Heimskringla - 25.03.1909, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.03.1909, Blaðsíða 1
LAN D ™"*j Vér höfum uýloíja fengiö til sölu yfir 30 j Sectiónar-fjóröunsra, liggjandi aö Oak- { lands braut C. N. R. félaírsins. Verö- j iö er frá $7.00 til $12.00 hver ekra. Ekkert j aflöndum þessum eru meir en 5 milur frá ] járnbrautinni. Skuli Hansson & Co. i Skrifst. Telefón 6476. Hoimilis Telofón 2274 œæ®5®Alt landÍÖsKHrai er Abyrgst aö vera jaröyrkju land af beztu tegund, og fœst keypt meö vægum afborg- unar skilmálum. (N.B.—Lesiö fyrripart þessarar augl. vinstramegin viö Hkr. nafn.) Frekari applýsingar veita Skuli Hansson <Sc Co. 56 Tribune Building. Winnipeg. XXIJI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 25. MARZ, 1909 Mrs A. B Olson Aug 03 NR. 26 — Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. — Ritsima þjónar í Parísarborg g«rðu verkfall laugardaginn 13. þ. m. BæSi ritsímar og talsímar þar í landi eru þjóðeign. Stjórnin var skjót til ráða : Ilún setti tafar- laust hermenn til að vernda hverja ritsímastöð, og gerði svo verka- mönnum þann kost, að halda á- fram starfi sínu skilmálalaust eða að þeir yrðu tafarlaust sviftir at- vinnu, og fengju ekki framar vinnu við það starf á Frakklandi. Allir þjónarnir bvrjuðu að vinna aftur, tiema 40, sem tafarlaust voru svift ir atvinnu. — Count Zeppelin reyndi flugvél sína hina nýju þann 11. þ.m. þá flaúg hann yfir Constance vatn á ' þúsund metra hæð, og svo segja blöðin, að hann hafi gert betra flug, en nokkur annar maður hafi ■áður gert. — þýzkalands keisari hefir gefið út þá keisaralegu skipun til her- foringja sinna þar í landi, að þeir megi ekki reykja vindla eða vindl- inga í samsætum þar sem konur eru til staðar, ekki í heimahúsum, við hirðina, á gistihúsum eða mat söluhúsum eða fundahúsum. Ekki heldur má nokkur reykja í göngun- um í keisaralegu höllinni, eða í garöinutn umhverfis höllina. þessi skipun snertir herforingja bæði í land- og sjóhernum. Bantt þetta er konum hið mesta fagnaðarefni. — Taft forseti sendi fyrsta boð- skap sinn til þingsins í Washing- ton þann 17. þ.m. Skjal það er ó- vanalega fáort. Aðalinnihald þess «r þess efnis, að nauðsynlegt sé, að brevta tolHöggjöf Bandaríkj- anna, svo hún svari betur þörfum landsins,'enn nú á sér stað. Por- setitin segir nauðsynlegar breyting- ar á ýmsvim innflutningatollum. þeir séu of lágir undir Dingley- lögunum, og að tollinntektir og aðrar inntektir Bandarikjanna nægi ekki til, að mæta útgjöldum landsins. það er því nauðsynlegt, að þetta aukaþing íhugi tollmálið rækilega, og geri þær umbætur á toll-löggjöfinni, sem nauðsynlegar séu til þess að auka inntektir landssjóðs. — Samkvæmt þessu ■erindi forsetans verða verndartoll- ar Bandar í kjanna að líkindum hækkaðir að miklum mun frá því, sem niv er. — Rússneska stjórnin hefir gert stórblaðið “Russ" í Pétursborg upptækt, fyrir það, að blaðið ný- lega flutti ritgerð eftir Tolstoy um “Kristindóminn og dauðahegning- iina”. Stjórninni þótti ritgerðin svo andvíg hinni einu sönnu kirkju þar í landi, að hún tók fyrir alla “BEINADALS”-MÁLIÐ Ennþá er það ekki komið fyrir rétt. En mikið og al- varlegt athygli hefir það vakið siðan fréttirnar um það bárust út með síðasta blaði Heimskringlu. Herra R. A. Bonnar, cinn allra snjallasti lögfræðingur í Vestur-Canada, hetir tekið að sér vörn Heimskringlu og ritstjóra hennar. Vestur-ísfendingar eru hér með mintir á, að nú er við- eigandi, að allir írjáls-hugsandi og sannleikselskandi menn og konur gerist áskrifendur nð Heimskringlu. Blað- ið þarf ákveðinn og eindreginn stuðning allra þeirra, sem unna írjálsri umsögn um þau mál, sem þjóðflokk vorn varða, því að svo framarlega, sem það verður ofan á, að blöð vor verði svo múlbundin, að þau ekki þori að flytja þær fregnir, sem hægt er að sanna að sé fólki voru til hagnaðar að fá að vita um, þá mega þau alt eins vel hætta að vera til, þau_eru þá orðin verra en þýðingar- laus. Ileimskringla ætlar ekki að, óreyndu að láta múlbind- ast á þann hátt. En mál frelsismáttur blaðsins er undir því kominn, að það hafi eindreginn stuðning fólksins, þegar á það er ráðist. Kaupið og borgið Heimskringlu puRiry FLOUR AD BAKA BEZTA BRAUD er meira en vfsindi og meira en list. En það má gerast fljótlega og áreiðanlega með því að nota PURITO FLOUR Það er malað úr bezt völdu Vestur-Canada Hörðu Hveiti- korni; er algerlega hreint og svo ilmandi kjarngott. ALLIR ÍSLENZKIR KAUPMENN SELJA ÞAÐ WESTERN CANADA FLOUR MILLS CO., L I M I T E D. WlNNIPEG, --- CiNADA. útgáfu blaðsins, og lagði undir eign ríkisins öll prentáhöldin. — Við borgarstjórnar kosningar í Kaupmannahöfn vorii 7 konur kosnar í bæjarstjórnina þar, af 42 bæjarráðsmönnum alls. Út til sveita voru 7 konur af hverjum lCfl fulltrúum kosnar í sveita og smábæja stjórnir. — Ópíum nautn er eitt aí þeim málum, sem brezka stjórnin hefir látið íhuga af þar til settri nefnd í þinginu. Nefndin hefir lokið starfi þessu og gefið út skýrslu um þá niðurstöðu, sem htin hefir komist að. Aðalstarf nefndarinnar var að íhuga opíum nautn Suður-Afriku- manna, og í því sambandi leitaði hún frétta af mörgum læknum, og þeim öðrum, sem hafa kynt sér affeiðingar þessa lvfs. Nefndin seg- ir meðal annars í skýrslu sinni : — “Að undanskildum }>eim lækn- um, sem eru s^ranglega andstæðir allri ópíum nautn, þá er það al- ment álit læknastéttarinnar, að hófleg ópíum-nautn sé að mestu leyti oskaðleg. Flest þau tilfelli, sem hafa illar afleiðingar, orsak- ast af ofnautn lyfsins, þegar menn reykja það með sömu áfergju og alræmdir drykkjurútar svelgja í sig áfeng vín. — Nefndin sýnir fram á, að þeir námamenn þar í landi, sem reykja ópíum í hófl, vinni jafnlanga tíma og afkasti eins miklit verki, eins og hinir, sem ekki neyta lyfsins, þess vegna kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að n-autn ópíttm sé í eðli sínti svo skaðlatts, að ekki sé ástæða fvrir löggjafarvaldið, að gera neitt til þess, að stemma henni stigu. — Mjög er það álitið tvísýnt, að niðurstaða þessarar nefndar sé rétt, og svo mikið er víst, að Kínasfijórn, sem allra stjórna ætti að vera kunnugast um skaðsemi þessa lyfs, hefir þegar gert strang- ar lagalegar ákvarðanir til þess, að útrýma úr ríki sínu allri ópí- ttm nautn, innan 9 ára frá síðast- liðnu nýári að telja. — BlaðiÖ ‘ London Leader” get- ur þess, að síðan aðskilnaður ríkis og kirkju var lögleiddur á Frakk- landi, sé það ekki lengur nauðsyn- legt, að prestar skíri ungbörn, heldtir geti nti verslega valdið gert það. Fyrsta barnaskírn, sem þann- ið fór fram, var gerð í Ivryborg, ú'thverfi við París. Borgarstjórinn skírði þar í borgarráðhúsintt. — Borgarstjórinn, sem er Sósíalisti, hafði fyrir nokkrttm tíma auglýst, að hann æ-tlaði að hafa opinberar ungbarnaskírnar samkomur í borg arráðhúsinu á hverjum sunnttdegi. Fyrsta daginn eftir að attglýsing þessi var gerð, komu 12 mæðttr með börn sín til skírnar, og svara menn voru með þeim öllttm. Skírn in fór vel fram. Ekki er þess get- ið, að borgarstjórinn hafi ausið börnin vatni eða á nokkurn annan hátt bleytt í þeim, en hann lét skírnarvottana lofa ]tví liátiðlega, að ganga börnunum í foreldra stað, ef þess þyrfti við, og að ala þau ttpp eins vel og undir sömu trúar og siðgæðis skilyrðum, sem þeir mundu gera við sín eigin börn. Að svo mæltu 16t hanti taka samskot, og gaf hverju barni bankabók með 5 franka innleggi, og skyldi sú ttpphœð vera á vöxt- ttm þangað til þatt næðu myndugs aldri. — þeflta sáu þeir, sem við- staddir voru, að var þveröfug að- I ferð við það, sem prestarnir höfðu í ha'ft. þeir tóku gjald fyrir að skíra en gáfu börnunum ekkert. Jtessi borgarstjóri skírði börnin endur- gjaldsl uist, og sá ttm, að hvert þeirra fengi peningafúlgu til að á- vaxtast til myndugsaldurs barn- anna. — Ottawa stjórnin hefir ákv'eðið að endurbyggja brúna miklu yíir St. Lawrenee ána hjá (Juebecborg. En ekki verður það efni notað í þessa nýjti brú, eða nokkuð af því, sem gekk til þeirrar brúar, er féll í ána fyrir tveimur árum. Verk- fræöingar segja það til einskis ' nýtt. Stjórnin heíir veitt 150 þús- , undir dollara til undirbúnings 1 þessa mikla mannvirkis, — til j þess að gera uppdrætti og útrejkn.-, inga. þrír verkfærðingar hafa ver- ið, fengnir til að hafa starf þetta með höndum. það eru þeir Vante- let í Montreal, Fitzmaurice í Lund- únum á Englandi og Mojeska í Chicago. Hver þeirra fær eitt þús- und dali á mánuði í laun, án þess að vera skyldir til að verja öllmn tíma sínum við starfið. Stjórnin býst við, að uppdrættirnir verði fullgerðir á næsta hausti. -— þess var og getið í þinginu, að þessir menn hefðu algerlega óbundn.ir hendur, til þess að ráða sér alla þá hjálp, sem þeir þyrftu, og nð þeir hefðu nú þegar fengið sér 16 hjálparmenn, sem hver um sig hefði $500.00 í laun um mánuðinn. Ráðgjafinn kvaðst hafa vaiið þessa þrjá menn, sem þá beztu mannvirkjafræðinga, sem völ væri á í öllum heimi, og að þeir hefðu alla umsjón á verkinu, án nokk- tirra afskifta deildarinnar, og með þeim skilmálum, sem þeir sjálfir settu. Eftir að öllum undirbúningi væri lokið, yrðu laun þessara þriggja manna færð niður í $500 á mánuði fvrir hvern þeirra meðan á sjálfu brúarsmiðinn stæði. Brúin á að vera talsvert hærri yfir vatns flöt, heldtir en hin fyrri, og aðal- eða mið-brúar lengjan 600 fet milli stólpa. — Ottawa stjórnin auglýsir, að hún hafi ákveðið, að semja við mentamáladeildir allra fylkja í Canada, að láta kenna skólabörn- um heræíingar jafnt öðrum líkatns æfingum. Líkindi eru til, að öllum piltum, sem komnir eru svo til aldurs, að þeir séu komnir upp í hærri bekki skólanna, verði kent áð skjóta af rifflum. — Fundur var nýlega haldinn í Lundúnum, af félagi því, sem þar stendur fyrir að koma í veg fyrir, að fólk sé jarðsett lifandi, Dr. A. F. Jenking frá Baltimore var á fundinum og hélt þar ræðu. Hann kvaðst hafa frétt, tveimur dögum áður en hann fór frá Bandaríkjun- um, að sárt hljóð hefði heyrst úr likkistu, sem verið var að láta tnn í líkhrensluofn. En kistan hafði verið svo sett, aö ekki var mögu- legt, að stöðva ferð hennar inn í ofninn. Attnar ræðumaður kvaðst vita af vfir 150 tilfellum, þar setn fólk hefði verið jarðsett lifandi. — þetta hefði verið sannað með vott órðum lækna. Einnig kvaðst aann vita af ciðrttm 200 til'fellum, þar •'sem fólk hefði á sjálfttm grafar- bakkanttm verið frelsaö frá lifandi greftrun. Fttndurinn skoraði fast- lega á stjórnir þjóðanna, að gera ráðstafanir til þess, að slík tilfelli gætu ekki komið fyrir framvegis. — Torontoborg með 300 þúsund íbúum, var 75 ára gömul þann 6. þ.m., frá því hún fékk bæjarlög- gildingu. þá blöktu fánar á öl’.am stöngum í borginni. — Borgarstjórinn í Lundúnttm hefir gengist fyrir því með uo<tkr- um öðrum málsmetandi mönnum, að kalla til almenns fundar í ráð- húsi borgarinnar, til þess að l.afa saman 350 þtisund dala sjóð, til þess að útbreiða þar í landi þtkk- ingu á hómópata lœkniugum. — Dr. Próf. Krause í Berlín á þýzkalandi hefir nýlega gert upp- skurð á 35 ára gamalli konu, sem er að því leyti markverður. að enginn slíkur hefir áður verið gerð ur. En það var að opna höfuðskel- ina á kottunni og taka þaðan æxli, Sem hafði mvndast 3 þttml. inn í he.labtiinu. þetta æxli var á stærð við lítið hænuegg. Svo tókst upp- sktirðtir þessi vel, að konan er sögð á góðum batavegi. — Námaskýrslur Canada sýna, að á síðasta ári hefir 41,655,936 dala virði af málmtegundum vrerið tekið úr landi í Canada. Og þe^s utan aðrar náma-afurðir fvrir rúmlega 33Já milíón dollara, og einnig ýms byggingaefni, svo sem cement, sandur, steinn og leirteg- ttndir, sem nema stórri verðupp- hæð. — Alls gáfu námar rikisins af sér $87,323,849.00. Verð eftir- taldra málma var : — , Silftir Gull Kopar járn Blý Nickel 12,000,000 9,559,274 8,500,885 1,664,302 1,920,487 8,231,538 Vér þurfum ekki árlega að umbæta SKILVINDUNA, því frá upphaíi hefir lítil breyting orðið ásamsetninjrMAGNET vélarinnar, af því að upp- finnarinn af þekkingu annara skil- vindna á undanfiirnum 20 árum gat gert MAGNET vélina Níjwkomna, svo að engu þurfti að breyta. MAGNET þær umbætur, sem gerðar hafa verið á MAGNET, svo sem Brake, umbætt “Ball race”, o.s.frv. getur orðið sett og er sett á hverja vél, sem nú er í brúki. — Vinnureynsla MAGNET vélarinnar hefir sýnt, að hún er rétt smíðuð, og að breyt- ingar eru ónauðsynlegar til þess að MAGNET sé í fremstu röð, hvað skilnað á mjólk snertir, ó- slítandi endingu og hættuleysi í méðferð. Henni er léttsnúið, hún fljóthreinsuð, drjúg og vinsæl. Skrifið (á íslenzku) eftir einni til ókeypis heimaprófs og sannfærist. The Petrie Mfg. Co., Limited ’Vs7’XDST2SX IPEG _ HAMILTON. ST. JOHN. REGINA. CALGARY. — Kolafélagið í Nova Scotia hefir boðið stálfélaginu að borga því 2% milíón dollara skaðabætur, J.Jeð þeim skildaga, að samvinna takist með félögunum framvegis, og að samningar þeir, sem áður voru í gildi séu endurnýjaðir þann ig, að kolafélagið selji stálfélaginu öll þau kol, sem það þarf að nota um lfiO ára tíma. Enn er alls ó- víst, hvort stálfélagið gengur að þessu boði, vegna þess að það heimtar miklu hærri skaðabætur, — sem kolafélagið að vísu kveðst viljugt til að borga síðar, eftir samkomulagi, þegar félögin séu búin að jafna með sér öll ágrein- ings atriði. — Brezka stjórnin, sem var and- víg því, þegar hún tók við völd- um, að auka skattbyrði væri lögð á landsbúa til herútgjalda, hefir nú algerlega breytt um stefnu, og afráðið að smíða 2 öflug herskip á móti hverju einu, sem þjóðverj- ar láti smíða fyrir sig. Svo er að sjá á fréttum úr öllum Evrópu- blöðum, að brezka þjóðin hafi snögglega vaknað til meðvitundar um nauðsyn þess, að efla lierflota Breta að miklum mun, og að attka einnig landherinn talsvert frá því sem nú er. Að öðrum kosti geti svo fariö, að þjóðverjar verði Bretum yfirsterkari, með því að þeir hata yfirleitt öflugri skotvopn en Bretar. — Nýlega lézt á Englandi Bttr- ton lávarður. Hann eftirlét 5 mil- ónir dala virði af eignum. í erfða- skrá sinni skipaði hann svo fyrir, að hjartaö skvldi tekið úr líkama sínttm og sérstaklega slegið utan um það, og það svo látið í sömtt kistu og líkami sinn. Einnig lagði hann svo fyrir, að mænan í hryggnum skyldi slitin, og skyldi alt þetta gert af æfðum lækni. — Blaðið Winttipeg Free Press, dags. 22. þ.m., segir hermáladeild Canada hafa fengið tilkynningu um, að vera við öllu húna, því að stríð milli Breta og þjóðverja sé á næstu grösum. Nýja Sjáland hefir að líkindttm fengið sams konar til- kynningtt, því að stjórnin þar sendi samdægurs skeyti til Englands um að hún sé við því búin, að borga að [ullti fyrir eitt öflitgt herskip, — og tvö herskip, ef nauðsyn beri til. — Stjórnmálamenn Breta telja víst, að ekki verði komist hjá ó- friði við þjóðverja, og að það geti komiö fyrir á hverri stundu. En enn sem komið er veit alþýða manna enga orsök til slíks ófriðar því það er ekki vitanlegt, að þjóð- irnar greini mikillega á um nokk- urt mál. — Helzt virðist htigstm sú efst á battgi, að þjóðverjar virðist ráðnir í því, að reyna afl sitt 'við Breta, án þess nokkuð annað enn þjóðarmetnaður liggi þar til grundvajlar. ■ — Skipið Miiritama fór nýlcga yfir Atlantshaf á 4 dögum 18 kl,- stundum, eða að jafnaði 21.61 míltt á klukkustund. þetta er fljótasta ferð, sem enn hefir farin verið yfir Atlantshaf, i — Frá Afganistan, sem er ein af lendum Breta á Indlandi, ketnur sú fregn. að 12 httndruð mantia hafi verið handteknir, kærðir ttm að hafa mvndað samsæri til að ráða af dögttm æðsta stjórnar- höfðingja þar og alla ættmenn hans. Fyrir þetta tiltæki kvað samsærismönmim vera hegnt þann ig, að heilum hópum þeirra er troðið inn í fallbyssuhlaup og fall- bvssunni svo hlevpt af. Um afdrif þessara manna þarf ekki að tala. — Almennar fylkiskosningar fóru fram i Alberta á mánudaginn var, og< vatin “I.iberal” stjórnin með svo miklum meiri hluta, að hún er algerlega einráð þar vestra. Hún hefir 34 fylgismenn í Jyinginu, en Conservativar að eins 3. — Koparbræðslu stofnunin í British Columbda hættir starfi í lok þessa mánaðar, og missa 400 | manns atvinnu viö það. Ástæðan I er, að framboð kopars er meira en eftirspurnin, og söluverð málmsins því lækka-ð svo mjög, að fram- leiðslan borgar sig ekki. Engin lik- indi eru til þess, að bræðslustoín- un þessi taki bráðlega til starfs aftur. — Át'ta ára gömlum pilti var fyrir nokkrtt stolið af skóla einum í Cleveland í Ohio. þjófarnir heimt uðu 10 þúsund dali fyrir að skila barninu aftur heim til föðurhúsa. Féð var borgað og piltinum skil- að. — Mælt er, að þar í rikinu verði barnarán gert að dauðasök. , En lífstíðar fangelsi liggur nú við þeim glæp þar í ríkinu. — Nýlega hafa 7 loftsiglinga- menn farið í einu loftfari upp frá Los Angeles borg i Californíu. Loftfarið hrepti vonskuveður í , Sierra fjöllunum, og með því ekk- ert hefir frézt til manna þessara siðan á laugardaginn var, er ætl- að að þeir hafi oröið úti í fjöllun- ttm. Sagt er, að í veðri þessu hafi lagt tveggja feta djúpan snjó á fj tllatindana. Mannanna hefir ver- ið leitað í full 5 dægttr, án þess þeir hafi fundist. Leitinni er hald- ið áfram, og varðmenn með öfl- uga sjónauka eru settir á ýmsa fjallatinda til að athuga, hvort nokkuð sjáist til ferða jxissara loftfara. Ilópar manna hafa gert leiðangur um öll fjölliti til að leita fyrst að vestanverðu, og ef það reynist árangurslaust, þá að aust- anverðu. Með þessu móti er von- að, að þeir finnist bráðlega, ef þá hefir ekki fent i kaf. kostnaðinn við að ná honum úr jörðu. Nokkrar námalóðir hafa þegar verið teknar á þessum stað. — Ungfrú Claire de Servaf, frænka Dr. Tanners, þess er fyrir mörgum árum fastaði fttllan 3. vikna tíma, heldur fram sömu kenningu og frændi hennar gerði : J Að sveltan sé ekki að eins heilsu- ' bætir, heldttr miði einnig til þess, að fólk haldi lengtir ungdómsútliti sínu. Til þess aö sýna trú sína á þessa kenningu, hefir kona þessi lagt sig ttndir rannsóknir, sem gerðar hafa verið í keisaralega 1 sjúkrahúsinu í Berlín. Konan var látin í glerklefa, þar sem hægt var að gæta hennar dag og nótt. Hún var þar í fulla 10 sólarhringa, án þess að bragða nokkuð, þurt eða vott. þegar hún sté út úr klefan- I um, var hún við sæmilega heilsu, en hafði létzt nokkuð. Hún lifir síðan á “Mineral” vatni, og lætur þess getið, að hún ætli næst að halda áfram sveltunni í 20 daga lengur. Ilún fullyrti við læknana, að hún hefði engra óþæginda kent af lmngri eða þorsta, og að hún hefði aldrei fundið til höfuðverkjar eða hitasóttar. Ilún kvaðst hafa vanið sig á að svelta til þess með því að lækna höfuðverk, sem áður þjáði hana. Prófessor Dr. Krause, sem stóð fyrir þessari tilraun, tel- ur hana hafa mikla visindalega þýðingu. Stúlkan léttist um 13 pttnd á þeim 10 sólarhringum, sem hún var í klefanum. — Kvikasilfur hefir fundist fyrir j norðan Saskatchewan ána, nálægt , Lost River. Félag hefir verið sett i á stofn til þess að komast eftir, hvort nægilegt sé þar af þessum | málmi til þess að horga vinnu- , PVall Piaster Með þvf að venj'a sig á að brúka “Kmpire” tegundir af Hardwall og Wood Fibre Plaster er maður hár viss að fá beztu afleiðingar. Vér búurn til : “Empire” Wood Fibre Plaster “Empire” Cement Wall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finisli “ “Gilt Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqiim rér að senda ^ ydur bœkling vorn • MANITOBA GYPSUM CO. LTD SKRIFSTOFUR OG MILLUR I Winnipeg, - Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.