Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 7
HBIMSKRIN G L A WINNIPEG, 29. FEBH.. 1912. 7. BLS. Kennara Vantar! kennara vantar viö Sleipnir skóla, nr. 2281, kenslu tími 6 tnánuöir, frá 15. apríl 1912. Keanari tiltaki kaup og menta- stig. Tilboöum veitt móttaka til 25. marz 1912, af undirrituöum. JOHN G. CHRISTIANSON, Sec’y-Treas. 14-3 Wynyard, Sask, ICENNARA VANTAR fyrir Harvard S. D., nr. 2026. Kenslutími 8 mánuðir, byrjar 1. apríl. Umsækjandi tiltaki kaup og mentastig. Tilboöum veitt mót- taka til 1. marz af undirrituðum. O. O. MAGNUSSON, Sec’y-Treas. Wynyard, Sask. kennara VANTAR iyrir Wallhalla skóla, nr. 2062, írá 1. apríl til 1. nóvember. Umsækj- endur tiltaki, kaup og mentastig. Tilboðum veitt mlóttaka til 10. marz af undirrituðum. MAGNÚS J. BORGFORD, Sec’y-Treas. Holar, Sask. KENNARA VANTAR. Fyrir Little Quill skóla, nr, 1797, frá 1. apríl til 1. desember, Kennari tiltaki kaup og menta- stig. Tilboðum veitt móttaka til 1. marz af undirrituðum. TH. ARNASON, Sec’y-Treas. Mozart, Sask, KENNARA VANTAR. Viö Siglunesskóla, nr. 1399, frá 1. mai til 30. sept. þ. á. Umsóknir um kennarastöðuna sendist undir- rituðum fyrir 1. april næstk., og sé í umsókninni skýrt frá menta- stigi umsækjandans og kauphæÖ þeirri, er hann óskar éftir. Siglunes P.O., 12. jan. 1912. JÖN JÖNSSON, Sec’y-Treas. KENNARA VANTAR fyrir Mímir skóla No.2313, til átta mánaða ; skólinn byrjar 1. apríl; kennaxi tiltaki kaup og mentastig. Tilboöum veitt móttaka til 15. marz af undirrituðum. H. E. TALLMAN, Sec’v.Treas. Candahar, Sask. KENNARA VANTAR. viÖ Swan River skóla, nr. 743, frá fyrsta maí til síðasta nóvember. Umsóknir um kennarastöðuna sendist undirrituðum fyrir fyrsta apríl, og sé skýrt frá mentastigi og kauphæð, sem óskað er eftir. JOHN LINDAL, Sec’y-Treas. 29-2 Lundar, Man. KENNARA VANTAR fyrir Big Point skólaumdæmi, nr. 962, yfir 3J£ mánuð, frá 15. marz til 30. júní. Umsækjendur tiltaki kaup og mentastig og sendi um- sókn sína til undirritaðs. Wild Oak, Man., 20. febr. 1912. INGIMUNDUR ÖLAFSSON Til sölu á Gimli Gott íveruhús, ásamt einni eða tveimur bæjarlóðum, á Second Ave.; þriðja lóö norður frá Bryggjustræti, fá skref frá aðal ‘‘business” part bæjarins. Gott neyzluvatn örskamt frá húsinu. Stærö hússins er: 16x20 ; tvö her- bergi og ‘‘hall’’ uppi á lofti ; niðri er framherbergi og “dining room”, eldhús 12x20, skúr aftan við eld- ; húsið 8x8, og gott geymsluhús aft- an við. Ef nokkur vildi sinna þessu, þá snúi hann sér til SVEINS MAGNÚSSONAR, P.O. Box 65, Gimli Man. Veggjapappi og málaðir veggir hreinsað. Gamlir speglar nýjaðir upp. Alt verk ábyrgst. — Skrifiö eöa taliÖ viö U. S. SNÆDAL, (22-2) 678 Toronto Street. f •? Y ■f Y I 1 ± Ý Y Y T Y i Skrifið yður fyrir HEIMSKRIN GLU svo að þór oretið æ- tíð fylgst með aðal málum íslendinga hér og heima. I y $ x ®H**J**XWX* ♦% ♦% ♦% ♦% ♦% ♦% ♦!« Dýrkeypt gaman. ‘‘Hjónaband, boði strand, búin meyjar saga”. þannig komst spjátrungur einn að orði heima á Fróni hérna um árið.' Hefði hann séð .fram í tím- ann, hefðu þessi orð hans átt mætavel við hjónavígslu-æfintýri, er átti sér stað hér í borginni fyr- ir nokkrum dögum síðan, og sem gagntók hugi manna, svo að það er ennþá aðalumræðuefnið, hvar sem kunningjar hittast og yfir kaifiborðum er ekkert sem kven- þjóðinni er kærara umtalsefni en bóndadurgurinn rangeygði, sem giftist höfðingjadótturinni og misti hana eftir 20 mínútna sambúð. Sagan er svona : sinni. þá mundi hann eítir þvi, aö hún hafði aldrei sagt honum, livar húsið væri, sem hún byggi í,— og var hann nú í standandi vandræð- um. Hann afrcð að fara til lög- reglunnar. þangað kominn gat hann enga fullnægjandi lýsingu gef- ið af konu sinni, nema að hún væri falleg og ung, því hvernig átti hann að g®ta lýst heniii nán- ar, þegar hann að eins hafði séð hana einu'sinni á æfi sinni, og það í fáeinar mínútur ? Lögreglan fór nú að leita, og blöðin prentuðu með hrossaletri, að ung, lagleg, nýgift kona væri týnd, hefði líklega fallið í hendut einhverra bófa, hvítra mansala eða þess konar náunga. Alt varö i uppnámi, og Watson reif hár sitt og barmaði sér yfir konumissin- um. Maður heitir Georg E. Watson og býr á McDermot Ave., hér í borginni. Hann er við aldur og fremur óásjálegur, en hvað vera dável fjáður. Hann hafði verið bóndi vestur í Saskatchewan og á þar bújörð, en einbýlismaður hafði hann verið allan sinn búskap, og aldrei verið við kvenmann kendur, að því er hann sjálfur segir. En þegar hann hafði dvalið hér í Win- nipeg um nokkrar vikur, fór hann að finna sáran til þess, að það er ekki gott, að maðurinn sé einsam- all, og ásetti hann sér því að fá sér konu. En nú var vandinn mest- ur, livernig að skyldi fara, því hann, vesalingurinn, þekti enga kvenpersónu, sem homvm þótti til sambúðar hæf. Hann fann þá upp á ráði, sem dugði, sem var það, að auglýsa í einu af aðalblöðum borgarinnar (Free Press), að mið- aldramaður, all-vel fjáður, óskaði eftir að kvongast ungri, ráðsettri og myndarlegri stúlku. Auglýsing þessi hafði sinn árangur. Watson barst fjöldi bréfa, frá stúlkum á öllum aldri og þjóðflokkum, sem allar voru ólmar í að giftast. En eitt bréfið bar af öllum hinum, — það var bæði bezt skrifað og snyrtilegast útlits, jafnframt því sem það var ritað á ástapappír. Watson ákv'að strax, að stí, sem þetta liefði skrifað, skyldi verða konan sín og engin önnur. IT\ann skrifaði henni um hæl, og hún svaraði aftur, og nú hófust bréfa- skriftir, sem stóðu fulla viku. þá voru bæði orðin sannfærð um ást hvors annars, og giftingin ákveðin. Mæltu þau sér nú mót í fyrsta skiftið, og skyldu þau hittast í lvfjabúð einni í Aðalstræti. Átti stiilkan að bera rauða rós í barm- inum, svo Watson gæti þekt hana. Stúlka þessi kvaðst heita Anna- belle Russell og búa með efnaðri ekkju, en sjálf væri hún erfingi a'ð 12 þúsund dölum, og skerpti það kærleikann hjá Watson að mun. Ilann beið með óþreyju þeirrar stundar, að hann fengi unnustu sín,a að líta. En stundin kom og hann llýtti sér til lyfjabúðarinuar; en einhverra orsaka vegna taföist hann á leiðinni og kom hálfri stundu síðar til inótsins, en til- tekið hafði verið. Er hann kom í búðina, rak hann strax augun i kornunga og ljómandi fagra stúlku «m bar rauða rós í barminum. Að það var stúlkan hans, var eng- um vafa bundið. ITann gekk rak- leitt til hennar, hneigði sig djúpt, og spurði af hæversku mikilli, hvort hún væri Miss Russell. Fjórða daginn eftir giitinguna sat svo Watson raunamæddur á rúmi sínu og reykti í ákafa. þá var barið að dyrum. Ilann lýkur uPPi °g hver er þar komin, nema j konan hans horfna! Watson ætlar | þegar að grípa hana í faðm sér, en hún hrindir honum frá sér með fyrirlitningu. Hann glápir á hana undrandi og skilur ekki upp né nið- ur í neinu. Hún tekur þá til orða og tjáir honum, að hún heiti ekki Anna- belle Russell, og að hún sé ekki konan hans. Hún hafi að sönnu gifst honum, en hjónavígsla sú sé ólögmæt, hún hafi gð eins gert þetta upp á grín, — leikið með liann. Hún hafi heldur aldrei stað- ið í neinum bréfaskiftum við hann. Ilafi að eins af tilviljun komið inn í lyfjabúðina og séð þar unga stúlku með rós í barminum ganga fram og aftur, mjög óþreyjufulla. Hafi sú stúlka alt í einu fleygt rós- I inni og farið út, og hún hafi tekið rósina upp og af rængli látið hana í barm sér, því hún hafi búist við, ' að eitthvert sögulegt æfintýri j tnyndi liggja á bak við þetta. þeg- i ar ltann svo hafi komið og spurt, hvort hún væri Miss Russell, þá j liafi hún samþynt það, að eins sök- I utn þess, að sig hafi langað til að komast frekar inn í æfintýrið. En hún hafi sjálf haldið, að þetta gift- íngartal hans væri marklaust hjal, j þar til að til prestsins kom. En j hún hvaðst þess viss, að þar sem hún væri gift honum undir röngu nafni, væri hjónabandið ólöglegt. Hvort hann virkilega haldi, að hún vilji nokkuð ltafa saman að sælda við annan eins lúsablesa og hann sé ? Nei, hún hafi aldrei meint annað en leika með hann. Watson þykist nú illa leikinn. Tekur það ráð, að loka brúðurina fögru inn í herberginu og kalla á j lögregluna. Lögreglan kemur og J tjáir Watson henni málavexti, og heimtar að konu sinni sé þröngv- að til sambúðar við sig, eða hún sé tekin föst fyrir pretti. Lögregl- an er einnig í bobba. þess kyns mál voru henni ókunn fyrri,— hún jiarf að fá frekari upplýsingar og utnhugsunartíma. Meðan. á þessu gekk hafði brúð- urin náð með talsíma í einn af bezt kunnti lögmönnum borgarinn- ar, og beðið hann í guðanna bæn- um að koma sér til hjálpar, og brá hann þegar við og hélt til hússins, og kom að rétt í því að Watson og lögr,eglan voru að fara inn í herbergið. Hm! hm! sagði kvendið fríða og hneigði sig brosandi. Hvað þau töluðust meir við, inn ir ekki sagan, nema áleiðis til prestsins héldu þau vonum bráðar — því giftingarleyfisbréfið hafði Watson keypt deginum áður. Er til prestsins kom, var ekkert til fyrirstöðu, og Georg E. Wat- son og Annabelle Russell yoru gef- in saman eftir kúnstarinnar regl- um, og var prestskonan ásamt vinnukonunni vitnin. Voru prests- ltjónin bæði mjög hrifin af brúður- inni, sem bæði virtist feimin og kurteis, en geðjaðist aftur miður að hinum aldna, rangeygða Wat- son. þau nýgiftu héldu svo á burt, og virtust mjög ánægð hvort með annað. Lögmaðurinn tekur stúlkuna þegar undir sína vernd. Segir reyndar, henni til lítillar hug- hreystingar, að hún sé löglega gift Watson, og að eini vegurinn til að losna við hann séiað fá hjónaskiln- að. En það sé nú ekki hlaupið að því í land þessu. Eina gilda á- stæðan, sem fram megi færa, sé sú, að Watson hafi kvongast ó- myndugri stúlku (því brúðurin var að eins 17 ára), án vilja foreldr- anna. Skammar nú lögmaðurinn Watson eins og rakka fyrir tiltæk- ið, og neyðir hann að undirskrifa samninga, sem ákveða, að hann skuli aldrei gera tilkall til konu sinnar, eða ónáða hana á neinn hátt í sjö ár. Að þeim tima liðn- um eru þau sama sem sjálfskilin. En hvrnð var Adam lengi í Para- dís ?. þau héldu til Eatons, þvi brúð- urin þurfti að kaupa ýmislegt. Er þangað kom, bað hún mann sinn injög svo feimnislega, að bíða sín við eina af lyftivélunum, meðan hún færi og keypti sér nærfatnað. | Watson fanst þetta mjög rýmilegtý og lofaði að bíða. En biðin sú j varð löng. Hálfur tími leið, heill tími leið og tveir tímar liðu og ekki kom konan hans aftur. Wat- son leists ekki á blikuna; hélt þó, að hún hefði líklega mist sjónar á honum í mannþrönginni og haldið lieim til ekkjunnar, sem hún bjó hjá, því það hafði verið samkomu- lag þeirra, að þar skyldi hún búa fyrst utn sinn. Watson hélt þvi heim til sín. Dagurinn leið og næsti dagur og engar fréttir fékk Watson af konu þessi samningur á að vera bjarg vættur konunnar, ef svo illa skyldi fara, að hjónaskilnaður fengist ekki á þeirn grundvelli, að brúður- in hefði verið of ung, og að hjóna- ! bandiö væri þvert á móti vilja foreldra hennar. þannig er málunum nú komið.— W’atson er kvongaður, en að eins að nafninu til, og meyjan fagra, sem enginn veit hvað heitir, nema lögmaður hennar, er iögleg eigin- kona manns, sem hún fyrirlítur og er þreiaft eldri en hún. Vesalings Watson, gintur sem þurs af hefðardrósinni, segist ald- rei framar skuli eiganeitt við kvenfólk, nema ef sín “étta ánna- belle komi, sem litlar likur eru til hér eftir. Hann ber þó missi sinn með jafnaðargeöi. En brúðurin, — hvað um hana ? Mun ekki hugsunarleysi hennar og gabb koma henni sjálfri í koll? Hún er nú bundin böndum, setn erfitt er að leysa. Hún er eigin- kona mannræfils, sem hún hugði aö leika með. Hún hugði aö það myndi verða skemtilegt æfintýri. Víst varð það æfintýri, en um gamanið má segja með sanni, að það hafi orðið henni ærið dýr- keypt. Hrólfur Jakobsson, skipstjóri. (Drukknaði á fmttjarðardjúpi, í desembermán. 1910). Innir minning: Aldrei gleym eigin-vin! — iyrir handan sjúinn — Vorið dregur hugann heim. — Heyri ég, að þft sért dáinn, prúðmennið, sem vinsæll varst; vinar-l&t af hati barst. Hlýrri var þfn ættlands fist en ýmsara þeirra’. er hærra láta; vilji þinn í verki s'tst; vaska soninn mættu grfita allir þeir, sem unna trygð. fist og trú & fóstur-bygð. Úr fjarlægð tök þig trygðin heirn til að starfa þar og —- deyja; og við storma’, um unnar-geim, ertu búinn strlð að heyja. Vestur-ægir, vöku-gjarn, vaggar þér nú, hafsins barn! Vinur kær ! með létta lund, lifðu sæll — f minning hlýrri ! Eftir stutta æfistund aftur brosir heimur nýrri. — Rætist saga íslands enn: Ungir deyja bestu menn ! L. Th. Bréf á skrífstofu Hkr. eiga: Miss Anua 'ölafsson. Iugólfur Sigurðsson, bakari. Sigtryggur Arason. A. Kristjánsson. Markús Sigurðsson. ’ Guðm. A. Stefánsson. G. S. Snædal. Miss R. J. Davidson. Miss Línai Josephsson. Halldór Árnason. Baldvin Sveinbjarnarson. ♦--------------------* Hefir þú borgað Heimskringlu ? ; ♦--------------------♦ Sigrún M. Baldwinson ^TEÁCHEROFPIANO^ 727 Sherbrooke St. Phone G. 2414 am heimilisréttarlönd í C a n a d a Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöl- skyldu hefir fyrir að sjá, og sér- hver karlmaður, sem orðinu er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. Umsækjandinn verður sjálf- ur að koma á landskrifstofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í því héraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skilyrðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandans sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er. Skyldur. — Sex mánaða á- búð á ári og ræktun á landinu í þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðar- jörð hans, eða föður, móður, son- ar, dóttur bróður eða systur hans. I vissum héruðum hefir landnem- inn, sem fullnægt hefir landtöku skyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) að sectionarfjórðungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. Skvldur :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu í 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekið (að þeim tíma meðtöld- um, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að yrkja auk- reitis. Landtökumaður, sem hefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökum héruðum. Verð $3.00 ekran. Skyldur : Verðið að sitja 6 mánuði á landinu á ári í þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virði. W. W. C O R Y, Deputy Minister of the Interior. Ágrip af reglugjöi Hafið þér fslcnzk frímerki ? EG vil kaupa brúkuð ÍSLENSK frfmerki í safn mitt. borga gott verð fyrir þau, og borga hærra ef þau eru fi heilum umslttgunum. Kaupi alt sem býðst (þektur af Conrad F. Dalman Winnipeg). Sendið eða skrifið til E. R. KRJPPNER MUSICAL DIRECTOR GRAND OPERA HOUSE. P. 0. BOX 996 WINNIPEG, CANADA FRÍTT! FRÍTT!! BÆKLINQUR “ THE LAND WHERE OIL IS KING” T3ÆKLINGUR þessi býður yður tækifæri sem ekki kemur fyrir nema einu sinni & mannsæfinn — Hann segir yður hvar verja skuli fé yðar og sýnir yður hvernig það margfaldast. Segir yður alt um olfu iðnaðin í Californfu, gefur full- ar sannannir um áreiðanleik Buick olíu félags hlutabréfin og stórfaldan gróða. Sendið nafn og áritan yðar f dag eftir bæklingnum—þér fáið hann ókeypis. KARL K. ALBERT P.O.Box 56. 708 McArthur Building, Winnipeg, Manitoba Remington Standard Typewriter Enska og íslenzka geta verið ritaðar jöfnum hönd- um með ritvél þessari. Skrifið eftir mynda-verðlista. REMINQTON TYPEWRITER CO., LTD. 253 Notre Dame Ave. Winnipeg, Manitoba Meö þvl aö biöia æfinlega nm ‘T.L. CIGAR, þá ertu viss aö fá ágætan vindil. T.L. T- L; c!c ar->- (UNIQN MADE) Western C’igar Factory Thomas Lee, eÍKandi Winnnipeg -.................................1 : The Winnipeg Safe Works, | LIMITED 50 Prmcess St, Winnipeg i VERZLA MEÐ : í Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes], ] !! Ný og brúkuð “Cash Registers” !; Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.