Heimskringla - 07.07.1904, Side 1

Heimskringla - 07.07.1904, Side 1
XVIII. ÁR. Nr. 39 WINNIPEGr, MANITOBA 7. JÚLl 1904. PIANOS og ORGANS. Heintxman & C«. Pianos.----Bell Orgel. Vér seljom með mánaðarafborgunarskilmáium. J. J. H' McLEAN & CO. LTD. 830 MAIN St. WINNIPEG. * $ NEW TORK LIFE JOHN A. McCALL, president. Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefír það gefíð út 170 þús. lífsábyrgðarskirteini fyrir að upphæð §326. miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfír 16 miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sðmuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum út á iifsábyrgðarskirteini þeirra nær þvi 18 miliónir dollars. Einnig hefír félagið skift á milli meðlima sinna á Siðastl. ári 5J mlión dsll., í vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er $1,250,000 meira en borgaðvar til þeirra á árinu'1902, Lífsábyrgðir i gildi hafa aukist á síðastl. ári um 191 millionir Dollars. Allar gildandi lifsábyrgðir við áramótin voru §1,745 milionir Ailar eignir félagsins eru yfír ...352J million llollars. C. Olafson, J. H, Horgan, Manager, AGENT. GRAIN EXOHANGB BOILDING, W I JST 3ST I P =E <3-. —rz. BAKER BLOCK. 47o MAIN STREET. Pritju dyr fyrir sunnan Bannatyne Ave., vest- anveröu ó ACalstrætinu. Phone 2085. Við höfum aðeins fáar lóðir eftir á Simcoe og Beaverly strætum. Þeir, sem ætla sér að ná í lóðir þar, ættu að gera f>að strax. Lítið hús og lóð á Ross Ave., fyr- ir vestan Nena St., $1.100. Ágætar lóðir í FortRouge, nærri Pembina St., á $150 hver. Hús á ágætum stað f Fort Rouge aðeins $1,250. Lóð á Elgin Ave., fyrir vestan Nena St,, á $250. Eggertsson & Bildfell. Tel. 2685 470 main street Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRlÐS-FRÉTTIR Þær eru helztar, að daglegar stór- orustur eru háðar í Manchuria, og veitir Jöpunnm yfirleitt betur. Sjóorusta mikil varð úti fyrir Port Arthur þann 23. þ.m. Tutt- ugu og fimm herskip Rússa á ýms- um stærðum lögðu út úr höfninni snemma þann dag og ætluðu að halda suður til Kóreu, en Japanar urðu þeirra varir og hófu strax skothríð á skipin. Þar scikk eitt af öflugustu skipum Rússa með 736 manns, en tvö önnnr skip urðu svo' löskuð, að pað varð að draga f>au inn á höfnina. Nokknr fleiri af skipum Rússa skemdust f þessum slag, og öll urðu f>au að hafa sig til baka inn á höfnina undir verndar- væng landvirkjanna. Sagt er að floti Japana hafi ekki skemst, svo teljandi sé, í þessari viðureign. Það telja fregnritar Evrópublaða að nú sé Port Arthur floti Rússa svo lamaður, að hann sé einskis nýtnr til að hjálpa málum þeirra við þar evstra, og hafi þvf Japanar lítið að óttast af hans völdum. Stórbardagi hjá Kaiping sem staðið hefir yfir nokkra daga milli 30,000 Japana og nokkru fleiri Rússa, lyktaði svo, að Japanar unnu sigur. Þrfr stórbardagar voru sfðar háð- ir f Norður Manchuria og stóðu yfir í tvo sólarhringa. Japanar unsu sigur í þeim öllum. Og svo kemur sú frétt, að enn eitt rússneskt herskip hafi eyði- lagst, og er það talið að vera af völdum Japana. Alt bendir á, að Japanar hafi í öllum höndum við Rússa, hvar sem þeir mæta þeim. En seint gengur þeim að vinna Port Arthur; eru þeir ennþá sagðir að vera átta mflnr frá aðal-bænum. Stöðugar stórrigningar eru nú daglegar þar eystra, svo að vegir eru sem næst ófærir. Rússar telja þvf líklegt, að Japanar haldi kyrru fyrir fyrst um »inn og haldi ekki liði sínu norður á bóginn. Um 700 danskir, norkir, svensk- ir og finrfskir vesturfarar, áleiðis til New York, drukknuðu af gufu- skipinu “Norge,” sem strandaði við Rockal sker, 290 mflur vestur frá Skotlandi, þann 28. f.m. Hvass- veður var svo mikið, að ekki varð ráðið við stjórn skipsins, og hafði það farið út af réttri leið, er það brotnaði. 800 manns voru á skip- inu, en 100 komust lífs af, svo vitan- legt sé. Þess er getið, að skipstjóri Gundel hafi staðið á stjómbrú skipsins, þar til það sökk í kaf og hann með því og drukknaði þar. — Fellibylur með miklu vatns- flóði ajddi yfir hluta af Utah á laugardaginn var, 2. þ.m., og gerði mikið eignatjón í SaltLake Cityog öðrum stöðum f rfkinu. — Kona ein í Ashcroft, B. C., dóttir Cornwall dómara var 1. þ.m. bitinaf höggormi í garðinum við hús sitt. Hún beið bana af bitinu. Walter Scott frá Yukon, með tólf þúsund dollara í gulli, á leið til Philadelphia, tapaði öllum fjár- munum sfnum. Ræningjar höfðu homist að þvf, að hann ætti skild- ingana og tóku þá svo frá honum meðan hann svaf f vagnlestinni. — Þingmaður McLean í Ottawa hefir komið fram með frumvarp um að lögleiða,' að jámbrautir í Can- ada megi ekki setja hærra gjald en 2c á hverja mflu, sem farþegar ferð- ast. Brautarfélögin mótmæla þessu sterklega. — Vínbannsflokkurinn í Banda- rfkjunum hefir á stórþingi, sem haldið var í Indianapolis 30. f. m. útnefnt Silas C Swallow frá Penn- sylvania til að sækja um forseta- stöðuna við næstu rfkiskosningar, og Geo. W. Carroll, frá Texas, til að sækja um varaforsetastöðuna. Flokkurinn samþykti og að hafa þessi atriði í stefnuskrá sinni: 1. Algert vfnbann í Bandarfkj- unum. 2. Þjóðlegan gerðardóm í ágrein- ingsmálum. 3. Kjörskilyrði skulu bundin við siðfeiðis- og vitsmuna-ástand kjósendanna. 4. Sameiginleg lög fyrir öll Banda- rfkin og hjálendur þeirra. 5. Senators séu kosnir með al- mennum atkvæðum. 6. Að réttlæti sé beitt gagnvart öllum auð- og verkamanna fé- lögum. 7. Að hjónaskilnaðarlögin séu end- nrbætt. 8. Að f jölkvæni sé með öllu aftekið. 9. Að endurbót sé gerð á þvf fyrir- komulagi, sem nú ra^Jur við ráðningu stjórnarþjóna. Flokkurinn á $11,000 í sjóði og $16,000 var skotið saman á fundin- um til að mynda kosningasjóð. — Ágæt kol hafa fundist áVan- couver eyju og gera menn sér góðar vonir um vænan arð af þeimfundi. — Æsingar miklar eru meðal manna á Italfu yfir þvf, að maður, sem myrti konu sína, var dæmdur í aðeins 11 daga fangelsi og 20 doll- ara sekt. Fyrir réttinum sannaðist, að hann var mesti reglu og spar- semdarmaður, en konan stórlynd, lauslát og málóð. Hún skammaði mann sinn án afláts fyrir vesaldóm og tuskuhátt, þar til hann misti vald yfir sér .og sló konuna, svo hún dó. Blöðum landsins þykir dómur þessi alt of vægur og heimta að framvegis verði dæmt harðar í slfkum málum. — Stjórnin í Queensland, Ástr- alíu, hefir sagt af sér af því hún hafði aðeins 1 atkv. umfram við at- kvæðagreiðslu í þinginu f máli, sem henni fanst mikilsvarðandi. — Rasouli, stigamannaforinginn í Morocco, hefir fengið 70 þúsund dollars til þess að sleppa þeim Per- dicaris og Varley, sem hann tók til fanga fyrir nokkmm tfma. Vel hafði farið um þá meðan þeir voru í hðndum stigamanna. En ilt er það til afspurnar, að einn stiga- maðnr skuli geta kúgað heimsins stærstu þjóðir til þess að gjalda sér offjár til að láta laust það, sem hann stelur. Frakkar hafa nú samt gert ráðstafanir til þess, að koma á svo öflugu stjórnarskipulagi f Mor- occo, að þetta geti ekki komið fyrir framvegis. — Adolph Perrault í Rat Por- tage trúlofaðist stúlku þar í bænum og fékk hjá henni þrjú hundmð dollars til að kaupa fyrir húsmuni til búsins; hann strauk með pen- ingana, en lögreglan náði piltinum. Hann var dæmdur f tveggja ára fangelsi og að borga stúlkunni til baka fé hennar. — Tyrkja soldán hefir gefið út skipun um, að greiða fullar bætur öllum þeim Armeníumönnum, sem hafa orðið fyrir ofsóknum af völd- um tyrkneskra hermanna. Alment er álitið, að þessi skipun sé gerð til að koma í veg fyrir, að nokkrar þvingunar ráðstafanir verði gerðar af nefnd þeirri, sem kemur saman í London þanp 29. þ.m., til að ræða Armenfu málið. — Kolanámi mikill er sagt að sé fundinn í Klettafjöllunum, inn- an 8 mílna frá Banff. Kolin em sögð ágæt og mesta gnægð af þeim. C.P.R. félagið hefir ákveðið, að láta strax opna náma þennan og lofað að selja kol framvegis, þegar það er búið að koma námanum 1 vinn- andi horf, miklu ódýrara en þau hafa áðnr verið seld hér í Norð- vesturlandinu. — Það er á orði, að Dr. Mclnnis í Brandon sæki nm Dominion þing- sæti fyrir Brandon kjördæmið móti Hon. C. Sifton við nœstu kosning- ar. Conservatives þykjast vissir um, að doktorinn vinni sigur f þeirri viðureign. — Tvær konur voru fyrir lög- reglurétti í síðustu viku fyrir flæk- ing og drykkjuskap. Þær hafa báðar lengi átt heima f Winnipeg og verið dæmdar yfir hundrað sinn- um fyrir sömú sakir. Onnur hefir í síðastliðin nfu ár alið sjö ár f fangelsi, og er hún sjaldan úti úr því nema fáa daga f einu, þar til hún er tekin aftur fyrir flæking og fyllirí. Hin konan hefirekki verið eins lengi f fangelsi samtals, en hælir sér af því, að hún hafi sætt fleiri dómum. ÍSLAND. Eftir Norðurlandi, 28. mdí Á Ströndum sögðu farþegjar með “Skálholt” að horfur hefðu verið illar; gaddur var þar ofan að sjó. Samt er sagt, að fellir verði þar hvergi. Sfra Amór Ámason á Felli f Strandasýslu hefir sagt af sér prestsembætti. Guðm® Björnsson cand, juris á Klömbrum er settur sýslumaður í Skagafjarðars/slu fra byrjun þessa mánaðar. Úr Húnavatnss/slu austanverðri er skrif.að 18. þ. m.: Tfðin köld og óstöðug. Sfðan á páskum má heita að hafi verið neyðartíð. Þó vona ég að Húnvetningar komist slysalftið af með skepnur sfnar, því víða er töluvert heyja- ráð enn til, þó að sumir séu nú að verða og orðnir Keylausir. Úr bréfi frá Seyðisfirði dagsett 21 Maí 1904: Það er eftirtektavert.hversu mjög þetta síðasta vorhret virðist hafa kveikt og eflt Ameríkuhug meðal manna hér. Menn, sem ekki hef- ir heyrst getið um, að fýsti til Ameríku, taka sig nú upp í flug- hasti og eru eftir sólarhrings um- hugsunar og undirbúningstíma al- búnir til brottferðar. “Vesta” kom hér 19 þ. m. með 24 vesturfara; þar af höfðu 4 farið á skip á Sauðárkrók, en 20 á Akureyri. Hér bættust 12 við, þar á meðal Andr. Rasmussen, fyrv. kaupmaður hér á Seyðisfirði, með konu og 2 böm. Vesturfarar létu vel af Godtfredsen skipstjóra fyrir umhugsunarsemi og nærgætni við þá, og umhugað lét hann sér um það hér, að gætt væri alla lögskip- ana um útflutninginn. Vesta lét héðan beint í haf, með þessar 3 tylftir tapaðra sona og dætra—tap- aðra fyrir okkur. En okkar beztu óskir fylgi þeim! “Ceres” er væntanlegur hingað á morgun og með henni munu all- margir vesturfarar fara héðan. Þessir eru tilnefndir meðal annara: Steinþór bóndi Árnason fra Þor- valdsstöðum á Langanes-strönd, Stéfán bóndi Jónsson frá Leifs- stöðum í Vopnafirði, Egill bóndi Árnason frá Bakka í Borgarfirði, þurrabúðarmennimif Guðmundur Magnússon, Hallur Magnússon og Guðjón Hermannsson frá Búðar- eyri o. fl. Allir fara þessir menn með fjölskyldur. Það er sárt, hð missa fólkið þann ig út úr landinu, þar sem vafalaust er vinnukraftur, næst á eftir gagnaukinni mentun og þekkingu, er okkur vanhagar mest um. En eins og það er vítavert að tæla menn vestur um haf með oflofi um Ameríku, eins væri það rangt og ómannúðlegt, að láta menn ekki sjálfráða í þeim efnum. Verum vissir um það, að þetta lagast af sjálfu sér, ef okkur gæti auðnast að auka svo þekkingu okkar og manndáð, að við yrðum færari um að mæta óblíðu náttúrunnar og færa okkur í nyt þau gæði, sem landið og hafið umhverfis hefir að bjóða. Að þessu á öll fram- faraviðleitni okkar að stefna; þá mun straumafl vesturfaranna smátt og smátt hverfa inn f það afl, er vinnur að hagsældum landsins. 21. maí, Stofnunarkostnaður við klæða- verks>: iðjuna með því nafni í Rvík hefir orðið 78t4 þús. kr. Mikil aðsókn er að verksmiðjunni nú þegar vfðsvegar að, segir ísafold svo talin er þörf á að bæta við 3 vefstólum, svo að þeir verði 6 als. Höfuðstóll aukin í þvf skyni. Sundlaug nýrri ætla Reykvíking ar að koma sér upp við laugalæk- inn. Skýli á að vera yfir henni allri; nota má hana alt árið og 800 manns geta laugað sig á dag. Kostnaður er áætlaður 4500 — 5000 krónur. Kaupskipið “Ásta” frá Keflavík syðra rak þar upp með alfermi af útlendum vörum 4 þ. m. og brotn- aði alveg. Mannbjörg varð. Fiskiskútu^frá Stykkishólmi, er “Ægir” hét, var hleypt t vor til skipbrots upp í vörina á Látrum við Látrarbjarg. Skipverjar kom- ust á land þurrum fótum. Skipið var nærri sokkið af leka. Gaddavírslögin. Langt er víst »íðan er nokkur lög hafa fengið aðrar eins viðtökur hér í landi. Enginn maður, er á þau minnist opinberlega, virðist vilja mæla þeim bót. Og mótspyrnan er alveg ó- venjulega ákveðin. í viðbót við alt það, sem áður er búið að skrifa gegn þeim í blöðum vorum, flytur ísafoldar frá 7 þ. m. mótmæli gegn þeiníífrá 10 merkum mönnum vfðs- vegar í landinu. Þar af bafa nafn- greint sig: Jónas Eiríksson skóla- stjóri á Eiðum, Eyjólfur Guðmunc son á Hvoli í Mýrdal, síra Einar Thorlacius á Saurbæ, Jósef Jóns- son á Melum, Árni A Þorkelsson á Geitaskarði, Björn Pétursson á Hófsstöðum í Skagafirði, Zoph. Halldórsson prófastur í Viðvík og Ól. Sigurðsson dbrm. á Ási. I nótt andaðist að Möðruvöllum í Hörgárdalekkjan Jórunn Magnús- dóttir, 74 ára að aldri, tengdamóðir Stefáns kennara Stefánssonar. Töluverðan snjó rak niður fyrir hluta þessarar viku með vonzku- veðri, og má nærri geta, hvernig það hefir komið sér um sauðburð- inn. Alment nokkuð kvartað um heyskort. í hörðustu útsveitum er víst jarðbönn enn. í dag er hláka. Hríð fékk siglufjarðarpóstur á Reykjaheiði 20 þ. m., svo mikla að hann fór ekki alveg rétt. Regluboði Goodtemplara, organ- isti Sigurður Eirfksson frá Eyrar- bakka, kom hingað með “Evvfvu” og ætlar að vinna að bindindis- málum norðanlands um nokkurn tíma. Barnaskólanum hér í bænum var sagt upp 14 þ. m., 110 börn hafa notið kenslu þar í vetur, Af þeim voru 13 fermd dagiun eftir. 28 börn voru innan 10 ára. Flest voru hér á skólanum í einu 104 böm og 35 mest f einni deild. En ekki tóku vorpróf nema liðug 70 börn, vom mörg komin út f sveit eða farin að gefa sig við ymsum störfum hér f bænum. Tfðarfar hefir verið ágætt þessa viku, enda flestum þótt tími til kominn að skifti um til batnaðar. “Júlíus” fiskiskip, eignJ. V. Hav- steens, hefir rekið á land á Horn- vík. Menn björguðust. Tvö hákarlaskip, “V íkingur” eign Gudmanns Efterfl., hefir mist út einn mann, og “Fljóta Vfkingur” annan. Mennimir hétu Páll Her- mannsson og Á. Björnsson,báðir úr fljótum og báðir góðir smiðir. “Fljóta-Vfkingur hafði eitthvað skemst. Til eins hákarlaskips, “Christ- ians” eign Gránufél. og fl. hefir ekki spurst. Formaður er Sigurð- ur Halldórsson frá Grund í Svarf aðardal, flestir eða allir mennirnir munu vera þaðan. Menn eru hræddir um, að það kunni að hafa farist. Um afla hefir það frézt, að “Henning” og “Víkingur” hafi komið á Patreksfjörð, “Henning” með um 150 tnr. lifrar, og “Vík- ing” með 60 tnr. Safnaðarfundur verður haldinn sunnudagskveldið kemnr (10. þ.m.) eftir messu í sam- komusal Únitara, Cor. Nena St. og Notre Dame Ave. Allir hlutaðeig- endur beðnir að mæta. • Th, Borgfjörð, forseti, pr. R. P. Rit Gests Pálssonar Vinsamlegast vil ég mælast til við aila þá útsölumenn að ritum Gests Pálssonar, sem enn eru ekki bnnir að senda mór andvirði fyrsta heftisins, að láta það ekki dragast lengur en til 1. ágúst næstkomandi. Winnipeg, Man., 10, júni 1904. ARNÓR ÁRNASON, 644 Toronto St. íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Winni- peg 2. Ágúst næstkomandi í Elm Park. Það var álitin heppilegasti staðurinn, sem nefndin átti völ á að fá fyrir hátíðahaldið á þessu ári. I þeim garði eru öll þau tæki, sem útneimtast til skemtunar og þæginda öllum þeim sem sækja hátíðahaldið. Ræðupallur. dans- salur, hringreið og veitiugasalur er í garðinum. Sömuleiðis rólur og sæti milli trjánna, þar sem fólk getur skemt sér og hvílt sig á ár- bakkanum. 250 hringreiðar miðar verða gefnir börnum þeim ókeypis, er sækja hátíðarhaldið og yfirleitt lætur nefndin sér ant um að hafa allan undirbúning svo ágætan sem frekast eru föng til. Islendingar þekkja þennan skemtistað svo vel, að ekki er þörf að lýsa honum. Það nægir að segja að hann er sá náttúrnfeg- ursti blettur, sem fáanlegur er nokkursstaðar í nánd við Winni- pegogþóvfðar sé leitað, og fólk getur átt víst að njóta þar ánægju- legra skemtana. Síðar verður auglýst program dagsins ásamt með ræðum, kvæð- um ogöðrnm skemtunum. Nefnd- biður Islendinga að festa huga sinn við daginn og að sækja hann vel þann 2. Ágúst næstkomandi. Nefndin hefir ákveðið að hafa afl- raun á kaðli meðal annara skemt- ana, 8 menn á hvora hlið, giftir móti ógiftum. 20 dollara verð- laun verða veitt þeim er vinna og glaðning verður veitt þeim sem tapa. Skrifari „Sports“-nefndar- innar, herra Magnús Markússon, gefur allar nauðsyidegfy upplýs- ingar þessu viðvikjaudi. Nefndin óskar að fslenzk heljarmenni taki sig saman um að gera skemtan þessa ánægjulega fyrir fólkið. Kappsund verður «innig þreytt og 2 verðlaun gefin fyrir það. Nefndin óskar að ekki færri en 5 menn taki þátt f þeim kappleik. Séra Oddur V. Gíslason frá Icelandic River, biður oss að geta þess, að 6. sunnudag e. Trinitatis 10 Júlf, embættar hann hjá söfnuði sínum í Wild Oak og Big Point, Man., ferðast þar um sem prestur, trúboði og læknir. Hann viðhefur “ Adkin’s ” að- ferðina, sem fullnuma í Yitaology o. fl. frá “lnstitute of Physicians and Surgeons,” New York, sam- kvæmt Diploma af 23. marz 1904.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.