Heimskringla - 29.03.1906, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.03.1906, Blaðsíða 1
4 'Q. Johnson. Verzlar meö “Dry Goods' og Karlmannafatnaö. Suðv. horn. Ross oe: Isabel WINNIPEG —i bel St I Q. Johnson.' Hvaö sem ykkur vantar aö kaupa eöa selja I>4 komið eða skrifiö til mín. Suðv. horn. Ross ok Isabel St. WINNIPEG XX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 29. MARZ 1906 Nr. 25 Arni Esprtsson Land og Fasteignasali Útvegar peningalán og tryggir líf og eignir Skrifstcfa: Roorn 210 Mclutyre Block. Telephone 3364 Heimili: 671 ítoss Avenue Telephone 3033 Fregnsafn Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Hon. C.H.Campbell, dómsmála- stjóri Manitoba, er um þessar mundir aö ferSast um Ontario og Quebec fylki til þess aS fá fylki þau í liö með Manitoba til þess að heimta af Ottawa stjórninni fjflkja-umráð vfir telefónes innan sinna takmarka. það er talið víst að bæði Ontario og Quebec og máske önnur fylki muni gera sömu kröfu til Ottawa stjórnar- innar um umsjón og eignarráð taf- þráða. — Sú frétt kemur frá St. l'aul, að James J. Hill, förseti Great Northern járnbrautarfélagsius, haf. gert ráðstafanir til þess að l.yggja um 3 þús. mílur af járnbrautuin í Canada í nálægri framtíð. Sagan segir, að hann ætli að byggja til Portage la Prairie og Brandon og frá Havre í Montana til 3jfedicine Hat, og þaðan til Edmonton snið- braut til Calgary. Hann kvað og hafa ákveðið, að byggja til Reg- ina og Winnipeg, og til nokkura staða i British Columbia. Mælt er, að Canadian Northern félagið og J.J.Hill vinni saman að þess- um framkvætnduin í Vestur Can- ada, enn engin vissa er enn fengin fyrir því, að svo sé. — C.P.R. félagið hefir pantað i þús. 30 tonna flutningsvagna til viðbótar á brautakerfi sínu hér í ríkinu og kosta þeir ails nær mill- íón dollara. ;—1 Fjögur hundruS fjörutíu og fjórar bæjarlóðir í Regina vroru seldar við opinbert uppboð þann 16. og 17. þ.m. þær seldust fyrir $186,223.00. þeir peningar runnu í bæjarsjóð. — Stærsta te-verzlunar félag á Rússlandi hefir nýlega orðið gjald- þrota. Skuldir þess eru taldar um 13/4 millíón dollara. þetta er tal- in ein af afleiðingum Japan stríðs- ins. — þrettán ára gamall piltur, er bjó ineð móður sinni 12 mílur norður frá Toronto, sló föður sinn með exi í höfuðið svo hann beið bana af. Maðurinn hafði verið í vinnu inni í borginni, en fór á túr og hélt svo heim til sín og mis- þyrmdi konu sinni svo inikið, að Sonurinn þoldi ekki að horfa að- gerðarlaus á leikinn. — Tekjur C.P.R. félagsins þetta ár eru áætlaðar 60 milKónir, doll- ara. Félagið hefir nýlega aukið innstæðufé sitt um 40 millíónir dollara. — Stjórnin í Japan hefir sam- þvkt lög um að kaupa- allar járn- brautir í ríkinu fyrir 250 millíónir dollara og gera þær að þjóðeign. Lög þessi voru samþykt i þinginu með 243 atkv. gegn 109. — Japan stjórn hefir auglýst, að maður í Japan að nafni Kim- ura, hafi fundið vipp telefón aðferð án þráðar. Menn geta talað sam- an langar leiðir og heyrt hvor til annars, án nokkurs þráðar sam- hands. þessi uppfundtring hefir áð- ur gerð verið af ungum pilti í Bandarikjunum, og sýndi hann að tnenn gætu heyrt hvor til annars meir en milu vegar, án þess að nota þráð. — Rússakeisari hefir ákveðið að senda einn af náfrændum sínum til Japan í heiðurs og vinsemdar- skyni við gömlu óv-inina. Japanar hafa og samþykt, að ser.da keis- aralegan erindsreka til Rússlands, til þess að færa keisaranum sátta- kveðju sína. Eftir það skijða þessar þjóðir hvor aðra sem vina þjóðir. — Bandaríkja og Canada auð- menn hafa mvndað félag og key-pt 300 þús. ekrur af landi í Vestur- Canada fyrir 3 millíónir dollara Löndin liggja fratn með vegi þeiin, er G.T.P. járnbrautin á að liggja um. — Ottawa stjórnin hefir tilkv.nt Lord Strathcona í Lundúnum, aö hér eftir borgi hún fiutninga lél $5 fyrir hvert mannsbarn yfir 18 ára, er þau flytji til Canada, o $2.50 fyrir hvern farþegja innan 18 ára. þetta er nokkru hærra en áður hefir viðgengist. — Stjórnin á Ungverjalandi heí- ir auglýst, að alt samskotafé, er komi frá Ameríku til styrktar pólitiskum flokkum þar í landi, verði gert upptækt og látið renna í rikissjóðinn. það eru margír ungverskir þjóðvinir í Bandaríkj unum, sem á liðnum árum hafa tekið mikinn þátt i landsmálum, þjóðar sinnar með því að senda stórar peningagjafir til pólitrskra flokka, til þess að koma vissum mönnum á þing. En þetta á nú að aftakast með öllu. — Walter Rothchild, einn <af brezku þingmönnunum, sagði ’ London þinginu þ. 15. þ.m., að allir þeir, sem flúið hefðu til Eng- lands undan ofsóknum Rússa slj, og ekki fengið ati dvelja þar, en orðið að snúa heim aftur, heiðu tafarlaust, er þeir komu heim, verið skotnir án dóms og laga. Hann kvaðst hafa gildar sannanir fvrir þessu. — Kappraun á ritvélar var liald- in í Chicago þann 20. þ.m. þcir, sem unnu, skrifuðu á vélína; 1. 4627 orð á 30 mínútum 2. 4238 orð á 30 mínutum 3. 4085 orð á 30 mínútum. þriðji keppinauturinn var kona og hafði hún aðeins 50 ritvillur í skjali sínu. — Stjórnendur New York I.ife lífsábyrgðar félagsins hafa höfðað mál móti Andrew Hamilton. dóm- ara, til ]>ess, að knýja hann til að gera grein fyrir því, hvernig aann hafi varið því félagsfé, sem honum hefir \<erið trúað fyrir. Sama frétt segir, að hann muni verða látinn standa ábyrgð á orðum þeim, er hann hafði um stjórnendurna ný- lega frammi fyrir rannsóknar- nefndinni, og sem getið var um i þessu blaði. — Spánarstjórn hefir sagt af sér embættym. — Allmikil grunsemi er vöknuð meðal ýmsra lífsábyrgðarfélaga út af fjölgandi sjáífsmorðum hér í landi. Og svo kveður mikið að þessu, að eitt félag, “The Wood- men of the World”, fer fram á, að það verði framvegis tekið beint fram í lífsábyrgðarskjölum þessa félags, að erfingjar þess, er sjálfs- morð fremur, fái ekki lífsábyrgð- arféð útborgað, nema þeir sanni fyrir dómi, að hinn látni hafi tek- ið líf sitt í brjálsemi,— verið vit- stola. það er skoðun félaganna, að ýmsir af þeim, er sjálfsmorð fremja, geri það til þess, að erf- ingjar þeirra fái ábyrgðarféð, og að þeir hafi fult ráð og rænu, er þeir fremja verkið. — Fimmtán menn með hlaðnar skammbysstir og sprengikúlur óðu inn á banka í Warshaw á Rúss- landi og heimtuðu alt það fé, sem í bankanum væri. þeir hótuðu að sptengja upp húsið með öllu, sem i því væri, ef nokkur mótspyrna væri veitt. Mennirnir náðu ’ 438 þús. dollurum. þeir kváðust þurfa féð til þess að herja á móti lands- stjórninni. Enn hefir enginn þeirra náðst. — Bærinn Saskatoon ætlar að biðja þingið um löggildingu sem borg. það er ákveðið, að bærinn byggi sitt eigið vatusfeiðsluverk Og ljósakerfi, og öll önnur opinber nauðsynja tæki. það er og gert ráð fyrir, að bærinn haldi 3 laun- aða menn, sem annist um öll bæj- arstörf eða ráðsmensku þeirra^ — Rannsóknarnefnd sú. er Dom- inion stjórnin setti nýlega til þess að athuga, og opinbera fyrir al- mennirtgi starfsaðferð liinna ýmsu lífsábyrgðarfélaga í Canada, hefir lcitt í ljós það, að yfirskoðun á bókum félaganna, gerð af embætt- manni ríkisstjórnarinnar, er harla lítils virði og langt frá því að vera fullnægjandi. þetta hafa og sjálfir yfirskoðtinarmennirnir játað það hefir og sannast, að félögin hafa varið peningpm sínum í efa söm fyrirtæki, en bein rangindi hafa enn ekki verið sýnd að ættu sér stað í meðferð fjársins. Rann- sóknarnefndin hefir fundið það, að íélögin verja of iniklu af tekjum sínum í Bandarikja stofnanirr en ininna mikfu í Canada en vera ætti. Vörn félaganna er sú, að þau geti betltr ávaxtað fé sitt í Banda- ríkjunum en í Canada. Og \^c við situr. — New Brunswick stjórnin hef- ir samþvkt þýðingarmikil lög utn takmöfl^^n á sölu víntegunda. — Meðal annars er þar bannað, að selja nokkurt vín Yil neyzlu í þeim landshlutum, sem samþykt hafa vinbann innan takmarka sinna. — Sektir fyrir brot gegn þessu laga- ákvæði eru fyrir fyrsta, annað og þriðja brot $50, $100 og $200, og þessutan má afnema vínsöluleyfi hvers þess manns, sem gerir sig sekan í þessu. — það komst upp i lögreglu- rétti í Toronto þann 22 þ.m., að þær eða nokkuð af þeim réttfærðu bókum York Ckunty Loan & Sav- ings félagsins, sem fyrir nokkrum mánuðum varð gjaldþrota, höfðu verið brcndar, en falskar bækur lagðar fram í réttinn, sem áttu að sýna starfsemi félagsins á sl. 3 árum. Bækur þessar voru svo ný- legar, að dómsmálasóknarinn tók eftir því og við það komst upp hiö sanna um afdrif hinna réttu bóka. Mr. George Burt, ráðsmað- ur félagsins, játaði fyrir réttinum að bæktirnar hefðu verið brendar lteima á sínu eigin heimili. — Málið móti 13 ár i gamía piltinum í North Bav, Ont., sem hjó fÖður sinn til I.ana með evi fyrir fáum dögum tll þess að vernda inóður sína fyrir misþyrm- ingum föður síns, hefir endað svo, að kviðdómendur liafa sýknað piltinn og telja föðurinn réttdræp- ann íyrir þrælmensku hans við konu sína. þessi úrskurður dóm- endanna mælist einkar vel f^^rir, og hann er í fullu samræini við skoðanir almennings þar í ná- grennittu. — Manntalsskýr.slur þýzkalands sýna, að þar búa nú 6o]£ millíón manna og konur eru þar fieiri en karlmenn svo nemur 870 þús. — Susan B. Anthony hefir í erfðaskrá sinni gefið aleigu sína, 10 þús. dali, til þess að efla -rétt- indi kvenna í Ameríku. þrjú af sky'ldmenntim hennar eru sett til að hafa umsjón eignanna og sjá um, að þeim sé rétt varið. — Tvö hundruð og fimmtfu þús- und ítalir fiuttu til Ameríku á sl. ári, en það er tíundi hver maður úr þeim héruðum, sem flutning- arnir aðallega voru frá. Talið er liklegt, að eins margt fólk flytji þaðan á þessu ári og að fjöldi af því setjist að í canadiska Norð- vesturlandinu. — Aðmiráll Dewey fór á fttnd þingnefndar f Washington þann 20. þ.m. til þess að hvetja þing- menn til þess að fá stjórnina til að by&gja aS minsta kosti 2 her- skip svo stór og öflug, að engin finnist bfctri f heiminum. Hann tel- ur þetta algerlega nauðsynlegt, og einnig vill hann láta þjóðina by&gja stóran flota köfunarbáta. Hann leggur og það til, að nú- verandi herskip Bandarfkjanna sé ekki sífeldlega hiifð í siglingum, heldur séu þati höfð á höfnum inni langan tíma á ári hverju. — Telur hann, að við það spari þjóðin afarmikið fé á árlega, með þvi að vélarnar endist betur og tniklu færri menn þurfi á skipun- tim þann tíma. Með slíku fyrir- komttlagi segir hann megi spara svo tnikið,, að nægi til að borga fyrir hin nýju skip og þau, sem hér eftir verði bætt við flotann. — Kolarthma verkfall er í vænd- um í Indiana ríkinu í Bandaríkjun- um innan skams tfma. Kaupsamn- ingar ]>eir, sem námatnenn gerðu við eigendur námbnna, eru út- tunnir þ. 31. þ.m., og lieimta nú námamenn hærra kaup. 225 þús- undir manna eru í félaginu og segjast þeir hefja verkfall þann 1. apríl, ef nántaeigendur gangi ekki að kostum þeirra. — Fjörutíu þúsundir kolanáma- manna hafa gert verkfall á Frakk- landi. þeir heimta kauphækkun. Námaeigendur segja, að með hfið-. sjón af því voða líftjóni, sem kolanámamenn hafi orðið fvrir þar í landi á þessu ári, þá séu þeir fúsir til að bæta 10 prósent við laun neðanjarðar námamanna, en 5 prósent við þá, er vinni und- ir beru loíti. Iirin er óvíst, hvort þetta boð verður þegið. —Sérlega sorglegt atvik vildi til í Toronto i sl. viku. Nokkrir ung- ir piltar réðnst með snjókasti á gamla konra fáein fet frá húsdyr tun hennair. Svo var snjóbolta- drffan áköf, að konan varð að flýja undan, og er hún gekk yfir járnbrautarspor á leið hennar, rann vagn fram á hana og varð henni að bana. — Wm. McKenzic, forseti Can- adian Northern járnbrautarfélags- ins, hcflr keypt 10 námalóðir í Alaska héraðintt, þar sem kallað er “Windy Ann”, nálægt “White Horse”. Verðið er 5 riiillíónit doflara, og má af því marka, að landið þar er álitið meira en lítið máltnauöngL Peningarnir haía þegar verið borgaðir. Lóðir þess- ar voru áður keyptar fyrir 160 þús. dollara af auömanna félagi, en áðttr en það félag hafði borg- að fyrir þær, var það búið að finna 5 millíón dollara kaupanda. það gra'ddi því heldur vel á þess- um kauptnn. — British Coltimbia stjórnin heiir sent út hóp manna^til að fastsetja 12 millíónir feta af timbri sent enn er ósagað, af því hana gúmar, að viöuriun eigi að send- ast til Bandarfkjanna til að sag- ast þar. En það er á móti lögum fylkisins, að flytja British Colum- bia við ósagaðann út vr fylkinu. Hugmyndin er að láta fylkisbúa njóta hfcgnaðarins af þeirri vinnu, sem sögunin hefir í för tneð sér. — Síðustu fregnir frá Formosa eyjunni segja, að 1087 man^ts hafi látið lífið af jarðskjálftum þar á eynni og 6163 manns meiðst meira og minna. Ennþá er ekki frétt um öll slys eða liftjón, sem orðið hafa. Keisari Japana hefir sent menn til Eormosa til þess að at- huga ástand hinna nauðstöddu og að hjálpa þeim. Eignatjónið er metið 45 millíónir dollara. — Japanar hafa þegar flutt alla hermenn sína- út úr Manchuria, undir fo^ustu marskálks Kodama, scm nú er þar æðstur herforingil En Rússar. fara hægar í sakirnar, og hafa fátt inanna flutt þaðan ennþá. þvkir Jöpunum, sem þeir ha-fi verið illa gabbaðir, en láta þó við svo búið sitja að sinni. — Stjórnin í NýfundnalanVli hef- ir sett nefnd til að athuga, hvort tiltækilegt sé að koma á lögum þar í fylkintt utn ellistyrk, og skal nefndin hafa 12 mánuði til að lúka því starfi. Stjórnin telur, að 200 þús. dollarar mnni nægja til ellistvrks veitingu á eyjunni, ef á- kveðið verður að.lögleiða hana. — Hungursneyðin í Japan, sent áður var getiö um í Heimskringltt er í rénun fyrir hjálp, sem send hefir verið frá Bandaríkjunum og Canada. — Svo er að sjá, sem kosningar til þings á Rússlandi hafi gengið illa. Stjórtiarþjónar voru við alla kjörstaði til þess að hræða bænd- ttr frá að greiða atkvæði, og þar sem það 'ekki dugði, þá að hóta hörðu þeim, sem ekki kysu þann, er stjórnin tilncfndi. Á þenna hátt náðtt einkum prestar og auðugir landeignamenn kosningu og ekki nema örfáir úr flokki verkamanna. — Elding sló prest einn í stóln- um í kirkju hans í bænum Carson, Iowa, á sunnudaginn var. Elding- ttnni sló niður í kirkjttna um há- messu tfmann, og ljósastjaki yflí höfði prests leiddi rafmagnstraum- inn í höfuð honum, svo hann dó Innan klukkustundar. Engan ann- an, sem í kirkjunni var, sakaði neitt. — Japanar tóku nýlega 200 mil- líón dollara lán, en alt var féð fengið frá auðmönnum innanlands, nema einar 5 millíónir, sem feng- ust í Lttndúnum. — Tveir menn, 8 hestar og naut- gripur brunnu til bana í járn- brautar flutningsvagni hjá vagn- stöðinni í Gardner, N.D., á sunnu- daginn var. Mennirnir höfðu lokað vagndyrunum, en höfðu lampa í vagninum, sem sprakk og kveykti í heyi, sem var í vagninum. En þá gátu mennirnir ekki opnað d\rrnar og létu því lífið þar. — Dominion stjórnin hefir aug- lýst sölu á nokkrutn skólalöndum í Saskatchewan fylki. Lægsta boð sem þegið verðttr er frá 10 til 20 dollara ekran, eftir áfstöðu land- anna. Má af því sjá, að þau lönd eru mikils metin, cnda eru nú bú- lönd allstaðar í Norðvesturland,- inu að hækka mjög í verði. — Nokkrar bæjarlóSir voru seld- ar í Saskatoon þorpi þ. 24. þ.m. Svo var eftirsóknin mikil,, að sumir biðu við húsdyrnar í 5 kl.- tíma til að komast fyrst inn; 5 lóðir s-eldust fyrir $3,000 og síðar fyrir $5,000. Bærinn Wrangel í Alaska brann til ösku á laugardaginn var Aðeins ein sölubúð og fáein íbúð arhús standa ósködduð. Merkismaður látinn þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að látist hafi 13. marz þ.á. Hjörleifur Björnsson, bóndi í Arnesbygð í Gimli-sveit. Hjörleif- ur var fæddttr að Garðakoti í Dyr- hólasókn í Skaftafellssýslu hinn 26. marz 1841, og skorti því 12 daga til að hafa náð 65 ára aldri, er hann andaðist. Foreldrar hans voru: Björn Marteinsson, ættaður úr Múlasýslum, og Oddný Guð- mundsdóttir. Bjuggti þau á Garða- koti til dattðabags og ólst Hjör- leitur þar upp. Árið 1865 tók hann við búinu og gekk þá að eiga ung- frú Ragnheiði Árnadóttur Hjart- arsonar, bónda að DyThólum. þau f).ÍuSKu aS Garðakoti þangað til 1872, en fluttu þá að Litluhólum í sömu sókn og bjuggu þar í 4 ár, þar til 1876, cr þau brugðu búi og fluttu vestur um haf. Eins og flestir, sem það ár komu frá ís- landi, flutti hann til Nýja íslands og tók sér bólfestu í Árnesbygð, og í þeirri bygð bjó hann síðan til dauðadags, — var einn af þeim 6 búendum í Árnesbygð, sem sátu eftir, þegar allir flúðu Nýja ísland á árunum 1879 til 1881. þeim hjónum varð 8 barna auð- ið. Af þeim dótt 2 í æsku, en 6 eru á lífi, öll uppkomin, þessi: Hjör- feiftir, ókvæntnr, bóndi í QuillLake héraði í Saskatchewan fylki, Björn ókvæntur, er nú teklir við búi for- eldra sinna, Elin, gift Eggert Jó- hannssyni í Winnipeg, Guðrún, gift J. Magnúsi Bjarnasyni, skólakenn- ara að Marshland í Manitoba,Odd- ný, gift James Lee, hótel-eiganda i Saltcoats í Saskatchewan, og Ing- veldur, gift Arthur Harkness í Winnipeg. Hjörleifur var mikill maðttr að vexti og þrekmikill, en þjáðist hin síðari árin af sívaxandi brjóst- veiki, og til þess sjúkdóms átti banamein hans eflaust rót sína að rekja. Skólamentun fékk hann alls enga, en gáfttr hafði hann miklar, las meira en fjöldi bænda gerir, — má með sanni segja, að hann hafi lcsið allar íslenzkar bækur og ís- lenzk rit, setn út hafa komið síð- an hann flutti af Islandi og sem borist hafa vestur um haí. það eru sjaldfengnir þeir menn meðal íslenzkra bænda, sem jafnskemti- legt er að tala við um öll þau samtíðarmál, sem rædd hafa ver- ið og ritað hefir verið nm á ís- lenzkti, því skilningur hans var skarpur, minnið sérlega gott, og skoðanir hans fastar og ákveðnar. Búmaður var hann góður, starf- samur og liagsýnn, enda komst hann vel af, jafnvel á frumbýlings og vandræða-árunum fyrstu, þeg- ar alt gekk öndvert, og skildi eft- ir mjög myndarlegt bú. Vini átti hann marga og enga óvini. Hann var of gætínn maður til þess að gera sér alla að vinum í þess orðs réttu merkingu, ’ en hann var svo réttsýnn og svo laus við hlutdrægni, að cnginn sýndi honuin óvináttu, heldur þvert á móti. Við fráfall hans missa ná- grannarnir staðfastan og góðan vin, sem öllum vildi vel. þeir hafa ástæðu til og hafa þegar sýnt, að þeir taka' þátt í sorg ekkjunnar og barnanna. Útförin fór fram hinn 19. þ.m., að viðstöddum tiltölulega miklunr flölda fólks. Séra J.P.Sólmunds- son flutti likræðuna á heimili hins látna og þaðan var líkið flutt við- stöðulaust og lagt í síðasta hvílu- rúmið í Árnes grafreit. 1 því sam- bandi er vert að geta þess, að skólakennarinn að Árnesi, Miss Christopherson, tók mjög fallegan þátt í þeirri sorgarathöfn. þegar líkfylgdin fór fram hjá skólahús- inu, stóð htin hjá börnunum göngubúnum, úti íyrir skólahús- inu, og lét þau fylgja hinum látna til grafar og beið þar með hóp sinn meðan verið var að jarð- setja. Aprfl ^^Apríl ÚNlTARA SÖFNUÐURINN hefir ákveðið að halda Tombolu í samkomtisalnum undir kirkjnnnf, cor. Sherbrooke st. og Sargent av. næstkomandi Þriðjudagskv. 3. apríl. það hefir þegar verið *svd Vél tilvandað þessarar Tom- » þólu, að nefndin, sem fyrir henni stendur, vonast til að enginn þurfi að fara óánægð ur neim. Og m^ til dæmis benda á, að nú þegar hefir verið safnað ý-msum drátt- um, sem eru frá einum til fjögra dollara virði, og eng- inn dráttur verður minna en 25C virði. — Á «ftir Tomból, unni fara fram ýmsir leikir, “Promenade” og annað, og verður góður hljóðfæraslátt- ur við þá skemtun. Allir, sem koma á saffl- komúna, fá einn drátt ó-* keypis. kafíi og brauð verður til sölu á samkomustaðnum Tombólukveldið. Inngangur 25C. Aðgöngu- miðar til sölu víðsvegar um bæinn. Apríl 3 Aprfl Skínandi Veggja-Pappír Ég leyíi mér aö tilkynna yöur aö ég hefi nú fengið inn moiri byrgöir af veggja pappír, en nokkru sinni áöur, og sel ég haun 4 svo léu veröi, aö sllkt er ekki dœmi til í sögunni. T. d. hefi ég ljómandi góöan, sterkan ag faUegan pappír, á 3V*c. rúlluna og af öllum tegundum uppí 80c. rúlluna. Allir prísar hjá mér 1 ár eru 25 — 30 prósent lægri en nokkrulÍnni áöur. Enfremur hefl ég svo miklu úr aö velja, aö ekki er mér annar kunnur I borgioni er meira hefir. Komiö og skoö- iö papplrinn — jafnvel þó þiö kaupiö ekkert. Ég er sé eini íslendingur í öllu land- inu sem verzla meö þessa vöruteguud. S. Anderson 651 Bat natyce Ave. 103 Nena St. e> ®a öllu fé sfnu f fatnað er lanti 081 l .“Orss sinn síðasta pening fyrii vasabók, án þess aðhafa hennar þörf Með^ þvi móti að kanpa föt af okkni spa>ið þið svo mikið fé. að þið getið fyli vasabók yðar með afslættunum. Gætið dagblaðanna. Hyndman & Co. Fatasalar Þeirra Manna Sem Þekkja Sitt The Rialto. 480y2 Main St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.