Heimskringla - 28.04.1910, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.04.1910, Blaðsíða 2
ttiM. 2 WINNIPEG, 28. APRÍL 1910 .ti K. K i 2KEEE Heimskringla Pablished every Thureday by The deiniskringla News & Publisiiiiiu Co. Ltd »erö blaCsins 1 Cauada o* bandar tfi.00 nm áriö (fyrir fram honpaO). 8ent til islands $2U) (fjrir fram ••rgraöaf kaupendum biaösins hér$l.ftb.) B. L. BALDWINSON Editor A Manager Offiee: /29 Sherbrook* Street, WiDnijieg i O.BOX 3083. Talslmi 3312, Þráðlaus talskeyti. í fyrri viku kom hingaS til Wiu- nipeg Dr. Dee DeForrest, rafmagns fræðingur sá liinn mikli, sem fyrst- ur fann aö'erðina til þess, að menn á fjarlaegum stöðum gaetu talast við gegn um loftið, án þess að hafa nokkuru tengiþráð eða annað samband en loftið. Dr. De- JForrest kvað þetta vera fyrstu ferð sina til Vestur-Canada, og hefði hann komið hingað frá New ■Yprk i þeifil éfíndufrt aðallega, að stoinsetja hér i Vestur-Canada loíttalskeytastöðvar, er haft £rœtu daglegt tal-samband við Chicago- borg. Ekki kvaðst hann geta sagt ákveðið, hvar helzt stöðvar sínar yrðu bygðar, en byrjað mundi með því, að setja þær niður í Win- nipeg, Brandon, Regina, Calgary og Vancouver. Um aðra staði gat hann ekki sagt að svo stöddu, þó ætla megi að hann skilji ekki eftir Bdmonton, Victoria og Saska- toon. Hann gat þess einnig, að hann mundi tafarlaust tryggja sér hér í foorg landspildu til þess að byvgja á loftskeyta talstöð sína., sem hann sagði að yrði með sama lagi og sú, sertí félag hans hefir bygt i Detroit í Michigan ríki. En þar er 350 feta hár stálturn, og eru tal- skeytin send frá honum út um alla álfuna. En auk þess kvað hann félag sitt ætla að byggja verksmiðju hér í borg, og í þeirri verksmiðju á að framleiða alla þá hluti, sem þarf tdl loft-samtalsins við aðrar stöðvar landsins. Einnig á hér að vera rannsóknar og tilraunastöð í sambandi við verksmiðjuna. Frá þessari verksmiðju ætlar DeFor- rest félagið að fá öll þau tal- skeytatæki, sem það jxirf að nota við allar stöðvar félagsins i Can- ada, og 25 menn eiga að hafa þar stöðuga atvinnu. Hér á að vera mið- og aðal-stöð fílagsins i Can- ada. Dr. DeForrest sagði, að hvergi í heimi væri hægra að sýna loft- viðtals möguleikana en eibmitt hér í Vestur-Canada, vegna þess,' hve landið væri flatt. Og hann lét þá skoðtin í Ijós, að þess yrði ek-ki langt að bíða, að hver bóndi í Vestur-Canada hefði þessi viðtals- tæki í húsi sínu, með því að þau yrðu svo ó dýr, að hver maður gæti eignast þau. Aðal-kostnaður- inn lægi í því, að setja áhöldin upp og i starfandi stellingar. Til þess þyrfti dálitla gasoline vél, og margir bændur ættu nú þegar slík- ar vélar, sem þeir gætu notað. Hvert viðtalstól þyrfti að hafa vald á tveggja hestafia krafti. — Dr. DeForrest kvaðst aldrei hafa þurft að nota meira afl en það fvrir öll vanaleg áfnot. En vitan- legt væri, að þegar samtalið færi fram milli mjög fjarlægra staða, þá væri nauðsynlegt að haéa meira afl. Til dæmis : þiegar send eru loftskeyti frá Eiffel-turninum í Parísar borg til Marseilles, sem er 500 mílur vcgar, þarf þriggja hesta afl til þess. Dr. DeForrest hélt fyrirlestur hér í borginni um þessa uppgötv- an sína, og gaf þar ýmsar mark- verðar upplýsingar henni viðvíkj- andi. Hann kvaðst hafa stemming- artæki á talfærum sínum, svo að hægt væri að stemma þau saman til viðtals. þegar tvö talfæri væru svo stemd, að raföldur beggýi væru jafn-langar, bá væri hægt að talast við með þeim. það mœtti og nota tæki þessi bæði til þess að tala saman og senda ritskeyti gegn um loftið. Hann kvað það og vera meðmæli með talskeyta- aðferð sinni, að hún væri þanmg að talskeytin væru heimuleg, svo að ekkí beyrðu aðrir það, sem talað væri, en þeir sem til væri talað. Engir aðrir en þeir, sem væru að tala saman, gaetu heyrt það, sem talað væri. Fyrirlesarinn sagði, að þessi við- talstól væru nú á öllum skipum ■Bandaríkja-flotans, og reyndust á- gætlsga. Brezka stjórnin hefði einnig fengið talskeyta-áhöld sín, og sett þau á eitt af skipum sín- um, og væri nú að gera tilraunir með þau. Hann taldi víst, að inn- an skamms tíma mundi öll her- skin Bretaveldis verða útbúin með þessum tækjuai. í samningum þeim, sem hann hafði gert við Bandaríkja stjórnina, hafði hann ábyrgst, að hægt væri að senda skeytin 5 mílur milli skipa. En reynslan befði oft orðið sú, að skeytin hefðu borist 40 mílur milli skipanna, og stundum lengra. Hann hélt því fram, að loft- skeytasendingar og loft-viðtal væri í svo mikilli framför, að innan skamms tíma yrðu allar fregn- sendingar hér um landið svo ódýr- ar, að kostnaðurinn yrði að eins lítill hluti þess, sem nú á sér stað. Músik mætti einnig senda gegn um loftið þannig, að þegar sungið væri í einu leikhúsi, þá gætu aðr- ir heyrt það, þótt í all-mikilli fjar- lægð væru. þetta hefði verið reynt og tekist vel. Hann áleit Marconi loftskeyta- aðferðina ekki eins góða og sína eigin aðferð, af því sérstaklega, að miklu meira afl þyrfti við .Marconi aðferðdna. þar yrði að nota frá 25 til 40 þús. volts, en við sína aö- ferð þyríti að eins II þús. volts. Ýmislegt fieira taldi hann aðferð sinni til gildis. Hann gat þess og, að einn aí þjónum sínum hefði með 3. hesta afli sent loftskeyti 1277 milna langan veg. IVIarconi- félagið hefir sent skeytí yfir At- lantshaé, en til þess þurfti 70 hesta afl. Auk þess væri Marconi- aðferðin miklu kostnaðarsamari en Dr. DeForrest-aðferðin, og þyrfti að öllu leyti meiri vinnukraft. Dr. DeForrest sýndi loftviðtals- aðferð sína hér, sendi skeyti milli Royal Alexandra hótelsins og Eaton búðarin'nar, og reyndist það vel á svo stuttri vegalengd. Dr. DeForrest er fæddur í Coun- cil Bluffs í Iowa ríki, en ólst upp í Suður-Alabama ríkinu, og þar byrjaði hann fyrst að stunda raf- magnsfræði, þegar hann gekk á alþýðuskólann. Síðar fór hann á æðri skóla, og að lokum á Yale háskólann, og þar fékk hann Dokt- ors-nafnbót í rafmagnsfræði. Eftir það fór hann til Chicago og starf- aði þar að uppfyndingu sinni, og hafði fullgert hana árið 1901. þá var hann svo fátækur, að hann varð að liía á $5.00 á viku. Hann átti afar-örðugt uppdráttar á ung- dómsárum sinum, og alt fram að þeim tíma, sem hann fékk viður- kenningu fyrir hugvit sitt og hina nú heimsfrægu uppfynningu sína. Hann er unglegur ásýndum, en þó talsvert gráhærður, meðalmaður á hæð og grannváxinn, etl hraustleg- ur, og hefir þau einkenni öll, sem ákafia-starfsmönnum jafnan fylgja. Tæringar spítali. Herra Charles I.ewis Shaw hef- ir beðið Heimskringlu að flytja eítirfarandi greinarkorn : “ J>að hefir verið ákveðið, að byggja lækningastofnun hér í fylk- inu fyrir þá, sem langt cru leiddir af tæringarveiki, og samskotadag- ur hefir verið ákveðinn. “jjrann 19. og 21. maí næstkom. eiga fylkisbúar að fvlkja til atlögu móti hinni miklu hvitu plágu, — tæringarveikinni. þann dag eiga fylkisbúar að heíja skothríð mikla móti þeim voðagesti, sem hótar hreysti þjóðarinnar grandi. *• Hver eftdr aðra hafa gömlu þjóðirnar háð þá barda.ga, sem vísindi og mannúð segja nauðsyu- lega til þess að tryggja velferð heimsmenningarinnar. Hvergi cr hentugr.i orustuvöllur heldur enn hér, á “hollvöllum’’ Vestur-Can- ada. 1 eldri bygðarlögum er bar- daginn háður ýmsum örðugledkum og jafnvel hér í Mandtoba, sem þó má heita nýtt og strjálbygt land, er það undravert, hve margir fá tæringu og” hafa hana á öllum stigtim. I.ækningastofnun hefir þeg- ar verið sett á fót fyrir þá, sem hafa sýkina á fyrsta eða lægstu stigum hennar. En fyrir hina hefir enn engin læknishjálpar eða hjúkr- unar-ákvörðun verið tekin. “ Mannvindr tel ja það vafamál, hvort ekki sé ennþá meiri nauðsyn til að hjúkra og einangra þá, sem langt eru leiddir af sýkinni, en hina, sem m©ga teljast læknanleg- ir. Að vísu má sýkin álítast lækn- anleg á ölltim stigum, en eftir bví, sem hún ltefir náð fastari tökum á einstaklingnum, eftir því er hún á- reiðanlega hættulegri fyrir aðra,— er enn meira smittandi. “ það er því áríðandiv þó ekki væri það fyrir annað œðra mark- mið en eigingjarna sjálfsvernd, að gera hjúkrunar ráðstafanir fyrir þá, sem langt eru leiddir af sýk- inni, og sérstaklega nú á va.xtar- skeiði landsins. Aðal-ástæðan fyr- ir peningalegri h jálparleitan í þessu efni er því það heróp, að vernda verði vort nýja land fyrir allri hættu af þessari voða sýki. “ Heilbrigðisreglur, mentun og sjúkrahæli fyrir þá, sem nýlega hafa fengið tæringu, höfum vér þegar fengdð. En svo lengi, sem tæringarsjúklingum er leyft að umgangast annað og ósjúkt fólk, þá verður það ekki umflúið, að sýkin breiðást út um landið og fari árlega vaxandi, svo að vöxt- ur sýkinnar étur sig inn í hreysti og ánoegju hinnar ungu, uppvax- andi þjóðar. þess vegtta er nauð- syn á einangran sjúklinganna auð- sæ, og þetta þarf að gerast strax í byrjun, — nú. Og með hjálp og stuðningi allra fylkisbúa, er hægt á fáurn árum að útrýma sýkinni algerlega. “ Manitoba ætti að gera sinn part í því, að hefja þennan bar- daga tuttugustu aldarinnar, og á þeim orustuvelli, sem gaíur meiri von um sigur, en nokkur annar staður á hnettinum. “ Gætið þess að vinna að því, sá 19. og 21. maí verði merkis- dagar fyrir heilstt og hagsmuni íbúanna í V.estur-Cattada”. Stefán Jónsson. Árið síðasta hjó stórt skarð í fylkdngu hinna íslenzku frumherj i, sem fyrir þriðjungi aldar reistu sér bygðir hér vestan hafs. Yíirstandandi árið byrjaði meö því, að bœta við þá tölu einum af vorum vedmetnustu íslenzku frum- herjum, er dvalið hafði hér nær- íelt þriðjung aídar. Stefán 'Jónsson, bóndi í Mikley, sem andaðist um miðjan februar- mánuð sl., var fæddur 8. júní 1831, að Einarsstöðum í Reykjadal í Jjingeyjarsýslu. Ilann var sonur óðalsbónda Jóns Jónssonar, Jóns- sonar, frá Breiðumýri, og konu hans, Guðbjargar Markúsdóttur, ættaðri úr Ivræklingahlíð í Evja- fjarðarsýslu. Jiau foreldrar Stefár.s sál. bjtiggu allan sinn búskapar- aldur, nærfelt hálfrar aldar skeio, að Binarsstöðum, og þar ólst hann upp ,með þeim til 19 ára ald- urs, að hann flurtist til Kristjáns bónda Arngrímssonar og Ebnar konu hans, að Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði 'í sömu sýslu, og dvaldi með þeim tveggja ára tíma og stundaði smíðavinnu. Kristján bóndi var þjóðhagasmiður og kendi hann Stefáni tré- og járn- og rokkasmíði. í þessari vist kyntist Stefán Björgu, dóttur Kristjáns bónda og konu hans, og kvongað- ist henni árið 1051, þá 20 ára gam- all. Árið eftir fluttu ungu hjóniti sig að Hólum í Reykjadal í sömu sýslu, og bjuggu þar 13 ára tíma J>á hugði Stefán, ásamt mörgum fleirum þar um sveitir (árið 1864), að flytja til Brasilíu, undir for- ustu Einars sál. Ásmundssonar í Nesi. Seldi hann þá bú sitt alt og bjó sig til fararinnar. En skipið, sem flytja skyldi útfarana, kom aldrei, svo ekkert varð af Brasilíu- ferðinni. Réð Sbefán þá að flytja sig með fjölskyldu sína til Flat- evjar í Skjálfandaflóa, og þar stað næmdist hann 7 ára tíma. J>á flutti hann að Garði í Aðaldal, og dvaldi þar 5 ár, þar til árið 1870, að hann með konu sína og 5 börn þcirra flutti vestur um haf, og settist að í Mikley i Winnij>eg- vatni, og bjó þar til dánardægurs, að undanteknu 18 mánaða tíma- bili árin 1882—3, að hann dva.ldi í i Austur-Selkirk við sm'iðar. Öll þau nærfelt 33 ár, sem Stef- án sál. dvaldi hér í landd, stund- aði hann auk búskaparins fiskiveið- ar og smíðavinnu, einkum báta- smíði og járnsmíöi, því að hann var maður listfengur og ágætur smiður. Hann var tim nokkurra ára tíma umsjónarmaður fiskiveiða í Winni- j peg vatni, fyrir ríkisstjórnina í Canada, en sagði þtirri stöðu af sér, vegna ýmissa annara anna, sem hann varð að gegna. Stefán sál. var lágur maður vexti, en þrekinn og burðamikill. Hann var réttnefndur atgerfismað- ur til sálar og líkama, prýðisvel skynsamur. Hann var jafnan glað- ur í lund, og aldrei þó kátari, en er mestu andstreymi var að mæta. þrekið og kj trkurinn og framsókn- arfýsnin óbilandi, alt fram á síð- ustu lífsstundu hans. Ilann var hiifðingi í lund, ágætuF heimilis- faðtr, og jaínan framárla í öllti því, er laut að félagslegum i'ram- kvæmdum í héraði hans. Við lát Steíáns sál. hafa iVestur- íslendingar mist úr sínum hópi einn ágætasta frumherjann, sem jafnan vann með alúð og ósér- plægni að því, að leggja traustan grundvöll undir framtíðar vel- gengtti lattda vorra hér í álfu. Af þeim 5 börnum, sem Stefán sál. og eftirlifandi ekkja hans eign- uðust, er þrþí á lífi. Hin dánu : Kjartan skipstjóri, druknaði á Winnipeg vatni fyrir nokkrum ár- um, og Jónina Guðbjörg McDon- ald, andaðist í fyrra í Duluth. J>au eftirlifandi eru : Kristjana xsxj^istzd Fjalldrotning heill sé þér há, ættskyldu bundin þér böndum börn þín úr fjarlægum löndum enniþá í anda Jpig sjá. Norður við Dumbsheima dyr, þar sem að sækjast itm sigur sóldn og frostnornin digur, enn ertu fögur sem fyr. Sitjandi á stuðlabergs stól. Ilreinleg í lirímkufli gráum. Hýrleg í regnfeldi bláum. Dj'rðleg í daggeisla kjól. Húmskyggt við heiöblámans tjald lindar úr ljósvirum þöndum, lagðir af meistara höndum, skreyta þinn fannhvíta fald. J>itt hoiðloft er heilnæmds lyf ; en ef J>að ofþyngjast tekur andbárur lífgandi vekur himinsins blævængja bif. , ísjötna harðneskju hót sefast, þá sjálfir þig líta. Sœguð með brimlokka hvíta krjúpandi kyssir þinn fót. J>ín fegurð er frumlista verk. J>ó skógur ei skreyti þig fagur, skínandi miðnætur dagur vefur þér sólroðinn serk. Örnefnin einkenna þig. Firðdrnir, hálsarnir hlíðar, heiðarnar, elfurnar stríðar, — hvað hefir sögu fyrir sig. Margt er J>ér hollvætta hjá. Álfar í fjöllum og íellum. Framsýnu tröllin í hellum. Dísir við dalvötnin blá. B.ergrisar hjirta með heitt, búnir í blámóðu serki, bera þitt eldlega merki biikandi bálörvum skreytt. Sögudís sýnir þér fróð burtliðna blómatíð þína. Bragi með gullhörpu sína syngur þér sólkomu ljóð. Langt ertu lífsglaumi frá, en þegar gista þig gestir * gleðdnnar ávextir flestir bornir á borð eru þá. /» Ásthlý, sem unnusta snót, heimkomnum langar um ledðir ljúílega f.iðminn þú bredðir fiugmóðum farfugl á mót. Skaut þitt er friðsælt og frítt. Börnum þín ástfólgin ertu, óblíð á stundum þó sértu brosið þitt bætir það hlýtt. Okkur — vor ást er ei blind —, lauguð í ljósgeisla straumi „ löngum í minninga draumi birtist þín móðurleg mynd. Lífsins þá dagurinn dvín, og himinn í hinsta sinn kveður hugur vor ljóshraða meður svífa mun síðast til þín. Kallast'því ei getum á — vcstræna biðjum vér blæinn að bera þér kveðju yfir sæinn ástmögum fjarlægum frá. Thor. Bjarnarson. jjakobína I’ickett, sem býr með | man.ni sínum í Austur Selkirk t; þuríður Sigurlaug Minister, býr í Grand Forks í Norður Dakota, og húsfrú Helga Davíðsson, býr hér í Winnipeg. Og hjá henni dvelur nú ekkja Stefáns sál. nær áttræð að aldri. KurteiSi. Fáar dygðir er jafnfagrar og á- vaxtaríkar, sem kurteisin, og jafn víst er hitt, að hennar er miður gætt en skyldi í daglegri um- gengtii fólks hvert við annað. Við skulum nú fyrst og fremst athuga, hvað sönn og rétt kur- teisi í raun og veru er. Ef dætna skal eftir breytni manna, virðist fólk skoða hana seni fagran og fá- séðan skrautgrip, sem þvi beri að eins að nota við sérstaklega hátíð- leg tækifæri, en eigi þess á milli að geymast falin og ónotuð, því við dagleg störf og áhyggjur, í návist vina og vatidamanna, sé hennar i ekki þörf. Og þá er hitt ekkd síð- í ur alment, að álíta henni fullnægt með því, að fylgja vissum ákveðn- ttm reglum í breytni sinni gagn- vart öðrum. Hvorttveggja er rangt með ,öllu. Kurteisin á að vera okkur óaðskilj anlegur förunautur. Hún á að ráða breytni vorri allstaðar og æf- inlega, gagnvart öllum, engu síðttr fátækum en ríkttm, fáfróðttm en vitrum, — engtt síður í daglegri umgengni milli vina og vanda- manna, en í framkomtt vorri við ókunnuga, eða þá, setrt tíl mann- virðinga eru komnir. Eigi verðttr hún heldttr lærð með mörgttm og margbrotnum reglttm, því fyrir henni er að eins edn ó- fráv'íkjanleg höfttðregla, nfl., hin yfirgripsmikla gttllna regla meist- arans mikla frá Nazaret : það, sem þú vilt að mennirnir geri þér, það skalt þú og þeim gera.— Með öðrum orðttm : Sönn og full- komin kurteisi lýsir sér að eins í góðvild, ttmburðarlyndi og næm- leika fyrir tilfinningum annara og Viellíðan. Ilún er í einu orði sagt sá viðmótsþýðleiki, sem laðar sál að sál, sem tcngir trtenn ævarandi vináttu og samhygðarþöndiim, sem dregttr sviðann úr sárttm vor- um eins og græðandi töfralyf, og breytir eigingirni og ömurlejk ein- stæðingsskaparins í kærleik og gleði. Alt mannkynið er ein margþátt- uð, starfandi heild, þar sem aðal- takmark og löngun einstaklingsins er gleði og hamingja. Til þess að nálgast þetta langþráða takmark, er samvinna og samhygð meðal einstaklinganna fyrsta og helzta skjlvrðið. Ef hamingjuvonir vorar ! eiga nokkurntíma að rætast, þurf- | um vér að kattpa kærleika og sam hygð meðbræðra vorra með um- burðarlyndi af vorri hálSu. Alt, sem, særir tilfinningar vor- ar, — vekttr hjá oss gremju eða sorg — er dins og eyðandi ólyfjan, sem lamar tilfinttinga næmleika vorn og gerir oss óhæfari til þess að ttjóta lífsins fyrir okkttr sjálfa, og miðla öðrttm ánæ.gjtt og gleði. Eitt særandi orð talað í óað- gætni eða attgnabliks geðshrær- ingu getur vakið gremju með- bræðra vorra, spilt glpði þeirra og eyðilagt fyrir sjáHum oss þann ómetanlega hagnað, sem vét get- ttm haft af velvild þtírra og sam- úð. Eitt vínsamlegt orð, talað af góðvild og bróðurhug, glæðir þar á móti kærleika og samúð þeirra til vor, með öllum s’ínttm góðu og blessunarríkti afloiðingttm fyrir oss. J>annig er það kærleiki og sam- ttð, sem stafar 'ylgeislum friðar og gleði inn í sálir manna, — frjófg- ar þær eins og vordöggin jörðina, vermir þær eins og árgeislinn blómin. Upp úr þessum frjógaða jarðvegi uppskerum vér aftur hina gullnu ávexti : lífsgleði og ánœgju, sem einir eru þess megnugir, að gera lífið eftirsóknarvert. Eg hefi nú leitast við að sýna og sanna, að örtiggasta og lang- skemsta leiðin til.sannrar farsæld- ar sé, að attðsýna öðrttm kurteisi og velvild í daglegri ttmgengni. IWtt mttn flestum liggja í augunt ttppi, að háttprýði í framgöngu er ávöxtur og afleiðing göfttgra httgs- ana, mannkærleika og sannrar menningar. þegar ég leita eftir orsökum: fyrir tómleika lífsins, fyrir því, aði margar göfugustu og beztu htigs- artiir tnanna deyja út og drukna í eilífri þögn og hluttekningarleysi, þykist ég glögglega sjá aðalorsök- ina í skorti á velvild og sannri kurteisi í daglegtii* umgengni. manna á meðal. Að svo mæltu vil ég láta hér staðar nttmið, með þá einlægu ósk í brjósti, að þeir, sem þessar línur lesa, vildu jafnan hafa það hug- fast, að sérhvert verk, sem unnið- er í þeim tilgangi, að gera lífið bjartara og betra og unaðsrikara fyrir mbðbræðttr vora, — stráir geislttm ttnaðs og fagnaðar a framtíð vora. H u 1 i n n. Friðrik Sveinsson, MÁLARI, hefir verkstæði sitt nú að 245"' Portage Ave. — herbergi nr. 43- Spencer Block — beint á móti pósthúsinu. Ilann málar myndir, leiktjöld, auglýsingask'ilti af öllum' tegundum, o. s. frv. — Heimdli : 443 Maryland St. Jóhanna Olson PIANO KENNARI 557 Toronto St. Winnipeg Þeir, sem heitin sín halda. í útlendings raunttm á ókendri strönd, í átthögum sóllausra daga, — sem kvöldstjörnu leiftur við lognskýja bönd skín land vort og fortíðarsaga. Sem mæni svipdr úr myrkri nætur, hver minning vaknar og rís á fætur. Ilver dýrasta hugsjón og dulspektar þrá, sem draumsýn í þroskanum vaknar. Ilver framtíðar ímynd í æskttnnar spá með aldrinum grætur og saknar. Og blóðfórna hugsjónir hraktar og sviknar þær hrópa til lífsins, .svo minningin viknar. 1 framtíðar gleymsktt við fortíðar heit, er íramsóknar lögmálið rofið. Af falslausum dáðum í frumherja svcit, er fjallið að síðustu klofið. J>ar komast þedr eittir, sem heitin sín halda við hugsjónir lífsins í þjóðsögum alda. P.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.