Heimskringla - 30.11.1911, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.11.1911, Blaðsíða 1
^ Ileimili* tuliiini rit»tjóran»: J J Garry 2414 J ^ Tulsimi HeimsJcringlu f J Garry 4110 J XXVI. AR. WÍNNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 30. NÓVEMBER 1911. Nr. 9. } GULLBRÚÐKAUPS-HJÓNIN. MONIKA JÓSSDÓTTIR. SVETNN SÖLVASON. pau héldu gullbrúökaup sitt þann 16. nóv., aö Cypress River, Man. Fregnsafn. Markver'öúsru viAöurAii hvaAa' a*fa KÍNA STYRJÖLDÍN. Margt hefir þar borið við af stórtíðindum undanfarna daga, og eru margar hryðjusögur þaöan að heyra. — Virðist keisaraherinn hafa haft betur upp úr viðskiftun- um víðast hvar, nema við Nan- king. A mánudaginn stóð orusta hlífð- arlaust í 10 stundir við borgina Han Yan, og fóru svo leikar, að keisaraherinn átti sigri að hrósa. Stýrði keisaraliðum Fong Kin Cheng hershöfðingi, og fer mikið orð af hreysti hans. Kinnig hefir stjórnarherinn borgina Hankow aftur á valdi sínu, og eru það ó- fagrar sögur, hvernig uppreistar- Jnenn hafi verið leiknir þar ; hafa menn, konur og börn vcrið brytj- að niður sem hráviði, og liggja liáir garðar af tnannabúkum með- fram stra-tum borgarinnar. Keisara-stjórnin er mjög ánægð yfir þessum sigrum manna sinna, <ig hyggur sig nú hólpntj í valda- sessi. Kn uppreistarmennirnir liafa líka getað jafnað um stjórnarherinn, og það við Nanking borg. Hafa lát- lausar orustur staðið þar i inaiga daga og ýmsar sögur gengiö, hver hlutskarpari hefði orðið ; en nú er áreiðanleg vissa fyrir, að uppreist- arherinn hefir Nanking borg alger- lega á sínu valdi og keisaraherinn er annaðhvort fallinn eða tekinn til fanga. Hafa uppreistarmenn heitið, aö fara að dæmi keisara- hersins og myrða alla áhangendur keisarans, sem þeir fá færi á. Sá fvrsti, sem uppreistarmenn tóku af lffi, var yfirmaður keisarahcrs- ins, er borgina varðí, Chang Cott- am hershöfðingi, — grimdarseggttr hinn mesti. Uppreistarmenn ertt mjög í þröng með vopn og skotfæri, og er það þeim auðvitað til ósegjan- legrar tálmunar. Kru leiðandi menn þeirra og sundurþvkkir stn á millum, og spillir það einnig mikið fvrir. Yfirforingi uppreistar- hersins, Li Yuan Hung, hefir eftir því sem síðustu fréttir segja, far- ið þess á leit við ræðismenn stór- veldanna, að þeir gengjust fyrir ■ að koma friði á. Væru uppreistar- tnenn viljugir að semja frið, ef frjálsleg stjórnarbót og uppgjöf saka væri trygð. Hvort þetta er annað en flugufregn, er ekki mögtt- legt að segja um með neinni vissu. það eina er víst, að nú er barist af meiri grimd en nokkrtt sittni áð- ur, og er mannfall giftirlegt hjá báðum. FRÁ STRÍÐINU. Sigurganga ítala er hafin að nýju. Ilafa ýmsar snarpar orust- ttr háðar verið undanfarna daga, og hafa þeir hvervetna boriö sigur úr býtum. A mánudagittn unnti ttalir Fort Mesri og Fort Henni, eftir mann- skæðar orustnr. Stýrði Roca hers- höfðingi liði ítala í árásinni á Fort Mesri og féllu þar tun 500 Arabar. en að eibs fáir ítalir. Orustan v:ð Fort Ilenni var öllu skæðari. Stóð hún yfir tvær kl,- | stitndir, og voru þá ítalir ráðend- I ur bæjarins. f þeirri orustu féll | um 800 manns af Aröbum og jTvrkjum, eti að eins 64 af Itölum. þrjú hundruð Tvrkir voru teknir til fanga, og vortt þar á meðal tiokkrir vfirforingjar. þaö var Gal- lina ofursti, sem réði fvrir sveit- ! tim ftala við Fort Henni. það, sem Itölum hefir orðið að I ntjög miklu liði í bardögunum, ertt j llugvélarnar. Kru þær á sífeldti flugi yfir höfðutn Araba og Tyrkja j og láta sprengikúlur dynja sem sdæðadríftt yfir hersveitir þeirra. i Gerðti þær skaða mikinn og urðtt ! Arabar því nær frávita af skelf- ingu, því jteir áttu ekki slíku að j venjast. Kinnig hafa flugvélarnar reynst ítölum að stóru gagni á njósnarferðttm. ítalir hafa nú sent rnikinn her inn t lattdið, og ætla sér að bæla ttndir sig ltina óstýrilátu Araba- fiokka, er þar eru á sífeldu sveimi \ og hafa gert Itölum svo mikinn ! óskunda undanfarið. Herskipafloti ftala er í Grikk- landshafi og hefst ekkert að. — Kvenfrelsiskonur á Knglandi ertt aftur farnar að láta til sin taka, nteð óspektum og átroðn- ingi við þingmenn. Nýverið ætlaði stór hóptir þeirra að ryðjast inní þinghúsið, en lögreglan varð þeim yfirsterkari og flutti allar í fang- elsi í staðinn, en þó ekki fyr ,en eftir harðan bardaga. Daginn eftir kom allur hópurinn fyrir lögreglu- dómarann, og dæntdi hann þær til sekta eöa fangelsisvistar ; kusu allar konurnar fangelsisvistina, sem hljóp frá þretnur til sex mán- aða inniveru við vanalegt fanga- viðurværi. Næst hét dómarintt því, að ef þessar sómakonur kæmu fvrir sig aftur fyrir sömu afbrot, aö dæma þær til þrælkunarvinnu. í hóp þessara dæmdu kvenna voru nokkrar háttstandandi aðals- tnevjar, þar á meðal lávarðsfrú Constanee Littleton og lafði Sybil Smith, sem báðar ertt framarlega í flokki kvenfrelsiskvenna. Konurn- ar halda baráttnnni áfram, —• í þeirri vísu von, að málstaður þeirra sigri og það innan skams. Og síðustu fréttir frá Englandi geta um stórmikinn sigur fyrir kvenfrelsismálið, sem sé hvorki meiri né minni en þann, að fjár- málaráðgjafinn Lloyd George lýsti því yfir á ráðgjafafundi á föstu- daginn, að hann væri þvt fylgj- andi, að öllum konum væri veitt- , ur kosniiigaréttur og kjörgengi, og fvrir því mytidi hann berjast fram- vegis. Annar af mikilhæfustu ráð- gjöfum Asquith stjórnarinnar.VVin- ston Churchill, fvlgir Lloyd George að málum, en aftur ertt flestir aðrir ráðgjafanna andvígir kven- réttindum. Kn með þá Lloyd George og Winston Chtirchill, sem forgöngumenn kvenfrelsismálsins, I er því vel á veg komið, ' og ekki tnun líða á löngu, un/. frjálslvndi flokkurinn tekur það á sternuskrá s’na og sér því farborða. Kven- , frelsiskontir eru stórglaðar yfir sintim mikla og óvænta sigri og lofa nti Llovd George á hvert reipi. — Japanskur tuttdursendill, Har- iisatne, strandaði t ofsaveðri á limtudaginn var við eyjuna Shime sem er ein af Japans eyjum. Fór- tist þar 45 menn, cn 15 björguðust. ISLENZKIR BÆNDUR Nli or tækifa’ri fyrir ykkur að fá liæsta verð fyrir ykkar hveiti. Með þvf að senda það til Fort William eða l’ort Arthur Advises. Alex, .Johnson & Couipanj’, Winnipeg. Sendið mér Sample af hveiti ykknr, og ég get lfttið ykkar vitn strax livaða númer þ:<ð muni verða, og utn leið látið ykkur vita hvaða verð þér getið fengið fyrir það. Ef að þið oruð að hugsa um að selja hveiti ykkar, væri ]>að mjðg heppilegt fyrir ykkur að senda j>að til ALEX. JOHNSON & CO. Room 201 Grain Exchange WINNIPEQ HIÐ EINA Í3LENZKA KORNSÖLUFÉLAG í CANADA — Charles W. Alorse, fvrrtttn bHnkíimaður í New York, en sem dæmdur var fvrir ári síðan t 5 ára hegningarhússvinnu fyrir ólög- legt gróðabrall, liefir nú verið náð- að'ur af Taft forseta, vegna þess íið heilsan var biluð og læknar töldu líf hans í hættu, ef hann sæti lengur í hegningarhúsinti. — Ilroðalegt járnbrautarslys varð á Frakklandi fvrra miðviktt- dag. Járnbrautarlest, full með far- jiega, var að renna ynr brú á ánni Thoust, bilaði þá brúin og lestin féll í ána og fórust þar 60 manns, cti 100 tókst að bjarga. — Bæjarstjórnin t Toronto-borg hefir á dagskrá, að stofna tann- lækningahæli þar í borginni, og hyggtir að verja til þess $7,500.00 á ári. Af þeirri tipphæð fara sex þúsund til launa tannlæknunum, sem eingöngu ciga að gefa sig við lækningtt tanna skólabarna og þeirra annara barna, sem eiga svo fátæka aðstandendur, að þeir geta ckki borgað fvrir tannlækningar barna sinna. — Sundrting mikil kvað vera í brezka ráðaneytinu, og er búist við, að íhaldssamari hluti þess muni leggja etnbætti niður. þeir af ráðgjöfuntim, semtil þess hluta teljast, crtt Sir Kdward Grev ut- anríkisráðgjafi, Ilalfdane hermála- ráðgjafi og Reginald McKenna innanríkisráðgjafi. Aftur eru það Llovd George, Winston Churchill og Wm. Harcourt, sem eru liinn frjálslyndari liluti ráðaneytisins,— gjörbreytingaimennirnir svo köll- ttðti. Sjálfur kvað Asquith vera orðinn leiðtir á stjórnarforustunni, og almetit álit tnanna, að hann muni leggja hana niður bráðlega. — McNahtara málið í T.os An- geles gengur ltvorki né rekur, þó staðið hafi mi ftillar sex vikur. Allur jtessi timi hefir gengið i, að fá tnenn í kviðdóminn, og enttþá vantar 4 af þeim 12, sem hatin eiga að skipa. Dag eftir dag hafa j inettn verið tilnefndir, og jafnótt ; rutt úr kviömtin af Verjendum eða ! sækjendum, vegna einhvers galla, scin þeir hafa fundið hjá þeim. — Jiessir 8 menn, sem tilnefndir hafa verið, eru iönaðarmenn, verka- nieiin og ba'tidur. Búist er við, að kviödómtirinn verði ftillskipaðtir inn ntánaðamóthi, og byrjar þá vitnaleiðslan eða sókn og vörn múlsins fvrir alvöru. — Fjársöfn- iiii helir átt sér stað víðsvegar tint Bandaríkin til að verja bræðurna, og er varnarsjóðurinn orðinn 1 í nillíón dollars, en meira kvað vanta enn, — svo það verður eng- iun smáræðis skildingur, sem það kostar, að verja Jtá bræður, og sókn málsins kvaö verða ennþá kostnaöarsatnari. Yerötir mál þetta vafalaust eitt hið stórfeld- asta mál, sem nokkru sinni hefir komið fvrir rétt í Bandaríkjunnm. Bra-ðtirnir ertt hinir vonheztn ttm úrslit málsins. — Margir af leiðrtttdi mönnum Repúhlikana flokksins í Bandaríkj- tmum hafa skorað á Theodore Roosevelt að gefa kost á sér við næstu forsetakosningar, telja hann eilta mhnninn, sem sé fær um að l leiða flokkintt til sigurs. Roosevelt hefir enn sem komiö er þverskall- ast við þessttm áskorunum. — Fregnin um, að Cipriano Cas- tro, fyrrum forseti Venezuela lýð- veldisins, hefði veriö myrtur, hefir reynst ósönn. Gamli tnaðurinn er j bráðlifandi og hefir cnn á ný brot- ist með her manits itm í Venezu- I ela og unnið sigttr á stjórnarhern- tim, er á móti honttm var sendur. i Castro og liðsmenn hans hafast við í norðausturhluta landsins. I — Forseti San Domingo lýðveld- isins, Ramon Caceres, var mvrtur af pólitískutn andstæðingum sín- titn 20. þ. m. Caceres byrjaði stjórntnálaferil sinn árið 1899 með i því að tnyrða Hereux forseta, sem hafði látið taka föður hans af lífi. Annars hefir Caeeres þótt dttgandi • ti’ ,ður. og er lýðveldinu mikjll skaði að fráfalli hans. San Dom- ingo hefir engan varaforseta, og hefir þingið .því verið kvatt saman til að kjósa nýjstn lýðvcldisforseta. . — Banamaður Caceres leikur laus- um hstla. — Persar hafa séð þattn kostinn vænstan, að láta undan síga við Rússa og gera að vilja þeirra. Kröfur Rússa voru, að ríkisféhirð- irinn, Bandaríkjamaðttrinn Schus- ter, væri látinn fara frá embætti ; að Persa-stjórn bæði Rússa fyrir- gefningar á óvirðing þeirri, sem ræðismanni þeirra hefði verið gerð — og í þriðja lagi, borguðu þeim (Rússum) all-mikla fjárupphæð, setn skaðábætur fyrir alla þá fyr- irhöfn og umstang, setn þessi | bræta hefði kostað þá. Persum | þvkir verst af öllu, að þurfa að missa Shusters — en á það leggja Rússar aðal-áherslutta. Og vesal- ings Persar hafa ekkert bolmagn I gegn ofurmagnimi. I — Ilinn frægi japanski stjórn- | málamaður, markgreifi Jutaro Komura, fyrrttm utanríkisráð- herra, andaðist í Tokio 24. þ. m. ( Komura var sá, sem fvrir Japans hönd gerði friðarsamningana vvð ■ Rússa, og þótti mörgtim af lands- mönmtm hann vera of vægur í kröftim sínum og átti hann því við talsverða óvild að stríða eftir heiinkomuna, sem leiddi til ]>ess, að hann lagöi ntðttr ráðherratign- ina. Komura var mentaður í Bandaríkjunum og hafði útskrif- ast frá Ilarvard háskólantim. — Hann varð 64. ára gamall. — Austurríkst fólkflutningaskip, Romania, fórst i ofveðri i Adria- hafinu á fimtudaginn var og drttkn uðtt þar 60 manns. 1 óveðri þesstt fórust ýms smærri skip og bátar þíir á hafinu. — Hin heitnsfræga franska leik- kona, Sarah Bernhardt, sent nú er 67 ára gömul, er í þann veginn að gifta sig, og það engutn karlfausk. Unnustinn er leikari, I,ou Telegan að nafni, og er að eins 26 ára gamall. Gifting þeirra er ákveðin 1. deseaitber. Sarah, “hin guðdóm- lega”, setn hún vanalega qrkölluð, hefir áðtir verið gift, og átti þá tnálara, er Jaoques Ilamala hét, en þau skildu og hann er dáinn fvrir mörgum árttm. Kinn son á Sarah, sem Maurjce Bernhardt heitir, og er ltann kvongaðttr mað- tir og á tvö hörn ; svo Sarah er Royal Household Flour Til brauð og köku gerðar. G efur æfiuleofa full- meging. EINA MYLLAN í WINNIPEG,—LÁTIÐ HEIMA- IÐNAÐ SITJA FYRIR VIÐSKIFTUM YÐAH. atnma, þegar hún stigur á brúðar- bekkinn í annað sinn. Sœjarfulltrúa efni í 1. kjördeild. J. A. BANFIELD Fyrsta kjördeild hefir völ á á- gætum fulltrúa, þar sem herra J. A. Banfield er. Hann er einn af bezt þektu kaupmönnum borgar- innar og hefir hvervetna komiö fram, sem hygginn og ráðdeildar- samár tnaður. Borgarráðið þarl' einmitt á slík- tim mönnutn að halda, sem hr. Banfield, þvi sá maöur, sem hefir víðtæka “business” reynslu, er þarfastur i bæjarstjórnni. Hr. J. A. Banfield hefir með at- orku sinni og hagsýni blómgað verzlun sina rnjög mikið síðan Itann tók við forráðum hcnnar, og ltvað Jtað, sem hann. hefir tekið fyrir hendur, hefir ætíð haft far- sælan framgang. — Vér erum þess fullvissir, að fvrsta kjördeild á ekki völ á betri fulltrúa en herra Banfield, og leggjttm fast að is- lenzkttm kjósendum, er þar hafa atkvæði, að K’lgja lionum að tnál- utn. Ilann hefir dva’ið í borginni i fjölda mörg ár, og er þörfum hennar og áhugamálum gagnkunn- ttgur. Mr. Báttfield hefir sett npp nefttd- arstofur að 121 Osborne St., og eru talsimar þar Fort Rouge 1743 og 1760. Geta kjósendttr fettgið þar allar upplýsingar kosningun- ttm viðkotnandi. \ Kjósendur í fvrstu kjördeild, — greiðið J. A. BANFIKLD atkvæði vðar og stvrkið ltann að málum. Bókmentafélagið. Ársfundur Ilafnardeildar hins ís- lenzka Bókmentafélags var haldinn 31. október 1911, kl. 6 stðdegis á Borchs kollegíi. ' Sextán voru á fundi. Varaforseti, meistari BogL Th. Melsteð, setti fundinn. Skýrði hattn frá fjárhag deildarinnar og lagði fram endurskoðaðan reikn- ing. Tekjtir höfðu verið kr. 7,061 au. 20 ; gjöld kr. 6,614.65. 1 sjóði við árslok voru kr. 24,522.67, Jtar af fastur sjóðttr kr. 24,000. Reikn- ingurinn var samþvktur umræðu- laust. J>á skýrði forseti frá bóka- útgáfu félagsins. Reykjavíkurdeild- in hrtfðt gefið út bréf Jóns Sig- urðssonnr, með stuðningi Ilafnar- deildarittnar og stvrk úr lands- sjóði : hefði að auk gefið út Skírni 85. ár, og Sýslumannaæfir IV. biudi 3. liefti, og Fornbréfasafn X. 1 ; en frá Ilafnardeildinni hefði komið Lýsing tslands eftir Jtor- vald Thoróddsen, II. hindi 3. hefti, og Safn til sögti Islands, IV. bindi 5. hefti. Forseti mintist látins bréfafé- laga, Frk. Lehmann-Filhés. ]>rír nýjir félagar voru teknir inn. J>á var borið upp frumvarp til nýrra lélagslagn, er ReyVjavíkur- deildin hafði samþykt í sttmar. Kftir nokkrar ttmræður var geng- ið til atkvæða að viðhöfðu nafna- kalli, og var frumvarpið samþykt með 14 samhljóða atkvæðum ; einn fundarmaður greiddi ekki at- kvæði. Bráðabyrgðar ákvarðan- irnar vortt samþvktar í einu hljóði Varaforseti hélt þá ræðu og árnaði félaginu heilla framvegis. Ilann minti séstaklega á, að ó- greitt andvirði handritasafnsins (12,000 kr.) ætti aö leggja við hinn fasta sjóð félagsins. Cand. jur. Jón Sveinbjörnsson gat ]>ess, að hann hefði umboð forseta Reykjavíkurdeildarinnar til aö taka við eignttm Hafnardeild- arinnar. — Urðu síðan nokkrar umræður um heimsending mun- anna, og að þeim loknum var fttndi slitið. NÝIR KARDÍNÁLAR. Mikið var um dýrðir í Róma- borg á mánttdaginn var, )>ó mest i páfahöllinni og Péturskirkjunni. Píus páfi gerði þá nítján kirkjtt- feðttr að kardínálum, og fór sú | hátíðlega athöfn fram með við- höfn mikilli. Tveir af hinum nýju j kardtnálttm ertt Bandaríkjamenn, og ertt þeir John M. Farley, erki- biskupinn í New Yrork, og William II. O’Connell, erkibiskupinn í r Boston. Pinnfrémur var senhiherra páfans í Washington, Diamede Falconio, einn í tölu hinna út- völdu. — Pítts páfi, þó farinn sé að heildtt, bar sig tignarlega við þetta hátiðlega tækifæri, og hæla lilöðib ntjög framkomu hans. I VEGGLIM / L kaldar suniar ojí lieitar vetrar bygg- ingar, notið og ‘Empire’ teg- umlir afveuorlími, > oö * Vér höfum ánægju af að senda yður verðlista og fræðslu bæklinga vorra. Company, Ltd. Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.