, fótt þeir þægju fargjaldslánið
og lðndin, og ef framtakssemi
þeirra á þessum þióðjarðar heimil-
isréttarlöndum skyldi mislukkast,
þá eru miklar lfkur til að lands-
sjóður tapaði fargjaldslánsfénu
Enn er eitt atriði í frumvarpi
doktorsins, sem krefur athyglis.
Það er sem sé ekki tekið fram í
frumvarpinu hve margar dagslátt-
ur eiga að gefast hverjum inn-
tlytjanda, en það er afar nauðsyn-
legt að vita þetta, því að vitanlega
þarf allstórt land á Islandi til að
framflyta heilli rneðal fjölskyldu
svo í nokkru lagi sé, og það þó þvf
að eins, að ábúandinn liafi talsverð
efni. En eftir frumvarpinu að
dæma er ekki vonað eftir efna-
mönnnm, heldur sérstaklega þeim,
sem eru svo armir að þeir verða að
taka fargjöld sfn eða part af þeim
að láni og mundu þvf koma á jarð-
ir sfnar minna en allslausir. Nú
er það vitanlegt, að allmargt fólk
á Islandi, sem búið hefir á lieilum
allgóðum jörðum eftir þarlendum
mælikvarða og hefir haft talsvert
starfsfé til að vinna með, hefir á
síðari árum flosnað upp og orðið
að fl/ja úr landi af því það sá sér
ekki llfvænt lengur á ættjörðunni.
Þetta var fólk sem fætt var og upp-
alið á landinu kunni öll vinnu-
brögð og við nafði alla hóflega
sparneytni. Þegar slfkt fólk sér
ekki framtíð sinni borgið þar,
hversu miklu sfður er þess þá vænt
andi að blásnauðir útlendingar, er
gera iná ráð fyrir að ekkl verði úr-
val þjóðar sinnar að mentun eða
menningu, geti gert búskapinn fsl.
á nokkrum úrkasts dagsláttum líf-
vænlegan atvinnuveg,Reynslan sem
ætfð er ólýgnust, mun sanna það á
sínum tíma, að slíkur innflutning-
ur, þótt honum verði komið á, sem
lftil lfkindi eru til að verði, verður
lftil heilladís fyrir þjóð vora. Með
þessu er það alls ekki sagt ’að við-
leitni Dr. Valtýs, að auka fólks-
f jölda á Islandi, sé ekki allrar virð-
ingarverð, en við fljótt yfirlit yfir
frumvarp hans fáum vér ekki séð
að það fái neitt unnið til bóta,
hvorki fyrir þá sem lokka mætti
inn f landið með lánuðum ‘fargjöld-
um né heldur fyrir þá. sem nú búa
í landinu. Undirstaða innflutn-
ings f eitt land byggist á því, að
liægt sé að sýna að þeir sem f land-
inu búa liafi sæmilegan arð af erv-
iði sínu og starfsframkvæmdum
þar. Vér óttumst að firðugt muni
reynast að færa sönnur á að svo sé
að jafnaðiá Islandi.
Búsíjármál.
Júlí heftið af “Cosmopolitan”
flytur dálitla sögu um sparnað við
húshald, eða eins og blaðið nefnir
það ‘ An Experiment in Domestic
finance". Vér teljum víst að
maigt af lesendum Heimskringju
hafi gaman af sögu þessari og sumir
enda máske gagn af henni, svo vér
setjum útdrátt úr henni hér.
Maðurinn X var í stöðu sem
gaf honum þúsuud doll. um árið.
Hann gekk að eiga unga stúlku sem
var skólakennari. Þegar þau gengu
í hjónabandið gerðu þau með sér
samning um hvernig þan skyldu
haga búsfjármálum sínum. Hann
átti að vera gjaldkeri en hún bók-
haldari—það var ekki álitið nauð-
synlegt að kjósa forseta fyrir félag-
ið; en stjórnarráð var valið og í því
voru tvær manneskjur - þau bjónin.
Reikningsfærslan var f 5 deildum:
inntektjr, sparuaður, húshaldskostn-
aður, og persónulegir reikningar
hjónanna, hvors um sig. Maðurinn
hafði eins og Aður er sagt $1,000
laun um árið, það eru $83.33 á mán-
uði; af þessu gengu $20 f húsaleigu
fyrir þægilegt 5 herbergja hús og
$20 gengu 4 sparibankann á hverj
um mánuði, en $43.33 var notað til
að borga með maðtvæli, eldivið, ljós
og annað það sem lýtur að húshaldi,
sömuleiðis fatnað og skótau, og yfir
hðfuð alt sem þau þurftu til lífsvið-
urværis, þau bjuggu spariega.
Reikningarnir sýna að hvort hjón-
anna hafði sem næst $10 á mánuði
til fatakaupa og allra annara út
gjalda, að undanteknum mat, ljósi
og eldivið Hvort þeirra um sig
notaði sinn skerfeftir eigin geðÞótta,
án allra afskifta frá hinum makan-
um, og hvorugt tók’nokkurntíma lán
hjá hinu, og hvorugt mátti binda
sig nokkium skuldum án samþykkis
hins, og að hvorugt mátti skifta sér
af annars persóuulegu útgjöldum, og
allir reikningar áttu að borgast að
fullu við enda hvers mánaðar, það
var og skilið og að samningi gert að
$20 skyldu lagðir í sparisjóðinn á
hverjum mánuði, svo að skiljanlegt
er að hjónin þurftu oft að fara spar
lega með fé sjtt. Ekki máfti held-
ur draga úr sparisjóðnum nema f
sérstökum nauðsynjatilfeilum, svo
sem ef annaðhvort hjónanna yarð
veikt um lengrj tíma eða í dauðslil-
felli. Maðurinngekk í $2,000 lífs-
ábyrgð og ánafnaði konu sinui á-
byrgðaruppbæðina að sér látnum,
og hún átti að borga iðgjöldin úr
eiginsjóði.
Þessi aðferð hjónanna, að halda
nákvæman reikning yfir tekjur og
útgjöld búsins og að hafa þá svo
sameiginlega að bæði væru lafn vit-
andi als þess er gerðist í sambandi
við fjármál búsins er auðsæ, afleið-
ingarnar af þeasu fyrirkomulagi eru
aðallega þessar: 1. að hvort þeirra
vissi jafnan alt sem hægt var að
vita um allan búskosnað, inntektir
og útgjöld. 2. reglulegt bókhald
yfir alla starfsemi búsins upp á cent,
og 3. að hvort um sig var frjálst að
verja sínum vissa tiltekna skerfi af
inntektunum án allrar tilhlutunar-
semi frá hins hálfu, og 4. það sem
inest er í varið er það, að þessi reikn-
ingsfærsla var bygð á þeirri sameig
inlegu tiltrú og einlægni sem hjón-
in báru hvort til annars, og sem svo
mjög staddi að því að viðhalda
góðu samkomulagi milliþeirra. Það
hafði og líka þann kost í för með sér
að það vandi hjónin á hóflegan
sparnað um leið og börn þeirra ólust
upp við sömu reglusemina. Flest
fulltfða fólk veit að þess meira af
peningum sem það hefir lauslega
handa á milli, þess meira hættlr því
við að eyða þeím án þess að gæta
þess jafnan nákvæmlega að því fé
sé vel varið. Bæði þjónin urðu að
spara talsvert við sig eftir gifting-
una, frá því, sem þau höfðu áður
gert. Hra. X lét peninga sína ó-
spart fjúka meðan hann var ókvænt
ur; hann gaf ríflega til kyrkjunnar
og til ýmsra annara nytsamra fyrir-
tækja, og veitti þess utan kunningj-
um sfnum í ausnarlega, en alt þetta
breyttist við giftínguna, og það svo
mjög að kunningjarnir hættu að líta
við honum þó þeir mættu honum á
gðtu. Presturinn gerði honum heim-
sóknir til þess að finna að því hve
mjög hann hefði minkað tillög sfn
til kyrkjunnar. En X sagði honum
einarðlega alt eins og það var og
sýndi með rökum fram á að sér
væri ekki hægt að gefa eins rífiega
og hann hefði áður .gert, nema með
því að minka sparisjóðsinnlegg sitt,
en það gat hann ekki gert nema
með þvf að rjúfa samninginn við
konu sína, og við það var ekki kom-
andi. Hjón þessi eignuðust tvö
börn, pilt og stúlku, stúlkan var
eldri. Við fæðinguna var þeim
strax úthlutaður viss skerfur af
inntektum búsins. Kaup X hafði
verið hækkað svo að hann var fær
um að auka máuaðarinnlegg sitt j
sparisjóðinn og um leið að auka
kostnað við húshaldið að nokkrum
mun Þegar hér var komið þá fór
hann að kaupa fieiri bækur, fór að
veita sér og fjölskyldunni meiri
skemtanir en verið hafði. Mentun
barnanna var borguð með þeirra
eigin peniugum, og á öllu var höfð
hin mesta reglusemi. Þegar dóttir-
in var Ifi ára gömul var hún gerð
að félaga f þessu búfélagi með full
um félagsréttindum, og gerð að bók-
haldara í stað móðirinnar, sem þá
varð fegin að losast við starfan.
Þegar hér var komið sögunni hafði
X fengið launa viðbót svo að inn-
tektir hans voru orðnar $2,000 á
ári. Sonurinn var 3 árum yngri en
dóttirin, þegar hann var 16 ára var
hann gerður að íélaga og tók við
gjaldkerastöðunni af föður sínum.
En inntektir búsins gengu jafnt til
hjónanna og barnanna eftir að búið
var að draga sparisjóðsinnleggið frá
launum föðursins, sem nú voru orðin
helfingi liærri á hverjum mánuði
heldur en þegar hann byrjaði fyrst
búskapinn.
Þegar dóttirin var 20 ára göm-
ul þá var hún gerð að bústýru I
ISLENZKIR FRUMBYGGJAR.
Þegar fyrstu islenzku frumb.yggjarnir
komu hingað. var eydilegt um að lítast eftii
því sem nú er Eu sá mismunur er ekki eins
-nikill og munurinn A vanalegu kaffl og
kaffiuu sem blue ribbon hefir fram aú bjóða,
og sem allir saekjast eftir, sem þekkja þad.
Menn geta fengið það hér um bil í öllum búð-
um. Það er laust við alt rusl og óhroða,
bra«ðgott með þægilegum keim.
Heimtið pioneer Coffee af þeim sem selja
ykkur daglegar nauðsynjar, þá fáið þið bezta
kaffið se n til er.
Ef þið viljið fá enn þá dýrara kaffi. þá skrif-
ið þið eða finnið Blue ribbon mfg, CO. -•
Reynið bezta og hreinasta kaffið sem til er.
Blue Ribbon Mfg. Co. Winnipeg. ^
Timrniimummmmmmmmmim'm
föðurhúsi og fékk sín laun fyrir það
starf. Skömmu þar eftir giftist hún
ogátti þá $800 í peningnm, sem hún
var böin að draga saman. Þegar
sonurinn var 21 árs, komst liann í
góða stöðu og Atti þi vfir $500 í
peningum.
Hjón þessi mega nú heita auð-
ug. Sjóður sá sem hjónin mynduðu
þegar þau giftust er nú orðinn yfir
$8,000, og konan gamla á þess utan
$3,000 séi eign.
Þessi litla saga er gott sýnis-
horu af því, sem gera má með reglu-
semi og sparsetni. Margir Isleud
ingar, sem byrja búskap í þessu
landi með litlum efnum. hefðu gott
af að athuga þetta dæmi og breyta
eftir því, Það eru óefað allmargir
ísl. í Manitoba—handverkamenn—
sem hafa alt að þúsund doll. intekt
á ári, og þótt algengir vdrkamenn
hafi ekki svo mikið kaup, þá gildir
þetta dæmi engu síður fyrir þá.
Munurinn á því sem hver familía
getur lagt af mörkum 1 sparisjóð,
fer eftir inntektunum, en engan efa
teljum vér á því að mörg fjölskylda
getur sparað meira en hún gerir, ef
hún að eins vildi svo vera láta. Það
er ekki nauðsynlegt að peningar séu
lagðir á sparibanka sé inntektunum
varið skynsamlega í fasteignir, gripi
eða önuur arðsöm gróðafyrirtæki,
þá er alt gott. Að eins vildum vér
benda á að velsæld fólksins er að
miklu leyti komin undir því að
skynsamlega sé farið með það sem
vinnan gefur af sér. Iðnin og
starfsemin skapar inntektirnar. Spar-
semin ávaxtar þær og eykur arðinn
af þeim. Hyggileg meðhöudlun
fengins fjár leiðir til sjálfstæðis, auðs
og velsældar. Þetta þurfa ungir
inenn og konur að hafa hugfast.
Það ei holt fyrir hvern einstakling
að hafa strangan reikning við sjálf-
an sig. Við yfirskoðun slíkra
reikninga fær maður einatt lagað
það framvegis sem áður fór afiaga,
einlagt minkað ónauðsynlegu út-
gjaldaliðina og aukið velmegun sína
og ánægju að sama skapi.
Afturliald.
Þetta orð, afturhald, aftur-
haldsflokkur, afturhaldsmenn, sem
er jafngamalt Lögbergi og öllu
kosningastrlði, sem landar hafa
háð í Manitoba, þyrfti sannarlega
að vera tekið rækilega til íhugun-
ar af þeim mönnum, tem hafa vit
og stillingu til að sýna Islending-
um hér vestra hvaða þýðingu þetta
orð hefir í sambandi ,við stjórnar-
flokkana, sem um völdin berjast f
Oanada.
Þetta orð er sprottið af illri rót
og hefir ævinlega verið brúkað sem
hrfs eða refsivöndur á alla, sem
hafa aðhylst stefnu Conservatíva.
Er nokkuð f J>vf annað en röng J>ýð
ing,beiskja, svívirðing og heimska?
Ég held ekki.
Eins og allur fjöldi manna
veit, þá tóku sumir menn og sum
blöð á fslandi, sem kölluðu sig
frjálslynd, þetta sama orð upp fyr-
ir rúmu árið sfðan. þegar mestur
hiti og ósköp gengu þar á f kosn-
ingabardaganum. En þar á ætt-
jörðu vorri eru alt of göfugir menn
til að geta alið þessa illkind og
uppvakning árum saman. Það er
búið að kveða hann niður af öllum
beztu mönnnm þjóðarinnar, að
dæma dauð og ómerk öll hugsana-
glöp og svfvirðingu, sem ávalt hef-
ir verið sett í náið samband bæði
beinlínis og óbeinlínis við þetta
orð frá hálfu þeirra manna, sem
með f>að hafa flaggað.
Hví skyldum vér þá Yestur-
Islendingar láta þennan Þorgeirs-
bola draga húðina lengur liér á
meðal okkar. Hvf skyldum vér
leyfa nokkru blaði eða nokkrum
mönnum árum saman átölulaust
að svívirða og bannsyngja megin j
part af Islendingum hér vestra.
sem borgaraleg réttindi liafa í
þessu frjálsa og góða landi. Það i
ef fyrir löngu tfmi til komin fyrir
alla Þá, sem einhvern andlegan í
mátt eiga til, að taka fyrir kverk-;
arnar á öllu falsi og rangsleitni og
kveða upp dauðadóm yfir öllum j
afturgöngum, sem sendar eru út j
til að gera ilt og óþrifa alt samlíf j
landa hér bæði að andlegrí og verk
legri merking, Hversu fögru nafni j
sem klýnt er á illgresið. þáverðurj
illgresíð aldrei annað en illgresi,
og hvar sem þyrnibroddar t ru, þá j
stinga þeir| og enginn búandi er j
sá til sem ekki gerir alt hvað hon- j
um er mögulegt til að útrýma J>ví j
úr ökrum sínum; Hví skyldum
vér J>á ekki rífa afturhaldsillgresið j
upp úr vorum andlega akri, sem {
Lögberg og nokkrir falskir pfslar. j
vottar frelsisins eru sf og æ að sá í
akurinn.
Kosningarnar í Manitoba eru
nú afstaðnar. Yerkin sýna merk-
in hvernig fór. Það fullnægir eng-
um skynberandi manni að Þakka
eða heimfæra úrslitin undir pen-
inga, brennivín og öll upphugsan-
leg klækisbrögð, þar sem almenn-
ingsálitið fellur þannig. Og það
er sú voðalegasta ósvífni, sem ég
um mína daga hefi séð, að Lögbergj
segir nú sfðast 30, f., ofan á allar
undangengnar lygar og skammir,
að því hefði blaðið aldrei trúað, að
svona lftið sjálfstœði væri til í |
þjóðinni, að láta flest öll atkvæði j
sfn fyrir peninga. Á þessa leið erf
afsökun blaðsins fyrir alt það ó-
sæmilega sem áður hefir verið
haldið fram.
Ef nokkur maður tryði J>ví
sem Lögberg segir um stjórnarfar-
ið í Manitoba undir núverandi
stjórn, þá mundi engin heilvita
maður þangað flytja, frekar en til
Finnlands undir núverandi stjóm- j
arfari þar. Því er f>að í insta eðli
sannleikur og ekkert annað en
sannleikur, að Lögberg og }>essir
gömlu sérgœðings-fmyndana-frels-
is-vindbelgir gera ekki einasta!
þeim skömm og svfvirðingu, sem
f Manitoba liafa lifað og búið háan
aldur, heldur líka svívirða þeir
þekking og skynsemi þeirra mann
sem þangað streyma í hundraða og
þúsanda [tali með þéim ásetningi
að taka sér þar framtíðar bólfestu.
og þar á meðal eru margir gamlir
borgarar þessa ríkis— Bandaríkj-
anna, góðir og gildir bændur.
Ekkert orð er hægt að velja mönn-
um eða flokki hér, sem sé jafn ó-
réttlátt og þetta. Allir menn hér
elska frelsi og framfarir og hallast
að þeirri er sveifinni sem nær því
J>ví stýrir strax og þeir af reynslu
og þekking fara að getn fylgst
með landsmálum.
En það hafa verið og eru til
enn—sem óðum fer þó fækkandi
—þessir fölsku frjálslyndis menn,
sem eru eina sanna afturhaldið.
Og sökum þcss að þeir einu sinni
náðu tökum á einstakling eða
flokki. meðan alt var f barndómi
og á milii vita; því ég segi án þess
að mér konii til hugar að lftils-
virða nokkurn mann, að hver mað-
ur sem inn í þetta land flytur,
hversu göfugur og skynsamur sem
HINN AGŒTI
‘T. L.’ Cigar
er laugt á undan, raenn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
í WESTERN CIGAR FACTORY
l Thos. l,ee, eigandi. 'WHsT3STIí>EQ-.
nrsNs
flANITOBA.
Kynnid yður kosti þest* áður en þér ákveðið að taka yður bólfestn
annarstaðar.
íbúatalan i Manitoba er nú.............................. 275,000
Tala bænda í Manitoba er................................ 41,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels............ 7,201,519
‘‘ “ “ 1894 “ “ .............. 17,172,888
“ ‘ " 1899 “ “ .............. 27.922,880
“ “ “ 1902 “ “ .............. 53 077.2S7
Als var kornuppskeran 1902_ “ “ ............ 100 052,343
Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar................. 146,591
Nautgripir............... 282,348
Sauðfé.................... 35,000
Svín.................. 9'.598
Afurðir af kúabúum í Manitoba 1902 voru................. 8747 608
Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... 81,402,300
Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auinttn
afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna. af va t-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan
almennings.
f siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum................. 50,000
Upp i ekrur......................;••••.................................2,500 000
og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landl
í fylkinu .
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar er
enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur,
í Manitoba eru ágætir frískólarfyrir æskulýðinn.
í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast,
í bæjunum TDnnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú
vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra I Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar,
Yfir ÍO millionír ekrur af landi í Hauiioba. sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd í ðllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North ffiestern járnbrautinni eru til sðlu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til
HOK. K. P ROBLIIV
Eða til:
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
JoMoph B. Skapatson, innflutninga og landnáms umboðsmaður.
vera kann, J>á er hann fyrst f stað
f barndómi, á milli vita, og sama
gildir um lieil liéröð, sem myndast,
þau eru heldur ekki fyrri en eftir
tíma og reynslu búin að fá næga
stjórnfræðislega þekkingu til að
skipa vilja sínum og ákvörðun f
það sæti, sem bezt á við og liollast
er fyrir frelsi og framgang þess, þá
vegna valdgirni, stórmensku og
eigingjarnra hvata, vilja þeir með
engu móti töknnum sleppa, verða
svo að sannkölluðum afturlialds-
úlfum, og breiða yíir sig falska
gæru, sem þeir kalla frjálslyndi.
prédika síðan voða og skelfingu yf-
ir þá menn eða flokka, sem nú eru
að rífa sig úr klóm þeirra.
Sama gildir með bræður vora
á ættjörðunni görnlu. Það er níð-
ingskapur að kalla þá afturhalds-
menn. Sá sem les og veit um alt
sem þeir eru að bæta og sífelt að
reyna að bæta, hann er vfsvitandi
rangsleitinn. Þeir standa að flestu
leyti ver að vígi en vér; og því eru
framkvæmdirnar minni, en viljinn
er sá sami. Eða vill herra G. E.
Gunnlaugsson í Brandon gera svo
vel og greiða ofurlftið betur úr
þessum voðalega sorta. sem stend-
ur á bak við allan afturlialdsvönd-
inn og afturhaldsandann, sem
hann ritar um í Lögbergi 23. Júlí.
Ef maður hefði nokkra vissu fyrir
þvi, að þetta væri sannfæriug, en
ekki fals, að rita slfka heljardóma,
þá mætti heimta af þeim mönnum
sanna og rétta útskfring á voðan-
um, sem þeir mála svo ægilegann,
að ttesta mun hrylla við, nema nt-
stj. Lögbergs einn. Hann hefir á
þvf velþóknan!
Þetta orð, afturhald, er búið
að gera mikið ilt hér meðal Islend-
ing og ’særa tilfinningar margra.
Það ætti ekki að vera lengur til á
vörum eða í rithætti nokkurra ær-
legra manna, sem vilja sýna öðrum
sanngirni og kurteisi og Jeiga þar
af leiðandi Jieimtingu á sama.
D. W Fleury & Co.
UPPBOÐSHALDARAR.
:«« 81HTH 8TREET,
two doors north of Portage Ave.
selur ok kaupir nýja og gamla hús-
rauni og aðra hluti, einniff striftir hús*
munura við þá sem þess þu..‘». Verzlar
einnisr meðlönd, gripi os alskonar vörur.
TELEPHONE 1457.—Oskar eftir
viðskiftum Isler.dinga,
OLI SIMONSON
MÆLIR MKÐ 8ÍNU NÝ.TA
Skandinavian Hotel
7IS Dlain Str
Pæði $1.00 ádag.
Eg þykist vita að þnð verði
liið sama og berja höfðinu við
stein, að fara fram á slíkt við þá
menn, sem mest og bezt hafa tam-
ið sér þá reglu og þann vana, að
brúka það sem keyri til að reka fá-
ráðlinga með inn í sínar pólitisku
kvíar. Það er til eitt ráð, s<;ni er
óbrygðult til að steindrepa orðið
afturhald og fletta frjálslyndisgærj
unni af stóm vindbelgjunum, sem
með henni hafa státað. Það þarf
að búa til leikrit, sem að umfangi
er svo einfalt og óbrotið, að það
geti orðið leikið f hverri íslenzkri
uýlendu, en að efni til og inni-
haldi sárnapurt háð um falskt
frjálslyndi, sem ekkert lffakkeri
liefir eignast á öllum tilverutfman-
um nema orðið afturhald. Með
öðnim orðum. Það mætti taka
sannan lifandi þátt úr sögu kosn-
ingastríðsins [eins og nú hefir
gengið í síðustu tíð. Við eigum
hér vestra nóg af skáldum, sem
eru áreiðanlega full fær til þess og
gætu með því unnið sjálfnm sér
og þjóðflokknum gagn og sóma,
Þetta er orðið svo langt, að ég
vil ekki rita meira. En ekki þarf
ég djúpt að grafa til þess að geta
sýnt form af þeim leik, ef það
kynni að geta orðið einhverjum til
stuðnings.
LÁRUS GUÐMnNDSSON.