Heimskringla


Heimskringla - 07.01.1904, Qupperneq 2

Heimskringla - 07.01.1904, Qupperneq 2
HEIMSKRLNGrLA 7. JANÚAR 1904 Beimskringla. PUBLISHED BV The Heimskringla News 1 Pablishing Go. Verö bla&sins i Canada og Bandar. $2.00 nm áriö Cfyrir fram borgaö). Sent til íslands (fyrir fram borgaö af kaupendum biaösins hór) $1.50. Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaévís- anir á aöra banka en i Winnipeg aö eins teknar meö affölium-. B. L. BALDWINSON. __Editor Sc Manager — OFFICE: 219 McDermot Ave. Winnipeg. P. O. BOX 110. “Dubl”. Fyrir nokkrum tima ílutti Hkr. dálitla aðvönmar grein til ýmsra íslendinga, sem byrjaðír eru að gefa sig við áhættu eða pen- ingspilum. Þar var varað við- hættunni sem leitt getur og alla jafnan leiðir af {>ví að aóa tíma sínum og vinnulaunum í þá fiflsku Þeirri grein var sfðar svarað af herra S. Sölvasyni og f>ar sérstak- lega bent á að orðið “Dubl” mundi hafa verið notað f rangri merkingu og als ekki geta þýtt áhættuspil, Þessari grein var ekki svarað af þeirri ástæðu að Heimskringla skoðaði að hún hefði gert skyldu sýna f f>vf að vekja máls á þessu máli og að vara unga fslendinga við hættu þeirri, sem stafar af slfki spilamensku, og meira áleit blaðið ekki nauðsynlegt að gera að svo stöddu. En um hitt hvort orðið dubl væri þar notað f réttri merkingu áleit blaðið enga förf að ræða af f>vf að sú þýðing orðsins “gambling” er svo al- kunn af orðabókum öllum f>eim sem f þær hafa litið, og vér vissum að hver sem vildi fá vissu sfna f f>ví efni þyrfti ekki annað en að ieita f orðabókum til pess að öðlast hana. En bæði er f>að að ýmsir hafa, síðan f>etta mál var til um- ræðu, haldið þvf fast fram að Hkr. hafi haft rangt fyrir sér með notk- un þessa orðs og það einnig að blaðinu bæri að gera lesendum grein fyrir því hvaðan það væri tekið. Nú hefir einn vinur Hkr., merkur fræðimaður, sem þó vill ekki láta nafns síns getið, nýlega ritað blaðinu á þessa leið: “Fyrir nokkru sfðan stóð í Heimskringlu grein með fyrir- s">gninni “Dubl”, sem er rétt þýðing á enska orðiriu gambling. Groin.þessi lfkar mér vel f alla staði og einmitt o r ð f tfma talað til Islendinga. Eg sé að herra Sölvi Sölvason vill fá að vita hvað- an “Hkr.” liafi það að “Dubl” sé sama og áhættuspil. Um það get ég ekki sagt hvaðan blaðið tók þetta orð eða fékk þýðingu þess, en f>essar upplýsingar eru hér með gefnar: í Lögbók íslendinga, sem nefnd er Jóns Bók af J>ví að Magnús lagabætir Noregs konung- ur sendi þá Jón Lögmann og Ind- riða böggul með hana til íslands árið 127U eða f>ar um bil, kemur þetta orð fyrir og á þar við áhættu- spil f>ó það væri ekkí spilað með spilum. Þar er talað um “dubl og teningakast” sem glæpBamlegt at- hæfi. Skal f>að er dublað er um falla undir konung, og f eir seiu að dublinu vinna sekir um stór fjár útlát. í lærdómslista félagsritunum, sem prentuð eru f Kaupmanna- höfn f 15 bindum er alllöng ritgerð um fornyrði lögbókarinnar—Jóns bókar, eftir Þórarinn Liljendal, eða réttara sagt, útdráttur úr fornyrð- um Páls Vídalfns. Þar er orðið Dubl þýtt með “Hazard spil” sem er nékvæmlega sama og hættuspil. Ég tel vfst að útskýring yfir orðið Dubl sé f fornyrðum Páls Vídal- íns p entuðum f Reykjavfk 1847”. Höfundur bréfsins telur vfst að Jóns bók, lærdómslistafélagrit- in og fornyrði Páls Vldalfns séu f bókasafni kyrkjufélagsins og að séra Jón Bjarnason mundi fúslega Ijá f>ær til að draga út úr þeim þýðingu þessa orðs, sem geia mætti í húsi hans án f>ess að taka bækurnar burtu þaðan. Sami höf segir enn fremur að orðið “Dubl” um samdrátt karla og kvenna, hafi verið notað af skólapiltum í Reykjavík nm árið 1870, en sé nú hætt að vera til f þeirri merkingu. Annað úr bri'fi höfundarins er óf>arft að birta f þessu samhandi. Nóg hefir verið sagt til að sýna að orðið Dubl var notað í algerlega réttri merkingn. Ánnars er þýð- ing orðs þessa smá atriði eitt í samanburði við f>etta mál. Hitt er aðalmergurinn og áherzluatriðið að vorir ungu landsmenn ættu að forðast peningaspil þvf að þau eru glæpur að landslögum og baka mörgum manni bæði fjár og mann- orðstjón, en gera yfirleitt aldrei neinum hvorki gagn né sóma. Manndráp á íslandi, Kveinstafir krossbera frá Kleifa- hreppi. Ritstj. Heimskringlu:— Samkvæmt tilmælum yðar er ég kom frá íslandi til Winnipeg 1 sumar er leið, sendi ég nú blaði yðar nokkur orð um tildrögin að hinu hryggilega morði er framið var á barni mínu, Páli Júlfusi, 9 ára að aldri, af húsbændum hans, Oddi bónda Stfgssyni og Margréti Eyjólfsdóttir að Skaptardal í Kleifahreppi foma (nú Kyrkju- bæjarhreppi) f Vestur Skaptafells- sýslu á Islandi. Vorið 1902 byrjaði nefndur Oddur búskap á skaptárdal og bauðst til að taka dreng minn fyrir 25 króna meðlag yfir árið. Þó maður þessi væri illa kyntur og Guðlaugur s/slumaður ný skeð búinn að náða hann fyrir sauða- þjófnað, var drengurinn látinn til hans. Þessu gat ég ekki mótmælt því ég var ekki í hrepnum er það fór fram og vissi ekki um ráðstöf- un f>essa. Drengurinn var farinn frá mér fyrir hálfu öðru ári áður en hann fór til Odds. Það kom fyrir mig sem aðra fleiri á gamla Fróni, að ég gat ekki unnið fyrir mér og skylduliði mfnu og varð að leita hjálpar til hrepsins, og var ég þá kallaður heim á hrepp minn um hávetur, en Axel Tulinius, s/slumaður í Suðurmúlasýslu lét ekki flytja mig, f>ví hann áleit f>að j ekki fært að flytja ungböm svo! langan veg um hávetrartfma nn. \ Vorið eftir gat ég borgað skuldina fyrir það sem ég fékk lánað, upp á væntanlega borgun frá framfærzlu- hreppi mínum og unnið fyrir mér næsta ár . Svo leið annað árið að þeir hrepsbúar mfnir þurftu ekki að sjá fyrir skylduliði mínu; en lengur gat ég ekki varist, og kenni ég móðursystur minni að nokkru J leyti um það, f>vf ég saka hana um j að hafa ranglega dregið undir sig nokkurn hluta af eignum móður minnar látinnar sem átt hefði að ; ganga til erfingja hennar, en ég á f>eim tfma of ungur til að geta var ið eignir dánarbúsins. Þegar ég kom á Kleifahrepp, fór ég fram á að mér væri leyft að hafa konu mína og börn hjá mér, svo ég mætti vinna fyrir þeim öllum á sama stað, að svo miklu leyti sem kraftar mfnir orkuðu. Þessu var illa tekið. Marga vantaði vinnu- fólk, Börnunum mætti koma í staði, f>ó þeir væru ekki góðir gerði ekkert til, f>vf allir færu vel með bðrn sögðu hrepsnefndarmennim- ir. Eftir nokkurra daga ráðstefnu var mér útvegaður staður fyrir konu og böm mín. íbúðarhús okkar var svo lélegt að ég hef ekk- ert kúafjós hér f Amerfku séð eins vont, Þar gat ég ekki verið leng- ur en sumarið. Það átti að gera við húsið um haustið, en er, mér vitanléga, ógert enn. Ég varð um hanstið að flýja úr þessum als ó- hæfu húsakynnum og fögnuðu sumir hrepsbúar þvf sem frelsi sínu. Börn mfn vora látin sitt í hvern stað, en konu mína og yngsta barn tók Gruðlaugur sýslu- maður til sín, en um mig skeyttu J>eir ekkert og fór ég til séra Bjama Einarssonar á Mýrum í Álptanesi og var þar til næsta vors. Þá fékk hrepsnefndin leyfi hjá Guðlaugi svslumanni til þess að taka af mér allar mfnar litlu eigur og voru sendir til þess Runólfur Jónssonhrepstjóri í HoltiogHelgi oddviti Þórarinsson f Þykkvabæ. Þcssir menn voru álitnir bezt vald- ir til f>ess að flá fátæklinga, enda Runólfur gamanæfður í f>eirri list. Menn f>essir gengu svo vel fram 1 embættisrekstri sfnum, uð þeir tóku af mér alt sem ég átti, alt að fötunum sem ég stóð í. Ég fór f>ess á leit að mega halda öllum fverufötum mfnum, en þeir herrar svöraðu þvf einu að það væri eng- in f>örf á því að fátækir fjölskyldu- feður hefðu nema einn fatnað. Það væri enda álitið skaðlaust þó heimurinn losaðist við slfka ná- unga. Helgi vildi taka skárstu fötin sem konan mín átti og spurði ég hann hvor hann hefði leyfi til þess, f>ví gat hann ekki svarað, en sagði að ég yrði að una við sömu kjör og aðrir sem yrðu að fá hjálp Þar í sveit. Þegar ég kom að Mýr- um til séra Bjarna, voru mér gefin föt svo ég gæti skift um. Svo skrifaði ég núverandi amtmanni f Reykjavfk og sagði honum frá f>essu, og hafði það J>au áhrif að hrepsnefndin gaf mér kost á að fá til baka f>að ssm hún hafði af mér tekið, en f>ó með þvf skilyrði að ég borgaði allan áfallinn kostnað. Þessu neitaði ég, endavar kostnað- urinn svo mikill að lftið var af- gang*. Um vorið fór ég að sjá hvern- ig biirnum mfnum liði, og fann ég f>á Pál minn illa klæddan og búið að stela af honum fötum sem hann fór með frá okkur um haustið. Þetta kærði ég fyrir séra Magnúsi Bjamasyni á Prestsbakka, óg var þá drengnum komið að Hörgdal og þar var hann eitt ár. Annað bam mitt, Jóhann, sem með okkur er, var farið að veikjast af illri með- ferð og hefðí að líkindum beðið bana af því hefði ég ekki getað bjargað honum; og var þó konan sem hann var hjá, að almanna- rómi, talin önnur sú bezta þar f sveit að ala upp börn. Þetta vor tók ég konu mína og tvö börn okkar og fór með þau austur á Mjóafjörð í Suðurmúla- sýslu og var f>ar eitt ár. Ég vann sem kaupamaður yfir sumarið, hjá Jóni ólafssyni bónda í Fjarðkoti, hafði hátt kaup en stuttan vinnu tfma; en atvinna sú er ég treysti á að geta fengfð yfir vetrartímann, brást, og varð ég [>vf að fá lán af sveit og gat f>ví ekki fengið að vera lengur í Mjóafirði og var því flutt- ur á sveit mína. Þá var Bjarni Jensson, læknir á Breiðabólstað, sveitaroddviti. Þegar til hans kom var ég skilinn við konu mína og böm og átti ég að fara til Odds bónda Stfgssonar, þess er drap son minn. Þessu breyttu svo sveitarráðsmenn. Þeir gátu syni- lega ekki unt mér þeirrar ánægju að vera hjá nokkru barni mfnu og var mér f>ví fenginn staður hjá Sig- urði Péturssyni, póst á Hörgslandi, Hann lofaði að borga mér 50 kr. auk fæðis í kaup yfir árið og einn fatnað átti ég að fá. Um sumar- ið gekk alt vel, en þegar veður fór að kólna gat ég ekki verið í vinnu þvf ég var svo illa klæddur að víða sást í mig beran. Ég bað þá Sig j urð að hjálpa mér um föt og var mér synjað um það. Sigurður taldi mig ekki vinnufæran og krafðist hann að fá 80 krónu með- lag með mér og var honum veitt það. Sumir sveitungar mínir glöddust yfir þessu, en gleði þeirra j varð skamvinn, því ýmsir voru j ekki sem bezt ánægðir með þetta. i Sveínhúsið sem ég var látinn vera f, var fjós. Fólkið var á palli en kýr undir og mátti ég og önnur ó- sjálfbjarga manneskja, sem er gilt vitni um meðferðina á okkur, sofa hjá kúnum undir pallinum. Þar var svo ilt loft að mér Iá við að kafna af óþef, og urðu afleiðing- arnar f>ær að ég veiktist og varð að fara á aðra bæi til að stytta veru mfna í Þeim óþrifalega svefnklefa. Samt var það ekkert leikfang fyrir mig að fara vfða meðal fólks, þvl hreppsnefndin hafði bannað öllum hrepsbúum að hýsa mig náttlangt, og verður þá skiljanlegt hver til— gangurinn var með að hýsa mig hjá kúnum. Þessi djöfullega að- ferð hreppsnefndarinnar gagnvart mér hafði þau áhrif að hrepsbúar hýstu mig hvar sem ég kom Af konu minni er f>að að segja að hún fylgdi yngsta barni okkar þang- að sem það var látið.oggerði bónd- inn á þeim bæ f>að góðverk að taka hapa einnÍK svo hún þyrfti ekki að skilja við barnið. En þegar Bjarni læknir oddviti frétti af f>essu mann- úðarverki bóndans, brá hann sér til og stórskátnmaði hann fyrir góðmensku sfna og heimtaði að fá konu mfna til að skija við bamið, en bóndinn færðist undan að sleppa henni nauðugri trá f>vf. Fékk þá læknirinn séra Magnús 1 lið með sér að skilja konu mfna við barnið, og hræddu þeir hana með hótun um að þeir skyldu láta Helga odd- vita pinta hana til hlýðni ef hún j léti ekki að orðum þeirra. Þorði hún þá ekki lengur að standa f móti vilja þeirra , og fór að Breiða- bólstað til Bjarna læknis og var þar nokkra mánuði en hafði ekki annað en skammir fyrir vinnu sina. Fólkið á bænum þar sem þau voru, tók til þess hve barnið hefði borið sig illa þegar séra Magnús sleit það áf móður sinni og konan mín gat ekki sofið fyrir geðshræringu fyrstu nóttina eftir að hún skyldi við barnið, og næstu nótt þar eftir varð að svæfa hana með meðulum, og varð hún að brúka meðöl mest af f>eim tfma er hún dvaldi á heim- ili læknisins. Lækniskonan reyndi að hughreysta hana og hugga með f>vf að spilla henni við mig með fleiru, en þá var konu minni svo ofboðið að hún yfirgaf heimilið og dvaldi f>ai eftir lei.gst af f Hergsdal. Nokkrum vikum eftir að áður- nefndur drengur minn var kominn til Odds Stfgssonar, fór ég að sjá hann, og sagði hann mér þá að Oddur væri vondur við sig og yfir höfuð færi illa með sig. En Oddur sagði mér að hrepsnefndin hefði upp á lagt sér að láta bamið vinna eins mikið og liann þyrði að leggja á það; en hann kvaðst ekki mundi hlýða f>ví þar eð drengurinn væri sér þægur og f>vf engin ástæða fyr- ir sig að fara iRa með hann. Um haustið fór konan mfn með mér að sjá drenginn, og var hann J>á lýttur af hor og með sár á fótum, og f þessu ástandi var bam- ið þegar séra Sveinn Eiríksson sá hann og gaf yottorð sitt um að holdalag drengsins væri f góðu lagi, og mun hann með [>ví hafa átt við f>að að drengurinn væri á réttri leið að falla úr hor, eins og fram kom; enda er f>að auðskilið öllum Bem þekkja séra Svein, að hann mundi ekki horfa f að hjálpa til að myrða barnið, á þann hátt að gefa logið vottorð um lfðan J>ess; þvf Oddur gaf Sveini óspart brennivfn í brúðkaupi sínu um vor- ið, og skemti J>á séra Sveinn boðs- gestunum með sinni alkunnu list, að svfvirða mig með illu umtali án f>ess hann hefði nokkra sann- gjarna eða réttmæta ástæðu til þess. Sem prestar í þessu héraði er maðurinn orðlagður fyrir f>á tvo yfirgnæfandi hæfileika hans, að snfkja sér brennivfn og að svfkja út peningalán, og skal ég sýna hve heiðarlega séra Sveinn befir komið fram, er ég svara Grisla syni hans fyrir meiðyrðagrein er hann ritaði um mig f ísafold 15. Júuf f. á. Á þriðja degi frá þvf við skild- um við barnið okkat, kærðum við fyrir Guðlögi sýslumanni hve illa væri farið með f>að. Hann sagði það vera hrepsnefndarinnar að sjá um það, og skrifaði hann bréf með mér til séra Magnúsar, er hafði f>au áhrif að að séra Magnús skrif- aði Páli bónda í Arnardrung og bað hann að taka barnið því f>að væri farið illa með það; þessu lof- aði Páll með f>vf skilyrði að Helgi oddviti gæfi samþykki sitt til þess að hann tæki drenginn frá Oddi; og þá var það að séra Sveini var upp á lagt að skoða drengitm eins og áður er sagt. Svo gáfu tveir bseudur aðrir kost á að taka drenginn, en honum leið vel eftir því sem presturinn vottaði og neitaði f>á hreppsnefndin að hreyfa hann þaðan sem hann var. Hreppsnefnd og hreppsbúnm var vel kunnagt um að barninu leið illa og að vottorð sóra Sveins var logið frá rótum, og skal ég færa rök að þessu: Heyásetningar- menn hrepsins, Gizur Eliasson, bóndi á Hunkárbökkum og Bjarni bóndi á Heiði, sáu barnið daginn áður en það dó, og báru það fyrir rétti að drengurinn hefði verið horáður, ekki líkt því f góðum holdum. Þessir menn voru báðir f hreppsnefnd, en Bjarni var ekki tilfinningamaður fyrir lfðan fólks; þvf hann lét móður sína háaldraða og ellihrama ganga milli manna horaða og klæðlitla J>ar til hún varð úti náttlangt á milli bæja og dó. Sóra Sveinn Eiríksson skírði barn sem Oddur Stfgsson átti, 3—4 dögum áður en drengur- inn dó, og má nærri geta í hvaða ástandi barnið hefir þá verið. En þó varð honum ekki að vegi að- vanda um meðferð á drengnum, heldur prœtti fyrir að hafa séð | hann; en ég veit með vissu að hann sá drenginn f þessari ferð sinni. Bergur bóndi er bjó á sama bæ og Oddur, bar það fyrir rétti að illa hefði verið farið með bara- ið, en leyndi þvf f>ó ætfð áður, enda er Bergur þessi illa kyntur og vinur séra Sveins. Hann skiidi við konu sína í vor er leið og svældi undir sig talsverðu af eig- um annara, sem hann hafði um- ráð yfir, en f>eir sem áttu höfðu engan fyrir sig er gœti rétt hluta þeirra og töpuðu þvf fénu bóta- laust. Svo fór hann að búa með annari konu, sem hann hafði haft kúnningsskap við; en dóttir séra Sveins, sem er gift kona, skaut skjólshúsi yfir hann og frillu hans. Yfir höfuð vissu allir hreps- búar hvernig drengnum leið, en leyndu þvf hver með öðrum, eins og fleiru. Þjófnaður virðist vera lög- helgaður þar f sveit. Oddur Stígs- son braut niður merki er hinir dönsku landmælingamenn höfðu sett á svo nefnt Skálarfjall, og stal úr því kopar og bað Steingrím nokkurn að smfða úr því beislis- stengur fyrir sig, en Steingrímur neitaði að gera það. Þetta lét sýslumaður afskiftalaust. Mennimir fslenzkn, sem sáu hina f>ýzku skipsbrotsmenn er strönduðu í fyrravetur á Skiðarár- sandi, stadda f lffsháska, en björg- uðu þeim ekki, gerðu sér ferð á hendur til f>ess að stela kassa þeim er skipsbrotsmennirnir björguðust á yfir hið svonefnda Hvalsýki. Þetta lét sýslumaður einnig að mestu afskiftalaust, að eins tók hann af þeím kassann og skammaði þá fyrir tiltækið. Þó ekki hafi fyr orðið opinbert að niðursetningar hafi dáið úr hor f Kleifa hreppi, f>á er mjög hætt við að svo hafi verið. Það gengu ljótar sögur um meðferð á þeim f>ar, og hafa f>eir verið fóðraðir sem hundar. Bóndí einn, sem þar býr nú, misþyrmdi svo einu barni sfnu að það varð vitskert. Annað barn sitt lét hann liggja á beru gólfi með bein úr hestshaus undir höfði sér, fyrir kodda. Séra Bj&mi Þórarinsson, sem nú er í Winnipeg, bjargaði barni þessu. Yfir höfuð er siðferðisástandið f þessu héraði hið svfvirðilegasta, sem hugsast getur; en enginn hef- ír að þessum tíma þorað að mót- mæla þvf nema ég. Fyrir það hötuðu þelr mig og gerðu mér alt það til ils og skapraunar er þeir gátu. Að endingu vil ég skora á Guðlaug sýslfimann, að hann strax eftir að hann hefir séð línur þess- ar, láti birta opinberlega hvernig barnið var höndlað þann tfma sem það var hjá Oddi. Þetta á hann hægt með að gera eftir framburði Odds og annara vitna, enda er slfkt ekkert launungarmál og ætti að auglysast svo öllum lands- mönnum gæfist kostur á að sjá f>að svart á hvítu. Með framannefndum línum vona ég að rétt sé skýrt frá meðferð þeirri er ég og mínir urðum fyrir f Kleifahreppi, og þó þær séu vænt- anlega ekki skráðar eftir ströng- ustu réttritunarreglum, vona ég samt að þér, hra. ritstj., getið lesið þær, og að þér lagfærið orð þau, sem rangt kunna að vera skrifuð. Icel. River, Man. 23. Nóv. 1903. Páij. Hansson, Öræfiugur. Islenzk ættvísi. Eftir Herbjart Hjái.m. Það er ekki oft, að íslending- um verður rætt nm það mál, er ég retla nú að minnast með nokkrum orðum, og ég get þess vegna búist við, að sumum er lesa grein þá er hér fer á eftir, þyki efni hennar ekki sem „alþýðlegast.11, og ekki vel lagað til að ræða um f>að í dag blöðum. Og ef til vill álfta þeir, að f>etta efnisé nú of fornt og úr- elt úr fslenzkum bókmentum, og að nútfðarmönnum sé þvf með öllu óskiltað grenslastum það, eða lesa nokkuð þvf viðvfkjandi. Ég hefi þennan vara, af þvf að ég hefi orðið var við J>ær skoðanir allvfða heima á íslandi, að æ 11 v í s i, sem alment er nú á dögum nefnd æ 11- fræði.og sem margir kannast

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.