Heimskringla - 25.08.1904, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.08.1904, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 25. ÁGÚST 1904 brautir eru nú lagðar frá Reykja- vfk austur yfir þvert Suðurlands- undirlendið, til Þingvalla og víða annarsstaðar, bæði áNorður-, Aust- ur- og Vesturlandi. En fyrir þrjá tíu árum voru brýr eða upphleyptir vegir ekki tíl, aðeins vegaslóðar illfærir fyrir hesta, þó svo þeir væru ruddir eða stærstu steinum kastað úr götunni 5—8 hvert ár. Þá komum vér næst að atvinnu- vegunum, sem vér getum skift í landbúnað, fiskiveiðar, verzlun og iðnað. Vér höfum heyrt kvartað um það sfðustu árin, að landbúnaður væri í afturför, sem stafaði af því. að fólk þyrptist til sjávarins, og er það að nokkru leyti rétt, því að margar jarðir leggjast í eyði, en það kem- ur af þvf, að fiskiveiðar taka fijót- ari framförum enn landbúnaðurinn, svo í hlutfalli við þær fer honum aftur, en í virkilegleikanum hefir hann tekið miklum framförum, sem sýnir sig bezt á því, hve miklar jarðabætur hafa verið gerðar á þessu tfmabili. Áður fyrri datt engum í hug að slétta tún sín, en nú er mjög víða búið að slétta þaú öll. Vatni er veitt á mýrarnar með áveituskurðum og blautar mýrar þurkaðar upp. Heyhlöður eru nú orðnar algengar um alt land, og það sparar vinnukraft sem svarar | manni á 15 hundraða jörð. Ibúðar- hús eru nú vfða úr timbri, klædd með járni, og öll gripahús, og hirð- ing og meðferð gripanna er mikið betri. Auk þess er nú búið að setja á stofn smjörgerðarhús í mörg- um sveitum, og sfðasta ár fékst þétt að þvf eins mikið fyrir íslenskt smjör á Englandi eins og danskt smjör, sem bezt er álitið um allan heim. Á mörgum stöðum er farið að nota plóg og herfi til jarðabóta og sláttuvélar, þar sem hægt er að komaþeim við,en því miðurerþað ekki vfða. Skdvindur eru nú næst- um á hverjum bæ. Þetta eru mikl- ar framfarir á þrjátíu árum, en þó hafa fisjiiveiðarnar tekið meiri framförum. I staðinn fyrir að róa til fiskjar á smábátum, einsog sið- ur var, sem aftur gerði það að verk- um, að ekki var hægt að sækja sjó- inn nema í góðu veðri, fiska menn nú á þilskipum víðast hvar, og að- eins f Reykjavík og grendinni eru milli 60 og 70 slík fiskiskip með 18 til 20 manns “undir lfnu,” sem sjó- menn kalla, að jafnaði. Islending- ar eru jafnvel farnir að reyna að fiska á gufubátum með botnvörp- um, sem þó var fyrst byrjað á fyr- ir 20—25 árum á Englandi, en hvort þeim hepnast' það vel eða það borgar sig fyrir landið er ekki fullreynt enn. Það má heita, að fiskiveiðarnar séu komnar f eins gott horf hjá oss og flestum öðrum þjóðum. Verzlunin hefir einnig tekið miklum framförum þessi síðustu ár, einkum að því leyti, að láns- verzlunin hefir minkað, og sum- staðar, t. d. Reykjavfk, hætt með öllu. Allir kaupmenn verða nú að búa f landinu sjálfu, en áður voru flestar verzlanir eign útlendra prangara, svo allur ágóðinn af þeim fór út úr landinu. Verð á vörum liefir batnað afarmikið, af þvf að samgöngur eru nú betri og sam- kepnin meiri, en einkum sökum þess, að lánsverzlunin er afnumin. Iðnaður hefir ekki verið mikill á Islandi á sfðustu öldum og er enn á fremvir lágu stigi, en þó hefir hann tekið uokkrum_ umbótum, einkum á síðustu árum. Það sem oss rfður mest á, er að geta unnið ullina f landinu sjálfu, þvf það borgar sig illa, að senda hana til Ameríku og kaupa aftur ullarvöru frá Englandi og Þjóðverjalandi. Til þess að bæta úr þessu hafa ull- .arverksmiðjur verið settar á sfcofn bæði á Norður- og Suðurlaiuli og klæðaverksmiðja hjá Reykjavík Klæðavefksmiðjan var reist síðast- liðið ár og lftur út fyrir, iið hún ætli ,að hepnast mjög vel. Sauina vélar og prjónavélar, sem nú eru orðniir algengar um land alt, þekt- ust naumast fyrir þrjátíu árum, osfrv. Er vér lítum á menningarástand- ið í landinu, sjáuin vér einnig þar stórkostlegar framfarir á þessu þrjítfu ára tímabili, ekki svo að skilja, að vvr höfum meiri aiullega hæfilegleikamenn nú, en vér höfð- um áður, þvert á móti voru slfk mikilmenni uppi á fyrri helming slðustu aldar, að engir þeir, sem nú lifa, geta jafnast á við þá. Þá lifðu stærstu skáld landsins. Þá byrjar Jón Sigurðsson hið mikla starf sitt, stjórnfrelsisbaráttuna, sem hann að nokkru leyti fékk lok- ið 1874, Enn það er alþýðument- unin, sem hefir tekið framförum, áður þótti rneir en nóg að læra að lesa, allur þorri manna kunni naumast að rita nafnið sitt eða reikna einfalt reikningsdæmi. Nú ganga næstum öll börn á bama- skóla. Auk þess hefir fjöldi af al- þýðu gengið annaðhvort á búnað- arskóla eða gagnfræðaskóla og fengið þar nokkuð meiri mentun; en lftið var um slíka skóla fyrir þrjátfu árum. Nú era þeir 6 áland- inu. Barnaskólar voru ekki marg- ir heldur fytir þann tfma, en nú eru góðir barnaskólar íöllum kaup- túnum eða þar sem þéttbýlt er. J afnvel hærri mentastofnanir lands- ins hafa breytt kenslunni til batn- aðar, þ.e., leggja meiri áherzlu á það “praktiska” eða það sem getur orðið að notum f lffinu, t. d. lifandi mál, náttúrufræði og landafræði, en minni áherzlu á það, sem síður verður notað í lífinu, t. d. gömlu dauðu málin. Svona er það á lærðaskólanum og í sömu átt hafa hinir skólarnir breyst. Auk als þessa mætti nefna mikl ar bæði andlegar og verklegai; Iram- farir, en þessi dæmi nægja til þess að geta gert sér grein fyrir hvort landið á framtíð eða ekki, en þó ber að yfirvega eitt atriði enn ná- kyæmar af því það á svo mikinn þátt f framförum sérhvers lands, og það er sjálfur liugsunarháttur þjóð arinnar. Hugsunarháttur Islendinga hefir tekið miklum breytingum á þessu tfmabili eins og sést greinilega hvað viðvíkur hjátrú og hleypidóm- um og skoðun manna á vínnautn. Fyrir þrjátfu árum síu menn vof- ur, drauga og afturgöngur bæði að degi og nóttu og víða var ekki á- li ið fært út, er rökkva tók, fyrir þessu illþýði, sem flæktist fyrir fótum manns eða gerði manni ann- an óskunda. Huldufólk bjó í hverjum hólog áhætta var að skilja ungbörn eftir ein, þvf huldufólkið gat þá m'iske komið og skift á biirnunuui. Nú eru þesskonar hindurvitni horfin með öllu vfðast hvar. Áður þótti gott og sjJfsagt að drekka áfenga drykki, sá var, ekki álitinn maður með mönnum, sem ekki gat eða vildi “vera með,” sem kallað var, en nú er það álitin minkun að drekka og vottur um lágan hugsunarhátt eða lítilmensku ef maður drekkur sig drukkinn. Gleðilegt er þó það, að traustið á landinu sjálfn hefir aukist hjá al- þýðu sfðustu árin, þrátt fyrir marg- ar tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að svifta hana þvf. Til allrar hamingju er þjóðin sjálf orð- in svo andlega þroskuð, að hún er fær að dæma um sjálfa sig og vega Efialtesana á rétta vog og finna þá léttvæga. Er vér nú liöfum séð slfkar fram- farir í allar áttir skulum vér yfir- vega hvers vér megum vænta á næstu þrjátfu árum. Áður en þau eru liðin getur maður gert ráð fyiir, að fólkstalan verði um' 100,000 manns að minsta kosti. því að fólki fjölgar því meir, því betur sem þjóðinni líður, og auk þess verður vesturflutningur vafalaust mikið minni á næstu þrjátfu árum, enn hanu hefir verið á síðustu þrjátíu árum, þvf að eftir 10—15 ár verður hann varla telj- andi, ef nokkuð er að marka útlitið. Að fáum árum liðnum hættir nefni- lega Canadastjórn að halda úti agentum til þess að smala fólki hingað, j>vf að landið eða það bezta af því fer að verða bygt að mestu leyti og þá er líklegt að þeim þyki ekki bót f að f stóra skara af inn- flytjendum inn í landið úr því, og fyrir innflytjendurna sjálfa verður lítill fengur að koma hitigað, ef þeir ekki geta lengið dágott land. En af því hlvtur að leiða, að Islatid tajiar færri af sonuin sínuui og dætruni liingað vestur um haf. Áður langt um líður munu og allir sjáogskilja að Island getur veitt börnum sín- 25 cents punds kanna — 3 verölaunamlöar i hverri könnu. PENINGAR | r: .lanHHHDMHataaHKaHBM ^ og Bökunarefni, Egg, Mjöl og fleira sparast ineð þvf að nota =2 iíi i k hii:iío\ nuiJH! rmvoeK I sem ætfð hepnast vel. Engin -« vonbrigði vib bökun, þegar ^ það er notað. Biðjið matsal- ann um það. ' » Blue Ribbon Hfg., Co. WINNIPEG. — — MANITOBA ‘T. L,’ Cigar er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá : WESTERN CIGAR FACTORY Tho*. Lee, eigandi. AA7~TT\T TsTTT^Tr1. CT um það, sem önnur lönd geta veitt þeim, og það framyfir, að þau finna að þau eigi þar heima, en era ekki útlendingar eða gestir án heimilis á sfnu eigin heimili. Hvort stjórnarfar Islands tekur miklum umbótum á þessum tíma, er ómögulegt að segja, en mikils má maður vænta af þessu nýja stjórnarfyrirkomulagi, ef það full- nægir þeim vonum, sem landsmenn hafa gert sér um það, allur þorriim að minsta kosti, og lfklegt er að það geti, ef ráðgjafinn er sfnu starfi vaxinn, sem ennþá er ekki hægt að segja neitt um hvorki af eða á. En hitt er gefið að samgöngur, einkum á sjó, hljóta að taka afar- miklum framförum, þvf að fyrst nú er Samkepni að byrja milli gufu- skipafélaga um ferðir og flutning til Islands. Vel gæti ég líka trúað því, að járnbraut yrði komin yfir landið áður þrjátfu ár eru liðin hér frá, enda þótt vér sem stendur höf- um lítið við járnbrautir að gera, er vér getum notað sjóinn til flutn- jnga og ferða. Innan fárra ára verðum vér og búin að f4 ritsíma til annara landa. Sama er að segja um allar at- vinnugreinir, þær stfga stór skref í framfaraáttina næstu árin. Vér förum að nota meir vélar og nátt- úruöfl en spara mannsaflið. Nú sem stendur er mikil áherzla lögð á að reynaað endurbæta búnaðarverk- færin, svo þau verði hentug fyrir Island, og vonandi er búið að end- urbæta svo sláttuvélina að vér get- um notað hana á sléttum túnum, sem ekki hefir verið liægt hingað til, og ef svo reynist eru það svo þyðingarmiklar umbætur fyrir Is- land, að ekki er hægt að gera sér greinlega hugmynd um það. Hvað viðvfkur sjávarútveg era allar líkur til að vér fylgjumst þar með öðrum þjóðum f öllum fram- förum og umbótum sem kuuna að verða í framtíðinni. Iðnaðurinn er enn í barndómi, en þar eð liann er byrjaður að þroskast og öll slfk fyrirtæki hepn- ast vel, er óhætt að fullyrða. að hann verður kominn í gott liorf áð- ur þrjátíu ár eru liðin, Þá verður farið að nota fossana, sem nóg er af, til þess að knýja með vélar, lýsa upp bæi, osfrv. Þá eru fjöllin okkar. Nú er það áreiðanlega víst, að dýrir málmar eru til f landinu, og fyrst svo er má maður þó vona að það felist málmæðar f þeim, sem máske finn- ast áður mörg ár eru liðin, þótt þær séu nú huldar sjónum vorum. Þannig er það svo óendanlega margt, sem bendir oss á að Island á dýrðlega framtfð fyrir höndum. Laudið hefir fyr meir getað fætt fleiri enn á því búa nú, og það get- ur [>að enn, já eftir nokkur ár get- ur það fætt margfalt fleiri, en til þess útheiuitist vinna þar eins og annarsstaðar. Bagan sýnir oss að þjóðiu hefir ætfð elskað land sitt, frægð og tungu, og hefir þrátt fyrir miklar þrautir og marga ertiðleika tekist að varðveita alt þetta til þessa dags. En hitt er einnig ljóst af sögunni, að allar andlegar lireyf- ingar eru seinar að festa rætur í hjörtum þjóðarinnar og seinar að hverfa aftur, er þær einu sinni liafa fest rætur, þessvegna nuindi það vera óeðlilegt, ef Islendingar nú fremur en endrarnær gr pu strax við liverri nýbreytni, hvort heldur hún er góð eða ill. V' r verðum að láta 033 skiljast |>að. að aðeins hugsaðar og yfirvegaðar endurbæt- ur geta fengið inngöngu í landið og þessvegna verðuun vér tiltölu- lega seinni í framfaraáttiqa enn margar aðrar þjóðir, sem grfpa við öllu nýju með fegins hendi. Þeir af yður, sem elska ættland sitt, frægð þess og tungu, ættu að muna að vér heima eigum við marga erfiðleika að berjast og þó vér höfum nú sigrast á mörgum þeirra eru margir enn að berjast við, svo þér ættuð aldrei að letja neinn í baráttunni eða hvetja til að hlaupa undan merkjum; það er ætfð svo auðvelt og girnilegt að draga sjálfan sig f hlé í stríði og hvetja aðra til þess að gera það sama, en þeir sem gera það ættu að muna, að það sem þeir flýja hlýtur óumflýjanlega að lenda á öðrum. Reynið lieldur að hvetja menn til drengilegrar framgöngu og leggið sjálfir hönd f bagga með, til þess að þér getið verið glaðir við meðvitundina um að þér hafið gert ykkar til að reisa við þetta kúgaða land og geynia eftirkomend- unum dyran gimstein: ísland með sögu þess og tungu. Lengi lifi Island ! ÍSLAND. Þjóðviljin frain að 19. Júlí flyt- ur eftirfylgjandi fréttir. Blaðið Norðurland skiftir um ritstjóra. Herra Einar Hjörleifsson sleppir ritstjórninni á komandi hausti, en bróðir hans Sigurður Hjörleifsion kemur f lians stað, og afsalar sér f því skyni, læknis em- bættinu í Höfðahverfi. Sigurður er talin vel ritfær maður og fróður um landsmál. Hákarlaskipið “Kristian” frá Akureyri er sagt að hafa farist í uppstigningar hretinu, með 12 manns, alla úr Svarfarðardal f Eyjafjarðarsýslu. Skipstjóri Sig- urður Halldórsson, bóndi á Grund kvæntur; stýrimaður Sigfús Björns- son frá Brekku, kvæntur. Hásetar voru þeir Arngrfmur Sigurðsson á Grund, Halldór Þórarinsson og Sigurður .Jónsson báðir frá Syðra Garðshorni, Jón Jónsson og Stefán Jónsson, báðir frá Miðkoti. Rögn- valdur Jónsson frá Skeggjastöðum, kvæntur; Jón Jónsson á Ytra hvarfi, Sigfús Bergsson frá Hofsá, Björa Björnsonfrá Hóliog Magnús Jónsson frá Upsum, flest r'iskir menn á bezta aldri. Prestaþingið haldið í Reykja- vfk 28. Júnf s. 1. Meðal atinars var þar rætt um það að prestur einn var í S/nódus rétti dæmdur f 10 króna sekt fyrir að hafa gefið saman f hjónaband persón- ur úr öðru prestakalli. Fyrirlestrar um biblfu rann- sóknir og um sameinun milli presta og safnaða, voru þar r;eddir. svo var og rætt um þverrandi notkun altarissakrament- isins á Isiandi. Endurskoðarar við Islands Banka eru: JuliuXHhvsteinn amt maður og Indriði revisor Einar- son, með 500 króna þókimn hvor. 8. Júlf i veðrátta fremur storma- söiii og hlýjulítil nema þar sem sólar nýtur. Grasspretta samt viðast orðin í bezta lagi suimaii- lands. Skæð burnaveiki hefir gengið f Snæfellssýslu. Nokkur börn hafa dáið úr/henni. Þeir. sem vilja eignast ritið "Ný Dagsbrún”, geta iiantað það hjá niér. Einar Olafsstni, 699 Iíoss stnet Mr. Guðmundur Sigurðsson, frá j Seyðisfirði, N.-Múlasýslu, nýkom- inn til Winnipeg, óskar að fá að vita hvar faðir hans, Sigurður Sig- urðsson frá Björgvin á Seyðisfirði, á nú heima. Skrifið til Guðin. Sig- urðssonar, 644 Beverley St., Wpeg. HERBERGI TIL LEIGU, 584 Sherbrook St. Veðrátta er blaut, stormasöm og hvikul, fólki er þess vegna hætt við köldu,kvefi, hæsi og brjóstsjúk- dómum. Beztu meðidin eru Dr. Eldridge hóstameðulin. Þau bregð aát aldrei, séu þau tekin í tfma. Þau fást hjá Kr. A. Benediktssyni 409 Young st. FYRIRSPURN um hvar Olafur Gunnar, sonnr Kristjáns sál. Sigurðssonar Back- manns er niðurkominn. Kristján sál. faðir Olafs mun hafa flutt frá Meðalheimi á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð til Ont., Canada, og þaðan aftur til Nfja Is lands, Man., á fyrstu árum land- náms þar, og svo þaðan hmgað suður í Vfkurbýgð, N. Dak., og dó hér síðastl. ár og lét eftir sig tals- verðar eignir, og er ég gæzlumaður þeirra á meðan þessi meðerfingi er ekki fundlnn, eða þar til skyl- yrði laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan Olaf Gunnar. óska ég hann geri svo vel og láti mig vita það. Mountain, N, D. 28. Febr. 1904. ELIS THORWALDSON. Giftingaleyfisbrjef selur Kr. Ásg. Benediktsson, 409 Youug Street Tveir kenearar óskast — annar með fyrstu ein- kunn, helzt karlmaður, og liinn með aðra einkunn, helzt kvenn- maður. Kensla býrjar 1. sept- ember, 1904, og endar 30. júnf, 1905, 10 mánuði. Umsækjendur tiltaki kaup, er þeir óska, og greini frá æfingu, er þeir hafa sem kennarar. Tillxjðuni veitt móttaka til 20. ágúst næstkomandi og sendist til undirritaðs. B. B. OLSON, ritari og féhirðir, Oirnli S. D. No. 5H5 Kennara vantar við Árnes skóla No. 586 frá 15. september til 15. desem ber næstkomandi, og frá 1. jan- úar til 1. april 1905. Umsækj- endur tiigreini hvaða mentastig þeir hafi og æfingu við kensluna, einnig hvaða kaup þeir vilji fá. Tilboðum veitt móttaka til 30. ágúst næstkomandi af undirrit- uðum. Irnes, 16. júlí 19A4. 77/. Thorvaldsson, ritari og féhiröir Kennara vautar við Ilecland skóla 1 10 mán- uði, frá 1. september næstkom- andi. Yerður að hafa heimildar- skjal. Umsækjendur snúi sér til undirritaðs.og tilgreini hvaða kenn- ara stig }>eir hafa og nvaða laun þeir vilja f C. Christianson. Sccr*»tary-Treasurer Marshland P. O., Man. Coronation Hotei. 523 MAIN ST. Carroll áJpence, Eigendur. Æskja viöskipta íslendinga, gisting ddyr, 40 svefnherberKÍ,—ágætar máltíöar. Þetta Hotel er gengrt City Hall, hefir bestu v lföng og Vindla —þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauðsynlegra aö kaupa méltíðar, sem eru seldar sérstakar. Department of Agricul- ture and Immigration MANITOBA. TILKYNNING TIL BÆNDA: Það koma nú daglega inn í þetta fylkn hópar af ungum mönnum frá Austur Canada og Bretlandi, sem vilja fá bændavinnu. Margir þeirra eru æfðir vinnumenn og aðrir óska að læra bændavinnu. NÚ ER TÍMINN til þess að útvega sér vinnuhjálj fyrir komandi árstfð. EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU- MANNA 1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir- ritaðs og segið hveraig vinnumenn þér þarfnist, hvort heldur æfða eða óvana menn, og hvers þjóðerais, og kaup þuð sem pér vilj ið borga. Skrifið strax og forðist vonbrygði. J. J. GOl/DEN. PKOVINCIAL GOVERNMENTT IM- MIGRATION AGENT, 617 Hain St Winnipcg. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hail 1 Norðvesturlandin Tlu Pool-borð.—Alskonar vín ogvindlar. Lennon A Hebb, Eigeadur. DISG DRILLS Nú er tíiuinn t 1 6umarplæi/inga. 0<f Hv e'sveva skvldud þér þa ekki fá JOHN DEERE edn Moline plóg og spara yðar óþarfa þioytu«aua? Sé lard v<i»t mjog liiukent. þá gefst JOtíN DEEKE Diaii P.ógur brzt. Þeir eru léttir O/C hteglega notaðir os lista eius bieitt. far ug hveijuui þókuast og eru hiuir beztu í snúuiuguur. Það eru beztu plógariur, seni nú eru 4 inarkaduuui. C. Drummond-Hay, IMPLEMEHTS & CARRIACES, BELMONT Brauð bökun er einföld, en verður samt að vfsindagrein þegar árum er eytt til þess að hafa hana ó- breytanlega og jafna dag eftir dag. Að- ferð, efni og vand- virkni gera BOYD’S BRAUÐ BEZT BOYD’S McINTYRE BLOCK ’PHONE 177 Bonnar & Hartley, ijögf'æðjngrar og landskjalasemjarar 494 flain St, - - Winnipeg. ft A BON'S’F.ft T. I.. HARTIKV.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.