Heimskringla - 27.05.1909, Síða 1

Heimskringla - 27.05.1909, Síða 1
 LAND imæmi Vér höfuDi Dýle<?a fengiö til sölu yfir 30 Sectiónar-fjóröunga, liggjandi aö Oak- lands braut C. N. R. félajrsins. Verö- iö er frá $7.00 til $12.00 hver ekra. Ekkert af löndum þessum eru meir en 5 mllur frá járnbrautinni. Skuli Hansson & Co. | Skrifst. Telefóu 6476. Heimilis Telefón 2274 Jg XXIII. ÁR. WIXNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 27. MAÍ, 1909 Mi B A- ■jí 0'.9on landiðs er ábyrgst aö vera jaröyrkju land af beztu tegund, og fœst keypt meö vægum afborg- unar skilmálum. (N.B.—LesiÖ fyrripart þeisarar augl. vinstramegin við Hkr. nafn.) v Frekari applýsingar veita | Skuli Hansson & Co. 56 Tribune Building. Wiunipeg. kvM' NR. 35 Komið til og skoðið hjft ’ mér hin marg. reyndu og al- kunnu BRANTFORD reiðlijól. Þau eru langbeztu reiðhjól sem fást hér í Canada, — og lfklega {>ó vfðar sé leitað. Ekki þurfið þér að óttast skilmálana; þeir munu koma heim við hvers manns vasa- buddu. Komið til mfn með gömlu reiðhjólin til aðgerðar. West End Bicycle Shop, JON THORSTEINSSON. eigandi. 477 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. — Nýlega er látinn á Englandi George Meredith, eitt af helztu skáldum og bókmentamönnum Breta. þ-aS er almenn ósk brezku þjóöarinnar, að hann verði jarð- settur í Westminster Abbey í I/undúnum, eins og flestir mestu rnenn þjóðarinnar. En prestur þeirrar kirkju neitar algerlega að ley£a honum rúm þar, af þeirri á- st-æðu, að hann hafi verið frjáls- hugsandi maður, og eigi því ekki ■að grafst í “vígðri mold”. — íbúar San Francisco borgar bafa varið riimlega 213 þús. doll- ars í málsóknir móti íjárglœfra- inönnum í bæjarstjórninni og öðr- um embættismönnum borgarinnar. Málsóknir þessar hafa staðið yfir í sl. 3 ár, og eru enn þá ekki bún- ar. Öllu þessu fé hefir verið varið til að hreinsa til í borgarráðinu ■og hafa höndur í hári ótrúrra og óráðvandra þjóna hins opinbera. — Innflutningur til Canada það sem af er þessu ári er með mesta móti. Um 500 innflytjendur fara gegn um Montreal á hverjum degi, er flestir ætla að setjast að í vest- nr Canada. Margt að þessu fólki liefir talsverð efni, til dœmis kom hópur af bre/.kum innflytjendum í sl. viku, um 197, sem höfðu sam- tals 60 þús. dollara til að byrja hér búskap með. — Ilon. Charles Mickle, sem í sl. 20 ár befiir verið fylkisþingmaður fyrir Birtle kjördæmið í Manitoba og var um eitt skeið fylkisritari í Greenway ráðanevtinu, — hefir auglýst það fyrir kjósendum sín- nm, að hann sæki ekki um kosn- ingu framvegis. því hefir verið fleygt fyrir, að í ráði sé að gera hann að dómara í fylkinu. Hann er góður drengur og réttsýnn og vel hæfur fyrir dómarastöðu. — Félag hefir nýlega myndast til þess að leita auðæfa á sjávar- botni. þaö hefir fengið einkaleyfi hjá Spánarstjórn til þess að leita í botninum á Vigo vik frá þessum tíma til ársins 1915, með því að selja stjórninni í hendur fimta hluta þess fjár, sem það kann að finna í víkinni. — Svo er máli varið, að árið 1702, þegar Spán- arveldi var í mestum blóma, hafði það nær 9 milíónir punda inntekt- ir á ári af starfsemi þegna sinna á Vestur-Indlandi. það hafði haft þessar ársinntektir uffl all-langan nndanfarinn tíma. En árið 1702 fluttu Spánverjar þriggja ára gróða sinn 1 Vestur-Indíum heim til Vigo. Skipin, sem fluttu þessa auðlegð, höfðu fylgd spænskra her- skipa. Sagan segir, að á þessum skipum hafi vérið 28 milíónir pd. Sterling í gulli og silfri. En Bretar og Hollendingar vissu af ferðinni og auðlegðinni, sem var á skipum þessum og höfðu fyrirsát. Sló þá í bardaga þar í víkinni, er skipin komu af hafi utan. En til þess að auðurinn ekki gengi í hendur ó- vinanna, sem höfðu betur í bar- daganum, þá söktu Spánverjar ollum auðnum þar á víkinni. Af þessari 28 milíón punda sterling fúlgu, er sagt að náð hafi verið 3 milíónum punda, og að enn sé eft- ir í víkinni 24t£ milíón punda, eða nákvæmlega £24,651,323. En auk alls þessa var á skipunum mikið af dýrmætum steinum, sem meira en mundi borga margra ára vinnu við að ná þeim úr sjávarbotni, af því að verðmæti þeirra er talið nálega eins mikið og alls málms- ins. Félagið, sem nú hefir fengið leyfi til að leita þessara auðæfa, ! gerir sér góðar vonir um, að finna þau, — liefir ef til vill nú þegar j fengið vissu fvrir hvar þau liggja |á mararbotni. Félagsstjórinn er j ítalskur, Ilr. Carlos 1,’Iberti. I Hann byggir fundvon sína á upp- fundningu nokkurri, sem annar ít- | ali hefir gert, að nafni Giuseppe l Pino. Sú uppfynding er kíkir, sem hægt’ er að nota undir vatni, og ' sem hægt er að sjá í nákvæmlega alt, sem er á mararbotni á 6 þús. feta svæði út írá sér í allar áttir. — Bre7.ka stjórnin hefir lagt fyr- ir þingið frumvarp til laga um stofnun hjálpræðisstöðva þar í landi, til þess að útvega atvinnu þeim, sem atvinnulausir eru. Hug- mvndin er að stofna 220 skrif- stofur víðsvegar um l.indið, sem hafi það starf, að halda uppi ná- kvæmri eftirspurn um atvinnu og skýrslum urn atvinnumárkaöinn, svo jafnan sé ha'gt að senda at- vinnuleysingja þangað, sem þeir geta fengið atvinnu. Áætlaður kostnaður við þetta er ein milíón dollarar á ári í næstu 10 ár, og $856,000 á ári þar eftir. Annað frv. fjallar um atvinnuleysisábyrgð 1 svo atvinmilaust fólk geti fengið lífsuppeldi, þegar atvinnu brestur. — Brezk blöð eru farin að finna til þess í hvert horf sækir með.á- fengisnautn þar í landi. Siðan sú breyting komst á vínsölulögin þar ’ að börnum er ekki leyft að koma inn í vínsölustofur, þá hafa kæru- lausir foreldrar tekið upp á því, j að binda börn sín við staura þá, I sem æ tlaðir eru til þess að binda . hesta við. þarna eru börnin látin standa tímum saman, meðan for- , eldrar þeirra sitja að sumbli inn á j drykkjukránum og eyða þar þeim fáu skildingum er ættu að ganga j til að seðja méð hungur barnanna. Utlendir ferðamenn, sem ferðast I hafa um England síðan breyting ,var gerð á vínsölulögunum, hafa , skýrt frá ýmsu, sem fyrir þá hefir borðið í þessu sambandi. Til dæm- is : — 1) Margar fjölskyldur höfðu . farið út með börn sín á ákveðinn jskemtistað á annan í páskum, en j er á daginn leið, gerði þéttings I rigningu, svo fólkið hélt heimleið- is. Á leiðinni varð það að ganga fram hjá vínsöluhúsi, og sam- stundis urðu allir þyrstir, konur og karlar. En börnin máttu ekki koma inn í drykkjustofuna. For- eldrarnir tóku því það til bragðs, að fá tvo flækiii'ga, sem bar þaé að, til þess að passa börnin úti í j rigningunui meðan þau íóru inn til að fá sér í staupinu og orna sér. þarna sat fólkið inni hátt á annan klukkutíma og kom svo loks út ölvrað og margt í illu 1 skapi, en börnin höíðu staðið liti allan þann tima hungruð og hold- ■ v’ot í umsjá flækingantia. — 2) | Vegfarandi tók eitt kveld eftir , því, að lítið stúlkubarn var bund- | ið við staur nálægt vínsöluhúsi nokkru. Hann komst að þvi, að . barnið hafði verið þarna fulla 2 I klukkutíma, meðan faðirinn var igni að seðja þorsta sinn. Barnið I var farið að skjálfa af kulda, og ' var þar að auki, eins og geta má * nærri, bæði þreytt og svangt. En 1 faðirinn hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Barnið sagðist ekki j rata lieim til sín, þó það yrði levst og vrði því að bíða þangað til faðirinn kæmi út og færi heim. — 3) í einum stað sá vegfarandi veitingamanninn vera að gera i það miskunarverk, að læma vatns- J trog, sem ætlað var gripum að drekka úr, fylla það með strái til þess að mæðurnar gætu lagt’ ung- börn sín í þetta flet, meðan þær gengju inn í veitingahúsiö til að jfá sér bjór eða vún. Hann segir að | margar hafi notað sér þetta veg- lyndi veitingamannsins. það er siður á Bnglandi, að ! járnvírskörfur eru festar á staura |til þess að í þær sé látið rusl, J sem ekki má vera á götunum, svo sem pappír og þess háttar. 1 efnu 1 slíku hylki sá einn ferðamaðurinn j ungbarn. Honum varð starsýnt á j barnið, og brátt komu fleiri þar að og staðnæmdust fyrir forvitnis ^ sakir. Alt í einu kom slompfullur kvenmaður út úr hóteli þar í grend og skammaði áhorfendur jfyrir, að vera að skifta sér af því, sem þeim kæmi ekkert við. Hún kv’aðst eigd barnið og hafa vak- andi auga á því frá glugga drykkju stofunnar. Síðan fór hún aftur inn í hótellið að drekka meira, en lét krakkann dúsa í ruslakörfunni. — Mál hefir verið höfðað móti hinu svo nefnda Tolman lánfélagi. Tolman þessi er sagt að eigi að- setur í X evv York, en engin sönn- un er fyrir því, að sá maður sé til. Félagið hefir haft lánsstofnanir í vmsum pörtum Canada, þar með í Winnipeg borg. Vextir þéir, sem félagið hefir tekið af lánum sínum, eru svo gífurlegir, að lögreglan hef ir skorist í leikinn. Nær 60 kærur eru á móti þessu félagi. Konur hafa haft a’ðal umsjón yfir lánun- um á hinum ýmsu útibúum. Fyrir rétti hefir sannast, að félagið hefir tekið þessa vexti : Af $10 láni í 4 mánuði $8, af 18 dollara láni í 3 mánuði $6 og af $100 láni í 3 mán- uði $33j20. Og öll lán félagsins voru veitt með svipuðum vildar- kjörum, og alt af fengust nógir viðskiftavinir til að ganga að þess um kostum. — það mun mega fullyrða, að félagiö verði að hætta starfi og starfsfólki þess hegnt fyr- ir verzlun þessa. Yormenn. Tileiukað “ Ungmennafólögum Islands”. Vormenn Islands ! — Yðar bíða 1 eyðiflák-ar, heiðalönd. j Kotnið grænum skógi’ að skrýða skriður berar, sendna strönd ! Huldar landsins verndarvættir j vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir, heilsa börnum vorhugans. ^ Ungra kraíta’ og gáína glæðing, göfgi, í hugsun, verki, list, íslenzk þjóðar endurfæðing, ísland frjálst— og það sem fvrst ! — þetta’ er helgum rúnum ritað, röskva sveit á skjöldinn þinn ! Fegra merki geislum glitað getur ekki himininn. Hér er þunga þraut að vinna, — þú átt leikinn æsku-her ! Sjálfsagt munt þú síðar finna svalan blása móti þér. En úr því að þinn er vakinn þróttur, vilji, megin trú, verðurðu, ekki’ af velli hrakinn,— vísum siirri hrósar bú. — James Sharpe og kona hans, sem í fyrra hófu göngu sína um Canada alt vestur að Yorkton undir nöfnunum “Adam guð” og “Eva”, — hafa nýlega verið kærð í Kansas City fvrir morð. I.ög- reglan þar syðra kunni ekki við að_sjá þau ganga nakin um götur borgarinnar, en þó alvopnuð, og börn þeirra einnig vopnuð. En Sharpe brást illa við afskiftum lögreglunnar og skaut 2 eða 3 lögregluþjóna. Málið er enn ekki endað, en hjónin bæði sönnuð að sök. — þann 14. þ.m. voru þráðlaus talskeyti send milli Parísar og Melun, 35 mílur vegar. Sjómála- ráðgjafinn var í París, en í Meíun var einn af sjóliðsforingjum Frakka. þeir töluðu lengi saman vfir þessa vegalengd gegn um loft- ið, og er sagt, að svo vel hafi heyrst samtalið eins og ef viðræð- endur hefðu staðið hver hjá öðr- um. — Tveir menn frá Winnipeg hafa nýlega -ferðast um I’eace River héraðið, og segja það geyma' undraverð auðæfi. þeir fundu gull á nokkrum stöðum ofanjarðar og og harðkol víða í giljum og mikið af ágætu Ashphaltum og einnig votta fyrir olíu á ýmsum stöðum. þeir láta vel af landi þar vestra, og hverfa þangað bráðlega aftur til aðseturs. — Snjófall mikið hefir orðið i Suður-Alberta í síðustu viku. Sauðburður stóð þá yfir, og er talið víst, að hjarðeigendur hafi tapað mesta fjölda lamba og kálfa og enda fullorðnum nautgripum og sauðfé vegna snjóa og kulda. Iljarðmenn þar hafa lítil húsa- kynni fvrir fé sitt, og sumir tapa því miklu, þegar slík óhöpp verða. — Pilar Osorio, dóttir þýzks læknis og spanskrar konu, lefir nýlega spilað á piano í Bluthner Hall í Lundúnum fyrir mesta mannfjölda. þessi litla stúlka er enn þá ekki fullra 4 ára gömul, en spilaði þó þung lög eftir fræga höfunda, svo sem Mendelssohns “I/pring Song”, Haydn’s “Gipsev Rondo” og fleiri slík stykki. Hálf- bróðir þessarar stúlku er Pepito Arriola, ungur drengur, sem hefir einnig sýnt svo mikla söngbæfi- leika, að frægir tónfræðingar segja að hann muni verða jafningi Moz- arts, þegar hann nái meiri aldri og þroska. Hann var og á þessari samkomu til að hlusta á systur sína spila. — Abdul Hamid, hinn afdankaði soldán Tyrkja, seldi þann 21. þ.m. 5j^ milíón dollara virði af tyrk- neskum skulda og hlutabréfum í hendur st jórnarinnar, eftir að hafa haft öll hugsanleg brögð í frammi til að komast hjá því. — Stjórnin hefir góða von um, að henni muni síðar takast, að ná frá honum þeim mörgu milíónum, er hann á á bönkxim í útlöndum. — Carnegie gamli hafir farið á fund Italíu konungs, en enginn veit erindið eða hvað þeim liefir farið á milli. — Bandaríkjastjórn auglýsir, að útgjöld ríkisins á komandi fjár- hagsári verði 1070J4 millíónir doll- ara. það eru hærri xitgjöld en á nokkru undangengnu ári. Farðu um móðurmálið höndum mjúkum bæði’ í ræðu’ og söng ! i Fjallkonunnar láttu löndum lýsa gullna ennisspöng ! Frjáls og djarfur stattu’ í stafni, stýrðu beint og sveigðu’ ei af, svo þeir kenni’, að konga jafni knerri þínum sigli’ í haf ! Láttu aldrei fánann falla ! fram til heiðurs stigið er. Hver sem vill má hrópa’ og kalla hæðnis orð að baki þér. Seinna’ á þínum herðum hvíla heill og forráð þessa lands, þegar grónar grafir skýla gráum hærum nútímans. Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður, frjálsu menn ! Morgunn skóga’ og rósir roðar, ra>'V og trvgð, er græðir senn. Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma’ og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðrarblett !! Guðm. Guðmundsson.' — þjóðviljinn. — Nýlega er látinn í Ðandarikj- unum H. II. Rogers, annar stærsti eigandinn í Standard olíu félaginu. Fyrir nokkrum vikum skifti hann 16 milíónum dollara upp á milli fjögra barna sinna, og voru þessar fjórar milíónir, sem hvert barn fékk, í hluta- veðskulda-bréfum og peningum. — Hinn nýi Tyrkjasoldán skrif- aði hann 22. þ.m. undir líflátsdóm 35 manna, sem sannað hafði verið að tóku þátt í áhlaupunum á Ar- meníumenn og drápi kristinna manna. það virðist ljóst, að þessi nýi soldán ætli sér að vernda jafnt alla þegna í riki sínu, án tillits til trúarbragða þeirra. Hann undir- ritaði og margar aðrar skipanir um þungar hegningar fyrir ýmsa aðra glæpi. — Auðæfi mikil eru fundin í sorphaug i Cornwall á Englandi. Sir Willíam Ramsey kveðst hafa rannsakað haug þann hinn mikla, sem er við Cornish námana í Corn wall á Englandi, og segir að í hverju tonni af málmblendingsrusl- inu, sem er í haugnum, sé' $2,500 af Radium, og að í þessum stóra haug felist milíónir dollara virði af málmi. Sir Wm. Ramsey kveðst hafa rannsakað þennan málm- blending og fengið gramm af Radium úr hverju tonni. — Póstþjónar á Frakklandi gerðu verkfall mikið í síðustu viku, en stjórnin fylti jafnóðum stöður þeirra. þegar verkfalls- menn sáu sitt óvænna, reyndu þeir að fá verkamenn alment til að gera einnig verkfall, en þegar það tókst ekki, urðu róstur miklar á götunum í París og öðrum bœjum IIús voru brotin og búðir ræntar, og þær skemdir gerðar á bygging- um og öðrum mannvirkjum ríkis- ins, sem verkfallsmenn gátu áork- að. Lögreglan og herlið tók marga til fanga, — Einkennilegur dómur var ný- lega feldur í skaðabótamáli, sem svertingi einn í New York höfðaði móti manni, sem hafði látið hand- taka svertingjann og kærði hatin um peningastuld. Svertinginn var sýknaður fyrir dómi. Hann höfð- Royal Household Flour Til BRAUÐ- GERÐA Til KÖKU- GERÐAR Gefur æíinlesa fullnæííiim aöi þá mál gegn sækjanda fyrir karakter spell. En dómarinn vís- aði málinu frá, sagði að svertingj- ar hefðu ekki sarna tilkall til rétt- ar eins og hvítir menn hefðu, því velsæmis tilfinningjar svertingja 1 væru ekki eins næmar og hvítra I manna. — Fyrir þúsund dala veðmál henti maður sér út af brú í New York ríki, 130 fet niður í vatn. : Iíann yar að mestu óskemdttr eft- ! ir fallið, en var tekinn fastur, — kærður um að hafa gert tilraun til sjálfsmorðs, og sá er hvatti hann til áhættunnar með því að i veðja við hann, var einnig sóttur j að lögum fyrir áeggjanina. Hvað er nýjast í FRÉTTUM? það, að alveg nýlega eru komin I út póstspjöld, — fyrstu póstspjöld- | in, sem prentuð eru á íslenzku fyr- ir vestan haf, gefin út af í s - | 1 e n d i n g i og prentuð af 1 s - j lendingi, — með myndum á | af 12 merkum Islendingum lífs og ; liðnum. Allar eru myndirnar inn- \ an í nýja íslenzka flagginu, flagg- inu, sem þjóðin okkar hefir heitið að berjast undir, til sjálfstæðis, frægðar og frama á ókomnum tím- um. Enn er ótalið það, er gefur þessum nýju póstspjöldum mest | gildi, og sérstaklega fvrir það eru þau m e r k i 1 e g, en það er, að neðan við hverja mypd eru ein- kunnarorð eftir þann mann, er myndin er af. Frá 2—5 einkunnar- orð eru eftir hvern mann, svo hver og einn getur valið úr hvaða ein- kunnarorð, sem hann vill. þessi póstspjöld, — sem eru þau fyrstu sinnar tegundar — gera því meira en flvtja kveðju eða orðsendingar milli fólks, því þau flytja með ein- kunnarorðunum sannleiksást, ætt- jarðarást, sjálfstæðis lögeggjan, djörfung og ást og virðingu fyrir öllu sönnu, fögru og góðu, eða með öðrum orðum : margar af háleitustu hugsjónum þessara tnanna. Landar góðir ! Hér eftir skul- um við ekki láta bréfspjöldin okk- ar að eins flytja orðsending og kveðjur á milli okkar, heldur einn- ið láta þau sá frækornum þess of- angreinda í huga vorn. það mun bera blessunarríka ávexti. Höfum ákveðin markmið með öllu, sein við gerum. Látum ekkert tækifæri ónotað til að glæða og efla alt sem gott er og fagurt. Póstspjöldin kosta að ein£ 5 cents hvert. Ennfremur er nýútkomið spjald, sem er 11x14 in. að stærð, með mynd af öllum þessum 12 mönn- um á. Á því er mynd foritigjans fræga, Jóns Sigurðssonar, innan í flagginu í miðju, en mvndir hinna út frá á allar hliðar. Ivinkunnarorð eru einnig þar neðanundir hverri mvnd. þessi spjöld eru sérstaklega ætluð til að láta í umgerð. þau kosta 50 cents. Útsölumenn hér í borginni eru aðallega : H. S. Bardal bóksali, G. Thomas, í gullstássbiið sinni á Sargent Ave., og J. Jónasson, ald- inasali í Fort Rouge. Ennfremur getur fólk snúið sér munnlega eða bréflega (eða með því að kalla upp telefón númerin 3512 og 6803) til útgefandans A. J. Johnson’s, 470 Victor st. Útsölumenn í öllum íslenzkum bygðarlögum vestan hafs verða auglýstir í næsta blaði. f----------------------^ Sparið Línið Yðar. Ef þér óskið ekki að fá þvottiun yðar riönn og slit- inn, þá sendið hann tií þess- arar fullkomnu stofnuuar. Nýtfzku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafólk. LITUN, HREINSUN OG PRESSUN SÉRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 3o7—315 II n rgrave St. WINNIPEG, fMANITOBA Phones: 2300 og 2301 is 4 V í S U R. ( Vorharöindi). Veðragaldnrs veina óp, Vakni Baldur sólar, — Norðri baldinn neyðarhróp Nístingskaldur gólar. Stjörnubanda stillir hár Stöðvi grand að morgni, Að sínum vanda sólin klár Sveipi land og orni. K. Asg. Benediktsson. Telefón herra G. Johnsons, kaup- manns að North West Hall er númer 2590. Herra X. Ottenson í River Park biður þess getið, að telefón númer sitt sé nú : Fort Rouge 684. Wall Plaster Með þvf að venja sig á að brúka “Enipire” tegundir af Hardwad og “VVood Fibre Plaster er maður liár viss að fá beztu afleiðingar. Vér búura til: “Empire” Wood Fibre Plaster “Empire” Cement Wall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finish “ “Gilt Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqum vér nð senda J yður bœkling vorn ■ MANITOBA CYPSUM CO. LTO SKRIFSTOFUR OG MILLUR I Winnipeg, - Man.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.