Heimskringla - 13.06.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. -WINNIPEG, 13. JÚNl 191«.
HEIMSKRIS GtA
MARKET HOTEL
146 Princesa St.
6 móti markaDanm
P. O’CONNELL. elgand!, WINNIPEO
Beztu ylnföng vindlar og aöhlynning
góó. íslenzkur veitingamaÐur P. S.
Anderson, leiöbeinir lslendingum.
JIMMY’S HOTEL
BEZTU VÍN OG VINDLAK.
VÍNVEITAKI T.H.FRASER,
ÍSLENDINGUR. : : : : :
itames Thorpe, Elgandl
Woodbine Hotel
466 MAIN ST.
Stmrsta Billiard Hall i Norövestnrlandinn
Tln Pool-borö.—Alskonar vfnog vindlar
Qisting og fœOÍ: $1.00 á dag og þar yflr
LeuHoa & iiebo,
Eigendnr.
Hafið þcr hósgögn til sölu ?
The Starlight Furniture Go.
- 1 borgar hæsta verð.
593—595 Notre Dame Ave.
Sími Grarry 3884
A. H. NOYE5
KJÖTSALl
Cör, Sargent & Beverley
Nýjar oa tilreiddar tjöt toicuodir
' ftskur, fuglar og pylsur o.fl.
SÍMI SHERB. 2272 í3-12-12 J
&
’ý ' ” " ■ 1 1 ' '■"*' ■ 1 8 5.
1 FæÖi og húsnœði ||j
- -selur—— JII
Mrs. JÓHANNSON,
794 Victor St. Winnipeg
ÉG HREINSA FÖT
og pressa og geri sem ný
og fyrir miklu lægra verð,
en nokkur annar i borg-
inni. Eg ábyrgiat að vanda
verkið, svo að ekki geri
aðrirbetur. Viðskifta yður
óskast.
GUÐBJÖRG PATRICK,
757 Home Street, WINNIPEQ
Legsteinar
A.L. MacINTYRE
seiur alskyns legsteina og
mynmstöflur og legstaða
grindur. Kostnaðar áætlanir
gerðar um innanhús tigla,
skraut
Sérstakt athygli veitt utan-
héraðs pöntunum.
A. L. HacINTYRE
231 Notre Dame Ave. WINNIPEG
PHONE MAIN 4422
6-12-12
Kvennaslægð.
Jerimías segir frá raunum sinum.
‘‘Til þess eru vítin, aö varast
þau”, og þar éjj er göfuglyndur
maður, vil ég hér með segja frá
því, hvernig ég v.ar gintur sem
glópaldi af pylsagálu einni, — því
ég vænti, að raunir mínar verði
öðrum ógiftum mönnum til að-
vö'runar, svo þeir forðist það víti,
sem ég strandaði í, og endaði í
hjónabandi, — og það þá lika öðru
eins hjónabandi.
Ég, Jerimías Zakaríasson, gagn-
fræðingur af guðs náð, snotur og,
‘‘reffilegur”, varð sem sé skotinn,
já,. og það jafnvel bálskotinn í
stúlkukind einni. Ég hugði hana
óviðjafnanlega, svo inndæla, himn-
eska og sæta. Hún var svo hár-
prúð, gullkórónan um höfuðið og
andlitið var töfrandi og nefið
grísk-katólskt, eða hvað það nú er
kallað ; og þá hörundsliturinn —
mjallahvítur og kisuberjarauðar
kinnar og varirnar þj'kkar og rós-
rauðar. liða þá brjóstin og mjaðm-
irnar, — já, þvílík brjóst og
mjaðmir ; jainvel Lillian Russell
eða Dagmar Ilansen þoldi engan
satnanburö við drósina mína, hana
Dísu. Var því að undra, að ég
yrði skotinn,— ég sem alla mína
æfi hefi elskað fagurt sköpulag ?
Nei, ég held nú ekki.
Jæjalþa, ég kynjést henni, og
henni leist vel á mig, að því er
hún sjálf sagði, og hvaða ástæðu
haíði ég til að efa það, settti hún
sjálf sagði. Við brölluðum svo
sainan í mesta sakleysi í fulla
viku, — já, sú var nú full, og svo
giftum við okkur. það var fyrir-
myndargifting og urðu margir
skítfullir, þar á meðal Ásmundur,
en ha«n var svaramaður, dóninn ;
ég sjálfur varð glaður, og svo
konan mtn, hún Dísa.
Eftir heilmikið útstáelsi kom-
umst við hjónin í svefnloftið, og
var þar alt til reiðu, er nýgiftum
hjónum mætti að haldi koma. Eft-
ir svo sem hálfrar stundar blíðu-
læti eða þar um, fór konan mín
að hátta, og ég settist í kjapta-
stólinn til að sjá, hvernig hún færji
að því.
Eg gleymi aldrei því, sem þar
bar fyrir sjónir mér, — nei, ekki
þó ég verði 99 ára gamall-
‘‘Ilneptu frá mér kjólnum, hun-
angsengillinn minn”, bað konan
min ofur blíðlega.
Eg varð auðvitað við bón henn-
ar, og eftir mikla áreynslu og
skrækit — ‘‘ó, — þú drepur mig,
góði ; ó-ó-ó”, féll kjóllinn á gólfið
og yndið mitt stóð á millifötun-
um.
‘‘Nú máttu setjast, inndælið
mitt”, sagði Dísa mín, og ég sett-
ist aftur í kjaptastólinn, en sperti
þó grillurnar vel opnar, til að sjá
alt, sem átti eftir að koma.
É!g þurfti ekki lengi að bíða. —
Konan mín hafði gengið að ‘toilet’
borðinu, og var eitthvað að fitla
við hárið á sér, — gullkórónuna,
sem ég kallaði. Kn hvaö er þetta,
heilagi Bartólemeus, hún tók af
sér alla gullkórónuna, — alt þetta
mikla hár hennar fals-hár, — hún
hafði gint mig, bölvuð tóan. Hug-
ur minn varö alt annað en glaður.
Ég beit þó á vörina og bölvaði
að eins í hljóði, — hugði seinna að
gefa henni ráðningu.
En hver þremillinn! Ilún hafði
verið að þvo sér, — hörundslitur-
íagri var horfmn, roðinn í kinnun-
um farinn ; nú var hún öskugrá í
andliti, og varirnar bleikar. Alt
liafði verið mál, fals-litur.
Nú fór mér ekki að standa á
sama. það var dáfalleg hrekkja-
tóa, þessi kona mín! Sú skyldi þó
svei mér fá hjá mér gúmoren! Já,
hún skyldi fá launað lambið gráa,
svo framarkga sem nafn mitt væri
Jerimíasii . •
Ég rauk upp meö reiddan hnef-
ann, krossbölvandi ; en konan mín
sneri sér við í því Og gaf mér það
augnaráð, að ég féll aftur niður í
stófinn.
Jæja, — brjóstin og mjaðmirnar
eru þó ekta, huggaði ég mig við,
og aðrar kvenpersónur munu vera
óekta í andliti og háraburði, engu
síður en konan mín. þetta var
mér huggun og mér varð hug-
hægra.
En — livort í emjandi, heitasta
h...., — hún var þá öll svikin! —
Ilún hafði þá farið úr millipilsinu
og rrtér til skelfingar sá ég að hún
hafði útstoppaða púða hringmj’nd-*
að horngrýti, umhverfis sig, — og
það voru þessar yndislegu rrijaðm-
ir, sem ég hafði dáðst að. Og áð-
ur en ég gat komið upp orði, —
hafði hún dregið aðra púða frá
barmi sér, þar sem ég hugði brjóst
in vera. Svik, svik, svik, — ekk-
ert nem'a svik!, i
þar stóð hún afskrýdd! Allur
tignarljóminn og fegurðin, &em
mig hafði töfrað, farinn! þarna
Stóð hún öskugrá í andliti, með
svolítið hárstrí, þunn og renglu-
leg, — reglulega vemmileg! Ég
aumur! Og þetta var konan mín!,
Nii var mér þó nóg boðið.
‘‘þú, svikatóan þín, arga, auð-
virðilega kvikindi — nú var ég
reiður — þú, þú hefir gabbað.mig,
— mig, Jerimías, dánumanninn
valinkunna, mig, sem' heföi getað
valið úr kvenþjóðinni ; ég skal, —
ég skal —”,
‘‘Haltu þér saman, beinasninn
þinn! Vogar þú þér, þitt auð-
virðilega hundspott, að smána
mig með orðum! ” Öll blíðan var
nú farin úr rómi hennar. — þú,
sem ert allra sveita kvikindi, og
útskúfaður frá • öllum ærlegum
mönfíum! þú, sem ég tók af náð
miiini upp úr sorpinu og niður-
lækkaði mig að giftast þér! þitt
afskúm, þú mátt þakka þínum
sæla meðan eg geri þér þann ó-
v.erðskuldaða heiður að samrekkja
þér. Og ef þú ekki heldur þínum
sauruga kjafti í skefjum, skal ég
rifa úr þér bölvaðar glj'rnurnar,
hevrirðu það! Snáfaðu nú og
háttaðu, eða ég slekk Ijósið. —
T h e i d e a, — annað eins endem-
is svín o,g þú!
Ég var sem þrumulostinn. H'ún
var þá svona í skapinu líka. Ö,
ég ógæfusamur! Hvaða synd
skyldu forfeður mínir hafa drýgt
svo stóra, að þessi refsing skyldi
á mi,g leggjast ? Ég hyrgði and-
litið í höndum mér og bölvaði
sáran.
‘‘Skammastu í bælið, hund-
spottið þitt! ” heyrði ég konu
mina segja. Ilún var nú komin
upp í og starði á mig fyrirlitlega.
Ég hlýddi og háttaði ; en fram
á hlástokknum lá ég alla nóttina,
— þorði ekki að færa mig nser.
Nú hefi ég verið giftur'í mánuð,
og lifi liundalifi. Eina ánægjan
mín er, þegar konan mín tekur
mig út með sér, uppstoppuð og
máluð, — þvi hún fer aldrei öðru-
vísi út —, að heyra karlmennina
vera að pískra : ‘‘Gullfallegur
kvenmaður! Fjandi var Jerimías
lánsamur, að hreppa hana!.”
Ég vildi bara þeir hinir sömu
væru viðstaddir, þegar konan mín
afskrýðist á .kveldin, — þá myndi
annað hljóð koma í strokkinn.
En því er nú fjandans ver, að
ég þori ekki að bjóða neinum
heim.
Hugsað hefi ég um, að hlaupa
frá konunni, — strjúka, en mig
hefir brostið áræðið.
'óskandi, að einhver vildi vera
svo vænn, að glæpast á henni og
hlaupa í burt með hana. Hún er
til í brallið. Og enginn er krakk-
inn, — ekki ennþá.
En , því verður tæplega að heilsa,
— menn eru nú á tímurn tr'egir til
að gera öðrum smágreiða.
það eru ekki allir jafn göfu.g-
lyndir og ég, að ráða öðrum heil-
ræði ; ég hefi alt af gert það, og
geri það nú með þessum aðvörun-
arorðum :
Varið ykkur á kvennaslægð! i,
. Fréttabréf.
MARKERVILLE, AI.TA.
(Frá Iréttaritara Hkr.).
2. maí 1912.
Veturinn, sem siðast gekk úr
garði, var einn af þeitn mörgu á-
gætisvetrum,, sem koma hér i Al-
berta, og sem fara svo undur v,el
með menn og skepnur, að ekkert
hérað í norðvestrinum mun — að
jafnaði — hafa neitt slíkt að bjóða
Hitt er nokkru fágætara, að apríl
og maí mánuðir liafi jafn ágætt
tíðarfar, sem nú hefir verið. það,
sem af er vorinu, hefir verið svo
gott, að fullj'rð'a má, að jafn inn-
dæl og hagkvæm tíð hafi hér ekki
verið á vorin í næstl. 20 ár, eða
len ur. Sáningu er lokið fyrir
stuttu síðan ; hefir akurvinna unn-
ist scint, mest fyrir þá sök, að
akrar urðu ekki plgegðir á siðast-
liðnu hausti, vegna ótíðar, og svo
voru lág lönd nú að þessu ekki
vinnandi sökum blevtu. Grasgróð-
nr er hér óvanalega mikill um
þetta Ifeyti, og öll skepnuhöld í
bezta lagi. Alt útlit er nú fyrir
gott ár, ef sumartiðin spillir ekki
fyrir.
Heilsufar í vor víðast gott ; á
sumum heimilum liefir verið vond
kvefveiki. Slys hafa orðið mikil.
Snemma í sl. mánuði meiddist
Gísli bóndi Eiríksson, að Marker-
ville, mikið á hendi, svo hann hef-
ir verið undir læknishendi tum
lengri tíma. Um saina leyti hand-
leggsbrotnaði Vigfús Sigurðsson,
ókvæntur maður ; sló hestur hann
og braut handlegginn, bæði fyrir
ofan Oo- neðan ofnboga ; og nú ný-
skeð handleggsbrotnaði ensk kona
hér í nágrenninu.
Næstliðinn föstudag, 31. maí,
andaðist hér að heimili sínu Sig-
urður Magnússon, eftir langsöm
veikindi og þjáningar af krabba-
meini. Hann var mesti dugnaöar-
Og ráðdeildarmaður, einn af bezt«
Vtændum .sveitarinnar.
þann 15. maí síðastl. andaðiet í
Edmonton merkiskonan Ingunn
Ólafsdóttir, af innvortis sjúkdómi.
Að sjálfsögðu verður síðar nánar
skýrt frá helztu æfiatriðum hennar
i blöðunu .
Grímur S. Griimsson, bóndi að
Markerville, hefir hætt búnaði og
j selt út ; flytur hann fyrst nm sinn
til Red Deer bæjar ; ætlar svo að
fetðast suður til Dakota, til frænd
fólks síns, vina og kunningja. Við
nágrannar Gríms söknum hans,
því hann er nýtur og góður dreng-
ur. Hlýjar ininningar og hugheilar
óskir nm farsæla framtíð hans
fvlgja honum héðan frá okkur,
sem þektum hann bezt og unnum
mest með honum.
| Gísli Eiríksson, einn af okkar
elztu og góðu bændum, hættir nú
búnaði ; hefir $amt ekki selt bú
sitt nema að nokkru layti, og ekki
býst hann við að flytja héðan úr
I bygðinni. Á landi hans byrjar nú
' tengdasonur hans búskap, Tómas
Rafnsson. sem áður var í Calgary
j Fyrir skömimu gaf séra Pétur
Hjálmsson saman í hjónaband þau
Mr. Hrómund Kristjánsson Jó-
hannessonar og yngísstúlku Guð-
rúnu Öl,nu Guðmundardóttir 111-
ugasonar, bæði í Tindastól póst-
umdæmi.
Agrip at reglugjörð
<am heimilisréttarlönd í C a n a d a
Norðvesturlandinu.
Sérhver manueskja, sem fjöl
skyldu hefir fyrir að sjá, og sér
hver karlmaður, sem prðinu er 18
ára, heíir heimilisrétt til ijórðungs
úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi
í Manitoba, Saskateliewan og Al-
berta. Umsækjandinn verður sjálf-
ur að koma á landskrifstofu stjórn
arinnar eða undirskrifstofu í því
héraði. Samkvæmt umboði og með
sérstökum skilyrðum má faðit,
móðir, somir, dóttir, bróðir eða
systir umsækjaudans sækja um
landið fyrir hans hönd á hvaða
skrifstofu sem er.
S k y 1 d u-r. — Sex mánaða á-
búð á ári og ræktun á landinu í
þrjú ár. Landnemi má þó búa á
landi innan 9 mílua frá heimilis-
rettarlandinu, og ekki er minna en
80 ekrur og er eiguar og ábúðar-
jörð hans, eða föður, móður, son-
ar, dóttur bróður eða systur hans.
í vissum héruðum hefir landnem-
ínn, sem fullnægt hefir landtöku
I skyldum sínum, forkaupsrétt (pre-
emption) að sectionarfjórðungi á-
föstum við land sitt. Verð $3.00
ekran. Skvldur :—Verður að
sitja 6 mánuði af ári á landinu í
j 6 ár frá því er heimilisréttarlandið
var tekiö (að þeim tíma meðtöld-
um, er til þess þarf að ná eignar-
bréfi á heimilisréttarlandinu), og
50 ekrur verður að yrkja auk-
reitis.
Landtökumaður, sem hefir þegar
J notað heimilisrétt sinn og getur
ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion
J á landi, getur keypt heimilisréttar-
land i sérstökum héruðum. Verð
$3.00 ekran. Skyldur : Verðifi afi
sitja 6 mánufii á landinu á ári í
þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa
hús, $300.00 virfii.
W. W. C O R T,
Deputv Minister of the Interior.
Fljót ferð
Gufuskipið “PINAFORE”
fólks og vSruflutnings
skip
The Armstrong Trading Co.
Skipstjóri Ásmundar Freemau
fer frá Oak Point, & þriðju-
dags og Föstudags morgna
til Siglunes, Norrows og
Bluff.
Allar frekari upplýsing-
ar við viðvíkjandi tlutningi
á fólki og vðruni, fást lijá
Jóh. Halldórsson
OAK POINT, MAN.
;:Sherwin - Wiliiamst
P
AINT
fyrir alskonar
húsmálningu.
Prýðingar-tímj nálgast nú.
Dálítið af Sherwin-Williams
;; húsmáli getur prýtt húsið yð-
ar utan og innnn. — B rú k i ð
4* ekker annað mál en þetta. —
? S.-W. húsmálið málar mest,
endist lengnr, og er áferðar-
5 fegurra en nokkurt annað hús
mál sem búið er til. —- Komið
I inn og skoðið litarspjaldið.—
± CAMERON & CARSCADDEN
QUALITV HARDWARE
Wynyard, - Sask. ?
C.P.H. LOl
C.P.R. Lönd til sölu, í town-
ships 25 til 32, Ranges 10 til 17,
að báðum meðtöldum, vestur af
2 hádgisbaug. Þessi lönd fást
keypt með 6 eða 10 ára borgun-
ar tfma. Vextir 6 per cent.
Kaupendum er tilkynt að A. H.
Abbott, að Foam Lake, S. D. B.
Stephanson að Leslie; Arni
Kristinsson að Elfros; Backland
að IVIozart og Kerr Bros. aðal
sölu umboðsmenn,aIls heraðsins
að Wynyard, Sask., eru þeir
einu skipaðir nmboðsmenn til
að selja C.P.R. lönd. Þeir sem
borga peninga fyrir C.P.R. lönd
til annara en þessara framan-
greindu manna, bera sjálfir
ábyrgð á þvf.
Kaupiö þessf lönd mí. Verð
þeirra verður bráðlega sett upp
KERR BROTHERS
OBNERAL sales agents
WYNYARD :: :: SASK.
Sagan af Naton persneska 13
Naton var nú ákaflega vígmóður ; samt tók
hann sverfiifi og eggjafii menn sína, og léttu þeir
eigi fyr en afiir berserkirnir voru dauSir. — þar
eftir bauS hann mönnum sínum aS rySja skipin
mannabúkum og blóði, en hann gengur fyrir Saland-
er. Er hann þá málhress og vitkaður orðinn. —
Naton segir honum þá, hvar komið sé, og að þeir
hafi fengið fagran sigur. Salander gleðst þá og
mælti : ‘það eigum vér nú altir þér aS þakka, og
uggir mig, að þinir makar muni ekki margir vera.
því vil ég gefa mig- með öllum mínum mönnum og
skipum á þitt vald, og skaltu einn vera vor yfir-
maður og stjórnari héSan af’.
Naton þakkaði honum orS sín, og kvaSst þó
eigi framar girnast, en vera hans félagi- Svo könn-
uSu þeir skipin og fundu ógrynni fjár eftir Hundólf.
— Binda þeir síSan sár manna sinna og héldu þar
kyrru fyrir í tvo mánuSi. VarS þat Salander al-
gróinn sára sinna og aSrir, sem sárir voru.
VII. KAFLI.
I
Eftir aS þetta var afstaSið, spyr Salander Naton
hvað hann hyggist nú fyrir.
Naton svarar : ‘Nú er oss mest þörf að fá oss
liðsauka, því mgrgt er fallið manna vorra. Og fá-
um vér vaft siglt skipum þessum vegna mannfæS-
ar’.
‘þá vil ég sigla heim í ríki föSur míns’, mælti
Salander, ‘og mun hann fá okkur liS eftir þörfum’.
— Naton baS hann þessu ráSa. — Undu þeir upp
segl og sialdu til Cappadosia. Og er Marat konung-
ur fregnar, að sonur hans er viS land, verður hann
yfirglaSur og býSur þeim til veizlu og fagnar þeim
14 Sögusafn Heimskringlu
blíSlega. — Se.gir Salander þá af ferSum sínum-, og
fanst öllum mikiS til um frægS og hreysti Natons.
þá spyr kongur um ætt hans og uppruna. — Naton
svarar : ‘Ett mína segir ég engum að sinni ; en
þess vil ég biðja yður, konungur, að þér leyfið oss
að fá lið af landi yðar’.— Konungur kvað þeim
heimilt, að afla sér svo mikils liðs, sem þeir með
þyrftu. — Fóru þeir þá og söfnuSu IjSi vim landiö
og fengu 9,000 manna. Konungur rpyr, hvert þeir
vildu þessum her halda. — Naton kvaðst þaS ekki'
staðráðið hafa. — Konungur mælti : ‘Auðvelt væri
nú, að vinna undir sig Sýrland, því nú er Gylva
konungur farinp með allan sinn her að stríða við
Persakonung. En er Naton hevrir það, biður hann
bráðast að búast tiL ferðar. Kveðja ]>eir nú kong
og halda til skipa, vinda upp segl og l.áta í haf. Og
víkur nú ,sögu frá þeim um sinn.
Nú er að segja frá Gylva, kongi Sýrlands. Ilafði
hann safnað her um alt sitt ríki, hélt síðg.n til Pers-
íu, og hugsaði sér nú að láta sverfa til stáls með
þeim Sóar konungi. Sóar konungur hafði fengið
njósn um ætlan hans og safnaði þvi að sér ógrynni
liðs, og tóku þeir síðan til bardaga. En er þeir*
höfðu barist í tvo daga, var lið Gylva konungs
mjög fallið, en Sóar kongur og Sagus son hans sóttu
fram djarflega. Varð þá Gylva kongur umkringdur,
og nær því liandtekinn. þá sjá menn ellefu skip
sigla að landi og dreka það tólfta. — Strak þýtur
ógrynni liðs á land, og gengur alltlr sá her til orust-
unnar. Eru þar tveir menn í fararbroddi með gylta
hjálma og brugðin sverð í höndum. þeir skipa sér
strax í lið með Gylva kongi, Og vaða fraín í fylking
Sóars konungs. Drepa þeir á skamri stundu alla
þá, er sóttu að Gylva kongi og _ réttu við fylkingu
hans— Varð nú hörð orusta. — Sóar kongur og son
hans Sagus, verða nú æfa reiðir og sækja djarft
Savan af Naton persneska 15
fram. — þá mælti Naton við Salander : ‘Far þú
á móti vSóar kongi, því ég vil eigi bera vopn á hann,
en drep hann eigi ; ég mun fara á móti syni hans’.
— Salander gerir nú svo, fer á móti Sóar kongi og
heggnr til hans ; kongur brá skildinum undir högg-
iö, en sverð Salanders klauf skjöldinn að endilöngu
og tók vinstri hönd kon,gs af. Mæddi liann þá blóð-
rás, svo hann gaf upp vörnina. Var hann síðan
íærður til herbúöa. Naton fer á móti Sagus og
leggur svo þungt högg á skjöld hans, að Sagus féll
|við það I^itur niður ; er hann þá handtekinn og
fluttur- til búða. Beiðast þeir þar griða og lyktar
með því bardaganum.
VIII. KAFLI.
Eftir bardagann gengur Gylva kongur á fund
Natons og Salanders, og mælti ; ‘Nú vildi ég vita,
hverjum ég ætti þennan sigur að þakka, og hvað
þið kjósið tfi lauina’.
‘FÍfgi veraiir þú þess vís að sinni, hverjir við; er-
um’, mælti Naton, ‘en þau laun viljum vér af þér
þÍK!Í.Íai að þú gefir Sóar kongi líf og ríki sitt aftnr,
en seljið Sagus son hans á vort vald’. Kongur
játti þvi. Var þá Sagus tekinn og færður til skipa.
Kveðja þeir kong, síðan og ganga til skipa og láta
frá landi. Naton gengur þá þar að, er Sagus' lá
bundinn og mælti :
‘Viltn af mér grið þiggja?’
‘það vil ég vist’, mælti hann.
‘þá skaltu sverja þann eið’, seg-ir Naton, ‘að
vera undir mig gefinn og fylgja minum ráðum, með-
an við lifum báðir’. H’ann kvaðst það gjarnan vilja.
Var hann nú leystur og sór hann Naton trúnaðareið.
16 Sög.usafn Heimskringlu
— Síðan mælti Naton til Salanders : ‘Nú skulum
við sigla að því nesi, sem við fundustum fyrst. Á
ég þar vini á landi uppi og vil ég finna þá að máli’.
‘Gerum sem þér líkar’, svaraði Salander. Sigla
þeir nú þangað og kasta akkerum.— þá mælti Nat-
on : ‘Nú munum við Salander á land ganga, en
þú Sagus gætir skipa með Iiði voru.
Nú stíga þeir á land og ganga heim til bæjar.
Varð Njótur fóstri hans fegina heimkomu hans, en
þó Signý meir. Varð þar hinn mesti fagnaðarfundur.
Mælti þá Naton : ‘Nú skalt þú, móðir, búa þig t£l
íerðar’. Ilún svarar : ‘Ilt þykir mér að skilja við
Gerði, ljósu þína’. Naton svarar : ‘Ég vil þau
hjón ráðist í burtu héðan og fylgi mér’. Njótur
kvaðst þess albúinn ; og búast þau öll í burtu og
flytja íjárhlut sinn til skipa. — Spyr þá Salander
Naton, hvert hann vilji nú halda. Hann ’svarar :
‘Hér munum við bíða í nokkrar nætur og halda síð-
an til Sýrlands, því Gylva kongur mun þa heim
kominn.
Eftir það vinda þeir upp segl og halda til Sýr-
lands. Og sem konungur fréttir skipakomuna, send-
ir hann til strandar að vita, hverjir þeir séu. En:
er hann V(arð þess vís, varð hann glaður mjög, og'
býður þeim heim tii fríðrar veislu. Fara þeir Nat--
on og Salándér heim til borgar með sextigi manna,
en hinir gæta skipa. Konur gengur á móti þeim
með fagnaðar-blíðu. Verður þar hin dýrasta veizla.
Setur konungur Naton séx næstan og þar nast Sal-
ander. Kemur þá drotning inn í höllina. Naton og
Salander rísa úr sætum sínum og heilsa henni. Hún>
tók kveðju þeirra ; en sem hún leit í andlit Natons,
setti hana dreyrrauða og tók að gráta. Kongur
spyr, hvað henni væri að angri. Hún svarar :
‘I>essi frægi riddári hefir svo líkt andlitsbragð ElínaP
dóttrur minnar, að hún flaug mér nú í hug’.