Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 29.02.1912, Blaðsíða 1
j Talsimi Heimskringlu ^ é Garry4110 é é é ^ Heimilistalsími ritstj. J Garry 2414 é é é é XXVI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 29. FEBRÚAR 1912. Nr. 22. Manitoba-þingið. Eins og til stóð v.ar fylkisþingið sett fimtudafrinn 22. þ.m. af íylkis- stjóranum nýja, IIon.Douglas Col- in Cameron. Var þar samankomiö fjölmenni mikiö og fór þingsetn- ingin fram meÖ hinni mestu við- höfn. Hásætisræðan eöa boðskapur stjórnarinnar til þingsins, sem sem fylkisstjórinn las upp, hafði mörg og þörf nýmæli að fly.tja. Var þar minst á stækkun fylkisins, sem nú væri vissa fyrir að fengisrt meö ákjósanlegum kjörum, og sem lagt yröi fyrir þetta þing. Ennfremur var þess g,etiö, að sambandsstjórnin heföi selt fylkis- stjórninni hinn svo nefnda her- mannaskála hér í botginni fyrir vildarverð, og þar yrði hið nýja þinghús bygt. þá var dr.epið á talsímakcrfis- rannsóknina, krýn nguna á Bret- landi og landsstjóraskiftin í Can- ada, og var lýst velþóknan yfir út- nefningu hertogans. Af nýmælum voru þessi helzt : 1. Stjórnin hefir gert ráðstafanir til að koma upp opinherum og óháðum gripamarkaði í St. Boniface, sem þeim fylkisbúum, er griparækt stunda, ætti að verða til mikils hagnaöar. 2. Frumvarp verðttr lagt fyrir þingið um að skipuð verði Puhlic Service Commission þjóðarþjónustu nefnd) með fullu framkvæmdarvaldi. 3. Breytingar á sveitastjórnalög- unum. 4. Breytingar á skattalöggjöfinni. 5. Breytingar á ‘‘Kings Bench” lögunum. þetta var mergurinn málsins í Tiásætisræðunni. Kosnir voru til svara Sam Hnghes þingmaður fyrir Gilbert Plains og A. M. Lyle, þingmaður fyrir Arthur kjördæmið. þing.inu var því næst frestað til mánudagskvelds. Eftir að þessum fyrsta þingfundi hafði verið slitið, héldu þinginenn- irnir með íjölskyldur sínar og ýms- ir aðrir boðsgestir til Royal Alex- andra hótelsins, þar sem þeim var haldin veizla af þingforsetanum, Hon. James Johnson. Á mánudagskveldiö hófst annar þingfundur. þá var hásætisræðan ■til umræðu. Auk þeirra tveggja þingmanna, sem kosnir höfðu ver- ið til að svara, leiddu þar saman hesta sína Hon. R. P. Roblin stjórnarformaður og andstæðinga- leiðtoginn T. C. Norris, og var all-mikill hiti í háðum. ' þriðji þingfundur var á þriðju- dagin, frá 3—6 síðdegis, og var þá hásætisræðan ennþá umræðu- efnið. Umræðurnar hóf Dr. Arm- strong, þingmaður fyrir Gladstone kjördæmið, og var honum svarað ai B. L. Baldwinsson. Nokk- urir fleiri tóku þátt í umræðun- um. Umræðurnar um hásætisræðuna halda einnig áfram í dag (miðviku- öa)t)-_________________ Tripolis-stríðið. þar gengur hvorki né rekur fremur en að vanda. Smáorustur hafa þó verið háðar öðru hvoru, og ítölum að jafnaði veitt betur. Hroðasögur ganga af níðings- verkum Tyrkja og Araba á særð- um mönnum er falla í licndur þeim. Er lífið kvalið úr þeim með fáheyrðri grimd ; eru bútaðir sund- ur í smástykki, sem síðan er fleygt hér og þar. Úr sumum eru augun stungin löngu áður en þeir gefa upp andann. Segir einn brezk- ur fréttaritari, að hann hafi víða séð mannsaugu negld upp á tjald- veggi Araba, og að þeir geymi af- högna limi í pokum, sem menja- gripi. Alheimslögunum um, að hjúkrunarmenn og sjúklingar séu friðhelgir, gefa Tyrkir og Arabar engan gaum, og hafa þráfaldlega ráðist á sjúkravagna, er verið hafa að bjarga særðum af vígvellinum, og- drepið bæði hjúkrunarmennina Og þá særðu. Italska þingið hefir nú samþykt innlimun Trípolis í hið ítalska riki °g hefir konungur staðfest þau lög. Mælt er, að Englendingar og Frakkar muni ætla að skerast f leikinn og koma sáttum á. Hið ný.ja brauðgerðarhús herra G. Thordarsonar á Ingersoll St. Fregnsafn. Markverðnstu viðhnrðir hvaðamefa A sambandsþinginu í Ottawa gengur það fjörugt til, þó litlu sé afkastað. Hafa I.iberalar auðsjá- anlega sett sér það fyrir mark og mið, að draga alla starfsemi þingsins á langinn með máltöfum, og virðist ekkert geta hamið hið ótæmandi málæði þeirra. En stjórnarfiokkurinn hefir einnig sína málagarpa, se jafna tilfinnanlega um suma af Liberal smœlingjun- tim, sem eru að gera sig gleiöa. — Mestur tími þingsins þessa vikuna hefir verið upptekinn af umræðum um hina fyrirhuguðu tollmála- nefnd, sem þeir Liherölu virðast óþreytandi að andæfa, þó ekkert það komi fram í ræðum þeirra, sem sýni vanþörfina á slíkri nefnd. Loksins hefir þó tekist, að vísa málinu til þriðju timræðu. Á mánudaginn var kom laga- frumvarp Ilon. Geo. E. Fosters til annarar framhalds umræðu. Lýsti ráðgjafinn því þá vfir meðal attnars, að það væri ætlun stjórn- arinnar, aS kattpa á þessu ári tvö eða íleiri korngeymslttbúr við enda vatnanna miklu oo- starfrækja þatt undir umsjón stjórnarinnar, með það vakandi fyrir atigum, að korna í veg fvrir blöndun kornteg- ttnda ; — ‘‘slíkt verðttr að hætta með öllu", sagði ráðgjafinn. þessi fvTÍrhuguðu kattp á tveimur eða fieirtim korngeymslubúrum er að eins til reynslu, áður en stærra s]ior verður stigið af stjórninni til að gera kornhlööur allar að þjóð- eign. Landamerkjamál Manitoba var til fyrstu umræðu á mánttdaginn, en var frestað til fimtudags, sam- kvæmt beiðni Sir Wilfrid Laur ers. George H. Bradbur)-, ríkisþing- maður fyrir Selkirk kjördæmið, ltefir fengið loforð Borden stjórn- arinnar um, að fiskiklak skuli sett á stofn á norðurenda Mikkyjar. Hann hefir Og fengið því til leiðar komið, að þeim, sem vinna fyrir opinberra verka deildina, verði hér eftir borgttð laun sín fljótar en verið hefir að ttndanförnu.— Brad- bury. sýnir einlægan hug á, að verða ekki eingöngu kjósendum s-num að eins miklu liöi og kraft- ar hans frekast leyfa, heldur einn- ig öðrum út í frá. — Aukakosningin til sambands- þingsms fyrir South Renfrew kjör- dæmið í Ontario fór fram fyrra fimtudag, og náði Hon. Geo. P. Graham, fyrverandi járnbrautaráð gjafi í Laurier stjórninni, þar kosn ingu með 292 atkv. umfram þing- mannsefni Conservatíva. þegar þess er gætt, að kjördæmið hefir allajafna verið Liberal, og aö viÖ síðustu almennar kosningar hafði Liheralinn, Thomas Low, 619 at- kvæði umfram, er sigur Grahams nauSa fátæklegur. Kosningin var sótt af kappi miklu á báSar hlið- ar, og sjálfur Laurier ferðaðist um kjördæmið og hélt fundi. — Hon. Graham tekur nú sæti í þinginu sem önnttr hönd Lauriers og verð- ttr sessunautur hans. Karl hafSi sem sé haldið sætintt auðu frá þinghyrjun. — Kolanámaverkfall um þvert og endilangt Bretland virSist ó- hjákvæmilegt. Milli verkamanna og námaeigendanna hefir lengi ríkt ósamlyndi, og höfSu hinir fvr- nefndu samþykt fyrir nokkrum vikttm síðan, að geta allsherjar verkfalf 1. marz, ef vinnuveitend- urnir gengu ekki aS kröfum þeirra. Nú er 1. marz því nær kominn og enginn jöfnuður málanna enn, þr.átt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnarinnar, að koma sáttum á og afstýra verkfallinu. Hiefir As- qu th yfirráðgjafi haft fundi með fulltrúum beggja málsaðila, og lagt þar fram miðlunar tillögur ; hafa verkamenn ekki veriS ófúsir að fallast á þær, en námaeigend- urnir með öllu ófáanlegir. Komi því ekki eitthvað nýtt fyrir á síð- ustu stundu, dynttr verkfallið yfir, og verður það ekkert smáræðis- verkfall, því full milíón manna leR)da þar niður vinnu, og v.erk- smiðjur um land alt verða að hætta starfsemi, ef verkfallið verð- ur ekki mjög skammvint, sem eng- ar líkur eru til. Sama gildir með járnbrauta samgöngur og gufu- skipa ; ennfremur með gas og raf- urmagns lýsingu. Alt hvílir á kol- ttntim, og þegar þau þverra, er driffjöðrtn í öllum iðnaði landsins og samgöngum brotin. — Verkfall þetta verður hið gífurlegasta, sem nokkru sinni hefir yfir Bretland komið, — standi það svo nokkru nemi. Ratfttar hafa einstakir tmun, félög og verksmiðjttr, hyrgt sig með óvanalega miklttm kolaforða. Ertt sökkhlaðnir kola-byrðingar í þústtndatali á Thamcs fljótinu og fram með járnbrautunum viðsveg- ar um fandið eru fjallháar kola- dyngjur. Öll skip hafa og hlaðið sig með kolabirgðum. Flötamála- ráðgjafinn Winston Churchill hefir skipað svo fyrir, aS fjögur af her- skipum flotans skyldu útbúast til kolaflutninga og flytja kol frá Bandaríkjunum til Énglands rne.S- an á verkfallinu stæði. — Orsök vcrkfallsitis ertt hin lágtt laun námamannanna. Segja leiStogar þeirra þau ekki hrökkvi til lífsvið- ttrværis, og krefiast þvi hækkunar, en hækkunina vilja námaeigendurn- ir ekki veita, — segjast heldur láta námttr stnar vera óttnnar, því að hið lága verð, sem sé á kolun- um, geti ómögulega gert þá imegn- ttga, að hækka lattn verkíimann- anna. Um þetta er þrætan. — Hon. William Miller, elzti senator í Canada senatinu, og sá eini, sem þar hefir átt sæti frá upphafi þcss, dó í Ottawa á föstu- daginn var, eftir stutta legu. Var mikilhæfur lögmaður og hafði haft mörgum ábyrgðarmiklum störfum aö gegna. Hann var meölimur í leyndarráði Breta. Varð 76 ára. — Óeirðirnar fara vaxandi í Mexico með degi hverjum og hefir nú Comez, uppreistar forsprakk- inn, tekið sér forsetanafn og safn- ar nú liði kappsamlega i norður- hluta landsins. Eru það margir af hinum gömlu fylgismönnum Miad- ero forseta, sem standa fyrir þess- um upphlaupum, því þeim brugð- ust þær vonir, að hann mundi launa þeim dvggilega fylgd með embættum og landeignum óvin- anna, en það brást þeim, því Mad- ero gaf flestum óvinaforingjunum upp sakir. — þó mest beri á óeirð unum í norðurhluta landsins, þá má nú svo heita, að óeirðir og róstur séu í hverju fylki. Járn- brautir eru evöilagöar, brýrbrotn- ar, og stjórnarbyggingar brendar. — Bandaríkjamenn í Mexico flýja landið í stórhópum, því lands- menn hatast við þá og gntna þá um, að vilja véla Mexico undir Bandaríkin. — Sjálfur situr Mad- ero forseti í höfuðborg ríkisins, Mexico City, og hefst lítið að ; segir, að uppreistarsögurnar séu ýkjur að mestu, og að það séu Bandaríkjamenn, sem mestan há- vaða gera út af ástandinu í land- inu. Hann segir sig o.g tjórn sína örugga í sessi og alls óhrædda við Comez og hans fylgismenn. Síð- ustu fréttir segja, að uppreistar- menn, undir forustu Emilo Campa hafi unnið borgina Juarez eftir stutta viðureign. — Kosningar til fylkisþingsins í Quehec eiga að fara fram í næst- komandi júnímánuði. — Kvenréttindahreyfingin á Bret landi hefir nú fengið öflugan tals- mann, og er sá enginn annar en Lloyd George, fjármálaráðgjafinn. Var harin nýveriö aðalræðumaður á afar fjölmennum fundi i Lund- linum, er haldinn var að undirlagi kvenréttindakvenna. Lýsti ráð- gjafinn því þar yfir afdráttarlaust að hann væri því fylgjandi, að kvenþjóðin fengi jafnrétti við karlmenn í öllum málum, og að áður en núverandi þingtímabil væri iitrunnið mundi þingið hafa samþykt lög þar að lútandi. Raunar sagði hann, að stjórnm sjálf myndi ekki leggja þannig lag- að frttmvarp fyrir þingið, því það yrði til þess að auka æsingar og mótspyrnu gegn henni, og sundr- ung meðal ráðgjafanna sjálfra ; en væri frumvarpið borið fram sem þingmaiuiafrumvarp, mundi það greiðlega komast í gegnum þingið og ná staöfestingar. Kvenréttinda- konur eru í sjöunda KTmni yfir þessum yfirlýsingum Lloyd George — því þó aldrei nema kvenré.tt- indamálið nái ekki fram að ganga á yfirstandandi þingtímahili, þá eru þær vissar um, að ekki er sig- ursins langt að biða úr því Llo.yd Geor.ge hefir heitið málinu fylgi sínu. Aftur á aðra liönd hafa and- stæðingar hreyfingarinnar risið upp við þessa ræðu ráðgjafans og hervæðast nú í ákafa. Veröur fund ur haldinn í dag í Albert Hall, undir forustu Cromers lávarðar, þar sem kvenréttindamálið verður fordæmt. Meðal ræðumannanna eru margir af bezt kunnu stjórn- málamönnum og rithöfundum !H>« h., af háðuin stjórnmálaflokk ■ ttm, svo sem Curzon lávarður, Lewis Harcourt nýlenduráögjafi, I/Oreburn lávaröur og skáldkonan M.rs. Humphrey Ward. — A.stqtpith stjórn n er sem kunnugt er klofin í þessu máli ; er Asq.uith sjálfur og riimur helmingur ráðgjafanna andvfgur því, að konur fái jafn- rétti ; en Lloyd George, Winston Churchill, Sir Edward Grey og Ilaldane lávarður eru því fylgj- andi. Má því búast við, að allmik- ill hiti verði í mörgitm, þegar frumvarp S kemur fyrir þingið. — Borgin Houston í Texas varð fyrir skaða miklum gf eldsvoða fyrra miðvikudag. Brann austur- hluti borgarinnar að mestu, og er tjónið talið nema rúmum sex milíónum dollars. Margar þúsund- ir manna stóðu uppi hcimilis- og bjargarlausar, cn rö.ggsamlega hef- ir verið gengið fram í því, að hjálpa hinttm nauðstöddtt. Fimm manns mistu lífið í eldinum, og fjöldi hlaut slæm brunasár. Tíu verksmiðjur og tvö hótel brunnu. — |>að borgar sig að vera pré- dikari í Bandarikjunum. Prcstling- ttr einn, William Sunday að nafni, i borginni Canton, Ohio, hóf ný- veriö samskotasöfnun ; átti að verja fénu til að byggja björgunar- heimili fyrir villuráfandi stúlkur. Gekk klerki fjársöfnunin vel, og á sex vikum hafði hann safnað rúm- ttm tólf þúsund dölum, víösvegar: í búðum, verksmiðjum og við bænasamkomur. En alt í einu hverfur klerkur og peningarntr, og hefir til hvorugs spurst síÖan. — Fréttir frá St. Pétursborg segja, að 164 menn hafi orðið úti og frosið til dauöa í héraðinu Omsk í Síberíu núna fyrir nokkr- um dögum. — Theodore Rooseúelt hefir nú lýst því yfir opinberlega, að hann verði við himim mörgu áskorun- tim og sæki um forsetaefnis út- nefnirt,guna fyrir Repúblikan flokk- inn. Tekur hann það fram, að það sé ekki sin eigin lönguti,, sem hér r.áði, heldttr sé það skyldan, að verða við kalli þjóðarinnar. Menn höfSu búist við, að Roosevelt myndi gefa kost á sér, eins og nú er komið á daginn, og víðsvegar um Bandaríkin hafa félög mynd- ast, sem vinna aS útnefningu hans AS Roosevelt veröur í kjöri til út- nefningar, skaSar La Follettc -r kiy mikið, því margir af hans beztu styrktarmönnum, svo sem Hiram Johnson, ríkisstjórinn í Californíu, hafa nú gengiS undir merki 7>oose- velts. Stefna þeirra La Follettes j kg Roosevelts er því nær hin sama STÓRIR OG SMAIR. Gamlir og ungir, ríkir og fá- tækir—Hlustið !— Éf þér viljið vita leyndartlðminn til pe8s að gera betra brauð og kilkur, pies, sm&bakningar __________________ búðinga og um leið gera þetta hollara og yður ódýrara. Biðjið matsalan ætið um Royal Household Flour MALAÐ í CANADA STÆRSTU MYLNUEIGENDIR í BREZKA RÍKINU. og þar sem álit margra or, aS Rooscvelt hafi. meiri lýðhylli að fagna, þá álí ta þeir réttara aö fylkja sér um hann. Engu að síSur heldur La Follette áfram barátt- unni, og neitar algerlega að draga sig í hlé, þó fram á það hafi vorið farið af hans eigin fylgismönnum, því þeir óttast, aS skiftist atkvæði hinna frjálslyndu Repúblikana á milli hans og Roosevelts, þá verði þaS til þess, að Taft nái útnefn- ingu. HvaS Taft viövíkur, þá er hann vongóður um aS verða fyrir kjörinu, enda sækir hann það af kappi. Eru fundir í hans þágu I haldnir viðsvegar um öll ríkin, þar sem hann sjálfur eða ráögjafar lians tala, og af ríkjum þeim, sem . þegar hafa kosið fulltrúa á út- 1 nefningarfund Repúblikana, hafa flest kjörið Tafts menn. — Dómur er nýverið fallinn fyr- ir ‘‘Privy Coiincil" Breta, í tnál- inu, sem Winnipeg borg hafði höfð- j að gegn Winnipeg sporbrauta og ■ raflýsingafélagimt. Ileimtaði borg- ■ in, að félagið tæki á burtu alla þá staura á strætum borgarinnar cg ljósvíra aðra en þá, sem stæðu i sambandi við vagnana, því íélagið hefði enga lagaheimild fvrir öðrti. Yfirréttur Manitoba feldi dóm I borginni í vil, og bjuggust menn I við að l‘Privy Council” mvndi verða sömu skoðunar, en það varð ekki. Dómur þessi gengur alger- ■ lega félaginu í vil, og á borgin þess utan að borga gífurlegan málskostnað. Meö þessum dóms- ttrskurði er það ótvíræSlega viðttr- kent, að prívat félög hafa fullan rétt til aS keppa viS hiS opinbcra t stárfrækshi fyrirtækja, og er þaS harður skellur fy'rir þjóSeignar- stefnuna. — Fylkisþingið í British Colum- bia heíir vcrið rofið og nýjar kosn- ingar eiga fram að fara 28. marz. Svo gersamlega eru I/iberalar von- ! lausir um að vinna nokkuð á, að j aðalhlað þeirra í Vancouver legg- ur til, að flokkurinn hafi ckkert þingmannsefni í kjöri. Á s’ðasta l þingi átti einn Liberal sæti og j j tveir Jafnaðaæmenn, hitt alt Con- | ! servativar. McBride stjórn n er því eins örtigg í sessinum, sem fram- ast getur verið, enda hefir hún revnst frábær að dugnaði. — Gull hefir fundist nálægt Cochrane, Alberta, í fjöllunum kringum Ghost Creek, og er þegar straumur af fólki þangaö aS festa sér námalóöir. Náma-sérfræðingar álíta mikið af gulli þar í jörðu. Til skýringar. 118 Emily Street, Winnipeg 26. iebr. 1912. Háttvirti herra ritstjóri! Seim svar upp á grein þá, sem birtist i síöasta blaöi Heims- kringlu viSvíklandi fjarv.eru minni frá þorrablóts-samkomunni og Borgfirðinga-mótinu, vil ég hér taka það fram, að þótt ég hafi tekið á móti heimboði til beggja samkomanna, og gengið að því, þegar mér var boðið, aS syngja eða spila eitthvað, þá hvorki vissi ég íyrirfram, og heldur ekki var mér gerð nein grein fyrir því, að þorrabiotið vrði mestmegnts dans- samkoma, eða að á Borgfirðinga- mótinu yrði langt músikalst pró- gram, sem mér var ætlað aö taka þátt í ; ekki heldur var mér gerð nein grein fyrir því, aS það mundi verða auglýst í hlaði og auglýs- ingu, að ég mundi skemta mönn- um með söng og hljóðfæraslætti á þessum samkomum. Ilvorttveggja var gert án míns vilja og sam- þykkis. það heföi verið miklu kurteis- ara, ef höfundur greinarinnar hefði fyrst grenslast eftir, af hverri á- stæðu ég kom ekki á þessar sam- komur, áötir en hann skrifaði hana, því hi'tn lýsir illa hugsunar- hætti góðs Islendings. Virðingarfylst, Sv. Sveinbjömsson. Ný Tjaldbúðarkirkja. þann 20. þ. m. var á safnaðar- fundi TjaldbúSarinnar rætt tilboð, sem herra J. T. Bergmann hafSi gert söfnuðinum um, að byggja nýja, veglega kirkju yfir hann; var máli því frestað, þar til á safnaÖ- j arfundi, sem haldinn var í fjrrra- kveld. þar var mál þetta ítarlega j yfirfariS, og aS lokum samþykt með stórum meirihluta atkvæSa, j að láta byggja kirkjuna og að j byrja nú þegar á því verki. Kirkj- an á að standa á Victor stræti vestan%ærðu, 200 fetum suSur frá Sargent Ave., og vera svo stór, aS 800 til þúsund manns komist i þar fyTÍr. ÁætlaS verS þessarar íeignar er um 50 þús. dollars. VEGGLIM Patent hardwall vegglím (Empire tegundin) gert úr Gips, £erir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLÁSTER BOARD ELDVARNAR- VEGOLÍMS RIMLAR oq HLJÓDDE YFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WHNIPEW

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.