Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.05.1910, Blaðsíða 2
kttn. 2 WINMPEG, 5. MAl 191C. HEIMSKRINGI/A Heimskringla Pablished every Thursday by The Heitnskringla News 4 Publisbin? C«. Ltd Verö blaösiue 1 Cauada og bandnr $2.00 um áriö (fyrir fram horaaö). öent til islnnds *aÖ (!>rir fram bortcaCaf kaupendnm biaösius hér$1.50.) B. L. BALDWINSON Editor & Manager Offioe: 729 Sherbmke Street, Winnipeg P.O.BOX 3083. Talslmi 3313, Sunnan straumar það eru ekki mörg ár síÖan ýmsir ættjarðarvinir íslenzkir, þeir er hteima búa, töldu þaö ýkjur ein- ar og gyllingar, ef sagt var, aÖ C;mada væri frjósamt land. Sumir nefndu það “agenta-lýgd”, og sögðu þá vöru framreidda gegn góöum landssjóðslaunum að vest- an. Eitt útbreiddasta blað íslands líkti um þær mundir Canada við stað, sem. sannkristnir menn mega ekki nefna nema þeir séu reiðir, og sem sagt er að sé nyrðra og neðra. þar átti uitir blaðsins sögn “alt að brenna og frjósa”, o.fl. því um líkt. Um likt leyti eða nokkru fyr samdi einn af helztu ritsndllingum þeirra daga sérstak- an bækling, til þess að sýna, að Canada væri skrælingjaland, og að hingað flyttu ekki aðrir en þeir, sem stæðu á lægstu tröppum vits- muna, menta og siðgæðis, og að þetr, sem vestur flyttu ifrá íslandi, væru eintómur skríll. Ilvort þess- ar staðhæfi.ngar alls ókunura manna, þeirra, er aldrei höfðu lit- ið land þetta, kunna að hafa haft nokkur aftrandi áhrif á útflutning- inn þaðan úr landi, verður ekki sagt með nokkurri vissu, þó lík- legt sé, að svo hafi kunnað að vera. því það má segja með nokk- urn veginn ákveðinni vissu, að fólk á Islandi hafi ekki á liðnum árum flutt þaðan hingað vestur a»f nýungagirni eða að gamni sínu, heldur liafi það aðallega verið af neyð, eða af þvi, að það hefir séð fram á svo mikinn skort og vand- ræði heima fyrir, að því hefir fundist það ekki geta breytt um til verra, þó það færi vestur, en mikil likindi til, að hagurinn kynni að íara þar batnandi, ef það sem frézt hefði að vestan væri eftir alt saman ekki '“agenta-lýgi”, heldur staðreyndur sannleiki. þannig mttn hugsuharhátturinn hafa verið hjá öllum þorra þess fjölskyldufólks, sem vestur hefir flutt. Enda hefir það sýnt sig, að vesturflutningar hafa mestir verið í þeim árum, sem harðast hefir verið á Islandi, °g kostur alþýðu þar þrengstur. Unga, einhleypa fólkið befir flutt vestur, ekki af sömu ástæðum og fjölskyldufólkið, heldur af því, að það í almætti síns manndóms treystist til að komast áfram hvar sem væri í heiminum, og þess betur, sem það hæmist í betra land. það hefir treyst sér til þess, &ð komast heim aftur, .ef því lík- aði ekki yistin vestra, og með því það hefir þráð að opna svo lítið sjóndeildarhringinn og auka þekk- ingu sína á umhe.iminum, þá hefir það flutt hingað til þess sjálft að sjá með eigin augum, hvernig löndum þess liði hér, og til þess að fá eigin reynslu fyrir því, hvern- ið hér væri að vera. En vafalaust er það víst, að íslenzk alþvða hef- ir ekki ennþá neina ljósa hugmvnd um eða þekkingu á þvi, hve afar- frjósíimt landið er hér í Vestur- Canada, og hve auðvelt það er, að koma sér hér svo fyrir, að fram- tíðdn sé fyllilega trygð, ef skyn- samlega er haldið á efnunum, hversu smá, sem þau erti'. Hvað mundu Islendingar segja, ef þoirn væri sagt, að árlega flyttu nú inn í Vestur-Canada tugir þús- unda, að vér ekki segjum hundruð þúsunda, af sterkefnuðu bænda- fólki úr Bandaríkjunum, — ekki af neinni neyð, eins og gefur að skilja og ekki heldur af nýungagirnd, því margt eða jafnvel flest af því býr á góðum löndum í heimaríki sínu og hefir unað þar hag sínum, — heldur blátt áfram af því, að það veit, að hér í Vestur-Canada eru betri landskostir en það befir búið við syðra. þ-etta fólk selur lönd sín þar og flytur hingað norður með gripi s'ína og akuryrkjuáhöld, og ýmist tekur sér ókeypds heimil- isréttarlönd, eða kaupir bújarðir þar sem því lízt lífvænlegast til aðseturs. þessir Bandarikja bœnd- tir hafa þekkingu á landi og vita, hvar gott er til búskapar, og þeir mundu ekki — alls ótilneyddir eins ög þeir eru — Aytja hingað norður árlega í tugum þúsunda, ef þeir væru ekki sannfærðir um, að lönd hér eru fult eins góð og þau, sem bezt eru í þeim héruðum, sem þeir hafa áður búið í. Straumur Bandaríhja bænda inn í Vestur-Canada fer vaxandi með hverju ári, eftir því, sem þetr fá nánari þekkingu á landgæðunum hér nyrðra eítir því fjölgar þeim, sem árlega flytja hingað norður, þar til nú er svo komið, að fult útlit er fyrir, að alt að 20G þús. manns muni á þessu ári streyma að sunnan inn í Vestur-Canada. þess má geta, að á 12 árum frá 31. marz 1807 til jafnlengdar 1909 hafa- 425,460 manns flutt fráBanda- ríkjunum til Canada, og við þá tölu má bæta 93,400, sem róku hér bólfestu á sl. ári eftir 31. marz. En þó síðari tölunni sé slept, þá hefir innflutniagurinn að sunnan verið meiri en frá Evrópulöndum á þessu tímabili, að Bretlandi und anskildu. Frá Bretlandi komu á þessu tímabili 540,621 manns, A fjárliagsárinu 1008—ð1 komu hingað frá Bandaríkjunum 59,832 manns, og á fjárhagsárinu 1900 til 1910 komu 93,400 manns og á yfir- standandi ári, frá 31. marz til 31. marz næstikomandi er, eins og að framan er sagt, von á frá-150 til 200 þús. manns að sunnan. Banda- ríkjamenn tóku hér 12 þús. heimil- fsréittarlönd á sl. ári, og taka væntanlega miklu fleiri á þessu ári. Enginn þarf að ætla, að þeir mundii gera þetta, ef þeir héldu að þeir væru að skiftai um tál hins v-erra. Yfirleiitt hefir fólkið að sunnan verið ákjósanlegasta viðbót við í- biiatöluna hér. Að edns 149 manns hafa á sl. 12 árum verið sendir suður aftur frá landamærunum, sem óhæfir til- landgöngu hér, og af þeim 150 þús. sunnanmanna, sem á þessu ári hafa flutt hingað norðureftir, hefir ekki einum verið snúið til baka. þessa árs innflytj- endur eru meira að segja með þeim lang-ákjósanlegustu, sem til Canada hafa komið, bæði fvrir andlegt og líkamlegt atgerfi fólks- ins, og einnig fyrir það, hve mikil efni það flytur með sér að sunnan. það er talið, að sunnanmenn hafi á þessu yfirstandandi ári auðgað Canada um 2 milíónir dollara í peningum, búpeningi og lausafé, — auk þeirrar búnaðarlegu þekkingu, sem fólk þetta hefir. það er og sýnt, að margt af því fólki, sem komið hefir á þessu og síðasta ári, hefir keypt sér stórar bújarðir með þeim ásetningi að reka hveiti- rækt »i þeim í stórum stíl. Blaðið Free Press hér í borg flytur svolátandi skýrslu um inn- flutning Bandaríkjamauna til Vest- ur-Canada : — 502 þús. hafa sezt að í Vestur- Canada síðan árið 1907. Tala inníluttra Bandarikjamanna er 25 þús. fleiri en tala innflvtj- enda frá meginlandi Evrópu á sl. 13 árum. 300 þús. Bandaríkjamenn hafa sezt hér að á sl. 6 árum. 60 þús.' þeirra komu árið 1907— 8 ; 93 þús. komu árið 1908- 9, og 200 þús. koma á yfirstandandi ári. Bandaríkjamenn hafa á sl. 2 ár- um auðgað Canada unf 150 tnilí- ónir dollara í peningum. A yfirstandandi ári auðga þeir ríkið um aðrar 200 milíónir doll. Að eins 149 Bandaríkja irnflytj- endum hefir verið bönnu.S land- ganga á sl. 13 árum. A satna timabili hefir 2292 Bretuin verið bönnuð landganga. Af 300 þús. Ðandaríkjamönnum, sem hingað hafa flutt á sl. 6 ár- um, hafa 200 þáús. vertð æfðir bœndur. Af þeim 189,918 heimilisréttar- löndum, sem tekin hafa verið hér vestra á þessu tímabili, hafaBanda rikjamenn tekið Já eða 68,408. Hin- ir hafa keypt sér lönd. þeir tóku 12 þús. heimilisréttarlönd á sl. ári, og þeir komu frá öllum ríkjum Bandaríkjanna. þau auðæfi, sem Bandaríkja- menn flytja til Canada á þessu ári, mundu nægja til að byggja 29 öflug herskip, eða til að leggja járnbraut þvert yfir landið frá hafi til hafs. þetta er sýnishorn af sunnan- strauminum, af fólki og auðmagni, og hann virðist óneitanlega b-nda á, að sunnanbændurnir, sem þckki hvað gott land er, tel'ji hér fnll- komlega lífvænleg.t, og svo hefir reynsla þeirra orðið, sem á liðnum árum haía sezt hér að, — og þess betur, sem þeir hafa kynst hér staðháttum öllum, frjósemi jarð- ar, loftslagi og löggjöf, þess meiri áhrifum bafa þeir beitt til þess að fá vini sína og ættmenn hingað norður til sín. Enda er nú svo komið, aið Bandaríkjastjórnin er farin að líta með kvíða á þennan sívaxandi straum hingað norður, og er sögð að hafa í hyggju, að reyna að sterama stígu fyrir fram- haldi hans, ef mögulegt er. En það ræður að líkindum, að svo lengi, sem Canada hefir að bjóða frjósöm búlönd ókeypds, svo lengi mun straumurinn halda áfram. Hann er hvorumtvegg.ju hollur, bæði þeim, sem norður flytja og eins hinum, sem hér eru íyrir, með því að bygðir þeirra þroskast, landið vex í verði og velmegun í- búanna fer stöðugt vaxandi. það eitt er lakast, að landar vorir hér nyrðra veita þessu, sem nú er að gerast í landtökumáli þessu, alt of lítið athygli, og gefa sig ekki að landtöku og búskap eins mikið og æskilegt væri. Barði G. Skúlason. þesS vaf getið í biöðunum ís- lenzku seint í vetur, að Barði lög- fræðingur Skúlason hefði boðið sig fram sem þingmaður til neðri deildar alríkisþdngsins (Representa- tive in Congress) fyrir hönd Dak- ota ríkis. Var því máli að mak- legleikum vel tekið i báðum blöð- unum hcr. Gátu ritstjórarnir þess, og létu jaiínframt í I'jósi þá ósk sína, að honum auðnaðist að ná útnrfningu og á sínum tíma kosn- ingu, að umsókn hans væri þjóð- flokki vorum sæmdarauki. Embætti það, sem hann sækir um, er annað hæsta embættið, er þeir af borgurum landsins, er fædd- ir eru erlendis, fá skipað, en hitt er að skipa sæti í efri ded'.d al- þingisins (Senate). Hver sem þekkir Barða Skúla- son, efast ekki um, aö hann væri vel kjörinn fyrir hvert embættiö sem væri. Og hann þekkja að minsta kosti allir atkvæðisbærir Íslendingar í Dakota. Ilann hefir alist upp mit't á meðal þelrla. Og á þeim stöðvum búa foreldrar. hans enn, nú hnignir að aldri, en með óskertum hcdðri og tiltrú svertunga sinna og samferðamanna Systkini hans flest búa og ltka þar í ríkinu. Og munu þetr færri htnna yngri manna, er ekki muna hann, er jtar ólust upp, hvar i úlf- unni, sem þeir nú kunna að dvelja, og eiga einhverjar kærar endur- minningar frá þeim árum, og hafa ýmislegt að þakka áhrifum hans og brýningum, er þeir haifa lært betur að meta, er tímar liðu fram. Hann er þedrrar nýlendu sonur, og hennar f r e m s t i sonur, þegar alls er gœtt, — þeirrar nýlendu, er fremst er 'íslen/.kra bygða og fjörmest hér í álfu. Og það er nú skylda þeirrar bygðar, að duga þoim sym, er*var og er hennd þarfnr og sæmdarson- ur. Og ekki er það eingöngu skylda við hann, heldur við þjóð- flokkinn, því á engan veg getur hagur hans blómgast 'betur en með því, að hann fái talið úr sínum hópi menn, er skipi æðstu sæti í þjóðmáltim, atvinnu- og menta- málum þessarar álfu. Og væri ekki hægt annað að segja, en að Dak- ota bygðin hofði lagt sinn ftil'.a skerf til þjóðmála vorra, ef hún kærni einum sona sinna í eitthvert æðsta sætið, er útlendingi er gjörð völ á í Bandaríkjunum. ög sagt er, að ávalt sé óvand- ari eftirleikurinn, og ef til vill gæti þeir orðdð íleiri síðarmeir, ef einum hepnaðist að ryðja veginn. Ekki væri hægt að hugsa sér stærri skerf en þann, er sá fá- menni hópur vor íslendinga þar gæti lagt tíl alþjóðamála., en ef fulltrúi ríkisins sjálfs á alþdngi ríkjanna væri valinn úr þeirra hópi. íslendingur á löggjafarþingi Banda- ríkjanna! Með hvaða móti fáum vér betur bxotist fram ? A hvaða hátt reist landnámi voru fegurri og varanlegri minnisvarða ? því trúa má því, þótt steinn rísi við stedn í Vikurredt, eða Hallson, eða Gardar, eða Sandbæða með á- letruðum nöfnum allra landnem- anna og sona þeirra og dætra, að þeir varðar verða skammvinn vegamerki, er fram líða stundir. Letrið máist, steinninn íellur i jörð, og ef ekkert er annað, tr mint fær á landnám vort og hing- aðkomu, verðum vér öll sek um varðvíti eins fyrir það. þeir dauðu ganga ekki fram af gröfunum að reisa víð steininn, ekki heldur til að letra á ný nöfnin, er veður og vindur hafa burtu máð. Sé íslenzk nöfn ekki grafin á spjöld sögunnar — sögu þjóðarinnar, er vér búum með, verða þau hvergi geymd, nema ef vera skyldi með örfáum ljóðbrotum, er berast kynnu aust- ur um hafa og geymast þar. — Líkt og Grænlenzku kviðurnar, er halda við minningunni um týnzlu landnemanna þar. þar týndust ís- lendingar fyrir skrælingjum. Hér yrði þá sagan öfug. — Hér týnd- umst vér, af því vér heíðum ekki getað haldið voru til móts við aðra menn! Og það er hugraunin meiri. þótt vér ræktum landið og ryðj- um mörkina, geymist það skamt, ef ekkert er medra. Strax og vér sleppum höndinni ai plógskaftinu og göngum til hvíldar, tekur ann- ar við og sáir og uppsker akrana, er vér höfum ræktað. þannig tek- ur einn við af öðrum. Og moldn: mezt ekki um það við neinn, hver bana plægir. Og svo gleymast þeir fyrstu og þeir aðrir og þriðju, unz það er að lokum orðin svipul sögn um þaö, hverjir voru fyrstir, hvað þeir afrekuðu og hversu þeir týnd- ust. Og það eru þau örlög, er vér ættum að stríða á móti í lengstu lög. (Frh.). Björnstjerne Björnson. Miðvikudaginn þann 27. april andaðist í Parísarborg skáldkon- ungur Norðurlanda Björnstjerne Björnson, eftir langvarandi veik- indd, nœr áttræður að aldri. Með honum eiga Norðmenn á •bak a'S sjá ekki að eins sínu mesta og mætasta skáldi, heldur einnig mikilhæfum stjórnmálamanni, þjóð- menningar frömuði, eða með öðr- um orðum, eitihverju því mikilhæf- asta andans stórmenni, er verið hefir uppi á Norðurlöndum um langan tíma. Björnstjerne Björnson var fædd- ur 8. dag desembermánaðar 1832 á bænutn Kveikni 'i Austurdal, norðan til i Noregi. ,Var faðir hans prestur þar. Bæði voru foreldrar hans af bœndafólki komin og gáf- uð vel. þegar hann var 18 ára, var hann sendur á stúdentaverk- smiðju gamla Heltbergs, sem fræg var fyrir það, að geta troðið í tornæm og slarkfengdn ungmenni, sem flestír aðrir voru ráðþrota með, og víst er það, að hefði það ekki verið fyrir gamla Heltberg, hefði B jörnson l'iklegast aMrei orð- ið stúdient, því námsmaður var hann lítill. Að stúdentsprófi loknti, tók ltann fyrir kenslustörf um hríð, en hætti því brátt og varð blaðamaður og leikdómari, og gaf sig við skáld- skap jafnfram.t, en að því kvað fremur lítið, þar til árið 1857. að hann gaf út söguna Sigrún á Sunnuhvoli, sem fiestir landar ntunu kannast við, og o tir það rak hvert snildarritið annað. Bezt kunn af verkum hans meðal íslend- inga eru — auk Sigrúnar — Kátur piltur, Árni og Brúðkaupslagið, sem allar hafa verið þýddar á ísl., og leikirnir Milli bardagannæ, Gjaldþrotið og Um megn, og þess- utan fjöldi kvæða, sem ýmsíslen(k skáld haía þýtt á vora tungu. því hann var stórskáld 'í þrennum skilningi : sagnaskáld, ljóðskáld og leikskáld. þó sag-t hafi verið um Björnson, og það með sanni, að hann væri norskastur allra Norðmanna, þá hefir ekkert skáld, utan Islands, verið jafn gagnkunnugur fornsög- ttm vorum og fræðum en ednmitt hann, og sú bók, sem hann hélt mest af, var Hetmskringla Snorra Sturlusonar. það var Snorri, sem kvað inn í hann orðfærið, búning- inn og ltinn þjóðkenndLega blæ á skáldskap hans, en efttinu og hvern ig með það var tfardð, hvd réð að öllu leyti þetta, sem norskur þ.jóð- arandi haíði grætt á löngum tíma mótlæ'tinganna. — Hver sá, sem les skáldrit hans, verður jtess strax var, að það, sem aðallega vakdr fvrir skáldinu, er að vekja og glæða hina norsku þjóð, hrinda henni fram á braut menningarinn- ar, og gtra hvern 'einstakldng að sjálfhugsandi og m'tum manni. þess bera sveitalifssövur hans ljós- astan vott um. það, setn auðkennir kvæði hans sérstaklega, er karlmenska, þrek og fastlyndi og ednbeittur vilji á, að brjóta alla fjötra, sem halda huganum föstum við það, sem er lágt og, smásálarlegt, að vekja af deyfðarmókinu og boða bjartara andans sjónarsvið ; og það tekst honum öllum öðrum framar, með sínum frum-norska búningd, þrótt- mikla máli og sannleiksþrungnu kjarnyrðum. Á meðal snildarkvæða B.B. er hinn gullfallegi þjóðsöngur Norð- manna, “Ja, vi elsker dette Lan- det”. I leikritum sínttm ræðst B.B. á það, sem honum finst rotíð o.g úr- elt vera á þjóðarlíkamanum, og ekki að eins hann rífi niður, hann byggár upp jafnharðan aftur. það hefir verið sagt um hann, að hann mætti hvergi sjá fúna fjöl, svo hann bryti hana ekki í sundur og setti nýja í staðinn. Sömuleiðis snerta leikrit hans mikið heimilin og heimilislíf. Undirstaðan fýrir góðu heimili er siðlátt hjúskapar- og heimilislíf, segir B.B. Björnstjerne Björnson hefir verið boðberi nýrra strauma í skáldskap DÍSARLJÓÐ. J)Ú dís minna sælustu drattma, þti drottning míns hugsjóna lands, — ég knýti um enni þitt krans, og hjarta míns heitustu strauma, það helgasta elskandi manns, alt sólskinið í sálarlífi hans ég helga þcr, dís minna drauma, þú drottning míns hugsjóna lands. Til íaðmlags ég kveð þig á kveldi og kyssi þinn sóleyjar munn, í anda við himinsins unn, því hátt yfir heims þessa veldi rís höllin þín, dís, upp frá grunn. við ástarinnar ótæmandi brunn. Á sérhverju komamdi kveldi ég kyssi þinn sóleyjar munn. Og svo þegar lífinu — leiknttm er lokið og unnið er spil (ef ekkert er endalaust til! ) og kulnað er skarið á kveiknutn, þú kennir minn sednasta yl, og sæll við þig að síðustu ég skil, því þá hef ég lifað o^g leiknttm er lokið og unnið mitt spil. En lifi ég að líta þig dána, þitt lík mínum örmttm ég vef og barm þinn við barminn ég hef og kyssi þig, kæra, á brána uns kaldur við hlið þína sef — uns anda minn ég upp að lokum gef, því alt eins ég elska þig dána og örmum þig bldknaða vef. Guttormur J. Guttormsson. Norðmanna. Fjöldi hinna yngri skálda, ekki að ei-ns norsk heldur bæöi dönsk og íslenzk, hafa stælt hann meira eður minna, t.d. Matt- hías Joch, II. Hafsbein o.fl., enda er B.B. verðug fyrirmynd. Attk stórskálds og þjóðmenning- ar frömuðs, var B.B. mikið %Tið stjórnmál riðinn. Ilann var reynd- ar aldrei nednum föstum flokks- böndum bundinn, en engu að síður var hann letðandi maður í norsk- um stjórnmálum. Stefnu sinni í stjórnmáhtm lýsir hann bezt sjáll- ttr í Jtessimi vísuorðum : Og réttur er, að allir séu jafnir, að allir geti sín í milli kept. Eða með öðrum orðum, fult frelsi og svigrúm til að vinna og taka framförum. Ræðuskörungur var B. B. með afburðum. Málsnild hans var tctfr- andi og þess utan var hann gædd- ur óvenjulega mikilli leiklistargáfu, og þegar það tvent er samfara hljóta áhrif ræðumannsins að verða mjög mikil, og er þess vegna ekki að undra, þó Lyrirlestrar hans og ræður hafi haft jafn-geysimikil áhrií á hdna norsku þjóð, sem raun hefir á orðið, hvort heldur um stjóriunál eða annað var að ræða. — það er rétt án efa, sem Matth. Joch. segir utn B.Bi. í þess- um v'ísuorðum : '“Engiun kappi hjó svo hart og sviftí heillar þjóðar dauðri vanatrú ; enginn svanur landsins hjarta lyfti lista-snjalt og kröftugt eitts og þú”. Ilvernig, sem litið er á B.B., þá var hann mikilmenni í öllu, einii þessara fáu algjöru manna, þvt fyrir utan bókmentastörf sín og st jórnmálaþras, fékst hann við bú skap, sem hver annar bóndd. Um 20—30 ár bjó hann á jörð sinm Aulestad, tamdi hesta, seldi smjöi og stundaði svínarækt, og fórst prýðilega úr hendi, enda átti hann ágæta konu, sem Karólína hedtir, og var hún jafnan gjaldkeri heimil isins. Eitt ai börnum þeirra hjóna, dóttir að nafni Bergljót, er giít Sigurði Ibsen, syni stórskáldsins Hinriks Ibsens, og var B.B. mjög glaður yfir þeim tengdum. “Ég vona, að eitthvað af börnum þeirra verði skáld”, sagði gamli maðurinn, “meira skáld en við Ilinrik báðir til samans”. En nú er hann dáinn, jötunmenn- ið og skáldkonungurinn. En þó nýir straumar ryðjd sér til rúms og ný andans stórmenni komi fram á sjónarsviðið, þá mun kyn slóð eftir kynslóð minning hans geymast helg og háleit meðal hinn- ar norsku þjóðar. Eins og í upphafi var getið, dó •B.B. í París. Norska stjórnin sendi strax herskip eftir líkinu, og á að grafa það á ríkisins kostnað það er sjaldgæfur heiður op- ekkt auðsýnt nema stórmennum einum, og ef nokkurt norskt mikilmenni hefir átt það skilið, þá var það Björnstjerne Björnson. Gunnl. Tr. Jónsson. Socíalistar í Milwaukee. Sósíalista borgarstjórinn í Milwaukee borg hefir gefið út. stefnttskrá sína, og er hún á þessa leið : ‘;það fyrsta, sem Sósíalista: ílokkurinn ætlar sér að reyna að gera fyrir Milwattkee borg,, er að koma fjárhagnum í rétt horf. Við viljum, að hver borgari borgd sinn tiltölulega hluta af sköttum, og að því skattfé sé réttilega skift. Við lofum ekki, að -eyða minna fé, en undanfarnar bæjarstjórnir. Við lofum að eins því, að hver dollar útgjaldanna gefi gjaldþegnunum fult jafngildd í verkinu. Ef til vill’ verðum vér að fá nefnd sérfræð- inga tíl þess að yfirfara skattbæk- urnar. Um það veit ég ekki, en við ætlum að vera vissir í okkar sök áður enn við hefjumst handa. Stefna vor innifelst aðallega í þess ttm 20 liðum : 1. að borgin hafi ráð yfir sínutn eigin málum. 2. Að lagafrumvarp hafi upptök hjá borgurunum og ^éu borin undir þá. 3. Betri skólar. 4. Að borgin eigi öll sín nauð- synjatæki. 5. Tv'eggja oenta máltíðar. 6. Að strætisbrautafélagið sé skyldað tíl að vökva strætín. 7. Að öll borgarvdnna fari fram undir. reglugjörð vinnufélag- anna. 8. Að allir fád sætí í strætisvögn- um, og að vagnarnir flytj1 jafnan með sér varnartæki við slysum. 9. þriggja oenta strætísfargjald. 10. 8 klukkustunda vinna á sólar- hring. 11. Odýrara gas. 12. Ódýrari ís, á þann hátt, að bœrinn ’eigi hann allan. 13. Ódiýrari kol og annar eldiviðttr með því að bærinn eigi það. 14. Ódýrara og betra ljós og meira atf því, mieð því að bærinrr framleiði það á eigin reikning- 15. Öll auðfélög borgi fullan skatt tdl bæjarins. 16. Hreinir strætísvagnar. 17. Stræta-salerni og þægindahæH- 18. Allir iðjuleysingjar fái 8; stunda stöðugæ atvinnu með fullt1 Union kaupgjaldi. 19. Að ekkjur, sem vinna fyrir fjöl- skyldu með því að þvo fyrir aðra hedma hjá sér, fái vatn sitt borgað af bæjarfé. 20. Ódýrt brauð með því að heimt® fulla þyngd hvers brauðs. — Louis Paulham, franska loit' sigHngamaiininum, sem nýleKa vann 50 þús. dollara, sem North- cliffe lávarður hét að gefa hverjtttn þeim, er gæti flogið undir ákveðn um skilyrðum milli London Manchester, — var haldin veizla mtkil í London að afloknu fluginn og aíhent þar’verðlaunaféð. NortH' cliffe lávarður gat ekki verið staddur, cn gerði orð að hann aði að gefa aðrar $50|000 fýrir annað flug.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.