Heimskringla - 25.02.1904, Page 4

Heimskringla - 25.02.1904, Page 4
fl EIMSKRINÖLiA 25. FEBRÚAR 1904. THE SlMPLEX QvERALL ERU HENTUGUSTU VERKAMANNABUXUR, SEM NOKKURNTÍMA HAFA VERIÐ UPPFUNDNAR. FARA EÍNS VEL OG ÞÆR VÆRU BÚNAR TIL EFTIR MÁLI. tR Engir hnappar tilað afhneppa.—Ogþar af leiðandi rifnfll* ekki út úr hneslunum. Uppihöld f>urfa fekki. — Og belti eða mittisölar þurfa merin engar. Þú ert frjáls og frý undir vestinu. Þessar buxur eru jafn hentugar fyrir alla, iðnaðarmenn, verkamenn, bændur og fyrir hvern sem er, sem þau föt þarf að nota. Jafn hentugar fyrir þá sem vinna utan húss og innan og við garðrækt. Jafnvel eftir vinnutíma er þægilegt að hleypa sér í svona buxur, f>ví Það er svo fljótlegt, maður fer í þær og úr þeim á minni tíma en 1 sekúndu. Prófið einar þessar buxur og þér munið sannfærast um ágæti feirra tafar- laust, og þér munuð aldrei nota aðrar verkabuxur en f>essar: “SIMPLEX OVERALL’S”. Þær eru búnar til í CANADA undir einkaleyfisréttindum OQ SELDAR HJA Q. JOHNSON. 500 Ross Ave. - WINNIPEQ, MAN. Winnipe^. Hér eftir kostar þumlungurinn í auglýsingum i Heimskringlu 25 cts. Þeir sem koma auglýsingum í blaðið sem ekki standa nema einu sinni eða tvisvar, taki eftir þessu, og enn- fremur því, að borga fyrir anglýsing- arnar um leið og þeir koma með þær, eða senda þær i blaðið, Blaðið hefir engar kringumstæður til að e'ta fólk uppi fyrir smáupphæðir, sem f>að skeytir ei um að borga án eftirgangsmuna. Þess vegna eru allir, sem smfiauglúsingum vilja koma í blaðið, ámintir um að borga Þær um leið og þeir biðja fyrir þær. Með öðru rnóti er það ekki áreiðan- legt að þær verði birtar í blaðinu. Eftirmæli og æfiminningar eru tald- ar auglýsingar. Munið það. 160 ekrur höfum við til sölu við endastöð C P.-brautarinnar á Winnipeg Beach. Land þetta seljum við með góðum skilmálum. Það er gullnáma á þessu land, sem við visum hverj- um á sem kaupir. Einnig höfum við til sölu tvær ágætar bújarðir skamt frá Sinclair í Pipe Stone-nýlendunni. Það eru 30—40 ekrur plægðar á hvoru landi og dágóð hús og f jós og gott vatn. Þér sem hafið f hyggju að byrja búskap með vorinu ættuð að koma eða skrifa okkur og fá ná- kvæmari uppl/singar um lönd þessi. Oddson, Hansson & Vopni 55 Trlbune Bldg. * • Phone 2312. í æfiágripi Þorv. Þorvaldssonar hefir misprentast f sfðasta blaði “Blöndudal”, á að vera Blönduhlíð. Kr. Ásg. Benediktsson selur gift- ingaleyfisbréf hverjum sem þarf. Lesið auglýsingu um skemti- samkomu þá er Unitarisku kvenfé- lagið ætlar að halda nú næsta mfinu- dagskvöld, og birt er hér að framan 1 blaðinu.—Samkoma sú heflr margt það að bjóða sem vel er þess virði að sækja; einkum þá líka þar sem inngangseyrinn er jatn lfigur og hann er, að eins 15 cts. fyrir full- orðna. Prógrammið er figætt og vel valið, það er skipað mönnum er hafa alment orð á sér sem hæfileika- menn, og e> það eitt út af fyrir sig nægileg meðmæli með samkomunni. 2f>. 16. Hra St. J. Scheving hefir á hönd um innhcimíu nkr. bér f bænum og eru viðskiftwinir blaðsins vjn- samlega beðnir að g eiða gí'tu hans- Frænka Charleys verður leikin á Unity Hall þessi kvöld í næsta mánuði: Mið- vikudagskvöldið 2., fimtudagskvöidið 3., mánudagskv, 7. og þriðjudagskvöldið 8. Byrjar kl. 8 hvert kv. Sætin kosta 35 cts. og 25 cts. fyrir full- orðna, 15 cts, fyrir börn, Aðgöngumiðar verða til sölu hjá Mr. Bardal, Nena St., og Thom- son Bros., EUice Ave. Hra. J. V. Dínusson, frá Cavalier. N.-D., er komfnn á flakk eftir holskurð þann, sem hann gekk undir hér á sjúkrahúsinu. Holskurðurinn var við kviðsliti, og tókst hann mæta vel, og vonar Dfnusson [að hann verði alheill meina sinna. Hann lætur vel af meðferðinni og aðhlynningunni sem hann hafði á sjúkiahúsinu, Hann dvelur hér .eina viku áður enhann fer heim til sfn. Þriðja þing Unitara. Hið 3. ársþing hinna fslenzku Unítara í Amerfkd verður haldið að Gimli, Man., og byrjar hinn 18 dag Marzmánaðar þ. á. kl. 2. e h, All- ir sem frjálslyndum trúarbrögðum vilja sinna, ern beðnir að senda þangað fulltrúa eða koma sjálfir. Þingið stendur yflr 3 eða 4 daga. Pine Creek, Minn. 6. Febr. 1904. Magnús J. Skaptason. (forseti). Eg hefi nú mikið af lóðum og húsum til sölu f bænum, einkum f suður partinum, með lægra verði og betri kjörum en flestir aðrir landsaiar. Nú er tími að kaupa, og græða á kaupunum með vorinu, eða eiga eignirnar og nota f>ær sjálfur. Hús, ný, góð, frá $1,100 og upp í $4,000, lóðir $65, og $1SS5, og $150 og s. frv. Tæki- færin bíða ekki. Sumir íslend- ingar hafa keypt fleiri tugi lóða þessa daga. Gerið hið sama. K. Áso. Benbdiktsson. 409 Young St. Þeir herrar’Arni Eggertson og Jón Bildfell setja nú þegar upp landa, lóða og húsasöluskrifstofu að 373 Main St. Telephone 2685 SPURNING. Maður sem átti heima f hinu danska ríki stiýkar frá skuld þar hingað til Canada. Mér, sem sömu- leiðis á heima í Canada. er gefið fult umboð til að innheímta skuld- ina. 1 Get ég §kki lagalega innheint skuldina og þá, 2. Með hvaða heppilegustu aðferð? J. SVAR;—1. Jfi.—2. Lögsókn. Tíðarfar kalt síðan seinasta blað kom úr. Þó eru frosthörkur heldur að réna, í gær og dag. VOTTORÐ.—Ég fékk meðöl Dr. W. H. Eldreds í sumar sem leið hjá K. A. Benediktssyni, við innantökum og magaveiklun, og reyndust þau mér vel, svo ég hefi góða trú á þeim fyrir sjálfan mig og aðra, Winnipeg, 17. Jan. 1904. Ámi A. Axfjörð. Heimskringlu hefir verið sent eitt spánýtt eintak af þessa árs almanaki S B, Benediktssonar, það er fagurt útlits og stórt um sig. Hvemig það er innvortis, er- um vér ekki búnir að rannsaka enn pá. Þar er mikið af auglýsingum, árskrá þessa árs, ritgjörðir og kvæði ogfleira. Magnús Björn3on 11 McDonald St. selur eldivið íyrir peninga út i hðnd með lægra verðe en aðrir viðarsalar i bænum. Peningar fylRÍ pöntunum. MagnúsBjörnson, 11 McDonald St- í fyrri viku sló hestur Sölva Sölvason. og beinbraut hann, Hann fór á sjúkrahúsið, og var þar búið um brotið. Hann mun vera á batavegi á þann hátt, sem hægt er að vænta eftir. Vinnustúlku vill undirritaður fá. Hann er‘heima kl. 8—-9 f. m. að 238 Smith St. J. Hargrave. Þessir uhriu hnappana á mánu- dagskveldið uar í Conservatíva- klúbbnum: Sigurjón Oddsson gullhnappinn, W. Benson silfur- hnappinn, E. A. Laxdal bronz- hnappinn. Spilað á hverju mánu- dagskveldi um hnappana þar til 1 vor, að þeir viuna þá til fulls, sem hæsta vinninga hafa þá. Ödýrar Groceries. 21 pd raspaður sykur $1; 23 pd púð- ursykur $1; 17 pd molasykur $1; 10 pd bezta kaffi $1; kassi af rúsfn- um $1,25, 28 pd, 4 pd25c; sveskjar 9pd 25c og kassi af sveskjum 50 pd. $1,50; þvottasépa, 7 stykki 25o; Jam 5 pd fata 25c. 7 pd fata 40c Fiskur af fleiri tegundum, góður 7c pd. Brauðger 5 pd kassi 40c. 10 pd perlugrjón 25c. Smjör, miög gott, 15c pd. Lard lOc pd. Fikjur 6 pd 25c. Soda Biscuíts 2 kassar, 6 pd 35c laust Soda biscuits 5V2c. pd. Sætabrauð lOc. pd. Svfnakjöt 8c. pd figætt. J. J. Joselwich 301 Jarvis Ave. NÝR KJÖTSALI á horninu á Victor og Ellice Ave. Allar tegundir af kjöti með góðu verði og vel úti látið. Anglýsing f næsta blað. Verzlunin lltur vel út. Eftir spurnir með langmesta móti og pantanir hlaðast að verzltínarfé- lögunum með mesta móti. Vörur allar að stíga í verðt, og alt bendir á dýrtfð næsta sumar. — Innflutn- ingarverða óefað með langmesta móti, og hefir það ei alllftil áhrif á markaðsverð og vöruprísa. Um helgina erleið brann Co- operator-bakarahúsið hér 1 bænum að nokkrum mun. Það á samt að comn þvf í samt lag aftur og taka til star.'a þareins fijóit og unt er. Ogilvie-mylnu-félagið hér í bænum hætti starfi urri helgina, vegna kolaleysis, að sagt er. Um 200 menn hafa tapað vinnu þar. Líklegt er að það byrjj aftur þá og þegar. Kapptefli hefir verið þreyt þessa dagana af beztu taflmönnum hér um slóðir. Nfu töfl eru búin nú (miðvikudag). Magnús Smith hefir unnið 8£, R, J. Spencer ly2, C. Blake 7. Sá næsti 4i og aðrir þar fyrir neðan, Vinafundir. Þaðvarhérum daginn. Það er ekki langt sfðan. Þá stóð Helgi magri utanviðgluggaáGyðingabúð, langt norður í Aðalstræti. Hann hugði vandlega að norskri síld, er þar var í kvartili. Enginn veitti honum eftirtekt, því liann er tálkn i horaður og pervisalegur sýnum j En þar bar að Víga-Brand. Ha'nn j er oflátungur, ljótur og illúðlegur. j en vfgamaður mikill. „Kom heill, Helgi. Ertu nú i ósaddur? Fast horfa soltin augu á síldina norrænu. Hún er matar- skömm, og annað hélt ég höfðingja Eyfirðinga væri sæmra, en gerast sfldarglópur. Sé þér bjargaTvant, Helgi, mætti ég hjálpa þér nokk- iið. Ég á tvær vættir roða norður ur í Skuggahverfi. Það getum við fisk kallað við hjúin og munu þau gfna við roðunum. Hund á ég líka feitan og fallegan. Honum slátra ég bráðum. Matan er þér vel komin, en skinnið nota ég sjálfur í kórónu, og skal hún ganga í lang- feðgatal”. “Hvorttveggja fer nú saman, gjöf og gjörfilegleiki, Brandur minn. Nú horfi ég eftir smástirn- um á roði þessarar sfldar, af þvf ég fæ ei gjörla greint þau sjónauka- laust. Vilda ég þú vísaðir mér á einn til kaups“. ,,Það má eg gjarnan gera, en hvað viltu með hann, Helgi?“ „Til þarfarþarf ég hann“. „Ég sá ekki stækkunina á Lögbergi þá hina miklu, er geip- aði Mangi um, fyrir nokkru sfðan1. “Vorkunn er þér það, þó þú viljir sjá í hvaða sýrusá hú sjálfur ert hýstur. Far þú upp á Lög- berg hið hundheiðna og gang í varningshúð þess til þú finnur stórsöluklefann. Yfir dyrunum stendur f refrúnum: L yg a r, mannlast og nógur óhróð- ur! Alt er búið til hér! Verð lágt! Afgreiðslaá- reiðanleg! — Þar muntu fá falan sjónauka, sem þér nægir, Helgi magri”. “Þetta vissa ég ei áður. Haf þökk fyrir, Brandur minn. Mun ég nú hvergi þangað fara, því f hauga og til drauga hefi ég aldrei gengið. Og taki nú tröllin alt sitt illþ/ði burt af mfnum vegum, og far heill kunningi. A. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall í NorÖvesturlandin Tlu Pool-borð.—Alskouar vln ogvindlar. Lenuon A Hebb, Eieendnr. PALL M. CLEMENS Islenzkur architect. 373 Huin Ht. Winnipeg (north-wert fire block) Landar, hvort hcldur í Winnijjeg eða út á landi, ættu aft finna mig aö máli eða skrifa mér viövikjandi fyrirhaguöum hásbyggingum sín- um. Ég get gefiö yður upplýsingar og átvegað yönr byggingaruppdrætti fyrir vægasta verö. Þór geti gert bæöi mér og yöur í hag meö því að láta mig vita nm fyrirhuguð byggingafyrirtæki í nágrenni yðar. Eg bið yður velkomna á hina nýju verkstofu mlna. ffinnipeg Co Operative Sotiety. LIMITED. Cor. Elgin Ave. & Nena St. Telefón Nr 1576. BRAUÐ: 5cente brauöiö, besta tegund. KRINGLUR OS TVÍBÖKUR 1 tunm™ eða í pundatali: Bakaö af Skandinaviskum Union bökurum. ALLAR TEGUNDIR AF KÖKUM. EUiiiiirsrszfrs Cord, heldur en alraent gerist. Inn- gonguleifi í félagið er Ijett og að gengilegt. Upplýsingar um það fást í bakaríinu eða hjá Keyrslu mönnum þess, eða með því að kalla npp Telephone 157G. gwtwwmitww rmmnm | HEFIRÐU REYNT ? í: nPKWBV'S ^ IREDWOOD LAGER EDA EXTRA PORTER. Vid ábyrgjustum okkar ölgerðir ad vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spöruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hyar gem þér eruð staddir Canada, Edward L. Drewry - - Winnipeg, Hanutactnrer & Importer, mmamm mmami Prófið Ogilvie’s það er það eina hæfilega hveiti í brauð og sœtabrauðsbakningu Selt óblandað hjá öllum kaupmönnum. NÝÁRS-RŒÐA “HEIMSKRINGLU” t i —‘Til Yestur-íslendinga. ~~ 1. Hafið kæra þökk og heiður fyrir sautján ára styrk og stoð, sem þið hafið veitt Heimskringlu, bæði í peningalegu tilliti og ritstörfum, hecni til gagns og frama. 2. Útgáfunefnd Heimskringlu hefir ákveðið að gefa frá þessum tíma til Marzmánaðar- loka næstkomandi öllum nýjum kaupendum að Heimskringlu, sem senda blaðinu $2.00 í peningum, sem fyrirframborgun fyrir þenna árgang, vestur-ísl. útgáfuna af ritum Gests Pálssonar í kaupbæti. 3. Marga langar til að eiga og lesa blaðið Heimskringlu, og líka til að eignast rit Gests Pálssonar. Nú er bezta tækifæri til að ná í hvortveggja, og vonar útgáfunefndin fastlega að íslendingar sæti þessu boði, og sendi blaðinu nöfn sín og dalina fyrir ofan- greindan tima 4. Kostnaðurinn, sem útgáfunefndin hefir við að gefa nýjum kaupendum rit Gests, ei mikill. En nefndinni er áhugamál að auka útbreiðslu blaðsins, sem allra roest á meðal Vestur-íslendinga; þess vegna gefur hún þetta kostaboð, nýjum kaupendum. 5. Áskriftir Heimskringlu til íslands, verða hér eftir $2.00 fyrir alla þá, sem ekki eru áskrifendur hér vestra. En kaupendur blaðsins hér í álfu fá hana senda til Islands fyrir $1.50 um árið. Heimskrinila News & FiMisliii Co. I*. O. Box 116 Winnipeg, Banltoba.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.