Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ HEIMSKRINGLU 22. Desember 1904 Glaðir jóla hátfð höldum, Hæstum drottni f>akkir gjöldum, Oss er ljós og lffið gaf. Æfin liðin er sem draumur, Áfram niðar tímans straumur Eilífs friðar út í haf. Vér svo berumst áfram allir, Ungir, gamlir, veslir, snjallir, Ömurlegt f grafar gin. Þaðan hefir enginn aftur, Er af jarðarleir var skaptur, Komið að fagna vinur vin. Samt f>á huggun vonin veitir, Voðanótt í dag sem breytir, Eilíft ljóss með endurskin. Að úr fjötrum frelstur nauða Fyrir handan gröf og dauða Fagnað geti vinur vin. s. J. JÓHANNESSON. J ó 1 a n ó 11 Ljós á öldum leika! Læt ég strengi veika Hörpu minnar hrærast. Hýrleg jólin færast nær. Þau eru öllum þjóðum kær. Máni’ í skýjum mænir, Myndar fagra sjónhverfing Þar, sem hann fer, með kyrð kring, Köld, en björt um himingöng. Nú finst ekki nóttin löng. Naktir skfna skógar; Skeið og eyðifióar Alla til sín töfra. Tign er þessi fagra nótt. Alt er kyrt og alt er hljótt. Starir stjörnu skari, Storð er færð í geislahjúp. Ó þú mikla alheims djúp! Ei nú sýnist veröld þröng. Nú finst ekki nóttin löng. En eg mitt ættland trega: Andinn leitar vega Heim, til fornra fjalla. Finst f>ar jólagleði mest Þeim, sem ættjörð unna bezt. En ei skal um útlegð tala: Okkar kjörland virðist gott; Þess bera jólin þjóðleg vott. Þýðan kveðum gleðisöng. Nú finst ekki nóttin löng. JÓN KJÆRNEHTEI) 1 sland. í anda ég þig sé, er úr sæ Þú með svanhvíta tindana líður, (ioðfögur, glampandi hrein, Garðars ins austræna mey, F a ld u r er fannhvftur þinn, En fölleitt og hrukkótt ið neðra, Möttullinn megin þó grænn, Myndirnar skiftast á títt. Sil f u rbön d snúin of láð Og silungsríkt vatnið á heiði; Bjarkarein, bugðótt og smá, Brosir f>fn forsælu mót. Stórt ertu ekki, vort land, En ægilegt hveim þig fyrst lítur; Dalur er djúpur, og'fjall Dvalins smfð, brekka og grund. Stórt ertu ekki vort land, En öllum þó löndunum kærra, Hveim, f>eim f>itt borinn er barn Og brjóstin þín hvflt hefir við. Stórt ertu ekki vort land, En unaður býr f>ér í skauti; Þrá, sem að eldurinn ól, í iðrum f>ér kvikur æ vakir. Þrá, sem að Frosti’ hefir fest, Og feiknkaldur Ægir við heldur, Kveðandi eilffðaróð íslands við sannþjóðar lag. Fóstur-landið Landið, sem mín vfgð er vinna, Vöggu-stöðin barna minna! Ég hef’ felt í lag og lfnu Ljóðin mfn f grasi f>ínu; Vfir höfuð yrkir mitt, Aftur seinna, grasið þitt — Hjarta’ og hugur er Heimabundinn þér. Met ei við millfón dali Mætið, sem á þér ég hef’, Stuðla’ ei í stef Hrós f>itt f hundraða-tali, Sé ei rfk þú sért — Syng að slík pú ert: Alslaus undi’ ég mér, As og grund hjá þér, Einkunn er f>ín sú: Yndi mér varst f>ú — Myndi f fjarlægð f>ér frá Fluttur, út í heiminn víða, Eftir þfnu sólskini sjá, Sakna þinna hrfða, Bert og bólfest land, Byls og skjóla land, Hvams og hóla land, Húms og sólar land, Landið, sem mín vígð er vinna, Vöggu-stöðin niðja oinna! STEPIIAN G. 8TEPIIANS0N Á ströndu I tunglskini straumgSrar titra Og tindra við hringiðusog, En miðnætur máninn og aldan Slá munardraums blæ yfir vog. # Og geislinn að hrönninni hnfgur — Það hrynja f náttsvalan tár, Og frammi, þar dýpra’ er og dimmra, Úrdjúpi rís andvarpan sár. Og hljómur og litur og hreyfing Nú heyja sitt tilveru-stríð, Og framkalla margt, sem er munað, og myndir frá liðinni tíð. Og skuggarnir skilja og finnast Og skiftast f sundur á n/; En stjarna, svo hljóð eins og hjartað, Sig hylur á bak við ský. KRISTINN STEFANSSON Rósiti fölnaða Þegar vorsins röðull rendi Ránar upp af köldum sölum, Snjórinn hvarf úr hlíð og dölum, Höftin klaka sólin brendi, Fæddist þú við fjörkipp lffsins, Fegurð gaf {>ér sólin bjarta, Næring fékstu í náttfallinu, Nóttm gaf þér sál og hjarta. Morgunnblærinn mál f>ér kendi, Margan koss þér rétti heitan; Blöðþfn huldum rúnum reit hann' Rósmái f>rykt af sólar hendi Lastu f smáum lækjarbárum, Ljóðmál fossins öll þú numdir; Röðulskin á kyrrum kvöldum Kvaddir þú með gleði tárum. Enn er surnar sól f hlíðum, Sveitir skrýddar vorsins blóma, Stiltir lífsins strengir hljóma, Straumföll niða rómi f>ýðum. Bliknuð ertu að hauðri hnigin, Horfin öll f>ín fyrri prýði. Lengur ekkert ljós þig gleður, Lífs þíns sól f haf er sigin, Hret og frost ei fékk þig slegið, Fjötrar halda grimmum vetri ; Einhver forlög ekki betri Að þér hafa í leyni vegið. Sviknar vonir, helsært hjarta, Heitrof, 1/gi, falskir vinir, Margan hafa úr ljósi lífsins Leitt í grafar húmið svarta. Jóla þankar Tvö kvæði Hluttekning Ef ég mæti óvin’ mfnum, Er mér dýpstu veitti sár, Hlöðnum sorg í huga sínum, Honum með ég felli t'ir. Sfðan mér á æskuárum Unaðssól að viði hvarf, A ég hlut í hvers manns tárum, Hluttekningu sjálfur f>arf. II: Ósk. Ó, kenn mér, dfs, er dal og hól I dýrðleg færðir klæði, Að sauma’ úr blómum sumarkjól Með sólargeisla að þræði. í brjóst hans gef mér gullna mynd Úr gliti’ af sævarbárum, I háls og mitti himinlind Og hnappa’ úr daggartárum. Og að því búnu bið ég þig I blómakistu þinni Að flytja’ hann norður fyrir mig Og fá hann vinu minni. SIG. JÚL. JÓIIANNESSON. M ó ð i r Ef sál þín ekki sjónlaus er Og svipuð köldum steini, Ef hugsun nokkur helgust þér Sig hreyfa kann í leyni. Þá manstu, vinur, hver var hönd, Sem hresti þig og klæddi, Sem tók við þér á tímans strönd Og trega sárin græddi. Á mannlífs braut ég mesta sá I myrkrum geisla skfna, Sem móðurástin helg og há, Um hvflu breiðirsína. Er veika barnsins vöggu hjá Hún vakir langar nætur, I húmi döpur hlustar á Og heyrir, ef það grætur. Þá konungssprotann kyssir þú, Sem kreptur ert í dróma, Og forna missir frelsistrú I fölskum dýrðarljóma. Eg geng f kotungskofann inn Og kannske gr/ttar slóðir, Én þar ég meiri fegurð finn, I flokki barna, móðir. Það engum skyldu efamál, Að ástin vökvar, nærir Hvert andlegt blóm í ungri sál, Sem ávöxt seinna færir. Og alt, sem gott og göfugt finst, Að geymi heimsins þjóðir, A ferli alda, fyrst og hinst, Er frá [>ér sprottið, móðir. Vér hirðum ei á heiðum ein, Þó hnfpi álft f sárum; Oss dreymir ekki um dýran stein, Sem dylst f sjávar bárum. Því flestir þykjast fljúga hátt, Sem fys f vindi sveima, En vanrækt gull |>eir virða lágt, Og verkum beztu gleyma. Þá vinnan þrýtur aftni á Og æfisagan búin, En hún sér loksins halla má Til hvíldar, veik og lúin. Þó sjónin ekki sjái hér Hver sætið skipar auða, Með börnin lögð að barmi sér, Hún brosir fram í dauða. I kærri von og kyrðar ró Hún kveður mild og fögur, Um heiminn ekki hljóma f>ó Af henni margar sögur. En aldrei sést af manni mynd Hér máluð tignarlegri, Né hnigin sól við hnúkatind Sig hjúpi geislum fegri. 8. S. fSFELD. Úr e i n u m n e is ta. Heimur notar hrekki’ og tál, Honum má ei treysta; Hann vill stundum blása bál Böls úr einum neista. Góðri miður sæmir sál, Sem vill drottni treysta, Mannhaturs að blása bál, Brjáls úr einum neista. * # Forðumst rógburð, fals og tál, Friði bezt skal treysta. Kveykjum eilfft ástarbál, Úr einum kærleiks neista. STEF.ÍN SIGFÚSSON. PALL S. PAL880N HJ.ÍLMUR áRNASON Vort líf er sem blómin í angandi lundinum lifnuðu blóm, Á ljósríkurn vordegi hreinum; Þar fuglarnir sungu ineð sigrandi hljóm, Á sólroðnum bjarkanna greinum. Og inndæla vorið með vonir og þrótt Þar vaggaði blómunum ungu, Með hverfandi stundum þau stækk- uðu fljótt. Um styrkleika fuglarnir sungu. En tímarnir liðu, nú lækkaði sól, Á leiðina skuggarnir sigu, Þvf vorið var farið með fegurð og skjó], Þá fölnuðu blómin og hnigu. Vort lff er sem blómin, það fölnar svo fljótt í frostbyljum hverfandi alda. Já, æskan er vorið með unað og þrótt, En ellin er haustnóttin kalda. M. MARKÚSSON. Strengjarof Þrávalt á þjóðanna gígju Þýðasti strengurinn brast, Af þvf að ómjúkum höndum Ef. til vili snemma hann batzt. Ymsir er strengina stilla, Strengja þá lítt eða’ um of,— Því er f gfgjunni gráthljóð, Geigur og samhljómarof. Aðrir með hatri'og helstaf Hrindast um stræti og torg,— Gremjuóp gígjan [>á sendir, Gnístran og bölvunarorg. Hvívetna falsraddir hvfna Hljómþráðum gfgjunnar frá:— Bergmái frá mannsandans björgum, Brimhljóð úr mannlífsins sjá. Ef þér, sem gfgjunni gegnið, Gættuð að stilla hvern þráð, Mundi í mannlffsins rökkur Mun fleirum hljómgeislum stráð. GÍSLI JÓNSSON. inninfr hafsins Man ég þig hafið Þitt ógnanda afl, Það ískalda löður, Þann fallandi skafl Af fossandi fannhvftum boða. Man ég þitt drynjandi Hrfmkulda hljóð, Er hamrarnir kváðu, Af jámsterkum móð, Þar ægileg ólgaði froða. II. Manég þá hrynjandi Holskeflu reið, Er hungraðar eltu Þá siglandi skeið, Að landinu langaði halda. En hræsvelgur reiður Af fjallinu fór Og fleyinu ruggaði Inn stækkandi sjór; Þá skautaði skuggaleg alda. III. En báturinn smái Hann hoppaði hátt Við lirynjandi bárur Og stormanna mátt, Þarorustu hlaut nú að heyja. Hann öslaði beint gegnum Brimsollið gráð Og brjóst’n hans rugguðu Á skjálfanda þráð, Fyr’ stafni var ein lítil eyja. IV. Aldrei var hættan eins Hræðileg þó, Hamrarnir skárust Þar langt út f sjó, Og vörina holskefla huldi. . En bjargfuglar svifu ytir Björgunum hám Og bjargröddin drundi Hvo skelfingar rám, Sem þrumandi náhljóðin þuldi. V. En hugprúður k.appi Við stjórnvölin stóð, Hann st/rt hafði áður Um brúsandi flóð, Ogsloppið úrgínandigreipum. Hann ypti þi öxlum Og helju mót hló, Hann hugði að lagi Er frá sandinum dró, I vörina hraðast nú hleypum. VI. Holskeflan sfðasta’ Á borðinu braut, Og báturinn smái í löðrinu flaut, En augað á ströndinni starði, Með göfuglegt viðmót. Og gæði margföld, Grátandi og fagnandi Vinanna fjöld,, Bátinn þar báru upp að garði. VII. Lfkt er é > 1 ddur Á lífstfðar sjó, Á landið ég stefni Með hugdirfð og ró, Þó haföldur hættuna magni. Og svo þá ég hleypi í þá síðustu höfn Hvar sælan og friður Er vorblíða jöfn, ,Ég vona mér vinir þar fagni. ÞORSTEINN M. BORGFJÖRfl. Vöraiorgun og haustnótt. • Unaðsfagur breiðist bjarmi Bjartur yfir fold og ós, Skfn af dagsins heiða hvarrni Heitur sólar koss og ljós. Dagur hvftum hesti etur, Hleypir yfir sund, ^prækur f»kur sporin livetur, Spyrnir fast í grund. Úr hans sporum eldur hrekkur, yljar kulda dofna mold; Skykkjuklæðið ljósa leggur Litskreytt, kögrað, yfir fold. BjCrtum skauta fjöllin földum, ' Frerans slakna bönd. Særinn gyltur sólar öldum Suðar fram með strönd. Þegar morgnar, dvfnar duginn Dularspaka myrkra nótt; Eflist þorið, elskuhvginn andar nýjum lífsins þrótt. Fögrum tárum grundin grætur, Glymur foss í þröng. Vonir allar fara á fætur Fyltar gleði söng * * * Nóttin forna blæju breiðir, Boðar kalda myrkra rún, I sinn d]úpa dulheim seiðir Dagsins hvftu blóma tún Draugalega drynja höfin, Dapurt er við strönd. Dýrðar skreyttu drauma tröfin Dregur yfir lönd. t Fjallakollar höttinn hengja, Hnykla þrungnar veðra brýr, Svakalegir saman tengja Svörin, nótt þá rúmin býr. Glymja við í hamrahöllum Hlátra digur sköll; Gandreið sést af tómum tröllum, Taka sprett um völl. Ogn og fár er út á brautum, Ekkert vísar rétta leið, Hröklast menn um hnjóta’ í laut- um, Hrævarelda í kyngiseið. Þögnin djúp og þungbær kyssir, Þvingar lffsins mátt, Oft f förum frækinn missir Fóta, um regin nátt. H.LÍLMUR PORSTEINSSON B j ó r Þú móðurtuiigan mæra, Sem mér ert hjartakær, Eg man það máske betur, En margt, sem skeði f gær: Hið fyrsta af öllum orðum, Er orð ég mynda fór, Var orð, sem aldrei gleymi, En orðið það var — bjór. Svo flúði’ eg feðra grundu, Mér fanst þar alt of þurt; Að leita fjár og frama, Ég fullur sigldi burt. Af hafi hingað komnum Mér heimur birtist nýr. Þá lærði’ ég orð f ensku Og orðið það var — Beer. KR. JÚLÍUS. S t ö k u r Eg er sjaldan iðjulaus — Eins og Þarf að vera, Læt eg jafnan hönd og haus Hafa nóg að gera. Forðum var eg ástar í Yndisleik og næði, Meyjar koss og höndin hlý Hömuðust að mér bæði. Þótt hugurinn löngum horfi fjær Hnefa-Þröngum. kífsins — Ég er öngvu nándar nær Nægða föngum lífsins. Þessa hvetur þankinn mig, Þrátt, á vetri kffsins: Verða betri, stækka stig, Að stjórnarsetri lffsins. Oft eg sjóinn sigldi, þann, Er suinurn grandar hölum; Stýra aldrei undan vann TJfnum báru völum. Daga sárin mikla mein Minnur 1/sa nætur. Þegar báran eyðist ein Onnur rís á fætur. Það er naumast n/tt f bæ Að neyðar-flaumin hóti; Mér hafa laumast ægir æ Ýmsir straumar móti. Brjóstið svel'ur, sjón er máð, Svo að velli töpum, Tennur fellum, tefjast ráð Títt af elli-glöpum. J. E. ELDON Sönglistin Þú dýrðleg unun helg og hrein 0, himnesk söngva-dfs ! Er læknar flestra lýða mein Sem lemstrað hjart i k/s. Og þegar sorgin svífur á, Og særist þanki minn, Þaðeina’ er hug»nn liressa má Er hljómur dýrðar þinn. Ó, still þú hjartans strengi mfn Og styrk þú hugans mál, Með lífsins tónum ljóða þfn, Er lffgar hverja sál. B.JÖRN RUNÓLFSSON. V o 1- Ó, þú vorsins blessuð blíða, Bætir lff og sál. Geislar þfnir grundu þíða, Guðs þú talar mál. Fjallatárin lætur lfða Létt að söltum ál; Blómakrönzum vefur víða Veglegtgeisla bd. Augað sér f austurvegi Andans frelsis gnótt; Hvar af ljómar dýrðardegi Drungans eftir nótt, Þar sem fléttar sigursveigi Sælurfkust nótt. Skemti sér á ljóðalegi Lofnar vakin þrótt. Þarna rfs hún fóstra’ á fætur Fríð sem morgun sól, Hraustleg eftir húmið nætur, Hendir rekkjukjól. Grænum kyrtli klæðast lætur, Klaki’ er höfuðskjól. B/r við hjartans blómarætur Bragi’ á veldisstól. GUNNAR J. 0UÐMUNDS80N. V o r i ð. Er vorið kemur vaknar rós, en vetrar hverfur lirfð, þá fagurt himins loga ljós, um ljúfa sumar tíð. Þá blómgast hrfsla’ f brattri lilfð, þá bunar lækur tær, þá ómar sönglist ástar þýð, þá andar lffsins blær. Það rekur hrygð úr hjarta manns og hefir von á flug, og gefur björg til búa lands, og bændum þrótt og dug. HALLUR MAGNÚSSON.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.