Heimskringla - 16.05.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.05.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. WINNIPEG, 16. MAl 1912, HEIMSKRIK GLA C.P.R. LOl C.P.R. Lðnd til sölu, í town- ships 25 til 32, Ranges 10 til 17, að báðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. Þessi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tfma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. fl. Abbott, að Foam Lake, S. D. B. Stephauson að Leslie; Arni Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn.alls heraðsins að Wynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfir ábyrgð á því. Kaupiö pessi löiul nú. Verð þeirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS obneral sales aqents WYNYARD SA5K. MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaCanm P. O'CONNELL. elgandi. WINNIPEQ Beztu vínföng vindlar og aöhljmning góö, Islenzkur veitingamaöur P. S. Anderson, leiöbeinir lslendingnm. JIMMY'S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpc, Elgandl Woodbine Hotel 466 MAIN ÖT. Stnersta Billiard Hall 1 Norövestnrlandinu Tlu Pool-borö,—Aisk*»nar vfnog vindlar Qlstlng og fæOi: $1.00 á dag og þar yfir bennon A Hehb, Eigendor. MARTYN F. SMITH, TANNLÆKNIR. Palrbairn Blk. Cor Main At Selklrk Sérfræðingur f tíullfyllingu og öllum aðgerðum og tilbön aði Tanna. Tennur dregnar án sársauka. Engin veiki á eftir eða gómbólga. — Stofan opín kl. 7 til 9 á kveldin Office Heimilis Phone Main 69 4 4. Phone Main 6462 A. S.TORBERT’S RAKARASTOFA Er 1 Jimmy’s Hótel. Besta verk/ ágæt verkfæri; Rakstur 15c en'Hárskuröur 25c. — Óskar viöskifta ísleudinga.— A. S. BAKllAli Selnr llkkistnr og annast um ótfarir. Allur ótbónaöur sé bezti. Eufremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. 121 Nena St. Phone Garry 2152 I>að er alveg víst að það borg- ar sig að aug- lýsa 1 Heim- skringln ! Athugasemdir. Borgar þaS sig, að viShalda ís- lensku þjóSerni? þessi einkennilega, hálfvelgjulega °g þýSingarlausa spurning hefir veriS marg-endurtekin nú í seinni tíS. iEtti þaS aS koma til spurs- máls, aS viShalda móSurtungu sinni ? þaS er eiginlega máliS, sem viS ættum aS leggja alla áhersluna á til viðhalds þjóSerninu. þjóSar- fylgjur eijrum viS, sem okkur væri skaSlaust aS kv.eSa niSur. þjóSar- einkennin munu lifa, þó máliS fari í mola eSa deyi meS öllu. Ég skil ekki vel í þessari spurn- ingn, — borgar þaS sig ? þaS er víst skoöun j'Sar, sem spyrjiS þannig, aS þaS muni kosta ærna peninga, að halda áfram aS tala móSurmál sitt. Ég hefi íhugaS mál þetta frá öllum mögulegum hliS- um, og ekki getaS fundið þörf á neinum beiftum fjárútlátum, nema ef reistir yrSu íslen/.kir barnaskól- ar, sem og líka væri þörf á, ef viS- haldið ætti aS verSa meira en nafniS tómt. En ef allir foreldrar elskuSu móSurmál sitt, eins og þeir ættu aS gera og það 4 skilið, myndi þeim ekki detta í hug, aS senda börn sin inn fyrir enskar skóladyr fyrr en þeir hefSu gróS- ursett móðurtunguna svo hjá börn unum, að henni gæti engin hætta staðið af enskunni, né öðrum tungumálum er þau kynnu að læra. Kendu ekki mæSur til sveita á íslandi börnum sínum aS lesa og kristindóminn, á meSan þær sátu við rokkinn eSa aðra vinnu ? MæS- ur hér hafa fult svö mikinn tíma, .ef þær vildu leggja það á sig. Ættu ekki 5—6 ár áð nægja sér- hverjum æskumanni til að læra hvaSa tungumál, sem vera skal? Sumir fulltíða hafa komist af með styttri tíma. Á ekki móðurmáliS ab skipa öndvegi í heila hvers manns ? Hér er engin Rússastjórn, hér má fólk haga kenslu barna sinna eftir eigin geSþótta. Eskan er nú ekki lengur lífsspursmál fyr- ir okkur, þótt hún væri það um eitt skeið. þurfum við lengur að styðjast viS enskan armlegg ? Er- um viS ekki orðin svo mörg og sterk í þessari álfu, að við gætum átt hér um bil allar þær iSnaðar- stofnanir, sem innlendir hafa, svo íslendingar þyrftu ekki aS leita sér atvinnu meSal enskumælandi manna, fremur en þeim sýndist ? í einu orSi sagt : Getum við ekki slegiS svo þéttri skjaldborg utan um íslenzkt þjóSerni, aS enskur smá-ormur geti ekki skriðiS þar inn, hvaS þá annað stærra? — Vissulega gætuim við þaS, ef við legSum hönd í hönd Og hjörtun saman. Á Menningarfélagsfundi 10. apríl sl. flutti hr. Stephan Thorson er- indi um viShald þjóSernis vors í þessu landi. Rang-t væri aS kalla þann fyrirlestur örfandi, að minsta kosti ekki beinlínis ; en höf. ögr- aði okkur ; ögrunin var þannig, að hann kvaSst ekki sjá betur, en aS við samþyktum alt sem hann sagSi, meS því aS hafast ekki neitt aS þjóðerni voru til hjálpar. þeir, sem eru aS ala upp ungu kynslóSina, ættu nú aS hefjast handa, því þeir hafa tækifærið. — Við eigum margar hollar og líka heillandi, seySandi bækur á voru máli, fyrir æskulýðinn aS lesa, — þótt Stephan minn Thorson finni að eins fimm bækur. þær eru : Völsunga, I.axdæla, Vatnsdæla og ljóSabækur Bjarna Og Jónasar. Mér finst sem nornir hljóti aS hafa glapið honum sýn. Grímhild- ur hefir setið á seiðhjalli, hvaS Völsungu snertir, og slegiS þess- nm mikla bókmentaljóma }’fir þá sögu fyrir augum Stepháns. Völs- unga er alt annaS en holt sálar- fóður, auk þess sem hún segir frá hrikalegustu grimdarvtírkum, þá er hiitr lýgileg. Til lítils hafa allir hinir snillingarnir okkar lifaS og skrifaS, ef nú á aS fara aS troSa þá niSur. En þaS kemur ekki til þess, vona ég. Jafnvel þó rimunum okkar hafi verið slegið sitt undir hvorn, þá hafa þær lengi veriö virtax og jafn- v,el elskaSar af allri íslenzkri al- þýöu. Svo eru til stórg’áfaðir menn enn þann dag í dag, er líta þær alt annaö en smáum augum. Svoþær þurfa ekki aS draga sig í lilé i bókaskápnum, þrátt fyrir alt. A þessum framangreinda Menn- ingarfélagsfund', bar séra Guö- i mundur Arnason það fyrir, aö fær- I um viö að taka okkur út úr, aem þjóð, mundum viö stöövast á ; framfarabrautinni og hérlenda I þjóSin gefa okkur olnbogaskot og líta okkur smáum alxgum. þetta | er nokkuð vanhugsuö setning. — | H’vaða fiokkur þjóöarinnar myndi þaö veröa, sem fyrirliti okkur ? — Mundu þaö ekki veröa þeir einir, er v.ið gætum meö ánæg<ju fyrirlit- iö þúsund sinnum dýpra? Allir menn með göfugt hugarfar og heil- brigöar skoöanir mundu virða hverja eina þjóö íyrir aö hafa ekki glatað sjálfri sér í slíku mannfé- lagshafi, sem hér er, þar sem öllu ægir saman. tíéra Rögnvaldur I’étursson á< leit okkur hafa skaöa en ekki á- bata af aö renna saman viö ensku þjóöina ; og er þaö sanui nær. En þrátt fyrir alt hirðuleysið um þjóðernið, þá eru þaö óráðs- ilraumar einir, að við deyjum hér út sem þjóö ; það kemur ekki fyr- ir meðan nokkur xitflutningur helzt frá heimalandinu. Ef til vill ekki, hvort sem er. En ekki gera hinar ýmsu óþrifnaðar frásagnir þjóö- ernið neitt eigulegra, svo sem lúsa, geitna og hlandþvotts sögur. Höf- undar þeirra ættu að vera nógu lyktnæmir og hafa næg<a blygöun- artilfinning- til þess að stinga slíku hjá sér. þið getið kallað það fróð- leik, en það er sá fróðleikur, sem i þjóðinni er skaðlaust að tapa ; og tjónlaust væri það minningu gamla fólksins, þó slíkur fróðleikur lægi í þíignargildi. Og víst var v.esal- ings bóluveika fólkið i Nýja Is- landi búið að líða nóg, þó það fengi að liggja í friði í gröfum ,sín- um. — Ég á hér við pistilinn, sem Lögberg flutti eftir þennan þag- mælska lækni. • Nú sný ég síðast að móðurmál- inu, og vona þið getið öll tekið undir með skáldinu Einari Bene- dibtssyni : “Eig elska þig málið undur fríða og undrandi krýp að lindxnm þín- um. Ég> hlusta á róm þinn bitra og blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum”. Ragnheiður J. Havidson. <<HILLCREST,, Weyburn er sá bærinn, sem lang- mestum framförum hefir tekið í Saskatchewan á síðustu tveimur árunum. Lega hans og afstaða er því valdandi, Og áður en mörg ár Hða verður Weyburn ein af stærri borgum þessa lands. C.P.R. félag- ið er komið þangað með brautit og byggingar ; G.T.P. er nú að bvggja, og C.N.R. ráðgerir, að koma þangað á næsta ári. Er þetta ekki bezta sönnunin j fyrir uppgan<ri bæjarins ? Að kaupa lóðir í framfarabæjum ! er fyrirsjáanlegur gróðavegur, og ver sá maður peningum sínum livp-gilega, sem kaupir lóðir i WTey- burn. Af úthverfum Weyburn bæjar, er IIILLCREST lang-álitlegast. þar er jarðvegur góður og fagurt um- | horfs. þar örskamt frá verða all- ar járnbrautastöðvarnar, og þar hefir flest af hinu “fína” fólki bæj- arins keypt lóðir, og* ætlar að búa þar. Enginn staður í Weyburn hæ! gæti verið heppilegri til lóða- kaupa en Hillcrest. Lóðir þar fást með mjög vægu verði hjá þeim Albert bræðrum, 708 McArthur Building, hér í borg- inni, og ættu landar að finna þá að máli sem allra fyrst. Annars er lesendunum bent á Hillcrést auglýsinguna á öðrum stað hér í bláðinu. Ilún fræðir þá frekar. HVAR ER GUÐJÓN. Hver sem veit um núverandi heimilisfang hr. Guðjóns Björns- sonar frá Reykjavík, sem • kom hingað vestur 1903 og dvaldi lengi eftir það í Pembina, N.-Dak., er x insamlega beðinn að tilkynna það sem fyrst Thorsteini Bergman, 573 Victor St., Winnipeg. KENSLA. Hér með lýsi ég yfir, að eftir 1. maí næstk. tek ég að mér kenslu í latínu, grísku, fornsögu Grikkja og Rómverja o.fl. Mér þætti vænt um ef þeir, sean þurfa tilsögn í þess- um greinum, vildu sjá mig sem allra fyrst ; það getur vel skeð, að ég geti ekki sint þeim seinna. Mig er hægt að finna að máli á degi hverjum kl. 1—2 e. h. SKÚLI JOHNSON, Phone: Sher. 2308. 523 Ellice Av. HEYR! HEYR I “Og Guð sagði: Alla daga ver- aldariiinar skal ég vanta o.s.frv.’> En l*a*I BerjjNMMi segir: Héð- an 1 frá og að eilffn amen, skal ekki vanta; skyr og rióma, mjólk eða sýru, að 5G4 Ninu-oi* Street. HEYR! HEYR!! WELL^^f^ j Buick oiíu f élagið hef- / • ír ny|an nm, olíll hver AI Ymir-nnonr Knockm^ i fæðingu. BRUNNURINN NR. 4. ER NÚ GRAFINN 2700 FET NIÐUR, ÞEGAR HANN NÆR I OLÍU SEM VERÖUR INNAN FÁRRA DAGA, EYKST FRAMLEIÐSLU MAGN FÉLAGSiNS GEYPILEGA, OG HLUTIR 1 BUICK OIL CO. ÞJÓTA UPP. INANN LRIGGJA VIKNA verður brunnur þessi áreiðanlega kominn í fulla starfrækslu. Eftir öllum líkum að dæma, veröur brunnurinn Nr. 4 í engit eftirbátur Nr .3, sem framleiðir 5,000 tunnur d'aglega. — Buick Oil Co. borgaði hina fyrstu 4 prósent vexti af öllum útistandandi hlut- um af framleiöslti EINS BRUNNS ; og rúmum þremur mánuöum síöar greiddi þaS AÐRA VAXTABORGUN, 4 prósent. þessar tvær vaxtaupphæöir námu $254,503.00. —• HUGSIÐ UM þAÐ. 1 raun réttri hefir Buick Oil Co. greitt 4 prósent vexti, ársfjórð- uUgslega enn sem komiö er. Notið þetta eyðublað og grfpið tækifærið. KARL K. ALBERT, 708 McArthur Building, Winnipeg. IÝæri herra.—Ég bið hér með um hlutabréf í Buick Oil Co., á $1.00 hvert, meS ákvæðisverði hvers á $1.00. Innlagt ..................... sem borgun fyrir sama. Nafn ...................................... Áritun .........-......................••-•••• Bær ................. Fylki ............... Hvernig kaupa skal. SendiS peninga jafnhliða pöntun og þér fá- iS 5 cents afslátt af hverjum hlut. Ef ySur vantar gjaldfrest, getiS þér fengiS hann meS því, aö senda fjórSung kaupverösins meS pönt- uninni, ogr getiS þér svo borgað afganginn í þremnr jöfntim niSurborgunum, meS þrjátíu daga millibili. þetta ætti að vera mörgum hægðarauki. BregSiö við sem fyrst, svo aS þér náið í þriðju vaxta-úthlutunina, sem verS- ur í júnimánttSi. Karl K. Albert 708 McArthur Building Winnipeg - Manitoba S y 1 v í a 247 bænaraugum. NeviUe sneri sér áð henni brosandi og sagSi : ‘Nei, ég þakka, ég hefi herbergi niðri í þorpinu, en ég verð Jordan samferSa aS girðingardyrunum á Lynne Court’. • ‘Ekkert rugl, Néville’, sagSi Jordan. ‘Lynne Court er heimili þitt’. Um leiS og Jordan kvaddi Andrey, bar hann hendi hennar upp að vörum sínum og kysti hana. þegar Lorrimore sá það, sagði hann : ‘Ég verð að kveðja. Á morgun fer ég af stað í ferð’. ‘Nei’, hvíslaði Neville að honum, ‘ekki ennþá. Bíðið þér lengur’. ‘Heyrið þið’, sagði Marlow, ‘það er hezt þið komið allir hingað til hádegisverðar, þá verðum við búnir að jafna okkur’. Lorrimore gekk út þegjandi. ‘þú ætlar að fara?’ sagði Sylvía við Neville. ‘Já, ég þarf að tala við bróður minn, en kem hingað á morgun’. Andrev tók í hendi Sylvíif og leiddi hana til her- bergis hennar. þar sagði Sylvía henni alla æfisögu sína, frá því hún kvntist Neville fyrst. ‘þið hljótið að vera sannarlega glöð’, sagði And- rey. ‘Já — nei’ — sagði Sylvía. ‘En ég verð að finna Mercy og segja henni alt’, og út þaut hún. Mercj' var vakandi, þegar Sylvía kom inn. ‘Ég hefi góðar fréttir aS færa þér’, sagði Sylvía, ‘Jack er kominn lifandi, og hann er ekki Jack, held- ur er hann Neville Lynne, hróðir Sir Jordans’. ‘BróSir hans’, sagSi Mercy, sneri sér viö og þagSi lengi. Loks sagði Sylvía : 248 Sögusafn Heimskringlu ‘Ég hefði ekki átt að Segja þér þetta svöfta iljótt’. ‘Jú’, sagði Mercy,, ‘það var bez't að segja mér það strax. En ég verð að fara tíl London á morg- un með fyrstu lest’s ‘Til London?’ sagði Sylvía,, ‘ýfirgefa mig?’ ‘Já, ég er svo glöð vfir láni yðar, en lofið mér nú að hvíla i næði’, sagði Mercy. Sylvía kysti hana og fór aftur ofan til Andrey. ‘Mercy er veik, mikið véik, held ég’, sagði Syl- vía við Andrev. ‘Ég verð að láta læknir skoða hana á raorgun’. ‘Já, það skulum við gera’, sagði Andrey, ‘viS skulum háSar stunda hana, þangaö til henni hatnar. En þér verðið veikar líka, Sylvia, ef þér farið ekki að hátta og sofa. Ég er komih úr fötunum og i náttkjólinn. Ég skal nú hjálpa ySur. En hvaS háriS yöar er fallegt og sítt ; ég heíi aldrei séð þaö laust fyrri’. ‘Hann var oft reiður vfir hárinu mími’, sagði Sylvía. “Alveg- eins o^r — bróðir mundi vera’, s^gði And- rey, en mig furSaSi, ef hann reiddist nti, þó háriS kæmi nálægt augum hans’. ‘HættiS þér þessu’, sagði Sylvía. ‘Hefi é,g sagt nokkitö Ijótt?’ spurði Andrey sak- leysislega. ‘En hvaS þér erttð fagrar, þegar þér roSniS, og — hvaS er þetta?’ Ilún hafði opnað kjólintf á hrjósti Sylvíu, og sá blaðaböggulinn, sem lá á brjósti hennar. Sylvi'a lagði hendina á böggulinn og sagði : ‘Ég veit ekki’. ‘þér vitið þaS ekki?’ sagði Andrey undrandi. ‘FaSir tniitn fékk mér þennan böggul rétt áSui* en hann dó. Hann sagði, aS í honum væru skilríki S y 1 v í a 249 fvrir ætterni minti, en ekki mætti ég opna hann fyr en eftir 3 ár’. ‘Nær enda þessi 3 ár?’ spurSi Andrey. Eftir litla itmhugsun sagöi Svlvía : ‘A morg- un’. LXIV. KAPÍTULI. Jordan gerir Neville tilboð. Jordan fvlgdi Neville tit. Hann sagði viS sjálf- an sig : ‘Eg hélt hann væri dauSur, og ég vildi að hahti væri það’, en upphátt sagði hann : “En hvaS þú ert stór og sterknr orSinn. það gleður mig aS sjá þig svona heilsugóSann. Ertu kominn tneS vasana fulla af giilli?’ - ‘Nei’, svaraSi Neville, ‘vasar minir eru tómir’. ‘þaS hryggir mig’, sagði Jordan, ‘gæfan hefir þá veriS þér andstæð’. ‘Mjög’, sagði Neville. ‘Ég* skil vonbrigði þín’, sagSi Jordan, ‘þú verSur aS þiggja hjálp af mér’. Neville nam staðar og horfði á Jordan. ‘þú býðst til að hjálpa mér?’ sagði hann. ‘Auðvitað. Við erum bræður’. ‘Að eins hálfbræðttr’, sagði Neville. ‘Einmitt. Ég get ekki gleymt því, aS faSir minn gerði rangt í því, aS nefna þig ekki í erfða- skránni’. Ilskan sauS í Nevílle, svo hann átti mjög hágt með að stilla sig, að rjúka ekki á Jordan og berja hann duglega. 250 Sögusafn Héimskringlu ‘Ég gerSi alt, sem ég gat, til aS fá föStir minn til aö arfleið'a þig að dálitlu af peningum, en hann vildi ekki heyra nafn þitt nefnt. Jæja, hvaða á- form hefir þú fyrir ókomna timann?’ ‘Aform ?’ tautaði Neville. ‘Já’, sagði Jordan. ‘Ég býst ekki við, að þú viljir vera kyr á Englandi, og að þú sért þcgar far- inn að hugsa nm ferðalag afttir’. Neville þagði. ‘þögn er saima og samþykki. Jæja, ferðalög hafa sínar góðu hliðar líka. Ég er nú farinn að hafa áhrif á mannlífið, þvi ég er nú orðinn meðlimur ríkisráðsins’, sagði Jordan, ‘og cg hefi í hyggju, að útvega þér einhverja stöðii erlendis, erindsrekastöðu eða citthvað annað, en ég verð að gefa þtr peninga, hvað segir þú ttm —’ Ilann þagnaði alt í einu, því hann heyrði fóta- tak á eftir sér, leit við og sá að það var Banks, sem læddist á eftir þeim meðfram girðingttnni, Og varð himinglaður við þá sjón. ‘Ilvað segirðu um 200 pund á ári?’ bætti hann svo við. Neville stóð kyr og leit á hann. þessi maður, sem hafði stolið frá honuim 5—6 þúsund ptinda ár- legttm tekjum, battð honum nú 200 pund. Hann hló — liló á þann hátt, að Jordan fann réttast að fjarlægast Iiann. ‘þér þykirj þáð ekki nó.g?’ sagði Jordan, ‘jæja 4 hundruð þá, og fimm, ef þti ferð strax, og svo skal ég titvega þér góða stöðu í nýlendum okkar’. þeir vom nú komnir að brautinni, sem lá heim að Lynne Court, og Neville nam staðar. ‘Ég skaI svara tilboðum þinum á morgun’, svar- aði Neville. ‘Góða nótt’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.