Heimskringla - 24.12.1903, Side 8

Heimskringla - 24.12.1903, Side 8
8 HEIMSKRINGLA 24. DESEMBERBKR 1903. *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÆFIAGRIP ísl. presta í Ameríku. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦ SÉRA OÐDUR V. GÍSLASON er fæcldur f Reykjavík 8. Aprfl 1886, sonur Gísla snikkara Jóns- sonar og konu hans Rósu Grfms- dóttur. Oddur varsnemma hneigð- ur til náms, og þó foreldrar hans væru fátæk, J>á gátu þau hjálpað honum til skólanáms, enda vann hann öllum stundum, er hann gat, frá 8. aldurs ári. Hann útskrifað- ist úr Latínuskólanum árið 1858, og gekk svo á prestaskólann og út- skrifaðist þaðan árið 1860. með 2. betri einkunn, eins og af lærða- skólanum. Eftir J>að tók hann umboðsstöðu fyrir útlent námafé- lag og starfaði á íslandi og var f þjónustu þess um 16 ára tfma hjá útl., á sumrum ,en kendi og skrif- aði á vetrum. Árið 1870 gekk hann að eiga ungfrú Önnu Vil- hjálmsdóttur, K, Hákonarsonar og Þðrunnar Brynjólfsdóttur í Kyrkju vogi f Höfnum. Þau hafa eignast 15 börn og lifa 10 þeirra. Árið 1875 vfgðist séra Oddur að Lundi í Borgarfirði og þjónaði þar 3 ár, en árið 1879 flutti hann að Stað í Grindavík og þjónaði þar 15 ár. Til Canada fluttihann 1894 og hef- ir síðan þjónað söfnuðum f Nyja íslandi þar til á sfðastl. ári. Séra Oddur starfaði mjög að bjargráð- um sjómanna á íslandi, og gaf auk þess út ýmsar bækur. Hann varð með fyrstu mönnum á Islandi til að gefa út Leiðarvísir til náms enskrar tungu. Séra Oddur er starfsmaður mikill og stundar nú lækningar ásamt prestverkum sem óháður prestur. SKRA JÓN BJARNASON er fæddur að Þvottá í Álftafirði f Suð ur-Múlasýslu 15. Nóv. 1845. For- eldrar hans voru hjónin séra Bjarni Sveinsson, síðast prestur að Stafafelli f Lóni, og Rósa Bryjólfsdóttir prófasts Gíslasonar að Eydölum í Breiðdal Séra Jón útskrifaðist úr Reykjavfkurskóla árið 1866, en úr prestaskólanum út skrifaðist hann árið 1869 með bezta vitnisburði, er sá skóli hefir nokkurntfma gefið nokkrum nem- anda. Að loknu prófi var hann vígður til aðstoðarprests hjá föður sínum; var þar 1 ár, fluttist sfðan til Reykjavfkur og kendi þar um 3 ára tfma. Fluttist til Amerfku 1873 og kendi 2 ár við Decorah- háskólamg f Iovva, var svo 2 ár rit- stjóri við blaðið „Budstikken“ f Minneapolis. Fluttist sfðan til Nýja íslands árið 1878 og var prest ur þar um 2 ára tfma. Fluttist þá til íslands og var prestur að Dvergasteini f Seyðisfirði til 1884, að hann gerðist prestur Islendinga f YVinnipeg, og er það enn. Kyrkju félagið íslenzka stofnaði hann árið 1885, og kyrkjublaðið Sameining- una 1886 og hefir sfðan verið rit- stjóri þess. Séra Jón er hæfileika- maður mikill og lærdómsmaður og fyrir löngu viðurkendur leiðtogi ísl. Lúterstrúarmanna vestan hafs. SÉRA EINAR VIGFÚSSON er fæddur 3. Janúar 1851 að Geita- gerði f Fljótsdal í Norður Múla- sýslu á íslandi. Hann ólst upp með foreldrum sfnum þar til hann var 13 vetra, þá tók Sigurður sál. prófastur Gunriarsson á Hallorms- stað hann, til að kenna honum undir skóla. Dvaldi hann hjá honum næstu vetra, unz hann gekk undir inntökupróf f latínu- skólann árið 1869. Útskrifaðist þaðan vorið 1874, Gekk á presta- skólann 1875 og útskrifaðist 1876. 1880 gekk hann að eiga Björgu Jóusdóttur Sigfússonar Oddsen. Þau hafa átt 4 böm og lifa þrjár dætur, nú fullorðnar. Hann vígð- ist sama ár (1880) til Hofs og Miklabæjar f Skagafirði. Fjalla- þing voru honum veitt 1884, en Desjarmýri í Borgarfirði 1885 og þjónaði hann því brauði þar til ár-, ið 1902, að hann flutti með fólk sitt hingað til Canada og hefir lengst um dvalið hér f Winnipeg sfðan. Hanner nú mission-prest- ur Lúterska kyrkjufélagsins. SÉRA MAGNÚS J. SKAPTA- SON er fæddur að Hnausum f Húnavatnssfslu hinn 4. Febrúar 1851. Foreldrar hans voru þau hjón Jóseph Skaptason, héraðs- læknir, og Anna Margrét Björns- dóttir(01sen frá Þingeyrum) Hann gekk 4 ár á Reykjavfkur lærða- skóla og síðar 2 ár á prestaskólann og vfgðist árið 1875. Arið 1876 gekk hann að eiga ungfrú Val* gerði Sigurgeirsdóttur Jónssonar, prests frá Reykjahlfð. Þau hjón komu til Canada ásamt 3 börnum þeirra árið 1887 og gerðist þá séra Magnús lúterskur prestur í Nýja Islandi, en hvarf frá þeirri trú árið 1891 og gerðist Unitari og hefir síðan starfað að útbreiðslu þeirrar kenningar. Magnús er skarpur, sk/r og lesinn vel, einarður og ein lægur f allri framkomu. en ekki að sama skapi vinsæll, en er þó mjög vel metinn af öllum þeim er fylgja hinum frjálslyndari trú- mönnum hér vestra. Unitaratrú- boðið tók hann upp fyrstur allra íslenzkra presta í Vesturheimi og mun sú starfsemi hans hafa verið grundvöllur til þess að aðrir yngri menn létu mentast á prestaskóla Unitara og halda nú, ásamt séra Magnúsi, þvf trúboði uppi meðal íslendinga liér vestra. SÉRa RUNÓLFUR RUN- ÓLFSSON er fæddur í Stóragerði á Vestmannaeyjum á Islandi 10. Aprfl 1852, sonur hjónanna Run- ólfs Magnússonar og Ingirfðar Bjarnadóttur. Hann fór ungur frá foreldrum sfnum og ólst upp hjá Jóni bónda Magnússyni í Döl- um þar í eyjunum, þar til hann giftist árið 1872 ungfrú Valgerði Nielsdóttur frá Eystri-Landeyjum f Rangárvallasýslu. Hann var snemma hneigður til bóknáms, en of fátækur til að ganga skólaveg- inu, en naut mentunar hjá séra Brynjólfi Jónssyni á Ofanleiti og lærði þar undir skóla, ásamt öðrum fræðigreinum. Árið 1881 fluttist hann til Spanish Fork f Utah, og b/r þar enn. Árið 1888 fór hann að prédika lúterska guðfræði f SpanisFork og stundaði jafnframt guðfræðisnám, þar til árið 1892, að hann vígðist undir umsjón Gen- eral Council þann 31. Október með góðum orðstfr. Umboðsbmf til að prédika fékk hann frá ísl. Lúth. kyrkjufélaginu f Júní 1890. Sc-ra Runólfur hefir með tilstyrk ýmsra leiðandi landa inyndað söfnuði f Spanish Pork, Utah, Sayerville, N. J. og í Ballard, Wash. Séra Runólfur hefir verið fátækur, en eljumaður mikill alla æfi. Guð. fræðisnámi sfnu náði hann með til- styrk ýmsra velviljaðra landa sinna og frá Lúterskum söfnuðum kyrkju félagsins bæði f Bandaríkjunum og Canada. SÉRA BJARNI ÞÓHARINS- SON er fæddur 2. Aprfl 1855, á Syðra Langholti f Hrunainanna- hreppi í Árnessýslu. Þórarinn faðir hans var systursonur Tóinas- ar sál. Sæmundssonar, prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Móð- ir hans Ingunn, sem enn er á lffi, er dóttir Magnúsar sál. Andrésson- ar, alþingismanns. Séra Bjarni útskrifaðist úr latfnuskólanum 1 Reykjavfk vorið 1881 með annari betri einkunn, tók próf í heim- speki og guðfræði við prestaskól- ann. sumarið 1883. hvortveggja með 2. einkunn. Sama ár vfgðist hann til Þykkvabæjarklausturs, ’en fékk Prestbakka á Sfðu 1884. þar var hann f 12 ár og prófastur Vest- ur-Skaftfellinga f 11 ár. Árið 1896 fékk hann Útskála f Gullbringu- s/slu, en árið 1899 fór hann vestur um liaf og hefir dvalið sfðan hér í Winnipeg, sem þjónandi prestur. Kona lians er Ingibjörg Einars- dóttir, kaupmarins á Eyrarbakka, alsystir cand. stúd. júris Sigfúsar Einarssonar, söngfræðings, sem allir nú kannast við af fsl. blöðun- um. Þau hjón eiga 4 böm á iffi) en hafa mist 3. SÉRA HANS BAAGÖE GUÐ- MUNDSSON (Thorgrimsen) er fæddur 21. Ágúst 1853 á Eyrar- bakka í Árnessýslu, sonur hjón- anna Guðmnndar verzlunarstjóra Thorgrimsen og Sylviu Nielsdótt- ur (Nielson). Hann mentaðist á latfnuskóla Reykjavfkur og sam kyns skóla í Kaupmannahöfn f 3 ár. Fluttist til Ameríku 1872, og eftir 5 ára nám á Decorah-skólanum út- skrifaðist þaðan 1879; var svo 2 ár á prestaskóla f Madison og sfðar á þ/zk-lúth. skóla f St. Louis, Iowa, og útskrifaðist þaðan árið 1883. Fluttist þá til Mountain, N. Dak.. og þjónaði fslenzkum og norskum söfnuðum þar í 3 ár. Giftist ári ð 1885 Mathildi Stub, frá Decorah, Iowa. Árið 1886 tók hann köllun frá norskum söfnuðum í Sioux Falls, S. Dak., og þjónaði þar lengst af um 12 ára tíma. Tók þá köllun frá norskum og svenskum söfnuðum f Milwaukee, Wis . og þjónaði þar f 3 ár, Þur misti hann konu sfna frá 5 ungum dætrum og 1 syni. Érið 1901 tók hann kfill- un frá Vídalfns- Hallson- og Pét- urssöfnuðum í Pembina Co. N. D, og fluttist til Akra, N. D., og er þar nú. Árið 1892 giftist hann f annað sinn ungfrú Dora Halver- son, frá Wisconsin, og hafa þau hjón eignast 1 son. Síðan séra Hans kom til Dakota hefir hann fengið köllun frá Víkursöfnuði og þjónar þvf nú 4 söfnuðum þar í bygð. Hann hefir þvl erviðara og umfangsmeira starf, en nokkur annar fslenzkur prestur vestan hafs. SÉRA FRIÐRIK JÓNSSON BERGMANN er fæddur að Garðsvík á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð á Islandi þann 15. Aprfl 1858. Foreldrar hans voru þau hjón Jón Jónasson Bergmann og Halldóra Bessadóttir frá Gauks- stöðum á Svalbarðsströnd. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðra Laugalandi í Staðarbygð í Eyjafirði. Hann var snemma hneigður til náms og eftir að hafa náð vanalegri barna mentun lærði hann undir skóla hjá séra Jóni Austmann á. Halldórsstöðum og Arna presti Jónssyni f Glaumbæ, og tók inntökupróf f latínuskólann í Reykjavík 16 ára gamall árið 1874. Næsta ár flutti hann til Amerfku og vann að ýmsri vinnu, svo sem járnbrautabyggingu og landbúnaði og verzlun. Árið 1876 fór hann á Luther College í Dec- orah í Minnesota og útskrifaðist þaðan árið 1881. Gekk síðan á prestaskóla í Noregi um 2 ára tfma 1883 til ’84 og síðan á presta- skóla í Philadelphia veturinn 1885 til ’86 og útskrifaðist þaðan. Var vfgður prestur til Garðar-safnaðar f N. Dak. 4. Júlf 1886 og þjónaði þvf brauði stöðugt þar til árið 1901 að hann tók prófessors embætti við Wesley-háskólann f Winnipeg, og hefir dvalið hér síðan. Árið 1888 gekk hann að eiga ungfrú Guðrúnu Thorlacius. SÉRA NIELS STEINGHÍM- UR THOKLAKSSON er fæddur að Stórutjörnum f Ljósavatnsskarði f Þingeyjarsýslu 20. Janúar 1860. Foreldrar hans voru þau hjón Þor- lákur bóndi Jónsson, er lengi bjó að Stórutjörnum, og kona hans Lovfsa Nielsen, af danskri ætt. Harin fluttist frá fslandi með for- eldrum sínum árið 1873. Mentun sfna fekk hann við Luthers College í Decorah, Minn., en fluttist sfðan til Kristjaniu f Noregi og gekk þar á prestaskóla og vfgðist þar ár ið 1888. Það sama ár tók hann að þjóna söfnuðum Islendinga f Min- neota, Minn. um 4. ára tfma, en flutti þá til Park River og þjónaði þar norskum söfnuði um 5 til 6 ára tfma. Árið 1899 fékk hann köllun frá Islendingum í Selkirk, Man, og hefir síðan stundað prestverk þar. Séra Steingrfmur kvongaðist árið 1888 ungfrú Eirikku Rynning, af norskum ættum. Þau lijón eiga 6 börn á lffi. SÉRA PÉTUR HJÁLMSSON er fæddur f Norðtungu f Mýras/slu á íslandi 15. Maf 1863. Foreldrar hans voru þau hjón Hjálmur Pét- ursson bóndi, lengi alþingismaður Mýramanna og hreppstjóri, og Helga Árnadóttir, er fyrst bjuggu í Norðtungu og sfðar á Hamri. 18 ára gamall fór hann úr foreldra húsum, stundaði jarðyrkjunám í Ólafsdal f 2 ár, stundaði jarðabæt- ur á sumrum en barnakenslu á vetrum. Eftir nauðsynlegt unclir- búningsnám tók hann inntökupróf í latfnuskóla Reykjavfkur árið 1887 og settist f 3. bekk og útskrif- aðist þaðan árið 1891; sigldi sfðan til Kaupmannahafnar og tók þar próf f heimspeki. Sfðar stundaði hann guðfræðisnám við prestaskól- ann í Reykjavík og lauk þar prófi árið 1895, Fjórum árum . sfðar, 1899, fluttist hann til Canada; stundaði frekar guðfræðisnám við prestaskóla í Chicago með til- hjálp kyrkjufélagsins íslenzka hér, og hefir sfðan starfað sem missión- prestur Þess meðal íslendinga f canadisku nýlendunum. I sumar eð var gekk hann að eiga ungfrú Jónfnu Jónsdóttur, Helgasonar, fyrrum bónda í Eskiholti á Mýr- um f Mýrasýslu. Þau hjón hafa aðsetur hér f Winnipeg. SÉRA BJÖRN B. JÓNSSON er fæddur að Ási í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu á íslandi þann 19. Júní 1870. Foreldrar hans voru Björn Jónsson og Þorbjörg Björns- dóttir, sem lengi bjuggu rausnar- búi á áðurnefndum bæ, en fluttust til Canada árið 1876 og settust að í Nýja-íslandi, þar sem Björn sál. JónsSon gekst mjög fyrir málum héraðsmanna og var um tfma æðsti valdsmaður þar. Séra Björn ólst upp hjá foreldrum sínum f Nýja íslandi, Norður Dakota og f Ar- gyle-nýlendu og Winnipeg, og stundaði alþýðuskólanám þar til hann var 16 vetra. Eftir það gekk hann um tveggja ára tíma á verzlunarfræðisskóla í Winnipeg og vann síðan eitt ár að ritstörf- um þar í borginni. Síðan gekk hann á Gustavus Adolphus College f St. Peter bæ í Minnesota. vetur- inn 1889 til ’90 og 1890 til ’91, en vann við skólakenslu á sumrum. Tók inngöngupróf f prestaskólann f Chicago um haustið 1891 og út- skrifaðist þaðan vorið 1893 og var vígður 25. Júnf sama ár og vann að trúbragðastörfum fyrir liið Ev. Lúth. kyrkjufélag Islendinga um eins árs tfma. Gerðist sfðan prest- ur Islendinga í Minnesota haustið 1894 og hefir þjónað þar síðan. Hannvar kosinn skrifari kyrkju- félngsins 1898 og er það enn. Var ritstj. „Kennarans“ meðan hann kom út sem sérstakt blað, um 4. ára tíma. og hefir ásamt Dr. Thord- arson haft á hendi ritstjórn blaðs- ins ,.Vfnland“ sfðan það fór að koma út. Hann er kvæntur Sig- urbjörgu Stefánsdóttur Gunnars- sonar. Þau eiga 4 börn. Séra Björn er maður prýðisvel gáfaður og drengur bezti og leggur alla alúð við starf sitt. Er þvf vinsæll meðal fólks síns hver vetna. SÉRA RÚNÓLFUR MART- EINSSON er fæddnr að GiLsár- teigi f Eiðaþinghá f Suður-Múla- sýslu á íslandi 26. Nóvember 1870 somir Marteins hreppstjóra og gullsmiðs Jónssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur, Bergssonar prests að Hofi f Álftafirði. Hann ólst upp hjá foreldrum sfnum þar til hann var 13 ára, fluttist þá með þeim til Winnipeg, Canada, árið 1883 og sfðar til Gimlisveitar. í byrjun ársins 1885 yfirgaf hann föðurgarð sinn og Huttist til söra Jóns Bjarnasonar f Winnipeg og dvaldi hjá honum þar til árið 1889 Á þessu tfmab'li gekk hann á al- þýðuskóla f Winnipeg. Hann stundaði nám við Gostavus Ad- olphus College um 5 vetra tírna. frá árinu 1890 þar til vorið 1895. að hann útskrifaðist þaðan. Þar eftir stundaði hann nám á presta- skóla f Chicago f 3 vetur og út- skrifaðist þaðan 26. Apríl 1899. Eftir það þjónaði hann Winnipeg- söfnuði séra Jóns Bjarnasonar um eins árs tíma f fjarveru hans á ís- landi, en við heimkomu séra Jóns fór hann til Nýju íslands og hefir sfðan þjónað lúterskum söfnuðum þar. Hann er kvorigaður ungfrú Ingunni Bar.lal dóttnr, Sigurgeirs Pálssonar, fyrrum bónda í Svartár- koti í Bárðardal í Þingeyjars/slu. Þau hjón eiga 2 börn. SÉRA FRIÐRIK HALL- GRÍMSSON, Sveinssonar, bysk- ups, er fæddur í Reykjavík þann 9. Júnf 1872. Hann ólst upp og mentaðist f foreldrahúsum þar til hann útskrifaðist úr Reykjavfkur lærðaskóla árið 1891. Eftir það sigldi hann til Kaupmannahafnar og tók þar embættispróf árið 1897. Kendi svo við skóla f Reykjavík, þar til f Október 1898, að hann var vfgður prestur við holdsveikraspít- alann í Reykjavfk. Þar þjónaði hann þar til sumarið 1899, en var þá settur prestur í Útskála presta- kalli og sfðar veitt það. Þaðan fluttist hann til Canada sumarið 1903 og gerðist prestur Argyle-búa f Manitoba. Sumarið 1900 gekk hann að eiga ungfrú Bentfnu Björnsdóttir frá Búlandsnesi í Suð- ur-Múlasýslu. Þau hjón eiga 2 börn. SÉRA JÓN JÓNSSON CLEM- ENS er fæddur f Reykjavík 5. Sept. 1872. Foreldrar hans eru þau hjón, Jón snikkari Þorkelsson Clemens og Ingibjörg Jónsdóttir frá Elliðavatni. Hún fluttist til Chicago í Bandaríkjunum árið 1885 með3sonu þeirra hjóna; Jón, Þorkel og Pál, og settist að hjá manni sfnum, sem var kominn þangað ári áður. Jón yngri vann þar í borginni við skrifstofu og búðarstörf þar til hann tók að stunda nám við Chicago Lútheran Seminary, veturinn 1892— ’93. Hann stundaði nám á vetrum og vann á sumrum fyrir námskostn- aði. Sumarið 1895 þjónaði hann ensk-lúterskum söfnuði f Chicago, sem hann að mestu stofnaði sjálf- ur. Næsta vetur tók hann köllun fsl. safnaðarins f Argylebygð f Ma- nitoba og tók þá prestvígslu á kyrkjuþingi það ár. Þar þjónaði hann þar til 1901, að hann fluttist til Chicago og stundaði háskóla- nám og útskrifaðist þaðan 30. Aprfl með Baccalaurens Divinita- tes nafnbót. Var hann sá annar Islendingur er það st’g heflr tekið við Chicago-skólann, Skömmu sfðar tók hann köllun frá söfnuði í Ellisworth og Fall River bæjun- um f Wisconsin ríkinu og þjónar þeim að þessum tfma. En fengið hefir hann köllun frá enskum söfn- uði f LaCrosse í Wisc. og hygst að flytja þangað á næsta ári. Séra Jón er þess gott dæmi, hve nám- fúsir og ástundunarsamir gáfu- piltar geta haft sfg til menta og metorða í landi þessu. Hann var innan fermingar, er hann kom til Ameríku og er enn kornungur maður. En strax á barnsaldri hneigðist hann að kyrkjulegri starfsemi og varði til hennar öll- um stundnm, er hann mátti missa frá vinnu og nómi. Hann kendi á sunnudagsskóla skömmu eftir ferm ingu og varð brátt kjörinn aðalum- sjónarmaður fyrir Luthers League kenslufélagið f Chicago, Séra Jón er ákveðinn bindindismaður, og ötull félagsmaður í hvfvetna. Hann er giftur ungfrú Hanna Maria Pfeiffer, frá bænum Red Wing, Minn. Þau hjón eiga eina dóttur. SÉRA JÓHANN PÉTUR SÓL- MUNDSSON er fœddur að Hegg- stöðum í Andak/1 f Borgarfjarðar- sýslu 28. Sept. 1872. Foreldrar hans eru þau hjónin Sólmundur bóndi Sfmonarson og Guðrún Aradóttir, Jónssonar, frá Kyrkju- völlum á Akranesi, sem bjuggu f Hrítárósi og Staðarhóli og sfðast f Reykjavík. Hann fluttist til Canada árið 1888 með foreldrum •fnum og settist að með þeiui í Nýja-Islandi. A Islandi hafði hann aflað sér svo mikillar ment- unar, að hann var kominn gegnuin 2 bekki lærðaskólans í Heykjavfk. þá 15 ára gamall. Hér vestra hef- ir hann unnið sig áfram af eigin ramleik og aflað sér mikillar lær- dómtþekkingar á mentastofnunum hör i Winoipeg. Haustið 1899 fór hann á Unitara prestaskólann f Meadville í Pennsylvania f Banda ríkjunum og var þar 3 vetur, til vorsins 1902, að hann gerðist prest ur Unitarasafiiaðarins f Winnipeg og þjónaði honum þar til íJúnf síð- astl., að hann tók að þjóna Unit- aras ifnuðum í Nýja-íslandi. Jóhann er maður sjálfgerður. Fáir hafa átt við meiri efnaskort að búa en hann. En einbeitt á- stundun og ágætar námsgáfur hafa fleytt honum áfram. Hann er maður skarpgáfaður, víðlesinn og fróður, og í fremstu röð íslenzkra mælskumanna vestan hafs. Hann er giftur ungfrú Guðrúnu Jónas- dóttur frá Hegranesi í Skagafirði. Þau eiga 6 börn. RÖGNVALDUR PÉTURS- SON er fæddur þann 14. Ágúst 1877 að Ri^j f Hegranesi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans eru þau Pétur sonur Bjöms Jóns- sonar, bróður Péturs Jónssonar, er lengi bjó á Hofstöðum, og Ragn- heiðar Guðmundsdóttur, og Mar- grét dóttir Filipiu Hannesdóttir prests Bjarnasonar að Ríp og fyrri manns hennsr Björns eldra, bróður Arnljóts prests á Sauðanesi Ólafs soriar, og Margrétar Snæbjarnar- dóttir prests á Mfiðruvöllum og Grímstungum Halldórssonar bysk- ups á Hólum Brynjólfssonar. Sumarið 1883 fluttu þau hjón Pétur og Margrét með böm sfn frá íslandi alfarin til Bandarfkjanna og settust aðí íslendingabygðinni í Norður-Dakota og bygðu skamt frá Hallson. Þar bjuggu þau þar til vorið 1899, að þau fluttu alfar- in úr þeirri bygð, og em nú vestur í Assiniboia-héraði. Rögnvaldur byrjaði guðfræðis- nám haustið 1898 á prestaskóla Unitara, sem haldinn er f Mead- ville f [Pennsylvania. Vorið 1902 útskrifaðist hann þaðan sem „Bac- helor of Diviuity1-. Haustið sama fór hann til Cambridge, Mass., og las guðfræði og germanska forn- fræði - við Haravrd háskólann. í Jólf þessa árs kom hann vestur hingað og tók við Unitarakyrkj- unni hér. Sunnudaginn 2. Ágúst fór fram innsetning hans inn í prestsembætti unitarisku kyrkj- unnar frá hendi séra Magnúsar J. bkaptasonar, forseta Hins urii- tariska kyrkjufélags Vestur-íslend- inga. og F. V, Hawleys umboðs- manns ameriskra Unitara. Rögnvaldur er kvæntur og heitir kona hans Hólmfríður, dótt- ir Jónasar Kristjánssonar og Guð- rúnar Þorsteinsdóttir frá Hraun- koti í Suður-Þingeyjarsýslu. PRENTl ILLUR f þessu blaði: 1. í kvæöinu „Sigurbj. Jóhannsson11 4. dálki 7. línu: nafniBþínn,les: nafnió þitt o. s. frv. 2. í kvæðinu ..Sólarcyj an“, 6. dálki, 15. llnu er Sólereyjan, les: Sólareyjan o. s. frv. 3. 1 kvæóinu „Vornætur", 1. erindi, sló- ustu hendingu orðió fliótleKa, les: fljótleKa. öóru erindi 4. hend : [>ar, les: |>vf. Fjóróa er- indi 1. hehd. vautar r. Fimta erindi 6. hend. vantar ?. í kvæðinu „Prumuskúr", 3. erindi, and- streymi, les: andstreymió. Guðmundur Johnson að North West Hall hefir uppgötvað að önn- ur jól koma ekki fyrr en 25. Des, 1904—í heila 12 mánuði,— þess vegna hefir hann ásett sér að selja alt sitt jólaskraut með miklum af- slætti frá þessum tíma til n/árs. Konur þær sem gengust fyrir fjársöfnun til sjúkrahússins, af hentu hospitalinu $154.20 frá Is- lendingum á mánudaginn var.— Hafið þökk fyrir handtakið. Fariö ííöa skriflö til _____ ODDSÓN, HANSSON & VOPNI, viövfkjandi landkaupum, landsölu, peninRalán- um, vátrygKÍng o. fl. —55 Ttribune Illdg.. WINNIPEG, MAN. Jólatrés samkoman í Unitara- kyrkjunni byrjar kl, 7.30 e. h. á aðfangadagskveldið. Á jóladaginn verður messað í kyrkjunni kl 2 e h,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.