Heimskringla - 11.03.1909, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.03.1909, Blaðsíða 3
I IKGCX WINNIPBO, 11. MARZ 1909- Ma » Cor. Portage Ave and FoJt St. FÉKK FYRSTC VKRÐLACN k SAINT LOUiS SÝNINGUNNI. D«Kg og kveld-kensla. LedtiS fullra upplýsin-ga og bdÖjiS utn vorn nýija pappírshníi ókeypis. Vór kennuitn enska tungu. M. E. MAGKEY, Skrifari MAfíKET HOTEL 146 PRINCE8S ST, P. O’CONNELL, elgandl, WINNIPEO Beztu teaundir af vínfönKuœ og vind um, aðhlynning góð, húsid endurbíett JOHN DUFF PLUMBER, GAS AND STEAM FITTER Alt verk vel vandaö, og veröiö rétt W4 Notre Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg Strathcona HoteI Homi Main og Rupert Str. N ýbygt og ágætt gisti h ús; Gest um veitt öll þægindi með sann- gjarnasta verði. Frí keyrsla til og frá öllum jftrnbr. stöðv- um. Beztu vfn og vindlar; og herbergi og máltíðar ágætar. McLaren Brothers EIGENDUR Hotel Pacilic 219 Market l H, M. IIiclcs S treet 1 Kigarali Winni'peq - - - Manitoba Telephone 1838 Ný-endurbætt og Ný-tfzku hús f alla staði. V i ðsk i fta yðar óskast virð- ingarfylst. $1.25 a Dag BRUNSWl JK HOTEL Horni Main Sfc.jog Ruperfc Ave. Besta borðliald; Ilrein og Björt Iler- bargi;Exnustu Drykkir og /lentu Virtd- tar. ókeypis Vagnmcetir ÖVumTrnin- leatum. lieynið os» þegar þú ert d ferð. ÁSTÆÐUR FYRIR GREIN MINNI TIL J. S. Thorarensen. Flestum réttsýnum mönnummun sanng'jarnt þykja, a5 ég fái tæki- færi t’il að greina ástœður fyrir grednarstúf með fyrirsögninni : — “Ávarp til fréttaritara Mountain” Gegn þessari grein minni hefir nú skrifað hr. Jóh. S. Thoraren- sen, sem virðist vera í nánu skyld- leika sambandi við “Fr. Moun- tadn”, og sumir héldu hann jafnvel föður að fregnbréfinu, ef hann ekki gegn um alla grcin sína talaði um Fr. í þriðju persónu. En það er öllum ljóst orðið, að Jóh. þessi gerist talsmaður bréfsins, hvort sem hann er nú höfundurinn eða ekki. Svarið til mín inniheldur aðal- lega tóman misskilning, þrunginn ósanngjörnum aðdróttunum út af tilefni greinar minnar, og skal ég því góöfúslega láta honum í té allar þær útskýringar, sem ég hygg að muni duga til þess að átta hann á, af hvaða hvötum “A- varpið” er til orðið. Fyrst skal það tekið fram, að hinn heiðraði talsmaður hefir opn- að mér augun fyrir enn þá fleiri villum fregnbréfsins, en þeim, sem ég lauslega tók til umtals, og skal ég því utn leið og ég árétta það, sem ég áður hefi fært gild rök að, taka eina þá allra stærstu með í reikninginn til yfirvegunar. jvað, út af fyrir sig, að ég hafi af gremjufullum huga skrifað grein mina, með þeim einbeitta ásetn- ingi, að stofna blaðastælur, er hel- ber heilaspuni, og vindhögg út í loítið. þaö er af einlægri sannleiks þrá og siðferðisskyldu, sem ég á- lít hverjum manni eigi að vera samgróin til þess, að leiðrétta það, sem er ofhermt og ranglega meðfarið á einhvern hátt, og mun það almannarómur staðhæfa, aö til þess hafi hver maður fult frelsi. Nú hefi ég talið fyrstu og rétt- mætustu ástæðuna. Sú önnur, að afstýra þeim rót- gróna vana, sem of mikið kveður að hjá all-mörgum, sem finna köll- un hjá sér til að skriía í opinber blöð, þ.e., láta ekki naín sittfylgja heldur skríða í skúmaskoti, og ó- fáanlegir til að kannast við sitt eigið afkvæmi, þó á þá sé skorað. í þriðja lagi vildi ég sýna framá með nokkrum pennadráttum, og biðja alla að taka vel eítir þeim öflum, sem íelast í samtökum bændalýðsins, þegar um nauðsyn- legar hreyfingar er að ræða, til þess aö brjóta á bak aftur kúgun- ar hugmynd, sem ríkir hjá ein- stökum mönnum, sem gera það að lífsstefnu sinni, að svæla undir sig síðasta eyrir viðskiftamann- anna, til þess að fita með sjálfa sig, og ekki eingöngu það, heldur hlaða þúsundi ofan á þúsund. Til þess að reisa rönd við þeim einokunar verzlunum, sem hér hafa staðið föstum fótum í N. D. um fleiri áratugi, hafa nú bændur vaknað til meðvitundar um það, að mynda þyrfti hlutafélög þau, sem svo hafa bygt hinar velþektu bændabúðir. þau umskifti í verzl- unarsökum hafa síðan orðið á þá leið, að hundrað tækifæri ern nú fyrir eitt að fá niðursettar vörur árlega, og get ég því með góðri samvizku, og finn mig skyldan til að benda á þessa framfaraumbót, sem mörgum kahn aö verða til viðreisnar. þar sem hinsvegar Fr. tnitt í sínum dáleiðslu fagunDatb um aðm búð, er með'- eintegnis^ fullu yfirskyni, að óska til' lukku bændabúðinni á Mountain. Til þess að sanna frekar hið gagnstæða, hvað ljúfmensku og siðíerðisfágun Elíasar Thorwalds- sonar er á háu stigi, sem þó Fr. gerir svo ákaflega mikið úr, skal eftirfylgjandi saga gefa dálitla hug mynd um, sem flýgur eins og eld- ur í sinu hér um allar bygðir. — Hún er þannig : Að þorlákur þorfinnsson, sem býr vestur á “fjöllum”, varð fyrir þeirri mæðu, að missa barn í vetur. En af því svo óheppilega vildi til, að hann var ekki sömu trúarskoðana og hinir guðdómlegu hákirk jumenn, þá tók hann það ráð, til þess að vera sjálfum sér samkvæmur, að fá Únitariskan prest, séra Rögn- vald Pétursson, norðan frá Winni- peg til að jarðsvngja drenginn. — En vegna þess, að enn er ekki nema ein kirkja í Mountain bæ, og hún eign hinna svokölluðu sann- trúuðu manna, þá varð ekki hjá því komist, að skriða að fótskör þeirra og biðja þá um guðshúsið til þess að framkvæma jarðarfar- athöfnina í. En eftir sögn hefir E. Th. þar öll lyklaráð, og skákaði líka ósvífnislega í því hróksvaldi, að segja þvert nei, — sem kom því til leiðar, að samkomuhúsið varð ekki^notað, og þá sýnilega komið í veg fyrir, að hvorki prest- urinn né hinn dáni saurguðu hið helga musteri hinna háttsettu guðsmanna. — þykir þetta víta- verða tiltæki lýsa langt um meiri þröngsýni og siðferðisspillingu, sem það er ítrekað nú í annað sinn. Talsmaður fregnbréfsins er að stritast við, að færa sönnur á það, að síðan "Food and Drugs Act” lögin öðluðust gildi, yrði Sears Roebuck félagið í Chicago að hætta matvöru og meðalasölu. þetta er þá það eina,sem Fr. lítil- lega þorir að mótmæla, en þegar hann verður þess var, hvað afl- vana hann er með allar röksemd- ir, þá krækir hann fingrunum ein- hversstaðar í grein mína, o.g slít- ur þaðan einstök atriði úr aðal- sambandinu, og hengir þau á vog- arstöng móti níimeruðu innihaldi fregnbréfsins, og hrópar : Sjá, þar er engu mótmælt! En orðin deyja á vörum hans við allsherjarröddvi lesendanna, svo segjandi : Grein þín, herra talsmaður, er ekkert annaö en jórturtugga. Ilér, figgja báðar greinarnar fvrir framan oss, sem óþarfi var aö endurprenta, — vér dæmum málið miklu sann- gjarnara en þú. — “Food and Drugs’’ lögin voru samin í þeim tilgangi, að fvrirbyggja sviksam- legan tilbúning á vörum, en alls ekki að banna útsölu á þeim. þess vegna hefir þetta Chicago félag sama rétt og öll önnur félög og verzlanir, að selja allar Jwer vör- ur, sem standast þessa rannsókn. Rg hefi í höndum meðalaglös, pöntuð frá Sears Roebuck & Co., með þessu árituðu : “Guaranteed under the Food & Drugs Act, June 30, 1906”. Enda væri mesta fjarstæða aö ímynda sér, að Bandaríkjastjórn- in, í þessu frelsisins landi, mundi útiloka eitt verzlunarfélag frá því, að selja sams konar varning og allir aðrir gera. Sjálít hefir félagið heimild til þess, að auglýsa það, sem því sýnist, og reynslan fylli- kga sannar, að það stendur við. þá er ekki vanþöri á, að athuga lítið eitt eina þá stærstu hugsun- afvillu, ssfíf sagui fara af, sem ér fjórða grein þvngdaraflsins í vog- arstönginni hjá Fr. þar stendur : — “En fyrir vöntun á samkepni í hvedtikaupum, þá fengu bændur 16 til 17 centum minna fyrir hvert bushel, heldur enn markaðsverðið í Minneapolis”. — þetta hljóta ó- Bókalisti N. Ottenson’s,—River Park, Winnipeg. Áfeaiigi og ábrif þess, í b. 0,.10 Eggert Ölafsson (B.J.) ... 0.15 Gön'giuhról'fs rímur (B.G.) 0.20 Huigsunarfræði (E-B.) ...... 0.15 Huldufólkssögur, í bandi... 0.35(5) Höfrungahlaup ........... 0.15 JÓMi ölafssonar I.jóðtnceli í skrautbandi ..... ... 0.60(3) Kristinfræði .............. 0.45(2) Kvæði Hannesar Blöndal 0.15(2) Málsgreánafræði ... .... 0.15 'MaJiinkynssaga (P.M.), í b. 0.35(5) Mestur í heimi, í b....0.15 Passíusálmar, í skrautb. ... 0.50 Olnibogabarnið ... ..+......0.15 Prestkosttinigin. Ledkrit, eftir þ. E., í b. ............0.30 Ljóðabók 'M. Markússonar 0.50 Friðþjófs söniglög ......... 0.50 Ritreglur (V. A.), í b. ... 0.20 SáHmiabók, í b. .... ,... 0.55 SeV'tján æfintýri, í .b. ... ... 0.35(3) Siðfræði (H. II.), í b. ..., ... 1,10 Stafsetnittgarorðbók, í b. 0.30(3) Sundreg'lur, í ib........... 015 Útilegumannasögur, í <b. ... 0.45 Ú'tsvarið. Leikrit, í b.; -- 0.35(2) Verði Ijós ............----- 0.15 Vestan hafs og austan. þrjár sögur, eítir E. H., í b. 0.90 Víkiingarnir á Hálogalafflidi ett|r H. Ibsen ... .j*.. 0.25 Jijóðsögur Ö, Davíðss., í b. 0.35(4) þorláikur helgi ... ...... 0.15 þrjátiu æfintýri, í b. .....• 0.35(4) Ofurelli, skálds. (E.H.), íb. 1.50 Tröllasögur, í b............ 0.30(4) Draugasögur, í b........... 0.35(4) Clöf í Asi ................ 0.45(3) Smæilin.gjar, 5 sögur (E.H.) í bandi ....... ..... 0.85 J ómsvíkinga og Knytlinga saga, litg. í Khöfn 1828 í vönduðu bandi (aðeins fá eintök). Póstgj. lOc 2.00 Skemtisögur eftir Signrð J. Jóhannesson 1907 ... 0.25 Kvæði eftir sama frá 1905 0.25 Ljóðmæli eftir sama. (Með mynd höfundarins) Frá 1897 .... .............. 0.25 Tólf sönglög eftir Jón Frið- finnsson ............... 0.50 Gráigás, Staðarhól.s'bók, í skrautbandi ....... : 15) 3.00 Stnrluniga, Part I. Útgefki í Khöfn af K. Kaalund í bandi ... ..i... (20) 4.50 Nýiustu sveinskar Musik Bæk- ur, útg. í Stockhofm : Svenska Skol-Qvartetten ...0.60(5) 26te och 27de Tuscndet Sv. Skol-Qvartetten ........ 0.60(5) Daim Kören .............. 1.00(5) Normal-Sangbok ............. 0.50(5) Tölurnar í svigum aftan við (og framatt við þax sem póstgjald er meir,a en 9c) bókaverðið, tnerkja póstgjald það, sem fylgja verður pöntu n u tanbee ja rmanna. River Park, 18. jau. ’09. N. OT'TENSON. 4Ú» kunnugir að skiíjá þannig, að ekki séu nema þeir tveir staðir, sem keppa um bveitiö. En nú viU svo v*el til, að n«er- liggjandi Mountain bæ eru sjálf- sagt fimm kauptún hér um bil í 8 og 12 mílna fjarlægð, sem hafa 5 og 6 kornhlöður. Á þessum stöð- um selja bændur hveiti sitt, og verðmunurinn þar sem samkepnin er, revndist 3 til 4 cent á bushel síðastliðið haust, sem kallaður var yfirprís. Með öðrum orðum : Hveiti selt á Gardar eða Moun- tain fyrir 91 cent, seldist til dæm- is 4 centum meira í Crystal, en 3 eentum yfir í Edinburgh, Union og Hensel. — það geta verið skiftar skoðanir, hvort það borgar sig. að fara 4 til 5 milur lengra, til þess að fá þessi yfir-cent. það fer eftir timaspursmáli og kringum- stæðum bænda með hestaútbúnað og fleira. Og því ætti Fr'. að geta glöggv- að sig á, að ef bændur yfirleitt seldu hveiti sitt suður í Minnea- polis, eitthvað nálægt 500 milur héðan, mundi lítið verða eftir al þessum 16—17 centum (sem hann segir að þeir fái minna), þegar bú- ið er að borga kostnaðinn við meðhöndlun þess. Og það er deg- inum ljósara, að þó kornhlaða væri bygð á ári hverju á Moun- tain, þá fengist aldrei sama verð og í Minneapolis. Ég hengi þá þetta lítilræði min megin á vogarstöngina og bið les- endurna að bregða upp sjónauka, til þess að sjá, hvað hallinn ef margar gráður. En talsmanninn. Jóh. S. Thorarensen, bið ég að heilsa frá mér til íréttaritara Mountain, og vara hann við því, að borða ógætilega eplin af mis- skilningstrjánum í aldingöröum Edinborgar hjá Evu gömlu. það getur, ef til vill, haft slæmar af- leiðingar fyrir höfuðið. Um leið og ég legg frá mér pennann, þá lýsi ég yfir því, að hversu margir talsmenn, sem kunna að fæðast og deyja í þessu fregnbrcfsmáli, þá er mér einum að mæta. það eru allar getsakir til annara óþarfar. Ilelgi Sigurðsson. — Universalist kirkjusöfnuðurinn í Atlanta í Georgia ríkinu hefir tekið upp þaö nýmæli, að hann hefir bygt sér leikhús í sambandi við kirkjuna, þar sem leikfólkiö er alt úr söfnuðinum, og leikir þeir, sem leiknir eru, sérstaklega valdir af þar til settri nefnd safnaðar- manna. — Prestur safnaðarins mælir mjög meö þessu fyrirtæki, og leikhúsið var bygt að hans til- hlutun. Sjálfur segir hann, að leik- liúsin hafi yfirleitt betrandi áhrif á þjóðirnar, og þó að það komi fyr- ir, að sýndir séu stundum skaðleg- ir leikir, þá sé þaö engu síður satt, að sumar guösþjónustur svo nefndar, hafi einnig ill áhrif, en ekki góð, á tilheyrendurna. þess vegna vilji hann alt eins vel leik- húsin eins og kirkjurnar. — Á fundi “Premier” námafé- lagsins í Afriku, sem haldinn var í Johannesburg á föstudaginn var, gat forsetinn þess, aö gróöi félags- ins fram aö þessum tima væri orðinn 18 inilíónir dollara. Hann kvaö gimsteinasölu félagsins hafa gengið ágætlega vel á síöasta ári. 'R08LIN HOTEL 115 Adelaide St. Winnipeg. Bezta $1.50 A-dng hús I Vestur- Canrda. Keyrsla óKeypis milli vagnstöðva on hússius k nóttn og degi. Aöhlynnin* hinsbez’-e. Við- skifti íslendinga óskast. William Ave. strætiskarið far hjá húsiua. O. ROY, eigandi. •♦«•1 SPÓNNÝTT HÓTEL ALGERLEGA NÝTÍZKU Hotel Majestic John HcDonald, eigandi. James St. West, Rétt vestan viö Mair St. Winnipeg Telefón 4 0 7 9 $1.50 á dag og þar yíir Bandaríkja-snið Alt sem hér er um hðnd haft er af beztu tegund. Reynið oss. MIDLAND HOTEL Market St. Phone 3491 A/ýtt hús, nýr hfisbtnaður *" Fullar byrgðir af alls- konar vönduðuatu drykkj- um og vindlum f hresaing- ar stofunni. Gisting einn dollar & dag og þar yfir. W. G. Göl'LD :: FRED. D. PETERS, Eigendur winnipeg ::: ::: canada Jimmy’s HOTEL Rétt k bak við Pósthúsið íslendingar ættu að reyna þetta gistihús. í hressingarstofunni er sá eini Islenzki vlnveitinga- maður f Winnipeg. James Tliorpe, eigandi Fyrrum eigandi Jimmy’s Restaurant ^Doininion Bank NOTRE DAMK Ave. RRANCH Cor. Nem Si VÉR GEFUM bÉRSTAK AN GAUM AÐ SPARI- SJÓÐS-DEILDINNI. — VEXTIR BORGAÐIR AF INNLÖOUM. MÖFUÐSTOLL - - - $3,983,392.38 SPAKISJÓÐUK - - $8,300,000.00 A. B. PIERCY, MANAGF.R. LEYNDARMÁL CORDULU FRENKU 243 244 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU leyndarmál cordui.u FR.KNKU 245 246 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU lö hræiðilegra en viðleitni yðar að kúga, — já, ger- samlega drepa sál mina! — ‘Smánað’ yður, — það hefi ég aldrei gert, því ég hefi aldrei nefnt yður á nafn þar uppi á loftinu. — En áform yðar hefi ég eyðilagt, því gamla jómfrúin var kennari minn”. “Farðu frá augunum á mér! ” hrópaði frú Heil- og benti um leið á dyrnar. Hún réöi sér ekki lengur fyrir reiði. “Ekki alveg strax, kæra frænka mín”, mælti rík- isstjórafrúin og greip um útréttan handlegginn á frú Heilwi'g. — “þú vilt þó ekki fleygja jafngóðu tæki- f*ri frá þér!: — Ilerra niálfærslumaður, þér hafið nú prýðilega rækt skyldu yöar, sem unnari tónfræðinn- ar. — Nú bið ég yður, að grenslast eftir með sama áhuga, hvar silíur og skrautgripir þeir eru, sem hv-ergi finnast. Hafi nokkur haft þar hönd í bagga með, þá er það hún, sem þarna stendur”. Málafærslumaðurinn gekk til hinnar ungu stúlku, er hélt sér með vinstri hendinni dauðahaldi í dyra- búninginn. Hann bauð henni hönd sína, hneigði sig fyrir henni og mælti vingjarnlega : “Leyfiö þér mér að fara með yður til hennar móður minnar”. “Ilér á hún að vera! ” mælti prófessorinn hátt og snjalt. Hann hafði þagaö hingað til, en stóð nú alt í einu hnarreistnr við hlið Felicitas, greip um hönd hennar og hélt fast um hana. Frank hörfaði ósjálfrátt undan. þeir horfðu l>egj- andi hvor á annan eitt augnablik, og augnaráöið, er beir sendu hvor öðrum, bar ekki vott um neinar vin- gjarnlegar tilfinningar. “0, þetta er ágætt, — tveir riddarar undir eins, — það er þó svei mér töframynd”, mælti ríkisstjóra- friiin og rak upp hlátur. — Bolli datt á gólfið og fór í marga mola. — Ef öðruvísi hefði verið ástatt, fisfði frú Heilwig harðlega ásakaf hina ungu ekkju fyrir ógœtni hennar, en nú stóð hún hreyfingarlaus af undrun og reiði. “það lítur út fyrir, að ég í dag verði nokkuð oft að vitna til liðinna tíöa”, mælti málfærslumaðurinn mjög gremjulega eftir stutta þögn. — “þú hlýtur þó að munn það, Jóhannes, að í viðnrvist minni hefir þú algerlega afsalað þér heimild þinni, og gefiö mér fullan rétt til aö rannsaka þetta mál”. ”Ég tek ekki eitt einasta orð aítur af þvi, sem ég hefi sagt”, mælti prófessorinn kuldalega. “öskir þú upplýsinga um það, hvers ve;gna ég í þessfcfc atriði er ósamkvæmur því, er ég hefi áður mælt, skal ég reiðubúinn að veita þér þær, — en að eins ekki hér". Ilann dróg Felicitas á brott með sér og leiddi hana út í garðinn. “Farið nú til bæjarins, Felicitas”, sagði hann, og stálgráu augun hans, cr einu sinni voru svo kuldaleg, horfðu meö óumræðilegri blíðu á andlit hennar. — “þetta skal verða síðasta baráttan yöar, vesalings litla Fee! — Að eins eina nótt enn þá skuluð þér dvelja á heimili móður minnar. Á morg- un rennur upp nýtt líf fyrir yður”. Hann dróg hönd hennar enn þá betur að sér. — því næst slepti hann hemii og gekk inn í húsið. XXIV. GRAA SKRÍNID. Felicitas gekk hratt brott úr garðintfcni. — ‘Pró- fessorinn hafði getið rangt til, — ekki einu sinni alt kveldið, og því síður nóttina ætlaði hún sér að dvelja í gamla kaupmannshúsinu. Nú loksins var sá timi kominn, að hún gat komist til herbergja Cor- dulu frænku. 1 trjáviðargöngunum mætti hún Frið- riku, sem bar kveldmatinn út í garðinn. það var því enginn heima í húsinu, nema Hinrik. — — það brakaði í gömlu linditrjánum, og stormurinn feykti hinni ungu stúlku áfram. — Enn þá gekk hún á föst- um grundvelli í skjóli trjánna. En hvernig skyldi ferðin ganga yfir gömlu og hrörlegu húsþökin ? Hinrik opnaöi dyrnar, er hún koin heim. Felicitas gaf honum engan gaum, en fiýtti sér inn í hjúaher- I bcrgið og tók lykilinn að ruslakompunni niður af veggnum. “Hvað stendur til, Fee mín?” spuröi gamli mað- urinn forviða. “Ég vil veita þér æruna aftur, og mér frelsi mitt, — en gættu nú vel að, Hinrik”, kallaði hún um leið og hún hljóp upp stigann. “þú stofnar þér víst ekki í nein vandræði með þessu ? — Heyröu, bíddu við, Fee litla, — það er þó víst ekkert hættulegt! ” — kallaði hann eftir henni. Ilún sinti því ekkert, og hann gekk órólegur aftur á bak og áfram í ganginutn. þá er Felicitas gekk eftir langa ganginum á efsta loftinu, hcyröi hún storminn hvina yfir höfði sér. — Annað slagið líktist hljóðið þungum stunum, en hina stundina löngum, skerandi tónum. — það brakaði i mæninum, og hvar sem' sprunga var á milli þak- steinanna, þar gaus stormurinn inn. — Nú hékk stór og dimmur skýbólstur yfir hiisinu. Fölleitur ljós- bjarmi féll skáhalt yfir þakið, cr hulið var blóm- skrúði. Líkast villuljósi skein hann á glerhurðina, er viðvindillinn, sem stormurinn víða hafði brotið, hékk niður með, og sem einnig í ljósbirtunni tók á sig annan blæ. þegar hin unga stúlka leit lit um þakgluggann, kom svo harður stormgustur á móti henni, að hún saup hveljur og höríaði aftur á bak. — En hún var ekki lengi að hugsa sig um, hvað gera skyldi : Einu augnabliki sííSar, stóð hún liti á þakinu. — Hver, sem hefði séð hana skríða út um gluggann náföla, en einbeitta og með varirnar klemdar fast saman, hefði hlotið að sanníærast um, aö henni var full- kunnirgt um það, að hún stoínaði sér í hættu, og að hún var reiðubúin til að leggja líf sitt í sölurnar, — eí hún að eins gæti leyst ætlunarverk sitt vel af hendi.-----Hvílíkt undarlegt sambland átti sér þó ekki stað í sálu hennar : Brennheitt hjarta, er gat hatað svo ákaflega, en um leiö ráðsett og gætið! Létt eins og fjöður hljóp hún yfir hrörlegu þak- steinana, án þess hana svimaði hið minsta. — óvin- ur hennar, stormurinn gaf engin grið, — þaö brakaði i öllu umhverfis hana. Dyrnar á útbyggingunni þeyttust upp. Blómsturpottarnir stevptust ain koll og brotnuðu. Og gömlu plankarnir undir fót.um Felicitas nötruðu og skulfu. — Enn þá stóð hún á nágrannaþakinu, og hélt sér dauðahaldi í grindverkið umhverfis það. Stormurinn hafði levst hár hennar úr fléttunum, og þvkku lokkarnir flögruöu um andlit hennar, eins og ætluðu þeir út í veður og vind, — en sjálf stóð hún sem bjargfastur klettur. Að eins eitt augna- blik hvíldi hún sig, — svo stökk hún yfir grindverkiö og stóð nú á svölunum.-------- Fvrir aftan hana hatn- aðist vindtirinn jafnt og áður. Hún veitti homim nú enga eftirtekt, og því siður hugsaði hún um hinn hættufulla veg til baka. — — Hún stóð grafkyr ineð krosslagðar hendur i litla herberginu, er var alþakið íögrum viðvindli. — Nú sá hún það í hinsta sinni. Snjóhvítu andlitin á veggjunum, kannaðist hún vel við, — og þó komu þau henni ókunnuglega fj’rir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.