Heimskringla - 29.03.1906, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.03.1906, Blaðsíða 2
29. marz 19065 HEIMSKRINGLA Heimskringla PUBLISHKD BY The QeimskrÍDgla News & Publish- ing ' Verð bl&ðsizi31 Cauada og Bandar. $?!,00 nm áriö (fyrir fram borgaD). Senttil Islands (fyrir fram borgaD af kaupendum blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist P. O. Money Or - der, Registered Letter eDa Expresa Money Order. Bankaávísanir á aöra banka en 1 Winnipeg aö eina teknar meö afföllum. B. L. BALDWINSON, Editor Sc Manager Office: 727 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 110. ’Phone 351 2, Kvongunar lífeyri Jretta mál hefir um nokkurn tíma verið rætt í blaðinu “Tri- bune’, sem gefið er út í bæ þess- um, nefnilega hvort mögulegt væri að halda hús hér í bæ fyrir J18.00 vikulegar inntektir, eða öllu held- ur, hvort hyggilegt væri fyrir ung- an mann að kvongast, ef hann hefði aðeins S18.00 kaup um viku hverja. Svörin, eins og vænta mátti, hafa verið all-misjöfn, en þó yfir- leitt neitandi. Fleiri karlmenn en konur hafa svarað spurningunni í blaðinu, og hafa flestir þeirra haldið því fram, að ekki væri leggj andi út í giftingarlífið með þessu kaupi. þó hafa sjamir talið hætt- andi á það, ef konan væri sérlega sparsöm, héldi nákvæma búreikn- inga ^g gerði ekki of háar kröfur % til eigm fatnaðar eða skrautgripa. En engum þeirra hefir dottið í hug, að efast um eigin hyggindi, lorsjálni eða sparneytni En svör kvenna á hinn bóginn hafa lotið fremur að því, að mögulegt mundi að lifa sómasamlega hér i bænum á $ 18.00 á viku, ef mennirnir væru reglusamir og gættu fengins fjár. íheild sinni hefir harla lítið ver. ið á öllum Jfcssum svörum að græða, og þó, ef nákvæmlega er athugað, getur maður dregið út úr þeim hina réttu ráðningu gát- unnar, nefnil.: Að það sé komið undir hagsýni og reglusemi manns- ins og ráðdeild og stjórnsemi kon- unnar, hv«ort $18.00 laun á viku séu nægileg til viðhalds hjónum, og það þó þau hafi eitt eða tvö börn að forsorga. Engir útlendingar hafa tekið þátt í þessum umræðum. Hefðu þeir gert það, þá er lítill efi á að þeim hefði borið saman um, að hægt væri að lifa sómasamlega á $18 .00 vikulaunum. Saga landa vorra í þessu landi er nægileg sönnun þess, að hægt er að kom- ast áfram og festa sér fasteign með lægra kaupi en $18.00 á viku, eða svo hefir það verið fram aö allra síðustu tímum. Á fyrri árum hér í bæ var það mögulegt fyrir hjón, að leigja sér 2 herbergi, og það er nægilegt húsrúm fyrir tvær manneskjur, og halda sig sæmi- lega fyrir $5.00 á viku yfir sumar- tímann, að undanteknu þvi, sem þau þurftu til fata. En á vetrum varð kostnaðurinn hærri, því þá þurfti meira til e.dsneytis. Síðan Tiafa vitanlega lífsnauðsynjar og húsaleiga hækkað að mun hér í bæ, en þó ekÉi svo, að ekki megi vel komast af með minna en $18 á viku fyrir 2—3 manneskjur. þeir islenzkir vesturfarar, sem á síðari árum hafa flutt út hingað og sezt að hér í bæ, munu fæstir hafa haft $18.00 á viku frá upp- hafi vega sinna hér, og þó komist vel af með allstórar fjölskyldur. En vitanlega hafa þeir orðið að halda spart á fé_ sínu og gera sér gott af minna húsrúmi, heldur en megandi fólkið innlenda mundi kalla sæmilegt, það mun láta nærri, að 5 manna fjölskylda, þ.e. hjón með 3 börn, geti fengið hér húsnæði fyr- ir $10 um mánuðinn, eldivið fyrir $3 og matvæli fyrir $25, þar með talið mjólk og kjöt, sem hvort- tveggja er þó nú tvöfalt dýrara, en það var á fyrri.árum. Fatnað- ur verður $10 um mánuðinn, að meðtöldu skótaui, og ljps og vatn 52, — eða alls $50 um mánuðinn. það eru $600 á ári, eða rúmlega $11.53 á viku, eða sem næst $2.30 á viku fyrir hvern mann. En það er nokkru minna en $9 á viku fyr-» ir mann eða $18 á viku fyrir ein hjón. það er enginn efi á því, að það er hægt að lifa á þeim upphæðum, sem að framan eru tilgreindar, en sparlega verður þó að halda á, og engin óhöpp mega koma íyrir, svo sem veikindi og annað þessháttar. Og ekkert er gert fyrir lífsábyrgð- argjaldi né skemtunum, sem hvort- tveggja er nauðsynlegt innan viss- ra hóflegra takmarka, og hið fyr- nefnda — lífsábyrgðin — alls óum- flýjanleg trygging konu og börn- um, ef vinnandans missir við. Vér teljum alveg áreiðanlegt, að landar vorir vfirleitt hér í bæ hafi ckkl haft rnciri árlcgar inntefctir. að jafnaði hvrer fjölskylda, á liðn- um árum fram að þessum tíma, en $600 á ári. Sumar talsvert minna, en aftur aðrar talsvert meira, einkanlega á síðari árum. Vitanlega er hér að ræða um það aðeins, sem síst verður komist af án, en ekki um það, sem æskilegt væri að hafa til þess að geta lifað í allsnægtum. þess ber og að gæta, að í mörg- um 5 manna fjölskyldum eru fieiri en einn vinnandi, ogeru þá því auknar inntektir við það, sem að framan er áætlað. En þrátt fyrir allar misfellurn- ar, sem orðið hafa á atvinnuveg- um og kaupgjaldi landa vorra á liðnu árunum, þá hefir þeim þó blessast búskapurinn eftir öllum vonum, og hefði sjálfsagt blessast hann ennþá betur, ef húsbændurn- ir hefðu í öllum tilfellum verið strangir reglumenn og miðað út- gjöld sin við lífsnauðsynjarnar. — Óreglan og óhófleg eyðslusemi er fátækum verkamönnum alls ófyr- irgefanleg, og þó einhleypu karl- mennirnir hafi jafnan þá afsökun, að þeir hafi enga nema sjálfa sig að annast og séu því frjálsir að verja efnum sínum eins og þeim gott þykir, þá er sú afsökun alls ekki á valdi fjölskyldufeðranna, er getá alls ekki talist. eins og vér áður höfum tekið fram, fjár síns ráðandi, — siðferðislega skoðað — þar sem uppeldi konu og barna hvilist á inntektum þeirra. það er því meira en lítið sárt, að sjá hér í bæ sumar drykkju- stofurnar troðfullar frá morgni til kvelds, 6 daga viku hverrar, mest- megnis af íslendingum, giftum og ógiftum, eyðandi tíma og efnum í skaðvæni, en fjölskyldurnar svo afskifta og allslausar heima fyrir, að kvenn og liknarfélög landa vorra mega hafa sig öll við, að hafa með samskotum saman þann styrk, sem oröið hefir að veita, til að fyrra þær frostij nekt og sulti fyrir vanspilun og ræktar- leysi húsfeðranna. því fer betur, að þetta eru fremur undantekning- ar en almenn regla, en langt of mikið er þó farið að kveða að þessu á síðari árum, einmitt síðan atvinna varð næg fyrir alla og kaupglald hátti Hærra miklu, en því viti svarar, sem þeir menn, er hér er sérstaklega átt við, hafa haft til að meðhöndla réttilega vinnulaun sín. Að þessi ljótu dæmi séu alt of mörg og sárgrætilega tilfinnanleg og vansæmandi fyrir þjóðflokk vorn, það vita bezt, auk fjölskyld- anna, sem hlut eiga að máli, þær konur og þau félög, sem af mann- úð og meðaumkun gefa út tíma sinn og starfsþrótt til þess að bæta böl hinna yfirgefnu og van- ræktu allsleysingja. það er lífs- nauðsynlegt, að ráðin sé bót á þessu, ‘ þó enn hafi ekki meðul til þess fundin verið. það verður að finna einhver ráð til þess, að efla sómatilfinningu þessara manna, svo aö þeir sjái það og fmni til þess, hve óendanlegur fögnuður og ánægja mundi ríkja á heimilum þeirra, ef sú fjárupphæð, sem lát- in hefir verið ganga til hótellanna hér í bænum úr vösum þeirra, — væri árlega látin ganga til þess, að bæta húsakynnin, auka hús- búnaðinn, klæða konu og börn og bæta borðhaldið. í raun réttri áttu þéir alls ekki með aö verja fé sínu á þenna hátt, fé sem í raun réttri var eign konu og barna sem þau áttu rétta heimtingu á, að notað væri til þess að fæða þau og klæða og gera þeim lífið ljúft og ánægjulegt, eins og það á og þarf að vera til þess aö sam- búðin og heimilislífið geíi verið á- stúðlegt. það þarf að koma mönnum í á- þreifanlegan skilning á því, að með því að breyta réttilega við fjölskyldur sínar auka þeir mann- dóm sinn og fága, og vaxa við það að virðingu í augum allra rétthugsandi manna og kvenna og verða vel metnir, hvar sem þeir fara, eru eða verða, en að undÍT núverandi ástandinu geti þetta ó- mögulrga orðið. Heimurinn er ekki þannig gerð- ur, að hann gangi beint framan að mönnum þessum og segi þeim afdráttarlaust, að þeir séu mann- hrök, sem fvrir sakir varmensku og ódygða ættu að vera í fang- elsum landsins svo þeir væru úti- lokaðir frá því, að geta saurgað ungdóm þjóðarinnar með illu eft- dæmi, sem allir vita þeir gcfa. Svona talar heimurinn ekki, —' hann er orðinn alt of fínn og fág- aður til þess að lýsa skoðunum sínum með svo berum orðum. En hann hugsar þetta og hugsar það hátt, þegar sá er fjarlægur, sem um er rætt, og nábúar slíkra manna nota nöfn þeirra eins og grýlu við börn sín, til þess að hræða þau frá vegum vansæmdar og vansældar. þeir eru að verða margir, alt of margir, landarnir vorir, sem gefa tilefni til þessara hugsana. Og þetta er því sorg- lcgra, sr.m þaö cr víst, aö cf þdr legðu fram krafta sina til þess að njóta þeirra hagsælda, sem yfir- standandi árgæzka fiytur í skauti sínu, þá gætu þessir sömu menn drjúgum aukið efni sín og ’á þann hátt búið sig undir að geta mætt og þolað hver þau áföll, sem fyr- S ir kunna að koma í framtíðinni. það þarf að finna einhver ráð j til þess, að gera þessum veikluðu j löndum vorum það tvent skiljan- : legt, að reglumaðurinn hefir mesta ánægju af hóflegum nautnum lífs- , ins, miklu meiri og varanlegri á- J nægju heldur en óreglumaðurinn getur með nokkru móti hlotið í sínu óhófi; og eins hitt, að það er bæði synd og vanvirða og glæpur móti öllum þeim, sem honum ber að annast, að nota ekki tímann svo vel, að efni hans og ánægja hans og þeirra, sem með honum eru, geti farið því meir vaxandi, sem betur læt<ir i ári og meira er um atvinnu og hærra er kaup- gjald. það er hverju orði sannara, að heilmikill fjöldi af fólki voru skil- ur þetta eins og það á að skiljast og breytir samkvæmt þeim skiln- ingi. Allir slíkir menn geta boriö j þess vitni, að velgengni og ánægja lífsins er ekki svo mjög komin und- ir því, hvort kaupgjald manna er hærra eða lægra en $18.00 á viku, en miklu meira undir hinu, að vel sé nieð það farið, hvort sem það er mikið eða lítið. Frumbúar landsins það er ekki oft, sem blöðin ó- maka sig, að segja mikið um frtim búa þessa lands. þeir eru venju- lega nefndir Indíanar, með háll- gerðum fyrirlitningar keim í rómn- j um. Samt er því ekki að leyna, 1 að Indíánar eiga siðvenjur og sögu til, sem aðrir þjóðflokkar. Kn hún er hulin og gleymd bæði þeim og öðrum, að mestu leyti. þeir voru ekki skriftlærðir, karlarnir, eins >-g íslendingar. þessvegna er nú saga þeirra gleymd. þar að auki skift- ast þeir í flokka. sem sífelt lagu í illdeilum hver við annan, og voru sífelt á faraldsfæti, frá eir.u vaini til annars, og út um merkur. þeir lífðu mest á veiði úr vötnum og skógum. það má kanske sigjn, ð það sé ekki stórt tap fyrir heim- inn, þó menn þekki ekki ýtarlega sögu þessara olbogabarna sið- menningarinnar. En hvað sem því líður hafa ýmsir fræðimenn í seinni tíð gefið sig við að grubla UPP °g færa samaní kafla fögu- brot og siðvenjur og amiað :1> ira þessara frumbúa. í fyrra lét prestur að naini Gil- fillan prenta sögu um Indíána. — Sagan er sögulega sönn að s.unu leyti, en skáldsaga að nokkru leyti. Hún hljóðar mest um þann kynþátt Indíána, sem Ojibway er nefndur, og hafðist ❖ið norðast í Norðvesturlandinu og norðan með MacKinzie fljótinu, og þar norður í fjallendi og öræfum. Hann segir þár frá siðvenjum þessa Ojibway flokks, þegar höfðingjadætur dóu, og annað stórmenni. Sagan um jarðarför dóttir Yellow Thunder (Gula þruman) hefir gengið mann frá manni og hvergi breyzt. Hún er á þessa leið: þegar dóttir Yellow Thunder var dáin, komu nágranna konurn- ar og vöfðu líkið í ábreiðu. þar næst sóttu þær næfur stórgerSur, og vöfðu þar utan yfir, og saum- uðu saman með. finum tágum. — þær saumuðu líkinu uæfur þar. tii að þær voru vissar um, að regn og bleyta náðu ekki að komast að líkinu. Hjá líkinu innan næfra lögðu þær járn og tinnumola, en með þeim hlutuia slógu Indíánar eld í þá daga. Ennfremur kvenöxi, burðarband, og önnur dagleg á- höld, sem kvenfólk þurfti í þá daga. það var trú þeirra, að hún þyrfti allra þessara tækja hini’m- megin við hvelið, í nýju heimkynn- unum. Dauðinn var skoðaðnr fiutningur til annara bústaða, þar sem flest væri nauðsynlegt og gagnfegt, sem hérna megin væri það, til framlengingar hinu síðara lífi. Og þó konurnar vissu, að dauður líkaminn flytti ekki þessa búshluti yfir til hinna nýju bú- staða, þá trúðu hinir lifendu, að framliönir gætu haft þeirra andfeg not. þegar klukkutími var liðinn frá því, að stúlkan gaf upp andann, þá voru náskyldurnar búnar, og konumar höfðu ei meira að gera. þá gekk Yellow Thunder fram og kvaddi dóttur sína í hinsta sinni. þar næst hófst líkfylgdin ttpp á Háa hólinn (hæstu hæðina við vatnið. þaðan var fallegt útsýni um vötn og skóga. óbrotinn hvíltt- staður var búinn úr föllnum trjátn og standandi allhátt yfir jörðu, og þegar hann var orðinn nógu traustur til að standa um fleiri ár, þá var líkið lagt til hinstu hvílu í þenna skógarkastala. Næfrin hlífðu því frá að vökna, vörðu það fyrir hrxfuglum og flugum. O/ grafrcit- urinn var hafinn svo hátt, að villi- dýr gátu ekki náð að skemma lík- ið, og var það líka einnig varið fyrir ormum og yrmlingum, sem í jörðu búa, og nagað hefðu það, ef í moldu hefði grafið verið. Af þessu sést ljóslega, að Ojib- way Indíánar hafa borið um- ^yg§ju °S virðingu fyrir þeim dánu, fyrst þeir höfðu jafn fyrir- hafnarsama og eftir föngum velfrá- gengna hauglagningu og hér er um að ræða. Ennfremur var skilin eft- ir þriggja daga fæða handa mær- inni. það var nesti hennar þar til hún kæmi í sálarsali. Hauglagning þessi fór fram í vorbyrjun (í maí) og voru dægur köld. þessvegna var eldur kyntur, á hyllu meðfram hvílustað ungfrú Yellow Thunder. Hverjir sem dóu af þessum kyn- j þætti Indíána, sem hér er nefhdur, var sýnd hin mesta og 'bezta útfar ar viðhöfn, sem auðið var, og graf-' helginni mátti enginn misbjóða, og, vissar serimonittr fylgdu hverri1 greftrun. þótt “rómantiskum” og! ókuflliugum áhorfanda hefði þótt greftrunarsiðir Ojibway flokksins j skringilegir og hjárænulegir, — þá hefði honum ekki dulist virðingar- lot og umönnun hinna lifjpdi. Ýmislegt er eftirtektavert af sið- venjum þessara skógar og vatna barna. Fyrir sögufróða og vellesna menn, er ekki svo lítið að græða á háttum og siðum þeirra þjóða, sem viltar eru nefndar, og hinn siðaði heimur brýtur undir yfirráð sín, oftast með stórkostlegum blóðsúthellingum og grimd. Ef til vill minnist ég meira á þetta efni síðar. — það er enginn efi á, að Islendingar hafa búið með Indíánum í fyrri daga. það sýna örnefni og orð í fyrri alda máli Indíána, K. Ásg. Benediktsson. -------+------- Binciindis villan þann 15. febr. sl. birtist grein i Heimskringlu um bindindi, eftir hr. Hjálmar Gíslason. það er ekkioft, að greinar um það efni birtast í Hkr., og efalaust er þessi grein eftir H.G. bygð á eins góðum rök- um eins og búast má við frá því sjónarmiði. Og að minsta kosti hefi ég ekki heyrt bindindismenn færa betri sannanir, ef sannauir j má kalla, en hann færir fyrir s’rtt málefni. Enginn heilvita maðttr gctur ^ neitað því, að máfefni þetta sé af- ar þýðingarmikið, þareð ofdrykkj- an leiðir af sér ómælilegt tjón á óteljandi heimilum, þar sem bæði konur og karlar líða eymd og sorg og hverskonar annað mótlæti, scm oft endar með hryllilegum < ía p- um. Og er það j*ví eðlilegt, ; ð þeir sem hafa tilfinningu fyrir ann- ara kjörum, og máske sjálfir hafi orðið að líða fyrir annara drykkju skap, vilji alt til vinna, sem í þeirra valdi stendur, til þess, að uppræta þetta böl, og þessvegna hafa myndað bindindisfélög. En það er þó ekki Jtar með sagt, að aðferð bindindismanna hljóti að vera rétt, jafnvel þó hún virðist auðveld. Vér gleymum ein- att, að margt það, sem oss virð- ist auðveldast að framkvæma, það reynist einatt hvað örðugast, og þá finnttm vér, að sú aðferðin, er oss sýndist rétt vera, er í raun j réttri öfug við það sem vera ætti. j Til dæmis: það virðist í fljótu bragði ycra mjög auðvelt, að rétta sívalan j stálás með því að berja á bung- una, en slíkt er alls ekki tilfellið, og er gágnstætt reynslu vélasmiða sem vanir eru við að þráðrétta stálása í rennibekk. þó ótrúlegt þyki, þá er aðferð þeirra að berja á bugðunu en ekki á bunguna á ásnum. í fyrsta lagi verður kenning vor bygð á óbifandi grundvelli, og á þeim rökum, sem innifela engar mótsagnir. Hún verður að hvíla á þeirri vissu, sem eigi verður hrakin. Grundvallar ástæður vor- ar verða að vera óbifanlegar. Nú vil ég taka hér til greina j þær undirstöður, sem hr. H. G. byggir á. Hann segist ekki geta séð, að vinbannslög séu að mun ófrjálslegri en öiinur lög. Með þessu er viðurkent, að mörg lög séu ófrjálsleg, en að samt geri það ekkert ilt, að bæta fleiri ó- frjálslegum lögum við, og þar af leiðandi er ófrelsi gott og þræl- dómur hollur. þar fyrir er með því viðurkent, að vínbannslög eigi svo að hefta frelsi annara, etir því, hvað vínbannsmenn álíta liolt fyrir þá að njóta. það er að segja þeir vilja fá vald yfir öðrum til J>ess aö geta neytt þá til að lilýða sínum boðum. En hver hefir ekki misbrúkað það vald, er honum hefir verið fengið og með því unn- ið meira illt en gott ?. Höf. álítur, að lög séu bygð á því, a5 metír. ssu ekki eius góðir eða fullkomnir eius og þeir ættu að vera. þetta virðist mér alveg öfug skoðun. Veit ekki hr. H. G., að lög eru bygð á því, er menn kalla rétt annara, og að þar fyrir álíta menn rétt að handtaka og hegna Jieim, er skerða ]>eirra rétt ? Hvað er stjórnarskrá Bandaríkj- anna nema undirstöðu atriði þess, er menn álíta vera þeirra með- fæddan og helgan rétt ? Eru ekki lög gegn þjófnaði bygð á því, að vér álítum að menn hafi rétt til þess, er þeir fratnleiða Vitaskuld kemur það undarlega fyrir, kð vér tejjum það ýmist rétt eða rangt, sem löglegt er eða ólöglegt, en sem svo oft er gagnstætt réttvísi. En sú skoðun á rót sína í því ó- eðlilega fvrirkomulagi, er vér lif- um undir, hvar sannur eignarrétt- ur er blandaður röngum eignar- rétti. Ef vér göngttm út frá því sem fullvissu, að eihstaklingurinn (ekki heildin) hefir meðskapaðan rétt, þá er það skylda vor, að skerða ekki hans rétt; því með því að skerða annara rétt, setjum vér vorn eigin rétt í hættu og komum því illu til leiðar. Hvers manns réttur er að gera alt sem hann vill að svo miklu leyti sem það skerð- ir ekki annara rétt til að gera hið sama. Sá, sem gengur út fyrir þetta tákmark, hann beitir aðeins hnefavaldi og brýtur með því jatn- réttis lögmálið. Höf. segir: “þaö er hægt að taka fram fyrir hendur þeirra, sem það gera” (þ.e. búa til og selja vín). En nú er spursmálið, er það rétt ? þeir mega ekki gleyma, að það eru til aðrir flokkar með svip- aða kenningtt, sem vilja fá vald til að “taka fram fyrir hendttr þeirra”. það eru til menn, alls ekki fáir, sem álíta alt ketmeti banvænt, og vilja láta banna það. það er hér trtiarflokkur, sem álít- ur ÖIl meðul skaðleg og alt tóbak banvænt; sá flokkúr hefir þegar myndað bæjarþorp út af fyrir sig, þar sem bæði tóbak og meðul er bannað með fögum. Ef einn flokk- ur hetir rétt til að banna víntil- búning og sölu, því skyldi þá ekki annar flokkur hafa rétt til að taka fram fyrir hendur þeirra og banna bæði kjöt, meðul og tóbak ? Og aftur á sama hátt, ef einhver flokkur þættist hafa ftilla reynslu fyrir því, að vín sé holt, ef það er tekið í vissum skömtum, Jjví skyldi sá flokkur ekki hafa rétt til að koma á lögum, er leyfi að búa það til og selja það ? Haí 1 mciin ekki rétt til að borða kjöt eða að brúka meðul, ef þeim íiiist Jiuð gera sér gott ? því þá að banna öðrum að brúka tóbak, ei' henum finst það vera sér til bóta ? það er áform bindindismanna, að “taka fram fyrir 1 endttr ’ afc’i a þeirra, er búa lil c.g selja vín, :<f því þeim finst menn ekki liafa neinn rétt til þess. Kfalaust verð- urur þeim ekki bannað að borða sykur, eða að éta vínber, eða að drekka vatn. En vínbannsmenn vilja gera það að glæp, að blanda saman skri, vínberjalegi og vatni, og öllum verður fyrirboðið, að neyta þessara efna, ef þeim er blandað saman, en fráskilin hvert öðru mega allir neyta þeirra og selja þau. Og til þess að þessum lögum verði hlýtt, verða lögreglu- þjónar að rannsaka hvert einasta híbýli og hverja smugu, þar sem liklegt er að menn geti geymt vín. Sumir vínbannsmenn halda því fram. að Jjeir hafi rétt til að taka framm fyrir hendur þeirra, sem þeim finst, að ekki uppfylli skyld- ur sínar við þá, er ]>eir hafa ivrir að sjá. En er það ekki hvers manns skynsemi og samvizka, sem segir honum hverjar hans skyldur ' séu ? því hvar á að draga línuna, sem sýni, hvar annara skyldur byrja og enda ? Öllum er kunnugt, lt\ e misjafnar skoðanir manna eru við- víkjandi skyldum, bæði í trúar og siðferðislegu tilliti. þess vegna verður hver að gcra sér grein fyr- ir því og sæta sjálfur Jjeirri hegn- ingu. er hlýst af því að vanrækja skyldur sínar. Alt, er vér getum gert og höfum eðlilegan rétt til að gera, er að nota lögregluna til þess að vernda rétt vorn gagn- vart JAim, er leitast við að skerða hann á einhvrn hátt. það er að segja, að meðalið við ofdrykkju er frelsi, það frelsi, sem aðeins sé takmarmað við annara frelsi að gera hið sama. En menn munu spyrja á hvern hátt frelsi geti læknað ofdrykkju og alt það illa, er af henni leiðir. Til þess að geta sannað jtossa kenningu, er nauðsynlegt aðbenda á þá aðalorsök, er veldur drykkju skap. En hún er: trakteringa van- inn. það er ]>essi vani, sem leitt hefir flesta út í það. þeir, sem taka eftir og íhttga munu íallast á þessa skoðun. Trakteringar eiga sér stað algerlega fyrir það, að víniö er dýrt, og vín er dýrt vegna þess, að háir tollar og há vínsölu- leyfi eru sett á það. það er þetta, sem gerir vínið að kostbæru efni, og J>ar fyrir vilja mena bjóoa öðr- um það sem trakteringu. Fáum dettur í liug að traktera aðra á því, sem ódýrt er og auðfengið. Væri allttr tollur og alt söluleyfi tekið af víninti, þá yrði það svo ódýrt, að engum dytti f liug, að bjóða öðrum upp á drykk, sem kostaði nær því ekki neitt. Og þá yrði vínið líka óblandað því eitri, sem það nú er blandað með bein- línis vegna tollsins og vínsöluleyf- isins. þessi skoðun er alls ekki ný. — Hún er skoðun hins fræga hag- fræðings Henry George. þeir, sem alls ekki geta fallist á þessa kenn- ingu, verða að muna það, að með því að banna tilbúning og sölu víns, verða þeir að vera við því búnir, að taka á móti “banni” annara flokka, er segjast hafa lík- an rétt til þess, að “taka fram' fyrir hendur þeirra” og banna þeim alt það, er þeim finst þeir eigi að láta ógert. Chicago, 23. marz 1906. Magnvs C. Brandson -----_4------- NYR POSTULI það er sumra manna mál, mun það sannleiks hafa rætur, að nú hafi annan Sál Ananias reist á fætur. Nú er sagt frá Sigfúsi svífi í hæðir bæna-stuna. Hann sem áðttr ofsótti alla helgu þrenninguna. Undrun vekur óllum hjá, ef iðrunar í tárum fli'tuc; síst þá fyrir syuja ;r.á um síðir verði hrafnian hvitttr. liagnheiður J. Davíðson Dr. 0. Stephensen Skrifstofa: 121 Shcrbrooke Street. Tel. 3512 (í Heimskringlu byggingunni) Stundir: 9 f.m., 1 til 3.30 og 7 til 8.30 e.m. Heimili: 643 1Í088 Ave. Tel. 1498 H. M. HANNESSON, Lögfræðingur Room 5<Í2 Northern Bank, horni ^ortage ave. og Fort street, Winnipeg Central Bicycle Shop... 560 Notre Dnme W. (rétt fyrir vestan Young St.) Ný og brúkuð hjól til sölu Allskonar aðgerðir fiiótt og vel afgreiddar gegn sanngjörnu verði — Gamlir skiftavinir beðnir að muna eftir staðnum. Bárður Sigurðsson & Mathews. % i ♦----------------------- rogramme á samkomu í skólasal Fyrstu lút- ersku kirkjunnar mánudags- kvældið 2. april. 1. Piano solo, Miss HelgaBjarna son. 2. Recitation, Miss FannyThom- as. 3. Piano solo, Miss C.Thorlak- son. 4. Recitation, Miss V. Finney. 5. Vocal solo, Mrs. S. Hall. 6. Ræða, W.H.Paulson. 7- Piano duet, ,Miss L. Thorlak- son & E. Johnson. 8. Ræða, Hjörtur Leó. 9. Vocal solo, Th. Clemens. 10. Recitation, Miss Enajohnson. 11. Recitation, Miss Thora John- son. 12. Piano solo, Miss HelgaBjarna son.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.