Heimskringla - 30.11.1911, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.11.1911, Blaðsíða 6
HEIMSKEISGIA • BLS. WIXNIPEG, 39. XÓV. 1911. Sherwin - Williams PAINT fyrir alskonar húsm&lningn. Prýðingar tími nálgast nú. Dálftið af Sherwin-Williams húsmáli getur prýtt hásið yð- ar utan og innan. — B rú k i ð ekker annað mál en J>etta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áferðar- fegurra ennokknrt annað hts mál sem búið er til. — Komid inn og skoðið litarspjaldið,— CAMERON & CARSCAÐDEN QUALITY HAKDWARE Wynyard, - Sask. MARKET HOTEL 146 Princess St. A móti markaCnnn P. O’CONNELL, elgandi, WINNIPE0 Beztn vlnföng vindlar ok aöhlynning KÓÖ. íslenzkur veitinflramaður P S. Anderson, leiöbeinir lslendingnrn. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OGVINDL.AR. VfNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpe, Eigandl Woodbine Hotel 46fi MAIN ST. Stmrsta Billiard Hall 1 Norövestorlandit'D Tlu Ponl-bnrö —Ahkonsr vfn og vlndler Gistln*. og ftefti: $1.00 á dag og þar yfir l.nnnon A llebw Kiflrendur. Winnipeg Renovating Company H. Schwartz, Custom Taiior Sauma föt eftir máli mjög vel og fljótt. Einnig hreinsa, pressa og gera við gömul föt. 557 SARGENT AVENUE Phone Garry 2774 A H. IIAKIIAL 8elur UWkistor og ftnnast um ntfarir. A.]Ínr útbáuaöcr sA bezti. Knfremur seíor hnnij al skonar minnisvaröa og legsteina. iai Neua St,. Phone Garvy 2152 Winnipeg Andatrúar Kirkjan horni Lipton og Sar«eut. S'innodaflftsamkomnr. kl. 7 hö kvj’ldi Andartrnar-ipeki þá útskírö. Allir velkoin- nir. Fimtndaírasamkoraur kJ 8 aö kveldi. hnldar gótur róöuar. Kl. 7,30 segul-liekn- ingar. Fréttabréf. MARKER VILI.E. (Krá íréttaritara Ilkr.). 20. nóv. 1911. J>aS, sem mestum tíöindum sæt- ir hér í sveit, er veðráttan, sem hefir verið óvanalega óhagstæð og erfið. Sumarið eitt hið mesta ó- þurkasumar, sem komið hefir í þessari sveit ; allar lágar engjar voru undir vatni, og urðu því að engu gagni; hey urðu því bæði lítil og skemd, hjá ílestum. Akrar spruttu ágætlega, en þornuðu seint off meirihluti þeirra aldrei, víða ekki slegnir fyr en seint í september, þá grænir og víða lagð- ir niður af votviðrum og srijó, sem kom seint í þeim mánuði. — Margir væntu, að október myndi bæta úr, að vanda, en það brást aljrerlepa, því aldrei var veðrið hvikulla en í þeim mánuði, með rigninjvum, stormum og snjó. Hirðing á ökrum varð því sein og illa framgengin ; sumstaðar voru liey óhirt um októbermánaðarlok, á stöku stað óhlrt énn. Með þess- um mánuði gekk í harðneskjuveð- ur með hörkufrostum og snjófalli; frostið steig dag eftir dag 20 stig neðan zero á Fr. — Afleiðingarnar af þessari vondu tíð eru og verða hinar verstu. Fáeinir náðu af ökr- um sínum í stakka, én hjá fjölda- mörgum er alt óstakkað á ökrun- um í fönninni, því snjór er yfir alt talsverður. Nú næstliðna daga hef- ir verið frostlaust gott veður, svo snjór hefir þiðnað, að eins þó til skaða, — bleytt i öllu, svo alt verður að hjarnfenni. þresking var bvrjuð óvanalega seint og hefir víðast gengið seint, bæði sökum hinnar vondu veðráttu og hins, að st-ráið var ákaflega mikið og sein- nnnið. Litlar eða engar horfur erti á, að þreskingu verði alment lok- ið á.þessitm vetri. — Nokkir eru svo óbyrgir af fóðri fyrir skepn- urnar, ef þe:r fá ekki þreskt, að þeir verða að gefa kornbindin sér til stórskaða, áður veturinn líður. Viða urðu stórskemdir á sáð- görðum, sökum þess, hve fyrstu haustfrostin urðu ákaflega gritnni, en öll haustvinna á eltir tíman- um. Allur nautpeningur kotu á gjöf með byrjun þessa mánaðar. Ileilsttfar hefir verið alment golt og engir nafnkendir dáið. Nautgripa markaður hetri en áður þetta haust, enda mikið selt af þeim. Uxar, þriggja ára og eldri, eftir lifvigt 4—4J£c p.L; gcld- ar kýr og kvígur, 3 ára, 3}4—3lfc pd.; fiillorðnir uxar seldust eÍTinig á fæti $43—45 hver, og tvcggja ára $30—35 hver. Svín stigu ttin tíma mjög í verði, urðu efiir líf- vigt lOc, en fallin í 7c pd. ntt. Sauð fjármarkaðtir aftur lægri cn undan farin ár ; eftir lífvigt á fullorðnu : 3KC P<L. lömb 4J^c pd. Verð á sauðakjöti er: 10—12%c pd. Verð á smjöri er nú pd. 20c og upp; egg 32—35c tvlftin ; kartöfltir bns. 35c. Timothv hev bundið er t markaðs* skýrslum $12.50. JÖN JÓNSSON, járnsmiúur, at 790 Notre Dame Ave. (horni Tor onto St.) gerir við alls konai katla, könnur, potta og pönnut fyrir konur, og hrýnir hnifa oj' skerpir sagir f\rir karlmenn. — Alt vel aJ hendi leyst fvrtr litlf- borgun. Rósbjörg Einarson dáin. Annan ágúst síðastl. þóknaðist guði að burtkalla okkar einka- barn Rósbjörgu, sem var siðasta af okkar fjórum börnum, sem guð hafði gefiö okkur. Drottinn gaf og drottinn tók, hans vilja ber að hlýða og vegsama ; enda hefir hann ekki tekið þau frá okkur, nema fyrir litinn tíma, að eins að- skilið okkur, svo þeim. líði betur, og þau væru laus við freistingar og sorgir þessa heims ; þau eru sæl í friðarins heimkvnnum, hvar stormar þessa lífs fá þau ekki hrakið né hrjáð. Rósbjörg okkar vrar fædd 6. febr- úar 1895, dó 2. ágúst 1911. Bana- meinið var lungnatæring ; kendi fiún þeirrar veiki í marz síðastl., sem leit út fvrir að vera hægfara kvef, en sem smáversnaði. Var þá leitað til læknis, og v-ar okkur þá sagt, að henni myndi bráðlega batna, sem læknirinn hefir kann- ske sagt frcmur af vorkunnsemi til okkar en að hann hafi ekki séð lietur, þvt sjúkdómurinn var í á- framhaldi. — Eftir rúma v-iku var vitjað annars læknis og svo þess þriðja,(og kom þá í ljós, að alvar- leg hætta var á ferð. Arar svo reynt alt, sem tök voru á, en á- rangurslaust, þvf veikin magnað- ist fljótt, og afleiðingin varð dap- ur dauði, og sárt sorgarsár til okkar, er aldrei grær í þessu lífi. — því Rósbjöfg sál. var efnis- itnglingur, stilt og fáskiftin, og kom sér vel við alla, er henni kyntust, — og var það því okkar eftirlæti, að lifa fyrir hana. En nú er hún komin þangað, sem okkar þarf ekki við henni til hjálpar ; hún lifir sem rós á landi lífsins, og grær og blómgast við guðs síns stól, — þar gleðin er eilíf og stríð ekki neitt. það »r okkar von og vissa, þvú Itún var gott barn. — Jarðarför Rósbjargar sál. fór fram frá Vídalins-safnaðar kirkjii. Séra Hans B. Thorgrimsen söng vfir henni. Jiar næst flutt til okk- ar eigin grafreits “Andvara” norð- vestur af Hallson P. O. Fjöldi fólks fylgdist með jarðarförinni, og mv-ndi þó hafa orðið enn fleira, ef veður ltefði verið gott og færi i betra, sem var mjög slæmt. — Og vissulega var það kærleiki til okk- ar, sem livatti fólkið til að koma, og fara með okkttr þessa þungu sorgarfeið, til að sýna okknf sína hjartanlcgu hluttekning vrið sorg- artilfellið, — sem við erum því innilega þakklát fyrir, og einnig þe;m, er bréflega úr fjarlægð á- vörpuðu okkur með hluttekning. Líka er okkur ljúft og skylt að geta þess, hvað oft og innilega þatt hjónin Mr. og Mrs. Árnason, að Hensel P.O., vitjuðu okkar og vildu alt fv-rir okkur gera og barn- ið okkar, meðan á þesstt stóð, — þar fvrir vottum við þeim innílegt þakkla-ti og óskttm af alhttg, að þau fái með gleði og ánægjtt notið sinna góðu barna sem lengst. — Ennfremttr er okkur einkar Ijúft þakksamlega að geta þess, er Mrs. F. D. Hintze kom alla leið frá Seattle, Wash., til að sjá Rós- björgu sál. í síðasta sinni, og hlvnna að henni, sem hún gerði með alúð mestu og vúðkvæmui, rg tók jafnv-el nær sér, en lnin v ar fær um, til að gera sem mest fvrir hana og okkur í því falli. j’ær v’oru ávalt góðvinur, frá því Rcs- björg sál. var lítið þarn. — Mis. Heintze er íslenzk, hennar islenzka nafn er Soffia Halldórsson. Enn má að veröugu geta }>tss, að bæði Workman stúkan cg kven- stúkan “Degree of Honor", að Mountain P.O., sem við lilheyr- um, buðu okkur aðstoð sína vel- komna, ef við þyrftum, og gjöld- um við þá hluttekning með kærri þökk og velvirðing. I.oks vildttm v-ið taka það fram, að of lengi hefir dregist, að geta fráfalls dóttur okkar i blöðunum, og viljum v-ið biðja fólkið velvirð- ingar á þvi, þar hugsanir okkar hafa verið daufar og af því leitt framkv’æmdarleysi. — Endum við svo þetta sundurlansa mál með þakklátu hugarfari til allra þeirra mörgu, er á einhværn hátt sýndu okkur kærleika og samúö gegnum afstaðna erfiðleika og sorg, — óskum þeim öllttm alls h'ns bezta. Anna Einarsson, J. Kr. Einarsson. Hensel, N. Dak., 20. nóv’. 1911. Leiðrétfcin?. Herra ritstjóri. Gjarnan vildi ég leiðrétta mein- lega v-illu, sem birst hefir í öllum íslenzkitm blöðum hér vestanhafs. Ekki að eins í þeim veraldlegu, Heimskringlu, Lögbergi, o. s. frv., heldur og jafnvel í Breiðablikum. Og datt mér þó sízt í hug, að séra Fr. Bergmann, jafn stórhæfur mað ur og kttnnugttr á íslandi, myndi setja slíkt í blað sitt. Blöðin segja uni prófessor Svein- björnsson, að Kaupmanna- hafnar-háskóli hafi sæmt hann prófessorsnafnbót. En Hafn- arháskóli getur engan sæmt þeirri nafnbót. Háskólinn ræðttr yfir öðr- ttm nafnbótum, sem sé t. d. Doc- tor. þessu virðast blöðin hafa ruglað saman. J>að cr konungur sjálfur og krossaráð Danmerkur (Ordensvæsnet), sem ræður yfir prófessors-titlinum. Enda stóð i öllum dönskum blöðum rétt, og eftir þvi sem ég man einnig i ís- lenzkum, að “konungur hafi út- nefnt hinn alþekta íslenzka tón- lagasmið Sv. Sveinbjörnsson til prófessors”. Nægir í sambandi við þetta að minna á, að sama titli hefir komtngur sæmt þórhall bisk- up Bjarnarson, Björn Ólsen o. fl. íslendinga. Frétt blaðanna er því meinlegri, sem ókttnnugir hljóta að fá þá htigmvnd, að Hafnarháskóli hafi sérstaka söngfræðisdeild. En allir vita þó, að svo er ekki. Að segja, að háskólinn útdeili þeirri nafnbót, er alveg sama og að segja, að hann geri menn DantY“brogsmenn, Riddara og því- timlíkt. Eg v-ona, að þú gerir svo vel, að birta þetta i blaði þínu, herra ritstjóri. K u » n u g u r. Til kaupenda Hkr. Innköllttnarmaður Hkr. i Leslie, Sask., og grendinni er herra S. D. B. Stephansson, kaupmaður. — Skttldunautar vorir gerðu vel, að greiða honum áskriftargjöld blaðs- ins, skildingarnir koma sér vel nttna í harðærintt. MANITOBA TÆKIFÆRANNA LAND. Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir- burða, sem Manitoba fylki býður, og sýnt, hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu aö taka sér bólíestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BONDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býStir bændasonum ókej’pis bmaðar- mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu sinnar tegundar á amerikanska meginlandinu. TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðfluga stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks- mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinuulaun. Algengir verkamenn getajog fengið næga atvinnu með beztu launum. Hér eru yfirgnæfandi atvinnutæki- færi fyrir alla. TIL FJARHYGGJENDA. Manitoba býður gnægð rafafls til framleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auös- uppsprettur frá náttúrunuar hendi ; — Ágæt sam- göngu og flutningatæki ; — Uijgir og óðfluga v’axandi bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð- æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk- un. — Til frekari upplýsjnga, skrifið : JOS. HARTNKY, 77 York Street, Toronto. l)nt. JOS. BURKE, 178 Logan Aventte, Winnipeg, Man. A. A. C. T.aRIVIERE, 22 Alliancc Bldg„ Montreal, J. F. TKNNANT, Gretna, Manitoba. j. j. <;oLin:\. D. p ty Miiiistei'of Azric .lture and Imtnigi ation. W nn peg STRAX• tht<r er bezt a0 gerast kaujtandi ið Heimskrinohi. Þiið er ekki seinna vœnna. LIMITED 50 Princess Nt„ Winnipeg VERZLA MEÐ Xýia oíí Imikaða ö'yggis skápa [safes]. Sý og brúkuð “Cash Registers” Verðið lágt, Va'gir söluskilmáiar, VKR BJOÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRUEXAR. S y 1 v f a 55 kom hann einn daginn hryggur heim, og sagði að við yrðttm að fara. óvinur hans hefði komið í skólann og logið á hann óhróðri, og honum var trú- að, af því hann var ríkur og voldttgur, en pabbi fátækur og ókunnur’. Neville starði á hana undrandi. ‘J>etta er eins og skáldsaga, Sylvía’, sagði hann alvarlegur. Hún kinkaði kolli. ‘Er það svo ? — Svo fórum við af stað aftur, og pabbi fékk stundutn. vinnu í skóla, við banka eða á skrifstofu, en seint eða snemma kom óvinttr hans, og við urðum að fara’. ‘það hefir veriö bærilegur piltur, þessi óvinur, sem þú kallar svo. Hvað hét hann, Svlvía ?’ ‘Eg veit ekki. Pabbi sagði mér það aldrei'. •það var slæmt’, sagði Neville. ‘Hvers vegna, Jack?’ ‘Af því ég vildi reyna að finna þennan pilt, þegar ég losna úr þessari holu, og jafna við hann reikn- jngana'. ‘Hvað gætir þú gert, Jack?’ ‘0, ég gæti lumbrað á honum, — en hann er lík- lega of gamall til þess líka, þrællinn’. / ‘Já’, sagði hún, ‘en ég þakka þér samt sem áðttr fyrir það, Jack’, og hún lagði hendi sína á handlegg hans um leið og hún talaði. ‘Nú’, sagði hann, ‘ertu nú búin?’ ‘Já, þetta er alt sem ég veit, að undanteknu því að við fórum hingað til Ástralíu, en pabbi gat ekki orðið gtillnemi, hann < var of veikbttrða til þess, og — og — svo’ — hún þagnaði og leit ofan i gn’fjuna. vona, að þú finnir annan guilmolann til, Jack’. ‘Já, ég geri það líka’, sagði hann og byrjaði aft- ur á vinnu sínnf. 56 Sögusafn Hei ms k r i n g 1 u ‘Eg held það hljóti að vera annar moli til í gryfjunni þinni. Meth segir, að þar sem einn finnist | þar sé áreiðanlega annar til’. ‘Gafstu Meth alla peningana ? Hún segir, að þú hafir gert það'. ‘Hvað er nú?’ ‘Já, en Meth ætti ekki að tala ttm slíkt’. ‘Jack, ég held þú sért hjartabe/.ti maðurinn, sem | til er’. ‘Nú, nú. Hættu þessu, Svlvt’a. Vertti ekki að! hrósa mér. Allra sízt þegar ,ég á annríkt’. Ilann laut niðttr, dreifði úr sandinttm, og fann þrjú gttllkorn, sem hann lagöi á gryfjttbakkann. :f>etta er eins og það á að vera’. Hún tók gullkornin í hendi sina m'ög ánægjttleg. ‘0, Jack, bara þú fittdir annan gttllmola. ‘Já, mig langar meira til þess nft en áðttr’. ‘Af hverju er það ? 0, ég skil það, þú áttir ekki mikið af peningum nú, síðan þú borgaðir fvrir mig’. \ ‘Talaðtt ekki um það’. ‘Og eftir að þú gafst Meth svo mikið. En hvað ætlarðu að gera við gttllið, Jack, ef þú finnttr það?’j ‘Hvað ég ætla að gera við gttllið ? Eg ætla aö serída þig heim til Englands og koma bér fvrir á góðan skóla, þnr sem þú ttmgengst heldri stúlkur eins og þú ert sjálf. Og þá — gættu þín nú — þú I mistir gullkorn'n niður’. Iltin hafði fært sig ögn frá og sneri bakimt að honttm. ‘J>að er það, sem ég ætla að gera’, sagði Neville um leið og hann tók gnllkornin npp. ‘J>ví fvr sem þú kemst burt úr þessari holu, Jrví betra. J>ú ættir að vera á Englandi hjá góðtt og skikkanlegu fólki, og verði ég lánsamur, þá kem ég þangað líka til að vita, hvernig þér liður, en ég er hræddur nm, að þú j skammist þ’n þá fvrir slæpingslegan gtillnema. sem ekki getur talað hreint mál, og — ó-nei, þetta er Sylvía 57 ekki meining mín, Sylvía. J>ú ert ekki af því tagi’. Nú leit hann upp, og sá að hún sneri baki við hontim. ‘Ertu lieit og þreytt, Sylvía ? J>á er bezt þú farir inn í kofanui En hinkraðu við svo sem fimm mfnútur, ég lteld ég hafi fundið æð, og þú ert eins glögg að sjá það og ég’. Hún svaraði engtt og sneri sér ekki við. ‘Hér er gull’, sagði Neville glaðlega, ‘þú færð að sjá okkar gamla og góða England. En ltvað ég mun sakna þín, það er iíklega af því ég hefi aldrei átt systir. Eg vil engan til að tala og syngja fyrir m g, þegar þú ert farin. Gerðu svo vel að fleygja ‘vögiTunni’ til mín’. Hún ýtti hentti til hans með fætinum, en sneri andlitinu frá honum. ‘Sko, hér er meira af þessu tagi, Sylvía, komdu og sjáðtt’. Ilonum til ttndritnar leit hújt ekki við, en gekk heim til kofans. IX. KAPÍTULI. L a v o r i c k gerir aftur vart við sig. Neville horfði á eftir henni. ‘Eg vreit ekki, hvað ég hefi sagt, sem hefir getað móðgað liana’, tantaði hann við sjálfan sig. ‘J>ær eru undarlegar þessar stúlkur ; svona var Andrey, hún varð stundum suo fýlttleg alt í einit. Litla Andrev'. 0, hún er sjálfsagt fullorðin stúlka núna. En hvað við skemtum okkur vTel saman’. Hann studdist við skóflnna sína um stund, og dreyrmdi um liðna t’mann ; svo áttaði hann sig og 58 Sögusafn Heimskringlu fór að vinna afttir. Um dagverðartímann var það Meth, en ekki Sylvía, sem kom með matinn. ‘Hvar er Sylvía?’ spurði hann. Meth hristi höfuðið. ‘Eg held að unga stúlkan þín sé að verða dramb- söm. J>ú dekrar of mikið við hana’. ‘Skiftu J>ér ekki af henni, Meth, láttu hana sjálf- ráða’. ‘Læt ég hana ekki sjálfráða ? J>aö er eins og ég sé orðin einskis virði, og því er bezt ég fari'. ‘Nei, nei, Meth ; þú mátt til að vera kyr og hjálpa mér til að passa Sylvíu’, sagði Neville. ‘Mér sýnist nti, ungi maður, að það sé méiri þörf á, að passa þig en Sylvíu’. J>egar Neville var búinn að borða, fór hann a.ftur að vinna. Ilonum gekk óvanalega vel þennan dag. J>egar Neville kom heim tim kveldið, lagði hanrt alla gttllmolana á borðið, en Sylvia leit naumast á þá, hún sópaði þeim t:I hliðar ög lét kveldmatinn á borðið. ‘Maður mætti halda, að þú værir keisarainna, Sylvía, að dæma eftir því, hvernig þú ferð með gull- ið’, sagði Neville hlæjandi. ‘Mér hefir gengið vel í dag. _ En komdti nú að borða’. ‘I'.g vil ekkert borða’, sagði hún og gekk til dyr- anna. 'Sagði ég þcr ekki þetta?’ mælti Meth, 'hún er orðin dramsöm af því að henni líður of vel’. ‘Láttu hana eiga sig, Meth, það er það bezta, sem þú getur gert’. Neville boröaði kveldmatinn sinn, en var ekki eins ánææðttr og hann var vanur, og leit oft til dyr- nnna. ITann var að láta tóbak í pípuna sína, þeg- ar hann heyrði hljóð. Hann þaut strax út og hróp- aði npp nafn hennar um leið og hann hljóp, því niðamvrkttr var.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.