Heimskringla - 07.07.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.07.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 7. JTJLÍ 1904 Heimskringla. PUBLISHED BY Tb Heimskringla N'ew^i Pablishing Co. Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um Arið (fyrir framborgaö). Senttil íslands (fyrirfram borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaévís- Onir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar meö afföllum-. B. L. BALDWINSON. —i Editor & Manager ^ OFFICE : 727 Sherbrooke St., JVinnipeg P. O. BOX 116. Stefnufesta Stefnufesta ber ætfð vott um lunderni mannsins og staðfestu 1 karakter, og þykir hið bezta ein- kenni á mönnum, félögum, flokk- um og f>jóðum. Stefnufestan ber og vott um skarpskygni, framsýni eða hagsýni, eða hvað sem menn vilja nefna það. Þegar maður tek- ur sér fastákveðna stefnu í ein- hverju máli, þá er jafnan svo, að hann hefir hugsað pað mál til hlýt- ar og komist að ákveðinni niður- stöðu í því, og samkvæmt þeirri niðurstöðu hefir hann svo myndað stefnu sína og ásetning að vinna henni braut til sigurs. Og f>að fer einatt svo, að f>egar stöðugt er unn- ið að sama marki, fá verður til- ganginum náð fyr eða síðar. Fólk lærir að þekkja og meta hvem þann, er svo vinnur; lærir að bera traust til hans og virðingu fyrir honum. Slfkum mönnum græðast vinir úr óvæntustu áttum og fylgi þeirra vex því meir, sem þeir eru lengur, meira og betur f>ektir. Þetta eru áreiðanlegu mennirnir, menn vita ætfð, hvað f>eir em og hvar f>á er að finna, En f>eir þar á móti, sem þekktir eru að hringl- anda hætti og stefnuleysf, hvorki ná nö verðskukla tiltrú og virðingu meðbræðra sinna. Stefnuleysi þeirra lýsir jafnan karakterleysi, hugsana sljóleik og lævfsum hugs- unarhætti eða þankagangi. Slíkir menn berast eins og lauf fyrir vindi; þeir eru liér í dag og þar á morgun; enginn veit með neinni vissu, hvenær eða hvar þá er að finna f nokkru máli. Þeir vita sjálfir ekki vilja sinn stundu leng- úr. Slíkir menn era í engu áreið- anlegir. Það sem gildir um ein- staklinga, gildir og um flokka í þessu efni. í Canada eru aðeins tveir stór- flokkar, sem hér skal getið. stjórn- málaflokkarnir, sem skiftast á um völdin í ríkinu: Conservative - flokkurinn hefir eina stefnu, verndartolla stefnuna, sem hann telur óumflýjanlega fyrir vöxt og viðgang rfkisins, þvf sú stefna virtnur tvent í einu: I fyrsta ♦ lagi veitir liún rfkinu á hagfeld- astan hátt f>ær inntektir, sem nauð- synlegar eru til f>ess að liægt sé að auka árlega og bæta opinber al- menn þarfa fyrirtæki, svo Sem skipaskurði, hafnbætur, herafla, járnbrautir, póstflutninga og fleira. Og í öðru lagi hefir stefna sú það til sfns ágætis, að hún verndar og eykur iðnað í landinu, sem miðar til þess að auka atvinnu íbúanna og launa þeim hæfilega fyrir starfa sinn. En undir þessu tvennu: nægum inntektum, lögðum á í rétt- um hlutföllum við gjaldþol ein- staklinga, og sfvaxandi atvinnu- vegum, er gefi sívaxandi fjölda fólks stöðuga vinnu með sæmileg- um launum, er komin öll vellíðan og framför hverrar þjóðar. Engin þjóð hefir skilið þýðingu og ágæti þessarar stefnu betur en Bandaríkin, og engin f>jóð hefir tekið meiri framförum en hún á sfðasta aldarfjórðungi. Þessa sömu stefnu hafa og Con- servativar f Canada jafnan haft og hafa enn. Þeir hafa aldrei breytt frá henni og breyta ekki frá henni, þegar þeir fá völdin næst. Flokk- urinn stendur og fellur með henni, og fbúar ríkisins vita upp á hár hvemig stefnan hefir gefist hér í Canada og annarstaðar, þar sem hún hefir verið viðtekin og þeir vita einnig, hvernig hún muni gef- ast undir Conservative-flokknum, þegar hann tekur næst við rfkis- stjórn. Það er gersamlega þýð- ingarlaust, að lialda því fram, áð verndartolla stefnan auki verð hlutanna, því f>að er sannreynt, að svo er ekki, nema að mjög litlu leyti og sú hækkun er meira en bætt upp með hækkuðum vinnu- launum. Aldrei hefir t. d. verið dýrara að lifa hér f Manitoba held- ur en einmitt nú, þegar frjálsverzl- unar-stjórnin situr að völdum, og engin verzlunarvara er að tiltölu dýrari liér í borg en eldiviður, sem þó er tollfrf, eða því sem næst. D/rleiki lffsnauðsynja fer als ekki eftir því, hve hár eða lágur tollur er á hverri sérstakri vörutegund, heldur eftir innanlands samkepni á eina hlið, sem jafnan hefir þær afleiðingar, að færa verðið niður á lægstu tröppu, og verzlunar samtök kaupmanna á hina hlið, sem ætfð miðar að þvf, að halda vörunum í sem hæðstu verði. En verndar- tolla stefnan hefir þann aðaltil- gang, að auka iðnað og atvinnu í landinu, og að halda innfluttum keppi-varningi í því verði, að hann ekki eyðileggi innlenda iðnaðinn, en verðið miðað við framleiðslu- kostnað og sá kostnaður bygður á því principi, að verkalýðurinn hafi jafnan sæmileg laun fyrirverk sitt. Þetta er f>að sem nefnt er adequate protection, eða nægileg tollvernd. Þetta er og hefir ætíð verið stefna flokksins, óbreytanleg og ævarandi, eamsvarandi ríkjandi stefnu Banda- ríkjanna. Hinn svo nefndi frjálslyndi flokkur, eða frjálsverzlunar flokk- urinn í Canada, hefir þar á móti ekki síðan hann varð til, haft neina fastsetta stefnu f stjórnmálum. Þeir herrar hafa hringlað frá einni stefnu til annarar og haft ýmist nýja eða mjög breytta stefnu frá þvf, sem óður var, fyrir hverjar kosningar. Til dœmis má geta f>ess, að Sir Wilfrid Laurir var tollverndunar- maður fyrir árið 1878. Svo breytti hann skoðun sinni og hélt fram ó- takmörkuðum vömskiftum við all- ar þjóðir og írjálsverzlun á megin- landi Ameríku. Þessa stefnu hélt hann við um tfma, en f>ó varð hún skammlíf f huga hans, og f>á tók við frjálsverzlunarstefnan eins og hún er á Englandi; en sú stefna er f>annig samsett, að það eru inn- og útflutningstollar og beinir skattar. Með f>essari stefnu á fána sínum, og dauðadópisákvæði yfir tollvernd- unarstefnunni, vann flokkur hans kosningar 1896. Sfðan hefir stefn- an breytst, svo að nú er liún f raun réttri orðin vemdartolla stefna, en þó svo laus og óákveðin, að engin trygging er fyrir {>vf. að hún verði að gagni. Sir Wilfrid Laurier sagði f fyrra, að hann væri hvorki tollvemdunar- né frjálsverzlunar- maður og að hann væri alt af að verða meira conservative með aldr- inum, og er það eðlilegt, eftir þvf, sem hann vex að lífsreynslu og hags/ni. En á þessu yfistandandi þingi sagði hann fyrir fáum dög- um: “Yér höfum breytt stefnu vorri samkvæmt þeim örðugleikum, sem hafa komið upp.” A ensku er þetta svo í Hansard: “We have altered our policy according to the difficulties that arose.” þetta er hin þægilegasta stefna, sem nokk- ur flokkur getur haft, sú að sí- breyta stefnu sinni eftir því, sem flokkurinn telur sér happadr/gst í það og p>að skiftið; en þessi stefna er í sannleika ekki annað en 'stefnu- leysi. Og svo hefir það jafnan verið fyrir Liberal-flokknum, að hann hefir enga fastákveðna stefnu haft í ríkismálum frá {>ví fyrsta, að hann var til alt fram á þennandag, og því er öll framtíðar stefna þess flokks óviss í hæðsta máta. Það eina, sem er algerlega áreiðanlegt, er það, að aðal-liður í stefnuskrá þess flokks, frjálsverzlunarstefn- an, er nú algerlega yfirgefin og í hennar stað tekin upp tollverndun- arstefnan, einmitt það, sem Con- servatives hafa ætíð barist fyrir. En með þessari breytingu er játað, að frjálsverzlunar hugsjón Liberals á liðnum árum hafi verið á sandi bygð. Hún var handhægt meðal til að beita meðan flokkurinn var ábyrgðarlaus í þinginu, og til að kasta því sem ryki í augu almenn- ings. En með ábyrgðinni, sem völdunum fylgir, hefir sú reynd á orðið, að Free Trade er í fram- kvæmdinni eins ómöguleg, eins óg hugsunin, sem hún er bygð á, er óhagsýn. Þó má vænta þess, að flokkurinn haldi áfram að kalla sig frjálsverzlunarfiokk eða framfara- flokk, ekki vegna þess, að {>að nafn sé 1/singarorð á stefnu flokksins, heldur vegna þess, að orðin eru að- laðandi og hæna að sér fáfræðinga og ósjálfstæða vesalinga, sem hægt er að nota á kjördegi. Enda mun flokknum ekki af veita við næstu kosningar. Atriðia Lítill efi leikur á þvf, að ríkis- kosningar í Canada verði látnar fara fram í haust. Það eru allmörg atriði, sem að því lúta, að heppi- legt sé að bera það undir þjóðina, liverja stefnu hún vilji viðtaka í ráðsmensku ríkisins, og undir þeim úrskurði er það komið hvor flokk- urinn situr framvegi# að völdum. Grand Trunk Pacific brautar- málið er að svo miklu leyti útkljáð, ] að allur þorri manna skilur mis-1 muninn á stefnu flokkanna í f>ví. j Conservatives heimta, að þjóðin byggi brautina á eigin kostnað og ] eigi hana og ráði starfsemi hennar. j En Liberals vilja liafa hana eign prívat félags, f>ó ríkið leggi fram i alt nauðsynlegt fé til að byggja; hana. Hér er munurinn svo Ijós, að engum f>arf að missýnast, og það mun óhætt að fullyrða, að all- ] ur þorri landsmanna sé með þjóð- eignarstefnu Conservative-flpkks- ] ins. Nýjasta, ljótasta og, ef svo mætti j að orði kornast, glæpsamlegasta at- riðið f stefnu Liberal-stjómarinnar ] í Ottawa eru afskifti hennar af ] hermáluin ríkisins. Hermálin eru i viðurkend að vera f>ess eðlis, að flokkshagur ætti ekki að ráða f>ar lögum. Varnartæki landsins eru þess eðlis, að þau eru einkis flokks sérstaklega, heldur allrar þjóðarinn- j ar f heild sinni. Þessvegna eiga þau mál öll að vera í hðndum her- foringja, sem hafa þekkingu á f>eim málum, og án afskifta stjórnarráð- herranna. En nú hefir yfirherfor- ] inginn í Canada kvartað opinber- ] lega undan því, að hann fái f>vf ekki ráðið, að koma hermálum rfk- ] isins í viðunanlegt horf, vegna af- j skiftasemi ráðgjafanna, sem láti j flokksfylgi ráða í veitingum em- | bætta og veiti fleiri embætti í hern- j um, heldur en f>örf er á, f>vert ofan í vilja herforingjans og aðeins til f>ess, að veita vinum sínum dálitla dúsu. Þannig hefir herforinginn skýrt frá f>vf, að við myndun einnar her- deildar, sem nefnd er 13. Dragoons herdeildin, hafi Laurier-stjórnin j veitt eftirfylgjandi embætti: 7 Lieut.-Colonels, 3 Majors, 6 Captains, 4 Lieutenants, 27 Storekeepers and Armorers 5 Staff Sergeants og 29 Sergeants j en almennir hermenn aðeins 34 í j þessari herdeild. ) Herforinginn segir blátt áfram, ] að slfk embættaskipun finnist ekki ] í úeinni annari herdeild í heimi. Þriðja atriðið er óánægja sú, sem orðið hefir yfir afskiftum stjórnar- innar af verkum herra McDougalls, yfirskoðara rfkisreikninganna. Hr. McDougall hefir haft f>etta starf á hendi yfir 20 ár og ætfð f>ótt hinn hæfasti, en Liberals álíta hann of strangan í reikningsfærslunni, og hafa f>ví bundið svo starfsemi hans, að hann er f þann veginn að segja af Sér embætti. Honum er sér- lega ant um, að allir reikningar séu sem réttastir og að allar penínga- sakir fari formlega fram; hann vill ekki, að nein útgjöld séu gerð nema þau, sem rfkið fær eitthvað fyrir. En ráðgjafarnir eru á öðru máli, og út af f>ví er óánægjan. Þeir segj- ast liafa vakl til að haga útgjöldun- um eftir eigin höfði, en hann telur f>au háð ákveðnum lögum, sem ekki megi út af breyta, og telur {>að skyldu sfna að varðveita rfkissjóðj inn gegn ágangi flokksvina stjórn- arinnar, en fær engu ráðið í þá átt, og telur f>ví f>ann kost beztan, að hætta starfinu. Fjórða atriðið er um ráðningu verkfræðinga í sambandi við Gr. T. j P. brautina. Jíannsókn hefir verið hafin í þvf máli vfðscegar hér í i Norðvesturlandinu og f>að sannað, að yfirverkfræðingar brautarinnar hafa látið Bandarfkjamenn sitja fyrir öllum bezt launuðu stöðunum í landmælinga- og verkfræði-deild- unum; þeir hafa bréflega lýst yfir því, að þeir yrðu að fá alla vits- muni og þekkingu að sunnan (Im- port American brains), en hafa stungið undir stól tilboðum hæfari manna, er voru brezkir þegnar, og neitað að veita peim stöður. Að vísu hafa þeir játað það fyrir rann- sóknardómaranum, að f>etta hafi verið rangt af sör. En það hefir ekki minkað óánægjuna yfir þvf,að láta utanríkismenn sitja fyrir at- vinnu og launum af því fé, sem að miklu leyti er tekið úr rfkissjóði. Mönnum finst, að ríkisfé ætti að vera varið svo, að landsins eigin f>egnar hefðu þess sem mest not, en ekki að útlendingar séu látnir skipa öll bezt launuðu embættin í sambandi við J>essa brautarbygg- ingu. Hver breyting kann á þessu að verða hér eftir, er ekki hægt að segja; en komist Conservatives að völdum, þá verða brezkir borgarar látnir sitja fyrir öðrum við f>etta verk. Sagt er, að 15 Bandaríkja verk- fræðingar verði látnir fara heim aftur sem afleiðing af þessari rann- sókn, og að Canada menn verði látnir skipa þær stöður, sem þeir höfðu. Annars eru öll J>essi 4 atriði þannig vaxin, að þau kasta hinum mesta skugga á ráðsmensku núver- andi stjórnar og hljóta að veíkja tiltrú þjóðarinnar til hennar að miklum mun. Afstaða Socialista í Japan gagnvait Japan- Rússa stríðinu Socialista blöðin í Amerfku taka hvert eftir öðm eftirfylgjandi grein: Afstaða Socialista í Japan gagn- vart ófriðnum við Rússa hefir verið ákveðin neitandi frá upphafi. Þeir hafa verfð og eru á móti ófriði, ekki aðeins við Rússa, heldur og við allar aðrar J>jóðir. Það er má- ske í fyrsta skifti, sem eins öflug og alrnenn mótmæli gegn strfði hafa heyrst í Japan. Socialistar hófu þar róm sinn hátt og snjalt mót strfði þessu. Sumir félags- bræðurnir, sem unnu við eitt af stærstu dagblöðunum í Tokio, höf- uðborg Japans, yfirg&fu stöður sín- ar út af þessu atriði Þeir hafa síðan stofnað nýtt vikublað, sem er ákveðið móti strfðinu og meðmælt alsherjar friði meðal allra þjóða, Blað þetta er að n& mikilli út- breiðslu og er það vottur þess, að stefna þess eigi við alþýðu hæfi. Ennfremur halda Sócialistar opin- bera andmælisfundi gegn þessurn ófriði, bæði í Tokio og í grendinni, og fá marga áheyrendur. Inngang- ur að þeim fundum kostar 5 cents, og veitir það nægar inntektir til að bera kostnaðinn við þá, svo sem húsaleigu og auglýsingar. Fyrsti fundur var haldinn f Y. M. C. A. byggingunni og varð þar húsfyllir. Nokkrir voru þar meðmæltir strfð- inu. Þeir reyndu að ón/ta fundinn, en gátu {>að ekki. Blöð og fólk landsins alment undrast yfir því, live vel öocialistum gengur að halda máli sínu á lofti, því margir hugðu, að þeir hefðu ekki afl til þess og mundu ekki þora J>að á þessu sérstaka tímabili, af þvf að hernaðar hugurinn er svo rfkjandi hjá mestum fjölda pjóðarinnar. Socialistar í Japan hafa sömu stefnu og lagsbræður fæirra á Þýzkalíffidi höfðu meðan stóð á stríðinu milli Frakka og Þjóðverja. Sú stefna hefir verið rædd og aug- 1/st á öllum fundum Socialista f Japan og samþykt af {>eim. En að því er snertir afleiðingar {>essa stríðs fyrir verkamanna flokk- inn, þá er það víst, að japanskir verkamenn munu vakna til meðvit- undar um, að þær verða allar f>eim f óhag. Margir J>eirra vita, að hemaðurinn við Kínverja færði {>eim enga blessun í bú. Að vísu er {>að satt, að strfð þau, sem, Jap- anar hafa háð, hafa miðað til þess, að auka atvinnu pjóðarinnar. En samt sem áður hefir barát.ta peirra fyrir daglegu brauði harðnað með ári liverju og er nú miklu örðugri en áður en strfðið við Kínverja hófst. Japan fékk miklar skaða- bætur frá Kínaveldi, en það bætti ekki hag verkalýðsins. Þeir verða að framleiða miklu meira en áður til að viðlialda auknum herafla og sjóflota. Margir verkamenn lialda því fram, að hrísgrjón liækki í verði vegna stríðanna, en að verka- laun liækki ekki að sarna skapi fyrst um sinn, nema ef vera skyldi ] aðeins {>eirra, sem eru í beinu sam- band, við herinn. Það er öllum kunnugt, að í stríðinu við Kfna, {>á voru það japanskir verkamenn, sem börðust, en launin og lieiðurs- merkin fyrir vinninginn gengu til þeirra, sem ekki börðust. Verkamenn og Socialistar and- mæla núverandi strfði við Rússa af þessum ástæðum: 1. Það eru verkamenn eingöngu, sem vinna að undirbúningi hernaðarins á sjó og landi og sem halda hernum við. Flestir japanskir hermenneru úr flokki verkamanna. 2.1 stríðinu verða það flestir verkamenn sem falla og þeirra flokkur bfður mestan skaða af því. 3. Að enduðu stríðinu verða f>að verkamenn, sem verða að erfiða fyrir þeim kostnaði, sem stríðið bakar þjóðinni, og, ef til vill, einnig fyrir frekari aukning hersius með öllum {>eim kostn- aði, sem því fylgir. 4. Japanskir verkamenn verða að berjast móti rússneskum verka- mönnum, sem þeir eiga ekkert sökótt við. Hernaður þessi fer fram á ómann- úðlegan liátt. Eg er á móti {>essu strfði, en sem japanskur borgari vil ég ekki vita Japan bíða ósigur fyrir Rússum, sem að undanförnu hafa ofsótt Gryðinga í Kishineff, eins og öllum heimi er kunnugt, og sem á yfirstandandi tíma breyta við Finnland á hinn ómannúðleg- asta og ofbeldisfylsta hátt, og sem hafa f>að fyrir fasta reglu, að skjóta niður verkamanna flokkinn á tfm- um verkfalla. Umfram alt óska ég, að stríð þetta megi enda sem fyrst, og ósk mín er, að verkamenn beggja landanna geti opnað augu sfn fyrir hinum sönnu afleiðingum hemaðarins, og að þeir megi taka höndum saman til að andmæla gerðum og áhrifum auðflokks stjórna þeirra, sem eingöngu er or- sök allra stríða. Sen. Katayama (Voice) Lárus minn oe land- námabók Lárus minn Gruðmundsson í Dul- uth hefir skrifað langt mál í Hkr. um Landnámabók Vestur Islend- inga. Eg er þess fullviss, að marg- ir lesa f>að. Nokkurir munu lasta, en aðrir mæla, að vel megi þetta svona vera. Þetta er eitt af als- herjarmálain Vestmanna, og er þá vel, ef rætt er af þekkingu og sögu- ást. Ekki beini ég f>ví að Lárusi mfnum, að hann ræði málið af þekkingarleysi, eins langt og hans þokking nær. Ég hefi lesið rit- smíðið í flaustri og flýti. Það horf- ir svona við mér: Lárus minn vill rita um rnálið og styðja J>að af megni. Hann vill lfka eiga hlut að máli um meðferð sögu stíls. Og vænst þætti honum um það, að ráða menn til starfans. Og hvl skyldi hann ekki mega gera það, ef alt fer með feldu. Eg er f>ví samþykkur, að Lárus minn megi annast þetta alt saman, og fá að hafa alt eftirlit með prentun, út- gáfu og sölu. Auðvitað er ég um leið sjálfsagður til að vera með því, að það megi eins margir Lárusar og Ameríka á til, á íslenzka vfsu, gefa út sína Landnámabókina liver. En J>að get ég sagt Lárusi nifnum f Duluth, að það verður engin Land- náma skrifuð á næstu fimtíu áriim, að einu eða öðru lík Landnámu Ara prests hins fróða. Það er samt svo sein ekki stórir Þrándar í göt- unni. Aðeins fáfræði framundan og félaga spilling á bak við. Heil- skygnir menn sjá dæmin í brotum framan við sig, á því litla, sem um það efni hefir verið ritað. Og læt ög svo fulltalað um Landnámabók Lárusar míns að f>esSu sinni. En einu varnaryrði vildi ég skjóta inn fyrir Ara prest liinn fróða í þetta sinn, því karlinn ligg- ur nú of fjarri til svara. Lárus minn sýnir fram á rithátt Ara með dæmum. “Skýtst þó skýr sö.” í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.