Heimskringla - 19.10.1911, Blaðsíða 3
HEIMSKRIN GLA
WINNIPEG, 19. OKT. 1911.
3. BLS.
EF ÞER HAFIÐ ENNÞA EKKI GJORT ÞAB--ÞA GJORIÐ ÞAB NU
Aldrei áður hefir annað eins tækifæri hoðist manni eða konu, til að vera með að
leggja undirstöðuna, undir iðnaðar-fyrirtæki, sem bæði yrði hluthafanum til stórhagn-
aðar, og jafnframt hænum sem það væri starfrækt í.
Að hjálpa bæjunum í Manitoba til betri og ódýrarí bygginga
er markmiði Manitoha White Granite Pressed Brick Company. Nú er tíminn kominn
að hægt sé að búa til ódýrari, betri og sterkari sandstein en áður, til almennings nota
bæði í Manitobafylki og utan þess.
Vér rekum vora starfsemi þar sem þér getið séð peninga yður ávaxtast
Yér ætlum að byrja á fyrirtæki voru hér í borginni í nánustu framtíð. Sérliver
vill heldur hjálpa sínu eigin fylki ef maður heíir trú á framfara skilyrðum þess.
BETRI BYGGINGAEFNI MED LÆGRA YERDI EN NU ER.
* Það er það sem Stefar System SiliciT múrsteinn er. Kaupið hlutabréíin nú. og skiftið með okknr í hin im komandi ágóða.
SKRIFIÐ OKKUR 1 DAG EFTIR NAKVÆMUM UPPLÝSINGUM.
Hlutabréf í Manitoba White Granite Ptessed Briek Company Limited, sem nýeeiið voru boðin til söln, ltafa selst mjög vel, og innan
skammstíma verða þau nppseld, þið er ekki ofc sem ahn •nningar fœr annað eias tækifæri og þetta, þö fin á fyrirtæki sem þess i er,
brýn í jafnstón i borgog Wmnipeg Þar sem svogríðar mikið er bygt ög efdrspurnin eftir byggingarefni, yíirstígur stórlega ft amleiðsluna.
Munið eftir, að þó að hlutabréfin hafi aðeins skamma stund verið á markaðinum, þá er meiri hluti þeirra seld-
ur. Það er hygginn maður sem kaupir fyrst, aðeins sá efasami hikar.
I THE MANÍT08A WHITE GRANITE PRESSEO BRÍCK COMPANY, LiMITEö
f WINNIPEG, Room 10 Edmonton Block, 385 Portage Avenue
i -
r/Af c'
N ,N „t> $N
MANITOBA
Duglegir umboðsmenn óskast.
Jóhannesi svarað.
Herra Jóhannes Jósefsson hefir
skrifaö tvœr greinar um mig í
Heimskringlu, báðar frámunalega
heimskandi, eins og að líkindum
lætur, því að höfundurinn er 'meir
reyndr at ákafa enn vitsmunum’,
eins og Snorri goði sagði um þor-
gils Hölluson.
Jóhannes hefir gert sér mikiö far
um að tefja lesendum Heims-
kringlu trú um, að hann hafi saett
árásum, ærumeiðingum og lygum
af minni hendi ; hann kemur til
þeirra eins og lítilsigldur óartar-
krakki, til að “klaga” og “segja
eftir”, og vill láta heita svo, 4em
hann sé eins konar píslarvottur í-
þróttar sinnar, og er undarlegt,
um svo hraustan mann, að hann
skuli leita þeirra ráða til að
sníkja sér meðaumkun manna og
hylli. Kveinstafir hans eru átyllu-
lausir. Ég hefi til þessa sýnt hon-
um óverðskuldaða kurteisi og
vægð í rithætti, eins og ég ætti
orðastað við siðaðan mann, —
ekki fólskan þræl.
Tilefni þessarar deilu er það, að
Jóliannes skrifaði grein í Strand
Magazine í vetur, sem hét.‘Glima’
og fylgdu henni inngangsorð frá
ritstjóranum. Mér sýndist margt
mishermt, bæði í grein Jóliaunesar
og orðum ritstjórans, og lét þá
skoðun í ljós í stuttri grein og
hógværri í Lögbergi. Grein þeirri
svaraði Jóhannes í Heimskringlu í
sumar. — Um líkt leyti barst
hingað grein um sama málefni, eft-
ir einhvern “von Sv.”, sem aldrei
hefir látið til sín heyra áður né
síðan. Ilann ritaði í blaðið ‘Vísi’ í
Reykjavík, beindist að mér og tók
málstað Jóhannesar, sagði grein
hans væri ekki um glímur, heldur
“sjálfsvörn” Jóhannesar, og margt
skrifaöi hann fleira spaklegt. Ég
svaraði þeim manni fám orðum og
varð mér að kalla hann “snudda”,
og sé ég, að Jóhannesi hefir þótt
orðið nógu gott, því aö hann tek-
ur það til láns hjá mér í Heims-
kringlu-grein sinni, og er það eina
hjálpin, sem hann veitir þessum
nauðstadda bókmentabróður sin-
um.
En svo að ég víki aftur að Jó-
hannesi, þá prentaði ég megnið af
Hkr.-grein hans i Lögbergi, með
athugasemdum og svörum (sbr.
Lögberg 17. ágúst 1911). í sein-
asta blaðj Heimpkringlu reynir Jó-
liannes að hagga við sumum svör-
um mínum, og skal ég athuga,
hversu vel það tekst.
J>að var ein kenning Jóhannesar,
að Islendingar hefðu leynt glímum
fyrir útlendingum, og vildi hann
sanna það með því, að þeir hefði
aldrei sýnt þær útlendingum fyr en
1874. Ég neitaði þessari “leyndar-
dóms kenningu” hans, sagði ís-
lendinga' engar íþróttir hafa sýnt
útlendingum, fyr en á allra síð-
ustu árum. Hitt vita allir, að þeir
iðkuðu íþróttir af miklu kappi í
fornöld, en ég man ekki, að þeir
færi nokkru sinni til annara landa
til að “sýna íþróttir”, það er að
segja : hafa ofan af fyrir sér með
íþróttasýningum, eins og nú ger-
ist. það var hending ein,
að Kjartan Ólafsson þreytti sund
við ólaf konung, eins og sjá tná
af sögunni. Hann fór ekki til Nor-
egs í þeim erindagerðum að “sýna
sund”. J>að er tvent ólíkt, a ð
bregða einhverriíþrótt
fyrir sig, þegar svo ber undir,
eða að “sýna” íþrótt. J>að eru
jafnvel sögusagnir um, að íslend-
ingar g 1 í m d u erlendis, og hef-
ir Jóhannes þó þvertekið fyrir, að
þcir hafi sýnt þær (þ.e. haldið sýn-
ing á þeim).
í öðru lagi erum við Jóhannes
ekki sammála um aldur gl mna.
Hann sagði í ensku ritgerðinni, að
íslendingar hefði iðkað þær síðan
árið 1100, og í Heimskringlu
komst hann svo að orði um sama
efni í sumar :
“v.H. veður algerlega í villu, er
hann segir glímuna miklu eldri en
frá 1100, og flutta til íslands með
Norðmönnum. Enginn veit með
vissu, hvenær glima þessi hefst, en
sögur höfum við ekki af henni fyr
en EFTIR 1100 (er engin prent,
villa). Hvar glímtinnar er getið
miklu fyr í fornsögunum, er mér
ókunnugt um, hefi hvergi getað
fundið það, þó leitað þess all-ítar-
lega fyrir nokkrum árum, er ég
var að grenslast um upphaf glím-
unnar.— Sanngjarnt væri að v.H.
benti á, hvar hann hefir rekist á
glímu fvrir þennan tíma. — Ekki
má þó blanda saman fangbrögðum
og glímu, því að það er tvent ó-
líkt. Fangbragða er vitanlega get-
ið miklu fyr og það strax og sög-
ur hefjast, en það er ekki íslenzk
elíma. Fangbrögð til forna voru
Jík fangbrögðum nútímans, sem sé
“catch-as-catch-can” og grísk-róm-
versk, þótt vera megi að talin hafi
verið byl.ta .öðru vísi en nú er”.
Svar mitt við þessum kafla var
þetta :
“Eg hefi ekkert um það lullyrt,
að Norðmenn (c: landnámsmenn)
hafi flutt glímuna til íslands. Ég
gat þess að eins til. Ilitt fullyrði
ég, að glímna sé getið á íslandi
löngu fyr en 1100.. J>að sannar ekk-
ert, þó Jóhannes hafi ekki fundið
það. Ilann hefir ekki leitað af sér
allan grun. Ég bið hann nú að
lesa vandlega, það sem hér fer á
eftir :
Orðabokar höfundarnir Cleasby
og Guðbrandur Vigfússon, telja
það elztu frásögn um glímu, er
segir af viðureign J>órs og Elli í'
Snorra Eddu (“The earliest match
recorded is that of Thor and the
giantess Klli”—Cleasby’s onðabók,
bls. 20 við orðið glíma). Sögnin
er æfagömul. Snorri kallar það
ekki berttm orðum glímu, scgir að
Elli leitaði bragða og kom J ór á
kné. i
þá er að athuga sögurnar :
Glímna er svo víða getið i forn-
sögum, að ég nenni ekki að tina til
allar tilvitnanir. Ég ætla ,að eins
að nefna þrent :
I. í Iígils sögu SkallagrÍ!itssot>ar
segir, að “Egill var m j ö k
a t g 1 i tn u m ” (Egils saga 40.
kap.)
J>etta er sagt txm Egil, er hann
,var sex vetra, eða árið 907.
■ II- í 10. kapítula Gunnlaugs
I sögu Ormstungu, er frásögn sú,
! er hér fer á eftir ;
“J>órðr hét maðr. Hann var
ibóildason þar á Sléttunni. Ilann
'gekk i glímur við þá kaup-
mennina, ok gekk þeim illa við
hann. J>á varð komit saman fangi
með þeim Gunnlaugi. Ok um nótt-
ina áðr hét þórðr á þór til sigrs
sér, ok ttm daginn.er þeir fundust,
tóku þeir g 1 í m u. J>á laust
Gunnlaugr báða fætrna undan
J>órði ok feldi hann mikit fall ; enn
fótrinn Gunnlaugs stökk ór liði,
sá er hann stóð á, ok féll Gunn-
latxgr þá með þórði”. (Gunnlaugs
saga, bls. 31, útgáfa Sig. Kr.).
J>etta gerðist haustið 1005.
III. Oft er getið um gltmur í
Grettis sögu. Um Auðunn frá Auð-
unnarstöðum og Gretti segir svo ;
“tókust þeir á fangbrögðum ok
glímdtt”. það var á Miðfjarðar-
vatni árið 1010.
! Ég vona að öllum skiljist það af
þessum fáu tilvitnunum, að glímur
1
hafa tíðkast á íslandi löngu fyrir
árið 1100, og það gengur yfir mig,
að Jóhannes skyldi hvergi rekast á
þetta. það hlýtur að vera mis-
minni hans, að hann leitaði þess
“all-ítarlega”.
Ég get ekki að því gert, mér
þykir Jóhannes hreykja sér nokkuð
hátt, þegar hann ætlar að skafa
glímu-nafnið úr öllum Islendinga-
sögum og setja í þess stað ‘‘catch-
at-catch-can” (!!!), og neita svo
með ósvifnislegri frekju, að glímur
sé Tiefndar í fornsögum, fyr en ár-
ið 1100. Ég gæti tilfært fjölda-
mörg dæmi önnur, þar sem glímur
eru nefndar í fornsögunum, en það
er að bera í bakkafullan lækinn.
En ég ætla að tilgreina orð Dr.
Björns Bjarnasonar um þetta efni>
Hann hlaut doctors-nafnbót fyrir
ritgerð um íþróttir fornmanna á
Norðurlöndum, og hefir samið is-
lenzka bók um þær. Ég vænti þess
að lesendur Heimskringlu beri ekki
minna traust til hans en “vísinda-
mannsins” Jóhannesar Jósefsson-
ar. — Dr. Björn segist ekki geta
sagt, livenær glímur hefjist, en
bætir þesstt við nokkru síðar :
%
“En hvað sem líðtir þögn eða
sögn fornritanna, þá er víst um
það, að eftir þeim kjörum, sem
líkams þróttirnar gátu átt að
fagna á hinum ýmsu þroskaskeið-
um þjóðfélagslífsins, eru meiri lík-
ur til, að glímulistin eigi upptök
sín í lveiðni, á sögu-öldinni, þá er
fimleiksástin og rækt manna við
i l'kamsmentir stóð sem hæst, held-
xir en síðar, á fyrstu öldum kristn-
innar, er íþróttunum fór óðum að
hnigna. Ég þykist jafnvel mega
hafa það fyrir satt, að glímu-
íþróttin sé afspringur þjóðlegustu
skemtana Islendinga á sögu-öld-
inni, knattleikanna, eins og síðar
mun drepið á nokkru nánar”. (Dr.
Björn Bjarnason : Iþróttir forn-
manna, bls. 190 til 191).
Hin sögulegu ágreiningsefni okk-
ar Jóhannesar eru ekki orðin önn-
ur en þessi. En svo hefir Jóhannes
farið í “aðra sálma”, og stráð
grein sína nokkrttm skamma-orð-
nm um mig, sem ég kippi mér
ekki upp við. þeim er svo “meist-
aralega” fvrir komið hjá honum,
að sum tákna lítið og önnur alls
ekki neitt.
| J>ess þarf varla að geta, að all-
ar tilvitnanir Jóhannesar í grein
mína, eru slitnar úr samhengi og
ruglað á margan hátt. Ég gat
l
ekki búist við öðru af honum. En
hins hafði ég vænzt, að hann gæti
lesið rétt það, sem» hann
hafði prentað fyrir framan sig,
“en sú von brást líka algerlega”,
eins og karlinn sagði, og skal ég
nú færa sönnur á þetta hvort-
tveggja.
En þegar þær koma frá hoDum,
gerist þess ekki þörf. Mér kemur
ekki í hug hæfari lýsing á þeim en
þessi orð Goldwin Smith’s :
“Your expressions can touch
no man’s honor — they are
the stingless insults of a
coward”.
Jóhannes segir í Heimskringlu :
1 “Énn bætir ‘v.H.’ þvi við, að
ég leggi niður “skottið” fyrir út-
lendingunum, með fullri meðvitund
þess, að það eru níðingsleg ó-
merkisorð, sem enginn heiðvirður
maxður myndi láta sér um munn
fara, eftir að ég er búinn að
S A N N A það bæði í ORDI og
VERKI, að ég held mínum hlut
geiglaust fyrir hvaða útlendingi
sem er”. —
Éir hefi aldrei sagt, að Jóhxtnnes
“leggi niður skottið fyrir útlend-
ing u n u m ”, eins og Jóhannes
kemst að orði. Jóhannes hefir
sjálfur gefið sér þann vitnisburð ;
en hitt hefi ég sagt, að hann
“leggi niðtxr skottið frammi fyrir
útlending i n tt m ” (það er að
segja : einum tilgreindum út-
lendingi), og tók ég svo til |
orða fyrir þá sök, að rit-
stjóri Strand Magazine kallaði Jó-
hannes ranglega “heimsmeistara”
í glímu, og fiutti margar fjarstæð-
ur um glímurnar, án þess Jóhann-
es teldi sér skylt að leiðrétta. i
J>ess vegna sagði ég um J óhann- '
es : “Hann rís upp á afturfæt-
urna við ummælum mínum, en
leggur niður skottið frammi fyrir
‘útlendinginum’.” Jóhannes liefði
getað sparað sér þenna greinar-
kafla sinn, alla stóru stafina og
hreystiyrðin um sjálfan sig, ef
hefði gefið sér tóm til að stafa sig
fram úr orðum mínum, úr því að j
hann gat ekki lesið þaðt
Jóhannes ætlast liklegast til, aö
það sé lesið út úr seinustu línun-
! um í grein hans, að það sé lífs- )
stefna min og atvinnuvegur að
skrifa ærumeiðandi lygaskammir
um meðbræður mína, og áðttr í
greininni spyr hann, hvort það
geti verið, að ég hafi einhvern bak-
hjall, sem borgi mér fyrir að
^sverta sig og svívirða í augttm
, landa sinna með ómerkilegum ó- ,
sannindaklausum.
Ef aðdróttanir þessar og spurn-
ingar kæmi frá málsmetandi
manni, eða jafnvel einverjum öðr-
um en þessum Jóhannesi, þá væri
ástæða til að mótmæla og svara.
'v H”
VFRZUJN m SÖLU
að Antler, Sask. Vörubj-rgðir 7—
8000 dollars virði ; þar af þarf
ekki að borga meira en aJ-
sláttur 6 prósent. Ef meira et
borgað, þá 5 prósent afsláttur á
því. Verzlunarbúðin er 26x60 og
vöruskúr 26x40 ft. — Samkomu-
salur bæjarins uppi á lofti, sem
gefur góða inntekt ; ank þessa ero
5 íbúðar-herbergi. Bygginguna má
leigja fyrir 50 dollars um inánnð-
inn, eða kaupa með ágætisverði
og með góðum kjörum. — Eiuka-
sölubúð fyrir Ogilvies mjöl og fóS-
ur. Umsetning er ttpp á 20 til 25
þúsundir árlega.
Ágætt tækifæri. NáiÖ í haust-
verzlunina.
Hr. Bogi Evford á nú og starf-
rækir Antler hótel, og þætti hon-
um vænt tim, að islenzkur verzL
unarmaður væri í bæntim.
Skrifið fllótlega eftir frekarí
upplýsingum til
MAGNUS TAIT
Box 145 ANTIÆR. SASK.
Giftingaleyfisbréf
SELUR
Kr. Ásg. Benediktsson
424 Corydon Ave. FortRouge
Winnipeg Renovating
Company
H. Schwartz, Custom Tailor
Sauma föt eftir niíiii mjög vel
°8 fljótt. Einnig lireinsa, pressa
og gera við gömul föt.
557 SARGENT AVENUE
Phone Garry 2774