Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.12.1904, Blaðsíða 7
22. Desember ]904 JÓLABLAÐ HEIMSKRINGLU 7 Griraur frá Grund Austan um haf kom hann Grfmur frá Grund; Þeir gáfu honum land út við 'Parry-sund. Og þangað xun haustið með föng sín hann fór, Þá freðin var j">rð og kominn var snjór. En enskir þóttust ei þekkja mann, Sem þreklegri sýndist á velli, en hann; Þvf sterkur var hann og stór. Hann reisti sér kot, hann ruddi sinn skóg, Og ræktaði garð, þegar leysti snjó; Hann girti sitt land, hann bjó sér braut, Og breytti f engi sérhverri laut. En enskir sögðu, að engan mann Öttulli hefðu þeir séð, en hann. Og heiðurs-orðstír hann hlaut. Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund Varð gildur bóndi við Parr?/-sund. Hann ræktaði garðinn og ruddi sinn skóg, Hann réri til fiskjar, — og siing og hló. En enskir þóttust ei þekkja mann, Sem þvílíka atorku s/ndi og hann. — Að laglegu búi hann bjó. En svo kom þar fár í bæ og borg, Sem breiddi’ yfir liéraðið trega og sorg; Það kom og til Gríms — f kotið hans inn - Svo konuna misti’ hann og drenginn sinn. En enskir sögðust ei séð hafa mann, Er söknuður beygt hefði meir, en hann, Því tíðum var tárvot hans kinn. í garðinum tók hann grafir tvær, Með “gleymdu-mér-ei” hann skreytti þær. Er sól rann til viðar hann settist |>ar, Og sár var sá harmur, er hjartað hans bar. En enskir þóttust ei þekkja mann, Sem þögulli væri og gætnari’, en hann. Þvf varkár maður liann var. Og grannar hans buðu’ honum betri kjör, — Þeir buðu’ honum þangað, sem meira var fjör — '’á benti hann grafirnar grænar á, dg gat þess, að seint mundi’ hann hverfa þeim En enskir þóttust ei þekkja mann, [frá. Sem þolmeiri og tryggari væri, en hann; Þeir vel kváðust vita hnns þrá. Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund Varð cr>r af hærum við Parry-sund. Hann reri til fiskjar, hann ruddi sinn skóg, Og ræktaði garð, þeg^r leysli snjó. En enskir sögðust ei séð hafa mann, Um sextugt, með hár eins hvítt og hann. — Einn sfnu bái hann bjó. En nú eru f garðinum grafir þrjár, Þar grænkar á sumrum vfðir smár. Og enn stendur kotið við lítinrx lund Hjá læk, sem að rennur í Parry-sund. Og enskir segjast ei muna mann, Sem meiri staðfestu bar en hann, — Hann fslenzki Grímur frá Grund. ./. MAONÚS BJARNASON Óðsvif Ég byltist á eldflugar-öldum Um ómælis vondrauma geim; — Þar geislar frá glóðsölum Braga Mér glóa, — svo firrist ég heim; — Og glaðlega brosir f glitrúnum þeim Sú vonþrá, er vaggar f draumum Þeim vfðfleygu hugum, sem ljóðsmiði bera Svo hátt yfir öldur hins alkunna lffs; — Og þar er oss yndælt við ómfirð að vera, í óðsæld, er skyggir á sökkdali kffs. — í heimfirðum geymist vort ljóðmynda líf.— Þá leið ég á draumvængjum svff. STYKK.fRR VÉSTEINN A m e í' j k a Þú fagra land með fjölda nægtabrunna, Þér flytja vil ég lof á hörpu stilt; Þú frelsis land! sem allar þjóðir unna, Þú allra manna kvaðir getur fylt! í skóguum finnur skáld sér efni f kvæði, Og skóghöggvarinn fríðan efni-við; Þvf náttúran hún gaf því flest sfn gæði, Og gaf þau handa oss að búa við. Og gangir þú um góða akur vengið, Þá grænan möttul sumardísin ber, Ja, hvílík sjón! Þú getur vart fram gengið, Þar glepur ávalt dýrðin fyrir þér. Sjá, sólarblóm, með sumarhattinn gljáa, Með silfurflíit í gullnum blaðahring, Og þarna líka fjólu fagurbláa, Sem fiðrildin sér Jeika alt nm kring. Þér nytsemi og fegurð felst f skauti, Þú fagra land, með auðsældmina plóg, Hvort vorið um þig vefur sfnu skrauti, Eða’ v^trar hvflir þú und hvítum snjó, Þú veitir öllum borð með nægta-brauði Svo betri enginn tínnur slíkan stað; Og hver sem vill, hér ná má andans auði, Þvf enginn getur bannað honum það! HARALDUH 0. SIOURGETliSSON M i n n i s b 1 a ð Eg vildi’ ekki færa þér visnaða grein, En viljinn þó gjörir ei kraftaverk nein Og pappfr f blðmskrúð ei breytir. En vo sólin ein getur vakið þér rós, Því vorsólin kveikti það ylhýra ljós, Er vorroða vanga þinn skreytir.— Eg ætla’ ekki’ að kveða nein afmælisljóð, En að eins að benda þér, vina mfn góð, Á blómið, sem blaðið mitt geymir: A meðan að æskan oss brosir sem blóm, Þá birtist oss sorgin sem reykur og hjóm, Og Iffið og ljósið oss dreymir.— Þó vorið nú ríki um lög og um láð, Er lffið þó sumstaðar skugganum háð, Og gríma á einstakra glugga.— En þeim, sem á barnsglaða’ og bjartsýna lund, Þeim brosir æ lffið sem hásumarstund, Og jafnvel í skammdegis skugga. 8. júní 1898 GÍSLI JÓNSSON. Sól OO- Sllðui' Ég finn það á stundum og finn það svo vel, Eg frýs ein8 og blóm það, sem haustnæðings él Með haglskúrum nfstir um njólu. En geti ég teigað, þó ei sé það oft, Hið angandi suðræna vorblfðu loft, Þá svignar sá ís fyrir sólu. I suðrinu blasir við sólinni mörk, Þar svífur nú hugurinn björk af björk I huldufólks heiminum sjálfum. Hann dreymir þar æskunnar ástamál, Og alt, sem er bezt til í hverri sál, Þar heillast af englum og álfum. Vér þráum — liver einasti — suðræna sól, Og sýnist þá fokið f öll vor skjól, Ef hennar ei njótum heitrar. Og vegna þess hræddur við haustið ég er, Að haustinu veturinn eftir fer.— Það er kuldinn, sem allan mig eitrar. En komi samt veturinn, kuldinn og snjór, 8vo kreppist að fætinum þröugur skór, Sem þiðni ekki jafnvel um jólin, I brennheitum faðmi að vori mig vef. Þú veizt ei hve lengi ég elskað hef’ Þig, blessaða suðræna sólin. Sú þrá mfn ef rætist, ég reyndar það finn, Svo raðir þú miðsumars geislum á kinn, Við hitanum eins mætti óa, Þvf merkilegt er það við sólbrnna sár, Þó séu þau lftil og verkur srnár, Hvað illa þeim gengur að gróa. Hvern munaðar varning er viðsjált að þrá, Og vandhæfni dýrmætu gjöfunum á. _ Vér hlýðum þvf lögmáli hljóðir: Að sett er á nautnirnar sjötug-falt verð, Að sorg ér með ástrfðum jafnan á ferð, Og sælan er sársaukans móðir. OESTUli JÓIIANNSSON Eld fl u g an Af sjálfsdáðum fluga, þú 1/sir þér leið Um loftið með skfnandi eldi Og brautin þfn virðist þér vegleg og greið Á vesturheims aldimmu kveldi, Hve dýrmætt er ljósið, sem lifandi er I litfögru vængjunum þfnum. í inyikrinu löngum það leiðbeinir þör Með leiftrandi geislunuin sínum. • Þú flýgur f húminu hugrökk um loft Þó hætturnar standi á vegi, Frá ljósgeisladýrðinni Iftur þú oft, Svo loftfarar birtast þér megi. Og aldrei þú villist f válegum geim, Þú veizt hvar þér bezt er að lenda, Og nær sem þú lýist og líða vilt heim, Er leiðin þin jafnskjótt á enda. Þó regn fái hæglega bugað hvert bál, Án breytingar áfram þú þýtur. Ei reynist þér ljúfasta ljósið þitt tál Svo lengi sem fjörsins þú nýtur. Hve sæl ertu’ að eiga svo vandaðan vin, Sem varir á meðan þú lifir, Og lætur til blessunar lýsa sitt skin Þér lífsveginn gjörvallan yfir. Þú sjálf átt það 1 jó3, sem að 1/sir þér bezt, Þó Ijórni við uppsali máni; Hve gott er þá hútnið á himininn sezt, Að hafa’ enga. birtu að láni. Þau bregðast öll ljósin, sem birtast f geim Og blika’ yfir veraldar álfum; Hvað lýsir þá mönnunum leiðir f heim? Það ljós sem að býr í oss sjálfum. G. J. GUTTORMSSON V o r - v í s u r Rfki er Njóla rekin frá Röðla bólin þvegin, Grundar-kjólinn glansar á. Gullvír sólar dreginn. Sumarkjól er komin á Köld þó gjóla þjóti, Breiðir fjóla fagur blá Eaðminn sólu móti. Ungur vfðir vaggar sér Vors f þýða blænum, Fjallalilfðin falin er Feldi íðil-grænum. Haust-vísur Særðum stofn er svellur und, Sumars dofna gœði, Rósin sofnar banablund, Bjarka rofna klæði. Fyrr á ári unaðs-rík Y1 frá báru sólu, Daggar tárin lauga lfk Liðins smára og fjólu. Blóm sem frýsþ> fróns við löf Feigðar-dísir gnauða, Sðl þá 1/sir loft og höf Lffs til rýs frá dauða. NA VNA GUNNLAUGSSON. Nj áls-b renna. i. Sortnaði himin, huldust fjöll Helgu tjaldi nætur, Slógu roða um Rangárvöll, Rauðar Ijósa. glætur. Bálsins flóð um bjarka lim Braust í ýmsu formi, Hart, sem æddi óða brim Æst af voða stormi. Teygðust rauðar tungur báls Tindum ofar fjalla, Bergþórshvollinn, býli Njáls, Brenna tók, og falla. Loks var eldhaf eitt að sjá, Upph(;im bjarma slóg um, Eins og Surtur, suðri frá Svifi á loga jóum. II. N j á 11. Þar er einn með bleikar brár, Blóm af vöngum strokin, Silfurgrátt og hrokkið hár, Horfir á endalokin. Út við dauðans dimma haf Duga ei varnir neinar, Þvf nú höggva á þar af Allar lffsins greinar. Þó hér margur kenni kffs Kvöl hins eina er stærri, Ekki sfst, er sólhvarf lffs Svona stendur nærri. Gæfuleysi, er grimmust kvöl, Glötun lífsins árum, Sérhvert annað batnar böl Beiskum grátið t'irum. Einn f hrfð að halda vörð Hér ei staðið fékk ’ann. Undir sona örlög hörð Altilbúinn gekk ’ann. Lffsknör hans þó lfði strand Og lokast sjái veginn, Býst hann við að betra land Birtist hinu megin. Nú var alt til endans séð, Uti um vonir hreinar; Beið hann þess, að brynni tréð, Blómskrúð alt, og greinar. Gamall þulur gekk um storð, Geigsorð manna’ að heyra, Mælti lieilög lireysti-orð Hann í sérhvert eyra. “Það ég segi sjöfn og ’beim, Sárt er æði kenna; Ei mun Guð f öðrum heim Aftur láta’ oss brenna.” “ Verður bráðum hrfðar hlé • Heimi fagnið nýjum, Þvf ég bak við sortann sé Sólar-roð f skýjum.” “ Sjáið lífsins ljósa-blik, Lýsa’ á bak við tjaldið; Dauðann eins og dökkleitt stryk Dregið, neðst á spjaldið.” “Ef um dauðans undra sæ, Andans vængjum svffið, Bregður eilffð æðri blæ Yfir jarðarlffið.” “ Þó ei beri bráðan að Banastríð að lieyja; Samt eru allra örlög það Einu sinni að deyja.” III. B e r g þó r a. Ein er sjöfn hjá öldnum hal Enga raun sú hræðist, Horfir rótt um sængur sal, Sem f logum klæðist. Lff sitt virti, litla stund Ljóma af gleði bar það; Hér þá luktist hinsta sund, Helköld nóttin var það. Flosi að dyrum fetar þá — Flestum liratt úr vegi:— “ Gakk þú brúður báli frí, Brenna mátt þú eisi.” Gaf hin aldna endur-svar, Undra styrk f máli: “ Ég í blóma æskunnar Ung var getín Njáli.” Og heitorð gaf ég geymir lirannar- elds, Þá göfug ástin verndi beggja hjarta, Að fylgja honum fram til hinsta kvelds Og feti lengra,—gegn um myrkrið svarta. Já, þó vor heimur sökkvi í djúpið svalt, Og sundur bresti himinstjörnur allar, Við samleið skulum eiga’ í gegn k um alt Og einnig þegardómsins lúður kallar. Því ástin hún er ódauðleikans blóm, Og engin þrælshönd má þess feg- urð skerða, Við skulum fylgjast fyrir himins dóm Og feti lengra, — megi þvílíkt verða. Ég falla skal að fótum dómarans Og frumheit lífs míns hiklaust endurtaka Og þetta blóm skal blfðka reiði lians, Þó brendu dufti finnist alt til saka. Við skulum saman hvíla hlið við hlið, Þvf haust er nær, og lffs vors skapadómur; Ég sé hvar opnast annað fegra sGð, Að eyrum mínum berst nú gleði- hljómur. Andsvör slík hann Flosi fékk, Fram með krafti borin, Þagnar lofn, og þvf næst gekk Þyngstu jarðlffs sporin. Svona féndum sigur brást Sjatnaði hefndar gaman, Lyktaði svo, þá lff og ást Léku taflið saman. Sorgin reit á sjafnar brá Sfna þungu dóma, Ásýnd vífs þó yfir brá Æðri dýrðar-ljóma. Róleg banabeðinn við, Bæn til herrans gjörðu, Áður lögðust hlið við hlið, Hinsta sinni á jörðu. Lífsins helga hugstyrk með Horfðu rótt á eldinn, Þegar yfir bleikan beð Brytinn lagði feldinn. Nú fékk lffið loksins ró, Lokað faðmi eldsins; Yfir beggja ásýnd sló Aftanbjarma kveldsins. Anda mjúkt á arma tók Án þess kvalir finni; Þá var lokað lífsins bók, Lfka í hinsta sinni. IV. Konur Njálssona. Altber vitni æskuþols, —Ekki má þvf gleyma.— Kringum brúðir Bergþórshvols Brennivargar sveima, Logans ógnir, lífsins morð, Lengi við þær una, Heyrist varla æðru orð Eða sorgarstuna. Allar sjá þær, eyðing, rán, Undan samt ei láta. Ég held þyki þjóðar-smán Þeim að kveina og gráta, Hefndar eldur augum fri Að eins snerti marga, Þegar loks þær leyfi fá Lífi sfnu að bjarga. Ráfa svo frá reyk og glóð, Raun ei fölvar brána Kvað og engin erfiljóð Eftir verinn dána. Hvort var örend ástin þá? Enginn veit hið sanna, Þar sem vinnur ekkert á Eldraun forlaganna. Meðan sól og sumarblær, Svalaði ljúfu geði, Vissulega virtuþær Vorsins stundar gleði. Hjartað gegnum heittog kalt Hreif ei stormur nauða, Var því sama um annað alt Utan lff og dauða. Hvað af þessu orðið er Eftir, svo að vitum? Að eins brothætt brúðugler, Blóm með sviknuin litum. V. O, mitt kæra feðra frón Forlaga-hjörvi bitið, Hörmulegri hrygðar sjón Hefir þú aldrei litið. Frá því sólin signdi grund Silfraði döggin vengið, Hefir þú naumast aðra und Ægilegri fengið. Hér ert þú sem liðið lfk, Lögð und Möru nauða, Er þú vefur vorblóm slfk Voðum hels ogdauða. Brosir en á bleikri kinn Bjarmi vonar eidsins, Þó nú rauða roðann þinn Reifi móða kveldsins. Út við tímans yzta haf En sjást bjartar myndir, Þar sem djúpi einu af Ótal falla lindir. Enn er bjart þitt andrúmsloft, Ei þess fegurð dvfnar, Þó með blóði bættir oft Bernsku syndir þínar. Þó að falli hold sem hey Heimsins dýrð og staðir, Göfug sál, hún gleymist ei Gegn um alda raðir. EYJÓLFUR J. VÍUM. Ef ég kynni lag á ljóðum. Ef ég kynni lag á ljóðum, Laga skyldi ég ótal bragi Helst með fornu hreysti lagi, Hræðsluna kveða burt frá þjóðum. Kveða þar inn kraft og menning, Kjarkleysi sem þjáir huga. Allar þrautir yfirbuga, Er hin sanna lffsins kenning. Fordæming á flótta reka Fyrst af öllum gömlum draugum. Enn hún gægist upp úr haugum, Alla nornin dæmir seka. Mesti það er misskilningur Muni drottinn nokkru tapa Af þvf, sem hann er að skapa, Eins og það væri fánýtt glingur. Ef þú skoðar ávirðingar, Aldrei neitt það sanna oggóða, Sem að heimur hafði að bjóða, Hugans færðu sjónliverfingar; Sérð ei nema svarta myrkur Sólin J>ó að skfni f heiði Yfir þessu lága leiði Liggur eilfft svarta myrkur. Við skulum læra lff að bæta, Lfkna því sem fallið hefir, Vekja líf, ef lffið sefur, Lífga og gleðja, ,en aldrei græta; Alla reisa fallna á fætur, Færa þá inn f ljóssins sali, Svo að allur hverfi kali, Kærleiks ylur vermi rætur. Ég er að vona að von mfn rætist, Verði meiri sannur friður, Annarbetri, æðri siður, Á það góða trúin bætist, Líkt og þegar ljós á vorin Lætur þúsund raddir hljóma, Leyst af vetrar löngum dró ma Lffið gleðst við sól á vorin. SIG. JÖHANNSSON

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.