Heimskringla - 30.12.1909, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.12.1909, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGjCíí WlMMíPliG, ao. DKS. 1900. lil». & Cor. Portage Ave and Fort St. 28- AE. FÉKK FYRSTU VERÐLAUN Á SAINT LOUIS SÝNINGUNNI. I>ELg og kveldkensla. Telefón 45. Haustkensla byrjar 1 Sept. Bæklingur meö myndum ókeypis. Skrifið til: The Secretary, Winnipcg Business College, tVinnipeg, Man. A. S. BARDAI. Selur llkkistur og annast lítn útfarir. Allur útbúnaÐur sA bezti. Enfremur selur hann allskonar miuuisvarða og legsteina. 121 Nena St. Phone 306 HEIiflSKRlXttLU o* TVÆB skemtilegar sögur fá nýir kaup- endur fyrir ad eins 99.00 Giftingaleyfisbréf selur: Kr. Ásg. Benediktsson 540 Simcoe St. Winnipeg. ---THK--- “Arena” Þessi vinsæli skautaskáli hér f vesturbænum er nú opinn. Isinn er ágœtur. 18da Mounted Rifles Band Spilar á Arena. KAHLM. 25c.—KONUR l5c. Chas. L. Trebilcock, Manager. 2 Bækur Gefins FÁ NÝJIR KAUP- ENDUR AÐ HEIMS- KRINGLU SEM BORGA $2.00 FYRIR- FRAM, OG ÞESSUM BÓKUM Ú R A Ð VELJA : — Mr. Potter frá Texas A?alheiður Svipurinn Hennar Hvammverjarnir Konuhefnd Robert Manton og Leyndarmál Cor- dulu frænku. — Alt góðar sögur og sum- ar ágætar, efnismiklar, fróðlegar og spennandi. Nú er tfminn að gerast kaupendur Hkr. Það eru aðeins fá eintök eft- ir af sumum bókunum. Heimskringla P.O. Box 3083, Winnipeg Utskúfaði sonurinn. Ég sat í skrifstofu minni og var að reykja, þegar Martin Parocsy kemur þjótandi inn. Gamli maöurinn var þektur að hörku og ófyrirleitnl, og var þess utan mjög ágjarn. Hann var ríkur og hafði mikil áhrif- í bæjarstjórn- inni. “Hvað get ég gert fyrir þig?” spurði ég. “Ég ætla að gera einn af sonum mínum arflausan”. “Einn af sonum þinum ? Hvern ? “Hann Karl, hann er elztur”. “En hann spilar ekki, drekkur aldred og skuldar engum. “En hann hefir gift sig, óræstið að tarna”. "Gift sig ? Hverri?” “Stúlkunni, sem hann hefir búið með, það er voðalegt”. “Það gét ég ekki séð. Ég álít það vel gert af honum, einkum þar hann á 4 ára gamlan son við henni”. ‘‘Ungan Paroscy, ha, ha, ha”, hló karlinn beisklega. “Ivg drep hann, ef ég sé hann". “þú gerðir réttara í, að taka þessu með ró”. “Taka þessu með ró ? Aldrei. Og forfeður mínir, hvað hugsar þú ? Borgara stelpa í fjölskyldu minni”. “I>að hefir ýmislegt verra komið fvrir í heiminum en þetta, og þó hreyfir hann sig enn”. “Nei, slíkt hefir aldrei komið fyr- ir. Já, ef hún hefði nú átt eitt- hvað, en hún átti naumast fötin á sig. Hræðilegt. Ó, veslings forfeð- ur mínfr, hvað segið þið?” “poir segja ekkert. Ég hefi líka átt forfeður, og þó að ég hafi stundum gert ednhverja hedmsku, haia þeir þagað”. Karlinn varð fokreiður, stappaði í gólfið og sagði : “Nú, jæja, tali ekki forfeðurndr, þá tala ég”. — Hann barði á brjóst sér. — “Ég ætla að sýna prakkaranum hver ég er. Hérna er uppkastið”. Hann dró blað upp úr vasa sín- um og las tneð hárri röddu, að Karl Parocsy hefði fyrirgert rétti sínum til föðurástar sinnar og arfs eftir sig, og að sér dytti ekki í hug, að borga neina skuld, sem hann kynni að komast í. “Hvað kostar að auglýsa þetta í opinberu blaði?” “Ellefu og hálfan dal”. “Margir peittingar, mjög margfr peningar, fæst það ekki fyrir minna ? ’ ’ “Nei auglýsingaverði er aldrei breytt”. Hann fór ofan í vasa sinn og tók upp peningana. þegar hanm lagðí fyrsta seðilinn á borðið, sagði hann : “Nær verður þetta auglýst ?” “í næsta númeri”. þiegar næsti seðill kom, segir hann : “Með stórum stöfum og feitum, svo að fólk, sem brúkar gleraugu geti líka lesið þetta”. Svo fleygði hann seðil á borðið, "Og enga prentvillu, mundu það. Hvað er þetta mikið ? Sjö. 0, er það ómaksins vert, að vera faðir ? Svo beotti hann við því sem vant- aði, og sttindi hátt. Tók hatt sinn og kvaddi og fór. Eftir þetta lót hann vitja um auglýsinguna á hverjum djegi, unz. blaðíð kom út, eti þá kom það I ljós, að ég hafði gleymt að setja hana í blaðið. þá kom hann sjálfur heldur há- vær, og valdi ekki orð sín af betra taginu. Loks gat ég þó stilt hann dálít- ið, með því að lofa honum að senda það inn í prentsmdðjuna í dag. , En til allrar ógæfu gleymdá ég því aftur, en þá kom bann eld- rauður og stynjandi, en ég tók á móti honum með þessum orðum : “það er komið í prentsmiðjuna og búið að setja það”. “Gott, gott", sagði hann og fór. Stundu síðar lagði ég frá mér pennann, tók auglýsingu hans og peningana, og ætlaði að íaræ með það í prentsmiðjuna. En á leiðinni þangað, mæti ég aítur gamla manninum, sem nú hélt á ljós- hærðum dreng á handlegg sínum. “það var gott að ég fann þig”, sagði hann. “Mig — hvað viltu nú ? Hún er þegar prentuð”. “0, ó, við skulum koma inn, ég þarf að tala við. þig. Svona, litl; drengur, nú geturðu gengið sjálf- ur”, Drengurinn hélt á svipu í hend- inni, lamdi henni um fætur karls- ins og sagði : “Foli — brúni foli”. Sá “brúni” brosti viðkvæmur og tautaðf: “Sko þorparann, hann vill gera afa sinn að hesti”. “Hvort eigum við að fara ? Inn í hesthúsið?” 1 Nei, vinur minn, til þessa manns”. þegar karlinn kom inn, sagði hann blíður á svip : “Nú er ég illa staddur. Er búið að prenta auglýsinguna ? ” “Já”. Karlinn klóraði sér bak við eyr- að og sagði : “Er ekki mögulegt að breyta heti ni ?” “ómögulegt”. ‘>lNú, en hún má ekki koma' í Ijós”. “Hvað er nú að? þú varst þó áfram ttm, að láta hana koma fyr- ir almennings sjónir”. “É'g h.efi fundið þetta barn, eða réttara, hann fann mig”. “Er þessi drengur máske —” “Já, nú skal ég segja þér sög- una. þegar ég fór frá þér áðan og var kominn inn í nœstu gotu, varð óg var við fáeina drengi, sem léku sér þar, og hugsaðu þér bara, einn þeirra kemur til mín og segir: “þú, frændi, maðttr, þessir dreng- ir segja, að þú sért afi minn”. '“Ég aðgætti hann vel, þekti andlitsdrætti Karls í andliti hans og hrinti honum frá mér. þá tek- ur hann sér stöðu beint fyrir fratn- an mig og segir : ‘þú, frændi, hrintu ekki, því þá hrindi égaftur’. Ettarástin gerði nú vart við sig í huga mínum, svo ég sagðd : ‘Hvað svo meira?’ Hann horfði fast á mig og sagði : ‘Ef þú ert afi minn, þá verður þú að gefa mér sykur’. “Nú, eins og óg sagði, hugur minn mýktist, ég tók hann upp chg bar hann hingað. Er hann ekki myndarlegur ?” ‘' jú, snoturt barn”, sagði ég. “Já, en auglýsingin má ekki sjást, eru engin ráð til, að útiloka hana úr blaðinu?” “Með því oina móti, að eyði- leggja upplagið og prenta annað nýtt”. Hann léll utn háls mér af fögn- uði og sagði: “Hvað kostar það ?” Smávegis Hér um bil 40 dali. Ég skal sjá um, að það verði gert”. “það má kosta, hvað sem vera vill. Sendu mér svo reikninginn. Ég má reiða mig á, að enginn sjái auglýsinguna ?” “Eins víst og sólin skín núna”. “það er gott. það er gott. — Vertu sæll”. Síðan forðast hann að finna mig, af því hann heldur að hann skuldi mér 40 dali, og þó er það í raun réttri ég, sem skulda honum lljá dal. EJ hann vissi það. Það er alveg víst, að Það borgar sig að aug- lýsa í Heimskringlu. ♦-----------------------♦ þEGAR maður vinnttr úti í heitu veðri, er miklu betra að væta úlnliðina við og vdð með köldu vatni, en að fylla magann af því. HVÍTMÁLAÐ TRÉ þvoist úr hreinu vatni með Pearline í. — Svartmálað tré nuggist með tusku, gegnvættri i stoinolíu eða terpentínu. STANDI í manni er gott að rétta upp vinstri handlegginn eins hátt og unt er. RAUÐIR borðdúkar missa ekki litinn í þvotti, ef ögn af Borax er blandað saman við síðasta vatnið og þeir þurkaðir í skugga. GO'TT er að bera línolíu á tréð í vagnhjólum, þá losnar gjörðin síður, en gera verðttr það oft, sé gjörðin laus. D ra u m u r. Ilann Helgd magri birtist mér í blundi, hinn burtsofnaði, farni höfðinginn. Hann horfði til mín, hátt hann mælti og stundi : Ég hata þennan falska nafna minn. Hann drogur nafn mitt dýpra og dýpra niður og dirfist fjár að nota fyrir plóg. 'Að véla út fé það var minn aldrei siðurl — nú varla í haugnum finna má ég ró, Mér maður þessi mun oi skyldur vera, með mauralund og nirfilslegar brár. Ég heimta að hann haetti nafn mitt bera og halta þorleif leiki næsta ár. SJÖF iV. Engin veit hvað átt hefir fyr en mist liefir. ” LfÐUR ÖNDUÐ ÁNÆGJAN OFAN í HÖNDUR MÍNAR B. J. Ég ljóða mín stefin, sem einyrki oft fyrir einn mann, og það er ég sjálfur, og þá get ég haft þau svo liíandi-laus við launsmjaðurs hræsndnnar gjálfur. þau virðast mér einasta ununin þá, nœr einveru köstin mig grípa, því síðan að Backus ég brást þér svo mjög, mig býsna oft ledðindin klípa. því þú varst mitt yndið á æfinnar braut, hið æðsta, sem heimur má bjóða : Að sitja við borðið með brögnum í hóp, sem brosandi kunna að ljóða. þú skilur það ekki, sem ei hefir reynt og ert því á Templara fundum, hvað vin/irnir Backus og Bragi svo vel búa til gleðina stundum. Úg syrgi þig Backus, sem bróðir og vin, ég bráðum mun aftur þér játast, og skil þá við kreddufult Templara tal, sem tvíhendir vopnið að látast. G. J. G. (Good Templari). R03LIN HOTEL - 115 Adelaide St. Winnipeg Bezta $1.50 á-dag hús í Vestnr- Canada. Keysla ÓKeypis tnilli vagnstðúva o« hússins a uóttu og degi. Aíihlynniuí(t hinsbez/a. Við- sfeifti Islendiíiga ósfeast. Islenzkr veitiugamaður afgreiðir yður — 2 O. ROY, eigandi. ^ JIMMY’S H0TEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVETTARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpe, Elgandl A. S. TORBERT’S RAKARASTOFA Er i Jimmy’s Hótel. Besta verk, Agæt verkfœri; Rakstur I5c en 'Hárskuröur 25c. — Öskar viöskifta íslendinga. — MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. á móti markaöuum P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEQ Beztu tegundir af vínföngum og vindl um, aðhlynning góð, húsið endurbætt Woodbine Hotei 466 MAIN ST. Stœisfca Billiard Hall 1 Norövestnrlandinu Tíu Pool-borÖ.—Alskonar vlnog vindlar Gistin^ og fæði: |$1.00 á dag og þar yfir liCnnun & Hebb, Eigendur. | Omeinguð Hörlérept j beint frá verksmiðjunni á Ir- landi. Af því vér kaupum beint þaðan, getum vér selt írsk hörlérept ódýrar en aðr- ir í borginni. 15 prósent af- sláttnr næstu 2 vikur. C. S.S. Malone 552 PORTAGE AVe. Phone Main 1478 16-12-9 Hvað er að ? Þarftu að hafa eitthvað til að lesa? Hver sá er vill fá sér eitthvað nýtt að lesa í hverri viku, ætti að gerast kaupandi að Heimskringlu. Hún færir lesendum sfn- um ýmiskonar nýjan fróð- leik 52 sinnum á ári fyrir aðeins #2.00. Viltu ekki vera með ? ^Dominioii Bank NOTRE DAMEAve. RKANCH Cor. Nena Si ÍSLENZKA TÖLUÐ. VÉR GEFUM bÉRSTAK AN GAUM AÐ SPARI- SJÓÐS-DEILDINNI. — VEXTIR BOKQAÐIR AF INNLÖGUM. HÖFUÐSTOLL ... $3,983,392.38 SPAKISJÓÐUK . - $8,300,000.00 H. A. BRIGHT, MANAGER. 98 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU tnig^ opnaði bróðir minn dyrnar við hliðina 4 glugg- anum, þaut út og stökk á bak hesti sínum, sem stóð úti. “Ég sá bann ríða hart eftir þjóðveginum — hefði ég haft hlaðna byssu í hendinni, þá hefði ég skotið hann, en ég gat ekkert, hann fór óhindraður. Ég var eyðilagður og óskaði mér dauða, en ég varð að liifa til að h.ofna mín. Éíg fór inn, kona mín sat agndofa við gluggann. þogar ég kom inn, stóð hún upp,, fletti fötunum frá brjósti sínu, rétti mér hníf °g sagði : “Ég hefi svikið þig, Jakob, rektu hnífinn í hjarta ttiitt. “Nei, svaraði ég;, en farðu frá angunum á mér, óræstið þitt. ‘‘Ég 'þreil í handLegg hennar og fleygði henni út. Tár hiennar og bænir egndu reiði mína. Daginn eft- ir seldi ég jörðdna mína og fltiði burtu. Hinn góði asetndngur minn var aftur truflaður af forlögunum. “Síðan heíi ég flækst um heiminn eins og Gyðing- unnn gangandi, Mórits, fnðlaus og órólegur. Hvern- ’g ég hiefi lifað, tala ég ekki um, en ég hefi notað hvert tœkifæri til hefnda, og ætla að gera það hér eftir”. “Hvað varð af bróður þínum?" spurði Mórits. “Hann er dauður, hann var skotinn hér á þessum stað", svaraði Jakob. “Er það hann, sem var deyddur hér ? Og hver deyddi hann?” spiirðd Mórits. “Morðinginn hefir ekki fundist". “Hvað hét bróðir þdnn?” ‘‘É'g hefi svarið, að nefna það nafn aldrei, spyrðu *ttig þess vegna ekki um það”, sagði Jakob. “Ivifir faðir þinn enn?” 'J'á, hann lifir, og er jafn-vondur og hann var”. FORLAGALÉIKURINN 99 “Býr hann á Vestur-Gautlandii ?” “Nei, hann er fluttur til Stokkhólms. Hann er ríkur, á fallega konu og tvö börn, er í miklu áliti og virtur af öðrum, en ég, sonur hans,------dauði og' djöfuH ! ” “Éfisaga þín er voðaleg", sagði Mórits, “ég skil auðvdtað ekki alt, en svo mikið skil ég, að mennirnir hafa fiarið ver með þíg heldur en hund”. “Já, 'barnið mitt", sagði Jakob, “þú segir satt, og af því skynsemi þín er óvanalega vel þroskuð á þínum aldri, hefi ég sagt þér þetta. Ég held ég hafi gert þér gagu mcð því. Meðan maður cr barn, á- lítur maður heiminn góðau, og heldur að allir séu eins hreinir og saklausir og tnaður er sjálfur, en þar af leiðir, að .maður er svikinn og fótum troðinn, eins og fram heiir komið vdð tnig. það er íallegt, að vera góður, óeigingjarn og hjálpsamur, en ráði mað- ur ekki yfir öðrum eiginlegleikum en þessum, þá er maður verjulaus bráð fyrir grimd og eigingirni. Mað- ur er lambið, sem úlfurinn helrífur. Vtlji maður forðast þessi forlög, verður maður að bíta frá sér, og það er þaið, sem ég vil innræta þér”. “En helclurðu þá”,i sagði Mórits, “að allir ríkir menn séu eins vondir og faðir þinn o.g bróðir, og fjölskyldan, sem var svo vond við mig ? Heldurðu ekki, að tdl séu eðallyndir og góðir tnenn meðal hinna ríkn?” “Jú, það' efast ég ekki um, því það er engin regla undantekndngarlaus. En það fylgir auðnum, að kveikja vondar fíknir, lesti og eigingirni. það er ekkert til, sem er eins skemmandi og auðurinn. það er líka eiðlil'e'gt og auðskilið. Httgsaðu þér barn, uppalið á ríku heimili við þá vissu, að það, án nokkurmr fyrirhafnar, samkvæmt hinum ósanngjörnu erfðalögum, verði edgandi að miklum auð. Er nokk- uð heimskulegra og skaðlegra en það, að ríkið lætur 100 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU sum aí börnunum alast upp við þessa vissu, en segir hinum : Starfaðu, starfaöu, þó þú fáir ekki svo mikdð kaup, að þú getir verið viss um, að eignast þak yfir höfuðið, né bita brauðs til að sefa hungur þitt. Ég spyr : er þetta réttlæti?” “það er það líklega ekki, en getum við gert við þvi, að 'forsjónin skiftir svona ójafnt?” “Getum við gert við því ?------þetta segja allir. En ég segi, að við getum það". “Á hvern hátt?” ;‘Ég vil ekki fullyrða, að við getum lagað það að öllu leyti”, svaraði Jakob,------“nei, það verður alt af stór munur milli ólíkra einstaklinga. Á aðra hlið standa gáfurnar, snildin, starfsemin, dygðin, — — en á hina beimskan, léttúðin, vonlevsið, glæpirnir. Ég ætla að reyna að gera þér skiljanlegt, hvern g það er og hvernig það gæti verið. Mismunurinn verður ekki burt numinn. Mennirnir geta barist gegn for- unum, en ekkd yfirunnið þau, en þau hafa skapað þennan mismun. En það má jafna þennan mismun að nokkru, byggja brú yfir þetta hyldýpi, þó ekki sé hægt að fylla það. þú lítur efandi á tnig, skilur mig ef tdl vill ekki, eða þér finst skoðun min ósann- gjörn. Nú, jæja, ég skal reyna að tala ljósara. “Ég sagðist ætla að sýna þér, hvernig það er og hvernig það gæti verið. það er þannig, að yfir þetta hyldýpi, setn ómögulegt er að fylla, liggur engdn brú nú sem stendur, sem þeir geta notað, er við d'immu hliðina stancla, til þessa að komast yfir að björtu hliðinni, þegar þá langar til. Slík brú verður að eins bygð á hinum ósýnilegu bogum mann- kærleikans, sem reynir að bæta úr því, er forlögin hafa brotið,-----setn hraðar sér að rétta hinum fallna hencfi sína. “Æ)tU cu5 slík ást sé ekki til ; vill ekkert af hvíitu börnunum rétta hinum svarta bróður sinum hend- FORLAGALEIKURINN 10i ina ? Jú, ég vil ekki neita því, að slik ást sé til. Dygðin, 'gáfurnar, ráðsnildin reyna óaflátanLega að Þyggja slíkar brýr, til þess að koma þeim, sem í myrkri eru staddir, þangað sem ljósið er, til þess að hugga, mýkja, hjálpa. Ég neita því ekki. En þeim tekst það ekki — og vegna hvers ? Af því að við bjartari hlið liyldýpisins er til fjórða aflið — auður- inn. Hann er það afl, sem eyðileggur brýrnar, er mannkærleikurinn byggir. Og svo langt er spilling tímans komin, að auðurinn er sterkari en öU hin öfl- in. — þetta vald eyðileggur starf hinna, sagði ég. Já, því það vald viU ríkja svo óháð, sem það getur. það ótfcaðdst fátæktina meira en alt annað því það hugsar sem svo : komi hún yfir á okkar hlið, þá vdJ'l hún að við skiftum milli okkar, en ég vil engin skiftd hafa. Vegna þessa verða hinir yfirgefnu, fá- tæku gl'æpamenn að vera kyrrir í myrkrinu,---það er engdn hendi til, sem leiðir þá yfirum hyldj'pdð, því ætli mnnnkærleikurinn að rétta þedm liendi sína, gerir eigdngirnin hana aflvana. — þannig er það, barnið mitt, og þannig verður það að mestu leyti, við get- um ©kki lagað J>að”. “En þú sagðir áðan, að það mætti laga það”. “Já, að nokkru leyti”, svaraði Jakob, “það mynd-i eflaust lagast mikið, ef auðurinn v-æri sviftur valdi sínu í mannfélaginu, þegar dygðdn, gáfurnar og ráðsnildin hafa samtök til að steypa honum, í fám orðum, þogar mannkyndð öðlast æðri skynsemdar og mannúðorlög, sem takmarka vald eigingirninnar. Og þó ekki væri hægt að fylgja þessum lögum í öllu, þá v'jri það miliil bót, að þau væru til”. “Ég skdl þdg ekki", sagði drengurfnn, “en mig grunar, að þú hafir að mörgu leyti rétt fyrir þér". “Ég sagði þér, að það sem þú ekki skdldir núna, það myndir þú skilja síðar, þegar þú ert kominn lengra í skóla lífsins. Ég talaði ekki til þín sem v

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.