Heimskringla - 11.05.1905, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.05.1905, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 11. MAI 1905. vf að samgöngu og flutningsfæri eru hér nægileg bæði á sjó og landi og þess vegna engin þörf fyrir menn að nota aðrar vörar, en pví bezt líkar, enda tel eg víst, að það fer eftir eigin vilja, hvað þettn snertir. Eg hefi enn þá ekki séð neina sérstaka ástæðu til að óttast, að menn séu hér varasamari f við- skiftum en fyrir norðan lfnuna. Þá vildi ég minnast lítið eitt á nokkur atriði í fyrirlestrinum: "Vestur að Kyrrahafi." Hvað náttúrulýsingarnar snortir, þá kemur höfundurinn par fram í sinni sönnu manndóms mynd. Þar eru engin öfl, sem geta knfið hann af beinni leið. Þar kemur fram göfug og háfley£< hugsun bygð & sannfæringu og klædd f fagran bún- ing eins og vel mentuðum manni sæmir. En f>að eru sumar aðrar ályktan- ir hans, sem ég get ekkt verið hon- um algerlega samdóma um. Og vil ég sérstaklega taka til greina framtfðar horfur Islendinga hér vestra. Ég álft, að Islendingar eigi hér góða og farsæla framtfð f vændum, ef þeir leggp nóg kapp á að eign- ast land, hreinsa það og rækta. Það er líka mikið viðfeldnara, að geta hugsað & Þenna hátt, saman- borið við spádóm höfundarins um ótlit og gæði landsins eftir 50 til 100 ár. Eg trúi þeim spádómi sj&lfur, og þess vegna treysti ég pvf, að einhver hluti af Islending- ingum noti tækifærin meðan pau eru til, að tryggja sjálfum sör og afkomendum sfnum hér framtfðar- heimili. Eg get pví betur trúað, að f&ir fari héðan af þeim, sem komnir eru, og að enn fleiri bætist við með tfmanum. Höfundurinn hefir þetta eftir ^'sanngjb'rnum mönnum" hór: "Hingað er ekkertað sækja nema veðurblfðuna, og fyrir engu ö'ðru að gangast". Mér finst þetta nokknð einkenni- leg ályktun, af þvf það virðist, að hón se að eins framborin í peim tilgangi að s/na, að paB sé að eins góða veðrið, sem menn lifi á, en ekki á þvf, sem veðurblfðan fram- leiðir úr jörðunni mönnum til nota. Ég held að útskyringin hafi gleymst, sem hefði átt að vera einhvern veg- inn lfk þessu: "Og fyrir engu öðru að gangast", en ö 11 u því, sem veð- urblíðan framleiðir mönnunum til aðdáunar, ánægju og nytsemdar fyrir lffið í heild sinni. Það eru ýmsar aðrar ályktanir hjá höfundinum, sem mér virðast athugaverðar. En af Því fáar af þeim geta valdið misskilningi, sem snerta heildina, pft sé ég enga nauð- syn til, að koma fram með athuga- semdir við pær í þetta sinn. Það er viðurkenningar vert, hve nákvæma eftirtekt höfundurinn hefir veitt hlutunum & þeim stutta tfma, er hann dvaldi hér. Og það er ekki með sanngirni hægt að bú- ast við, að engin villa finnist í frá- eögu hans. Vestri. Dularfull fyrirbrigði. (Eftir Fjallkonunui). Ég geri r&ð fyrir, að lesendur Fk. muni búast við þvf, að blaðið flytji einhver ummæli út af öllu andatrú- arskrafinu, sem gengur hér í bæn- iim — ekki sfst nú, pegar búið er að minnast á mig allháðulega f sambandi við það mál í malgagni stjórnarinnar. Eg hefi um nokkur ár, að svo miklu leyti, sem mér hefir unnist tfmi til frá öðrum störfum, kynt mér allmargar bækur um spiritisma og theosofi (andatru og guðspeki). Þeim möunum, sem aðhyllast þær llfsskoðanir — og peir skifta millí- ónutn I Norðurálfunni og Vestur- heimi — kemur saman um f>að, jafhframt pvl, sem þa greinir & um maryt og mikið, að unt sé fyrir mennina að komast í samband við verur, sem ekki hafi jarðneskan lfk- ama, og þá fyrst og fremst í sam- band við framliðna menn. Þessa sannfæring stna byggja mennirnir & atburðum, sem þeir fullyrða, að seu að gerast nú á tfmum. Mcr I«5tti gaman að [>essum bók um. Þær höfðu ekki sérlega sann- færandi áhrif á mig. En þær bentu svo ápreifanlega á þá rfku tilhneig- ing, sem b/r á þessum síðustu ára- tugum í hugum sumra þeirra manna er ekki aðhyllast kenningar kristin- dómsins, til þess að leita burt frá þeirri lífsskoðun, er neitar því, að s&lin sé annað en afleiðing af sér- stökum lfffærastörfum í mannleg- um Ifkum — lífsskoðun, sem nefnd er materfalismi og mjög hefir verið haldið fram af merkum visinda- mönnum. Þessi tilhneiging var mér hug- næm. Og við það sat. Þar til er mér barst í hendur bók, sem heitir: "Human Personality and its survival at bodily death'' (Persónuleikur mannsins og fram- hald á lffi hans eftir lfkamlegan dauða) eftir Frederic W. H. M y e r s, forseta Sálarrannsókna félagsins brezka (Society of psych- ical Research) — þá vaknaði hjá mér ákveðin löngun til þess að kynnast peim fyrirbrigðum, sem hér er um að tefla, nákvæmar en af bókum. Félag þetta var stofnað fyrir nft- lægt 30 árum af nokkrum hinum merkustu mönnum Breta. Stofn- endur vora meðal annars nokkurir af ágætustu vfsindamönnum Eng- lendinga — par á meðal Sir W i 1- liam Crookes, einn af allra- fremstu eðlisfræðingum og efna- fræðingum veraldarinnar, og A1 - f r e d R u s s e 1 W a 11 a c e, sem kom fram með breytiþróunarkenn- inguna samtfmis Darwin — tveir byskupar í enBku kirkjunnl og nokkurir afburðaiaenn í stjórnmál- um — par á meðal Gladstone og Balfour, núverandi forsætis- ráðherra Breta. Grrundvallarhugsanirnar,sem fyr- ir stofnendunum vöktu, voru á þessa leið: Mannkynið hefir sfðan einhvern tfma langt, langt aftur í öldum haft hugboð um það, að mannsandinn héldi áfram að lifa eftir jarðneskt líflát. Þetta hugboð — eða þessi trú — byggist að minsta kosti að miklu leyti & sambandi, sem fullyrt er, að endrum og sinnum hafi kom- ist & milli hins ósýnilega, andlega og hins sýnilega, jarðneska heims. Til dæmis að taka er pað einmitt eitt grundvallaratriðið í kristinni trú, að vera, sem lifði hérá jörðunni ein 33 ér, hafi eftir andl&tið birzt vinum sfnum. Enn í dag er fjöldi manna, sem fullyrðir, að þeir hafi verið sjónarvottar að atburðum, sem gerst hafi sjálfkrafa og að minsta kosti í fljótu bragði bendi rfkt & það, að þeir eigi rót sfna að rekja til ösýnilegs heims. Og jafn- framt er afarmikill flokkur manna, spiritistar, sem staðhæfa, að peir geti sjálfir framleitt fyrirbrigði, sem auðsælega og áreiðanlega stafi fr& öðrum heimi. Nú er það ekkert, sem mönnunum ^etur riðið meira á að vita með vissu en það, að þeir eigi að lifa eftir dauðann. En þó að kynlegt megi virðast, hefir aldrei verið beitt við þessi fyrirbrigði 8ams konar aðferð eins og beitt er við (innur fyrirbrigði tilverunnar, til pess að fávitneskju um, hvort þau séu nokkuð annað en hugar burður og hvers eðlis þau séu — rannsóknaraðferð vísindanna. Það er ekki samboðið pekkingarþra mannkynsins, að leggjast þetta lengur undir höfuð. Svo var félagið stofnað til þess að halda pessum rannsóknum uppi. Bók Myers, sú er ég nefndi ftður, mikið rit, um 1400 blaðsfður, er um aðalariði þessara rannsókna. Og hver hefir svo arangurinn orðið þessi 30 ár? I stuttu máli þessi: Af peim fyrirbrigðum, sem koma sj&lfkrafa (svipir og pess kon- ar) og virðast benda á áframhald lffsins eftir dauðann, eru suin frá- leitt annað en skynvillur — eiga sér engan stað utan meðvitundar þeirra manna, sem þykjast skynja þau. En samt verður eftir aragrúi af fyrirbrigðum, sem lfka komu sjálf- krafa og lfka benda á framhald til- verunnar eftir dauðann, en ekki verða, með þeirri þekkingu, sem mannkynið hefir nú, skýrð á nokk- urn annan hátt en þann, að þau standi í sambandi við tilveru eftir dauðann. Svo eru þau fyrirbrigði, sem að einhverju leyti standa í sambandi I við tilraunir, eru & einhvern hátt afleiðingar peirra. Margt af þvf, sem s/nt er fyrir peninga og fullyrt er, að sé áhrif úr andans heimi, hefir félagið sýnt og saimað, að ekki er annað en tál og prettir. En samt verður eftir aragrúi af tilraunafyrirbrigðum, er liljóta að stafa frá öflum, sem vísindin þektu ekki fyrir 30—40 árum. Sum af þeim fyrirbrigðum g e t a stafað frft öflum. er leynast nieð mönnunum, að minsta kosti Bum- um mönnum, ötium, er menn liafa fundið og gefið ti'ifn á sfðustu ára- tugum. En samt verða eftir fjíildamörg fyrirbrigði, sem þeir, er fyrir rann- sóknunum hafa staðið, geta ekki gert sér neina grein fyrir aðra en þá, að þau stafi paðan, sem sijirit- istar fullyrða. Crookes og Wallace hafa orðið algerðir og ákveðnir spiritistar við rannsóknir sfnar. Crookes er samt ekki talinn meiri vitfirringur en svo, að hann hefir sfðan verið gerð- ur að forseta fyrir brezka vfsiuda- félaginu (British Association). Pró- fessor H y s 1 o p, sá er samið hefir s&larfræði þá, er lögð er til grund- vallar að minsta kosti sumstaðar við háskólapróf f heimspeki í Banda- rfkjunum, hefir ritað langa bók — um 700 bls. — um 17 tilraunir, sem hann gerði & skömmam tíma, og kveðst ekki geta skýrt pað, er fyrir hann bar, á nokkurn annan veg en spiritistar. Að svij>aðri niðurstöðu virðist prófessor W i 11 i a m J a m- es hafa komist, maður, sem pró- fessor Höffding telur einna fremst- an núlifandi sálarfræðinga í heimi. Og Myers sjálfur sér engan skyn- samlegan veg til þess að komast hj4 því að viðnrkenna þau stórtíðindi, að mönnnnum hafi tekist að sanna sjálfstæða tilveru sálarinnar ogkom- ast f samband við framliðna menn. Hann skorar fastlega á menn f nafni vfsindanna og sannleikans að leggja sinn skerf til rannsókn- anna, það þvf fremur, sem hann telur sambandið mjög ófullkomið og öáreiðanlegt, enda veitti honum sjálfum afar-örðugt að ná peirri vissu, sem hann taldi óyggjandi. Þegar ég hafði lesið pessa bók Myers, fór mig að langa til að gera tilraunir til þess að verða sjálfur sjónarvottur að einhverjum þeim fyrirbrigðum, sem hér er um að tefla. Eg gerði nokkrar tilraunir á Akureyri. En þær mistókust með öllu. Nokkuru eftir að ég kom hingað suður reyndi ég af nýju. Eg fékk nokkurar frúr, nokkurar ungar stúlkur og nokkura háskólagengna karlmenn til þess að hjálim til við tilraunirnar, og menn hafa skifst á um pað eftir atvikum bg ástæðum. Trúarskoðanir þessa fólks eru mjög mismunandi. Sumir eru afdráttar- laust kristnir menn. Aðrir hallast naumast fremur að einum trúar- brögðum en öðrum. Og enn aðrir eru þar einhversstaðar á milli með skoðanir sfnar. Og pað, sem að hefir verið hafst á samkomum okk- ar, hefir verið gersamlega rann- sóknar-eðlis og á engan annan veg. Ég ætla ekki að fara að lýsa pví neitt, er hefir borið fyrir okkvir, sem höfum verið við petta að fást. Þeir, sem löngun hafa til að kynnast málinu, geta lesið um miklu merki- legri fyrirbrigði en þau, sem enn hafa hjá okkur gerst. Bækurnar um þetta mál voru í vetur eittvað 30 þíisund bindi, svo nógu er úr að moða. En hitt get ég tekið fram. að árangurinn hefir þegar orðið meiri en nokkurt okkar hefir vfst gert sér í hugarlund f byrjuninni — þ<5 að skoðanamunur geti að sjálfsögðu verið um það, hvernig & þvf standi, sem fyrir hefir komið, enda fjarri þvf, að allir, sem tokið hafa pátt í þessuin tilraunum, hafi gengið úr skugga um, að hér se að tefla um ahrif úr andans heimi. Það er ekki f fordildar eða metn- aðar skyni, að ég hefi minst svo mikið & sjálfan mig f sambandi við þetta mál. Mér finst hér ekki vera neitt til að miklast af. En úr því farið er að svívirða þessar tilraunir, vildi ég láta þess afdráttarlnust getið, að þær eru mér að kenna. Allir, sem við þær hafa fengist, hafa gert það fyrir mfn orð. En ég fæ ekki heldur með nokk- uru möti sóð, að hér sé neitt til að skammast sfn fyrir.* Þó að ritstjóri Reykjavíkur viti ekki um merki- legustu uppgíitvanirnar, sem gerðar hafa verið á sfðustu öld, er ég ekki skyldugur til að vera jafn-fáfróður. Þó að sannleiksprá hans sé full- nægt með "málgagni sannsöglinn- ar" hefi ég rótt til að leita sann- leikans víðar. Og þegar eg geri það á mfnu heimili, eða & heimil- um rina minna, finst mér ekki ósanngjarnt að ég fái, enda & ég meira að segja lagaheimting & að fá að gera það allsendis óáreittur. Mór finst ekki úr vegi fyrir stjórn- arhöfðingjana að benda ritstjóra sfnum á það. Það er h&lfgert ógeð f mt'r við það að minnast nokkuð á tilrauu stjórnarblaðsins til að ófrægja okk- ur, sem við þetta erum að fást, fyrir óguðlegt athæfi þar sem bannað se í ritningunni að leita frt'tta af f ram- liðnum. Mér finst svo mikið ó- bragð að því, þegar Jón Ólafsson fer að vanda um við menn fyrir það að þeir breyti ekki samkvæmt guðs orði. Samt tel ég rett að minnast á þetta atriði örfáum orðum til þess að afstýra þvf, að blað stjórnarinn- ar fái æst með þessu hugi fáfróðra og andlega lítilsigldra manna — sem sýnilega er tilætlunin. Það er aldrei nema satt, að Móse- lög banna að leita frðtta af fram- liðnum. En kristnir menn telja sig yfirleitt ekki bundna við öll Móselög. Þau banna manni t. d. að éta blóðmör eða búa til nokkura mynd. Eftir þvf er ekki farið. Enginn kristinn maður telur sig: bundinn við slfk fyrirmæli, nema ef til vill Aðventistar. Hugsandi nútfðarmenn telja þó enn fráleitara að láta nokkur þúsund ára gömul fyrirmæli leggja höft á leit sína eftir sannleikanum — og það þeim síinnleika, sem öllu mannkyninu og hverri einstakri mannsál kemur meira við en nokkurt annað atriði þekkingarinnar. Einar Hjörleifsson. PROVIN'CE OF MAN'ITOBA Steinhleðslu allskonar, svo sem kjallara og fleira, leysir S. J. Sigurðsson f River Park bæði fljótt og vel af hendi og fyrir lægra verð en aðrir f þessum bæ. Hann biður Islendinga að finna sig að máli áður en þeir semji við aðra um steinverk. Hann hefir æfða steinleggjara að vinna fyrir sig. Munið að sjá sem fyrst N. J. Sigurdxson, River P»rl«. Skrásetning ^^Kjósenda Hér með tilkynnist, að samkvæmt kosningalíigum Manitoba fylkis hefir verið ákvarðað að bæta nöfn- um á og gera nauðsynlegar breyt- ingar á kjörskránum f hinum ýmsu kjördeildum fylkisins. Joseph Hamelin, í St. Laurent, hefir verið settur skrásetj- ari fyrir GIMLI kjördæmið, og til pess að veita móttðku nöfnum þeirra, er óska að komast á skrána, og til að stryka út af kjörskránni nö'fn peirra, sem nú eru hættir að eiga atkvæði f kjördeildinni, og'til að leiðrétta aðrar villur, sem á kjör- skránni kunna að vera. Hr. Hame- lin situr f húsi sfnu í St. Laurent & fimtudaginn 1. júnf 1905, frá kl. 7 f. h. til kl. 12 á hádegi, og frá kl. 1 til 6 og 7 til 10 e. h. Endurskoðun kjörskránna fer fram f sveitarráðhúsinu & GIMLl á miðvikudaginn 28. júnf 1905 og byrjar kl. 11 f. h. og endar kl. 6 e. h„ til þess að athuga beiðnir þær, sem lagðar hafa verið fram fyrir skrásetjarann, og einnig beiðnir annara um að setja nöfn sfn á kjör- skr&rnar. Að eins nöfn þeirra, sem ekki eru á nfigildandi kjörskrám, en sem eiga heimtingu á að verða inn- ritaðir sem kjósendur undir kosn- nga lögum Manftoba fylkis, þurfa að sœkja þessa yfirskoðun til þess að fá nöfn sfn skr&sett. Dacsett á skrifstof a fylkisritarans þennan 1. maí 1905. D. H. McFADDEN, Provincial Secretary !?????????????????•???????? : ; ? I ? !? ? !? ? ? ? ? X Vérviljum benda yður á ! BOYDS | "LUNCH ROOMS. ? Þar fæst gott og hressandi ? kaffi með margskonar brauði, J og einnig te og cocoa, ís- rjómi og margt fleira. Opið til kl. 12 á hverju kveldi. BOYD'S 422 Main St., 'Phone 177 ? ? ? ? ? ? ? ? ?????????????????????????? KJORKAUP Bezta gróðafyrirtæki viðvíkjandi bæjarlóða kaupum f Winnipegborg getið þið fundið út hjá G. J. GOODMUNDSSON 613 Lancside St., VVinnipeg, Man. íí Allir fslend ingar íAme- ríku ættu að kaupa 'Heimir' Kostar $1.00 yfir &rið. Kemur út einusinni & m&nuði hverjum f stóru ttmarits broti 24 bls. að stærð. Innihald margbrotið og skemti- legt, sögur kvæði, ritgjörðir, kyrkjutfðindi, æfi&grip merkra manna með myndum osfrv. Af- greiðslustofa: "Heimii," 555 Sar- gent Ave., Winnipeg, Man. ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Dáin 16. febr. 1905 Þú ólst upp i (oreldra faðmi svo .frjáls 0(t svo glöð og svo ung í fslenzkutn bl&fjalla baðmi og bernskan þér fanst ekki þung, svo sœl eins og svanur & bárum og saklaus sem fjaðrirnar hans, en Rljúp eins og glitur í t&rum og RöfuB seœ hjarta þíns lands. Þú lékst þér & blóm-íkura bölum með bræðrum, við vorsólar eld f íslenzkum iðgrænum dölum, unz æskunnar leið fram & kveld, Þ& húmaði' i dalnum og draumur þig dróg eins o< teyðandi foss s& aflþrungni örlagastraumur, sem að eins var teelandi hnoss. Þú yflrgafst æsku og bræður o<c ar.hvarf — þitt foreldra skjól, en kunnun;ur rúnir þær ræður, sem rðkkvuðu gleðinnar sól. Þú sigldir fr& islenzku yndi, frá æskunnar ljútíinga-draum, fr& friðsælum Fjallkonu tindi í fjarlægan veraldar-glaum. En dimt varð í langþráðu landi, því lífsvon þín myrkvaðist þar, .og btómríkir balar að sandi og bros þín setn kulnandi skar. Þá vildurðu örlög; þin enda um oddhvassa þyrna ojr grjót — i friðhelgum likbl«ejum leuda OK liin að hvíla þinn fót. Þú fékst ekki vonanna fylling, sein fanst þér þó kœrast og bezt, þ& s&stu i suðrsenni hylling það sólbros, er treysturðu naest. I ^ " S. THORKELSON, 751 Ross Ave.,selur allar tegundir af m&li, málolfu og öðru mál-efni. Alt af beztu tegund og með lægra verði | en aðrir f Winnipeg. Union Grocery and Provision Co. 163 NENA St. horni ELGIN AV Odýr— Matvara Allar vörur fluttar heim f hús viðskiftavina vorra með ef tirfylgjandi verði: 16 pd. raspaður sykur.....$1.00 14 pd Molasykur.......... 1.00 9 pd. grænt kaffi.......... 1.00 23 pd. hrísgrjón.......... 1.00 3 pd. kanna Baking Powder 0.35 Soda Biscuits, 2 kassar &... 0.35 3 könnur af Salmon á___0.25 Rúsinur 4 pd. &........0.25 Sveskjur 5 pd...........0.25 Ýmsar teg. af sætabrauði pd 0.10 Happy Home s'ipa 7 stykki 0.25 Besta Cocoa 1 pd. á ...... 0.25 Molasses 10 pd fata & .... 0.40 5 pd. bestu "Turnips" á ... 0.25 5 þd fata af besta Sfrópi á 0.30 Kartöflur, bushelið........ 0.70 Þorskur, saltaður, pd. á .. 0.06 Ostur 1. pund &___...... 0.10 PatentFlour (100 pd)___290 3 flöskur af "Extraxt" á .. 0.25 7 pd fata af Jam....... 0.40 Beetu Tamatoes 2 knr. & .. 0,25 Og allar aðrar vörur, með kjör- kaups verði. Fólk í nærliggjandi þorpum og sveitum, sem vildi njóta þess- ara kjörkaupa, getur pantað vörurnar og sent andvirðið með pöntuninni; skalþeim þá send- ast það, sem um er beðið. J. Joselwich 163 NENA ST. horni ELOIN Ave Þ& dreyindi þig drauma að nýju um dyfrdir og &stir og jól am vO'daga himinsins hlýju og heilaga skfnandi sól. En hverfult vaið Iífsiíleði lyndi og l&nið, — sem deyjandi rós. í helgustu óskum og yndi þú eignaðist sólfagurt ljós; og ósk þín var einlæg og vonin að una þú mættir við það, að faðma þinn sp.klausa soninn, — en svartnættið skygði þ& að. Ou tíminn var kominn, þú kvaddir þitt kærasta'og helgasta ljós. Nii óma þér &stsætar raddir og angandi faðmar þiK rós. É« kveð þi<z ( slðasta sinni, — en seint muntu gleymast mérþó. Ésí geymi þitt RöfKÍ í minni og græt þig i heilagri ró. Æ vertu sæl vina mín góða! Þig verndi i friðarins hönd s& guð sem er gleðiljós þjóða °K geymir öll veraldar lönd. Éa; fínn ekki orð til að &rna þér ástir og þakklæti mitt, því hugbönd raíu svella og s&rna við sviplega burtkallið þitt. Ég vildi þig kransi þeim krýoa og knýta' hann í íslenzkan reit, setu aldirnar ei mættu týna né ætt þín í skaKfírskri sveit. En kraus minner blaðfár og bleikur ok blómiu hans f&tæk og sm&, og lifskraftur lúian ok veikur, — en ljóð mitt er hjartanu fr&. Vtnkonti hinnar ddnu J. llidanek Selur p;roceries með eft- irtöldu verði — ódýrastar og beztar vörur í w'peg..... 17 pd. Rasp. Sykur........ 1.00 14 pd. Molasykri........... 1.00 9 pd. Grænt Kaffi......... l.OO 22 pd. Hrfsgrjónum ........ l.Oo 28 pd. Kassi af Rúsfnum___ 1.20 10 pd. fata Molasses ....... 0.40 5 pd. Sago............... 0.50 1 Bush. Kartðflum........ 0.80 7 fata af Jam............. 0.45- 1 Kanna af borð Sfrópi___ 0.25 Ýmsar tegundir af &gætu sæta brauði & lOc. pundið. f®" Allar aðrar vörtir með til- svarandi verði. Einnig mikið upplag af alls- konar fatnaði og fataefn- um, skótaui, leir- og glervöru, alt ódyrt. J. Midanek 668 Wellinjfion cor. Agnes. Ritstjóri ' Norðurlands" er vinsamlegast beðinn að prenta þessa minningu í blaði sfnu. DOMINION HOTEL 523 lÆ^.IJsr ST. E. F. CARROLL, Eigaodi, Æskir yiOskipta íslendin?a, gisting ódyr, 40 svefuherborKi^-ámBtar málMSar. Detta Hotol er Kengt City HaU, heflr bestu -. lfðng oe Vindla —peir som kaupa rúm. þurfa ekki nauösynleit* aö kaupa maltlðar, sem eru seldar sérstakar. MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaðuum * P. O'CONNELL, cigandi, WINNIPK8 Beztu teguudir af vinföngum og vindU um, a^hlynning tród og húsið endur- bætt og uppbúið ad nýju

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.