Heimskringla - 01.08.1912, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.08.1912, Blaðsíða 5
HEIMSERINGLA WINNIPEG, 1. AGÚST 1912. 5. BES, 1 Gjörðabók. 28. kirkjuþings hins Evangdiska Lút. Kirkjufélags hefir Heims- kringlu verið send. Jjingið var,, eins og auglýst hafði verið, haldið að Grund í Argyle bygð síðari hluta sl. júnímánaðar. J>ar mættu 15 prestar að meðtöld- um þeim Dr. Jóni Bjarnasyni og forseta kirkjufélagsins Birni B. J ónssyni. Fulli 30 málsvarar voru á þingi þessu auk prestanna, í umboði 30 safnaða félagsins, sem teljast : 3 í Minnesota, 18 í Manitoba, 8 í Saskatchewan og 1 í Alberta. Annars telur kirkjuiélagið nær 40 söfnuði í félaginu. Ársskýrsla forseta ræddi meðal annars um trúarálgreining þann, sem orðið hefir í félaginu, og gat þess, að ekki hefði ennþá orðið af samkomulagi með málsaðilum. — Skýrði frá málaferlum þeim, sem lengi hafa staðið út af kirkjueign- inni á E}rford, og taldi víst að úr- slit málsins muni verða þau, að sá lilutinn, sem fast heldur við grundvallarlög félagsins haldi kirkjueigninni. J>á gat hann þess, að til vandræð horfði með piestA í félaginu, þar eð Hans B. Thor- grimsen tækist á hendur þjónustu fyrir norskan söfnuð ; Hjörtur Leó befði sagt söfnuðum sínum upp þjónustu til þess að stunda hebresku-nám við Princeton há- skólann um tveggja ára tíma ; sr. Rúnólfur Marteinsson annast um íslenzku og stærðfræði kenslu við Wesley College og sinnir lítt prest- skap ; séra Runólfur Fjeldsted væri að búa sig undir nýtt skóla- nám við merkan háskóla suður í Bandaríkjum, og séra Pétur Hjálmsson ekki við fasta prests- þjónustu. Má því telja þessa 5 presta, að mestu eða öllu úr þjón- ustu félagsins, eins og nú stendur. Kirkjufélagið hefir á árinu varið $500.00 til trúboðsstarfa á Ind- jandi, og að auk hefir trúboða kirkjufélagsins, Octavius Thor- lákslon, verið veittir úr heiðingja- trúboðssjóði $125.00 til náms- styrks. Hinn svonefndi Júbil-sjóð- ur kirkjufélagsins er talinn með vöxtum nær 5 þúsund dollars, og er ennþá óeyddur. Svo er að sjá á skýrslu forsetans, að sjóður sá muni verða notaður til styrktar fátækum söfnuðum til kirkjubygg- inga og annarar ritbreiðslu starf- semi. Forsetinn segir fjárhag kirkjufé- lagsins betri en á sl. ári, og stS Sameiningin eigi alltnikið fé í sjóði. þá er og all-ítarlega rætt um nauðsyn kenslu íslenzkrar tungu við skólana hérlendu, og einnig um stofnun gamalmennahælis. — Telur hann að ef að íslenzkan fáist kend við mentastofnanir þessa lands, þá minki við það þörfin á því, að koma npp sérstakri ísl. mentastofnun. En eigi að síður sé kirkjufélaginu brýn þörf að koma upp stofnun, til að kenna trúfræði og undirbúa menn til kirkjulegra starfa. Tala safnaðarlima í þeim 39 söfnuðum, sem eru í félaginu, er talin að vera 5,112, eða 60 fleiri en á síðastliðnu ári. Skuldlausar eignir kirkjufélags- ins eru taldar $105,554, að ótaldri kirkju þeirr , sem málið stóra er út af risið, og metin er $2,500.00. Um stofnun gamalmennahælis var skýrsla lögð fyrir þingið um fund, sem Kirkjufélagsmenn héldu með fulltrúum frá kirkjufélagi Úní- tara og séra Fr. J. Bergman fyrir Tjaldbúðarsöfnuð. Skýrslan segir meðal annars : “Samtalið varð eingöngu um andlegu umsjónina yfir stofnun- inni, ef af því yrði að hún kæmist á fót með þessum umtöluðu sam- tökum vestur-íslenzkra félaga. Öll- um kom saman um, að guðræknis- iðkanir yrðu þar um hönd hafðar, og að það verk væri sjálfsagt að vinna án borgunar. En um það, í hvers höndum þessi andlega um- sjón ætti að vera, vaxð nokkur á- greiningur. Vildu Únítarar, að all- ir trúflokkar hefðu þar jainrétti. Boðskapur Lúterstrúarmanna, Ún- ítara og Nýju guðfræðinnar gæti verið fluttur þar á víxl jöfnum höndum, og fólkið á stofnuninni svo valið um, hvað það aðhyltist. Á sama máli virtist séra F. J. Bergmann vera. Á hinn bóginn gerðum vér þá kröfu, sem alveg nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að nokkur samvinna gæti átt séx stað, að þessi andlega umsjón væri aðallega í vorum höndum. Nefnilega, að opinberar guðsþjón- ustur í stofnaninni færu fram und- ir umsjón þess, eða þeirra, sem vér hefðum falið slikt starf á hend- ur. Væri þar á móti einstaklingur í hælinu, sem yfirgefið hefði lút- erska kirkju og aðhylst einhvern annan boðskap, þá skyldi fólki þess flokks, sem sá maður heyrði til, vera heimilt að koma eins oft og það vildi og flytja þessum bróð- ur sínum þeirra boðskap, þó eins- lega og án þess að nota til þess samkomusal stofnunarinnar”. Skýrslan sýnir, að Únitarar vildu ekki ganga að þessum kost- uin Og varð því ekki af samkomu- lagi. Annars hafði þingið þessi 10 mál til umræðu og meðferðar : 1. Heimatrúboð. 2. Ileiðingjatrúboð. 3. Skólamálið. 4. Islenzku kenslu við Wesley há- skólann. 5. Gamalmennahælið. 6. Útgáfu Sameiningarinnar og Gjörðabókar. 7. Kirkjubyggingarsjóður. Banda- lögin. Trúmálafundir. 8. Grunvallarlagabreytingar. 9. Sunnudagaskólamálið. 10. Styrkur til þinavallasafnaðar. Sýnt var, að til heimatrúboðs hafði Kirkjuíélagið lagt á síðasta ári $1,840. 00. Séra Hans Thorgrimsen, sem ekki var á þinginu, ritaði því bréf og hað þingið um að veita fé til þess að koma á trúfræðiskóla fyr- ir sunnan. Vildi hann að skóla- sjóðnum yrði skift í tvent og helf- ingur hans veittur til þessa fyrir- tækis. Ekki er að sjá, að þingið hafi sint þessum tilmælum. þingið samþykti að kalla séra Rúnólf Marteinsson til þess að vera trúboðsprest þess, gegn 1500 dollara árslaunum, og séra Hjört Leó til trúboðsstarfa vestur við Kyrrahaf með $80.00 mánaðar- launum, þar til hann byrji á skóla- námi sínu. Fyrirlestra fluttu þeir séra B. B. Johnskn og séra Rúnólfur Mar- teinsson. Ekki getur gjörðabókin um fyrirlestur þann, er herra þor- steinn Björnsson, cand. theol., flutti þar í þimgsalnum fyrir öllum þingheimi. Yfirleitt virðast störf þingsins í engu mikilvæg. En sjálfsagt hefir það orkað því, sem allir slikir sameiginlegir málfundir orka, að glæða um stund áhugann fyrir þeim málutm, sem þingheimi eru sameiginleg. Islands fréttir. (Niðurlag frá 1. bls.). 10. Frv. til laga um breyting á lögum um eftirit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. 1 sambandi við sjó- lagafrumvarpið. 11. Frv. til laga um heimild fyr- ir ráðherra íslands til þess að gera samning um einkaréttinda- sölu á steinolíu um tiltekið ára- bil. Samkv. tillögum skattamála- hefndarinnar. 12. Frv. til laga um hagfræðis- skýrslur um tóbaksinnflutning árið 1913. Samkv. tillögum skattamála nefndarinnar. 13. Frv. til laga um viðauka við toll-lög fyrir Island 11. júH 1911. Lagt aðflutningsgjald á allskonar vefnaðarvöru og allskonar tilbúinn fatnað, 10 au. á hverja krónu af innkaupsverði vörunnar. 14. Frv. til laga um viðauka við lög um útflutningsgjald af fiski, lýsi o.ýfl., frá 4. nóv. 1881. Af hverri útfluttri tunnu af síldarlýsi (105 kg.) greiðist 50 au., af hverj- um 10 kg. af fóðurmjöli eða kök- um 50 au., af hverjum 100 kg. af áburðarefnujm 20 au. — Skúli Thoroddsen, þingmaður N. ísíirðinga, er veikur og likur að hann geti ekki setið á þingi. Missa sjálfstæðismenn þar foringja sinn. Bjarni Jónsson frá Vogi, þingm. Dalamanna, verður leiðtogi sjálf- stæðisflokksins í hans stað. — Björn Jónsson, fyrv. ráðh., hafði og verið veikur í nokkrar vikur, en var nokkurnveginn al- bata um þingsetninguna, og situr hann á þingi. — Guðm. Guðmundsson skáld, sem d'VaHð hefir á Isafirði alllanga hrið undanfarið, er nú alkominn til Reykjavíkur. Hann er ráðinn starfsmaður við blaðið Vísir frá 1. júlí. — Við Austurvöll vildi það slys til 29. júní, að 8 eða 9 ára gamall drengur, er var að klifra yfir pílu- girðíiiguna umhverfis völlinn, — stakk sig á einni pilunni og gekk hún inn í kvið hans og særði hann miklu sári. Drengurinn er nú sagð- ur úr hættu. — Sundpróf fór fram í sundlaug- unum 29. júni kl. 10 árd. þátt- takendur voru stúlkur þær úr barnaskóla Reykjavíkur, er lært hafa sund í vor hjá þeim ungfr. Ingibjörgu Brands og Elínu Matt- híasdóttur ; alls voru þær 16 stúlkurnar, er sundprófið sóttu. — Öðinu flytur mvndir af Dr. Jóni Bjarnasyni, frú hans og séra Friðrik J. Bergmann. Pir það byrjun af áframhaldandi röð mynda af ýmsum helztu mönnum Vestur-Islendinga og greina um þ.á, sem blaðið hefir verið sér út um. Aúk þessara þriggja mynda, sem hér er um getið, flytur maí-blaðið mynd af Friðriki konungi VIII. cg ýmsar ileiri myndir. Minnisvarði Jóns Arasonar, Fornmenja fundiir. Mrs. Disney Leith, enska konan, sem hefir tekið slíku ástfóstri við landið, að hún ferðast hér um á hverju sumri, hefir nú látið reisa á sinn kostnað Jóni biskupi Arasyni veglegt minnismerki í Skálholti, á aftökustað hans. Til þess að sjá um verk þetta var fenginn Matthías fornmenja- vörður þórðarson, og fór hann austur að Skálholti í þeim erind- um fyrir skömrnu og með honum Magnús steinsmiður Guðnason úr Reykjavík. Lét Matthías taka tvo steina úr þorlákssæti ; var annar teningsmvndaður og hafður sem undirsteinn, en hinn ílangur nokk- uð, Og er hann reistur þar ofan á. Er framhliðin á þeim steini slétt og þar á höggvið : “Jón Arason biskup let hér lífið fyrir trú sína Og ættjörð 7. nóv. 1550”, en upp yfir letrinu er höggvin út mynd af biskupsmítri. Minnismerkið er um 4 álnir á hæð og er umhverfis það keðju- girðing á 6 steinstöplum. Staður sá, sem minnismerkið stendur á; er allur annar en hing- að til hefir verið talinn aftöku- staður Jóns Arasonar. Segir Matthias, að þessi staður sé á- reiðanlega hinn rétti og hefir hann farið hér eftir nákvæmlegri lýs- ingu Jóns prests Egilssonar í bisk- upa-annálum (prentuðum í safni til sögu íslands). Er þessi staður miklu ofar og norðar, en áður hef- ir verið talið. Er hann rétt við heimreiðargötuna að staðnum, skamt frá þorlákssæti. Frá Lundúnum berst sú frétt, að nýlega hafi fundist á Egyptalandi afarmikið líkneski, höggvið úr ala- basturssteini, er sé 180 þús. punda þungt og yfir 2 þúsund ára gam- alt. Líkneski þetta fanst í jörðu á vatns-yfirtíotna láglendinu, þar sem Memphis borg á Egyptalandi stóð. Ennþá er ekki lengra komið en svo, að búið er að grafa kring- um þetta mikla bákn, svo að hægt er að ákveða um stærð þess og þyngd. En á næsta ári á að reisa það við og koma því á hæfilegan grunnmúr. það var herra Mackey, einn af nemendum hins svo nefnda brezka skóla á Egyptalandi, sem fyrstur fann fornmenjar þessar fyrir ári síðan. En þá lá svo mikið vatn á sléttunni, að ekki varð hreyft við líkneskinu, en á þessu ári, þegar vatnið lækkaði svo að sléttan varð þur ; var þá grafið umhverf- is líkneskið, og á næsta ári á að reisa hana upp eins Og framan er sagt. Engin leturgerð er á líkneski þessu, en prófessor Flinders Petrie, einn af kennurunum á brezka skól- anum, álítur hana hafa verið höggna 1300 árum fyrir Krists burð. Ý msar aðrar fornmenjar hafa fundist á þessu svæði, svo sem lík- kistur riðaðar úr tágum, iljaskór, a.xarsköft, þar sem handfangið er vafið þræði oa mjög haglega gert. Einnig reykelsisker, með óbrendu reykelsi í, sem virðist vera gert á timabilinu um 4 þúsund árum fvr- ir Krists fæðing. Einnig hafa fund- — Mannalát. Dáin á heimili sínu í Reykjavík 30. júní, eftir lið- lega sólarhrings legu, Halldóra Magnúsdóttir, kona Kristjáns Möl- lers málara. Banameinið mun hafa verið hjartasjúkdómur. Hún var dóttir Magnúsar Magnússonar í Ofanleiti í Reykjavík og konu hans Magnhildar Halldórsdóttur. Hall- dóra sál. var væn kona Og vel lát- in ; hún lætur eftir sig 4 börn, 2 eru dáin. Dáinn er 24. júní Einar Kjart- ansson, hreppstj. í Holti undir Eyjafjöllum, sonur séra Kjartans Jónssonar í Ytri-Skógum. YarEin- ar ern og hraustur svo að segja fram að andláti, en ellisjúkdómur varð honum að bana. Hann varð 84. ára að aldri, f. 9. febr. 1828. Hann var hreppstjóri um langt skeið æfi sinnar, lengst í Eyja- fjallahreppi (eystri), síðan í Bisk- upstungnahreppi og bjó hann lengi í Skálholti. Hinn látni var mesti dugnaðar og rausnarmaður. Bráðkvaddur varð aðfaranótt1. júlí Halldór bóndi á Kárastöðum í ]>ingvallasveit. Hann hafði lagst til svefns alheill á sunnudagskveld- ið, en var örendur í rúmi sínu, er að var komið um morguninn. — Halldór heitinn var merkismaður og greindur vel, góður bóndi og dugandi. Bréf á skrifstofu Hkr. eiga: Páll S. Pálsson. Joe S. Thorarensen. Markús Sigurðsson. J. G. Lundal. Ástfmnur Frímann Magnússon. Eigendur bréfanna eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst. ist ýmsir aðrir hlutir úr tré, sem gefa ljós merkf um byggingatlist þessarar fornþjóðar, eins og hún var 6 þús. árum fyrir Krists fæð- ing. Flestir þessir hlutir hafa fundist í Tarkan héraðinu, þar í kirkju- garði um 35 mílur suður frá Cairo borg, og eru að dómi formenja- fræðinga með þeim allra elztu, sem íundist hafa. þetta hérað er hið norðlægasta, sem enn hefir verið leitað á, og ætla leitarmenn, að þar muni vera auðug fornmenja- stöð. það er talið markvert, að þrátt fvrir hinn háa aldur þessara forn- menja, þá eru þær ennþá lítið sem ekkert skemdar. Meðal annars, sem fundist hefir, eru útskorin rúmstæði með fótum eins og hest- hófar, og sem ennþá eru svo traust að vel má nota, þó þau séu nú talin að vera nær 6 þúsund ára gömul. Einnig hafa fundist stórir Hæðisstrangar. Klæði það er af f'nustu gerð Og lítur út sem nýtt sé, Og er sagt að vera eins voð- felt Orr sterkt eins og nýofið væri. þessir klæðisstrangar hafa fundist í gröfum framliðinna ; því að í fornöld var það siður, að útbúa líkin með þeim vörum, sem álitið var að kæmi þeim að góðum not- um í öðrum heimi, þar sem nvr lfkami risi upp. T>ess vegna liafa líka fundist höfuðföt, og eru sum þeirra skorin út úr tré. Svo hafa og ýms ílát fundist, gerð úr gypsi o«r gegnsæu alabastri, o<r eru sum þeirra fvlt ýmsum fæðutegundum. Meðal annars, sem futtdist hefir, er talnaband eitt, mjög haglega gert, og er perlunum þannig raðað á það, að lesa má úr þeim, sem letur væri. Kvenbúningur hefir og fundist allur perlusaumaöur, og á annan hátt skreyttur. þar hefir og fundist nýárs-flaska haglega gerð og áletruð. Letrið sýndi, að hún hafði verið nýársgjöf til húsráð-* anda. Legsteinar, kvarnarsteinar* hlóðarsteinar og ýmsir aðrir hús-> munir hafa og fundist, Kennara Vantar! kennara vantar við Bjarma skóla No. 1461 ; 7 mán aða kensla ; byrji 15. sept. 1912j Umsækjendur tiltaki mentastig og hvaða kaup þeir vilja hafa. Tilboð sendist fyrir 15. ágúst til undiw skrifaðs. JOHN J. JOHNSON, Sec’y-Treatj Árborg, Man. kennara vantar vantar til Laufás S. D. No. 1211j ,Kensla byrjar 16. september til 14j desember 1912, og byrjar aftur tneÖ febrúar til mai-loka 1913. Tilbbð,' sem tiltaki mentastig og æfingu á* samt kaupi, sem óskað er eftirj verða að vera komin til undirrit< aðs 15. ágúst næstk. B. JÖHANNSON, Sec’y-Treasj Geysir, Man., 6. júH 1912. KENNARA VANTAR. fyrir Geysir skóla frá 16. septem-* ber til 16. desember 1912. Kennari tiltaki kaup og mentastig. Tilboð verði komin til undirritaðs fyrÍE 31. ágúst 1912. Geysir P.O., Man. II,. PÁLSSON, Sec’j'-Treas.- KENNARA VANTAR. fyrir Vídir skólahérað No. 1460, í þrjá Og hálfan mánuð, frá 3. septí ember til 17. desember 1912, og lengur, ef um semur. Tilboðum,- sem tiltaka mentastig og æfingu ásamt kaupi, verður veitt mót-- taka af undirrituðum til 20. ágúst næstkomandi. Vídis, Man., 26. júlí 1912. JÖN SIGURDSSON, Sec’y-Treas. MAIL COMFACT. TTlLBOD i lokuðum umslögum,- árituð til Postmaster General, verða meðtekin í Ottawa til há- degis á föstudaginn þann 6. sept- ember 1912, um póstílutning um l.iögra ára tímabil, tvisvar á viku hvora leið, milli MINNEWAKAN og SCOTCH BAY, með viðkomu i I.ilv Bav hvora leið, frá fyrsta október næstkomandi. Prentaðar tilkynnin,gar, sem innihalda frekari upplýsingar um póstflutningaskilyrðin, fást til yf- irlits, og eyðublöð til sanininga eru fáanleg á pósthúsunum í Min- newakan, Lilv Bay og Scotch Bay og á skrifstoíu Postofíice Inspec- tor. Postoffice Inspectors Office, Winnipeg, Manitoba, 26. júlí 1912 H. H. PHINNEY, Postoffice Inspector. 32 Sögusafn Ileimskringlu Bróðurdóttir amtmannsins 33 34 Sögusafn Heimskringlu Bróðurdóttir amtmannsins 35 ur þú eitt yfir ykkrir báðar ganga, þolir með henni súrt og sætt. Hún má vera skemtilpg, — næstum göldrótt. Er hún falleg?’ Bjún ypti öxlum og beygði sig yfir kornstrá. ‘Maður á ekki svo gott með að dæma um það, þeg- ar manni er jafn skylt málið’. Hann færði sig nær henni. þú reynir að vekja áhuga minn með þessum undanfærslum’, og hann hló bæði glaðlega og hæðnislega. ‘það er samt til einsk- is, stúlka mín ; mér er sama um alt hennar ágæti, og ég skal forðast hana eftir því sem í minu valdi stendur ; en mig langar annað. Mig langar til að sjá framan í þá, sem fylgir henni sem skugginn hennar’. Og áður en hún gat áttað sig, hafði liann þrifið í hatt og skýlu og rifið hvorttveggja af höfði henn- ar ; en í sömti andránni hrökk hann sjálfur aftur á bak. Hann hafði séð framan í óvenjulega fallegt andlit. Hún rak upp hljóð, lét hattinn á sig aftur og ílýtti sér í burtu ; en er hún hafði gengið fáein fet, staðnæmdist hún, leit um öxl sér og sagði með skjálfandi rödd : ‘þú hæðist að störfum stúlkunnar í hjáleigunni, en nú, hefir þú sjálfur sýnt, að þú met- ur kvenfólkið eftir þeirri vinnu, sem það vinnur Eru þá allir karlmenn sömu skoðtmar?’ Að svo mæltu sneri hún sér aftur frá honum og flýtti sér svo í burtu ; að fáeinum augnablikum liðn- um var hún horfin úr augsýn. Hann beit sig í neðri vörina og fle.ygði vindlin- nm í burtu. Hann skildi ekkert í sjálfum sér, og stjúpmóðir hans, er oft ávítaði liann fyrir að hæðast að stéttarsystrum hennar og fyrir það að hann sagði að hann tæki nærri sér að dansa við þessar knipl- ingaskreyttu stúlkur, — myndi hafa orðið forviða, að sjá hann jafn skömmustulegan. Honum fanst sem væri hann í leiðslu, eins Og eitthvert seiðafl hefði ver- ið í málrómnum, se<m hej'rðist undan klútnum. það var líkast einhverju töframagni. Eins og hann hafði flýtt sér ofan, þannig flýtti liann sér aftur uppá svalirnar, skelti hurðinni í lás á eftir sér Og gekk gramur í geði að einum gluggan- um. því var hann(svona reiður ? Enginn einasti af vinum hans myTidi hika við, að klappa fallegri þjónustustúlku á kinnina, jafnvel kyssa hana. Ög hver mundi álita það nokkuð niðrandi fyrir þá, er fvrir því varð, jafnvel þó hún sjálf hiefði á móti því ? Hvað var það svo sem ljótt, þó hann liefði tekið í grófan stráhatt og skýlu ? það var að eins fyrir eitt augnatillit, að hann hafði sætt ákúrum, sem heföi hann saurgað hið allra-helgasta með guðleysi sínu. Stúlkan vann að útivinnu. Varð hún ekki að hafa það, þó allir sæu hana,, er um veginn fóru, og spurðu hana til vegar. Auðvitað var hún þjónustustúlka ungjrúarinnar í hjáleigunni. Hún hafði víst fengið einhveija mentun. Hún var óneitanlega greind. þess vegna taldi hún sig sem eina af skyldfólkinu, þó að hún yrði að bera hrísbagga heim á liöfði sér og vinna að slætti á engjunutn. Hann reyndi a-ð líta á þetta frá bjartari hliðinni og hlæja að því öllu saman. þó gat hann eigi hrund- ið því frá sér með öllu, að hann hafði fengið ofani- gjöf, er honum gramdist eigi Htið. I það minsta fór þessa dags ánægja alveg út um þúfur fyrir honum. 5. KAFLI. Hcrra Pétur Griebel truflaði þessar óþægilegu hugrenningar ; hann kom af akrinum og staðnæmd- ist til að skýra húsbónda sinum frá, að járnbrautin ætti að leggjast vfir engjalöndin, svo akurinn fengi að vera í friði, — og gamli maðurinn nuddaði á- nægjulega samap höndunum. Franz amtmanni féll ráðstöfun þessi samt ekki sem bezt í geð. Pétur Griebel hafði heyrt hávaðann og rausið í honum á- lengdar. Járnbrautin átti sem sé að leggjast vfir húsagarðinn í hjáleigunni, og svo nærri suðurhorninu á húsinu, sem var bœði gatnalt og hrörlegt, að eftir fá ár var enginn vafi á, að það mvndi hrynja niður. Við þessi tíðindi mundi herra Markils eftir bréf- inu, er hann hafði stungið í vasa sinn, en alveg gleymt í samtali hans við stúlkuna. Hann braut það upp og las það brosandi, en samt hálf reiður. Hjáleigu fólkið var hvað öðru likt, dramblátt og' hlæilega montið. Amtmaðurinn virtist alveg hafa gleymt því, að fvrir ári síðan hafði hann fengið tilkvnningu frá lög- manni jarðeigandans um að flytja strax í burtu. Ilann hafði mjög á móti þvi, að járnbrautin yrði lögð þar sem jarðeigandi hafði gefið levfi til að hún mætti leggjast. Kvaðst hann sem leiguliði hans vera órétti beittur. Aldrei myndi hann leyfa að flytja husagarðinn aftur fyrir húsið, eða sjá bæ sinn hrynja yfir sig einn góðan veðurdag. Að lokum gat liann þess, að hann skuldaði dálítið af afgjaldi eftir jörð- ina, en hann vonaðist á hverjum degi eftir peningum frá ríkum syni, er hann ætti í Californíu, og sem hann skildi ekkert i, hvað drægist lengi að fá. Og skyldi þetta litilræði verða borgað undir eins og pen- ingarnir kæmu. ‘Já, já, þetta er líkt amtmanninum’, sagði Pétur Griebel og hló góðlátlega, eftir að hr. Markús hafði lesið honum bréfið. ‘það er skrítinn náungi’. ‘Skrítinn náungi’, greip kona hans, er kom að í þessu, fram í fyrir honum. ‘Taktu betur upp í þig. Ilann er réttnefndur svikahrappur’. Hún hafði verið í garðinum að taka upp Pé.tursselju, en kom svo upp á svalirnar í sumarhúsinu og kastaði nú hnefafylli sinni inn um dyrnar. ‘í guðsbænum h ifðu ekkerf. saman við amtmanninn að sælda, herra Markús, eða þig miyi síðar iðra þess. Ilann er líkur stréi,tnum ; ef hann lokar að eins augunum heldur hann að eng- inn sjái í hvaða vandræði hann he,fir sjálfur stofnað sér. Hann er að reyna að sá sandi í augu þér með því að segja þér af syni sinum í Californíu. Ilann se.gir hið sama við alla, er lána honum peninga. Son- ur annars eins svikara er vist fallegur náungi’. ‘Segðn þetta ekki, Fettchen ; vanalega viltu ekki spiHa fvrir’, sagði maður hennar. ‘Skógvarðarekkj- an sagði mér, að ungi Frahz hefði verið efnismaður. I>að var af heimiHsargi og vðlibrigðum, að liann fór að heiman, og einu sinni sgfidi hann heim töluverða fjárupphæð. það er satt, að nú um tíma hefir ekk- ert til hans spurst, og því er það, að gamla móðir hans syrgir sig í heí’. ‘Hevrðu, hr. Markús’, sagði frú Griebel og benti á rnanil 'sinn, — ‘og bóndi minn álitur, að við eigum að meta þann mann, sem ekki skrifar jnóður sinni. þú mátt 'bíða eftir því Pétur! ’ Að svo mæltu sneri hun sér við Og kvaðst þurfa að fara með seljurnar í eldhúsið. • Hr. Markús gekk um gólf, eftir að Pétur Griebel

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.