Heimskringla - 28.04.1910, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.04.1910, Blaðsíða 4
Bls. 4 ■aniEiiiB ! WINNIPEG, 28. APRlE 1910 UPPRISUVIÐBURÐURINN. (NiÖurlag frá 3. bls.) líkami hans eftir upprisuna var bœði líkur og ólíkur fyrri líkama hans. Hann var likur ásýndum og þektist þegar í stað af öllum, er kent höfðu í lifanda lífi. Naglaför- in voru í höndum hans og fótum, skurðurinn í síðu hans eftir spjóts- stunguna. I.ærisveinarnir virðast ekki hafa verið í allra-minsta efa um, að það væri hann sjálfur, öld- ungis eins og þegar hann gekk út og inn með þeim. Á hinn bóginn er hann ólíkur. Hann verður snögglega sýnilegur og hverfur aft- ur snögglega. Hann stendur alt í einu mitt á meðal þedrra, er þeir sitja fyrir luktum dyrum. Upp- risulíkami hans heíir með öðrum orðum þann eiginleika, að komast fyrirstöðulanst gegn um heilan húsvegginn. Að fyrstu kristnir menn hafa mikið um upprisulíkamann hugs- að, sézt á bréfi Páls til Korintu- manna, hinu fyrra. þegar Grikkir heyrðu Pál segja frá upprisuvið- burðinum, komst hinn léttfleygi hugur þeirra í uppnám og þeiir vildu fyrir hvern mun gera sér sem nákvæmasta grein fyrir, hvernig upprisulíkamar mannanna yrði. Spurningum og grufli í þá átt er postulinn að svara mjög rækilega í 15. kap. fyrra Korintu- bréfsins. Og aðal-atriðið í svari hans er. þetta : Líkami vor í upp- risunni verður ekki náttúrlegur líkami, heldur andlegur líkanli. Hold og blóð getur ekki erft guðs- ríki (15, 50), segir hann berum orðum. Samt virðist bann ætla, að samband all-náið verði milli upprisulíkamans og þess likama, sem lagður er í gröfina. því sam- bandi líkir hann við sambandið, sem er á milli frækornsins, sem felt er í jörðu, og plöntunnar, sem upp af frækorninu vex. Og allir vita, hve náið það er. A hinn þóg- inn kemur hann með nokkuð aðra hugmynd um upprisulíkamann í síðara Korintu-bréfi. Hann segir þar, að um leið og jarðneskur lík- ami (tjaldbúð) vor hrynur saman, höfum vér hús, sem eigi er með höndum gjört, eilíft á himnum (2. Kor. 5, lnn). Hann hugsar sér þetta hús andlegan dýrðarlíkama, slem geymdur sé hjá guði eins og fat eða yfirhöfn, er gefinn verði mannssálunum til eilífrar íbúðar og vér verðum færðir í. Til þess nú að skilja hugsanir postulans um upprisulíkamann, verðum vér aftur að gera oss Ijóst, hvemig hugmyndunum um þetta atriði var farið með þeim mönnum, er uppi voru með postul- anum. Annars vegar var gyðing- lega upprisuhugmyndin, eins og hún var orðin á hans dögum. Að- al-atiiði hennar var vonin um upp- risu þess holdlega líkama, sem lagður var í gröfina. Andann álitu þeir sofa undir jörðunni (Dan. 12, 2). Á hinum mikla dómsdegi, þeg- ar básúnan lætur hljóm sinn gjalla, opnast grafirnar. þá rísa sálirnar upp með líkömtinum úr gröfunum til nýs lífs, sem mönn- um var gjarnt að ímynda sér mjög jarðneskt og líkamlegt. Svona var hugmynd Gyðinga. Og virðist sem þeir hafi lagt öllu meiri áherzlu á líkamann en sálina. Með þeim er aðal-atriðið það, að maðurinn öðl- ist í upprisunni nákvæmlega sama líkamann aftur. Andspænis þessari hugmynd Gyðinga standa nú hugmyndir annara þjóða á þessum tímum, ,pg kennum vér þær helzt við Grikki. Bæði báru þeir andlega œ>gishjálm yfir öðrum, og svo áiti postulinn einkum í höggi við grískan hugs- unarhátt. þar er hugmyndin um andlegt áframhald lífsins aðal-at- riði. þeir áli.tu, að aodi einstakl- inganna myndi halda tilveru sinni áfram eftir dauðann. Líkamann jarðneska álitu Grikkir á þessum tímum fjötra. Við dauðann losað- ist sál góðs og viturs manns úr dýflissu ; hún hóf sig upp í æðra heim ljóss og lífs, þar sem guð- dómurinn býr. Aðskilnaðurinn varð þegar við andlátið. Upplýst- ir Gyðingar, er utan ættjarðar sinnar bjuggu, höfðu á þessum tímum tileinkað sér þessa hug- mynd nokkurn veginn alveg. Báðar þessar hugmyndir hefir nú postulinn Páll fyrir sér. Og hann er augsýnilega að leitast við að sameina þær. Hann heldur hug- mynd þjóðar sinnar fram annars vegar. Sameiginlega henni hefir hann trú á framhald líkamáns í öðru lífi, trú á verulega upprisu, °ff hugmyndina um almcnna upp- risu allra hinna dánu við heims- endi. En á hinn bóginn er hann, að því er séð verður, fyrstur allra Gyðinga til að halda fram, að eft- ir dauðann hljóti lífið að vera ger- samlega annars eðlis. þ e s s i líkami rís ekki upp, hold o~ blóð getur ekki erft guðs ríki., Og svo kemur hann íram með sína nýju kenningu um nýjan, andlegan lík- ama, er sé annars eðlis en hinn náttúrlegi líkami hafi verið. En við þetta bætir hann svo hugmyndinni um líkama, andlegan upprisulíkama, sem oss sé geymd- ur á himni. Hann heldur eigi þeirri hugsun nógu langt fram til þess vér getum séð, hvert hún myndi hafa leitt hann. Ef guð geymir nýjíin líkama, er hann ætl- ar oss að klæðnaði í eil'ifðinni, verður ekki séð, hvers vegna vér ekki fengjum þann likama, þegar við andlátið. En fáum vér þá þeg- ar að íklæðast upprisulíkamanum, um leið og sálin skilur við líkam- aain jarðneska, er gyðinglega hug- myndin um, að sameining sálar og líkama eigi fyrst að fara fram á dómsdegi, með öllu sprengd og yfirgefin. Andspænis Grikkjum leggur Páll afar-miklá áberzlu á framhald lík- amans, svo mikla, að oss nærri því furðar. Hugsunarháttur nú- tíðarmannsins er að þvi leyti líkur hugsunarhæ'tti Grikkja, að oss finst aðaJ-atriðið vera áframhald andlegrar tilveru eftir dauðann. En vér þykjumst samt skilja, að postulinn muni hér haía verið að halda fram ednhverju, sem varan- legt gildi hefir, og var nauðsynleg aukning og uppbót grísku hug- myndarinnar. Andlegt líf Grikkja var sjúkt af einhliða mannvits- grufli. Sá hluti mannsins, sem eft- ir grískum hugmyndum hófst i dauðanum til æðri bústaða, er ekk- ert annað en mannvitið sjálft, sem sprengt hefir líkamlega fjötra. það er mannleg skynsemi eða hyggju- vit, sem þráir að fá yfirlit yfir til- veruna, og fagnar yfir samræmi hennar og þvi dýrlega reglunnar lögmáli, sem hún hlýðir. En þeg- ar Pál'l leggur áherzlu svo mikla á upprisu líkamans, hefir hann all- ar hliðar mannlegs eðlis í huga. Hann hugsar um skynsemina, til- finniingarnar og viljann, svo ekk- ert af því, sem verðmætt er í fari mannsins, glatist, heldur alt varð- veitt, en hafið að eins upp til æðra veldis. Og með þessu hefir hanu auðgað hugmyndir mannkynsins um eilíft líf stórkostlega. Hvernig hugsar nútíðarmaður- inn sé.r dauðann og upprisuna ? Hvernig grein gerir hann sér fyrir framhaldi lífsins hinum megin ? Hugur vor tileinkar sér að mestu leyti hugmyndir postulans um þetta efni. En hann. heldur hugsun- um hans nokkuð lengra áfram. Hann, og sú kynslóð kristinna manna, er uppi var með hopum, áleit að dómsdagur kæmi þá og þegar, helzt meðan sú kynslóð væri uppd', sem þá lifði. Nú er hugmyndin um dómsdag orðin skelfing fjarri. í huga núðtíðar- mannsins er hún nœrri horfin, eða þá komin svo utarlega í sjóndeild- arhringdnn, að hennar gæitir ekki. Nú er dánardagurinn sá dómsdag- ur, sem hver kristinn maður hefir í luiga. þess vegna þolum vér ekki bdðina. Oss er með öllu óskiljanleg tilvera sálarinnar, hjálparlausrar og nakinnar, fram að dómsdegi. Oss finst slík tilvera hljóti að verða eins konar skuggatilvera, líkt og hugmyndin um eilíft líf oft vildi verða með fornþjóðunum. þess vegna finst nútíðarmanninum eðlilegast að ætla, að upprisulik- amann fáum vér, þegar við and- látið, án nokkurrar biðar. Hugmynd Páls postula um and- legan líkama tileinkar nútíðar- maðurinn sér algerlega. Kristnin befir eiginlega horfið frá henni og lagt alla áberzlu á hugmyndina gyðinglegu um líkama, er væri ná- kvæmlega eins og sá, er vér hefð- um hér. En sú hugmynd er þekk- ingu nútíðarinnar fjarstæða. Lík- ami mannsins er stöðugt að breyt- ast í þessu lífi. Á hverjum sjö ár- um breytist hann algerlega, svo engin smá-ögn þess likama, er vér höfðum fyrir sjö árum, er eftir. Maðurinn er stöðugt að afklæðast gömlum líkama og íklæðast nýj- um. • Hvern líkamann ættum vér þá að fá í upprisunní? Hold og blóð og bein getum vér aldrei fengið með oss yfir í aðra andlega tilveru. Slíkt er fásinna. Enda hef- ir Páll postuli fundið til þess. Yér fáum andlegan líkama, sniðinn eft- ir anda vorum og sniðinn eftir dýrð og fullkomnun æðri tjlveru. það verður a,nnar líkami, en skyld- ur þeim, sem vér áttum hér, eins og plantan er frækorninu. Vér þekkjumst og þekkjum aðra. Vér verðum enn líkari sjálfum oss, en vér vorum hér. Aldrei hefir freis- arinn verið eins líkur sjálfum. sér og hann var á fjalli ummyndunar- innar 'í augum lærisveinanna. < þá ljómaði fegurð sálar hans upp á- sjónu hans og líkama. Jafnvel föt- in hans, slitin og snjáð og óhrein eftir sífelt göngulag, eins og föt fátæks almúgamanns norðan úr Galíleu, urðu skínandi björt eins og dýrlegur konungsskrúði. Ef til vill er þessi hjúpur, sem á að f.yLgja oss inn í eilífðina, að myndast og þroskast með líkama vorum hér, svo umskiftin líkam- legu verði með svipuðum hætti og þegar hýðisormurinn ljóti breytist í fiðrildi með dýrlega vængi, þó sá andlegi líkami að sjálfsögðu dyljist líkamlegum augum. Ef til vill verður máttur anda vors þá svo mikill, að vér fáum valið oss hvert það gierfi, sem hentugast er. Öll mannleg þekking bendir til, að sambandið milli anda og efnis, líkama og sálar, sé miklu nánara, en menn hafa ætlað. Og máttur andans þá meiri til að læga alt í bendi sér. Aðal-atriðið er og verð- ur framhald persónuleikans, án þess nokkuð glatist, sem hefir nokkurt giLdi, eða vér á nokkurn hátt ástæðu til að sakna. Hvaða bylting er það nú, sem fram fór í hugum fyrstu kristinna manna, páskadaginn og dagana þar á eftdr ? Hvað voru þeir smám saman að komast í skilndng um, að fram heiði komið við ást- vininn þedrra elskaða, er þeir hörmuðu svo sárt ? Til þess að svara þeirri spurninigu, þurfum vér fyrst að gjöra oss ljóst, hvaö þeir hugsuðu dagana eftir krossfesting- una. Hann var látinn. Látinn eins og hver annar maður. Líkami hans lagður í gröf eins og líkamdr ann- ara látdnna manna. Sál hans, með líkum hætti og sáldr látinna, ann- að'hvort sofandi i gröfinni, eða þá í dánarheimum, undir jörðu. Alt búdð. Öll áhrifin dásamlegu, sein honum fylgdu, horfin. Vondrnar þeirra allar um ríkið •— guðs rikið góða, þar sem hann væri konúng- ur og þeir æðstu þjónar og nán- ustu —, orðnar að engu. Alt, sem þeir höfðu látið sér skiljast og hugkvœmast í sam.bandi við hann, eintómur hugarburður. Lotndngin fyrir honum og mætti hans og veldi sprottin af misskilningi. Hyað það var sárt! Ilvað það var óumræðilega dapurt! Hefir myrkur sorgarinnar nokkurn tíma verið jafn-óskaplega svart í manus- sálunum og það var í sálum ást- vina J.esú? En páskadaginn og vikurnar næstu þar á eftir, brýzt nýr skiln- ingur til valda í sálum þeirra. Hann ldfir! Hann lifir! i Við höf- um séð hann, einn hér, annar þar, stundum margir í einu. Hann lifir og er sá sami og áður, að efns enn dýrlegri, líkastur því, sem við sáum hann á fjallinu. Máttur hans hefir eigi dvínað. Hann er mátt- ugri nú enn nokkuru sinni áður. Boðskapurinn um ríkdð — guðs ríkið, ríkið hans — á að halda á- fram. Hann ætlast til, að við ber- um hann ú.t, eins langt og unt er. Og hann ætlar að verða með og gefa sdg'Ur. Skyldi eigi hann, sem unnið hefir svo glæsilegan sigur yfir dauðanum, vinna bug á öllu, — Faríseunum og allri vonzku þeirra og veldi ? Svípuð þessu hefir byltingin ver- ið, sem fram kom í huga þedrra. Lífið var áður myrkur, ranglæti, ofbeldi, nístandd kvöl, — ömurleg- ur ósigur. Nú breyttist það í sól- bjartan dag. Ranglætið varð að lúta réttlœtinu. Ofbeldið varð sér til minkunar. Kvölin breyttist í fögnuð. Og ósigurinn varð að dýr- legasta sigri, sem mannsandinn hefir rnábt til að hugsa sér. það, sem fram við hann kom, á líka að koma fram við okkur. Við eiguni líka að verða dýrlegir eins og hann. Og lífið, sem okkur er ætlað eftir þetta, verður líf í samfélagi við hann, líf í dýrð og fögnuði og nýj- um mætti. Tilveran er ekkj í vond- um höndum, eigi á valdi ranglátra manna, hvorki Kaífasar, né Pílat- usar, né legiónanna rómversku. Guði sé lof og dýrð! Tilveran er í góðum höndum. Hún er í höndum réttlætisins og kærleikans. Hún er í föðurhöndum, eilífum, og almáttugum miskunnarfaðmi föð- ur drottins vors Jesú Krfsts. Vér höfum engu að kvíða. Vér vitum, að það, sem fram við hann kom, á líka að koma fram við oss. Vér vitum fullri vissu, að lífið verður dýrlegur sigur öllum þedm, er lifa og líða með hugarfari líku hans. Látum þetta vera vora páska- lofgjörð! Amen. Minningarorð. “Margs er að minnast, margt er hér að þakka, guði sé lof -fyrir ldðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þcrri tregatárin stríð’’. V.'B. Hversu oft er. ekki þetta fallega sálmvers viðeigandi, þegar við er- um að kveðja einhvern af vorum burtförnu samferðamönnum. Og sannarlega fanst okkur það viðedg- andi skilnaðarorð, þegar vér stóð- um yfir hinum síðustu jarðnesku leifum okkar kæru félagssystur, húsfrú Kristínar Siússon, sem andaðist hér að heimili sínu 28. marz sl. — Já, vissulega höfutn vér “margs að minnast og margt að þakka”. Kristín sál. var edn af stofnendum þessa litla félagsskap- ar, og sáum við æ betur og betur, hve góð félagskona hún var, og sönn systir í vorum litla félags- skap. því aldrei hafði htin svo mikið að starfa, þó hún auk ann- ara heimilisstaría hefði 5 smábörn að sjá um, að hún hefði ekki jafn- framt tíma til að vinna í félags- þarfir. Hún var aldrei svo þreytt, að hún hefði ekki bros að bjóða gestum sínum. Við munum ávalt minnast henn- ar með söknuði, en jafnframt með innilegum kærleika og þakklæti fyrir samledðina. Hún gaf okkur það eftirdœmi, að “vdnna meðan dagur er”, og að hafa jafnan betr- andd áhrif á samverkafólk vort. En einmitt af því, að við finnum svo vel, hve miklu við höfum á bak.aö sjá, getum við svo hjart- anlega verið hluttakandi í söknuði eftirlifandi ástvina okkar kæru systur. Við samhryggjumst af öllu hjarta eiginmanni hennar og bless- uðum ldtlu börnunum 5, ásamt föður hetinar og öðrum vinum. Og við biðjum guð almáttugan, græðara allra moina, að hugga og styrkja alla þá, sem hér eiga um sárt að binda, og sérstaklega, að halda sinni blessuðu verndarhendi yfir litlu smælingjunum, sem svo snemma urðu að reyna mótlæti lífsins. Blessuð sé minning hinnar látnu. * * * \ Vér skiljum ei skaparans *tilgang, að skyldi liann þig kalla um hádegisstund, þegar haiðir svo heilnæmt að stanfa. Vér lifðum ei lengd hér saman, en ljúf er þín minning í bug vorum, brosið þitt blíðá nú blandast með trega. Sárt er að kveðja þig systir, en sofðu nú væran. Síðar vér sjást munum aftur í sælunnar landi. Guð, faðir vor, ei gleymir sínum, hann gleymt fa-r ei ástvinum þín- um, hans vemdarhönd vakir þeim yfir, — þú veizt það, því andi þinn lifir. Kvenfél. “Framsóku” í Blaine, Wash. ÍÍOBLIN 5 115 Adelaide St. f G HOTEL WiDnipeg Bezta Jl.50 á dag hús 1 Vestur- Canada. Keyrsla ókeypis milli vaenstöóva og hússius á nóttu og degi- Ar'hlynniuig hius bezra. Vid- skifti Islei.dinea óelmst. ÓLAFUK 0. ÓLAFSSON, íslendlngur, af- greifiir yOur. HeimsækjiO hann. — O. ROY, eigandi. A S. BARDAIi Selur llkkistur og annast um átfnrir. Allur útbáuafiur sA bezti. Eufremur selur haun al.skouar miunisvaröa og legst^ina. 12lNeaa8t. Pbone 806 HFIJINKItlXa.l oc TVÆR skeintilegar sögur fánýir kaup- endur fvrir að eins #18 OO Giftingaleyfisbréf selur: Kr. Ásg. Benediktsson 528 Simcoe st. Winnipeg. ---THK--- “Arena” Þessi vinsæli skautaskáli hér f vesturbænum er nú opinn. Isinn er ágœtur. 18da Mounted Rifles Band ISpilae á Akena. KARLM. 25c.—KONUR l5c. Chas. L. Trehilcock, Manngcr. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpe, Eigandl A. S. TORBERT ’ S RAKARASTOFA Er i Jimmy’s Hótel. Besta verk, áffæt verkfæri; Rakstur 15c en Hárskuröur 25c. — Oskar viöskifta íslendinga. — MAfíKET HOTEL 146 PRINOESS ST tl'.Ti.... P. O'CONNKLL, etgandl, WINNIPBO Beztu teeundir af vh'fðngum 01 fl d utn. aðhlyn’ int góð húsi end h»f' Woodblne Hotel 466 MAIN 8T. Siærsta Billiard HalJ 1 Norövestnrlaudi. i Tiu Pool-bnrö.—Alskonar vfn og virdlar Gistin A og fæOl: $1.00 á dag og þar yfir Lennttii A Meh EÍRendur. Á beztu heimilum hvar sem er f Amerfku, bar munið þér fínna HEIMS- KRINGLU lesna. Hún er eins fróðleg og skemti- leg eins og nokkuð annað íslenzkt fréttablað f Canada 238 SÖGUSAFN' IIEIMSKRINGLU lingur, heldur maður, sem lífsbaráttan hefði veitt bráðan þroska. Móritz Sterner var ekki hugreikull, hin baráttu- ríka æfi hans hafði komið í veg fyrir það. Sbefna hans var alvarleg, aðallega viðvíkjandi sálarlífmu. Sterkir vonardraumar lúrðu enn í instu afkimum huga hans, hitaríkt ástríðufræ var þar einnig 'geymt, en óbifanlegt viljaþrek hafði haldið þeim innan þeirra lakmarka, sem hin árrisula skynsemi hafði sett þeim. Edns áneiðanlega eins og skelfiskurinn geymir perl- una, hafði Móritz geymt mnnniingu móður sinnar all- an þann tíma, sem liðinn var síðan hún dó. Avalt stóð hún liifandi fyrir liugskotssjónum hans......... hvert augnablik sá hann hredna, engilbjarta svipinn hennar...... Hún var samvizka hans, vern-darengill hans gegn íreistingunum, huggun hans í mótlætinu. það, sem fram fór við banabeð hennar, hafði fært hugarstefnu hans í rétta átr, sem áður var á tals- verðu reiki, ... hann efaðdst ekki lengur um algóða forsjón, því þá hefði hann líka mátt efast um móður sina, efast um tilveru hennar, um endurfundi eftir dauðann, en það vildi, það gat hann ekki. Forlaga- trúin, frelsisneitunin', sem Jakob Kron hafði reynt að gróðursetja hjá honum strax 'i æsku, sem 'hinu þung- bæra mótlæti barnsáranna haíði nœr því tekist að frjófga, kulnaðd út, þegar móðir hans yfirgaf hann og lífið. Unglingurinn hafði aftur tekið að sér barns- trúna, eins op- hann lofaðd henni, — hann hafði í auð- mýkt ledtað hins eilífa, og fundið hann..... Hann var nú hólpinn, en því miður geta ejcki öll börn, sem fyrir neyð og þjáningum verða, notað end- urminndngu móðurinnar fyrir akkeri lifs s'ns 1 fjármunalegn tilli.ti höfðu síðustu fjögur árin verið róleg og áhyggjulaus fyrir Móritz, ólík þedin undangengnu að því leyti. Fyrir meðmæli ŒJerg- holms prests hafði hann strax fengið kennarastöðu á FORLáGALEIKÚRINN 239 heimdli nokkru, þar var honum sýnd jafn bróðurleg viðbúð, sem væri hann einn ai ættingjunum. Honum hlotnaðist, að ná fullu trausti húsbónda síns, og þeg- ar hann áleit sjálfan sig hæfan til að byrja háskóla- nám, fékk hann leyfi til að taka báða lærisveina sína með sér til Uppsala, enda leið honum þar í alla staði vel fyrsta árið. Til allrar ógæfu dó faðir lærisveina hans, ekkjan hafði ekki efni á, að borga fyrir þá í Uppsölum, og varð því að taka þá heim. Móritz, sem misti kennarastöðu sína af þessum ástæðum, varð nú að taka til peninga þeirra, sem móðir hans hafði skilið eftir handa honum í vörzlum Bergholms prests, og sem fram að þessu höfðu verið á vöxtum. Með hinni mestu sparsemi, einmana lífi, hvildar- lausu og alvarlegu námi, gat Móritz komist áfram. Nú var þessi hjálp þrotin, og þó var eitt ár eftir enn þangað til hann gat náð hinu áreiðanlega takmarki, lárberjum vísin'danna. Móritz hafði sjaldan eða aldrei tekið þátt í liin- um algengu stúdenta skemtunum. Hugsun hans var of alvarleg og of háð vísindalegum rannsóknuin 1il þess, að hann gæá tekið þátt í og haft ánægju 'ai hinum sömu leikjum og hdnir fjörugu, lundglöðu námsbræður hans. Félagar hans álitu hann þv'i vera rannsakara, “lestrarbelg”, eins og það er kallað ' í daglegu tali, og eftir nokkrar árangursla jsar til- raundr til að vekja hjá honum medra lífsyndi, létu þeir hann eiga sig og gáfu honum engan gaum. Móritz las, hugsaði og rannsakaði ineð sania á- huganum nú og hann hafði gert frá æsku, scm oftar en einu sinni kom Bergholm presti til að segja : — “Með tímanum verður þú föðurlandi þínu til sóma, drengur mdnn”. Bergholrn prestur hafði veitt honutn góða tilsögn, bæði í gömlu og nýju málunum, enda kom það lion- um að góðu um þetta leyti. Hann vjitti nokkrum 240 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU stúdentum tdlsögn í ensku og ítölska, sem raunar voru eldri en hann, en höfðu ekki fyr átt kost á, að læra þessi mál. Tilsögn þessi var hin eina tekju- greán, sem þessi fátæki unglingur haföi, síðan arfur hans eftir móðirina var þrotinn. þoireð Móritz var fátæktinni vanur, gat liann 'fcet- ur borið þann skort, er henni fýlgir, heldur en margir aðrir mundu haia getað. Hann kvartaði aldrei. ekki einu sinni við kennara sinn og vin, Bergholm prest, sem hann stóð þó í t'íðu bréfasambandi við. Hann hafðd tekið þá þolinmæði að arfi eftir móður sína, að liða skortinn þegjandi. Eins og hún, forð aðist hann alt, sem ölmusa gat heitið. Væri liann eJdiviðarlaus, bjó hann við kuldann, heldur en að biðja aðra um hjálp, heldur en að komast í skuldir, sem hann var ekki viss um að geta borgað, liffti hann við mjög lélega fæðu — í fám orðum, hann á- setti sér, að komast áfram aí eigin orku án annara hjálpar. þót að Móritz tæki sjaldan þátt í lífsgleðinni kring um sig, var hann þó ekki með öllu vinalaus. Hann hafði kynst tveimur stúdentum, sem hugsuðu líkt og bann, og við þá íesti hann trygga vináttu. þeir heimsóttu oft hver annan og skiftust á hugsjón- um og ímyndanadraumum. því Móritz dreymdi stundum, — t. d. eins og núna, þar sem hann sat með böggul móður sinnar fyrir framan sig, og studdi hönd undir kinn í djúpuin hugsnnum. Við skulum hlusta á hugsanir hans- ‘H'erlnergi þetta er dimt, kalt og ógeðslegt, . en hvað gerir það ? ...Að tveim árum liðnum verður það öðruvisi, — þá skal vilji minn oa atgerfi andans í samedningu brjóta mér braut. Eg skal binda frægð arinnar lárberjasveig við nafn mitt, til þess að gleðja þig, móðir min, í hiiium himnesku bústöðum”. FORLAGALEIKURINN 241 “'þó mér sé kalt, og þó óg sé svangur um nokkur ár, hvað gerir það? Vonin gefur mér þrek til að þola alt,...... von um sigur ókomna tímans, sem ég sjálfur vinn”. “Að liíi er að liða — það var alt af þdtt mál- tæki, móðir mín — og maður verður að l'íða með geðfestu. Iivað er lika þessi skortur, sem ég nu verð að þola, í samanburði við æskusorgir mínar ? þá varð ég að þreskja í hlöðunni til að vinna fynt fæði tnínu o.g minnar blindu móður, sem ekki vaf lengur fær um, að sjá fyrir okkur .... “Já, morgun lífs míns var dimmur, hulinn þung- um skýjum, en miðdagsstund þiess og kvöldið mun verða bjartara”. Nú voru dyrnar opnaðar, svo hugsanir Móritz trufluðust, o.g inn kom ung og falleg stúlka, en ía- tæklega klædd. “Ilvert er erdndi þdtt, barn.ið mitt?” spurði Mór- itz, um leið og hann veitti henni náið athygli. “Eg ijem til að búa um rúm.ið þitt, herra”, svar- aði unga stúlkan. “MóðJr mín er veik, og getur það því ekki”. “'ó, þú ert þá dóttir hegðanprúðu þjónustunoat minnar ?” Stúlkan játaði því. “'Nú, og hvað heiitir þú?” “Helen”. “Pjinmitt það. og þú segir að mamma þín *se veik ? ’ ’ “J.á, herra minn, hún er veik af köldu”. “Vesalings barn”, sagði Móritz, “það er líklega eins ástatt fyrir ykkur og mér, að þið eruð eldiviðar- lausar ?” “Já, við ertim eldiviðarlausar, ert þú það líka?” “Já, en ég æila að útvega eldivið á morgun,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.