Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 3
H EIMSKRIHGCA WINNIPEG, 29. FEBR. 1912. 3. BL9, Heiðingatrúboð í söfnuðunum. (Eftir Jón Einarssov). |>aö þykir íáum “gaman aö guö- spjöllunum”, nema hægt sé aö tengja þau við “bardaga” ai ein- hverju tagi. Hefir því liSna tíSin af öllum mætti leitast viS aS gera þau aSgengileg meö því, aS krydda þau meÖ ýmrskonar ver- aldlegu sælgæti í bardaga mynd ; og er sumt af þeim ‘‘dispensatori- um” næsta spaugilegt á bragSiS, einkurn í smekkfærum hinna o- vönu og hversdags-hygnu smæl- ingja. þaS er æSi-langt síSan byrjaS var á trúboSi meSal ýmsra ílokka í heimalöndunum, þeim er eigi höfSu náS áliti, sem verandi i þeim sauSahúsuin, sem tilheyrSu hinum rétta hiröi sálnanna. Var þaö í hæsta máta eölilegt, þótt hinir, sem vísir voru um ‘‘góSan afgang” sinn, viö siSustu siglingu lífsins, gerSu sina skyldu í því, aS reyna alt mögulegt til þess, aS koma sem flestum af þeim villuráf- endum í hina organiseruSu hjörS og betra andlegt haglendi. Hefir starfsemi sú giatt margra hjörtu, gert mörgum óendanlega mikiS gott og leitt fjölda af körlum og konum á betri brautir og aS tryggari samvinnu, — og líka auS- vitaö hrygt rnarga og stein-drepiS ekki svo fáa saklausa trúboSa og saklausa ‘‘villiráfandi sauSi”, sem reyna skyldi aS drífa inn í hópinn, sem var í betra hjarSlendinu. Um þetta mætti margt gott og all- margt ljótt segja, en þess gerist ekki þörf hér, því sagan er búin aS skrifa þaS hjá sér, og hefir lof- aS aS marka niSur þaS, sem gert verSur í þessa átt í komandi tíS. Hér, í þessu framfarnna landi, er ný hugsun aS berjast viS næsta erfitt trúboö, hiS eSlilegasta, en jafníramt líklega ,eitt hiS torveld- asta, sem byrjaö hefir veriS á um hríS, þaS nefnilega, aö 1 e i S a s a m a n ýmsar trúbragSadeildir, koma þeim í eina heild, f æ k k a kreddunum en halda þeim, sem flesta áhangendur eiga í söfnuSum sameiginlega. þetta er hér í landi kallaS ‘‘Church IJnion”, eSa kirkna (trúmála-) samband. Undir þá stefnu gengur erfitt aS fá fjöldann til aS skrifa nöfn sin. Hindurvitni og hleypidómar berja niSur öll rök.og góSar hvatir, eftir því sem þau hjú geta, — og þau megna mikils, því þau hafa margra alda æfingu og reynslu aS baki sér, og kæra sig kollótt um alt nema venjuna. AS því er mér er kunnugt hafa forvígismenn kristinna mála meS- al Vestur-lslendinga lltiö fengiö viS aS ræSa þetta mál til fram- kvæmda, en munu hafa tjáS sig því alvarlega andvíga nema (auö- vitaS) meS þvi móti, aS allar kirkju og trúardeildir vildu skrifa undir lúterska trúarjátningu þá, sem' í gildi er hér, alveg óbreytta, og haga sér eftir því. þá hefÖi sambandiS fengist. En ekki meö neinum afslætti, engum kjörkaup- um. þetta er alt eSlilegt, og vænt- anlegt, skoöaS frá þeirri hliS, aö engin tillátssemi megi eiga sér staS, og ef einhverjir ekki vilja hylla þá stefnu bókstafiega í öll- um greinum, svo ‘‘sjá þeir sjálfir fyrir sér”. En ætlaSi ég aS fara aS ræöa kirkna sambandsmáHö núna? 0- nei. Ég ætlaSi aS ræSa spaugilegra mál en þaS : máliö um kirkna sundrungina meSal Vestur- Islendinga, og þaS mál, aö eins í fám orð'um. þaS er ömurleg til- hugsun i sjálfu sér, aö slik mál sem þessi skuli geta talist spaugileg ; en svo er nú samt komiö, því málin eru veraldlega framkvæmd á ýmsan hátt, aS aS- feröinni til. Élg hefi hér ekkert um þaö aS segja, þótt sendir séu út kenni- menn til þeirra staSa, sem enga söfnuöi eiga, og því síöur þótt hver kirkju- eSa trúardeild reyni aS hlynna aS sínum söfnuSum, og hylla fieiri til aö gerast meSlimi þeirra ; slíkt liggur í hlutarins eSli. En þegar eru sendir prédikus- ar inn í kristna söfnuSi til þess aS flísa í sundur þaS litla samhengi, sem í þeim kann aS vera, þá fer mann aS gruna margt, og efast um, aö hægt sé aS vinna þannig ‘‘upp á drottins ábyrgS” til lang- írama. Eins og kunnugt er, eru nú — i orSi kveSnu aS minsta kosti, — 4 íslenzkar trúar-stefnur hér í okkar þjóS ; sem sé : 1) Lúterskan, sam- kvæmt stefnu kirkjufélagsins, sem sumir kalla ramm-lútersku, og sem er í sjálfu sér eins heiSarleg og nokkur önnur stefna ; 2) Lút- erskan, sem þeir aShyllast, er ekki fella sig viS aö vera ramm-lútersk- ir, og sem jafnan er kölluö nýja- stufnan ; 3)Lúterska stefnan, sem ekgan söfnuS hyllir, sem tilheyrir öllu og engu eftir því sem vindur- inn blæs, og 4) Únítara stefnan. Um g i 1 d i hverrar af þessum stefnum fyrir sig haföi ég ekki ætl- aö aö ræöa aö neinu. þaS gera þeir, sem meiri hafa jækkinguna. Hitt er ég ekki hræddur viS aS segja, aö h v e r af þessum stefn- jum 1, 2 og 4 geta veriS jafn heiö- j arlegar eSa jafn óheiSarlegar, eftir því, hvernig jæim er beitt, — í hvaöa tilgangi unniö er aS þeim : hvort vinnan er aö eins til þess, aS reyna aS gera hverja deild sterkari, afimeiri til aö kúga hina, sem minna má sin ; eSa stritiS miSar til þess-, aS leiöa menn á braut kristindómsins, mannbetr- unarinnar. þaö er ilt aS koma því saman, kristinfræSa-tilganginum og afl- aukningar-tilganginum, á stund- um ; eSa réttara sagt, erfitt aö slá, hvort ræSur meira hjá trú- boSunum. Tökum einfalt dæmi úr stórum byrgöa-hlaSa. KristniboSi (‘‘missjón-ari”, eins og þaS er kallaS hét) er sendur í bygS, þar sem líkur viröast til, aS eitthvaS sé hægt aS gera. Hann fer um alt, inn á flest þau heimili, sem kringumstæöur leyfa — (hér á ég viS lúterskt tniboS), og mæl- ist til, aö fólk aShyllist væntan- lega safnaöar-myndun, en sá söfn- uSur hljóti aö tilheyra vissri trú- ílokkaheild. þaö er einnig fariö inn á heimili Jjieirra, sem e r u m e ö- limir lúttersks safnaö- a r og revnt aS fá þá í annan lút- erskan söfnuS! Um trúar-s t e f n- u n a er ekki jafnast talaS, ef maSurinn slær t 1 viljugur. Og ef hann kveöst vilja vera í óháöum lúterskum söfnuSi, þarf lians ekki meS. 1 svona kringumstæSum er j>aS svo erfitt aS sjá, hvort veriS (er aö vinna fyrir kristindóminn einvöröungu, eSa fvrir flokksins afl eingöngti. Ilugsum okkur íslenzkan ‘‘organ- izer” í Winnipeg, sem tæki aS sér aö starfa fyrir Goodtemplara, — reyna aö £á fleiri til aS aöhyllast regluna. Ef hann vildi ekkert hafa viS þann mann aS gera, sem ekki vildi ganga inn í t. d. stúkuna Heklu (eSa einhverja aSra sér- staka stúku), þá findist manni I hann leggja fram krafta sína fyrir ]>á s t ú k u , en ekki fyrir bind- indismáli-S. PrinsipiS er sama, hvort málefniö sem um er aö ræöa. Svo kemur postuli írá Únítörum °K ‘‘gerir sitt til”, aS fá menn bæSi tir óháSa söfnuSinum liit- | erska og hinum, sem bundinn er - stærri heildinni, og svo náttúrlega hvern mann, sem engu er ‘‘háöur”, og getur jtess, aö ‘‘mtinurinn sé I svo lítill” á trúar-stefnunum, aö ! ef maöur tilheyri einni þeirra, þá 1 geti maöur eins vel tilheyrt hinni. Og sumum skilst þetta þá vera I svo. All-mörgum- hættir viö, aS vera ávalt á skoöun þess trúboö- | ans, sem síöast talaSi. þaS er svo ^ lengi búiS aS vinna aS því, aS kcnna fólki, aS einungis fáir ínenn eigi aS hugsa fyrir fjöldann, aS þaö er engin furöa, þótt fólk sé j búiS aö slá því frá sér, aS hugsa ! fyrir sig sjálft, en slái öllum stn- ! um áhyggjum upp á þeesa fáu menn, sem eru svo fúsir aS bera bvrSina fyrir aSra! Og þaö er engin furSa, þótt fólk aShyllist bendinguna, sem sá missjónarinn gefttr, sem því lízt bezt á. þessi glundroöi er þaS, sem er ; svo grát-spaugilegur og þó al- •mennur. Jafnvel menn, sem benda j á sjálfa sig viS livert nýtilegt tækifæri, sem hina sönnu ímyndun ! staöfestunnar, stefnufestunnar, — jláta fara meö sig eins og fingur- traf : vefja sig upp, eftir bendingu hvers, er si'Sast átti tal viS þá, ! og heita þeirn þá sinni mildu aS- stoö til framkvæmda hinu dýrö- 1 lega málefni, sem sá berzt fvrir. ]>aö er ekkert athugavert viS þaS, þótt hver flokkur reyni aS skara eldinn aS sinni köku, eins - fyrir guSs - s k u 1 d og annara ; I en hitt er íhugunarverSara, þegar þaS sýnist vera aöal-atriöiö, aö j skara eldinn f r á köku hins j flokksins aS eins, án þess aö sjá j þess líkur, aö geta sjálfur haft framtíSarnot af þeirri hlýju. þaS j er þessi voSalega flokka-áreitni, meS mciru eSa minna kristindóms vfirskini og sakleysissvip. þessi sí- felda iöni, leynt og jafnvel ljóst, ! viS aS gera hinn flokkinn og hans málefni tortiy'ggilegt í sem ílest- | um augum. Menn eru , líka farnir ; aS læra þaS eitt meö öSru af j reynslu liöins tíma, aS þaS er eina i hálmstráiS, sem hægt er aS fleyta sumtim málefnum á. Slíkar bak- j skrámtt-aSferSir brúka ekki menn, sem treysta því, aö sitt eigiS mái- efni hafi svo mikla verSleika, svo j auösæa kosti, aS því vinnist veg- ur vegna síns eigin gildis. Samkvæ-mt íhugun hinnar oft á- minstu hérlendn menningar, sem viö, landar, kveSumst hafa svolgr- aS og þambaS í okkur eítir ofboS austur-íslenzku fáfræSinnar, sem þjáSi okkur svo mjög á meöan viS vorum litlir(! ), væri ekki nema sanngjarnt aS vonast eftir, aS viS förum sjálfir aS renna grun í, hverri auöfjártegundinni hver okk- ar tilheyrir ; og aS viS förum aS halda okkur hver viS sinn hópinn, en láta ekki stvggjast af hói og hljóöum óviökomandi hirSa. Dánarfregn. Ekkjan Sigtirbjörg J ónsdóttir lézt aS heimili tengdasonar síns og dóttur, Mr. og Mrs. Johnson, aS 694 Maryland St. hér í borg, þann 13. okt. sl., þar sem hún hafSi átt heimili um mörg undan- farin ár. Sigurbjörg sál. var fædd á Beru- nesi í ReySarfirSi í Suöur-Múla- sýslu 27. mai 1840. Foreldrar henn- ar vortt þau Jón bóndi GuSmunds- st.n og kona ltans GuSb-jörg þor- stefnsdóttir. Hjá foneldrum sínum ólst Sig- urbjörg sál. upp ásamt 6 systkin- um sínum til tvítugsaldurs ; um þaö leyti misti hún fööi’f sinn. — Tveimur árum síSar ílaUist hún i næstu sýsltt, NorSur-Milasýslu. þann 26. júní 1865 giftist hún Halldóri bónda Jónssyni á Uifla- bakka í Hróarstungu, sem þá var ekkjumaöur. þar bjuggu þau þang aötil þau fluttust til Ameriku úriS 1876. Komu til Nýja íslands, þar sem Gimli bær nú stendur í águst- mánuSi um su-mariö, ásamt lleiri innflytjendum. — þaS, sem fyrst lá fyrir, var aS koma upp ein- hverri húsmynd, en meSan á þvi stóö urSu allir aö búa í tjöldum. Nú byrjaöi andstreymi frumbýl- inganna fyrir alvöru. Tvær dætur þeirra hjóna lögöust í taugaveiki, en sú þriöja í bólunni, sem þá — eins og margir hala heyrt um get- iö — geysaSi í Nýja íslandi. Ofan á þetta bættist og, aS maSur liennar slasaöist, þcgar sem hæst aS smíöi hússins stóS ; varö því öll fjölskyldan aS búa í tjaldi alt haustiö fram til jóla. — Alt þetta mótlæti bar Sigurbjörg sál. meS stakri þolinmæöi og óbilandi staS- festu, hjiikrandi sínum veiku ást- vinum meö allri þeirri umönnun og uákvæmni, sem eftir kringum- stæöunum var mögulegt aS veita. Allir lifSu til aS komast undir húsþak rétt fyrir jólin. Á næstu árum voru kringum- stæSurnar lítiS eitt glæsilegri. þau mistu hverja skepnuna cftir aSra, sem í þá daga var þó ná- lega eina fra-mleiSsluvonin. — En þrátt fyrir alla örSugleikana var Sigurbjörg sál. jafnglöS og von- góö, treystandi drotni fyrir fram- tíSinni. Voriö 1880 fluttust þau til Gr.afton í NorSur Dakota, þar sem þá bjó þórunn stjúpdóttir hennar, kona O. H. Lee. — þess mætti geta, aS þegar suSur fyrir lír.nna kom, úrSu þau hjón aö ganga um 40 mílur, í vatnavöxtum og leys- ingutn, meS tvær ungar dætur sin- ar, sem þau mest af þeirri leiS uröu aö bera. — 1 bygS þeirri bjuggu þau í níu ár, þar til áriS 1889, aS þau fluttu til Winnipeg, ásamt tengdasyni sínum Stefáni Johnson og þte-mur dætrum. ÁriS 1902 misti Sigurbjörg sál. mann sinn, eftir 37 ára ástríka sambúS. þeim varö 7 barna auÖ- iö, af hverjum aS eins þrjár dætur lifa : Margrét Jóhanna, kona Stef- áns Johnsons ; Helga, kona Lor- enz Thomsens, og Halldóra Petr- ína, kona GuS-mundar M. Bjarna- sonar ; allar til heimiHs í Winni- peg ; og eina stjúpdóttir, þórunni, konu O. H. Lee., til heimil s í Blaine, Wash. Sigurbjörg sál. var vinsæl kona, þrekmikil og hjálpsöm, ráöagóÖ, er úr vöndu var aS ráöa, sem kom sór oft vel á frumbýlingsár- unum, þegar fátæktin og ýmsir aörir örSugleikar þrengdu aS ; sér- staklega var hún gófS til ráöa í veikindum, enda talsvert hneigS til | aS hjálpa sjúkum, og aflaSi þaS - eitt henni margra vina. Hún var j ástrík eiginkona og umhyggjusöm ! móöir. En þaS sem aöallega og l framar öllu einkendi alt hennar ! líf, var sterk og einlæg trú á írelsara sinn Jesús Krist ; í þeirri J trxi lifSi hún, í þeirri trú beiS hún i örugg sinnar hinstu hvíldar; í þeirri trú baS hxin fyrir öllum sín- xxm ástvinum síöustu stxindirnar, sem hún lif-Si, og meö þá trú í hjartanu gaf hxin upp andann þann 13. okt. sl. aö kveldi. Útför hennar fór fram 16. s. m., fyrst frá heimili hennar, og svo í frá Fyrstu lút. kirkjunni, aS viS- stöddu fjölda fólks, vina og vanda manna. Dr. Jón Bjarnason talaSi yfir hinni látnu. Hún var lögS til hinnar hinstu hvíldar viS hliS mannsins síns í Brookside graf- reitnum. Hlýjar og á&tríkar endurminn- ingar vina og vandamanna hvíla yfir hinni merku konu. Tinur. ZINC! Það mun draga gróða í vasa þinn ! LUCKY JIM ZINK námur eru stærstar allra í Noröur-Ameríku. Þeim er stjórn- að af mikilsvirtum mönnum- þeim hin- um sömu 'sem eru að breyta Canada í heimsveldi úr villimörk. Og þar af - - - keinur að - - - LUCKY JIM ZINK HLUTABREF ern vfs að gefa mikinn gróða. Ef þú tekur þig til strax, þá getnr þú fengið Lucky Jim Zink fyrir 40c. hlutinn. Engumer prísinn um megn nú sem stendur,en Lucky Jim Zink hlutir eru að hækka í verði. Hér skal geta um fáeinar ástœður fyrir því, að Zink gefur ágóða: 1. Meira Zink er brúkað f heiminum heldur en úr jörð er grafið. 2. Verðið á Zink hefir hækkað um helming á tveim árum. 3. Engir málmargeta kcmið 1 stað Zinks. Þvf er eftirspurnin ávalt söm og jöfn. Hér segir hvers vegna Lucky Jim Zink námurnar gefa ágóða : 1. Lucky Jim námar geyma feiknamikið af málmi. 2. Þær eru f ThreeForks, British Columbia. en þangað er C. P, R. að leggja braut til þess að flytja burt málminn, Til þess ætlar félagið að verja eitt hundrað fjörutlu og átta þúsund dollurum. það sýnir, að trú heiir það félag á fyrirtækinu. 3. Lucky Jim Zink Mines, Ltd., selur engum “köttinn í sekknum”, vegna þess að þær borga mikla vexti nú þegar. Jafnskjótt og járnbrautin er fullgerð hækka prfsarnir á Lueky Jim hlutum. Ef þig langar til að vera sjálf- stæður og losna við sífelt, daglegt strit, þá KAUPIÐ STRAX ! Þeir sem kænlega fara með fé sitt, og leggja f>að f ZINK, fá mikinn gróða af hækkun hlutanna f verði, og háa vexti. Ætlar þú að ganga í þeirra hóp ? FJÁRHAGSLEGT SJÁLFSTÆÐI, ER ÞAÐ SEM ÞÉR ÞARFNIST Starfsíms mannsins er takmarkaður. Til þess að komast hjá þvf að vera uppá aðra komnir á elliárunum, verða maður að leggia fyrir meðan tækifæri er til. MANNDÓMSÁRIN VERÐA AÐ SJÁ ELLIÁRUNUM B0RGIÐ Eg hvet yður til að hugsa grandgæfilega um framtfðina, og verja hverjum doll- ar, tem þér hafið sparað, til að kaupa hluti f TiUCKY JIM ZINK námafcl- aginu; framtíð yðar og fjárhagslegt sjálfstæði verður þá fyllilega trygt. Tilboð mitt til þeirra sem kaupa strax Eg ætla að selja vissa töju hluta í Lucky Jim fyrir 40 cent hvern hlnt. og borgist 20 cent fyrir hvern um leið og panatð er, en afgangurinn á 60 dög- um. Vextir ættu að verða 12 prósent á $1.00 virði en j>að er satua sem HO prósent á ári á hverjum dollar, sem í fyrirtækið er lagður. Eignir vorar eru öllum augljósar. Eftirtaldir menn í Vestur Canada, komu til Lucky Jim námanna síðustu mánuðina, og létu í ljósi ánægju sína yfir eignunum : Hon. R. P. R0BLIN, Premier Manitoba MR. LENDRUM McMEANS, M.P.P., Manitoba R. L. RICHARDS0N, Editor Winnipeg Tribune JUDGE MARSHALL, Portage la Prairie J. C. C. BERMMER, Clover Bar, Alta. Hon. HUGH ARMSTRONG, Prov. Treas.,Manitoba W. J. CLUBB, Winnipeg C. WEAVER LOPER, Winnipe HENRY BRYANT, Winnipeg 0SWALD M0NTG0MERY, Winnipeg M. J. RODNEY, Winnipeg CAPTAIN H. J. CAIRNS, Winnipeg HUG0 R0SS, Winnipeg J. H. M0RRIS, Edmonton W. A. C0USINS, Medicine Hat, Alta. A. P. CAMER0N, Winnipeg L. S. VAUGHN, Selkirk J. ACHES0N, Spokane Símið pantanir á minn kostnað eða sendið eftir bæklingi með nákvæmri lýsingu. “Hlýðið hughoðinu.” KARL K. ALBERT INVESTMENTS P. 0. Box 56 708 McArthur Building Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.