Heimskringla - 19.10.1911, Blaðsíða 4
4. BLS.
WINNIPEG, 19. OKT. 1911.
HEIMSKEINGLA
PUBISHED EYEBV THUHSDAi, BY
XHc.
HEIMSKRINGLA NEWS & PUBLISHING COMPANY, LiMITED
Verö bla6s!ns 1 Canada Banda ik nm, $2.00 um 6ri9 (fyrir fram borsað).
Sn..t til Islands $2.00 fy.lr fram borgaO).
B. L. liAL.D WINiON, Edilor d' Manager
729 Snerbrooke St., Winnipeg. Box 3083 Piione Garry 4110
Þýðing orðanna.
Öll orS hafa þýöingu, eina sanna
og rétta þýðingu ; en til þess að
skilja orðin rétt, útheimtir mál-
fræðisléga þekkingu, sem ekki er á
annara valdi en þeirra, sem tals>
vert mikið hafa lagt sig eftir námi
þeirrar fræðigreinar. Ýms orð hafa
og fleiri en eina þýðingu, eða með
öðrum orðum : þau hafa breyti-
lega þýðingu, eftir því sambandi,
sem þau hafa við önnur orð í
málsgreinum þeim, sem þau eru
sett í.
Enginn getur með sanngirni ætl-
ast til þess, að ómentaðir útlend-
ingar, sem hingað koma til lands-
ins, skilji orðin í hélenda málinu
niður í kjölinn. þeir þekkja ekki
rætur þeirra, né vita hvaðan þær
eru runnar. Yita því ekki, hverj-
um stigbreytingum orðin hafa tek-
ið, og geta enga grein gert sjálf-
um sér eða öðrum fyrir réttri þýð-
ingu þeirra ; og þó eru til menn
af vorum þjóðflokki, og þeir ekki
svo fáir, sem — þótt þeir séu ný-
lega að heiman komnir hingað
vestur og hvorki skilji né geti
mælt hérlent mál, — álíta sig færa
um að dæma um gildi og þýðingu
orða í ensku máli, fyllilega á móts
við þá, sem hér hafa dvalið meira
en þriðjungs aldar skeið og á öllu
þvi tímabili hafa iagt ítarlcga
stund á,‘ að ná sem fullkomastri
þekkingu á málinu.
Sem dæmi má nefna þau tvö
orð, sem höfð eru til að tákna
hina tvo aöal-pólitísku flokkana
hér í landi, — orðin : C o n s e r -
v a t i v e og Liberal. þessi
orð hafa verið á vörum landa
vorra alla jafna síðan þeir komu
hér til landsins, en óhætt mun að
fullyrða, að mikill hluti þeirra hef-
ir alnrei lotið að því, að gera sér
neina glögga grein fyrir hinni
sönnu þýðingu þeirra orða, og þvi
síður ltafa þeir gert sér grein fyrir
því, hvernig þessir tveir flokkar
hafa framfylgt hver sinni stefnu,
og hvort að stefnurnar hafa verið
í nokkru samræmi við hina eigin-
jegu þýðingu nafnanna, sem hvor
flokkurinn um sig hefir tekið sér,
sem tákn þeirrar stefnu er þeir
hafa viljað fáta alþýðu manna
skilja að þeir berðust fyrir.
Ilvað orðinu Liberal við-
víkur, þá er þýðing þess orðs svo
ljós, að um ekkert þarf að villast.
Orðið er fagurt og aðgengilegt og
hefir glæsilega þýðingu, — og af
því mun það vera, að svo margir
af löndum vorum skipa sér —
fyrst eftir að þeir koma hingað
vestur og á meðan þá skortir öll
þekkingarleg skih-rði til þess með
sjálfstæðri og grundaðri dóm-
greind, að geta ályktað um stefnu-
gildi hinna tveggja aðal-pólitisku
flokka landsins — undir merki
flokksins, sem kallar sig ‘Liberal’.
Websters orðabók skýrir svo frá,
að orðið Conservative
þýði verndari, sá, sem við-
heldur og verndar það sem er, og
er andvígur ótimabærum breyting-
um á verandi fyrirkomttlagi í ríki
eða kirkju ; — sá, sem vill við-
halda núverandi mannfélagsskipu-
laei, andvígttr nýbreytni og breyt-
iitgum.
Websters orðabók segir orðið
Conservative þýði í p ó 1 i-
tiskum skilningi:
“Adhering to existing institu-
tions, especially in Great Bri-
ta>n. Belonging to or charac-
teristic of the party opposed
to radical reform, mcasures or
changes in church or state for
which the time does not seem
ripe ; term opposed to liberal,
tending to preserve. Preserva-
tive”.
Imperial Encyclopædic Diction-
ary, gefinn út í New York og Lon-
don árið 1901, skýrir orðið C o n -
servative á þessa leið :
1. “Tending to preserve from
loss, vaste or injury”.
2. ‘ Desirous of preserving the
existing institutions of the
Country, or, if any of them
must needs to be altered, then
keeping the changes within the
narrowest possible limits”.
3. “A person or Being, who con-
serves or preserves anything :
a preserver”.
Eftir þessar skýringar fylgir í
síðarnefndri orðabók langur kafli
um stefnur hinna tveggja pólitísku
ílokka á Englandi, sem þar voru
t upprunalega nefndir W h i g og
! T o r y flokkar, og virðist óþarft'
að setja þann kafla hér. En hitt
er ljóst, að í hvorugri orðabókinni
er hvergi gefið til kynna, að orðið
Conservative þýði afturhald eða
retrogression.
Afturhalds-hugmyndin er til orð-
in í íslenzkum heilum, sýnilega í
jteim tilgangi, að fæla þekkingar-
snautt fólk frá Conservative flokk-
inum, og þá um leið að hæna það
að Liberal flokknum — fyrir nafn-
ið einsamalt, sem ætíð lætur vel í
eyrum og bendir til frjálslyndis og
framfara. Af þessu er það, að svo
mikill fjöldi af fólki voru hefir
fyrst eftir að það kom að heiman
“KenRÍS á nafnið”. því
hefir óspart verið talin trú um
það, að llokkarnir bæru nöfn sín
með rentu, — að Liberal ílokkur-
inn væri í sannleika hinn eini frjáls-
lyndi og framfara flokkurinn í Can-
ada, og að allir frjálshugsandi
menn, sem framförum ynnu, ættu
að sjálfsögðu að tilheyra þeim
ílokki. Jafnframt hefir það verið
prédikað fyrir þeim, að orðið ‘con-
servative’ þýddi afturhald, og að í
Conservative flokknum væru að
eins þeir menn, sem væru svo ó-
frjálslyndir, að þeir berðust móti
öllu því, sem að framförum lands
og þjóðar lyti ; — og veslingarnir
ókunnugu hafa gleypt agnið, ald-
rei dottið í hug, að krefjast nokk-
urra sannana um þetta, en tekið
það sem helgan sannleika, hugsun-
ar og þekkingarlaust. þeir hafa
talið það sjálfsagt, að fylla hóp
hinna “frjálslyndu framfaramanna
í landinu”, en að forðast sem
mest öll mök við “illþýði” það
hið íslenzka, sem myndaði aftur-
haldsliðið hér vestra. þessum ný-
komendum hefir aldrei dottið í
hug, að kynna sér sögu hinna
tveggja flokka, eða að gera nokk-
ura tilraun til þess, að gera sér
það ljóst, hver þeirra væri í raun
réttri hinn sanni framfaraflokkur
landsins, og hver þeirra hefði
meira unnið til hagsbóta ríkinu,
alt frá bvggingu lands þessa fram
að þessitm tima. Og enginn þess-
ara manna mundi með nokkrum
sögulegum rökum geta bent á
nokkra stjórnarathöfn Conserva-
tive flokksins í þessu ríki.sem mið-
að hefði til afturhalds eða staðið
í vegi fyrir framförum þjóðarinn-
ar, því að þær hafa allar lotið að
uppbvggingu landsins og verndun
atvinnuvega þjóðarinnar, — með
öðrum orðum : allar miðað til
efiingar og framfara ríkisins.
þetta verður öllum löndum vor-
mn þeim mun kunnugra, sem þeir
fá nákvætnari og fullkomnari þekk-
ingu á sögu þessa lands og stjórn-
arathöfnum beggja pólitísku flokk-
anna. þess vegna hefir þeim ís-
lendingum farið sífjölgandi á síð-
ari árum, sem aðhylst hafa stefnu
Conservative flokksins og léð hon-
um fylgi sitt, — þar til nú að svo
er komið, að óhætt mun að full-
yrða, að þeir séu alt eins margir,
sem honum fylgja að málum, eins
og hinir, sem ekki gera það.
Til eru enn aðrir pólitískir flokk-
ar, þótt þeirra gæti lítið hér í
Canada, sem andvígir eru báðum
aðal-flokkunum, þeim Conserva-
tiva og Liberala ; annar þeirra er
Sósíalista eða Jafnaðarmanna
flokkurinn, sem ennþá hefir ekki
ákveðnari stefnu í stjórnmálum en
svo, að vart finnast nokkrir tveir
af þeim flokki, er skýri hugsjónir
ílokks síns á sama hátt. þeim
kemur saman í því einu, að hat-
ast við báða aðal-flokkana, og
rægja þá meðal alþýðunnar. En
svo eru þeir veikliðaðir, að þeir
hafa sjaldnast nokkurn úr flokki
sínum til þess að sækja um þing-
mensku undir eigin merkjum sín-
um, en slást þá fremur i lið með
Líberölum en að sitja hjá alger-
lega aðgerðalausir.
Ilinn flokkurinn nefnir sig An-
arkista. þeir eru andvígir öllum
stjórnmálaflokkum og allri stjórn,
hverju nafni sem nefnist. þeir hafa
enga aðra stefnu en stjórnleysis-
stefnu, og til þess að auglýsa þá
stefnu sina hafa þeir það að fram-
kvæmdum, að drepa stjórnmála-
tnenn og þjóðhöfðingja. Aðrar
framkvæmdir eða göfugri veit eng-
inn til að sá flokkur hafi nokkurn-
tíma haft ; — að þvf einu undan-
teknu, að hann hefir nokkrum
sinnum látið drepa sína eigin með-
limi, þegar þeir reyndust of hug-
lausir til þess, að framkvæma þau
niðingsverk, sem stjórnarnefnd
flokksins hafði lagt þeim fyrir að
vinna. — þessi Jlokkur getur enga
framtíð átt með nokkurri siðaðri
þjóð í heimi. Og Sósíalista eða
lafnaðarmanna fiokkurinn svo-
nefndi, verður áreiðanlega mjög
veikliðaður hér í landi um langan
ókominn tíma.
En að því leyti sem þessir flokk-
ar báðir taka nokkurn þátt í þjóð-
málum þessa lands, þá fylgja þeir
Liberals að málum. það er svcf
þægilegt fyrir þá, að geta auglýst
I sig í flokki hinna ‘‘frjálslyndu” ; —
I þó annar þeirra, að minsta kosti
sé ekki í eðli sínu frjálslyndari en
svo, að hann getur ekki unnað
þeim lífs, sem verja hæfileinum sín-
| um, tíma og kröftum i stjórn-
fræðilegar þarfir þjóðar sinnar. —
þess vegna gerast þeir rekkju- og
mötu-nautar Liberal flokksins.
það, sem margir af löndum vor-
um hafa í orði kveðnu aðallega á
móti Conservative flokknum, er
það, að hann sé auðmannaflokkur-
inn ; — að undir merki hans skipi
sér aðallega höfðingjar og auð-
menn landsins, en að í Liberal
flokknum sé alþýðan, — hinir efna-
lega voluðu. — Hvar er nú sá ís-
lendingur eða nokkur annar mað-
ur, sem rökstutt geti þá staðhæf-
ingu, að á sl. 15 árum hafi ekki
verið fleiri auðmenn í Liberal
flokknum en í Conservative flokkn-
um ? Og hver getur sagt, að því
er Islendinga snertir, að ekki séu
í Liberal flokknum þeir efnuðustu
á meðal vor, og þeir, sem eru að
revna að mynda hcr íslenskan
höfðingjaflokk ?
það virðist alveg ljóst, af því,
sem að framan er sagt, að orðið
‘conservative’ getur ekki þýtt aft-
urliald, heldur þýðir það íhald,
viðhald og vernd. Conservative-
flokkurinn er íhalds og verndar-
flokkur.
Laurier-stjórnin myndaði fyrir
láum árum hina svo nefndu “Con-
servation Commission”, eða vernd-
unarnefnd. Hún er til þess skipuð,
að varðveita náttúru auðæfi ríkis-
ins, svo sem vatnsafl, skóga og
íleira þess háttar. Starf þessarar
nefndar lýtur alt að því, að
vernda þjóðeignirnar og með því
efla framfarir landsins á þann
hátt, að tryggja komatidi kj-nslóð-
itm ríkisins full not þessara auð-
æfa. Enginn óvitlaus maður
myndi í alvöru halda því fram, að
þetta væri afturhaldsnefnd, eða að
starf hentiar og stefna sú, sem or-
sakaði myndun hennar, væri aftur-
hald.— Orðið conservation
er hér notað í sinni r é t t u og
s ö n n u merkingu : VERND.
í Canada hefir Conservative
ílokkurinn verið og er þektur sem
tollverndunar-flokkur. Jtað er að
segja sá ílokkur, sem þannig vill
haga tollmálum ríkisins, að inn-
lendur iðnaður sé verndaður í hví-
vetna og atvinnuvegir þjóðarinnar
auknir og efldir. Enginn getur með
sanni sagt, að í þessari stefnu fel-
ist nokkurt afturhald, heldur þvert
á móti algjör efling og framför.
Enda er oss ókunnugt um, að til
sétt í Canada ríki nokkrir borgar-
ar, að Islendingum einum undan-
skildum, sem nokkurntíma hafa
nefnt Conservative flokkinn aftur-
haldsflokk, eða skoðað stefnu hans
afturhaldsstefnu, sem og ekki held-
ttr er von, þegar hann er dæmdur
í ljósi þeirrar reynslu, sem þjóðin
hefir af honum haft síðan hann
fyrst myndaðist í Canada.
Robert Laird Ecrccr.
Hvað sem nú kann að vera skoð-
ttn manna, þá er ekki því að leyna
að margir einlægir Conservativar
í Canada hafa á liðnum árum litið
svo á, að HÓn. R. L. Borden hafi
verið óheppilega valinn til þess að
leiöa flokkinn til sigurs, og stund-
um hefir á liðnum árum litið svo
út í fljótu bragði, sem nokkuð
væri hæft i þessu. En þeir, sem
nánnst kynni hafa af honum haft
og mest hafa ttnnið með honttm
að þingstörfum, hafa haft alt aðra
skoðttn. þeir hafa verið eindregnir
með því, að hann héldi formensku-
stööunni. Og þó að hann hafi —
samkvæmt venjtt — sagt af sér
formensku-stöðunni á flokksþingi í
Ottawa á fyrsta fttndi flokksins
eftir almetinar kosningar og ósigttr
hans, — þá hefir flokktirinn í hvert
skifti eindregiö samþvkt, að halda
honum í leiðtogastöðnnni.
Nú, þegar hann í broddi flokks-
fvlkingar sinnar hefir leitt sig og
flokkinn til sigurs, er fróðlegt að
skygnast lítillega inn í ýms æfi-
atriði þessa manns, lyndiseinkunn-
ir hans og hæfileika.
það skal þá fyrst fram tekið, að
hann er þriðji stjórnarformaður
Canada, sem fæddttr er í Nova
Scotia fvdki. þeir Sir Charles Tup-
per og Sir John Abott vortt báðir
fæddir þar.
ITon. R. L. Borden er fæddur að
Grand Pre, Nova Scotia, 26. jtiní
1854, og er því nú 57 ára gamall.
Faðir hans var skólakennari og
ekki auðugur. Ungi Borden ólst
ttpp hjá föður sínum á búgarði
hans, og vann á uppvaxtarárunum
hver þau störf á landi föður sins,
sem til féllu og ltann gat unnið, —
jafnframt því sem hann stundaði
alþýðuskólanám eins og aðrir pilt-
ar þar í héraðinu. Faðir hans er
löngu látinn, en móðir hans, sem
nú er orðin 87 ára gömul, býr enn
jtá í gamla hvítmálaða húsinu að
Grand Pre og ttnir æfinni þar. —
þangað fór Mr. Borden til að
finna móður sína strax að kosn-
ingunum afstöðnum, þann 22. sept-
ember, til þess að þiggja blessun
hennar og gleðja hana með dag-
stundardvöl — h e i m a.
Svo segja gömul mttnnmæli, að
upphaflega hafi forfeður Bordens
komið til Canada frá Suððr-Frakk
landi, og að þá hafi nafn þeirra
verið Bourdon. En sjálfur segir
Borden, að allir forfeður sínir hafi
lifað eingöngu undir brezka fánan-
um.
Gamli Andrew Borden, faðir for-
sætisráðherrans, var bóndi og
skólakennari, bókmentamaður mik
ill, og átti hann á heimili sinu
stórt og verðmætt bókasafn. —
Kona hans hét Eunice Laird, og
var og er talin mesta valkvendi.—
þegar Robert Laird Borden var 14
ára gamall, fór hann úr skóla og
tók að stunda nám án annarar til-
sagnar en föður síns. Mun hann
hafa gert það til þess að hafa þess
meiri tíma til að hjálpa föður sin-
um á landi hans. Nokkru síðar
tók hann að kenna á skóla og um
leið að lesa lög. Bóknám sitt
stundaði hann af kappi miklu, og
með svo mikilli reglu, að hann
varði til þess ákveðnum klukku-
stundafjölda á hverjum degt. Auk
lögspekinnar lærði hann og þar
jtær fræðigreinar, sem alment voru
kendar á æðri skólttm í þá daga ;
þar með latínti og grísku, þýzku
og frönsku, en aðal-stund lagði
ltann á frönsktt-námið. Smámsam-
an tók hann að tala opinberlega á
frönsku, og á einum fttndi ávarp-
aði hann Jjjóðverja alt í einu á
þeirra eigin máli. — Mr. Borden
er því það sem nefna mætti sjálf-
mentaöur maður og þó lærður vel.
Snemtna var hann hneigður fyr-
ir skáldskap og lærði mikið af
ljóðmæ’um utanbókar. jtetta æfði
minni hans mikið og jafnan síðan
ber haan kveðlinga fyrir sig við
ýms tákifæri í hópi kunningja
sinna ; en Jtess verður nálega ald-
rei vart i opinberttm ræðnm hans.
Borden er víðlesinn og svo hefir
einn af kunningjttm ltans sagt, að
tœpast mtini sú bók til vera um
stjórnfræðileg mál, að hann hafi
ekki lesið hana.
1 Tuttugu og tveggja ára varð
hann prófessor í stærðfræði við há-
skóla suðtir í New Jersey, en geðj-
aðist ekki að þeim starfa og gaf
sig að lögum.
Jtegar Borden var 24. ára gam-
all, tók hann próf í lögum og gerð-
ist meðlimttr lögfræðingafélagsins í
Nova Scotia.
Upprunalega var herra Borden
Liberal, en yfirgaf flokkinn árið
1891, út' af ‘Reciprocíty’ málinu,
sem sá flokkur var þá einnig að
burðast með. 1 þeim kosningum
sneri og Hon. Edward Blake, einn
af aðal-leiðtOgum Liberala í Can-
ada, móti flokki sínum, sem þá
beið megnan ósigttr við kosning-
arnar, þó ekki færi hann þá eins í
mola og nú varð raun á, þegar
um sama mál var að ræða.
Árið 1896 var herra Borden fyrst
kosinn til Ottawa þingsins fyrir
Halifax borg, og gerðist þá strax
einn af leiðandi mönnum flokksins,
og leiðtogi var hann kosinit 26.
febr. 1901, og hefir verið það síðan.
Ilon. Borden er ekki auðugur
maöttr ; en hann sttindaði lögfræði
í Ilalifax borg um 18 ára tíma og
fjáðist þá svo, að hann hefir jafn-
an síðan verið fjárhagslega vel
stæður, og það eitt hefir gert hon-
um mögulegt, að standa í leið-
togastöðunni þessi sl. 15 ár, þvi
fjárkrafir eru meiri á slíkum mönn
um, en alþýðu manna'dreymir um.
Mr. Borden er meðaLmaður á
hæð, eða vel það, og þrekinn vel
og kraftalegur. Ilann er alvarleg-
ttr, en þó góðlegur á svip. Á skóla-
árum sínum var hann talinn ta’s-
verður íþróttamaður ; liann var
góður ræðari og í knattleik í
fremstii röð skólabræðra sinna.
*Sem hnefaleikari var hann talinn i
ftillii meðallagi og ágætur sund-
maðttr. En að eölisfari er hann
hæglátur og seiulegur og ráðsett-
ur oa hetur sem minst á sér bera
í hversdagslífinu. En hugsandi og
víðsvnn er hann og einlægur ‘Im-
perialist’ í stiórnmálum. Ilann er
starfsmaður hinn mesti og ætlast
til samkyns vinnu af þeim, sem
með honum og undir umsjón hans
vinna. — það þótti sérstaklega
rausnarlega gert af honum, að þeg-
ar prinsinn af Connaught, liinn
nýji landsstjóri, kom til Canada
fvrir nokkrum dögum, þá komst
Borden að þvf, að þeir sem áttu
MIKIL
UPPB0ÐSSALA
I
á hestum, ho'.dagripum, mjólkur kúm.
bænda verkfærum, lieyi og
húsgöngnun, o,s,frv. að
0AK P0INT, MAN.
Laugardaginn 4. nóvember 1911
Samkvœmt skipun, herra B. Rafnkelson. Sél ég 6 hesta,
frá 9 J0 til 1300 punda þunga, Einnig aðra gripi, þar með 5
kynbóta naut, hæns, svín, eyki aktygi, hesta ábreiður, eldstó,
hitunarstó, boxstó og allan húsbúnað ilr velbúnu liúsi. Roll
Top Desk, 500 p’Jr af skóm, groceries, járnvöru, kaðla. hveiti
og margar aðrar vörur.
Alt þetta verðttr að seljast þvf eigandinn hefir selt búland
sitt. S'iluskilmálar; $30.00 kaup og þar undir borgist út í
hönd, Fyrir stærai upphæða kaup verður frestur veittur til
1. maf. J 912, gegn viðteknum borgunar — skuldbindingum
með 8 per cent vöxtum.
D. J0NES, Uppboðshaldari
Holda nautgr plr, svín, fuglar og hey verður selt gegn
peningnborgun út f hönd.
að sjá um að bjóða gestum til
móttfiku athafnarinnar í Quebec,
höfðu annaðhvort gleymt eöa af
ásettu ráði vanrækt að bjóða Sir
Wilfrid Laurier og konu hans. Lét
þá Borden þcgar senda þeim boðs-
ljréf, og skipaði svo fyrir, að sér-
stakur járnbrautarvagn skyldi cin-
göngu ætlaöur þeim hjónum og
skyldi ltann tengdur við lest þá,
sem stjórnarráðið fprðaðist með.
Eins þótti það höfðinglega gert
af Mr. Borden, að hann er nú að
láta ttppbúa sérstakt herbergi í
þinjrhúsinti til nota fyrir .Sir Wil-
frid Laurier, og lætur hann upp-
búa það algerlejra samkvæmt ósk
hans, svo að öll gögn ojr tæki megi
vera þar eins og Sir Wilfrid óskar.
þetta bendir á hlýtt hujrarþel Bor-
dens gajrnvart sínutn pólitíska and-
"'stæðiiiyi, ojr svó sejjja fre<rnir að
austan, að ltann láti ekkert tæki-
færi ónottið til þess aö sýna vel-
vild stna til Sir Wilfrids, þó hann
aö sjálfsögðtt láti hvergi undan
honum í pólitískum málum.
Yfirleitt er svo litið á, að herra
Börden hafi velið heppilega í ráða-
ne3rti sitt. þar er samval af merk-
um hæfileikamönnum úr öllum
fylkjum ríkisins, nema Saskatche-
wan og Prince Edward Island. —
þó er einn maður í hinu nýja ráða-
neyti, sem mætt hefir mikilli mót-
spyrnu í Ontario fylki. það er hr.
W. T. White, hinn nýi fjármála-
ráðherra. Hann hefir verið Liberal
alt fram að síðasta þingi, eða þar
til gfagnsk'iftasamninjrarnir komu á
dag-skrá. Jtá jrekk White úr Liberal
flokknum og tók með sér þaðan
marga málsmetandi menn, sem
allir ásamt honum ttnnu ósleiti-
lega móti samninjTunum, og héldu
ræðttr hvervetna um Ontario fj-lki
í kosningahriðinni. Enginn getur
með neinni vissu um það sagt,
hver áhrif þetta hefir haft á kosn-
inyarnar. En öllum ber saman um
að þessi hópttr hafi átt mikinn
þátt í því, að Ontario-fylki sner-
ist eins gersamlega og raun varð
á, og talið víst, að þeir hafi einn-
ijr haft áhrif á kjósendur í öðrum
fvlkjum. — En Conservatives þar
eystra þykir of mikið gert ttr
White, sem aldrei áður hefir kom-
ið fram í umræðum opinbérra
mála, og aldrei átt sæti á nokkru
þingi. — Ilins vegar játa það all-
ir, sem manninn þekkja, að hann
sé einn af allra mestu hæfileika-
mönnum og sérfræðingur í hag-
fræði og öllu því, er að fjármálum
lýtur.
i Útlend blöð fara vingjarnlegum
orðttm um hið nýja ráðaneyti, og
telja víst, að hagsmunum ríkisins
sé vel borgið í höndum þess. Jtatt
efa ekki, að Borden-stjórnin myndi
I unphaf svo glæsilegs framfara-
tímabils í sögti Canada, að annað
; eins hafi ekki áður þekst hér í
landi, — að sínu levti ein og þeg-
j ar Roblin stjórnin tók við völdum
hér f fvlkinu.
Fyrir 25 árum.
Frá Islendingum.
Jtann 18. október fór herra B. L.
Baldwinson, útflutninga agent
stjórnarinnar, af stað til íslands
orr verður þar til næsta sumars,
að hann kemur með útflytjendum
þaðan. Kona hans fór með hon-
um. Útflytjendur frá íslandi eiga
þar traustan leiðtoga og lipran
túlk, þar sem lterra B. I,. Bald-
son er.
— Hjónavígslur meðal íslend-
inga í Winnipeg : Eiríkur Gíslason
og Anna Eyjólfsdóttir, 14. okt.
— Úr fréttabréfi : Næstliðinn
mánudag, 4. þ.m., geysaði voða-
eldur yfir landið hér vestra (Rock
Lake County), í sterkum vestan-
vindi, og tók með sér hey, hús,
hveiti og gripi frá ýmsum bænd-
um. Jtannig hafa íslendingar mist
nálægt 300 tons af heyi og nokkur
gripahús ; tveir btiendur hveiti.
Annar þeirra, Baldwin Benedikts-
son, hveiti af 30 ekrum og Jóh.
ötrang kornhlöðu og hveiti af 12
ekrum. Skapti Arason misti gripa-
hús og mikið af heyjum og meir
en heltning gripa sinna og sauð-
fjár. Guðný, systir ökaptaf íjóra
gripi, og Jón Ólafsson uxapar.
Olgeir Friðriksson misti gripahús
og nokkuð af heyi og 3—4 sauö-
kindur. Jón Sæmundsson misti
hey og ýmsir aðrir urðu fyrir
meiri og minni skaða.
— Samkoman, sem Framfarafé-
lagið hélt 19. þ.m., til arðs fvrir
bókadeild félagsins, var illa sótt.
Ef dæma skal eftir því um áhuga
manna með að koma upp bóka-
safni, þá er hann sannarlega lítill.
Almennar fréttir.
Loksins er nú fengin breyting á
póstgöngur í Suður-Manitoba, —
það er að segja á parti. : bráð
verður pósturinn ekki fluttur með
járnbrautinni, nema fyrir þau
pósthús, sem eru fast við braut-
ina og einungis við svðri brautina.
Hinn fyrsti póstvagn út þangaö
fór frá Winnipeg í fyrri viku. Með
byrjun næsta árs verður byrjað
að flytja með nyrðri brautinni.
— Kyrrahafsfélagið (C.P.R.) hef-
ir onnað nýjan hveitifiutningsveg
frá Chicago til Atlantshafsins, en
hann er frá Chicago með gufubát-
um til Ovyen Sound í Ontario, —
þaðan með Kvrrahafsbrautinni til
Ottawa og þaðan með Canada
Atlantic brautinni til Boston.
— Conservativar biðtt ósigur
við fjdkiskosningarnar í Quebec,
náðu 36 ‘reform’-menn (Liberalar)
kosningu, en 29 Conservativar. —
Verða jtví stjórnarskifti að sjálf-
sögðu.
— Sú frcgn hefir borist frá Ann-
am ríkinu í Asítt, að þar hafi ný-
lega verið mvrtir 700 kristnir
menn í einuni hóp, 30 þorp brend
og að 900 manna hafi ekkert skýli
yfir hfifuðið eða nokkuð að lifa at.
— Nefnd sú, sem Bandaríkja-
stjórn skipaði til að rannsaka,
hvernig lögunum um afnám fjöl-
kvænis meðal Mormóna í Utah sé
framfylgt og hvernig þau dugi, —
hefir kunngert stjórninni, að þatt
að nokkru leyti hindri fjölkvænið,
en þó engan veginn til hlýtar. —
Nefndin segir það sitt álit, að það
sé ómögulegt að koma í veg fyrir
fjölkvænið tfteð öðru en sverðs-
eífíduni °C byssustingjum.
— Sléttueldar ógurlegir hafa
geysað í Texas og gert margra
ilíóna dollara skaða. Hafa naut-
gripir brunnið svo þúsundum skift-
ir og eins býli og bæir.
— Robert Injrersoll, fríþenkjar-
inn frægi, liggur fyrir dauðanum.