Heimskringla - 09.02.1911, Page 6
;WINNIP33G, 9- FSBR. 1911.
HEIMSXRlHGIiA
MARTYN F. SMITH,
tanulæknik.
Falrbairn Blk. Cor Mali k StllilrW
Hórfræðingur f Gullfyliingu
og 'Illum aðgerðum og tilbtin
aði Tanna. Tennur dregnar
fin s&rsauka. Engin veiki &
eftir eða gómbólga. —
Stofan opin kl. 7 til 9 & kreldin
Oflioe Hoia»iU»
Thome Maiu 694 4. Pboud Maio 6442
---THE--
Farmer’s Mm
COMFANY.
(KLACK A BOIiB)
HAFA EINUNGIS
BESTU VÖRUTEGUNDIR.
Einu umboðsmeRn fyrir
“SLATIiR” Skóna gððu.
f‘FIT-RlTE” FatnaðinH.
“H. B. K.” prjónafélagið.
“HELENA” pils og ‘waist’
kvenfatnaði.
Bestu matvörutegnndir.
“ DEERING ” aktiryrkju
verkfæri o, s. frv." •
Beztu vörur Lágt verð-
Fljót og nákvæm afgreiðsla.
Farmer’s Trading Co.,
TIIE QUALITY STOKB
Wynyard - Sask.
A. S. TORBERT ’ S
RAKARASTOFA
Er I Jimmy’s Hótol. B«sta verk, ágæt
v«rkfæri; Rakstur I5c eu Hórskuröur
25c, — Óskar viöskilta Islendinga, —
A. 8. BARDAL
Relur llkkistnr og amiast um átfarif.
Allur átbáuaður sé besati. Enfremur
selur hann aliskouar miuuisvarCa og
legsteiua.
121 NenaSt. Phone Garry 2152
Fréttabréf.
Ritstjóri Ileimskrúiglu.
■Tíðin alt fram að nýári hefir
vtrið frámuna góð, oftast blítt og
þurt. Líðan og heilsufar manna því
all gott. tín ofurlítið snjóföl kom
8. þ.m. og hélst í viku. Kaldast
mun haia orðið um 18 stig fyrir
ofan zero á Fahxeuhei't, en nú er
veðrið orðið gott aftur.
Félagslíf er í gó.ðu lagi. Messað
*r í hverjum mánuði. Annast séra
J ónas A. Sigurðsson það með sinni
al-þektu lipurð. Verður honum það
aldrei oíþakkað, því vandaverk
hlýtur það að vera, að halda sam-
an söfnuði og sunnudagaskóla með
al fárra oi; dreiíðra manna í stór-
borg.
þá heldur og lestrarfélagið okk-
ar, • Vestri’ fundi tvisvar í mánuði
og stendur fyrir ýmsum skemtun-
um, t.d. héldu þeir fyrirtaks sam-
komu á gamlárskveld, með ræðu-
höldum, söng, hljóðfæraslaetti og
vedtingum. — Kinni,e heldur Good-
templaratélagið fundi sína vikulejja
og er í góðu genei.
Nokkrir landar tóku sig saman
um að æfa Skuggasvein og ætla
að leika hann þann 10. febr. það'
er helzt söngfólkið, sem stendur
fyrir því, og má þar búast við
góðri skemtun, því alt skal vanda
— á að mála aý tjöld, bezta sal
bæjarins á að fá og búningar eiga
að verða sein allra íslenzkastir að
un-t er. Er búist við að landar frá
Blaine, Point Roberts og jafnvel
frá Vancouver komi að sækja þá
skemtun.
þeir herrar II. J. Jóhannsson og
Gunnar Matthíasson hafa kevpt
í félagi stóra lyfjabúð hér í Ballard
sem nefnist -The Casca.de Drug
Store’. tífalaust mun þeim hepn-
ast ]>að fyrirtæki vel, því báðir
eru vel þektir og drengir góðir.
Hiiui fyrnefndi er útlærður lyfja-
fræðingur.
Tveir ungir inenn fóru héðaa
um nýárið til Parkland University
og ætla að stunda nám þar í þrjá
mánuði, — þeir herrar Magnús
Matthíasson og Tryggvi Arnason.
Ilerra Baldur Guðjónsson, sem
um undanfarin 10 ár hefir verið í
Alaska, dvelur hér í bænum í vet-
ur.
þann 6. þ.m. andaðist < 1 lungur-
inn Kristinn Hermannsson, aö
heimili sínu á Bainbridge Island,
úr lungnabófgu. Séra Jónas A.
Sigurðsson jarðsöng hann. Ilann
la-tur eftir sig ekkju, frú Margréti
og tvö börn, Sigurð og Guörúnu,
bœði gift. — Kristinn Ilermanns-
son var í alla staði hinn mesti
heiðursmaður, og er sönn eftirsjá í
homim. Vottum við ekkju haits og
börnum innilega samhrygð okkar.
A annan í jólu-m voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jónasi A.
Sigurðssyni, Válhjá;mur Ögmunds-
son og Svafa Thorláksson. Fóru
brúðhjónin snöggva skemtiferð til
Blaine, tn settust svo að hjá móð-
ur brúðgumans hér í Ballard.
Að kveldi þess sama dags héldu
þau hjón Kristján Gíslason og
Hallfriður Hallgrímsdóttir sil.'ur-
brúðkattp sitt að heimili sínu í
BaJlard, þau fluttu hingað vestur
fyrir rúinurn 8 árum síðan, frá
Gardar, N.D. Var h-erra Gíslason
eána með fyrstu landnemum í
þeirri bygð, drengur góður og gest
risinn á íslenzka vísu. Um sjötíu
rnanns voru þar samankomnir og
gáfu vinir þeirra þeim hjónum sili-
urborðbúnað í minningar og virð-
ingarskytti.
Fáeinir gestir lengra að haía
heimsótt okkur : Frú M. J. Bene-
dictsson, frá Winnipeg, hefir dvalið
hér síðan á nýári. Héldu konur
henni samkomu þann 11. þ.m. Fór
þar fram stutt skemtiskrá og svo
veitingar, — alt ókeypis. Frú M.J.
B. flutti stu-tta en lipra ræðu, um
málefni það, er hún hefir svo lengi
barist fyr;r, — jainrétti karla og
kvenna. — Guðmundur Búdal, frá
Mozart, og J. G. Gíslason, frá EH-
ros, Sask., voru hér á ferð um
daginn, mjög svo alúðlegir m-enn.
Og er sönn ánægja, að fá slíkai
heimsóknir. þeir lögðu af stað
ht-imleiðis þann 14. þ.m.
Á sunnudaginn annan en var
flutti dagblaðið Post-lntelligencer i
tíeattle langa og skorinorta grein
með myndum um myndhöggvar-
ann islenzka, Einar Jónsson. Mynd
irnar, sem sýndar eru, eru þessar :
Listamaðuriim í starfsstoiu sinni,
Utlaginn, Maður og kona, Vatns-
gos, Afturelding, Ingólfur, Árstíöir
og Frelsi (þessi nö-ín eru þýdd úr
ensku, er því ekki víst aö þau séu
nákvæmlega eins og hjá höfundin-
um). — Blaðið segir meðal aim-
ars : “Ictlrnd, which gave us the
Sagas of Norse heroism, has just
given to the world a genius before
whom the art critics of Europe
are bowing in admiration. Iiis
name is tíinar Jónsson”. Og svo
attur seinna : ‘ Einar Jónsson is
great because he expresses himself
and his homelattd, the things he
knows, the ideals that he aspires
to.'lle is no imitator. He is him-
self. And no matt can be a great
artist who is anything else”. það
minnist einnig á up-pvaxtarár hans
Og segir að hann sé f-æddur 1874 að
Galtafelfi í Árnessýslu, hafi eins og
aðrir fraudasynir á íslandi mátt
vinna við slátt og sOJiaDínensktt ;
í fyrstu híifi hann langað til að
verða skáld, en það liafi algerlega
mish-epnast, svo hann fór að draga
upp myn-dir á pappír og hnoða
|>a-r úr kir, en honum híifi verið
bannað það ; síðan hafi hann verið
sendur í skóla og átt að læra til
prests, en það vildi hann ekki
verða. I.oks hjálpuðu vinir hans,
Valdimat prestur Bri-em að Stóra-
núpoi og Björn Kristjánsson banka-
stjóri í Reykjavík, hotuira til aö fá
föður hans til að senda hann úl
Kaupmannabafttar. þar lærði hann
hjá meistaranum Stephan Sinding
að höggva myndir úr steini. þar
hjá han:i sírui fyrstu mynd “Útlag-
inn”. Myndastyttan sýnir hálfvilt-
an mann berandi lík konu sinnor á
bakinu e:t ung-barn í fanginu. Ilin
liitga kðna, sem lt-efir v-egna ástat
sinnar yfirgefið alt til þess að
fylgja honum í útlegð, hefir dáið,
og ha:tn er nú að bera hana til
byggða svo hún verði grafin í
vigðri inol-d. — Myndin sýnir eiim-
ig annað, að ástin er öllum gefxn,
þar er ekkert manngreinarálit. —
þ-essi myndastytta stendur við dyr
Lan-dsbankans í Reykjavik. — Arið
1902 veitti alþingd honum styrk
um tvö ár til a-S ferðast um Rv-
rópu, fór hann til fjýzkalnds, Ung-
ver jalands og Italíu.
Virðingarfylst.
H. Siguröur Helgason.
1719 w. bárd St., Seattle, Wash.
Æfiminniug.
þann 20. nóv. sl. ain-daðist að
€29 Lipton St., Wimupeg, Sigurður
Guðmundsson, eittr 8 daga legu í
lungnabólgu, og var jarðsunginn
af séra Fr. J. Bergmann 23. s.m.
Ságurður sál. var fæddur á Gufu
skálum í Ytratteslir. í Snæfellsnes-
sýslu 24. marz 1862. Foreldrar
Guðmundnr Árnason og kona
hans Björ-g Guðmundsdóttir. —
þriggja ára gamall misti hanin föð-
ur sinn, og ári síðar giftist móðir
hans á ný Kristjáni Glríssyni. tíft-
ir eins árs búskap á Gufuskálu ,
fluttu þau að llnúka-brekku í Innra
neshr. í sömu sýslu. Eftir 10 ára
sambúð þeirra misti Kristján heáls
tm-a og lá rúmfastur í 10 ár. Og
varð þá Sigurður, 14 ára gamall,
að taka að sér búsýslu fyrir móð-
ur sína og stjúpa, og vakti sú á-
byrgö hjá hýnum starfsáhuga og
stjórnsemi, sein síðan fylgdi ho:i-
um til æfiloka.
þegar hann var 26 ára gamall
kvongaðist hann ekkju situti Sól-
rúitu Sigurbjörgu Guðmundsdótt-
ur, og b-juggu þau á Haukabrekku
í 17 ár, þar til þau fluttu til Win-
ndpeg og bjuggu þar síðan. þau
eigntiðust 11 börn og lifa 10.
þau fáu ár, sem Sigurður bjó
hér í -borg, -beitti hann sömu at-
orku og búskapar hagsýni, sem
jaínan áðttr hafði einkeiit hann, og
m-eð stakri ráðvendni og trú-
mensku ávann sér fylsta traust
allra, sem þehtu hann. þessir eigin
letkar geröu honum mögulegt, að
annasr sómasamlega. um sína
stóru fjölskyldu, þrátt fyrir lág
verka-laun en dýrkeyptar nauðsynj-
ar ; því svo sá hann vel fyrir
heimili sínu, að fáir hefðu betur
gert undii' líkum kringumstæðum,.
Mörg af börnum þeirra hjóna,
sem flest búa með móður sintti,
eru enn-þá ung, og má því telja
víst, að henni veitist erfitt, að
framfleýta þeim, og því tilfmnan-
legra er fráfall öigurðar sál. þeim
öllum. V i n u r.
(ísafold er vinsamlega beöia að
þirta þessa dánarfregn).
DANARFREGN.
Jjann 11. janúar 1911 andaöist
ekk jan þórsteina Júlía
ö i g ti r ð s s o n, að 638 McGee
öt., Winnipeg, Man. Hún var 26
ára, er hún dó, — þégar hún var
22. ára að aldri gekk hún að eiga
Jrórð öigurðsson, son öigurðar
sonar, er lengi bjó á R-ntiðamel í
önæfeUsttessýslu. Varð Jx’im eins
fxtrns auðið, er þau mistu á fyrsta
aldursári. — öamb-úð þeirra hjóua
varð mjög stutt, þar eð maður
hennar dó eftir tveggja ára sam-
búð, úr tæringarsjúkdómi, er einn-
ig varö hennar dauðamein tveim-
ur árum síðar.
Jrórsteina sál. var dóttir þór-
steins Ivinarssoitar, er lengi bjó á
Tunguseli í L-angatteshneppi í J>ing-
eyjarsýslu. Móðir henrtar var Elín
dóttir Kristjáns Kjemested, er um
tíma bjó á Hólum i HjTLadal.—
Ef-tirlifandi systkini hinnar látnu
eru Mrs. Clara Florentine Thomas
og tveir bræður, Jjórsteinn og
Kristján, hér í borg.
J>órsteina sál. eftirskilur stórt
skarð hjá öllu sínu samtíðarfólki,
er hana þekti, þar eð hún var
gædd ljómandi sálargáfum ásamt
hreinasta og bezta karakter. Hún
var þar af leiðandi elskuð og virt
af öllum. öé minning henuar bless-
u5. V i n u r.
THE DOMINION BANK
BORNI XOTRE DAME AVENCTE OG SHERBBOOKE RTREET
Höíuðstóll uppborgaður : $4,000,000.00
Varasjóður - - - $5,400,000 00
Vér óskum eftir viðskiftun verzlunar manna og Abyrgumst a* gefa heim
fullnægju. <Sparisjóðsdeild vor er sú stæista sem uokKur b«nlti he&r í
borgjnni.
Ibúendur þessa hluta borgarÍEnar óska að skifta við stofnun sem
Þeir vita að er algerlega trygg. Nafu vort er fulbrygging óhlut-
leika, Byrjið spari ínulegg fyrir sjtlfa yðar, komu yðar og börn.
Photie Wnrry 3tíO Seott Barlovr. Ráðsmaður.
Yitur maður
er varkár með að dr-ekka eátt-
gön-gu HREINT ÖL. þér getið
jafna reitt yður á
DREWRY’S
Redwood Lager.
það er léttur, freyðandi bjór, gerður eiogöngn
úr Malt og Ho-ps. Biðjið æ-tíð u<m haruu.
E. L. DREWRY, Manufacturer, Winnipeg
M.oð þvl að biöia mfínlega nm
“T.L. CIGAR,“ þá ertu viss aö
fá ágætan vindil.
■n (I’NION MADE)
Western Vlgar Faetory
Thomas Lee, eigandi Winnnipeg
STRAX
X l>ACT er BEZT AÐ GJC.KAÖT KAUT-
ANDI AÐ HEIM8KRINGLU. —
ÞAÐ ER EKKl 8EINNA VÆNNA-
Manitoba á undan.
Mani-toba hefir víðáttumikla vatnsfleti til uppgufunar og nr-
fellis. þetta, hið nauðsynlegasta frjóguttarskilyröi, er því trygt.
Ennþá eru 25 milíón ekrur óbygðar.
í-búatai fylkisins árið 1901 var 225,211, en er nú orðið u»n
500,000, sem má t-eljast ánægjuleg aukning. Arið 1901 var hveáti
og hafra og bygg framleiðslan 90,367,085 bushela ; á 5 árum
hefir hún aukist upp í 129,475,943 bushel.
Winnipag borg hafði árið 1901 42,240 íbúa, en hefir nú um
150,000 ; hefir nálega fjórfaldast á 8 árum. Skattskildar «gnir
Winnipegborgiar árið 1901 voru $26,405,770, e« áriö 1908 voru
þær orðnar $116,106,390. Höfðu meir en þrefaldast á 7 árum.
Flutn-ingstæki eru óviðjafnanleg,— í einu orði sagt, eru f
fremst-a ílokki nútíöartækja : Fjórar þverlandsbrautir liggja
um flXkið, fullg-erðar og í smíöutn, og með miðstöðvar í Win-
ni-j>eg. í fylkinu eru nú nálega 4 þúsund mílur aá fullgerðum
járnbrautum.
Manitoba hefir tekið meiri land-búnaðarlegum og elnalegum
framförum en nokkurt annað land í heimi, og er þess vegna á-
kjósanlegasti aðsetursstaður fyrir aJla, af því þetta fylki býður
beztan arð af vinnu og fjáríleggi.
Skrifið eftir upplýsingum til : —
JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toron-to, Ont.
JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, 'Winndpeg, Man.
A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliance Bldg., Montreal, Quebeci
J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba.
J. J. UOLDEN,
Deputy Minister af Agriculture and Immí.-gration, Winnipeg.
r
t
t
\
i
r
t
*
SÖGUSAFN IIEIMSKRINGUU
Ilólm og María vissu alt. Isabella hafði sagt
þeim frá vanvirðu sinni, sem hún kallaði svo. Hún
tiaiði talað um ást sina á Móritz, um hin svívirði-
lcgu svik, sem Kberharð framdi, til þess bœði að
hclna sín og neyða liana til ?.ð eiga sig síðar meir.
Nú var umræðuefnið um framtíð hennar. Hún
itlldt heldur deyja, en fara aítur í Ldljudal. — Hvern-
ig myndu foreldrarnir líta a þá dóttur, sem J>eir
vissu að hefði deytt sig sjálf ? —”
Hólm kom ekki með neinar mótbárur, enda er
ekki unt að sjá, hvernig hann gat það.
“ísabella”, sagði hann klökkur, “það er til máls-
hnttur, sem oft er notaður og hljóðar þanmg : Gröf-
in friðþægir fvrir alt. — Móritz Sterner, sem nú er
farinn til útlanda til þess að reyna að vinna btig á
sorg sinni, mun koma aftur og finna þig lifandi. Ást
haiis, sem aldr-ei hefir sloknað, blossar aftur upp. —
Ilann mun gleyma hinni fyrri Isabellu, sem hann á-
lcit vsnvirta, og að eins sjá þá brúður sína, hreius-
aða aí griifinni, sem var ástmey drauma hans, jafn
íagra, jafn heilaga og hreina sem áður. Jiann blett,
stm þú áður barst, mun hann ekki vilja muna eftir.
eða þá, að hann minnist hans með klökkum huga,
þegar hann athugar það, áð það var ást þín á hon-
mii, sem framleiddi hann. Vertu þess vegna vongóð,
IsabeVVa. Eftir 2 eða 3 ár verðurðu eins farsæl og
þj verðskuldar”.
ísabella hlustaði með athygli á þessl orð, og dá-
lílil von vaknaði hjá henni ov hresti hana. Ht.n
íann, að hún gat haldið áfram að lifa.
“En hvert á é«- að fara ?” spurði hún. “Ég á
tkki annað en þessa gullfesti, sem þú tókst af níð-
Ingnnm, sem ætlaði að ræna mig”.
“Ég hefi fyrirætlun, ísabella, sem ég álit góða”.
“I áttu mig heyra hana”.
“A litlu bændabýli í suðurhluta Smálaads”, sagði
FORLAGALEIKURINN 567
Hólm, “býr roskin kona með mjög virðing«rverðr;
iiegðun. Kona þessi er skyld mér fram í ættir, <>"
vlð liöfum ávalt verið góöir vinir og jain.tðarliga
skiifast á. lífni er hermanns ekkja, á engm börn
og býr sem nast einsetulífi á þessari li-tlu eig.i sinm,
sem er i ljómandi fallegu héraöi. Eg iieii nýlega
ft-ngið brcf frá henni, þar sem hún skorar íasllega á
m.g að finna sig. Ef þú vilt verða samterða tii
i.ennar, ísabella, þá er ég sannifærður um að liun
reynisl þfr sem góð móðir. þar getur þú lifað í
kyrð og ró, unz betri tímar koma”.
“ó”, sagði tinga stúlkan fjörlega, “ég fit'li cnga
æðri ósk en þá, að- komast í skemtilegt aísiðiá liggj-.
andi hérað, þar sem ég gleymist og engiuu jitkkir
m.g. Ég elska fyrirfram þennan góða ættingj t þinn,
Ilólm. Ilvað heitir hún?”
“Nafn hcnnar er ötröm, og heimiic hennar heitir
Álmvík”.
“Álmvík, ])að er fagurt aafn, en hvernig er konan
að öðru leyti?”
“Hún er viðfeldity blátt áfram og þægileg kona,
iiölega fimtug. J)ú mátt ekki búast við að finna
íieina viðhafnar mtntun hjá henni, en hjartagæzka
nennar vegur upp það, sem hana skortir í vitsmuna-
le«u tilliti. Hún hefir líka orðið að þola mikið, og
skiiur þig því þess betur og vertfur þér góð. Okkur
ei ónætt, að segja hanni nokkuð af æfisögu þinni.
ilun mun ekki misbrúka traust okkar”.
“tín”, spurði unga stúlkan, “hvernig á ég að
borga verti mína þar. Eg raá ekki ætlast til að hún
fæði mig fyrir ekkert”.
“J>ú verðnr að vinna, ísa-bella, og hjálpa lvenni til
við innanhúss störfm. Auk þess getur bú unnið þér
eitthvað inn fyrir hannyrðir, se-m þú kant til hlítar.
Að öðru leyti mtmu þeir tímar koma, að bú getir
borgaö henni það, sem hún lætur í té við þiv”. *
5..8 ÖÖGUSAFN HELMSKRINGLU
- “Eg samþykki alt”, sagði ísabella, “ef cg að eins
kemst burt úr þessu héraði. Nær eigum við að
faia ? ’'
“þe-oar þú ert orðin htil lieilsu”.
"J>að er ég nú þegar. En það er satt, ég verð
að selja gullfestina mína, sem nú hefir ekkert gildi
ljrii mig síðan rafhjartað týndist, og kaupa mér
íatilað f} rir þá penitiga, það tjáir hvort sem er ekki
að ég komi allslaus á }>etta nýja heimili mitt. Ég
á nú að eins líkklæðnað minn”, bætti hún við tneð
lirvpvu brosi, “og mig hryllir við að nota hann”.
•Yið sktilum útvega þér fatnað, Isabella”, sagði
Hólm. “Geturðu gizkað á, hvernig við förum að
því?”
“Nei”.
“Á morgun verðtir haldið uppboð á þvi, sem þú
Jézt eftir þig. Kg íer þangað og kaupi þann íatnað,
sem hú þarft. Ilvernig lízt }>ér á það?”
“það er góð hugm-ynd”, sagði ísabella brosandi.
“A þann hátt fæ ég að minsta kosti fatnaö, sem er
niatulegur. Tjn kauptu ekkert silki, — heyrirðu
það
“Nei, nei, en eru engir smámunir, sem þdg langar
til að fá aftur?”
* jú, en ég hefi enga peninga til að borga með”.
‘ bað gerir ekkert. Eg skal lána þér þá peninga,
sem til þess þarf. þeir tímar koma, að þú getur
borraað mér þá pendnga aftur”.
'fsa-bella n-efndi nú ýmsa smámtmi, sem hann skrif-
aði hjá sér til tninnis. J>að voru nokkrar bæknr, fá-
ein sönghefti og ýmsir smámimir, sem henn-i þótti
vænt um. Ilólm lofaði henni að kaupa alt þetta.
Svo var kallað á Maríu og henni sagt frá þessu,
sem liún samþykti með ánægju.
Jmð var nú ákv-eðið, að ísa-beila ,skyldi leggja nið-
ur aðalsnafnið, og taka sér annað al-ment nafn.
FQRLA GALEIKURINN 569
Nokkrum dögum cftir samtal þetta, fór ll-ólm á-
samt ísabellu af stuð frá Marienlundi um miðja nótt.
ísaibella fékk nokkuð af fatnaði síntmi fyrir milli-
göttgu Hólms, og þurfti því ekki að koitu allslaus á
n.v-ú hiimilið sitt.
Feiðin gekk vel, og því meir, scm Isabella fjar-
lægðist hið fyrverandi heimili sdtt, þess rólegri varð
hun. Hermi svipaði til fugla<naa, sem lengi hafa
gevmdir verið í búrum, en íá svo frelsi. Endurminn-
invin um liðna tímattn gat að sönnu ekki alveg horí-
ið úr huga hen-iutr, e:t jnmglyndi hennar var vægara.
Öorgin var auðvitað djúp, en hún var ekki vonlaus,
ekki örvilnuð. 1 httga sínum bjó htin hið nýja heim-
■)i út sem dálitla Ivden. Htán hugsaði sér hina góðu
irú Ström starfandi í eldhúsinn sínu, klædda mó-
rauðri pet'su, með húfu á höfðintt, og sjálfa sig sá
1 nn vera að gefa dúftmum fóður og vatna blómun-
um i litla garðinum í Álmvík. Hólm hló innilega,
þegar hún Iýsti sintt tilkomandi lífi. fyrir honum, með
fram al því, að harm gladdrst mjög yfir því að hún
leyfði vonuitum að bægja þunglyndinu á burt.
Síðar í sögu yessari verður aftur minst á ísa-
beilu. Hér skal þess að eins getið, að á nýja heimil-
:r.u fann hún það, sem hún hafði búist við, móður-
ltga vinkontt, sem von bráðar elskaði hana og opnaði
henm faðm sinn, og sem him áður langt leið trúði
íyrir sorgum sínum. Með fátim orðuin : friður nú-
tímans dró úr sorg og sárindum liðna tímans.
Und-ir þesstim kringumstæðum yfirgefum við
liana. Við v-erðum nú að fylgja un-glingnum, sem
litaðar ferð sinn: á brott frá æskustöðvum sfntim,
stm berst við hatrið til hei-msins og beiskjuna gegn
manneskjunum....... Tilfinningar, sem í hans huga
jafnast við ástríðuna, sem ekki getur dáið hjá hon-
um, ástríðuna fyrir fegtirðinni.