Heimskringla - 15.08.1912, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.08.1912, Blaðsíða 4
R. BLS. WINNIPEG, 15. ÁGÚST 1912. HEIMSKRINGLA HEIMSKRINGLA Published every Thursday by the Ilrimskrin^la 5 \vs & hiblishiiiá: Co. Ltd. Verö blaösins 1 Canada og Bandarríkjum |2.00 um ériö (fyrir fram bor<?aö), %©nt til íslands $2.00(fyrir fram borgaö) B. L. BALDWIXSON Editor & Manager Offlce: 729 Sherbrooke St, Winnipeg. P. O. BOX 3o83. Talsími O. 4110. AUÐLEGÐ CANADA. 1 tilefni af þeim umræðum, sem um nokkurn jindanfarinn tíma hafa staðið yfir hér í blaðinu, og orsakast hafa af ófræging þeirri, sem einstöku land- ar vorir eru að reyna að beita gegn þessu mikla og góða landi — Canada, — þá hefir Heimskringla talið sér skylt, að leggja hér nokkur skjöl í rétt til íhug- unar öllum þeim, sem réttum augum og með óhlut- drægri skynsemd geta skoðað þetta mál. Tölurnar eru teknar úr allra síðustu hagskýrsl- um Canada-stjórnar, mjög nýlega útgefnum. Fólkstal árið 1911. Alberta .................. 374,663 British Columbia ........ ... 392,480 Manitoba ................ 455,614 New Brunswick .............. 351,889 Nova Scotia ................ 492,338 Ontario ................ 2,523,274 Prince Edward Island ........ 93,728 Quebec ............... 2,002,712 Saskatchewan ............... 492,432 Yukon ....................... 8,512 Norðvestur héruðin .......... 17,196 Samtals .,...................... 7,204,838 Stœrð Canada. er talin rúmlega 37 milión fermílur, eða nákvæmlega 2,387 milíón ekrur. í ríkinu eru 4 borgir með yfir 100,000 íbúum. iþær eru þessar : Montreal ........../. ... 470,480 íbúar Toronto .............. 376,538 “ Winnipeg ............. 136,035 “ Vancouver ............ 100,401 “ Yflr 40 borgir hafa 10 þúsund íbúa, og alt upp að 87 þúsundum. — 46 borgir hafa frá 5 þúsund til 10 þúsund íbúa ; og 311 bæir hafa frá 1 til 5 þúsund íbúa. Alls eru taldir yfir 400 bæir og borgir í ríkinu. Iðnaður. 1 ríkinu eru talin 15,796 verkstæði, eða fram- leiðslustofnanir, sem til samans haia 847 milíón doll- ars starfsíé, og framleiða 718,352,603 dollara virði af iVarningi. Vinnendur á þessum verkstæðum eru tald- ir rúmlega 356 þúsundir og kaupgjald þeirra á síð- asta ári var 134þá milíón dollars. Hinum framleidda varningi er skift niður í 15 flokka, þannig : 1. Fæðutegundir, tilbúnar. 2. Vefnaðarvörur allskonar. 3. Hlutir gerðir úr járni og stáli. 4. Hlutir gerðir úr timbri og timbur. 5. Leður og varningur allskonar úr leðri. 6. Pappír og prentun. 7. Vín og aðrar drykkjartegundir. 8. Lyfjaefni og lyf. 9. Leir, gler og steinvörur. 10. Máftnar og hlutir gerðir úp þeim, að und- anskildu stáli. 11. Tóbak og tóbaksvörur. 12. H olfæri til landferða. 13. Skip til Vatnaferða. 14. ímislegar iðnstofnanir. 15. Handiðna framleiðsla. TJndir fjórtánrfa lið eru taldar 55 vörutegundir, og undir fimtánda lið eru talin 5 handverk : Reið- hjóla viðgerð, járnsmíði, litun og hreinsun, Innan- skreyting húsa og byssu og lásasmíði. Verzlun árið 1910. Canada seldi vörur til útlanda á því ári fyrir 297,196,365 dollara ; en keypti á sama tíma varning fyrir 472,247,540 dollara. Alls varð útlanda verzlun- armagnið 769^ milíón dollara. • Landbúnaðaraí;:rð:r árið 1911. Sáð var í 32,853,074 ekru-. Verð uppskerunuar var 565,711,600 dollars. Uppskerumagnið skiftist þannig á hinar ýmsu tegundir afurða : Ilausthveiti .......... 26,014,000 bushela Vorhveiti ............. 189,837,300 Hafrar ................ 348,187,600 “ Bygg ................... 40,641,000 Búgur ................... 2,694,400 “ Ertur ................. 4,536,100 “ Bóghveiti .............. 8,155,500 “ Ilör ................,... 12,921,000 Baunir .........,...... 1,156,600 “ Mais ............. ........ 18,772,700 “ Blandaðar korntegundir 16,679,000 “ Kartöílur .............. 66,032,000 “ Næpur, rófur, o.s.frv.... 84,933,000 " Alls .................. 820,550,300 Metið $507,185,000 virði. þess má geta, að Canada er nú þegar orðin fimta mesta hveitiræktar-þjóð heimsins, og þriðja i röðinni, hvað hafrarækt snertir. Verðgildi jarðepla uppskerunnar i Canada á sl. íári er talið nálega 40 milíónir dollara. Næpur og rófur nálega 20 milíón dollara virði. Hey og smára uppskeran varð 12,694,000 tons ; metið á $146,596,000. Maískorn til skepnufóðurs yarð 2,577,200 tons ; metið á 12J£ milíón dollars. — .Alfalfa-hey 227,900 tons • metið á $2,249,000. Sykurrófur urðu 177,000 tons, metnar $1,165,000. Af þessum landbúnaðarafurðum, sem að framan eru taldar, seldi Canada til útlanda á síðasta ári rúmlega 90 mil’ón dollars virði ; og afurðir af grip- um seldust á sama ári fyrir fullar 53 milíónir doll- ars, eða alls : $143,112,950. Svo er talið, að í Canada séu 575 þúsund bændur eða 1, af hverjum 13 af íbúum landsins, og að 3,782,000 manns liii eingöngu af landbúnaðaratvinnuveginum. Meðalverð hverrar ekru af bvgðum búlöndum í Can- ada var áriö 1910 metið $38.45. Nú er sú virðing oröin nokkru liærri, þó ekki séu handbærar skýrslur frá síðari tíma, er sýni verðgildið. Sennilegt er, að telja megi nú ekru hverja að minsta kosti $40.00 virði. Hveitimjöl seldi Canada til útlanda á sl. ári svo nam 3,049,046 tunnum, fyrir $13,854,790.’ Kvikiénaður í Canada ário 1911. Kvikfcnaður í Canada, eins og hann taldist að vera þann 30. júní 1911, var : Plestar 2,266,400, virði ........... $293,398,000 Mjólkurkýr 2,876,000, virði ......... 126,613,000 Aðrir nautgripir 4,210,000, virði $131,781,000 Sauðkindur 2,389,300, virði .......... 15,918,000 Svin 2,732,200, virði ................ 31,157,000 Verð alls kvikfénaðar .............. $593,768,000 Aforðir mjólkurbúa. Canada framleiddi á árinu 1910 yfir hundrað mil- íón doilara virði á mjólkurbúum sínum. þá voru alls i ríkinu 3,628 smjör- og ostagerðar stofnanir : Smjör, 60 miliónir punda, virt á ... $15,682,564 Osta 231,012,798 pund, virt á ...... 21,620,654 12 mjólkur-niðursuðuhús voru í rikinu árið 1910, sem sem framleiddu vorur fyrir $1,839,871. Öll niðursuðu verkstæðin í Canada nota árléga 75 þúsund milíónir könnur fyrir framleiðslu sína. Og aldini eru ræktuð á 30 þúsund ekrum lar.ds til nið- ursuðu. Svo er talið, að ræktanlegt land í Canada sé 370 milíónir ekra, eða 50 ekrur fyrir hvern íbúa ríkisins. Náma-auoIegS Canada. það má heita svo, að Canada hafi í sér fólgnar nálega allar eða algerlega allar þær málmtegundir, sem finnast í nokkru landi heims. A árinu 1910 tók Canada þjóðin nálega 107 milíónir dollara virði lir námum landsins, en á sl. ári varð framleiðslan $102,- 291,686. Af þessari upphæð voru kol rúmlega 26 mil- íón dollara virði. Gull nálega 10 milíón dollara virðil Silfur 17Jú milíón dollara virði. Kopar tæpra 7 mil- ón dollara virði. Asbestos 3 milíón dollara virði. Steinlím 7ýý milíón dollara virði. Gvpsum einn- ar milíón dollara virði. Blý 818J4 þúsund dollara virði. Nickel yfir 10 milíón dollara virði. — Ilinn annar hluti áðurnefndrar hundrað milíón dollara upp- hæðar skiftist niður á yfir 20 málrna og náma fram- leiðslutegundir ; svo sem : Járn, Grafhite, Cromite, Manganese, Magnesite, Mica, ölkelduvatn, jarðgas — það varð á sl. ári tveggja milíón dollara virði —, Petroleum olia, Phosphate, Pyrites, Slate, Marmari, Salt, Zinc o. fl. — A sl. 15 árum hafa gullnámur Canada gefið af sér 223 milíón dollara virði, eða rétt 15 milíón dollara virði á ári að jafnaði. Með öðrum orðum : Að eins gulltekja þessa góða lands ,er á ári hverju sem næst ígildi þess, sem Island er metiö með öllu lifandi og dauðu, að fólkinu undanskildu. Fiskiveiðar. þær urðu á s'ðasta ári tæpar 30 milíónir dollara virðf, eða nákvæmlega $29,965,433, og árið 1910 urðu þær rúmlega 29J£ milíón dollara virði, fyrir um 30 fisktegundir, sem veiddar eru. þessar tegundir voru verðmestar : þorskur 6 milíón dollara virði. Heilag- fiski 1 milíón dollara. Krabbi nálega 4 milíón dollara. Lax rúmlega 7 milíón dollara. Sild rúml. m:líón dollara. ísa rúmlega milíón dollara. Smelts 800 þús. dollara. Silungur 825 þúsund dollara. Hvít- fiskur milíón dollara. Hinar aðrar tegundir eru talsvert minna virði hver. En öll veiðin samanlögð er um 30 milíónir dollara á ári, eins og að framan er sýnt. þess skal getið, að veiðiskýrslur Canada hafa um mörg undanfarin ár sýnt, að fiskimið þessa mikla og góða lands eru tvímælalaust þau lang-auðugustu í öllum heimi ; að þau virðast fara stöðugt batnandi og verða æ gróðavænlegri sem þau eru betur sótt. Við fiskiveiðarnar vinna 68,610 m%nn, á 38977 bátum og 8,521 skipum. Alls er útgerðin metin á rúmar 19 milíónir dollara. 1 fiskiverkunar og niðursuðu húsum vinna 24,978 manns, svo að alls vinna við fiskitekjuna 93,588 manns. Skóga-aaðlegð Canada. Allir, sem til þessa lands þekkja, vita að skóga- auðlegð þess er afarmikil. En enginn veit enn, hve mikil hún er, þvi að svo má segja, að norðurhluti rikisins sé ennþá ekki að eins ókannaður, heldur einnig að miklu leyti óþektur. Engar skýrslur eru því til yfir verðmæti canadisku skóganna. Að eins eru til skýrslur yfir timburtekju hvers sérstaks árs. En sjaldán fást þær skýrslur á nokkru einu ári fyrir næsta ár á undan, heldur fyrir annað eða þriðja ár aftur í tímann. Allar nýjustu skýrslur, sem Canada-stjórn hefli fengið samdar um þetta efni, eru frá árinu 1909. það ár var tekið úr skógunum 166 milíón dollara virði af ýmiskonar timbri. Timburtekjan það ár mældist að vera 2,906 milíón teningsfeta, og sýnir skýrslan timbur, veggrimla og þakspón 87J£ milíón dollara virði. Brennivið 45 milión dollara virði. Staura og renglur 11 milíón dollara virði. Trjákvoðu- við 10 milíón dollara virði. Höggvin járnbrautabönd 5 milíón dollara virði. Við til tunnugarðar mil- ión dollara virði. Trjábolir, útfluttir, 1 milíón doll- ara virði ; trjábolir til stuðnings námagöngum 1 milíón dollara virði. Hliðsagað timbur 1 milíón dollara virði. Sútunarefni 1 milíón dollara virði. ý mislegt timbur 1 milíón dollara virði. þetta er fyrir árið 1909. Kn fyrir árið 1910 eru skýrslurnar ekki fullgerðar, og því síður fyrir síðasta ár. En talið er, að sölutimbur hafi á síðasta ári numið 77 milíón dollara virði, og er það vitanlega að eins litill hluti af auðlegð þeirri, sem skógarnir hafa veitt rikinu á þvi ári, eins og sjá má á skýrsl- unni fyrir árið 1909. A þessu eina ári hefir því timburtekjan í Canada gefið þjóðinni 622J4 milíón krónur, eða nægilegt fjármagn til þess að kaupa ís- land með öllu, sem á því er, t í u s i n n u m, og borga það fullu. Um kostnaðinn við tekjuna þarf ekki að ræða, því að hann gengur ekki út úr landinu, en skiftir að eins höndum innanlands. ViIIidýra vaicar. Engar skýrslur eru oss vitanlega til yfir þau upp- grip auðs, sem Canada búar hafa árlega af villidýra veiði. En af iðnaðarskýrslunum fyrir árið 1906, sem nú eru að eins nýútgefnar, og engar nákvæmlega réttar til fyrir síðasta ár, má sjá, að Canada þjóðin liefir unnið hatta, húfur og aðra grávöru fvrir $9,104,297 ; ennfremur söðla og aktýgi fyrir $4,800,- 000, og leður (sútað, kembt og fágað) fyrir $15,142,- 217, og ennfremur tilgerða grávöru fyrir $1,970,190. Alls gera þessar upphæðir rúmlega 31 milíón dollara, og mun óhætt að telja, að fullur þriðjungur verðsins sé fenginn frá húðum og skinnum villidýra, og vafa- laust fer þessi' tekjuliður mjög vaxandi með hverju ári, eftir því sem fjöldi íbúanna evkst og landið bvggist norðar. Ir.nflufr.ingar. Innflutningur fólks til Canada á árínu 1911 nam 350,595 manns. þeir fluttu með sér inn í ríkið $7,919,073, eða nálega 8 milíón dollara virði af hús- búnaði og landbúnaðarverkfærum, auk peninga, sem engar skýrslur eru til yfir. Aðallega er btislóðin eign þeirra, sem hingað flytja frá Bandaríkjunum. Evrópumenn flytja lítið af húsgögnum hingað vest- ur, en talsvert af fatnaði og peningum. Bandaríkja- menn flvtja og mikla peninga með sér inn hingað, auk búsfóðar og aukurj'rkjuverkfæra. En þessi inn- flutningur myndan stóra og vaxandi auðlegð í landinu — þess meiri, sem lengra líður á tímann. Langflest þetta fólk tekur sér bólfestu í Vestur-Canada. AfurSir landsins. Fyrir árið 1911 teljast þær að vera : Af ökrum ............. ,...... $565,711,600 “ fifandi peningi .......... 593,768,000 “ mjólkurbúum .............. 102,000,000 “ iðnaði ................ ... 718,352,603 “ námum .................... 102,291,686 “ fiskiveiðum ............... 30,000,000 “ skógum .................... 77,000,000 YTið þennan lið má óhætt bæta hundrað milíón- um dollara,, þó skýrslur séu enn ekki til, til að sýna, hvar í sú upphæð sé fólgin, af öðru en því, er sést í skýrslum fyrir árið 1909 hér að framan. Vér teljum auðgert að sýna, að framleiðsla Can- ada sé árlega 3 þúsund milíónir dollara, eða v,el yfir 400 dollars — 1500 krónur — á mann, að jafnaði ; að ótöldu algerlega því, sem framleitt er á iðnaðar- stofnunum landsins, sem sýnt er að hafa numið á síð- asta ári yfir þúsund milíónum dollars ; og ýmsum öðrum liðum, sem hér eru ekki teknir til greina. En auðlegð landsins má meta eftir magni afurða af ökrum, af kvikfénaði, af námum, af skógum og af veiði úr sjó og uötnum, — og munu þá heilskygnir lesendur sjá, að hér ræðir um land, sem teljast verð- ar afar-auðugt, bæði að því er frjósemi snertir og einnig að öðrum náttúrugæðum. — Af þessari eðlis- auðlegð landsins leiðir framtakssemi og velsæld ibú- anna, sem einatt fer vaxandi með hverju líðandi ári. Starfsemi. Auk þess, sem unnið var á verkstæðum, á ökr- um, í skógum, í námum, við veiðar og við verzlun á sl. ári, sem var vel á áttunda hundrað milíón doll- ara virði, — þá hefir verið bjTgt í 30 borgum í Can- ada hús og byggingar fvrir nálega 130 milíónir doll- ara. þar af er Winnipeg þriðja borgib í röðinni, að ofan, með $17,550,400 ; Torohto borg er hæzt með $24,374,591, og Vancouver borg önnur með $17,652,- 642, — vitund hærri en Winnipeg. Járnbrautir. Canada haföi á sl. ári 25,400 milur af járbraut- um, hafði aukið þær um nálega þúsund mílur á ár- inu. það þarf bæöi fjármagn og dugnað til þess að kytfgja slíkan mílnafjölda, og ekkert land þolir þau útgjöld og það starfsþrek, sem til þess þarf, nema það sé afar-auðugt að náttúrugæðum og í bráðri framför. — þessar brautir fluttu á árinu 37 milíónir farjþega og 80 milíónir tons af varningi. Inntekta- ma^n af þessum flutningum varð 189 milíónir doll- ara, en starfskostnaður 131 milíón dollara ; — gróð- inn 58 miliónir. Með þessum gróða, sem er um 225 milíón króna, mætti borga 4 sinnttm það sem ísland er metið með allri áhöfn. Lífsábyrgðir. Lífsábyrgðarfélögin í Canada hafa 250 milión dollara virði í eignum. Inntektir þeirra eru árlega rúmlega 50 milíónír dollara, og útgjöldin nálega 30 milíónir dollara. Lifsábyrgðar-upphæðin í gildi við árslok 1910 var nokkuð yfir 867 milíónir dollara. Mun á yfirstand- andi tima vera sem allra næst þúsund milíónir doll- ara, eða sem næst 500 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Til samanburðar þyxfti íslenzka þjóðin að hafa 40 tnilión króna gildandi lifsábyrgðir, ef hún ætti að jafnast við íbúa Canada í þessu eina atriði. Peninga-stofnanir. Svo er talið, að Canada þjóðin eigi á bönkum landsins og í öðrum fjárhyggju-stofnunum þess um $698,936,033, eða jafngildi $98.75 á hvert mannsbarn í landinu. þessi upphæð er sparifé þjóðarinnar, en ekki starfsfé hennar. En samanlögð fjárupphæð á hinum löggiltu bönkum landsins var við enda síðasta árs rúmlega 1303 þúsund milíónir, og á stjórnarbönkum 327J4 milíón dollars. þessar tölur sýna, að Canada þjóðin er ekkert fjárhagslegt þrotaflak, og að íbúar hennar eru efna- lega sjálfstæðir og meira en það, Alt er þetta arð- ur af starfsemi landsmanna, og hér á vTel við, að minna íslendinga á það, að eftir því sem meira er unnið og hyggilegar áhaldið arði vinnunnar, eftir því vex auðmagnið. Vér hyggjum, að tölurnar hér að framan sýni, að landið býður ibúum sínttm næga gróða-möguleika, og að það er ekki því að kenna, að ýmsir eru þeir hér vestra, sem ekki safna auði, held- ur eigin viðburðaleysi (leti, er rétt að nefna það) og óþarfa eyðslttsemi þeirra sjálfra. það er óyggjandi sannleikur, sem fult gildi hefir hvervetna í heimi, að þar sem mest er starfað og hvggilegast gætt fengins fjár, þar verður mest safn auðæfa og mest velsæld hvers starfandi einstaklings og þjóðheildarinnar. Víndrykkja og tóbaks- nautn. Mörgttm þykir sopinn góður hér Canada, ef dæma skal eftir lands- hagsskýrslunum. þær segja Canada-búa hafa drukkið fyrir $73,000,000 árið 1910 til 1911, og er það enginn smá- ræðis skildingur. það árið námu innfluttar vín- tegundir $4,538,018, og er það helmingi meira en árið 1901 til 1902. En langmest af drykkjuföngun- um er búið til hér í landinu, og það er bjórinn, sem er aðalfram leiðslan og var $2,750,000 virði af korntegundum varið til ölgerðar í Canada árið 1910—1911. Tekjur landssjóðs og fylkja af vínsöluleyfum námu $17,000,000 það árið. Víndrykkja er mismunandi í fylkjunum ; mest í Quebec, en minst í Ontario að tiltölu. í Mon- treal, stærstu borginni í Quebec fylki og stærstu borginni í Can- ada, voru 1,061 v’nsöluleyfi í gildi við enda ársins 1911, og var það eitt leyfi á 440 íbúa ; en þegar þess er gætt, að fulltíða karlmenn eru að eins þriðjungur íbúanna, hitt kvenfólk og börn, þá fara nú Leyfin að verða nokkuð mörg í hlutfalli við höfðatölu karlmanna. 1 Toronto, stærstu borginni í Ontario, voru 160 vínsöluleyfi þetta 'árið, og er það eitt leyfi á 2,351 íbúa. 1 Winnipeg voru 180 vínsöluleyfi og er það eitt leyfi á 1,266 íbúa. í Ontario hefir bindindishreyfing- in náð mestum framgangi. Af 828 sveitafélögum í fylkinu eru 463, sem eru “þur”, eða hafa útrýmt vínsölu ; aftur eru 365, sem ennþá halda með Bakkusi. Hérn fylgir skýrsla yfir, hvað mörg gallon af vínföngum voru drukkin árlega á fimm ára tíma- bili, af hverju þúsundi manna hér í landi : Canada, og sýna eftirfarandi töl- ur, hve margir vindlar og vindl- ingar hafa verið reyktir, og hve mörg pund af tóbaki hafa verið tugð eða reykt á þriggja ára tíma- bili : Ar V i n d 1 a r. 1909 .......... 192,105,371 1910 .......... 205,820,851 1911 .......... 227,585,692 Ar Vindlingar. 1909 .......... 365,756,130 1910 .......... 451,095,138 1911 .......... 585,937,370 Af tóbaki var brúkað árið 1909 til 1910 17,961,279 pund, en árið 1910 til 1911 var pundatalan 18,- 903,323. Mikið gengur í óþarfann, munu sparsemdarmennirnir segja. I TÓMSTUNDUNUM f>AÐ ER SAGT, AÐ MARtíT megi gera sér og sfnum til gððs og nytsemds, f tómstundunum. Og það er rétt. Sumir eyða öllum sínuui tómstundum til að skemta sér; en aftur aðrir til hins betra; að læra ýmislegt sjálfum sér til gagns í lífinu. Með pvf að eyða fáum mfnútum, í tómstundum, til að skrifa til HEIMSKRINtíLU og gerast kaupandi hennar, gerið þér ómetanlegt gagn, — þess fleiri sem kaupa þess lengur lifir fs- lenzkan Vestanhafs. PERLA LlFSINS. Arið 1907 “ 1908 “ 1909 ........ “ 1910 ........ “ 1911 ........ Má af þessu sjá, mannsbarn í landinu jafnaði 6J^ gallon um árið. Tóbaksnautnin er mikil hér ,. 6,624 gall. .. 6,797 “ ,.. 6,239 “ ,.. 6,188 “ .. 6,397 “ að á hvert kemur að i Ein lang-dýrsta perlan, sem lifs finst í sænum, er ijósglaða smámeyjan hérna á bænum, með sólstráðu lokkanna hrynjandi hrannir, sem hringast og veltast um harmsins fannir. En hvað hún er skrítin, það skilið ei fær hún, hve skjótlega valdi á hjarta mér nær hún. 1 héiðveldi augnanna töfraljós titrar, sem tindrandi skúr, er und sólunni glitrar, og alla þá grátfegurð öðlast hún hefur, sem eygló í táradýrð regnbogans vefur. Samt kemur hún stundum svo kýmin og glettin, og kyssi ég þá höiul hennar, tekur hún sprettinn og byrstir sig til mín, svo brosir hún aftur, — en brosið það, það er sigursins kraftur. Úr brjósjti mér sársauka bros hennar tekur, hið bezta, sem til er í sál minni, hún v.ekur. Sú lífsperlan dýrsta, sem yndi er öllum. Nei, engin finst þvílík í konganna höllum. ó, gráti hún, þá er sem dimmi í dölum og drjúpandi hrygðarský g.rúfi yfir sölum. En hlæi hún og syngi hún og hlaupi til ömmu, þá hlær líka vonarsól pabba og mömmu. Ég vona að hún dafni, ég veit að hún lifir, og vonarljós tendrar hún gröf minni yfir. Sú lífsperlan dýrsta, sem yndi er öflum. Nei, engin finst þvílík í konganna höllum. Jón Runólfsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.