Heimskringla


Heimskringla - 25.02.1904, Qupperneq 1

Heimskringla - 25.02.1904, Qupperneq 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 25. FEBRÚAR 1904. Nr. 20. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —STRIÐLFRÉTTIR 18. Febr.: Fréttir nær þvf sömu. Japönum veitlst betur í viðskiftum. Blöð og fregnritar munu hlyntaii þeim en Rússum í frásögninni.—Tyrkir ætla að nota sér tækifærið, að Rússar eru önnum kafnir austur frá og berja á Búlgaríumönnum. Sagt að Tyrkir hafi nú viðbúnað mikinn þangað norður og vestur. 19. —Fréttir í 'dag segja að her Rússakeisara hafi náð fastri stöð i PfngjYang. Hann er á ferðinní til aðalborgarinnar á Korea, er Seoul heitir, en ekki búist við bardaga þar að svo stöddu. Attur er talið víst að Rússar og Japanar eigi or- ustu við Wiju. Þar hafa Rússar náð setu. Er von á fréttum af þeirri orustu á hverri stundu. Það er farið að taka það fram í fréttunum nú, að Rússar hafi barist sem Ijón og ofurhugar yfirleitt, 1 bardögum þeim sem háðir hafa verið. í dag talað um að Japanar hafi höggið fréttaþráðinn, sem liggur að og frá Port Artur. Líklega ósannai fréttir. Sagt að Rússastjúrn séu boðin smá herskip til kaups, 4 að tölu. bygð 1890, sem tafarlaust geti lagt af stað austur. Hvaðan tilboðið er upprunnið vita menn ekki, en agent- inn er á Þýzkalandi. Lýtur svo út, sem Rússastjórn kæri sig ekki um þau, en agentinn hótar að selja Jap- önura þau, ef Rússar sinna ekki kaupunum, 20. Um daginn flaug sú frétt um heim allan, að Rússar hefðu mist 3 herdeildir ofan um fs á Baikal vatninu. Rússar hafa sem sé lagt þar teina á ísinn og lesta beint yfir vatnið nú í staðJnn fyrir að fylgja brautinni í kringum það að sunnan. Herdeildir þessar voru hjálparlið á hraðaferð austur á Aslustrandir, eða að orustustöðvunum þar eystra. I dag kemur sú fregn, að þessí drukn unarfregn sé ósönn. Deildirnar fóru að vfsu austur yflr Baikal- vatnið. Snjóflóð hafði fallið ofan fir nærliggjandi fjalli og runnið fram á brautina, nokkuð framan við járnbrautarstöðina. Rann lestin inn 1 fanndyngjuna ogá kaf, og hljóp af tefnunum. 1 maður dó, 4 bein- brotnuðu, 14 meiddust lftið eitt- Þetta er nú orðið úr þessari óhappa- sögu Rássa. Það er ekki óliklegt að fleira af útgefnum herfréttum þaðan að autan, séu orðum ýktar. Mæit að Rússar séu að draga sig norðureftir, séu þegar komnir norður fyrir Manchuria. Japanar skoða það herkænskubragð og er illa við það. Sagt að Rússar hafi háð fyrstu landorustu við Japana. Japanar voru miklu iærri og féllu nokkrir, margir teknir, en nokkrir komust undan. Orusta þessi er þýðingar- laus að öðru leyti en f>ví, að Rússar segjast hafa náð f uppdrætti og hernaðarskjöl, sent hafi allmikla þýðingu fyrir sig. —Nýstrokinn er yfirlífvarðarfor- ingi Soldáns. Soldán æfur og vit- stola næstum, og gerír alt til að ná honum. Hann vissi allra manna bezt um leyndarraál og leyniskjöl soldáns. Soldán heflr skipað að taka son lians, som er í herliðinu, fastan tafarlaust, og ætlar að reysa að frétta til gamla Ahemd Ðjela- leddin pacha. Gizkað á að hann hafi flúið beina leið til Englands- —Lord Strathcona heflr boðið að gefa Manitoha-háskólanum S20,000 til að auka verksvið sftt. Vísinda- deildin við hiskólann mun verða að njótandi þessarar gjafar aðallega, —tívertingjar héldu 17. þ m. 13 ársfund sinn í Tuskegee í Banda-. ríkjunum. Booker T Washington stjórnaði fundinum. Yfir 2000 svertingjabændur sóttu þenna fund. Aðallega kom fundurinn sér saman um, að fá eins mikið af landi og koma á fót eins öflugum búskap og auðið væri á meðal svertingja, og að þeir skyídu semja sig eins mikið að jarðræktar gróða og aðferð hvitra manna og þeim væri unt. Þar töl- uðu þeir allmikið um mentamál sín, og eru þau á góðu framfaraskeiði; kváðu þeir engar sannanir fyrir þvf að hún væri orsök til vaxandi glæpa og hrvðjuverka, á meðal svarta flokksins. Fundur þessi skorar á alla svertingja, að semja sig sem mest að háttum og siðurn hvítra manna, og hætta glæpom og smán- arverknaði hið bráðasta. —Lagabreyting, sem hljóðaði um flutningsbann Kinverja til Suður- Afríku (Transvaal og viðar) var felt eftir harða rimmu í brezka þinginu í Lundúnum. Kínverjar mega flytja til Transvaal. Náma- félög og anðmenn eru með þeim innflutníngi þangað.Enda komu þeir sínu fram í þingiuu. — Járnbrautarslys hið mesta, skeði i vikunni sem leið, varð ná- lægt Odgen í Utah. Tvær lestir rák- ust. saman. 25 járnbrautamenn dóu strax, en 15 voru lifandi, en stór- skemdir. Á annari lestinni var vagnhlass af dynamite og komst eld- ur í það og sprakk alt í loft upp. Svæðið um kring í mflu fjarlægð umtuvnaðist. Rúður í gluggum í 15 mílna fjarlægð brotnaðu og hús hristust svo að vart var í þeim standandi. Váhvellurinn heyrðist í 81 mílu fjarlægð. Brautarstöðin sem næst var gjöreyddist. Þar voru staddir 60 manna og voru 9 af þeím með lífsmarki eftir sprenginguna. Þeir sem unnu á lestinni voru flestir Grikkir. —Nýlega hefir ytírréttardómur fallið t máli stjórnarinnar í Mnni toba móti sambandsstjórninni í Ca- nada, í landadeilumáli nefndra stjórna. Dómnrinn féll í vil sam- bandsstjórn:nni, en móti Manitoba- stjórninni, eins og við mátti búast úrþeirriátt. En dómsmálaráðgjafl Manitobafylkis, Hon. Colin H. Campell, heflr áfrýjað þeím dómi til hæstaréttar brezka rfkisins, eða sem alment er kallað leyndarráðs Eng- landsstjórnar, i Lundúnum á Eng landi. SPANISH FORK, UTAH. 24. Jan. 1904. Herra ritst.:— Það er eiginlega ekki mikið um fréttir nú á dögum, en þó held ég verði að reyna að skrifa þér fáeinar linur. — Veturinn er nú kominn hingað fyrir alvöru, með töluverð um snjó, sem féll snemma ( þessum mánuði, og svo er nú talsvert frost á degihverjum. — Heilsufarið er gott og líðan manna yfirleitt í bozta lagi. Verzlanin var all-lífleg fyrir og um hátíðarnar; nú er hún aítur daufari, en þó þolanlega góð. AI- menn atvinna er nú heldur lítil hér um pláss. Skepnuhirðing er það mesta eem gert er nú á dögum hér heima, en mesti fjöldi manna heflr unnið f vetur við hina nýju járn- braut, sem verið er að byggja frá Salt Lake City til Lous Angeles i California, sem sumir nefna “Clarks Itoad”, þvi Senator Clark frá Mon- tana á mest I brautinni og er líka forseti félagsins. Hér í vorum bæ líður alt áfram mikið rólega. Hér eru engir asa menn. Það var byrjað á að byggja vatnsverk hér í fyrra, en það er ekki búið enn, og bágt að vita hve- nœr þeim tekst að ljúka við það, þó allar líkur séu til að það verði í sumar komandi, Nú er verið að tala um bygg ing sykurmitlu hér, og einnig að raflýsa bæinn. Væri hvortveggja næsta nauðsynlegt og vonandi að það hafi framgang. Landi vor, Guðmundur Eyj ólfsson, varð fyrir því raunalega slysi snemma i haust, að hrapa niður af sem hann vann yið, svo hann meiðdist mikið, og heflr legið á spítala síðan, samt nú tölu- vert á batavegi, en mikið óvíst að hann verði nokkurntima jafngóður, því fallið var mikið, 45 fet hef ég heyrt, og því mesta furða að hann komst af lifandi. Lestrarfélag vort, hafðí ársfund sinn nýlega, leit yflr alt sem það hafði gert, en hugleiddi hvað það skyldi gera; kaus síðan spánýja stjórnarnefnd og með það fóru allir heim. Heldur þykjast menn hafa orðið fyrir vonbrigðum, að fá ekki aft sjá neina mynd af “prestum vorum” í jólablaðinu; (>að hefir sjálfsagt ein- hver misskilningur vaMið þvi, eins og fleiru, sem misferst og mishepn- ast í heimi þessum? En máske þær komi seinna. Ekkert er ómögulegt. Tvo fyrirlestia, “Um mentun og siðferði Norðmanna í heiðninni”, heflr landi vor, John Thorgeirsson, prófessor í fornfræði Norðurlanda, haldið hér í vetur. Fyrst fyrir stúd- entafélaginu við 13, Y. háskólann í Provo, og síðan hór í vorum bæ. Voru báðar samkomurnar vel sóttar, og dáðust menn mikið að snild og mælsku fyrirlesararns og hinni góðu meðhöndlan hans á jafn þýðingar og umfangsmiklu málefni,— Iæyfl timi og kringumstæður, heldur prófessorinn óefað einn eða tvo fyrirlestra enn, á þessum vetri, um líkt efni, og mun ég síðar skýra frá innihaldi þeirra. Þinn með vinsemd. E, H. Johnson . Hra. ritstj. Hkr.:— Viljið þér taka eftirfylgjandí skýringu í yðar heiðvirða blað, þá þætti mér það vel tilfallið. Nýlega stóð grein f Hkr. um Noebe'.-verðlaunin. Einn af þeim, sem verðlaunin hlaut er Dr. Niels Finsen. En þar er ei getið hverra manna Dr. Finsen er, og þyki mér nokkuð á vanta. Hann er sonur Hannesar Olafssonar. sem var stift- amtmaður i Rípum. Hannes var albróðir Vilhjálms hæstaréttardóm- ara og Óla póstmeistara. Árið 1894 stendur svo hljóðandi grein í Sunn- anfara: “Niels Finnsen læknir hér í borginni, sonur Hannesar Finsens amtmanns á Færeyjum, og síðar sittamtmaður í Rípuin, sá er gekk f Reykjavfkurskóla, hettr gert merkilegar rannsóknir um áhrif birtunnar á húð manna, og þar á meðal komist að þeirri niðursföðu, að geislar sólarl jóssins séu mjög hættulegir í bólusótt, nema' þeir séu rauðir, og er þetta sannreynt”. í sömu grein er þess getið að Niels læknir sé 34 ára gamall. SlGURJÓN JÓNSSON. Ein af 83, eða hvað? Eftir 0, Eymunðsson PIANOS og ORGANS. HeintKnian A Co. Pianos.-Kell Orgel. Vér seljum með mánaðarafborgunarskilmálum. J. J. H M^LEAN & CO. LTD. Þessi saga er hvorki skáldsaga né ýkt munnmælasaga. Hún er sönn, sem ég get staðfest hvenær sem er. Það var eitt kveld, sem ég var staddur á járnbrautarstöðvum N. P. félagsins, f Grafton, N. Dakota Veður var kalt, svo ég var sem allranæst hitunarofninum. Lest- in kom brunandi inn að brautar- stöðirmi og gekk ég þá út á gang- pallinn, f>ví ég átti [von á félags- bróður mfnum með henni. Hann iom J>á ekki. Ég hafði.ekkert að annast um. Ég veitti ]>ví eftirtekt þeim er komu og fóru. Af einu varð eftirtekt mfn fönguð meira en öðru. Það var ljómandi lagleg yngismær. Hún bar stóra ferða- tösku f annari hendinni. Hinni hendinni hélt hún um handlegg á dökkhærðum, allfrfðum, ungum manni. Hann bar ekkert. „Bölv- aðurdóninn þinn. Þú berð ekki (^kuna fyrir stúlkuna“, mælti ég upphátt, um leið og þau gengu inn íjá mér. Hann heyrði skýrt hvað ég sagði, og vissi að ég meinti til sfn. Áður en stúlkan var búin að taka sæti í biðsalnum, kom hann út aftur og gekk beint upp að mér, og reiddi hnefann til höggs, án þess að segja eitt einasta orð. Ég sá strax á tilburðum hans hans hvað hann ætlaði sér. Ég stakk hægri hendinni f treyjuvasa minn, og setti þumalfingunnn fram f hornið og sneri treyjuhorninu beint á hann, og gekk lítið eitt, aftnr á bak, og horfði á hann með ógnandi augnaráði, og mesta al- vörusvip. „Ef þú vogar að berja mig, skal ég skjóta þig tafarlaust, hund urinn þinn", sagði ég kaltog blátt áfrani. Hann trúði mér og hljóp upp á lestina, sem var að fara af stað. Þeir sem þarna voru hlógu og vildu fá að sjá skammbyssuna mína. Eg sýndi þeim hvernig ég færi að hræða hugleysingja með J>umalfingrinum. Þá hlógu allir miklu meira en áðnr. Eftir litla stund voru allar horf- ir, nema aðstoðarmaður Grand Pacific-hótelsins, og stúlkan með töskuna. Hún kom út í dymar, skimaði f allar áttir og varð ákaf- lega óróleg og gremjufull. Hún leit alt í kringum járnbrautarskál ann, suður, norður, austur og vest ur, en fann ekki J>ann sem hún leitaði að. Henni var kalt, en hún var í svo miklum geðshræringum að hún fann það ekki. Það var slegið á öxlína á mér, og sagt: „Sjáðu þessa stúlku. Hver er hún?“ Það var umsjónar maður G. P. hótelsins, sem talaði til mfn. „Eg hefi veitt, henni eftirti'kt en p>ú ættir að spyrja haua sjálfur 530 MAIN St. WINNIPEG. --•w.* NEW TORK LIFE JOHN Á. McCALL, president. Siðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út 170 þús. lifsábyrgðarskirteini fyrir að upphæð miliónir doll. Á sama ári horgaði fél. 5,300 dádarkröfor að upphæð yfir 16 miliónir dcll*. og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlifshyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum út á lífsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13 miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á milli meðlima sinna á SiðastL ári 5J mlión dsll. i vexti af ábyrgðum þeirra i því, sem er $1,250,000 ineira en borgað var til þeirra á árinu 1902 Lífsábyrgðir i gildi hafa aukist á síðastl, ári um 191 millionir liollai'M. Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru $1,745 miiionir Allar eignir félagsins eru yfir .......555ÍJ miilion Dollaro. C. Olnfnon, AGENT. J. G. INorg«n. Manager, GRAIN EXOHANGE BOILDING, W INTNTIPEG-. Skemtisamkoma. i*- Mánudagskvöldið J>ann 29. FEBRÚAR verður samkoma haldin undir umsjón Kvenfélags hins Unitariska safnaðar í Unitarakyrkjunni, á hominu á Nena ogPacific Ave. Sam- koman byrjar kl- 8 C. h. Dyrnar opnaðar kl 7.30. Til skemtana verður: SÖNGUK, RÆÐUHÖLD, KAPP- RÆÐA, “BOX SOCIAL” og “ANGLING” eða það sem stundum er kallað “að draga tísk úr sjó“. Þetta síð- ast talda hefir víst aldrei verið haft á samkomum fyr, hér f þessum bæ, og er ekki ólfklegt að það ætti að geta orðið mörgum til mikillar ekemtunar. Komið og reynið hvað þér eruð veiðisæl. Hið annað er búast má við að mörgum muni þykja mikið f varið, er kappræðan milli tveggja hinna bezt þektu mælskumanna hór f þessum bæ, Jæirra Sig. Júl. Jóhannessonar og Bjarna Lingholts. Einnig syngur hra. Gfsli Jónsson og mun Jmð mæla með sér sjálft það er hann kemur með; smekkvfsi hans og söngkunnátta er þegar þekt meðal íslendinga hér, og þarf ekki þar um neitt að Fjölyrða. Enn fremur mætti benda á að hra. Stefán Thorson heldur ræðu á samkomunni. PROGRAMME ER Á ÞESSA LEID: 1. “Box Social” 2. “Fishing Pond’*. 3. Fjórraddaöur söngur. 4. Upplestur—K. Kristjénsson. 5. Solo—Gisli Jónsson. . v . ) Sig. Jul. Jóhannesson 6. Kappr*ea^Bj*rni Lingholt. 7. Upplastur—Þ. Þorsteintson. 8. Solo—Gísli Jónsson. 9. R*öa—Stefóu Thorson. 10. Upplestur—Þ. Jónsson. 11. FjórraddaSur söngur. t t t * f Inngangseyrir fyrir fullorðna er að eins 15 ccnis. en fyrir börn innan 12 ára IO cents. — Aðgöngumiðar með á prentuðu “prógrami” verða til sölu vfðsvegar um bæinn. FORSTÖÐUNEFNDIN. hver hún er“. svaraði ég. „Það gengur efiaust eitthvað að henni. Hann hetír lfklega hlaupið frá henni ]>essi góðkunningi hennar, sem ég ætlaði að skjóta áðan með þumalfingrinum*1, bætti ég við. Þegar ég slepti síðasta orðinu, var John farinn að tala við hana. Þau ræddu saman fáem augnablik. Hanu sótti töskuna hennar inn í biðsalinn og þau fóru inn í hótelið, Ég hélt til á uefndu hóteli, en varð eftir af þeim, Eg hét þvi að komast fyrir hvernig á högum þessarar ungu stúlku stæði. Hún var vel meðal kvennutður á hæð, fönguleg og fríð. Hárið og hatturinn hennar bar mér vitni um móðnum vildi fylgja, Klœðnaður hennar sýndi, að hún var ekki af fátækum komin, hvort sem hún vamú rík eða alslaus. Framgangs- máti og limaburður hennar benti á að hún hefði alist upp við nægtir og menningu, helzt i eftirlæti & meðal heldri stétta, sem kalla sig, en eru mentunarlitlir asnar. Drif- hvíta og mjúku hendumar henn- ar báru vitni um að hún liefði aldrei verið húðarklár. Svipurinn bar með sér, já, svo uudra margt, þá vel var aðgáð. Ástríður og miklar tilflrmingar skiftust þar á rúnnm, þess er verðn vildi, Þar var minna af sjálfsstjórnar- og stillingarmerkj- nm, en liinu gagnstæða. Niðurl. næst.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.