Heimskringla - 27.06.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.06.1912, Blaðsíða 3
H EIMSKRINGEA WINNIPEG, 27. JÚNÍ 1912. 3. BLS, ZF^XtST_iA_ S^AXjAl. LÓDA X C.P.R. TRANSCONA BEINT Á MÓTI VINNUBÚÐUM FÉLAGSINS i Sá sem vill verja fé sfnu til landkaupa og hefir ekki meiri þekkingu á þeim mM- u,íi heldur en alment yerist, hlýtur að vera í nokkrum vafa um það, hvar arðvæn- legast sé að kaupa í North Transcona. Landspildur standa til boða á ýmsum stöðum, margar þeirra mj'g svo nærri landeign C. P. K. en það kann að lfða á nokk- uð löngu áður en alt það lan<l verður notað til fbúðarhfisa. Landeign vor, sem sýnd er með svörtum lit á upp- drættinum, er á götubakk- anum við þjóðbrautina til Springfield, beint á mðti þeim stóru skálum, sem reistir hafa verið handa þeim . mikla verkamannahóp sem vinnur að járnbrautargarði C. P. R. Byrjað er á að reisa tvær geypistórar kornldöðnr fyrir C. P. R. félagið á þessum <rTBON»FACe stað, og sú Isndeign sem vér nú erum að bjóða er lient- ugust allra undir hós verka- manna og annara er 1 garð. inum vinna, svo og f smfða- skálum félhgsins, viðgerða stofum, kornhlöðum og vöruskúrum C. P. R. Hin nýja verksmiðja Mani- toba Bridge and Iron Works sem á að kosta alt að fl,- 000,000, er skamt á brott frA lóðnm vorum. Það smiðjubákn verður fullgert og tekur til starfa á næsta nýári. Þar verður fjöldi manns við vinnu. Mjög margar aðrar verksmiðjur munu flytja sig til North Transcona, því að livergi er eins ákjósanlegan stað að fá til aðdrátta og flutninga. Htaðurinn er hið égætasta verksmiðju setur.’j^j^ Rafbraut borgarinnar ligg- ur um þetta svæði og þvf er ódyrt rafafl öllum vfst þar. Mikill fjöidi manna mun stunda verk og atvinnu í North Transcona. NORTH TRANSCONA naun taka örum og miklum framförnm. Aður en 18 mánuðir eru liðnir verða milli 5.000 til 10,000 manna að verki á járnbraut og verksmiðjum, og mun þar þá spretta upp bær með 15.000 til 25.000 íbúum. Athugið hvað af þessu muni leiða fyrir verft á lóðum. Þair lóðir sem nú seljast frá $5. til SlO. hvert. fet, munu maigfaldast í verði <jg þeir sem kaupa strax munu hafa stórkostlegan gróða f aðra hön’d, löngu áður en að þvf kernur fyrir þá að borga siðustu afborgun. Landeign vor liggur við þjóðbragtina til Springfield, en það er hðfuðbraut og eina braut er til Winnipeg liggur af því svæði sem er fyrir norðan C. T. li. teina og vagna garð og sú braut mun vafalaust verða aðalstrætið í þeim bæ, sem hér verður bygður. Hver lóð sem vér bjóðum til kauþs er innan þriggja “btocka” frá Springfield þjóðbraut og mest af þeim er innan einnar eða hálfrar annarar “blokkar" frá þeirri braut. Þeir sem kaupa eignir á þessum stað nú þegar munu verða ríkir, því spurí mun verða eftir hverri lóð til bygginga innan mjög lítils tíma. J.J.BILDFELL & CO. 520 Union Bank Building Phone Main 2685 YVINNIPEU Umboðsmaður fyrir Suður-Manitoba, T. S. C0PPINGER, Morden, Man. J J. BILDFELL 520 Union bank, Winnipeg Herrar: Hérmeð fylgja $..... niðurborgun á.... lóðum í norð. ur Trauscona á...fetið. Yður er treýst til að velja beztu lóðirnar sem óseldar eru. * Nafn......................... Heimili...................... Umboðsmenn yantar. Duglega umboðsmenn vantar í hverjum bæ til að selja þeásaeign. Vér gefum röskum mönnum dinka sölu í vmsum héruðum. ♦ i i \ l t \ íslands fréttir. þingtnálafundir. þitigmálaiundi hafa þirLgmemi lialdiö í flestum kjördæmum, og hefir sambands bræðingurinn og einokunarfrumvarpið verið aðal- umræðuefni á þeim fundum. Ein- okunin hefir allstaðar verið fyrir- dæmd, en bræðingurinn fengið meiri stuðning, en alment var bú- ist við. Á þingmálafundi á Akureyri 20. maí var svohljóðandi tillaga sam- þykt með talsverðum meirihluta atkvæða : ‘‘Fundurinn telur þær tilraunir, se gerðar 'hafa verið til sam- komulags milli stjórnmálaflokk- anna um sambandsmálið heilla- vænlegar. Fundurinn heldur fast við ákvæði frumvarpsins frá 1909, að ísland verði sjálfstætt ríki og vill að farið sé fram á, að það fái þegax hlutdeild í stjórn allra sinna mála. Fundurinn vill ekki, að far- ið sé skemra í einstökum atriðum en gert er i frumvarpi milliþinga- nefndarinnar, að viðbættum þeim breytingum og viðbótum, er gerð- ar voru i frumvarpi minnihlutans á alþingi 1909. Fundurinn telur sjálfsagt, að málið verði ekki leitt til fulnaðarlykta af íslands hálfu fvr en kjósendum hafi verið gefið tækifæri til að lýsa skoðun sinni á tnálinu með atkvæðagreiðslu”. Á þingimálafundi á Grund í Eyja firði var tillaga satna efnis sam- þykt með 32 samhljóða atkv. þinigmálafund héldu Reykvík- inga þingmennirnir á annan i hvítasunnu í barnaskólagarðinum í Reykjavík. Var hann fremur íá- sóttur. þar Var svofeld tillaga samþykt í sambandsmáliuu : ‘‘Fundurinn skorar á alþingi, að taka sambandsmálið upp aítur, eftir atvikum til slíkrg, breytinga á frumvarpinu frá 1908, er séu lík- legar til að afla J>ví íylgis megin- þorra þjóðarinnar og samkomu- la<n geti orðið um við Dani. þó er ekki ætlast til þess, að málið verði leitt til fullnaðarlykta, fyrr en kjósendur hafa lýst fylgi sínu við það”. Viðbót við tillöguna : “ með nýjum kosningum”, var borinfram af Benedikt Sveinssyni og marðist í gegn. Gísli lögmaður Sveinsson kom fram með svofelda tillögu, sem var feld : ‘‘Með því að sambndsmálið, sam kvæmt yfirlýsiugum þingmanna fyrir síðustu kosningar, ekki kem- ur fvrir næsta þing, telur fundur- inn óþarft að gera ályktun um það að svo stöddu, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá”. 1 stjórnarskrármálinu var svo- hljóðandi tillaga samþykt frá Jóni þorlákssyni verkfræðing : ‘‘Með því að búast má við, að sambandsmálið verði tekið til með íerðax á næsta þingi) ætlast fund- urinn ekki til þess, að þingið af- greiði stjórnarskrána í frumvarps- formi”. — Gunnlaugur þorsteinsson var skipaður héraðslæknir í þingeyrar- héraði 29. maí. F j a 11 arE ývindur í Khöfn — Dönsk blöð láta ósköpin öll af 'kjalla-Eyvindi. Hann var leik- inn fvrsta sinni á Dagmar leikhús- inu í Kaupmannahöfu 20. maí. Höllu lék frú Jóhanna Dybwad, frægasta leikkona Norðmanna. Skáldið Sven Lange, leikdómari blaðsins Poletiken, byrjar leikdóm sinn á þessum orðum : * “Mikilíenglegt fegurðarkveld — hið bezta á leikárinu. Og þessi leikdómari Dana er sá, er sízt b.er lof á leikhúsin og leikritin eða íag- urmælgi í þverpokum. Lætur hann mjög af leik fcú Dybwad. Skáldið hefir látið önnur verða leikslok á Fjalla-Eyvindi þar í leik- húsinu, en voru í Rvík, og prent- uð eru í sjálfu leikritiuu. Á leiksviðinu í Khöfn lét hann hest einn ráfa að kofadyrunum, er hungur-þjáningar þeirra Eyvindar og Höllu eru hvað sárastar. Taka þau þá hestinn og slátra, stilla nungúr sitt' og blíðkast við — og svo endar leikurinn. Fyrsta kveldið, sem Fjálla-Ey- vindur var leikinn, var viðstatt flest bókmenta- og lista-stórmenni í Khöfn. Var leiknum tekið með ó- v.enju miklum fögnuði, — Og höf. heimtaður fram á lciksviðið — til þess að ‘‘þakka honum fyrir bezta leikkveldið á vetrinum” eins og eitt blaðið kemst að orði. Kom þá Jóhannes fram við hlið frú Dybwad og var klappað lof í lóf af mikilli ákefð. . — I.æknir Randæinga, Jóni H. Sigurðssyni hefir nú verið veitt Reykjavíkur læknishérað, Ett Randæingar hafa skorað á stjórn- ; ina, að veita Guðm. Guðfinnssyni sem nú er læknir í Axarfjarðarhér- aði, Rangæingahérað. Undir þær á- skoranir hafa ritað 30& búendur úr öllum hreppum héraðsins, Landstjórnin hefir áður tekið íullkomlega til greina óskir héraðs- búa, þá er þær hafa fram kornið, t. d., er Sauðárkrókshérað var veitt síðast, og þj-kir Rangæing- um, sem von er, hklegt, að þeirra óskir v.erði metnar, er þar að kemur. — Hlaðafli hefir verið undanfar- ið á Austfjörðum. Á Reyðarfirði hafa aflast 13 skpd. á dag á báta. Fiskurinn rétt í Reyðarfjarðar- mynni. Einn dag aflaðist 300 tn. af síld í nót, og var seld þegar á 20 kr. tn. — Botnvörpungar veiða nú mjög mikið fyrir Austurlandi, sérstak- lega á. svæðinu frá Papey og norð-' ur undir Dalatanga. Koma þeir daglega 3—4 inn á Seyðisfjörð* til þess að selja fisk og taka kol. — Smáfisk og úrgang gefa þeir oft, en annars kostqx pundið 2—3 aura og minna í stórkaupum. Lítið er um mótorbáta útveg, einkum sök- um beituleysis. Fáskrúðsf. 27, maí ’12. Einmuna tíð til lands og sjávar. I.andið býst í ákafa sumarskrúði. Sjórinn dag hvern eins og spegil- gler, og eftir því fer hjargræðið nú um þessar mtmdir. Síldarveiði tals verð bæði í net og kastnætur. Landburður af ríggildum þorski á mótorbátana. þeir hafa hvern dag síðastliðna viku komið sökkhlaðn- ■ ir að landi og oft með afhöfðað. — Prestskosning á Melstað iór am 30. maí. 406 kjósendur voru á kjörskrá ; af þeim greiddu 208 atkvæði, og reyndust 206 gild. Jó- haxm Briem, cand theol., kennari á Eyrarbakka, var kosinn með 116 atkv., séra Sigurður Jóhannesson hlaut 66, séra Björn Stefánssoh 14, séra Arni á Skútustöðum 10, en Jónmundur prestur á Barði ekk- ert atkvæði. — Prestvígsla fer fram í dóm- kirkjunni í Rík*um leið og syno- dus hefst 28. júní. Munu þá verða vígð þrjú prestsefni : Jóhann Briem til Melstaðs, Magnús Jóns- son, er p-erist prestur vestan hafs i Gardar-söfnuði og Páll Sigurðsson eand. theol. aðstoðarprestur á ísafirði. — Um siðferðisástandið á ís- landi hefir ungfrú Ingibjörg ölafs- son nýlega ritað bækling, æði öfgakendan, segir Isafold. — Umboðsanaður Arparstapa- umboðs, sem hefir verið séra Jón ö. Magnússon, hefir sagt umboð- inu lausti og^ er settur umboðsmað ur í hans stað Jón Proppé verzl- unarstjóri í ölafssvík. — í minningu áttræðisafmælis Stgr. Thorsteinssonar í fyrra hef- ir J. C. Poestion samið minning- arrit á þýzku með lýsingum á skáldskap Stgr. Th. og mörgum þýðingum á kvæðum hans. það er nýkomið út með prýðilegum írá- gangi. þreytist Poestion ekki gott að gera fyrir íslenzkar bókmentir í útlöndum. — Tuttugu Vestur-lslendingar komu til Reykjavíkur á Botníu 2. júni ; sjö þeirra ætla að setjast að, hjón með 4 börn og gömul kona, er héðan fór vestur i fvrra. — Hinir ætl'a vestur aftur og eru þcir hér taldir : Baldur Olson, stud. med., og móðir hans, Guð- mundur þórðrson úr Engey (son þórðar í Gróttu) með konu og dóttur 5 ára, Sigurður skáld Jó- hannesson frá Mánaskál, Sigfús Pálsson úr Borgaríirði eystra og kona hans Sigríður þórðardóttir (undan Eyjafjöllum), Concordía Johnson, frú Stephiensen (tengda- ir Karls sýslumanns í Vestmanna* eyjuín),, þessir allir frá Winnipeg ; ennfr. Jóhannes Havíðsson frá Sas- katchewan, með konu sína og tengdamóður. — Nýr viti veröur reistur á Vattarnestanga við Reyðaríjörð á sama -stað og eldri vitinn stóð. Vitabypgingin verður sívalur stein steyputurn hvdur. þetta verður blossú;viti (hvítur, rauður og grænn blossi), ljósmag«n 12 sm. það er ætlast til, að farið verði að kveikja á vitanum 1. ágúst næstk. — Gróttuvitanum verður brevtt í blossavita frá 1. ágúst. Ljós- magn 14 sm. — Frú Ragnheiður Möller, kona Friðriks Möllers póstafgreiðslu- manns á Akureyri, andaðist þar 1 júní, um sextugt. Var hin mesta myndarkona. * — Hans Hannesson póstur lézt í Reykjavík nýverið á gamals aldri Afburða dttgnaðarmaður á vngri árum. JÖN HÖLM, gullsmiöur á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selur einnig ágæt' gigtarbelti fyrir $1.25.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.