Heimskringla - 05.11.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.11.1903, Blaðsíða 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 5. NðVEMBER 1903. Nr. 4. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Gull er sagt nýfundið á tveim- ur stöðnm—hjá Wabbwood nálægt C. P. R. brautinni. Það er talið nð geyma $25 í tonni — Free Milling gul), og enn fremur heflr gull fund ist í allríkuglegum mæli hjá White Horse Rapids í Yukon, en fréttir þaðan óljósar enn þi. —Efnamenn I Calgary og Van couver hafa sameinað sig til að leita aðsteinolíu í Snðnr Alberta. Menn hafa um mörg 6r þótst vissir um að olía værl á þvf svæði, sem liggur mlllí Cardston og Klettafjalla, en veruleg samtök til að bora eftir henni hafa ekki komist á fyr en nú. —F. G. Reid, auðmaðurinn mikli 1 Nýfundnalandi, hefir höfðað 3 mill- íóna dollars skaðabótamál móti stiórninni þar út af því að Dominion stjórnin tók úr höndum hans öll um- ráð yflr telegraf-þráðum eyjarinnar 6rið 1901. En samkvæmtsamningi hans við eyjarstjórnina átti hann að hafa umráð þráðanna. —Dáleiðari einn kom til bæjarins Lamont, S. Dak., og héltþarsýn- ingu. Hann dáleiddí mann einn og lét grafa hann sofandí í kistu 6 fet f jörðu og liggja þar í 24 kl.tíma, Þegar hann va>- grafln upp tókst dá- leiðaranum ekki að vekja hann, þó hann gerði til þess 3 tilraunir. Við þetta varð fólkið I bænnm svo æst, að það hsfði drepið dáleiðarann hefði honum ekki verið bjargað úr höndum þess. Sá sem dáleiddur var, liflrenn þá, en talið líklegt að hann muni deyja. Dáleiðaríun er i felum. —Capt. Ludvig Eisenbraun sigldi nýlega yflr Atlantshaf 6 17 feta löngum báti. Hann var aleinn i bátnum og fór 3600 milur á 72 dög- um. Hann ætlar að sýna sig og bát sinn á St. Louis sýningunni. — Steinolía heflr hækkað í verði um 2c. gallónan f austurfylkjunum. Má. þvf búast við að hún hækki einnig í Mai.itoba. —Hroðalegur eldsbruni varð á Cony Island, N. Y., á sunnudaginn var. 250 hús brunnu til ösku. Skaðinn ein millíón dollars. Eng- inn misti líf, en margir særðust go sumir hættulega við eld þenna. —Hallowe’en skemtanir í Chicago álaugardagskveldið var enduðu með því að lögreglnstjóri borgarinn ar var drepinn með hnffstungu í hálsinn. Mikið uppþot varð í borg- inni milli hvítra manna og svartra. En að síðustu tókst lögreglunni að skakka leikiun svo að ekki varð meira úr hroðaverkum þar. —Það þykir óviðfeldið að Bretar hafa nýlega selt Rússum ógrynni af kolum sem bæði biezk og þýzk skip eru að flytja fyrir þá til Asiu. Marga grunar að Bietar muni sjá eftír þessu ef f ófríð slæ.t með Rúss- um og Japönum, því að Bretar verða að hjálpa Japönnm ef f það harðasta fer. Þar sera nú má telja vfst ’að Frakkar séu áreiðauloga að hjálpa Rússum. - Enn eru blöðin full með grein ar um dómgerðina í Alaska þ ætu- málinu milli Breta og Bandarfkja manna. En mjög tala nú flest þeira gætilega um það og sú skoðun virð- ist að vero ofan á, að tilkall Banda- ríkjannu til latids þess sem Því var dæmt hafa vcrið bygt á svo sterkum rökum. að ekki hafl orðið komist hjé að dæma þeirn í vil. —Eftir 2 ára rannsókn heflr her- máladeild Breta tekist að koma upp fallbyssu, sem er við hæti þeirra. Ilún kastar þungum kúlum 10 þús- und vards vegar 27 sinnum á mín útu. Byssa þessi er 4 hjólum og ætluð tíl hernaðar á landi eingöngu. —60 þús. Macedoniu hermenn, er nú hafast við á landamærum Tyrk- lands, eru svo illa útbúnir að vistum og fatnaðí, að til vandræða horfir. Ferðamenn á þessum stöðvum segja mikjð af þessu liði líði hungur og að margir hljóti að frjósa í vetur, ef bráð hjálp berist ekki úr einhverri átt. Margir af mönnum þessum eru giftir og má nærri geta hvernig konur þeirra og börn hafast við í fjærveru þeirra. þar sem engin björg er á heimilunum og engir til að vinna fyrir nauðsynlegustu þörfum . —Kornhiöðurnar í Fort William eru orðnar svo mikið bættar að þær rúma 9 millíónir bush. af hveiti og öðrura kornmat. —Maður dó snögglega á C. P. Ry. vögnunum í Regina um helgina. 16 Sra sonur mannsins kendi 3 ferða- mönnum um að hafa með valdi helt svo miklu Whisky ofan í föður sinn að það hefði drepið hann. Menn- irnir voru handteknir og málið rann sakað, en kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði dáið af of miklu Whisky inntökum, sem ýmsir á vögnunum hefðu geflð honum af afvegaieíddum velvilja. Mennirnir sluppu, — sem aldrei skvldi verið hafa. —Maður einn f Þýzkalandi, sem búinn er að vera 26 ár í fangelsi fyrir morð, hefir nýlega verið látin laus, þar nú heflr sannast að hann var saklaus af morðinu. Maður þessi og faðir hans frörndu rán í bóndahúsi áríð 1877. Faðirinn skaut og drap bæði hjónin þar, Son- urinn vildi frelsa föður sinn frá hegningu og meðgekk þvf að hafa skotið hjónin. Báðir voru dæmdir il lífláts, en keisarinn breytti dóm- inum í æfllangt varðhald. Faðirinn dó f fangelsinu 1896. Nú heflr son- urínn meðgengið alt og skýrt rétt frá málavöxtum og er því nú frjáls maður, og býr með móður sinni, sem er 90 ára gömul. —Mannvinir í Vestur-Ontario eru að mynda samtök til að fá vínsölu aðallega útrýmt úr þeim hluta fylk- isins. Ovíst er enn hvern árangur það heflr, en allra hluta vegna er óskandi að þeim takistþað. —60 þúsund manna báðu um að- göngumiða til að geta hlustað Já ræðu. sem Mr. Chauiberlain hélt í Liverpool í síðastl. viku um tollvernd unarstefnu þá, sem hann vill láta brezku þjóðina hefja á dagskrá hjá sér. —John Healy heftr verið hand- tekinn í Chicago og ikærður um að hafa framið morð fyrir J16 árum Ytírvöldin bafa stöðugt leitað hans allan þenna tíma, en aldiei haft hendur í hári hansfyrr en nú. Öll gögn eru við hendina til að sanna sekt hans. —Herra S. O. Sigurðsson, Brown P. U, Man., heflr góðfúslega tekið að sér innheimtu á andvirði Heims- kringltt í sínu bygðarlagi og að veita áskriftum að blaðinu móttökn. Vér biðjum þvl Brown P. O. búa að snúa séi til hans i þessum efnum. —Aðstoðarpóstmeistari Laurier- stjórnarinnar i BonaDza í Yukon, hefli verið fastsettur. Uann er kæ ður um að haía stolið 600bréfum þar af 100, sem voru registeruð. ÖII biéfln fundust í herbergi hans. —Mrs llooth Tucker, ein af æðstu fyrirliðum Fielsishersins í Ameríku, andaðist i síðastl. viku af sárum, er hún íekk i járijbrautai slysi nálægt Dean Lake, Mo. 15 aðrir, sem á lestiuni voru, særðust mikið. —1200 búðarstúlkur háðu klukku tíma kappgöngu í Paris í síðastl. yiku. 14 ára stúlka vann fyrstu verðlaun—$60. Hún gekk 7 míl- ur á 1 j kl.tfma. 70’ftskiskip frá Nova Scotia hafa komið úr haustvertíðinni því nær alslaus. Óvanalegt afialeysi hefir verið þar eystra í suraar og horfir til báginda meðal íólks þar. Flestir útgerðarmenn hafa tapað etórfé og h&setar eytt vertíðinni til einkis arðs fyrir sig eða sína. Verzl unarskuldir sverfa að og kaupmenn eru hættir að lána þeim, sem mest eru þurfandi, Yfirleitt er ástand þessa fólks líkast því sem víða á sér stað á íslandi, og það heflr ekkert til að borga áíallnar skuldir og fær ekki lán í búðum. —Lagafrumvarp er í undirbún ingi 0g sem næsta þing í Paris verð- ur beðið að samþykkja, Það mið- ar að því takmarki að gera verkföll sjaldgæfari en nú, með því að tak- marka ástæður þær sem þau mega byggjast á, og í öðru lagi með því að hlynna að því að vinDUsamn- ingar milli verkvejtenda og verk- þiggjanda séu gerðir fyrir langan tíma í einu og í þriðja lagi með því að stofna viðvarandi gerðardóma í landinu, sem jafnimálum milli fram angreindra málsparta. Því er hald- ið fram að á Frakklandi sé vinnu- lýðurinn svo fátækur að hann þoli ekki uppihald það frá verkum sem ætíð lylgir verkföllum, og I öðru- lagi sé fé því svo mikil hætta búin sem stofnað er í iðnaðarf.yrirtæki, undir núverandi krirgumstæðum. að auðmenn fáist ekki til að verja fé í iðnaðarstofnanir, og við það minki vinnutækifærin í landinu. —Regnfallið í London á Englandi frá 1. Jan.síða8t). til 20. Okt., heflr verið 32 þuml.; lltið rneirra en á ár- inu 1879, ogmeira en sögur fara af að nokknrntíma bafi áður orðið þar i bæ. — Bandaríkjablöð kvarta yfir yax andi glæpum kvenna í New York. Ungar stúlkur 14, 16 og 17 ára ger- ast ræningjar á götum borgarinnar, ganga vopnaðar og skjóta ef þeim er ve tt mótspyrna er þær ráðast 6 vegfarendur til að ræna þá Þetta er sagt að gangi skör lengra en áður hefir átt sér stað í sögu Bandaríkj- anna. Minneapolis Journal skýrir frá því að akuryrkjufélHg í Wyoming rtkinu hafi boðið $1000 verðlann hver.jum þeim sem ræktað gæti mest ar kartöflur af einui ekru lands. Bændur í 2 héruðum I því ríki tóku sig þegar til að vinna fyrir verð laununum. Ekran var mæld undir umsjón félagsins og kartöflunum I hana sáð í viðurvist umboðsmanna þess. Uppskeran var einnig tekiu i viðurvist þeirra sem gáfu ve ðlaun ín. 8á sem hlaut féð fékk 976 bnshel, eða 1952 skefifur af kartöti um úr ekrunni. Margar þessar kartötíur voru nær 1 fet á lengd og 6 þurnl. þykkar. Þær vorn af beztu tegund og svo bragðgððar að Union Paeiflc járnbrautarfél. keypti þær allar til nota í borðvögnum sínum, auk þess sem það sendi nokk uð af þeim tilChicagoog Minneapolis til sýnis og nota á beztu gestgjafa- húsum þar. —1500 hús hafa verið bygð f Winnipeg á 9i| mánuði, eða frá 1. Janúar slðastl. til 25 Okt. Verð þeirra er alsrúralega 5^ railión doll. Það er sæmileg framför á einu ári fyrir ekki stærri bæ en Winnipeg er. —Eitt þúsund Tyrkjum var slátr að I síðustu viku, I bardaga við Araba, út af nautgiipaskatti sem soldán skipaði að leggjr á þá, en sem Arabar neituðu að borga. Sol dán heflr sent 15 herdeildir til að hefna hinna föllnu manna sinna og til að kúga Araba til skattgreiðslu. Winnipeg hygst að stofna gas- framleiðslu á eigin reikning og að leggja undir atkvæði borgarbúa aukalagafrumvarp er leyfi bæjar- stjórninni að taka $400,000 lán til þessa fyrirtækis, Ætlað er að verð á lýsigasi verði þá $1.40 fyrir hver 1000 fet, og að gas til eldsneytn muni ekki kosta yfir $1 00 hver þús. fat. Nú kostar það hér nm $2.00 og $1.60 hver eitt þús. fet. —Enn eina tilraun haía Þjóð- verjar gert til að komast éftir með hvé raikíum hraða lestir fá runnið eftir rafmagnsbrautum þeirra. Slð- asta tilraun var gerð á brautinni milli Marienfeld og Lossen þann 23. Okt Lestin skreið l3lj| mllur á klukkustund. Það er sú mesta ferð sem enn hefir verið farín, en þó talið víst að enn fáist meiri hraði innan skams tíma. Þrír háttstandandi embættis menn í lögregluliðinu í Madrid á Spání hafa verið kærðir nm að þiggja mútur frá þjófum og láta þá svo sleppa óhegnda. Einn þjófur, sem stolið hafði £3000 var látin sleppa gegn £80 borgun, svo var hann aftur handtekinn fyrir annan þjófnað en var slept gegn £20 bo g nn. Málið er liið Ijótasta, sannanir óhrekjandi og hegning verður ef- þung. - Svertingi einn í Ontario, að nafni Augustus Waun, 115 ára gara- all. varð fyrir meiðslum miklum af eimtest, sem rakst á hann í síðastl. viku. Hann var fluttur á spítala og læknar segja hann verða jafngóðan innan skams, þrátt fyrir háan aldur. —Bandaríkjastjórnin hertr skipað að senda til Englands Anarkista uð nafni John Turner. Eu lögmaður Turner ver skjólstæðing sinn með því. að Auarkistaskoðanir hans séu trú íelegion, en ekki glæpur, og að undir Bill of Right, eða trúfrelsis lögunum. eigi Bandaríkjastjórnin ekkert með að amast á nokkurn hátt við herra Turner. Hann skoraði á lögmenn Bnndaríkjastjórnar að sýna á hverju stjórnin bygði útlaga skip- un sína og heimtaði jafnframt að maðurinn væri látinn laus þar til einkver sök yrði 6 hann fest. Dóm- arinn félst á skoðun lögmannsins og lét Turner lausan gegn loforði hans um að mæta aftur fyrir rétti ef hann yrði kallaður. Verkamenn á Spáni hafagert svo mikið upphlaup“í Bilbao að 5000 heniienn léðu ekki við þá. Þeir ræntu búðir og banka, brutu og brendu eignir manna, hlóðn víg- garða yfir þver strætin til þess að aftia herliði ferða sinna. Sendi- heriar stórþjóðanna í þeirri borg hafa beðið stjórnir sínar að senda tafai laustherskip þangað til að verja skip sln og aðrareignir og borgara. — 30,000 kolanámamenn voru látnir hætta vinnu I Pennsylvania um síðustu helgi. Talið þeir muni verða frá verkum eina eða tvær vik- ur, þar til ögn grynni á kolabyrgð- iim félagsanna. Úr bréfi frá SHERIDAN, Or„ 22. Okt. 1003. Fátt í fréttnm úr þessu bygðar- lagi utan einmuna tíð alt næstliðið snmar og það sem af er hanstinu. Öll uppskera hirtist vel, og varð 1 góðu meðallagi. Hveiti 30—35 busli. al ekrunni, hafrar 35—60, flestar tegundir af “Fruits” i betra iagi ntan beldur lítið af stráberjuru; hoppsatekja góð og borgun $1 lyrir að tína hver 100 pund. Flestar nauðsyrijavörur í nokkuð háu yerði, svo sem 50 punda hveitimjölaokkur PIANOS og ORGANS. Heiiitznian & C«. Pinnoa.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN S«. WINNIPEG. 6W York |_ife | nsurance l.o. JOHN A. McCALL, peesident. Lifsábyrgðir igildi, 31. Des. 1902, 1550 millionir BollarM. 700,000 pjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 3081 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meíra en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir bafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á snma ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan ril lifandi a eðlima 14J mill. Doll.. og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli rreðlima, sem er #800.000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per ceut rentu og án annars kostnaðar, C. Olafson, J. tt. llorgan, Manager, AGENT. GRAIN EXOHANGE BUILDING, 'V7' I 3ST 3ST IPE G-_ $1—1.05.—Kartöflur lo pundið, en búist við að þœr komi niður. Kjöt er hér jafnast lOc pundið; smjör er nú 20c pnnnið; egg 20c tylftin og s vo framvegis. Óþurkarnir Eftir Austra. 8, Sapt. Það er engin fnrða, þó menn hér á Anstnr- og Norðurlandi horfi heldur kvfðafullir á móti komu vetrarins. Suinarið hefir verið frámunalega óblítt, sífeldir kuldar og stórrigningar, og stundnm jafn- vel snjóað ofnn f bygð, siðast t. d. 8. Sept. hér eystra. Elztu menn muna eigi oftir svo köldu og ó- purkasömu sumri. Grasspretta hefir þó vfða verið vel f meðallagi, en hún hefir eigi komið að notum vegna hinna stöðugu óþurka. Víða hér á Austurlandi hafa hey mauna Bkemst meira og minna, sérstak- lega taða, menn orðið að taka hana iun hálfblanta og skemda og sum etaðar hér eystra. 14 taða úti fyrstu daga j>. m. Nú er orðið svo áliðið sumar, að lftil líkindi ern til þess að bænd ur geti hér eftir ailað sér nokkurra heyja að mun, þó að hamingjan yrði inönnum Svo blfð að láta veðráttuna breytast eitthvað til batnaðar. Göngur og aðrar h.iust- annir fara að útheimta þann vinnn kraft sem bændur allflestir liafa á að skipa. Skórinn kreppir því fast að landbóndanum á Austur- og Norð- urlandi um þessar mundir. Hvað á hann að taka til bragðs? Hann hefir ef til vill ekki meira hey en handa tæpum helmiug, eða jafnvel þriðjung af öllnm skepnum sínuin; hann getur ekki sett of mikið á heyin og átt það á hættu að missa fé sitt úr hor í vetur. Það verður því óumflýjanlegt fyrir bændnr að lóga af fésínu með mestii móti f haust. Erum vér þess fullvissir, að kaupmenu sýna bænduin þann drengskap, að gefa svo hátt verð fyrir sláturfé, sem þeir framast sjá sér ært, þvf þar með stuðla þeir að því, að bændur geti sem mest og á sem heppileg- astan hátt borgað verzlunarskuldir sínar, og líði þannig sem minstan halla að hægt er við skepnumiss- inn. En það er hérumbil vfst, að skepuum verður aldrei lógað svo mörgum, að það verði eigi tilfinn- anlegur fóðurskortur f vetur, ef veðráttan verður eigi því betri. Finst oss því ráðlegt fyrir alla þá sem búa á |>eim stöðum, eða þar nálægt, sem gufuskipin frá útlönd- um korna, og sjá fram á það,að þeir muni verða fyrir heyekorti í vetur, — að gera ráðstafanir til þess að fá hey frá Noregi. Norskt hey hefir áður verið brúkað hér á Se/ðisfirði og reynzt vel, fult eins vel og taða, þar að auki er það vlst litlu sem engu dýrara hingað komið, en taða er venjulega seld hér á vet.urna: 5 an. pundið. Hinir stórauðugu hvalamenn hér eystra ættu nú að [hlaupa und- ir bagga á þann hátt, að selja bændum fóðurmjöl með vægu verði og jafnvel flytja hey frá Noregi fyrir lágt flutningsgjald. Með þvf sýndu þeir f verkinn, að þeir vildu taka þátt f kjörum landsmanna og mettu það einhvers, að alþingi hef irnú farið eftir beiðni þeirra og lækkað svo stórkostlega útflutnings gjaldið, af hvalaafurðunum frá því sem var ósk og vilji alls þorra manna hér austan- og norðanlands. Að endingu leyfum vér oss að benda sveitarstjómum, sýslunefnd- um og yfirvöldum á þessi fóður- kaup og hina yfirvofandi hættu fyrir bændur af þessari voðalegu ótfð. En einkum bendum vér máli voru í þessu efni að þeim valds- manni vomm, er jafnan hefir borið velgengni og framtfð bænda lands- ins heitast fyrir brjósti og látið sér annast um þá f ræðu og riti, Páli amtmanni Briem, er vér treystuin manna bezt til að leggja það til málsins, er helzt megi að gagni koma. TOMBÓLA OG Skemtisamkoma, til arðs fyrir Unitarasöfuuðuinn, verður haldin í kyrkju safn- aðarins fimtudagskv. 12. Nov. 1903 PROGRAMME: 1. Samspil—Fiðla og Ilarpa— Th. Johnson, K. Abbato. 2. Fjórraddaður söngur—“Nú svíf- ur sagan þangað” 3. Avarp— Stefáu Scheving. 4. Samspil— Th. Johnson, R. Abbato. 5. Söugur—‘Sátt Maschinen i gáng’ Gisli Jónsson. 6. Samspil— Th. Johnson, R. Abbato, 7. Fjórraddaður söngur— “Heyrið morgun söng á sæunm”.— 8. Samspil— Th. Johnson, R. Abbato. Tombólan byrjar kl. 7.30 e. h. Aðgöngumiði og einn dráttui 25 cto.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.