Heimskringla - 13.06.1912, Síða 5

Heimskringla - 13.06.1912, Síða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG..13. JtJNÍ 1912. 5. BLS, Fréttabréf og smá athugasemd. Quill Lake, Sask., 5. júní ’12. Kær Heimskringla, heill og heiÖ- ■ur hlotnist þér ætíö!! Fáar fréttir færi ég þér héðan úr bygð aðrar en gott heilsufar fólks Ojr nokkurn vegirin hagstætt veð- urlag fyrir ungjurtirnar, sem farn- ar eru að láta sjá framan í sig. Um miðjan apríl byrjaði hag- stæð tíð, svo margir gátu komið hveiti í jörð nójru snemma. 1. maí komu nokkuð sterkar þrumur með eldin^um, sem vöruðu alt að 2 kl,- st., ásamt hagli og stórrigning í 5 til 6 kl.st. Eeftir það linaði úr- fellið, en hélst þó svo við alls 5 dajra, að menn jrátu ekki unnið á ökrum það sem teljandi var. Síð- an komu hagstæð veður fyrir ak- urvinnu til síðasta maí ; gekk þá í stórrijrniiiff ásamt þrumum, og er vætutíð nú daglega, sem kemur að góðum notum fyrir sáninguna, sem er víst alment aflokið hér. hefi mi íengið nýjan ná- granná í Quill Lake bæ, sem er líka íslendingur ; það er hr. þór- oddur Halldórsson'frá Hallson, N. D.; hanu flutti' hingað í vor með fjölskyldu sina, og selur bæði hús- næði. og- fæði ásamt víni á greiða- söluhúsi, því stærsta siem hér er. Kæra þökk fyrir margt, sem þú fluttir til min síðastl. viðskiftaár, sem nú mun fvllilega á enda ; því sendi ég þér nú gjald fyrir næstu ársviðskifti, með öflugri von og ósk, að þú, sem að undanförnu, af alefli styðjir og leiðir alt fagurt og þarflegt, satt og rétt. Herra ritstj. Hkr.! Heiður og þökk átt þú ætíð sannarlega skil- ið fyrir þínar viturlegu og góð- gjörnu tillögur í hvaða málurn, sem rædd eru. Síðasta svar þitt til ungmeyjunar stórlátu, las ég með áhuga og virðing ; þar af leið andi rita ég fáar linur því efni við- vikjandi. þar ég er nú búinn að vera í 7 ár samfle}^tt meðal enskrar þjóðr, álít ég mér skylt og er einnig ljúft að bera sannleikanum vitni í því, hvernig hún hefir re}'nst mér vel undir kringumstæðum mínum, sem hafa verið nokkuð erfiðar að sumu ley.ti, eins og margir þekkja af eig- in reynslu, hvernig menn eigna- lausir og lítt færir að tala ensku eru staddir fyrstu árin eftir land- töku í óbygðum hér vestra. það er ekki tilgangur minn með þess- um línum, að veikja né rýra hæfi- ,leika þjóðar vorrar hér vestan hafs ; þvf bið ég lesendurna góð- fúslega að skilja það sem vangá og athugaleysi mitt, ef nokkuð það felst í þessum línum, sem get- ur kastað minsta sktigga eða blett á þ.jóð vora í heild sinni begg.ja megin hafsins. í þvi trausti læt ég þá lauslega skoðun mina í ljósi, hvernig mér finst .við standa með- al ensku þjóðarinnar., Fyrst er þá að athuga, ef ég ber nokkuð saman við ensku þjóðina: Strax og við stígum á land hér, erum vér margir ósjálfbjarga, hvað málið snertir, ef við hittum ekki á landa vora ; já, svo við er- um eins og fanginn, sem ekki veit, hvernig dómurinn fellur. þetta er rétt lýsing af hingaðkomu minni Og annara, sem með mér komu til Winnipeg. þegar túlkur okkar við • ferðamannahúsið, sagði hann blátt áfram : ‘‘Nú er ég búinn að lúka skyldu minni, þið verðið að sjá fyrir ykkur sjálf héðan af”. þá kemur nú næst til álita, hvað vér erum færir um að starfa, fyrsta sprettinn, þegar vér leitum atvinnu (þeir sem kunna málið, eru auðvitað þolanlega staddir í samanburði við þá, sem ekki skilja neitt í því). Við kunnum þá sára- lítið að þeirri vinnu, sem á þarf að Iialda hér, svo við erum nokk- uð líkt staddir þar að vígi eins og 'með málið. Ég hefði nú spurt yngisstúlkuna, hvernig hún færi að gera úr okkur, sem komum hing- að í svona ástandi, sem að fram- an er sagt, að meiri og göfugri þ.jóð en þeirri ensku. Er það vafa- mál, að enska þjóðin hafi gengið á undan, eti við fetað á eftir þá braut, sean hún gekk ? Við skulum segja, að við höfum náð henni, — en hún fór á undan. Og ættum við þá héðan áf að vera óánægðir, að hafa hana við lilið vora ? Mér finst það ekki ; ég vil með ánaegju hafa liana sem leiðtoga minn og ganga áfram sömu braut, sem hún fetar. fi;g vil ekki þreyta lesendur á meirti af þessum — máske van- hugsuðu o<r lítið rökstuddu skoð- unum, sem að eins eru settar hér til að sýna afstöðu vora gagnvart ensku þjóðinni eins og mér finst hún vera. Móðurmálið! það ættum við að heiðra og halda við sem lengst að unt verður. það, sem að minni hyggju væri öflug stytta til þess, er, að við höldum syo lengi sem við getum fróðlegum ritum um þjóð vora, á prenti, se.m fræði og vek ji hugi barna vorra að læra að lesa og skrifa rétt móðurmál sitt og tala það í heimahúsum. Osið spillandi og vel valdar skáldsögur mundu aö mínu áliti geta stutt að því, að uppvaxandi kynslóðin vildi læra að lesa málið, — og ekki það sí/.ta þar til. Hörmultgt er til þess að vita, hvernig sumir láta sig engu skifta, þó þeir hrúgi enskum orðum hér og þar innan um íslenzkuna, al- veg að óþörfu ; því margar rit- gerðir frá þeim hinum sömu sýni fullkomlega, að þeir eru nógei greindir og mentaðir til að láta ekki sjást þvílík axarsköft í nokk- uru blaði, Og með því líka, að sumir, sem rita^ svrona bjagað mál, látast vera að hrúga að því í orði, en fara þó svona með það í verkinu. Kins og ég drap lauslega á hér að framan, líkaði mér mjög vel greinin með fvrirsögninni “þjóð- rækni”, eins og alt, sem kemur úr þeirri á11. þó hefði brún mín lyfst hærra, ef ég hefði séð á fagurri ís- lenzku þýðingu ensku orðanna þar. það virðist dálitið, afundið, að þurfa að taka orðabók við islenzk hlöð, og þá ekki sízt, þegar hún er ekki til á heimilinu. Hvað viðvíkur öllu, sem hér að framan er ritað í heild sinni, er mér ekkert áhugamál að komist á prent ; hins vegar má Kringlan nota af því, ef henni sýnist nokk- uð þess vert. August Frímannsson. STOLKU vantar VANTAR STRAX góða vinnti- konu á gott heimili ; létt verk, gott kaup, stöðug atvinna. Upp- lvsingar gefa Thorvardson ík Bild- fell, horni Ellice og Langside sts. Ofurlitil athugasemd. Lögberg frá 30. maí sl. hefir meðferðis ofurlítið en þó athuga- vert innlegg eftir A. S. þar segir svo : ‘‘Mér virðist ekkert á móti því, að taka ensk ljóð eða ritgerð- ir í íslenzku blöðin, því fjöldi af lesendunum les og skrifar ensku eins vel og íslenzku”. Að herra A.S. virðist ekkert á móti því, að íslenzku blöðin taki ensk ljóð og ritgerðir, getur víst mörgum sýnst svo undarlegt, og ekki sízt, þegar þess er gætt, að margir af lesendum íslenzku blað- anna hvorki lesa eða .skilja orð í enskri tungu, svo nokkru netni, og sumir alls ekki neitt. það er auð- sætt, að fyrir þá af kaupendum blaðanna, sem ekki hafa enskunn- ar nein not, hækkuðu íslenzku blöðin í verði að sama skapi, sem þau minkuðu íslenzkt lesmál. Og j>eir eru æriö margir, sem ekki hafa enskunnar full not. Sumum mun líka þykja íslenzku blöðin okkar nógu dýr, þó ekki væru þau jjannig hækknð í verði að óþörfu. þó er hins ekki siður að gæta, að allir j>eir hér í álfu, sem enskrar tungu hafa not, eiga Jtess nægan kost, að ná i urmul af enskum blöðum, fvrir tvöfalt og i sumum tilfellum jafndel tifalt lægra endur- gjald, en vér verðum að greiða fvrir islenzku blöðin. Að fjöl.di af lesendum íslenzku blaðanna lesi Og skrifa ensku, vita vist nákvæmlega jafn margir sem áöur, eftir þetta innlegg A. S. í Lögbergi. — Margar fleiri ástæður mætti tilfæra, ef þurfa þætti, og sumar jafnvel þvngri á metunum, en þær, sem hér hafa taldar verið. M. Ingimarsson. SJALDAN KEMUR SÉR VEL ÓBEÐIN ÞÉNUSTA. Ileimskringla 23. tnaf þ.á. Flyt- ur grein . með fyrirsögninni : — ‘‘Sannleikanum verður hver sár- reiðastur”, eftir A. I?. ísfeld. Grein þessi virðist \vera rituð af góðsemi mikilli(! ! ) við kvenfél. Iðunn, en vegna ókunnugleika höf- undarins (sem auðvitað aldrei hef- ir verið í kvenfélaginu), hefir hon- um ekki tekist, að segja sögu fé- lagsins svo vel, að öllum,, sem kunnugir eru, geðjist vel að ; aðal- ástæðan fvrir því er sú, að kven- félagið Iðunn hefir aldrei beðið Mr. ísfeld, að skrifa neina skýrslu um myndun og starfsemi þess. Hefði svo verið, mundi skýrslan hafa vcrið dálítið nákvæmari og snert einungis starfsemi félagsins Iðunn, en ekki verið saga neins annars fé- lagsskapar, eins Og orðið hefir hjá Mr. ísfeld. því þó við konur, sem tilheyr- um félaginu Iðunn, þekkjum hvern- ig félag það myndaðist, Sem nefn- ist ‘‘þjóðernið”, og ef til vill jjekkjum það betur en Mr. ísfeld, þá höfum við aldrei álitið það í okkar verkahring, að skrifa neina söcru um það, annars hefðum við vcrið búnar að því. En svo ég viki aftur að þvi, sem sérstaklega snertir kvenfél. Iðunn, þá þótti mér slæmt, þegar ég |las greinina, að sjá það, að höf. hefir alv.eg gleymt að geta þess, að mjög margir af bygðarmönn- um gáfu dagsverk í að byggja samkomuhús það, er höf. getur umj að kvenfél. liafi látið byggja. þetta atriði hélt ég þó að hann hefði getað munað, fyrst hann mundi, hvaða mánaðardag félagið var stofnað ; en það, hvað margir gáfu 23 og jafnvel fleiri dagsverk, í að bvggja samkomuhúsið, sýnir ljóslega, að brýn þörf var á sam- komuhúsi í bygðinni, eins og Mr. ísfeld líka tekur fram. Eitt af því fyrsta, sem Mr. ís- feld getur um í þessari grein, er skemtisamkoma, sem félagið Ið- unn hélt þann 19. apríl, og getur liann jæss um leið, að að eins 2 meðlimir félagsins “þjóðernið” hafi sótt samkomuna, og ástæðan til þess muni vera greinarkorn eitt, sem var í Lögbergi fyrir nokkru síðan með fvriesögninni : “þjóðerni og brennivín”. En vegna þess, að við félagskonur í félaginu Iðunn vitum ekki til, að grein sú væri frá okkur, eða á nokkurn liátt af okkar völdum skrifuð, þá þykir okkur þetta nokkuð undarleg ágiskun. Og þó jrað væri ekki nema tveir menn af meðlimum félagsins þjóðernið á þessari samkomu, þá datt okkur ekki í hug, að fara að senda kvein- stafi út um allar bvgðir, eins vítt Oít 'breitt og Heimskringla fer. — Okkur,g.etur ekki skilist, að það muni verða til að knýja neina til að koma frekar á samkomur okk- ar framvegis. Eða ætli Mr. ísfeld virkilega hugsi það það, sem Mr. ísfeld hefir að segja um starf félagsins þjóðernið °g kúgunar-lagagreinar hr. Jóns Kiernesteds, kemur mér eða kven- félaginu Iðunn ekkert við. Að eins ætla ég að biðja Mr. ísfeld allra vinsamlegast, þegar hann fer næst af stað að segja fólki til synd- anna og svala gremju sinni á óvin- um sínutn, að hafa eitthvað ann- að f.vrir hirtingarvönd, en kvenfél. Iðunn. Járngerður Sigurðsson. (forseti kvenfél. Iðunn). Dánarfregn. þann 16. maí sl. andaðist við Whitesand River, Sask., æskumað- tirinn Guðmundur Jón Árnason Johnson. Hann var að vinnu við gasólin bifvél, festist i henni og var örendur að fáum mínútum liðnum. Guðmundur sál. var að eins 23. ára gamall, fæddur í þingvalla ný- lendu, Sask., 1. nóv. 1888. Ólst hann þar upp hjá foreldrum sin- um, Margréti og Árna Johnson ; fluttist með þeim til Whitesand River 1895, og dvaldist þar bjá jteim til dauðadags. Guðmundur sál. var að dómi þeirra, sem þektu hann, liinn mesti ágætismaður. Hann var einn jteirra ungmenna, er láta sér skilj- ast, að til þess að geta orðið framtiðarmenn þarf þroska í starfi og vilja til framkvæmda. 1 sinttm verkahring var hann nytsemdar- maðttr ; lét sér mjög ant um bygð- arlag það, sem hann lifði og starf- aöi i, og tók, þótt ungUr væri, öflugan þátt í þeim málttm, cr lutu að menningu og framförum bygðarinnar. Hann átti marga vini meðal nágranna sinna þar, en það eru mest Svíar, Danir og Gal- izíu-menn. Talaði hann mál hintta síðastnefndu engtt siðttr en ensku og íslenzku. Ilann var eina barnið, se,m foreldrarnir áttu á lífi, góðttr Og hlýðittn sonur. Hann var þeim eins og nokkurskonar fyrirheit um bjarta framtíð í sambúð við hann á .efri árunum. þess vegna er sorg- in Svo þungbær og missirinn mik- ill. En það er jjeim huggun í tár- um að vita, að hann var líka einn þeirra lireinhjötruðu, er frelsarinn sagði, að myndtt sjá guð. Og minningarnar, setn hann lætur eft- ir sig, eru ljttfar og fagrar. Guðmundur sál. var jarðsunginn þann 21. maí af cand. theol. Jak- obi Ó. Lárussyni. Fjöldi vina ltans bæði vestan úr vatnabygðunum og úr grendinni fylgdu honum til grafar, ásamt sorgbitnum foreldr- tim hans. — Friðttr Guðs sé með jteim og ttieð moldum hins látna unga manns. J. ó. L. DÁNARFREGN. Mánudaginn 22. apríl 1912 lézt að heimili síntt ísWinnipeg Mar- teinn ólafttr Jóhannesson. Hafði hann verið veikur í fjögur ár og fjóra mánttði af tæringu. Allan þann tíma haföi han.n búið um sig í t.jaldi óg þar hafðist hann við AaíC °JC nótt, sttmar og vetur. Geta menn nærri, hvílíka stillingu Oít sálarjtrek til þess þarf fvrir veikan mann, enda er til þess tek- ið aí öllum, er jtektu. Marteinn heitinn var fæddttr 26. nóv. 1868 að Dunustöðum í Laxiárdal í Dala- sýslu. Ilétu foreldrar ltans Jó- hanttes Jónsson og Margrét Björn- dóttir. Ilann fluttist til Ameríku 21 árs gamall. Hann giftist 11. sept. 1899 eftirlifandi ekkju, Jón- ínu Kristínu Kristjánsdóttur Jóns- sonar, frá Stóra-Langadal á Skóg- arströnd og Valgerðar Jónsdótt- ur. Marteinn heitinn var maður stiltur f lund og háttnrúður og skirleiksmaður í öllu. Hann skilur eftir tvö börn, stúlku 10 ára og dreng, 6 ára gamlan. DALITIL SKÝRING. t tilefni af Jieirri skvringu í Hkr. dags. 30. maí sl., að það hefði gert dálitla skýringu á um- mælum A. E. ísfelds í Hkr. 23. maí, að jrið, er gengum úr félag- inu “Jjjóöernið”, hefðum öll verið frá sama húsinu, — tengdalið ís- felds, — skal þess getið, að þó þetta hefði verið satt, þá hefði það ekki brevtt sannleikanum. því gð umrnæli hr. ísfelds um “þjóð- ernisfélagið erit sönn og rétt, og skal þeirri skýring hér viö bætt, að í Jæssu eina húsi voru haldnir flestir fundir félagsins og margar satnkomur. Ef sá, er skýringuna sendi Hkr., óskar fleiri skýringa “Jtjóðerninu” viðkomandi, skulu jiær í té látnar W'peg Beach, 3. júni 1912. S. J. Reykdal, A. S. Ilalldórsson. Bréf á skrífstofu Hkr. eiga: Miss R. J. Davidson, Miss Rósa Jóhannsson, Sveinbjörn Kjartansson, G. S. Snædal. Skemtiferð Goodtemp!ara tilLundar 4. júlí. Stúkurnar Skuld og Hekla fara sína árlegu skemtiferð til Lundar í Álptavatnsby.gð í þetta sinn, 4. júlí. Lagt verður af stað frá C. N. R. járnbrautarstöðvunum kl. 8.30 að morgni, og 15 mínútum: seinna verður lestin á biðstöðinni í St. James (Corner of Portage ave. og City Limits), og stansar jiar snöggvast fyrir þá, er J)ægi- legra væri að komast þangað. — Fargjald fvrir fullorðna fram og til baka verður ftíi eins $1.55, og 80c fyrir börn. Hvergi verður stansað nema á Oak Point, þvf þar er von á mörgum í viðbót ; fargjald þaðan fram og til baka er : fullorðnir 45c, börn 25c. Prógram skemtiferðarnefndarirtn- ar fyrir daginn er fjölbreytt og að- laðandi ; svo sem alls konar hlaup og stökk, glímnr og dans, og að sjálfsögðu ræður og musik. þessi ferð er farin til I.undar sainkvæmt bciðni ’slenzku stúkn- anná J)ar ytra, og hafa þær mik'- inn undirbúning til að taka sera bezt á móti okkur, og þarf þess tæplega að get.a, þar sem tslend- ingar eiga hlut að máli. ' Einnig ætlar kvenfélag þar að sjá um, að nógur verði matur til fyrir okkur Winnipeg búa, og pilt- arnir þar ætla ekki að skerast úr leik ; jreir ætla að undirbúa fim- leikasvæði og setja upp nýjan danspall, og stúlkurnar Jæirra veit ég að verða þar allar ; með öðr- nm orðum, það verður þar hvert mannsbarn úr Shoal Lake og Álptavatns 'mýlendum. Fargjaldið, sem nefndin hefir saniið um, er svo lágt, að ekkert minna en 1,000 manns ættu að fara héðan frá Winnipeg. Auk þess er tih nokkurs að vinna fvrir þá, er taka þátt í íþróttum ; öll verð- laun verða borguð í peningum. í umboði nefndarinnar, R. Th. Newlan d. Hvað er að ? Þ irftu að hafa eitt- hvað til að lesa? - ♦— Hver -á som vill fá sér eitthvné Dýtt. nft lesa 1 hverri viku.æt i að gerast kavpHndi Heimskrirjf — Hón færir leser um slnum ýmisk'»nar nýjap fróhieik 52 sinnum á ári fyrir aö ins t-.OO. Viltu ekki verA meö! Sagan af Naton persneska 9 mfnir menn skyldir þér að hlýða, sem mér sjálfnm’. ‘Nú kemur að þvf, er éo» sagði í morgun, að góð- ir drengir launa oít verðugleikum fremtir, og haf Ju’t mikla þökk fyrir örlæti þitt ogv ummæli’. — Síðatt bundu þeir sár manna sinna og skiftu herfangi ; héldu síðan þaðan, herjuðu víða og fengu ætið sigur. Eitt sintt mælti Naton við Salander : 'Leiðast taka mér þessi smáræöi, — eða veiztu engan þann víking, er frægð og fengur væri í að sigra?’ ‘Veit ég að visu’, mælti Salander, ‘en þó þann, sem hvorki þér né öðrum verðttr auðið að sigra’. ‘Heyra má ég þó nnfn hans og hæfi, segir Naton. ‘Ekki er það of gott’, kvað Salander. ‘Sá vík- ingur heitir Hundólfur, er ég verstan veit’. V. KAFLI. Nú hað Naton Salander, að segja sér. fieira af viking þessttm. Hann ælti J)á : ‘Hundólfur er ætt- aðnr norðan úr Rússfa, stór sem mesti jötunn. Hann hefir aldrei meira en tvö langskip, og hundr- að berserki á ftverju fyrir sig. Stýrir öðru fóst- bróðir hans, sem Hrani heitir, honum líkur að grimd og ljarðfengi. Liggja J>eir úti vetur og sumar Om herja á ýmsar þjóðir. Er það allra manna mein- ing, að Hundólfur sé hreint óvinnandi. í hendi sér hefir hann járnklumbu til að vega með, og stendur ekkert fyrir haþs þungu höggum. — Eitt sinn hitt- utnst vér við Blálandseyjar ; hafði ég sex skip og fjórar þúsundir manna. Latfði é,g þá til orustu við hann. En á stuttum tíma höfðu }>eir lamið i sjó fimm af skipum minum og drepið flest lið mitt. — 10 Sögusafn Heimskringlu Flýði ég þá einskipa undan. — Hvgg ég því engum menskum manni verði auðið hann yfir að stíga’. ‘Illa er farið’, mælti Naton, ‘ef þinnar svaðilfar- ar verður eigi hefnt á fóli Jiessu. Og vil ég víst halda til fundar við hann. Eða hvar mun hann vera að finna?’ ‘Við Grikklands-eyjar er hans bæli tíöast’, segir Salander ; ‘en ófært er okkur við hann að revna, og vil ég letja Jiess’. ‘Ekki tjáir mér að aftra’, mælti Naton, *>g skal ég víst til fundar við hann’. ‘Nú mun feigð að þé^ kalla’, mælti Salander ; ‘en eigi mun ég við þig skilja, þótt ég sjái mér vís- an bana’. Eftir það búast J>eir, og sigla suður undir Grikk- land. þar sjá þeir tvö skip gevsistór, liggja á mill- um tveggja eyja. þá mælti Salander : ‘þar mtin Ilundólfur vera. Og hvað skal nií til ráða ?’ Naton mælti : ‘Lið vort skal fara til evjar þeirr- ar, er næst ‘oss er, og skal hver maður hoggva sér kylfu, því óvíst er, að sverðin ditvi einsöm’.. Svo var gert. — Síðan mælti Naton : ‘Nú skal skifta liði voru. Skal Salander með þremur skipum leggja að Hundólfi, svo að eins dttgi til að hindra hann frá, að koma Hrana að liði. En eigi leggja tU orustu, fyr éo> kem til liðs. Skal ég svo leggja að Hrana, o.g fái ég hann sigraðan, skulum við leggja á bæði borð að ITundólfi ; — og sjáum við nú hvað gerist’. Nú greiða þeir atróður. Hundólfur kallar þá til þeirra og spyr, hverjir fari þar svo flaslega'. Saland- er segir til sín. — Hundólfur mælti : ‘‘V'elkominn, fé- lagi! Munt þú nú ætla þér að sækja það, er þú átt- ir ófengið, þá við fundumst siðast. — Bað hann svo menn sína að taka til vopna og drepa þessar mann- Sagan af Naton' persneska 11 leysur. Taka þeir nú að berjast með grjótkasti og skothriö, en leggja ei hvor að öðrttm að sinni. Nú leggur Naton að skipi Iltana og leggtir borð við borö, og tekst þar skörp orusta og verðttr brátt mannfall hjá hvorutveggja,. Naton sagði þá við menn sína : ‘Nú mttn ég ráða til ttppgöngtt á skipið, en þér fylgið mér drengilega og verjist á tvær hend- itr’. — Hann hleypur nú upp á skipið og hans menn á'eftir honum og varö nú áköf orusta. Stekkur J^'t Flrani fram úr lvítingunni og leggttr til Natons með exi mikilli, en Naton vék sér undan högginu, en slær um leið sverðinu til Ilrana, svo aftók ann- an fót hans ; við það lirattt Hrani nær útbvrðis. Naton hjó J>á til hans í annað sinrt og tók þá af höfuðið. — KSa þeir síðan um alt skipið og léttu eigi fyrr en hvert miannsbarn var drepið. VI. KAFI.I. Eftir þetta fer Naton til liðs við Salander, og le<Tgja þeir öllum skipumtm að skipi Ilundólfs. Tekst þar snörp orusta á ný Og fellitr þar m(argt manna. Finna þeir þá, að þetta eru berserkir, harðir og illir viðureignar. Naton segir þá til Salanders : ‘Ekki mun oss svo þúið hlýða og skulum við leita upp- göngu á skipið, ojt lið vort skal oss fylgja sem traustast má’. ‘Nú gera þeir svo, og komast upp á skipið með 80 manna. Verðttr nú sóknin hin grimmasta, og taka berserkir ttndan að hrökkva og' falla. — Sér nú Hundólfur lið sitt falla ; æðir hann þá fratn eftir skipinu, móti Salander, og slær til hans með járklumbunni. Kom höggið á hjálminn og svignaði hann að höfðinu, en kongsson misti heyrn 12 Sögusafn Ileimskringlu og ræntt og íéll út af skipittu í sjó niðttr og sökk, sem steinn værj. Jtetta scr Naton ; — stekkur hann þá sem elding á sitt skip, kastar sverðinu, hjálminum, skildinum og brynjunni. Steypir sér síð- an í sjóinn og nær Salatider, er örvita var Og að dauða kominn ; na^r honum innhvrðis, og biður menn sína að hjúkra honum sean hezt J>eir mættu. Vopnast hann gíðan og litast um. Sér hann þá, að Uttndólftir hefir drepið maugt manna sinna, en rek- ið hina niður af skipintt. Velur hann nú með sér 60 menn, er færastir voru, og ræður enn til uppgöngu á skip Hundólfs. Verður þar enn að nýjtt harðtir bardagi. Naton kastar þá skildinivm á bak sér, en tvíhendir sverðið og klýfttr hvern af öðrum. Jtykir nú IInijdólíi ætla að grána leikurinn. Stekkur litinn þá fram móti Naton, og slær til hans meö é sinni þtmgu klumbu. Naton vék sér undan högginu og brá um leið sverði sínu á vinstri handlegg Hund- ólfs, svo aftók í olnbogastað. Ilttndólfttr leit í farið og mælti : ‘þú hefir hvast sverð i hendi’. Naton svarar engu og reiðir aftur sverðið. Hundólfur slær þá klumbunni svo snögt undir sverðið, að það hrökk úr hendi Natons fram á Jtiljur. Reiðir Ilund- ólfttr þá aftttr upp klumbuna. Sér þá Naton eigi annað ráð, en lilaupa undir risann, og takast þeir þá fangbrögðum og sviftast til og frá. Og finnur Naton, að hann hefir eigi afl við }>essum ófögnuði. Sækjast J>eir þó lengi, þangað til Hundólfur tektir að mæðast og vanmegnast af blóðmissi. Verður þá Naton laus hægri höndin, og getur þá náð tígul- hnífnum af linda sér ; — rekur hann þá hnífinn í kvið Hundólfs, svo að við skefti stóð, og hrindir honum með síiitrua frá sér, svo hann fellur aftur á bak ttm siglubitann. Naton gripu þá klumbuna og setnr í haus hans, svo hann klofnaði. Lét þar , Ilundólfur líf sitt.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.