Heimskringla - 22.09.1904, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.09.1904, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 22. SEPTEMBER 1904 West End - = Bicyde Shop, 477 Portage Ave. i fí I>áreru h1<1 þau sterkust* og fallegustu hj$l, sem til eru í Canada, meP 10 pcr cent af* slflptti, nióti peniuííum út 1 hönd. Einnig móti niöurborKunum og ménaöar'afborgunum. Göm- ul hjól keypt o« seld frá $10 og upp. Allar aö- ireröir leystar af hendi fljótt og vel. Líka fœst þar alt hcid fólk þarfnast til viöhalds og að gerðar á hjólum hlnum. Jon Thorsteinsson. Winnipe^- Útför Ingvars sáluga Búasonar fór fram frá St. Paul kirkjunni á N. V. horainu á Notre Dame og Nena St., á sunnudaginn var. Um 600 manns voru t kirkj- unni að hlusta á ræðu tveggja presta sem þar töluðu. Lfkfylgd- in var með þeim stærstu sem íslendingar 1 þessum bæ hafa haft. Blómssveigar voru sendir frá Goodtemplara stúkunni tívensku og frá Selkirk stúkunni og Heklu. Sömuleiðis frá Stúdenta-félaginu og ýmsum vinum hins látna. Auk athafnarinnar í kirkjunni héldu og Goodtemplarar greftrun- ar athöfn sfna yfir gröfinni úti í kirkjugarðinum, og þótti viðstödd- um mikið til hennar koma. Skykl- menni hins látna, frá Winnipegos- is, og frá stöðum f Norð-vestur héröðunum komu til bæjarins til að vera við útförina. Heimskringla er af aðstandend- um þess látna beðin að votta Goodtemplöram og öðrum, innilegt þakklæti fyrir hluttöku sfna í þessari sorgarathöfn. 26 Vesturfarar komu frá íslandi til Canada á föstudagskveldið var. 6 manns höfðu sest að f Keewatin og 2 fjölskyldur fóru til Sélkirk, hitt staðnæmdist f bænum fyrst um sinn. Flest hafði fólk þetta, að sögn. verið frá Vestmanna Eyj- um. Oddson, Hansson & Vopni Selja hús og lóðir með betri kjörum en nokkrir aðrir f borginni Kristján Abrahamsson frá Sin- clair P. O., Man., kom til bæjar- ins f s. 1. viku með dóttir sína til lækninga og til að útvega sér kaupamann. Hann segir upp- skeruna verða eptir útliti í fullu meðallagi f nýlendu sinni, og bændur borga f>ar mönnum sín- um £2.00 á dag um þreskingar- tfmann. Votviðrin nýafstaðin hafa tafið talsvert fyrir uppskera vinnu en þresking verður samt byrjuð þar í þessari viku. Heilsufar alment gott. Lönd eru sifelt að hækka 1 verði, um og yfir £10.00 ekruna, nema N. W. Land félags- ins sem selja lönd sfn fyrir $6. ekruna ennþá. Laugardaginn 17 sept. 1904 hefi ég ákveðið að byrja hausthatta sölu mfna, um leið og ég pakka undan farandi viðskifti læt ég löndur mfn- ur vita að ég sel hatta frá ^ til Ý2 billegri en nokkur önnur hatta kona gerir í Wpg.-borg. Komið og skoðið, þá munið þið sannfærast 618 Langside St., Winnipeg. Mrs Ingibjörg Goodmán. Frá Ballard Wash. komti 3 ís- lendingar á föstudaginn var. Arni Jónsson frá Brandon og Steinn sonur hans og herra Jón G. Reykdal áður frá Minneota ! Minn. Þessir menn eru að hyggja ! að búlöndum í Foam Lake hér- aðinu fyrir sig og syni þeirra. I Þeir segja góða líðan landa vorra . 4 Kyrrahafsströndinni. Sumarið síðasta þurt og heitt og uppskeran því með lakara móti. Þeir telja þetta yfirstandandi ár með daufara móti hvað atvinnu snertir, og sfð- asta vetur þann vætusamasta sem þar hefir komið f mörg ár. Guðjón Th. Peterson í Ballard Wash., féll 50 fet niður í brunn er hann var að grafa þann 15 ágúst s. 1., og meiddist af því falli svo að hann lést þann 28. ágúst; aðrar markverðar fréttir sögðu þeir ekki að vestan. Liberalar hafa valið S. J. Jack- son frá Stonewall, til að sæka um þingsæti fyrir Selkirk kjördæmið f stað McCreary sáluga. Bakarar hafa nú hækkað verð á brauðum f Winnipeg; selja nú aðeins 16 brauð fyrir $1.00. Þeir segja hver hveitisekkur sé nú 65c. dýrari en f fyrra uin þetta leyti. Sé nú £2.90 sekkurinn, 98 pund. Landstjóri Minto og fylgilið hans kemur til bæjarins á föstu- daginn í þessari viku kl. 10 f. h. j Hann verður hér allan daginn og verðu séður f garðinum við stjóra- arbyggingarnar frá kl, 4 til 6 e. h. Ógiftu stúlkumar f Fyrsta Lút- erska Söfnuðinum halda Concert og Social í kirkju þeirra Cor. Nena St og Bannatyne Ave., f fyrstu | viku næsta mánaðar. (Okt.) Program verður byrt f næsta blaði; þær ætlast til að piltarnir og aðrir velunnendur þeirra sækji vel þá samkomu Þrjú félög hafa n/lega verið lög- gilt hér f fylkinu, eitt til að vinna cements námur sem liggja norður með Manitoba vatni, annað til að búa til rúmstæði og rúmfatnað og þriðja til að halda leikhús hér" í borginni. Það er fjórða leikhúsið sem væntanlega verður bygt hér í bænum. Áframhald af fundinum sem I Leikfélag Gooptemplara hélt á í fimtudagskveldið var, verður hald-1 | inn í kveld (fimtudag) í húsi Mr. ! Á. Eggertssonar 644 Maryland St. j Meðlimir ættu að koma og heyra j livað nú er 4 seyði. Bartlett, sá er strauk úr stjórn- i ar þjónustu suður til Bandarfkja, l ! er hingað komin aptur.—Mál hans i enn óútkljáð. Goodtemplara stúkan “Hekla’ j ætlar að halda tombólu um miðj- an næsta mánuð til arðs fyrir I sjúkrasjóð sinn. Allir þeir, sem j bindindismálinu eru hlyntir, ættu I ; að styðja þetta fyrirtæki. Votviðri í sl. viku og um síð-; ustu helgi, hefir tafið fyrir upp- j skeru og þreSkingarvinnu i ýmsum 6töðum fylkisins, en ekki hafa; þau enþá skemt uppskeruna. | Annars er útlitið nú svo miklu! betra en það var fyrir mánuði að hveiti hefir lækkað á aðnl mörkuðunum í Montreal, St.. Paul og Chicago frá 4 til 7 cent hvert; Bushel, nú um síðastu helgi. Finnið 1 )ddson, Hansson <fc V o p n i, ef þér þíirfnist f- veruhúsít.: þeir hafa meira af hús- um til sfilu og leign en nokkrir aðrir f borginni og gefa yður betri skil- inála en aðrir. Cementsnáma eða eements efni j hefir fundist innan 12 mílna frá i Winnipeg, efnið, sem er í 750! ekru bletti er skamt frá yfirborði jarðar, og er sagt að vera frá j 7 til 25 fet 4 þykkt. Það er áætlað að 150 millfón tunnur af þessu efni séu í landi þessu. Efnið hefir reynst svo gott að Auðmenn f New York hafa boðið að selja hálfrar millfón dollais virði af hlutabréfum í félagi sem myndast hefir lil að vinna að ceinentsgerð in ni. Það er talið víst að þessi fund- ur leiði til þess að. byggingar efni hér f lbæ lækki talsvert f verði í framt'ðinni. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ IROBINSON 5i21 ♦ 896-402 Maln St., Winnlne*. í Flannelett Blouses með hálfvirði Kvennskraut Flanelett Treyj nr, mjúkar úr þéttofnum dúkum, fegurstu munstur, vel til búnar og kögraðar. Vanaverð var $1.00 tii $1.25.... ivUt^I itOctl . Ó5C Kvenn-Vesti Prjúnuð Kvenn naervesri og buxur, Fleece fóðraðar, opn- ar að fiaman, háar í hals- inn. langar ermar á öllnm stærðum. Hver spjör 30c ♦ ♦ ♦ ♦ . ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÍROBINSON s-=$ * ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* & co: Unitara-safnaðarfnnduv Verður haldinn sunnudaginn 25. September kl. 3. e, h., 1 samkomu húsi Únitara hominu á Notre Dame og Nena. Meðlimir beðnir að fjölmenna. Th. S. Borgfjörd. Kona ein hér í bænum gerði tilraun til að stela barni á Albert St., á fimtudaginn var, hún var elt af foreklrum bamsins og öðru fólki og barnið tekið af henni. Sjálf var hún handtekin, það er álitið að kona þessi sé brjáluð. Guðm. Johnson kaupmaður í North West Hall misti viku gamla dóttir þeirra hjóna f síðastl. viku; hún var jarðsett á föstudaginn var. Þau hjón Eiríkur Sumarliðason og kona hans í Gladstone Man, mistu þann 12 ágúst s. 1. dóttir þeirra Rannveigu Kristfnu, 9 mán- aða gamla. Efnilegasta barn. Herra Osler f Toronto hefir sent $500.00 peninga gjöf til Winnipeg Spftalans. þeir, sem hafa í hyggju að byggja f haust ættu að finna Oddson, Hansson & Vopni að máli þvf þeir hafa jörðina, trjáviðinn og allar nauðsynlegar vörur til húsa- bygginga. Nokkuð brúkuð Loðkápa, en lit- fögur og lftt skemd, er til sölu á skrifstofu Heimskringlu fyrir gjaf- verð. Concert og dance Munið eftir samkomu “Gleym mér ei” félagsins, sem haldin verð- ur Fimtudaginn 29. Sept., á Odd- fellows Hall, Cor. Princess St. og McDermot Ave. Ágætt program; dans á eftir. Byrjar kl. 8. Að- gangur að eins 30c. Anderson &Playfairs Openingj FÖSTUDAG OG LAUGaRDAG 23. og 24. September Ljómandi úrval af höttum eftir nýjustu tlzku frá Paris og New York. Allur frágangur hinn vandað- asti og engin viðvanings vinna notuð. Við höfum sannað að und- anförau að okkar hattar cru þeir nyjustu, og billfxíri en í nágranmi bæjum. Skoðið okkar “Chancellar” ready-to-wear á 85c. Anderson & Playfaii Genernl Merchants BALDUR - = - MAN. Til Leign Nýtt hús, í nýjum sniðum.á Knap- jæn Ave. Lysthafendur snúi sér til No. 15 Kiiappen Ave. (sunnan við Mulvcy Hdool). H MARTEINSSON Bréf til New York Life San Francisco ’3. april. 1904 New York Life Insnrance Co., San Francisco, Cal. Herra! Við viðurkennum hér- með móttöku á peningavísan, borg- un fyrir lífsábyrgðarskýrteini No. 632,763, sem faðir okkar sá]„ Ed- ward A. Anderson, hafði eitt sinn í félagi yðar. Atvikin sem iúta að þessari borgun eru svo-einkenni- leg og lýsa svo vel velvild yðar og mannúð, að við óskum að gera þau heyrum knnnug. Faðir okkar tók lffsábyrgð f fé- lagi yðar árið 1894 og hélt henni f gildi þar til 1 nóvember 1900, þá hætti hann að borga iðgjöld sfn og dó í nóvember 1902. Sex mánuð um áður en hann dó hafði hann eyðilagt ábyrgðarsk/rteini sitt í þeirri trú að það væri óný.tt og úr gildi. Við áttum þvf enga von á, að við hefðum nokkurt tilkall til borgunar frá félagi yðar. Svo varð það f febr. sl. að systir okkar heyrði á tal eins af umboðs- mönnum yðar, sem var að ræða um lífsábyrgðarmál við annan mann. Hún sagði honum þá frá lífsábyrgð föður okkar. Mr. Arm- strong, umboðsmaður yðar, bað þá um allar upplýsingar í þessu máli og ritaði svo félagi yðar og komst að þvf að þessi lffsábyrgð undir framlengingar fyrirkomulaginu var enn þá f gildi, þrátt fyrir það þó hann hefði ekkert borgað síðaD 1900, Svo bjugguð þér út öll nauð- synleg skjöl, án þess við hefðum nokkuð við það að gera. Svo að við höfum nú fengið þá peninga, sem við áttum enga von á að fá. Við erum svo ánægð yfir þessari mannúðlegu breytni félags yðar, að við höfum öll tekið lífsábyrgð f félagi yðar. Yðar einlæg, Emeline M. Anderson, Edward W. Anderson, D. A. Anderson, O. N. Anderson, Gertrude L. Anderson. Dánarfreo-n Hinn 31. dag ágústmánaðar sl. andaðist að heimili sínu nálægt Westfold P.O f Grunnavatnsbygð, sem köllnð er, Benjamfn Einarsson, eftir því nær sex mánaðasjúkdóms- legu. Hann var jarðaður sunnu- daginn 4. september og var þar viðstaddur fjöldi bygðarmanna. Þetta tilkynnist hér með öllum vinum og vandamönnum hins látna fjær og nær. Lipifl Electricity meðölin eru áreiðanlegri og betri en flest eða öll önnur meðöl. Það er vitnisburður þeirra, sem reyna þau. Nfu af hverjum tíu eru fúsir að gefa vottorð um ágæti þeirra. Þau bæta sjúklingunum og gera marga albata, sem öll önnur meðöl hafa reynst ónýt og einskisvirði. LTQUIDi ELECTRICITY með- ölin eru samsett eftir nýjustu upp- götvunum heilsufræðinganna, og standa þvf framar að efnum og gæðum, en eldri íneðala brugganir, sem nú etu að mörgu leyti mynda- styttur og grafarkumbl fákunnáttu og eldgamals vana. Kaupið og reynið “ E. L.” með- ölin, þér, sem ekki þekkið þau. Þá sem þekkja þau þarf ekki að minna á þau. Þau fást enn þá hjá K. Á. BENEDIKTSSYNI, 409 Young, Street HÚS TIL ,S()LlT líg hefi hús og lóðir til s'Un víðsvegar f bænum. Einnig út- vega ég lán á fasteignir og tek hús og húsinuni f eldsábyrgð. Office 413 Main Street. Telephone 2090. M. MARKÚSSON, 473 Jessie Ave. Winnipeg. J. J. BILDFELL, 505 MAIN 8TREET Holur hús oíj op annn^t ?».»’• n/' liit- ftiBÍi 'lorf; icvfM/Hr iH'nÍíurnlíiu o, fl. T..J,: »r, HEFIRÐU REYNT? DREWRY’S IREDW00D LAGERI EDA EXTRA P0RTER. Við ábyrKjustum okkar ölgerðir að vera þær hreinustu og beztu, og án als gruggs. Engin peningaupphæð hefir verið spðruð við til- búning þeirra. Ö1 okkar er það BEZTA sg HREINASTA og 3 LJÚFFENGASTA, sem fæst. Biðjið um það hvar sem þér eruð staddir Cannda. Edward L. Drewry - - Winnipeg, | Hanntnctorer A. Importer, mmumm mmmmiK VWVVWWVWfWVWVVfB v "HIÐ ELSKULEGASTA BRAUД “Eg fékk þá elskulegustu brauðkiiku rneð því að nota ROYAL HOUSEHOLD MJÖL, það gat ekki hafa orðið betra,—svo hvftt, létt og gott sem mögulegt var.” Þetta er kafli úr bréfi frá einum notanda Ogiivie's “Royai Househoid ' Mjoi Vér höfum ýms samkyns bréf. Oss þætti mjög vænt um, að þér vilduð reyna þetta mjöl og rita oss svo álit yðar um það. Sérhver notanði þess verður góður auglýsandi að ýmsu leyti, þó ekki sé nema með þvf að tala við náungann um áhrif þess. Matsali yðar selur það. palace^lothing^to re { 458 MAIN street, Gagnvart Pösthúslnu. Næstu viku gefum vér þessi kjörkaup: $12.50 og $13.00 Karlmannafatnað á $9.50., $2.50 Hatta á $1.75. $13.00 Regnkápur 4 $8.75. Ótal fleiri kjörkaup. Mr. Kr. Kristjánsson vinnur f búðinni. ♦ o • o o o Gagnvart Pósthúsinu Q. C. Long Fundarboð Meðlimir stúdentafélagsins fs- lenzka eru beðnir að mæta hjá O. Eggertssyni 4 föstudagskveldið kemur kl. 8. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ Islendingar ♦ ♦ í Winnipeg ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ j Ættu nú að grfpa tækifærið og fá brauðvagninn minn heim að dyr- | unum hjá sér 4 hverjum degi. Eg j ábyrgist yður góð brauð (rnachine | made), og svo gætuð þér þá lfka J fengið cakes flutt heim til yðar á ] laugardögunum. Gefið mér ad- i ressu yðar með telefón nr. 2842. G. P. Thordarson j 591 Ross Avenue. Lönd. hús oglóðir til sölu Eg heti mikið af góðum húsum og lóðum hér f bæn- um. Húsin frá $1,125.00 uppf $7,000 00. Lóðir 4 Maryland fyrir $15.50 fetið, Agnes $:3 fetið, Toro to £12.50, og vestur I bænum fetið íyrir £7 og niður í $3. Varir stutta stund. Lönd lieti ég vfða ineð lágu verði og góðum skii- málum Lönd hækka mik- ið í verði í næsta mánuði, Kmipið meðan tfmi er til að ná í ódýr lönd, lóðir og hús. K. A. Benediklsson. 409 Young St. PALL M. CLEMENS BYGGINGAMEISTARI. flnin St, lVlnnIpi*" 1 BAKKl! . I.OCK. VliONK 24 3 Dry Qóods i -OG- Grocery i búð, 668 WellÍBgton Avenue, 1 ▼erzlar med slskyns matvæli, 1 aldini. glervöru, fatnad og fata- j efni, selur eins ódýrt eins og ó- dýrustu búðir bæjarins og gefur fagra mynd ! í ágætumrammn. meðgleri yf- 1 ir. með hverju $5 00 virði sem J keypter. Islendingum er bent 1 á að kynna sér vöruraar og 1 verðið i bessari búY. J. Medenek, 06H Wellingtoii Ave Fólks- vöruflutn- inga skip Fer þrjár ferðir f hverri viku á milli Hnausa og Selkirk. Fer t'rá Hnausa og til Selkirk á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Fer frá Selkirk til Hnausa á þ» iðjudöguiíi og fimtu- dögum.en á laugarclögum til Gimli og sunnudögum norður nð Hnausa. Laugardag í hverri viku lendir skipið við Winnipeg Beach, og fer þaðan norður að Gimli og til baka. Fer síðan nð Gimli sama dag og verður þar um slóðir á snnnudög- uui til skemtiferða fyrir fólkið, Stöðugar lendingar verða f hverr ferð, þegar hægt er, á Gimli og í Sandvfk — 5 inílur fyrir norðan Gimli. Þessi ákvörðun veiður gildandi fyrir þann tíma, sem mestur fólks- tíutniugur verður með C.P.R. ofan nð Winnipeg Beach. 5. SIGt ’RH550N

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.