Heimskringla - 23.06.1904, Qupperneq 1
XVIII. ÁR.
Nr. 37
BAKER BLOCK.
47o MAIN STREET.
Þriöju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest-
anveröu á Aöalstrœtinu.
Phone 2685.
Við höfum aðeins fáar lóðir eftir
á Simcoe og Beaverly strætum.
Þeir, sem ætia sér að ná í lóðir þar,
ættu að gera f>að strax.
Lítið hús og 168 á Ross Ave., fyr-
ir vestan Nena St., $1.100.
Ágætar lóðir f FortRouge, nærri
Pembina St., á $150 hver.
Hús á ágætum stað í Fort Rouge'
aðeins 81,250.
Lóð á Elgin Ave., fyrir vestan
Nena St., á $250,
Eggertsson & Bildfell.
Tel. 2685 470 main street
Fregnsafn.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
STRIÐS-FRÉTTIR
Flotaforingi Skrydloff gerir alt,
sem hann framast getur, að komast
suður til Port Arthur, en hefir of-
urefli liðs að etja, þvf Japanar eru
miklu liðsterkari, svo litlar lfkur
eru til pess, að honum takist fyrir-
tæki sitt.
Eftir þriggja daga orustu í Wa
fang Kan urðu Rússar frá að
hverfa. Sagt er, að þeir hafi mist
þar 1500 liðsmenn og skilið eftir á
vfgvellinum 52 stórskotabyssur.
Þessi staður er 65 mílur frá Port
Arthur.
Mælt er, að Rússar hafi skotið á
hermenn f sjónum, eftir að þeir ó-
nýttu skijj þeirra. Þetta skeði ná-
lægt Vladivostock, og mælist illa
fyrir. Rússar leyfðu aðeins yfir-
manninum upp á skip til sfn, af
því hann er Breti.
Því er haldið fram, að heklur sé
að draga til vináttu og samkomu-
lags með Rússum og Bretum síðan
Bretar fengu bendingu frá æðsta
embættismanni sínum í Kína og
Japan, Earl Percy. En hún er
svo hljóðandi, að það séu samn-
ingar milli Kínverja, Rússa og
Breta frá árinu 1898, að eins lengi
og Rússar hafi herstöðvar í Port
Arthur og aðsetur þar, þá megi
Bretar hafa full umráð í Wei-ha-
wei, en það eru aðalstöðvar þeirra f
Kína. Nú vilja Bretar um fram
alt halda þessum stöðvum, en missi
Rússar Port Artliur, þá heimta
Kínverjar stöðvarnar af Bretum.
Blöðin halda því fram lfka, að
Rússar og Englendingar hafi einn-
ig koinið sér saman um, að taka
höndum saman f Thibet, og standa
hvor með öðrum yfirleitt f öllum
austrænum deilum.
Síðustu fréttir að austan segja
Japana vera komna svo nálægt
Port Arthur, að þeir séu nú aðeins
8 mílur frá bænum. Daglegar stór-
orustur eru þar háðar og mannfall
mikið á báðar hliðar, og það svo
þúsundum skiftir, að sagt er.
Rússar lmfa vfggirt staðinn 11
mflur út frá höfninni landmegin,
en Japanar hafa náð og ónýtt virki
þeirra á fyrstu 3 mílunum,' og eru
stöðugt að þumlunga sig nær aðal-
bænum.
Rússar söktu 2 japönskum mann-
flutningaskipum og drektu þar
þúsundum japanskra hermanna.
Aftur unnu Japanar mikinn land-
bardaga hjá Kai Chaw og feldu
þar yfir þúsund Rússa 1 einum bar-
daga og náðu miklum hergögnum,
þar á meðal mörgum fallbyssum.
Þessi frétt hefir kastað ótta yfir
Rússastjórn, sem jafnan hefir hald-
ið því fram, að herdeildir sfnar
væru óvinnandi.
Allar fréttir bera vott um, að
stórskotalið Japana sé öflugra en
Rússa; en svo er að sjá, að Rússar
beiti vel vopnum sínum og yfir-
leitt er mannfall á þeirra hlið
minna en hjá Japönum.
Svo er að sjá, að lierskipafloti
Rússa í Yladivostock hafi komist
þaðan til Port Arthur, og um leið
gert skipum Japana tvívegis all-
mikið tjón, án þess að Japanar
gætu unnið á þeim.
— Lord Dundonald, yfirherfor-
ingi í Canada, hefir komist í ónáð
við Laurier - stjórnina og verið
sviftur embætti. Herforinginn
gerði sig sekan f þvf, að ásaka
stjórnina um pólitiska hlutdrægni
í embættaveitingum við sjálfboða-
liðið, að hún hefði leynt köflum úr
skýrslum sínum og breytt á ýmsan
hátt þannig við sig sem herforingja,
að hann liefði álitið rétt að opin-
inbera það hnej7xli. Hann hefir
mætt misjöfnum dómum f blöðum
Breta fyrir þetta tiltæki.
— Þjóðverji einn f Philadelphia
hefir ótilkvaddur sagt lögreglunni
að hann hafi myrt unga konu í
Berlín á Þýzkalandi f febrúarmán-
uði 1901. Hann gaf sig fríviljug-
lega á vald lögreglunnar.
J. A. Wilcox, sem ákærður var
fyrir stórfeldan peningabréfa þjófn-
að, var dæmdur í vikunni sem leið
í sjö ára fangavist,. Hann framdi
þjófnaðinn í Norðvesturlandinu,
og var dæmdur af kviðdómi f
Regina.
— Stjórnin í Cuba hefir tilkynt
stjórninni í Canada, að hún ætli
ekki að framselja henni fjárglæpa-
manninn Hamel, sem strauk frá
Montreal til Cuba, eftir að hafa
framið þar ýmiskonar fjárbrall og
þjófnað.
Ungur piltur í Alberta, reiddist
svo mikið við föður sinn, sem var
að misþyrma móðir hans, að hann
hét að skjóta hann, ef hann' léti
ekki konuna vera. Faðirinn skeytti
þessu ekki en hélt áfram að berja
konu sína sem hljóðaði æ þvf meir
er hún var meira meidd, pilturinn
þreyf þvf byssu föður síns og skaut
hann til bana.
— Á miðvikudaginn var varð
hroðalegt slys nálægt New York.
LystisnekkjaD, General Blocum,
var á siglingu með 2,000 farþega;
mest af þvf voru sunnudagaskóla
börn, sem voru að njóta skemtnnar
þeirrar, sem venja er f þessu landi,
að sunnudagaskóla nefndir gleðji
börnin með einu sinni á sumri.
Eldur braust fram í skipinu, þegar
það var lengst frá landi, og sást
hann fyrst úr landi. Voru þá sett-
ir fram björgunarbátar, sem að
litlu eða engu liði urðu. Þegar
skipstjórinn tók eftir eldinum,
snéri hann óðar áleiðis til lands og
sigldi alt sem aftók. Eldurinn
þrengdi óðara að farþegum, sem
þyrptust aftur á skipið. Fjöldi
kvenna og barna fleygði sér í dauð-
ans ofboði í vatnið á leiðinni að
landi, og björguðust fáir. Af þess-
um 2,000 farþegum druknuðu og
brunnu um sjö hundruð, flest börn.
Mælt er, að presturinn og öll hans
familía hafi farist.
— Laurier hefir lýst yfir þvf, að
hann ætli að gera breytingar við
kosningalögin í Manitoba.
— Franskur maður að nafni
Schaumann, skaut fyrir skömmu
landstjórann á Finnlandi og sjálf-
an sig á eftir. Landstjórinn var
Rússi,og stóð í þinghúsdyrum, þeg-
ar hann skaut hann.
WINNÍPEG, MANITOBA 23. JtJNÍ 1904.
PIANOS og ORGANS.
Heintzinnii «Sfc Co. Píriiom.-Bell Orgel.
Vér seljuni með mánaðarafborgunarskilmálum.
J. J. H McLEAN &CO. LTD.
530 MAIN St. VVINNIPEG.
NEW YORK LIFE
JOEtN A. McCALL, president
w
Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út
170 þús. iífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð $326. miliónir doll.
Á sama ári horgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16
miliónir doll., og tii lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað-
áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sðmuleiðis lánaði félagið
$32 þús. meðlimum út á lífsábyrgðarskírteini þeirra nær því 13
miliónir doliars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á
Siðastl. ári 5| mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í þvi, sem er
$1,250,000 meira en borgað var til þeirra á árinu 1902. Lífsábyrgðir
í gildi hafa aukist á siðastl. ári um 161 millionir Dollars.
Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru $1,745 niilionir
Allar eignir félagsins eru yfir .352J million Dollars.
C. Olafnon,
AGENT.
J. W. Horgan. Manager,
GRAIN EXCHANGE BUILDING,
W I flNT 3ST IPE Gr.
— Ofsastormur og hellirigning
gekk yfir Cuba snemma í síðustu
viku. Svo var ofviðrið og úrfellið
mikið, að sllkt er talið eins dæmi.,
A 5 klukkutfmum var regnfallið
14 þumlungar. Bæði fólk og fén-
aður fórst og lönd og akrar lögðust
í eyði, brýr og járnbrautir skoluð-
ust víða burtu. Fregnþræðir og!
málberar urðu ónýtir, og námarj
urðu víða fleytifuilir af vatni, og)
þarafleiðandi druknaði vinnulýðurj
f þ(‘im víða.
— Brenna mikil var í Rat Por-
tage á föstudaginn var. Þar brunnu
verkstæði og 13 fveruhús. Skaðirin
metinn $140,000.
— Michael Schiller, konumorð-
ingi, var tekinn af í Columbia bæn-
um f Ohio ríkinu á föstudaginn
var. Aftakan fór fram moð raf-
magnsstraum. Tvisvar sögðu lækn-
arnir hann dauðann, en maðurinn
raknaði við. I þriðja sinn var
settur 1800-volts straumur á mann-
inn, og var hann eftir eina mfnútu
lýstur dauður.
Fólk, sem við var statt, ætlaði að
ganga af göflunum, þegar það kom
upp í annað sinn, að fanginn var
lifandi. oglá við upphlaupi.
—- Sambandsstjórnin liefir í
liyggju, að kaupa járnbrautarspotta
austur frá, sem heitir Canada East-
ern, og leggja hann við Inter-
colonial brautina. Verðið er$800,-
000. Með þessu viðurkennir hún
stefnu Bordens um þjóðeign járn-
brauta, að hún sé ekki óbrúkandi
að öllu leyti.
— R. L. Borden, leiðtogi Con-
servativ-flokksins í Canada, var 50
ára gamall á laugardagiun var.
Vinir hans liéldu honum iriikia
veizlu í Montreal og gáfu honum
og konu hans borðbúnað úr skíru
silfri. Leiðandi menn flokksins
úr öllum pörtum rfkisins komu til
að heiðra næsta stjórnarformann
Canada.
— Anarkisti í Svisslandi skaut
og særði á höfði sendiherra Rússa
þar þann 10. þ.m. Hann er rúss-
neskur að ætt, en hefir víða farið
og alstaðar komið sér illa. Árið
1901 var hann gerður útlægur úr
Danmörku fyrir eitthvert lagabrot
þar. Hann afsakar glæp sinn með
þvf, að segja, að Rússastjórn hafi
ranglega haft af sér allar eignir
sfnar og haldið sér 40 mánuði í
fangelsi án saka.
— Rússastjórn liefir breytt lög-
um þeim, sem bönnuðu Gyðingum
að búa innan 12 mflna frá landa-
mærum Rússlands, þannig að þeir
mega hér eftir búa alstaðar innan
takmarka ríkisins og njóta að
ýmsu leyti jafnréttis við rússneska
borgara.
- Nýlega hefir einn af aðal-
bönkunum í Osaka-borg í Japan
orðið gjaldþrota. Ástæðan fyrir
þessu er ekki ljós, en þó er það
álitinn vottur um fjárhagslegan
veikleika þjóðarinnar.
— Formaður Forestersfélagsins,
Dr. Oronhyatekha, kom til St.
Catherines í Ontario þann 17. þ.m.
og fékk þar góðar viðtökur. 450
manns gengu í félagið á þeim
fundi.
— Nokkrir drengir voru að leika
sér í bænum Pretolea, Ont., í síð-
ustu viku. Þeir tóku einn dreng-
inn og settu snöru um háls honum
og hengdu hann upp í hálfa mín-
útu; drengurinn beið bana af.
— Allar baðmullar stofnanirnar
f Austur-Canada ætla að loka verk-
stæðum sínum yfir júlímánuð, og
sumar um lengri tfma. Eigend-
urnir segja, að iðnaðurinn borgi
sig svo illa, vegna skorts á toll-
vernd, að óvíst sé, að hægt sé &ð
halda vinnu áfram svo hún borgi
sig. Þúsundir manna tapa atvinnu
við þetta.
ÍSLAND.
Eftir Eeykjarík 6 Maí.
Lausn frá ombætti frá 1. Okt.
samkvæmt ósk sinni hefir rektor
Björn M. Olsen Dr. phil. fengið
sakir bilaðrar heilsu.
Frá s. d. er hr. rector B. M. 01-
>n útnefndur prófessor (13 tignar-
* ‘4 )
Settir 8/slumenn: cand. jur.
Páll V. Bjarnason í Eyjafjarðar.s.
og bæjarf, á Akureyri 19. marz;
cand. jur. G.Björnsson í Skagafj.s.
25. apr — báðir frá 1. maí að telja.
18 Maí
Gapaslys vildi til fyrir helgina
hérna fyrir innan bæinn. Tveir
menn komu inn á veginn og reið
annar þeirra ofan á stúlku, sem
var að koma úr laiigum. Stúlkan
féll um koll, fór hesturinn yfir hana
og virðist hafa stfgið á herðarnar á
henni. Mennirnir flengriðu áfram
og skiftu sðr ekkert um stúlkuna,
Hún er sfðan mikið lasin.
Nýdáinn hér f bænum 13. þ. m.
eftir skamma legu cand. pliil. Ei-
i'kurSigurðsson Sverrisen, freklega
hálf fertugur að aldri, f. 23 des.
1867. Hann var sonur Sig. sál.
Sverrisen, sýslumanns í Strandas.
Hann var kvæntur Hildi Jóns-
dóttur, prests Bjarnasonar Thorar-
ensen frá Stórholti. Hún lifir
inann sinn.
Kaldhryssingslegt nú sfðustu
daga, snjóað f fjöll.
•‘Fjallkonan” er nú fullyrt að sé
seld frá næsta nýjári, auðvitað
eiuhverjum utanbæjarmanni.
>
* 1 Eftir Tagólfi, 11 raaí
Valgarður Olafsson Breiðfjörð
kaupmaður lést eftir fárra daga
legu úr lungnabólgu á leið hingað
til lands með póstskipinu 16. f. m.
og liafði liann komið fársjúkur á
skipið í Leith, en læknir sá er skip-
stjóri hafði fengið til þess að vitja
hans þar, gerði ekkert úr því að
hann væri veikur, og kvað óhætt
að hann væri á ferli. Var það
sami læknirinn er vitjaði séra
Ólafs Helgasonar áður en hann dó.
Eftir Þjóðviljanum, 3. Maí.
Á hvalveiðastöðinni á Patreks-
firði er áformað, að bygð verði
kirkja á komandi sumri, og á það
að verða steinsteypuhús.
Kirkjan verður bygð fyrir sam-
skotafé, og að nokkru fyrir lánsfé,
er sparisjóður á Patreksfirði veitir.
Danska varðskipið “Hekla” náði
n/ skeð við Vestmannaeyjar í
enskan botnverping, er kærður
hafði verið fyrir botnvörpuveiðar
f landhelgi, og var skipstjórinn
sektaður um 900 krónur.
Cand jur Páll Bjarnason Vída-
lín hefir verið settur s/slumaður
f Eyjafjarðars/slu og bæjarfógeti
á Akureyri frá 1. maf þ. á.
Frá sama er cand. jur. Guðm.
Bjíirnsson settur sýslumaður í
Skugafjarðars/slu.
9. maí
20 Marz síðastl. kviknaoi í fjósi
hjá sfra Vigffisi Þórðarsyni á Hjalla
stað og köfnuðu allar kýr prests-
ins, 3 að töl*, sem og reiðhests-
efni er þar var.
Próf. Einar Jónsson í kirkju-bæ
sendi sfra Vigfúsi að gjöf eina af
kúm sfnum, jafnskjótt og hann
frétti tjónið.
23. april síðastl. andaðist í Kvfg-
indisdal í Barðastrandar.-ýslu upp-
gjafapresturinn Magnús Gfslason
prests Ulafssonar í Sauðlauksdal,
84 ára að aldri, fæddur 23. des-
ember 1819.
5. þ. m. gerði loks hlfindi, og
blíðviðri, og hefir síðan oftast
haldist sunnanátt, svo að jörð
lifnar nú óðum, ef lík veðrátta
helzt. “
Ábyrgðarmenn sparisjóðsins á
Seyðisfirði liafa ályktað, að sam-
eina sparisjóð sinn, sem þar er;
við væntanlegt útibú frá hluta-
félagsbankanum.
Þetta kvað hafa verið ályktað
er bankastjóri Emfl Scliou var
nýlega staddur þar eystra.
Nú er mælt, að seðlar hluta-
félagsbankans verði ekki fullgerðir
erlendis, fyr en l.júnf næstk., svo
uð bankinn geti ekki byrjað fyr
en um miðjan júní.
14. Maí
Úr strandasýslu (norðanverðri)
er “Þjóðv.” ritaði 1. Maf: “Tfð er
hér fremur slæm, og menn því
komnir f vandræði með skepnur
sfnar, því nú er lieyruddinn, og
komið, að þrotum lijá all-mörgum
en ekkert hefir enn orðið vart við
haffs, og lifa menn þvf í voninni
um betri tfma.
Strandauppboð var haldið 15.
apríl síðastl. á hinu strandaða
gufuskipi “Kong Inge”, og var
skipsskrokkurinn seldur Thore
félaginu fyrir 3150 kr.
Meistarapróf f stærðfræði tók í
f aprfl síðastl. við liáskólann 1
Kaupmannahöfn Olaf ur Dan.
Daníelsson.
28. aprfl síðastliðin andaðist að
Hnina í Árnessýslu ekkjufrú Sig-
rfður Stefánsdóttir Briem, ekkja
síra Jólianns sáluga Briem, er
lengi var prestur í Hruna.
Tíðarfar hefir verið einkar blítt
og fagurt þessa vikuna, svo að
tfin eru nú víða ögn farin að
litkast.
U(an úr skógi
I. ÚTI í SKÓGI
Úti’ þessum eyðiskóg
Öndveg skipar kyrð og ró.
Varla hingað vindblær nær.
Vetrardvöl hér er mér kær.
Skógarbeltin skýla vel
Skörp þó komi frost og él.
Ýtum finst hér útlegð næst,
Er elska borgarlffið glæst;
En hér við skógarbeltin breið,
Sem bezt ég uni minni leið;
Hér við laufgan limgarð minn
Ég líf og djúpan unað finn.
Seilast bjarkir sólu mót;
Samt er mýri þarna ljót.
En kringum þetta forarfen
Falleg standa espitrén.
En þvf breyta í engiblett
Ætti’ okkur hér að veitast létt.
Grafðu þar sem þörf er á,
Það eitt dugnað sýna má;
Hikaðu’ ei við höftin breið.
Harðsótt er liver frægðarleið.
Feni snúðu í fagran völl,
Fúnu hreysi í glæsta höll.
Þ/tur um skóginn þýður blær,
Þjóðkært vorið iærist nær,
Með öll sfn fögru blóm og blöð,
Börn, sem elska, frjáls og glöð,
Og jafnvel öldin ellimædd,
Sem er við ljós og frelsi hrædd!
Sumarblfðan signir grund,
Sólin skfn á grænan lund.
Laufskrúð þetta lfkar mér;
Lifandi guð! það er frá þér.
Var Edengarður fegri fold,
En frjósöm þessi kjörlandsmold?
Heyrist þrusk og þungur gnýr,
þruma nú í lofti býr;
Ómur hennar, eimrödd þung,
Öflin vekja djörf og ung
I minni sál. Það mærðarlag
Mínumjyftir hug í dag.
Yndi felst í ógnaleik,
Oft er sál mfn treg og veik,
Og þó er henni hættan kær;
Minn hugur dýpsta svölun fær,
Þá lff mitt næst er dauðans dör,
Sú dirfð mér veitir sálarfjör!
Hring mér, Kári, hrygð úr söng;
Hring þú skógar Lfkaböng,
Sjafnar-orð þitt Suðri kær
Sál mína’ ætfð lffgað fœr;
Og, Norðri, einnig ávörp þfn;
En oft þau skemma blómin mín.
Þótt mér lfki land mitt hér
Og laufgir skógar geðjist mér,
Samt ég þrái fjöllin frfð,
Frón mitt, þína Barnahlíð,
Fossa þfna, firði og nes;
Fegurð þfna bezt ég les.
Jön Kjærnested.
Rit Gests Pálssonar
Vinsamlegast vil ég mælast til við
alla þá útsölumenn að ritum Gests
Pálssonar, sem enn eru ekki búnir að
senda mér andvirði fyrsta heftisins, að
láta það ekki dragast lengur en til 1.
ágúst næstkomandi.
Winnipeg, Man., 10, júní 1904.
ARNÓR ÁRNASON,
644 Toronto St.