Heimskringla - 15.12.1904, Side 2

Heimskringla - 15.12.1904, Side 2
HfilMSKRINGLA 15 DESEMBER 1904 Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla News & Pablish- ing Company Varö blaðsins í Canada og Bandar. $2.00 um áriö ífyrir fram borgað). Senttil Islands (fyrir fram borgað af kaupendum biaðsins hér) $1.50. Peningar sendist 1 P. O. Money Or- der, Registered Letter eða Ezpress Money örder. Bankaávísanir á aðra banka en 1 Winnipeg aö eins teknar með afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor & Manager OflBce: 727 Sherbrookc Street, Winnipeg P. O. BOX 110. Bending. íslendingar eru bfinir að vera nóga lengi 1 þessu landi, til pess að hafa fullan dug og kjark til þess að koma sér fram í hvaða stöðu sem er. Það hefir nokkrum sinn- um verið bent á ýmsar atvinnu- greinar í Hkr., sem Islendingar ættu að leggja kapp á að læra svo sem verkfræði, bröasmíði, véla- stýrslu, rafmagnsfræði, í iðnaði og öðru, með fleiru og fleiru. Aðal lega skiftist atvinna íslendinga í prjár aívinnugreinar f þessu landi. Landbúnað og fiskiveiðar stunda þeir langmest, Báðir þessir at- vinnuvegir eru arðsamir og skemti legir, sé,að peim unnið af kappi og forsjá. Þriðja atvinnugrein þeirra er daglaunavinna f bæjum og annarsstaðar, sem auðvitað skiftist f margar greinar. Þó eru fslenzkir daglaunamenn alment vinnumenn annara, og mest hér- lendra manna. Þetta í sjálfu séf ber ekki að lasta. En af því Is- lendingar eru alment álitnir skyn- samir og námfösir, pá ættu þeir í þessu möguleikans landi, að hafa sig fram við sem flest, og sem fyrst, og sýna að peir geta staðið hérlendum mönnum á sporði yfir- leitt. Og eftir þvf sem peir hafa verið hér lengur, [>á þekkja þeir betur og betur leiðina til að hafa sig upp á við og standasem fremst að peim er unt f mentun og at- vinnu. Hér eru nógir og góðir skólar. Islendingar hafa sótt þá vel eftir pví sem vænta má af útlendingum í þessu landi. Það er sérstaklega ein fræði- grein, sem Hkr. vill vekja athygli á 1 þetta sinn. Það er lœknisfræð- in. Það eru ekki nema 2 íslenzkir læknar f Winnipeg. Annar þeirra kom lærður læknir frá Islandi og þurfti að eins að ganga hér undir próf til að mega stunda lækningar hér, samkvæmtlögum. Hinn spil- aði upp á sfnar eigin spýtur í þessu landi, og nam hér alla sfna læknisfræði, ag það á skömmum tíma. Báðir þessir læknar era við urkendir af hðrlehdum læknum, að ' Í * • ‘ • vera góðir læknar. Hvergi annars staðar f Canada stunda Islending- ar hér prófgengnir læknisfræðina. Þó er ekki nokkör efl á þvf, að fsl. læknir í hverri fsí. nýlendu nálega að segja, hefðu nóg að gera, ásamt þvf, sem hann gæti synt annara þjóða mönnum, iafnframt. En eins og nú stendur. eru þeir alls ekki til. Læknisfræðin og atvinn- an er ein hin gagnlegasta fræði- grein fyrir manníélagjð og þar að auki skemtileg og arðberandi fyrir þá, sem kunna hana og stunda með velsæmi. Hún er í alla staði aðgengilagri en prestskapur fyrir unga og frjálshugsáhdi menn. Hún er líka yfirleitt vinsælli en lögfræði. I það heila tekið er læknastéttin bezt metna stéttin í félagslífinu af þessum þremur. Auðvitað er bezt að hver læri það sem hann er fúsastur til að nema. Þann er langar til að verða prest og hinn sem vill verða lögfræðingur, er ekki verið að letja i áformum sinum og framsókn. Það virðist vera fýsilegt fyrir námfúsa og greinda fsl. unglinga, að gefa sig við læknisfræðinni. Þeir gætu óefað komist að góðri lífsstöðu með lærdómsþekkingu og ástundun f köllun sinni á meðal ís- lendinga hér í Canada, og unnið sjálfum sér heiður og gagn, um leið og þeir gerðu þjóðinni gagn og sóma. Mun láta nærri að fjór- ar stærstu nýlendurnar í Canada veittu fjórum læknnm nóg að gera. En eftir fá ár verða f>ær sjálfsagt orðnar sjö til átta. Það verður þvf ekki betur séð, en óhætt sé að eggja unga og efnilega menn á að gefa læknisfræðinni meiri gaum, | en gert hefir verið hingað til, þó því sé alveg slept að fsl. læknar færu út í ísl. nýlenjlur. þ'i er svo ! sem ekki stór hætta á [>ví, að þeir gætu ekki fengið atvinnu á meðal annara þjóðflokka. Vér höfum dæmin af löndum vorum, sem eru læknar nú f Banda'ríkjunum. Sum- ir af þeim koma varla á meðal ís- lendínga, og eru samt nafnfrægir orðnir fyrir læknisfræði sína. Það er vonandi að ísl. námsmenn gefi I læknisfræðinni meiri gaum hér eftir en hingað til, einkum hér í ; Canada. Auðæfin í Hudson- flóanum. Þegar Conservatívar gáfu út stefnuskrá sína fyrir Manitoba 1899, pá var par tekið fram að þeir | ætluðu að vinna að því, að fylkið yrði stækkað norður að Hudsonsflóanum. Norðvestnr- landið hefir sótt um fylkisréttindi hjá sambandsstjórninni nú á sfðari árum. Það hefir ekki fengið þau. enn þá, þrátt fyrir öflugt fylgi Mr. Borden og Conservatívar á undanfömum þingum. I síðustu kosningunum svarf samt svo að Laurierstjórninni að hún hét Norð vesturlandinu fylkisréttindum, hvernig sem um efndirpar fer. Hreifi stjórnin við þessu máli þá ætti að vera tækifæri enn til að fá Manitobafylki stækkað um leið, og er núverandi fylkisstjórn reiðubú- in'til að vinna að [>ví, af ýtrasta megni. Krafan um stækkun á fylkinu er í alla staði sanngjörn og á rökum bygð Fylkið er orðið fólksmargt og farið að þrengjast um lönd 1 því. Eðlilegast af öllu er að stækka pað norður, þvfOnt- fylkið að austan, en Norðvestur- landiS að vestan. í framtíðinni er það óefað það allra mesta hag- ræði, að stækka fylkið alla leið norður að Huðsonsflóanum. Win- nipeger höfuðborg í vestur Cana- da og verðr sjálfsagt með tfð og tfma höfuðborg í Canada. Ef góð sam- göngufæri væru til sjávar 1 Mani- tobðfylki, [>á flýtti [>að meira fyrir vexti og viðgangi Winnipeg en alt annað. Hafnir eru góðar f Hud- sonflóanum, og þótt hann sé eigi skipfær alt árið, [>á yrðu mestir hveitiflutningar Manitoba og Norð vesturlandsins [>angað, og [>aðan með skipum til Norðurálfunnar og víðar. Það liggur þess vegna f augum upi>i, að Manitoba þarf og á að ná norður að Hudsonflóa. Það er lfka fl!l sanngirni sem mælir með þvf, að sambandsstjómin veiti fylkinu með ánægju stækkunina, hver svo sem reyndin [>ar á kann að verða. s I veizlu, sem Marquette-búar héldu Dr. Roche þingmanni sfnum nýlega, hélt forsætisráðherra R P. Roblin langa og fróðlega ræðu. I henni for hann nokkrum orðum um fylkisréttindi Norðvesturlands- ins, sem nú eru á dagskrá þar. í sambandi þar við talaði hann um ásetning flokks sfns i fylkinu, að Manitoba yrði stækkað alla leið norður að Hudsonflóa. Hann lét fyllilega f ljós að það væri ásetn- ingur sinn, að járnbraut yrði bygð þangað norður til hagsmuna fyrir Manitobamenn og íbúa Norðvest- urlandsins. Hann vonaðist eftir að Manitoba'og Norðvesturlandið gætu verið í félagi með þessa brautarbyggingu. En [>ó aldrei nema að Manitobafylki p>yrfti að vera eitt um bygginguna, þá ætlar [>að að gera alt, sem [>að orkar til þess að braut verði bygð til Hud sonsflóans innan fárra ára. Það er öllum kunnugt, að veiði er mikil þar norður frá. Þar er gnægð af fiski, selum og hvölum með fleiru. Nýlega [birtist grein f North Amerfkan Review, sem hljóðar líktþessu: Þar er svo mikil veiði og marg- breytileg, að mikið mælir með því, að Canadaríki léti hana ekki ónot- aða. Þar er gnægð af hvölum. Hvalskfði þaðan er $14,000 virði tonnið. Sumir fullorðnir hvalir hafa um 1500 pund af skfðum, auk hvalsmjörs. Má þvf virða þá á 12,000 til 20,000 hvern eftir stærð. Sk/rslur Bandaríkjanna s/na, að um 10 sfðaetl. ár hafa hvalveiðar norður f kringum Hudsonflóa hlaupið upp í $1,^71,000 f 50 veiði förum,sem þangað hefir veriðfarið, hver veiðiför hefir gefið aí sér eða $27,480. Sumir af þessum hvöluy eru 70—90 feta langir, og mikilsvirði, og tinnast oft í vöðum, Canada- maður, sem þar hefir verið norður- frá f rannsóknarferð, staðhæfir, að hann hafi séð þá ganga f vaði, sem hann hafi ei eygt út yfir af þilfari. Svo hafi torfan verið stór. Þar eru líka rostungar f stór gengdum. Hveljan af þeim, eða húðin vegur um 800 pund, og vanaverð á pund- inu er 10 cents. Tennur úr ein- um tostungi eru um $10 virði. Þar eru miklar gengdir af náhvöl- um og er lýsið af þeim mikið not að í ýmsum verksmiðjum, og mik- il eftirspurn er eftir því í flestum verksmiðjulöndum. Þar er gnægð af kampaselum, og er mikið veitt af þeim þar og eru þeir næstum þvf eins stórir og rostungar. Þar að auki eru yfir 30 fiskiteg- undir þar, sem ætar eru. Þar er þorskur. lax, hvftfiskur, kolar, skötur og geddur, og svo framveg- is. N/fundnalandsbúar fara þang- að norður í ver á hvexju sumri og veiða þorsk, og afla ávalt vel. En sem sagt, hafa fiskiveiðar að svo komnn þar norður frá, ekkert verið stundaðar, í samanburði við þá gnægð, sem þar er. Mælt er að flóann leggi mjög sjaldan á veturnar, og yfirleitt séu þar gæftir og stillingar, og þoka sjaldgæf., Vegalengdin þangað norður, frá nyrstu járnbrautum f Manitoba, er um 300 mílur. Brant þangað mundi rnargfaldlega borga kostnað- inn, þvf flutningur frá Manitoba og Norðvesturlandinu yrði fljótt yfirdrifinn. Og innan Iftils tfma yrðu veiðar stnndaðar þar af svo miklu kappi, að mikill flutningur yrði fyrir brautina upp til lands. Hon. R. P. Roblin hefir sagt, að braut skyldi verða bygð þangað innan fárra ára, og má trúa honum manna bezt til að koma þvf til leiðar, Eir læknar taugaveiki Á seinni árum liefir heimurinn ekki meðtekið meiri fagnaðarboð- skap en þann, sem Dr. George T. Moore boðaði mönnum nýlega. Hann er einn af duglegustu vfs- indamöonum, sem starfa við akur- yrkju stjórnardeildina f W ashing- ton. Hann hefir nú lýst því yfir með gefinni staðhæfingu frá stjórn Bandaríkjanna, að hann hafi fund- ið og uppgötvað, að spansgrænu- blöndu má þynna svo, að hún sak- ar ekki hvítvoðung. En þó hún sé ekki sterkari en það, þá drepur hún berklur þær sem valda tauga- veiki og kóleru, á fimm klukku- stundum. N/lega hefir birtst grein f Cent- ury, seiú nefnd er: „Ný aðferð að hreinsa vatnu. Hún skýrir ljós- lega og alþýðlega frá, hvernig eigi að nota þessi n/uppgötvuðu vopn gegn taugaveiki, og Asfu-kólerq og við aðrar miskunarlausar berklur, sem sækja á og eyðileggja lfffæri mannlegs lfkama, og vanalegast koma úr óhreinsuðu neyzluvatni. Að svo komnu er ekki hægt að fullyrða hvernig spansgrænublanda þessi reynist, sem algjör vörn móti taugaveiki. En meðal þetta er einfalt og létt að afla sér þess. Eirblandan, sem notuð er í vatn- ið er venjulega kölluð blásteinn, eða vitriol blámi. Væri þetta blá- steinsvatn notað í borgum og bæj- um. eða hvar annarstaðar, sem búast má við berklum í neyzlu- vatni, . þá er talið áreiðanlegt að hún komiað góðum notum. Mönnum hefir fyrr verið það kunnugt, að eir drepur berklur, Að svo komnu hafa eirflát ekki verið notuð í þeim tilgangi. Lækn- ar og efnafræðingar hafa haldið þvi fram yfirleitt, að spansgrænan væri eitur. Enda hefir oft komið fyrir að fólk, sem drukkið hefir vatn eða annan lög úr spansgrærf- uðum ílátum, hefir beðið bana þar af. En Dr. Moore segir að reynsl-* an sýni, að það þurfi að eins ör- lftinn skamt f vatn til að drepa berklumar, og ekki þurfi nema frá 50 til $3.00 virði af blásteini til að hreinsa vatnsból með, sem spilt er af berklum. Þær hégiljur hafa fest djúpar rætur hjá almenningi, að eirílát séu eitruð til notkunar, verðurbráð lega stungið fyrir borð. Höfund- ur greinarinnar í Century bendir á að dagleg fæða innibindi meira eitur, en eirílátin. Eitt brauð, ein sætuþykniskaka og kanna af niðursoðnum baunum.hafi langtum meirá eitur f sér fólgið, en ein gall óna af vatni, nægilega blönduð af blásteini til sóttvarnar. Forfeður okkar brúkuðu eirflát, svo sem diska, katla og könnur. Það verð- ur ekki séð að það hafi orðið þeim að meini, þvert á móti er reynsla þeirra sú, að þeir voru frýir við þessa innvortis sjúkdóma, sem leggur núverandi kynslóð að velli, sem hætt er við notkun eirílátanna, og einkum af þeirri ástæðu, að steindu flátin eru miklu ódýrari en eirílát. Greinarhöfundinum farast þann- ig orð á einum stað í greininni: Síðan akuryrkjumáladeildin birti boðskapinn um blásteinsvatn- ið, 8em meðal. hefir.verið tekið eft- irýmsu sem skeð hefir, sem merki- legt má heita og styður uppgötv- un þessa. Læknir f Indianapolis hefir skfrt frá, að þegar kólerQ- drepsóttin ^eddi þar fyrir mörgum árum, þá lét bæjarráðið nota blá- steinsvatn ásamt fleirn, er það hélt að sótthreinsandi væri. Alt hafði ./ verið reynt, og var gripið til þess- ara úrræða í dauðans ofboði. Ein- hver kom upp með þetta ráð. Var þar hrúgað saman eir, þar votlent var, og hann látinn spangræna, en hún sfðan hrærð f vatn, sem sfðan var stráð á gangpalla, stræti, hús, og alstaðar þar sem fólki datt í hug og sóttnæmi gat verið. Nær því strax rénaði plágan, og alt fram að þessum tfma hafa menn eiginlega ekki vitað hvað leiddi til þess. Formaður f heilsuráðinu‘í Massa chusetts, hefir nýlega minst þess, aé þegar kóleran gekk þar síðast, þá virtust þeir sem unnu í eirverk- stæðum vera undanþegnir að fá hana. Vinirjþeirra og skyldmenni hrundu niður, en ekki einn einasti maður, sem vann þar, fékk veikina. Að starfa við eirinn og anda að sér spansgrænukendu loftinu, s/n- ir sóttvörn þessa málms. Yfir höf- uð fá eirsmiðir mjög sjaldan skæða sjúkdóma, og hafa trú á þvf sjálfir lfka. Alt bendir þetta framanskráða á, að möguleikar séu að fá berkla- laust neysluvatn, með þvf að nota eirílát. Dr. Moore segist hafa [>á reynslu, að vatn sem búið er að standa f hreinu eirfláti 6—8 kl.- tíma f venjulegum húshita, sé óhætt fyrir alla að neyta, jafnvel þótt vatnið hafi geymt í sér kóleru eða taugaveikis berkla. Enn frem- ur segja skýrslur fri heilbrigðis- ráðinu f New York, að áraiðanlegt sé að peningar, seðlar, gull og silf- ur, sem ganga frá manni til manns beri með sér berklur. þegar þeir séu skoðaðar f sjónauka. En aldr- ei heíir ráðið getað fundið eina berklu á eirpeningi við rannsóknir sfnar. Það virðisl; merkilegt að svo skuli verá, þar sem eirpening- ar eru sjálfsagðir að ganga í gegn- um hendur aumustu og óhreinustu vesalinga. Ráðið hefir prófað, hvort barnaveikisberklur gætu lif- að á eirpeningum. Eftir fáa kl,- 4fma hafa þær verið dauðar. Sannar þetta með fleiru, að berkl- 1 ur geta ekki lifað á eir, eða í eir blönduvatni. Úr ,,Reykjavík“, V, 51., 11. Nóvember 1904. Eifðaskrá pióf. W. Fiske Próf. W. Fiske eifði við lát konu sinnar $3 millíónir(= 11| milí- ón kr.). En frá þyf hefir orðið að draga talsverða upphæð, [>ví að hann varð að verja arfrétt sinn fyrir dómstólunum og stóð sú lagaþræta í mörg ár (fram yfir 1900). 8vo stóð á því, að kona hans var ná- frænka (og erfingi) Mr. Ezra Corn- ells, sem stofnaði Cornell-háskóla. En erfrú Fiske dó, vildi háskólinn ná arfinum samkvæmt ákvæðnm nokkrum í erfðaskrá Mr. Cornells, en þau próf. Fiske og kona hans hans voru barnlaus. Háskólaráðið fór þvf í mál við próf. 'Fiske, en tapaði því og vann hann arfinn, en vafalaust hefir svo langvinn laga þræta höggvið talsvert skarð í upp hæð arfsins. Hins vegar hefir Fiske vafalaust ekki eytt öllum vöxtun um, svo að líklegt er að eign hans hafi aukist aftur, að líkindum svo að skarðið fylti. Undir eins og hann hafði unnið málið, gerði hann erfðaskrá sína og gerði Cornellháskölann að alerfingja sínum eftir sinn dag. Sfðan mun hann hafa gert einhverja viðauka við hana eða minni hittar breyting- ar á henni, en það er oss kunnugt, að þegar í upphafi gerði hann ráð- stöfun þá í aðalefninu, >em enn er talin f 2. lið hér á eftir. Nú með Vesta fékk rfiðhtjrra ís- lands tilkynning um erfðaskrá próf. Fiske, og skulum vér hér geta þeirra atriða, er snerta Island og ísl. bókmentir, og eru þau þessi: 1. Próf. Fiske ánamar Cornell há- skóla í Ithaca, N. Y., alt sitt íslenzka bókasafn *, svo og þær 'bækur, er snerta ítalska skáldið Petrarka—en allar aðrar bækur sínar gefur hann Landsbóka- ' safninu í Reykjavfk, og á að senda þær hingað safninu að kostnaðarlausu. 2. $1B0,000 (=487,500 kr.)ánafn- ar hann Cornell-háskóla, sem sérstakan sjóð. Af vöxtunum skal launa íslenzkum bókaverði er hafi uinsjón með hinu islenzka bókasafni. b. $8000 (=30.000 kr.) sama há- skóla sem sérstakan sjóð.—Af vöxtunum skal auka ísl. bóka- safnið c. $5000 (=18,750 kr.) sama há- skóla sem sérstakan sjoð,—Skal fyrir Jvöxtuna gefa út árlega bók um ísland og ísl. bókasafn- ið. 3. $12,000 (=45,000) ánafnar hann íslandi, og á að verja vöXt. unum til að bæt£ kjör Grfms- eyinga. Sjóðurinn standi undir umsjón landsstjórnarinnar. 4. 12 beztumálkverk sín ánafnar , hann málverkasafninu í Reykja vfk, og auk þess afla forna dýr- gripi 8ína—þar á meðal forna dýrindissteina, hálsbönd, brjóst- nálar o. s. frv. Þeir Sigfús bókav. Blöndal og stúd. jur. Halldór Hermannsson skulu ásamt 2 nafngreindum amer- ískum mönnum ráðnir til að taka við og gefa út ófullgerð rit, er arf- leiðandi kann að láta eftir sig. Að öðru leyti gengur mest af eignunum til Conells-háskóla. NOKKRAR ATHUGA8EMDIR viövíkjandi félagslííi og hugsun- arhætti Vestur-ís- lendinga. Eftir Aðalstein Kristjánsoon. “I>aö er svo margt, þegar að er gáö, sem um er þörf aö ræða.” Ég hefi hugsað mér, að minnast á flest þau félög, sem mér eru að ■okkuru ieyti kunn. Þótt ég verði að viðurkenn i, að til þess skortir mig kynningu á mörgum þeira félögum, sem hér eru starfandi. r Eg skal taka það fram, að ég til- heyri engu þeirra, er ekki í aeinum sötnuði, og er þar af leiðandi að öllu leyti óháður. Ég vildi mikið til vinna, ef þessar línur gætu orðið til að auka einingu og innra samband ámilli félaganna. Mér finst, að það vera of náið samband á milli allra þeirra félaga, sem starfa að upp- by&gilegum og fræðandi málefnum, hverju nafm sem nefnast, til þess að þau séu alt af að nfða hvert annað; því um leið hljóta [>au að dreifa kröftunum og skerða íramkvæmdar- aflið. Mig langar til að minnast þeirra hlutdrægnislaust, því hlutdrægni er það sem svertir og svívirðir menn og mfilefni. Reynum að láta vini og óvini njóta sannmælis. Menn hata oft menn og mfilefni fyrir það, að maður reynir ekki að þekkja og skilja það sem maður hatar eða finst vera svo og svo mikið fráfælandi. Prófum oss sjfilfa áður en vér för- um að slá fit dómum um nfiungann; hreinsum vor eigin hýbýli, áður en vér reiknum út þroska og þrif með- bræðranna. Þá munum vér komast að raun um það, að oss er mikið á- bótavant. 0g fiestir munu viður- kenna það, að þeir komi ekki eins miklu góðu til leiðar og þeir vildu. Það er talsvert mikil vandi, sem því fylgir, að vera meðlimur ein- hvers félagsskapar, hverju nafni sem * Það mun vera hið fullkomnasta safn isl. bóka. sem tii er í heiminuni; hann hafði auðinn til að kaupa fyrir enda sparaði ekkert i þessu efni (sbr. kauphausá Odds Nýja Testamenti, fyrir fáum árum, fyiir á 12. hundruð kiónurj.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.