Heimskringla


Heimskringla - 21.01.1904, Qupperneq 1

Heimskringla - 21.01.1904, Qupperneq 1
XVIII. AR. WINNIPEG, MANITOBA ?A. JANÚAR 1904. Nr. 15. PIANOS og ORGANS. lleíntKnian &. C« Pinnos.-Bell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J, H McLEAN & CO. LTD. 330 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE JOHN A. McCaLL, pkesident. Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 heflr það gefið út 170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð S386. miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16 miliónir doll., og til lifandi meðllma borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið S32 þús. meðlimum út á iífsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13 íniliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á SíðastL ári 5J mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í þvt, sein er $1,250,000 rneira en borgað var til þeirra á árinu 1902. Lifsábyrgðir í gildi httfa aukist á síðaetl. ári um 161 millionír Dollars. Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru $1,745 niilionir Allar eignir félagsins eru yfir .........‘t•>'41 million IlollarM. í t t ) t t t t < < t t t t C. OlaÍNon, AGENT. «1. G. Norgan, Manager, GRAIN EXOHANGE BDILDING, WINNIPE <3-. I Skomtisamkoma! Eins og áður hefir verið augl/st, heklur Unitara- söfnuðurinn skemtisanikomu á fimtudagskvöldið kem- ur þann 21. f>. m.—Kamkoman verður sett kl. 8 e. h. Til skemtana verður: Söngur, ræðuhöld, kyöldverður, eins og eftirfylgjandi prógram sýnir,—Það er þarflaust að mæla neitt með þessari samkomu. Félagsskapur sá. sem fyrir henni gengst hefir enn ekki haldið þú samkomu í þessum bæ sem ekki hefirverið þeim meira virði en inngangseyririnn, er samkomur sækja sér til gagns og skemtunar. Soloisti samkomu þessarar, hra. Gfsli Jónsson, er þegar bíiinn að fá almennings orð á sig fyrir söngsnild, og mun hann ekki bregðast vonum manna frekar nú en að nndanförnu. Ræðurnnr verða um almenn og skemtandi efni. Söngurnni fjörugur og hressandi, og þá má ekki gleyma [>vf sem mest er í varið og það er KVÖLDVERÐURINN. Aðgangur að samkomunni er 25 cents. Þeir sem fyrstir koma fá bezru sœtin. Aðgöngumiðar verða til sölu vfðsvegar um bæinn. PROGRAM SAMKOMUNNAR: Éi 1. Orcbistra—Andcrson’s. 2. Fjórraddaöur sftnjfur. 3. Upplostur—S. B. Benediktsson. 4. Solo—Gisli Jónsson 5. Rœfta—Röí?nv. Pétursson. 6. Fjórraddaftur söngur 7. Upplestur—Guftm. Árnason. 8. Solo—Gísli Jónsson. 9. KVOLVERÐUR. 10. Ræfta—J. P. Sólmundsson. 11. Fjórraddaftur sftn»rur. 12. Riefta—E. Ólafsson. 13. Orchcstra—Anderton's. 14. Ræfta—Margr. J. Benediktsson. 15. Upplestr—Thorb. Thorvaldsson. 16. Ræfta—Fred Swanson. 17. Orchestra—Anderson's. 18. Eldgamla ísafold. Forstöðdnefndin. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Fyrir eiuni og tveimur vikutn stóðu menn á öndinni um að ófriðnr byrjaðí á hyerju augnabliki á milli Japansmanna og Rússa. Blöðin voru meira að segja farin að heyra skotdrunnrnar þar eystra, og sumir sögðu áreiðanlegt að stríðið væri byrjað. En eftir því sem fleiri dag- ar liða, virðast ófriðarhorfurnar fara þverrandi og verða friðsamir menn þeim fréttum fegnir. Eftir því sem næst verður komist, er Nikulás Rússa keisari móti ófriði við Japan- menn og aðra. Enda er honum það næst, þyí hann stakk um árið upp á, að ríkin og löndin hefðu gerð ardóm um sundurlyndi og misklíðir, en hættu stríði og orustum, Aftur vilja 'sumir at ráðgjöfum hans, að Rússar fari í stríð við Japanmeun, En eins og útlifið er nú, þá er ómögulegt að segja, hvort þessar þjóðir fara í stríð að svo stöddu, —Eftir líkum kemur sambands þingið saman 8. Marz næstkomaDdi. Það veður alt i villu og svima hjá Laurier-ráðanejtinu. Ósamlyndi og fiokkadr&ttnr á eina hliðina og á hina algert vonleysi um að yinna næstu kosningar, veldur því sukki sem er á öllu hjá etjórninni. En seinafta örþrifráðið fyrir hana er að reyna að hafa sem mest upp úr Grand Trunk Pacific brautarm&l- inu áður en hún veltur úr vöidum, og það mun hún nota sér fyllilega. —Það er gert rnikið orð á þvl að ófriður og skærur séu í nýlendum Þjóðverja í suðvestur Afríku. Eru það innlendir þjóðflokkar, er ráða að fólki, sem býr í nýlendunum og sem er undir harvernd Þjóðverja. —Öldungaráðsdeildin er að hugsa um að útbola senator Reed Smoot úr Utha, úr efrideild þjóðþingsins í Bandaríkjunum, og er honum fund- ið fjölkvæni til foráttu. Smoot neit ar því að hann sé fjölkvænismaður. en f sama 'sinn segist hann ekki efa það, að fjölkyænismenn, Mormónar, haldi áfram að búa saman við konur sínar f himnaríki. —Hon. Mr. Blair er tuttugasti og fimti þingmaðurinn, sem Laurier- stjornin hefir veitt feitt embæitiá sínnm stjórnardögum. Hérna um áriðkomSir William Mulock fram með lagaákvæði um það, að stjórnin veitti engnm þingmauni sem I þeírra flokki væri konunglegs em bætti, Hann heflr gleymj því, sauð- urinn síðan hann komst á Laurier- stjúrnarbásinh, —Einusinni þótti Lanrierstjórn- inni þan eimskip óbrúkandi til flutn inga yfir hafið, sem ekki færu nema 20 sjómílur á klukkntímannm. En nú finnur hún fui’a ástæðu til að gorta um það, að hún hafi örskreið- ustu flutningskip, og að þau fari 17 ejómílur á klukkutímanum. — Það smá dregur af flýtinum hjá henni, blessaðri. —Miðvikudaginn 13. þ. m. tefldu farþegjar, sem voru með eimskipun- um St. Paul og Minnetonka á At lantshafi, manntafl, sem stóð yflr í 4 kl.tlma. Þeir tefldu með firðskeyta- sendingu. Minnetonkamenn unnu taflið. Þetta er fyrsta taflið sem tefit hefir verið með firðskeytaritun á Atlantshafi. —Fregn frá Brussel í Belgíu seg- ie, að þar sé myndað félag, sem ætli að setja verkstæði niður f Japan og á að smíða i þvf ekki annað en vopn og hergögn. Flest stærri verkstæða félög í Belgíu eru hluthafar í þessu félagi og talið er áreiðanlegt að Leo pold konungur sé einn af frömuðnm. þessa vopnaverksmiðjufelags. Höfuð stóil félagsins er talinn 25 millíónir- —Púðurgeymsluhús í Kumanoyo héraði sprakk í loft upp um 14. þ. m. Þetta skeði ekki alllangt ti á Salon- ica. Haldið er að Búlgaríumenn hafi verið valdir að þessari spreng- ingu. 301 Tyrkir biðu bana við sprenginguua. —Læknir að nafni Jonathan Hut- chinson, er læknir við holdsveikra- sjúkrahúsið í Tracadia um 30 ár, segir að holdsveikum sjúklingum hatni mikið, ef ekki alveg, við að borða nýjan óskemdan fisk. En aft- ur sé fiskur sem farið er að slá í, eða ekki er alyeg glænýr, óhollur holds veiku fólki. —Maður er nefndur W. J. Reid. Hann var Jsettur í fangelsi í Spring field, Mass. fyrir nokkru. Hann var ákærður um að hafa falsað fé, út að meira og minna leyti, á 32 hótelum, Upphæðin nam als $10.000. Hann var dæmdur í |10 ára fangavist. Hann var búinn að vera fullur 3 mánuði f fangaklefanum eftir að dómur fél. á hann. Þann tíma lá hann og bar sig til sem veikur mað- ur, og hélt fangavörðurinn hann mjög máttvaua. En 10. þ, m. komst hann út úr fangahúsinu og er mör.num óskiljanlegt hvernig hann hefir farið að því. Hann þurfti að saga sundur nokkrar dyr, því hann fór i gegnum 6 herbergi, og að síð- usta kleif hann npp 18 feta hian vegg. Er öllum óskiljanlegt hvern- ig hann fékk sagir og [stiga með fleiri verkfærum, sem hann hefir notað. t. d. fágæta lykla m. fl. Á leiðinni út hafði hann opnað verk stæði og vörugeymsluklefa, til að ná fötum og nauðsynjum handa sér Hann sást í bænum rétt um leið og hann slapp úr fangahúsinu, en síð- an veit enginn um hann. — Bréfriti í Abyssinia í Afríku hefir nýlega lýst Menilek konungi þar á þessa leið. „Menilek konung- ur er hér um bil sextugur að aldri. Hann er svartur & hörundslit. Ilann er dálítið bólugrafinn í andliti, og hefir skegg Jupp að augum, sem er gisið og úlfgrátt að lit. Andlitið er sant gáfulegt og augnn svört og snör. Eftir viðtalí og ræðum, sem túlkar hans flytja aðkomandi mönn- um, þá er hann mælskur, skynsam- ur og kurteis maður. —SíðaAl. ár framfóru f Bandarfkj- anujQ ekki fleiri en 96 skyndiaftök- ur. Það sýnist furðu lítil tala, þá gætt er að því, að árið 1892. voru þær 235, árið 1893 200, Þessar skyndihengingar eða aftökur án dóms og laga, hafa eldrei verið eins fáar og síðasta ár; sfðan árið 1865. Árið 1901 voru 135, en 1902 voru það 96. —Rússaveldi hefir á sfðnstu 12 mánuðum aukið svo herskipastól sinn við norðausturstrendar Asfu, að hann ber nú 87,000 tons meira af flutnfagi en áður. Samt er hér með ekki talin þau herskip, sem nú eru á leiðinni til Koreaskagans. Rússa- veldi hefir nú hér um bil \ meiri skipastól þar, en Japanmenn, —Ettirfylgjandf skýrsla er úr hag fræðiskýrslum Bandarfkjanna. Fólks fjöldinn er talinn að vera árið 1903 £0,372,000. Árið 1850 var fólks- fjöldinn 23,191,876 og árið 1800 að eius 5,308,483. Eramléiðsla líkj anna árið 1900 er talin $94,000,000, 000. Áætlun um eyðslu þjóðarinnar er talin $100,000,000,000, árið 1003, eftir því sem næst verður komist Árið 1850 er framleiðsla rfkjanna talin $7,000,000, en það er sú elsta áætlunarskýrsla. sem nú er til. Auð-, ur fyrir bvert nef er talin $1.235 ár- ið 1900, en $307 árið 1850, og hefir það því meira en fjðrfaldast síðan. Ríkisskuldin var $914,000,000 árið 1903, en $.7429,000,000 árið 1880, en árið 1870 var hún $2,046,000, 000. Ríkisskuld á hverju nefi 1903 er talin að vera $11,51, en árið 1870 var hún $60,46. Rentur af ríkis- skuldum á hvert nef 1903 er talin 32c„ en 1870 voru þær $3,08. —Maður að nafni John Hazeltine, sem er velþektur f New York, hefir huga að flytje 1000 sáiir frá Syra- cusa til Mohtana næsta snmar og byggja þar nýja borg með þessu Syracusa fólki. —I stað Blairs, sem gakk úr ráða- neyti Laurierstjórnarinnar á síðasta þingi út af Grand Trunk Pncific járnbrautarmálinu, á nú að koréa H. R. Emmerson. Hann var citt sinn formaður stjórnarinnar f New Brunswick fylkjnu. —Stormar miklir hafa verið á At- lantshafi um fyrri part þessa mánað- ar og hafa þeir tafið skipagöngur að mun. Ekkert af skipum skemdist til muna nema Noordland. -—Fjórtán ára gömul stúlka reynd að drepa móður sfna á eitri. Þær eiga þeima í Vancouver. Stúlkan sendi 16 ára gamlan bróður sinn eftir 15c. virði af kolsýru og lét það eins og það var í tekönnuna. Þegar kannan var komin á borðið, spurð. drengurinn móður sfna hvort hún hefði ekbi góða lyst á tesopa. Hún játti þvf og bað hann að hella í boll- ann handa sér. Kerlingin fann strax undarlega lykt af tegnÍKimi, og spurði Grace hvað hún hefði látið f könnuna, en stúlkan neitaði að segja henni það, þar til ket ling tók barefii og hótaði að örkumla hana tafarlaust, ef hún segði ekki satt fiá, svohún sagðist hafa látið kar- bólsýru í kðnnuna. Kerling lét strax fanga hana og ákærði hana um banatilræði við sig. Fyrir rétt inum kannaðist hún við, að hafa ætJað að diepa móður sína, og kvaðst ekkert flcira vilja um það segja, nema það, að þessi kona sem segðist vera móðir sfn væri það ekki og læri fram úr öilu hófi ilta með sig. Stúlkan siturenn þá í fangelsi og býður frek ari rannsóknar í mál- inu. — Erfðaskrá Herbert Spencers þykir allundarleg 'að ýmsQ leyti. Hún skipar fyrir meðal annars, að Ifkami hans sé látinn í kistu, sem botnínn í sé rennilok, og hann sé brendur og askan síðan grafln í jörðu. Á sama tfma fyrirbýður erfða skráin stranglega að nokkur trúar bragðaathöfn sé höfð um hönd við brennuna eða öskugreftrunina. —George W. Todd hét sveita prangari, semjdó I Canada á árinu sem leið. Árið 1878 kom hann til systkina, sem áttn neima í Utica héraðinn f New York rfkina. Hann var þá aðselja varning sinn og ók honum fiam og aftur um héröðin f hjólbörum, Þegar hann kom til systkina þessara var hann kalinn og illa til reika. Hann lá hjá þeim f þreytn og kali í þrjár vikur og naut hjúkrunar. Þegar hann fór, fékk hann hyerju þeirra ávÍBUn upp á $5000, er greiðast skyldi þeim að honum látnum. Þau Geo. Crawford og Jennie Grawtord geymdu ávts anir þessar og vfsuðn þeim fram ný- lega, þegar þau heyrðu að Todd var dauður, Skiftaréttur heflr dæmt þeim fé þetta, sín $5000 hvoiu þeirra. Todd lét eftir sig $56,000, þrátt fyrir það, þó atvinna hans væri vörusala á farandfæti. Erf- ingjar hans eru vestur við haf og hafa þeír mótmæft ávtsunum þess- um til Crawtord systkinanna, en nafn gamla Todds mun mega betur. Þingræður. Þegar Mr. Agnew og Mr: Howden voru búnir að svara hásœtisræðunni, j>á kom til kast- anna fyrir gamla Greenway að svara, sem liðsforingjn sfns flokks. En karlfuglinn tók j>að heldur ró- ega, og lét ekki sjá sig, svo Mr. Mickle svaraði fyrst. Það er óef- að að þeir Greenway og fylgifiskar hefðu fegnir viljað vera án þess ónæðis, en vegna rótgróins vana í þingmensku hér í landi, J>á þorðu þeir ekki alveg að steinþegja. Það sem Mr. Mickle sagði var mest hrós og lof um kjörlistatilbúning- inn síðasta. Hældi harm kosninga- ögum Roblinstjórnarinnar á hvert reipi, og fór mjög fögrum orðnm um það hversu kjörlistarnir væru góðir í alla staði. Svo ætlaði uann að sækja f sig mótþróa og dug og finna ögn að stjórninni, en það varð fránmnalega vandræða- legt, að slfkt heflr naumast heyrst áður. Enda tók [>að Hon. Roblin ekki lengi að rekja það í sundur fyrir Mr Mickle. Mönnum fór að Þykja nokkuð kynleg aðferð Mr. Greenways að láta ekki sjá sig á þinginu, og láta þó telja sig flokksforingja. En rétt í þeim svifum fékk karltetrið móð, og komst upp í þingsalinn á fimtudaginn var. Liberalar og fylgilið þairra fylkti sér fljótt á áheyrendapallana f þingsalnum. Það bjóst við að Mr. Greenway mundi taka duglega í hnakkann á stjórninni, eftir kosningaófarirnar og hvíldina í þingbyrjun. En hvað skeður? Það, að Mr. Gren- way hefir umyrði um að þurfa að tala. Það þýddi það að hann vissi ekki af nokkru sem hann gat fund- ið stjórninni til foráttu. En þrátt fyrir umkvörtun um ræðuhaldið, hélt hann dálitla ræðu, og átti Rogers, ráðgjafi opinberra verka, að svara henni; en ræðan var meira með stjórninni en á móti henni, og að hinu leyti ómerkileg. svo Mr. Rogers datt ekki í hug að svara henni einu orði. Mr. Green- way kvaðst hafa gert sér það í hugarlund, að stjórnin kæmist aftnr að. Og kjósendumir urðu meir en vel við þeim óskum hans. Hann kvaðst hafa sýnt nokkrum aldavinum sfnum lista af 15 kjör- dæmum í fylkinu, sem hann hefði talið sér viss í kosningnnum, og að eins 1 þeim kjördæmum hefði hann búist við að vinna. En þeirri áætlun hefði dálítið skeikað þvf þau hefðu ekki orðið nema 9, sem hann hafði unnið. Hann kvaðst álíta að það hefði verið betra fyrir núverandi stjórn og fylkið, að hann hefði unnið 15 sæti, í staðin fyrir þessi 9, Hann kvað það sama hversu ein stjórn væri r&ðvönd og góð, það væri samt betra fyrir hana að fá dálitla mótspyrnu á gjiirðum sín- um, frá þeim mönnum, sem hefðu vit á stjórnmálum. Hann sagði að stjórnin hefði að vfsu unnið kosn- ingarnar með tveimur meðölum, og þau væru loforðasvik og mútur. Eftir þvf er fólkið í Manitoba þekkingarlausir skrælingjar, og Liberalar ekki annað en atkvæða- salar, þvf ekki hefir stjómin þurft að múta Conservativum. Þessar umtöluðu mútur hafa því gengið yfir til þess flokks, sem fylgdi Greenway fyrir fáum árnm, en hef- ir fylkt sér nú utan um Roblin- stjóraina. En svo hafa máske til- finningar ráðið meira en réttsýn skynsemi, hjá gamla manmnum. Hann talaði líka allþungum orðum til bindindisflokk8Íus í fylkinu, fyrir framkomu hans 1 sfðustu kosningum. Hér með tilkynni ég nefndum þeim, sem kosnar hafa verið af hlutaðeigendum f^ufusleða þeim, sem stjórnin 1 Canada seldi mér e;nkaleyfi fyrir að smíða og selja hér í Canada, að áðurnefnt einka- leyfi er ónýtt og einskis virði, nema þvf að eins að fullnœgjandi próf verði sett f gegn nú þegar, eða að öðrum kosti keypt nýtt eynkaleyfi á endurbótum sömu uppfyudingar. Eg bið þessar heiðruðu nefndir að gera svo vel að láta mig vita innan 14 daga hvað þeir ætla að gera Ef ekki, sel ég þetta mitt s ánasta tækifæri. 152 Kate St. Wpg. 18. Jan. 1904. > 8IGURÐUR ANDERSON.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.