Heimskringla - 15.08.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.08.1912, Blaðsíða 3
HElMSKtlNGLA WINNIPEG, 15, ÁGÚST 1912, 3. BE3» 'TILBOÐ í lokuöum umslögum Arituö til undirritaös og merkt ; “Tender for Supplying Coal for the Dominion Buildings” veröa meö- | tekin á þessari skrifstofu til kl. 4 j e. h. á miövikudaginn 28. ágúst 1952, um aö leggja til kol opin- beru byggingunum í ríkinu. Sameinuð upptalningar og til- boðs form fást hér á skrifstofunni. Frambjóðendum er hér meö til- j kynt, aö tilboöum veröur ekki j sint, nema þau séu gerð á þar til prentuð form og undirrituö af j sjálfum frambjóöendum. Hverju tilboöi verður aö fylgja viöurkend peningaávísun á lögleg- j an banka, borganleg til opinberra verka ráðgjafans,, jafngildi 10 pró- sent af tilboðs-upphæðinni, sem j tapast, ef frambjóðandi neitar að } uppfylla tilboð sitt, þegar krafist veröur,, eöa vanrækir að fullnægja j samningnum. Verði tilboðið ekki ; þegið, verður ávísaninni skilað j aftur. Eftir skipun, R. C. DESROCHERS, ritari. Department of Public Works, Ottawa, 17. júlí 1912. Blöðum verður ekki borgað fyrir þessa auglýsingu, ef þau prenta hana án skipunar frá deildinni. Fljótferð Gufuskipið “PINAFOEE” fóiks og vSruflutnings skip The ArmstrongTrading Co. Skipstjóri .Ismuadar Freemaa fer frá Oak Point, á þriðju- dags og Fðstudags uiorgna 1' til Siglunes, Norrow3 og Bluff. T Allar frekari upplýsing- * ar við viðvlkjandi flutningi I á fólki og vörum, fást lijá Jóh. Halldórsson OAK POINT, MAN. ::Sherwin - Williams P AINT fyrir alskonar húsmálningu. ” Prýðingar-tfmi nálgast nú. .. Dálftið af Sherwin-Williams ^ húsmáli getur prýtt húsið yð- .. ar utan og innan. — B r ú k i ð v ekker annað mál en þetta. — «. S.-W. húsmálið málar mest, *: endist lengur, og er áferðar- fegurra en nokknrt annað hús mál sem búið er til. — Ivomið Z inn og skoðið litarspjaldið, — CAMERON & CARSCADDEN QUALITY HARDWARE Wynyard, - Sask. C.P.R. LiD C.P.R. Lðnd til sölu, í town- j ships 25 til 32, Ranges 10 til 17, að báðum meðtöldum, vestur af : 2 hádgisbaug. Þessi lönd fást keypt með 6 eða 10 ára borgun- ar tfma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, S. D. B. j Stephauson að Leslie; Arni 1 Kristinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal j sölu umboðsmenn.alls heraðsins að Wynyard, Sask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lörtd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd 1 til annara en þessara framan- j greindu manua, bera sjálfir ábyrgð & þvf. Kaupiö pessi lönd nú. Verð j þeirra verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS OENERAL SALES AQBNTS WYNYARD :: :: SASK. I Fréttabréf. BERTDALE, SASK. 4. ágúst 1912. Herra ritstjóri : Héðan er reyndar margt að frétta, en fátt vil ég tilfæra, því góð regla þykir það, og við svinnra hæfi, að “heyra margt en tala fátt”. þótt jafnan sé minna talað um guðs verk en rnanna hér í landi, ætla ég fyrst að drepa á tíðarfar- ið o. fl., sem þvi telst með minni- hlutanum. VEÐRÁTTAN í vor hefir verið bleytufengin og ódrjúg til allrar útivinnu. Akrar yfirleitt sánir mjög seint, bæði vegna þessa og hins, að engar plægingar voru unnar sl. haust vegna ótíðarinnar þá. þrátt fyrir þetta líta akrar víða ágætlega út, en þó eru þeir í alt of mörgum stöðum næsta lé- legir vegna kæruleysis eða þekk- ingarleysis eigenda í því að sá korntegundum í nýtilegu ástandi. Fyrir þessa sök hafa menn til og frá í bygðum orðið að ítreka sán- inguna sér til stórtjóns, eða bíða lítt nýtrar uppskeru ella. “því það, sem maðurinn sáir, mun hann uppskera, — og hreint ekki annað. því ræður drottinn, og hann lætur ekki að sér hæða. IIEILSUFAR hefir ýfirleitt ver- ið heldur gott, rétt svo, að lækn- arnir hafa haft næga atvinnu, og þó stundum fullnóg að starfa. PÓLITlKIN urraði hér voða- lega um tíma fyrir kosningar ; héldu sumir, að hún myndi þjást af “delirium tremens”, en aðrir kölluðu það, sem að henni gekk, bara einfalda .vatnsfælni. Svo lauk ergjum þeim, að landinn bar sigur úr býtum úr baráttunni, og á nú að eins eftir að sýna, að þessi úr- slit hafi verið sigur í raun og veru fyrir þjó.ð' hans. Getur yerið, og væri alvarlega óskandi, að það reynist lé.tt verk ; en til þess þarf reglusemi og gætni í framkvæmd- unum. En maðurinn hefir óefað fullan vilja til að verða nýtur í stöðunni. fet að stærð, vrarinn ösp og víði- | laufum. Voru þar borð reist og j dr.ykkjum býtt, og var svo fast j veitt, að matseljum og kæmeist- | urum mátti eigi um kenna hafi j nokkur farið þaðan í brottu óaf- þyrstur né fullmettur. þvi hér var ; rausnin bygðarinnar í algleym- ingi. Séra Frazer, enskur prestur, gaf hjónin saman, og ef ég mætti hvísla því að þér, Baldwinson, j svo lágt að þú heyrðir ekki orð af því, þá lægi mér við að segja, að það væri munur, að heyra land- ann gifta hjón, en þessa ensku þumbarapresta. Eg er hárviss um, að hvor okkar sem er gæti það betur. — Ræður voru haldnar þar fjörugar af þeim Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, cand theol. Jakobi O. Láruss}-ni, Mrs. Dr. Jóhannes- son og Jóni Janussyni. En ekki skal ég segja þér neitt úr ræðun- um, en á allar þær var hlýtt með eftirtekt hinni dýpstu, og lofsorð- um á lokið. Eftir alls konar gæði meðtekin og glaðar samræður, alt í fjörug- um stíl og frjálsum anda, hurfu menn heim eftir miðnættið og sumir eigi fyr en næsta morgunn, og strengdu þess heit, að bregðast drengilega við næstu og framt-ðar veizluboðum, sem reyndin hafði kent þeim að meta sem einka- gleðistundir þessa lífs. i Eftir veizluna lögðu brúðhjónin af stað í skemtitúr til Saskatoon, að líta á hunanigsonánann (honey tnoon) þar ; sneru svo heimleiðis aftur og hafa reist rausnarbú á landi brúð|gamans. Heillaóskir bvgðarmanna munu hrína á þeim að nokkru til framtíðarheilla. Margt þykir mér gaman að lesa í blööunum okkar, þótt grösin kenni misjafnra gæða- Einkar vel likar mér stefna þín í s a m - skotamálinu, og stórfurð- aði á, að guðfræðingur Lögbergs, nl. ritstjórinn sjálfur, skuli ekki vilja, að neitt tillit sé tekið til tiliinninga syrgjandi ekkja né barna látins föður, sem af sveit hafði þegið. Eru slíkt fyrn mikil og endemi og samkvæmara göml- um Rússakeisara en postullegum j tr.annvini. Hlægir mig það, að sú komi tíðin, að hann hafi næði til F .EI)ST hefir talsvert af ný- sköpuðum mönnum, nl. börnum hér í bygðinni, síðan ég reit þér síðast, því hér er engin Frakka- stæling viðtekin ; en ég sleppi að fjölyrða um það meira, því þú getur naumast prúttað mikið um þess konar skýrslu, en tekur stað- hæíinguna góða og gilda. DÁIÐ haia engir, sem ég man eftir, er eigi hefir verið getið um í blöðunum. Menn lifa í trássi hver við annan, eða réttara sagt í sam- kepni eða “combine”, sem eru hér- lendar aðferðir í hvívetna. — Af og til þýtur unga fólkið í gifting- 'arbrask og íleiri framfaratilraun- ir, setn jtifltan endar með friði og fjölgun mannkynsins. þó er enn úandl\ og grúandi í bygðinni af einbúutn, eða böslurum, eins og það er kallað hér, sem ekki geta stundu lengur á heilum sér tekið fyrir leiðindum einlífsins, og sem loga upp af eldi gleðinnar, ef það vill til, að hreinna kynið (the fair sex) lítur hornaitga í þeirra átt, þótt ekki verði nú meira úr þvi. Hér er mikil eftirspurn eftir stúlk- um, ungum og efnilegum ; fyrir úr- kastið er hér enginn tnarkaður, svo teljandi sé. Heimskringla má geta þess, án þess að roðna við, að hér er reglulegt gósenland fyr- ir ungmeyjar, og jafnvel efnilegar piparmeyjar, — ekkert hrasl, að eins úrval, sem hér gengur út!i Ein allra tnyndarlegasta b r ú ð- kaupsveizla, setn í þessari bygð hefir verið haldin, var sú, sem fjöldinn af bygðarbúum hafði þá ánægju að sitja 27. júní sl. Gengu þá í heilagan “ektaskap” Mr. Peter How, utígur, norskur verzlunarþjónn frá Foam Lake bæ, og Miss ÁstafNaría s o n, dóttir þeirra hjóna Mr. og Mrs. Guðbrandur Nanfason, Krist- nes P.O. hér í bygð, ein allra myndarlegasta ungkvenna í þessu bygðarlagi. Hafa hér tengst tvær hintta prúðustu ætta, að góðu kunnar í bygðinni. 'Um Narfasons- fólkið þarf hér ekkert frekar að segja til hróss, því það væri að eins að taka upp það, sem allir vita, er til þekkja. En hins má geta hér, að fólk brúögumans, sem er hér all-margment, er alt sam- valið gæðafólk, svo fáir dá aðra meira. það er hin margkunna Hough ætt, sem hefir valið sér lönd norðaustur frá Foam Lake bæ. Og ekki er Peter How neitt afhrak þeirrar ættar. Ivona hans er mentuð vel (sem systkini henn- ar öll), og hefir verið kennari í 4 ár. — Mikill viðbúnaður var að heimili Mr. og Mrs. Narfasonar til fagnaðar gestunum, sem munu hafa verið um 160. Auk hins stóra og prýðisfagra íbúðarhúss þeirra, bekkjum raðað, vistum ltlaðið og var bygður laufskáli mikill, 30x50 að íhuga málið betur, skilja það betur, ræða það betur, og vilja betur. En öllum getur yfirsést. 1 íslandsmálum líkat mér að sjá, hve blöðtn j kkar virð- ast samhuga, og væri óskandi, að steina þeirra hefði áhrif heima á . ættjörðinni. Gaman þykir mér að ksa ereitt- ar J. Thorgeirssonar, sem að ýmsu leyti eru vel hugsaðar, því óefað er maðurinn talsveröur “grúskari” og vill fræða aðra. En hitt er leitt mjög, hve afkáralegt mál hann ritar (íslenzkuna), þar sem hann virðist hafa svo mikla löngun til að halda henni við hér í landinu. þeim, sem halda þeirri skoðun fram, ætti að vera áhuga- mál, að rita sjállir málið stór- lýtalaust, að minsta kosti; og mönnutn, sem höfðu alist upp á Íslandi til fullorðins ára, verið sætnilega lesandi og langað til að kunna málið þolanlega, ætti ekki að vera það nein vorkunn. Og , tungumál er nauðsynlegt að ; kunna vel, áður en farið er að “fúska” %úð að kenna það öðrum. Elg verð að minnast fáort á svar Dr. Ó. Stephensens til min í Heimskringlu. það má hreyfa því, að lesendur blaðsins ættu að vera mér þakklátir fyrir að hafa “kríti- serað" grein hans um taugaveikis- vörnina, því hefði ég þagað, þá hefði doktorinn líka. þagað ; en á svari hans er talsvert að græða, ; vegna þess, að bæði hefir maður- inn þekkinguna og er þar að auki svo mentaður, að geta rætt um j málefni, sem málefni, jafn- vel við sér minni menn. þ a ð út 1 af fyrir sig er svo fáum gefið. ' Gikkshátturinn ræður þar á móti vanalega meiru en vitið' hjá þeim, j sem ekki hafa nema lélega nasa- | sjón af málunum, sem þeir þó I fjalla um. Eg þakka Dr. Stephen- j sen fyrir svariö. Hinum, sem öðru- ! vfsi svara því, er ég hefi drepið á, | . þakka ég> og fyrir, að þeir auglýsa i ókeypis, livað undurfærir (sic! ) þeir eru að ræða málin með still- ingu, alúð og rökkænsku, og hve miklir “gentlemen” þeir eru! J. Einarsson. Contractor JÓN HJÁLMARSON, 562 Beverley St. Grefur kjallara. steypir eem- ents kjallara, ganustt'ttir. bysgir reykhát'a. m. fl, Sanu- gjarnt verð. fljótt verk. Reynið hann ! Heimskríngla Utbreiddasta fréttablað á íslenzkri tungu Hvort heldur hér í landi eða send til íslands. Stjórnarnefnd Heimskringlu er ant um að auka útbreiðslu blaðsins svo sem mest má verða með heiðarlegu móti. Það er enn fjöldi íslenzkra heimila hér vestra* sem ekki taka blaðið. Útgefendurnir óskaað sem flestir landar vorir vildu gerast áskrifendur að því, og borga það skilvíslega einusinni á hverju ári. Heimskringla er nú orðin meira en tvöfalt stærri en hún var fyrir fáum árum. KOSTAR ÞÓ ENGU MEIRA. Yestur íslendingar eru beðnir að íhuga hvort blaðiö verðskuldi viðhald og stuðning þeirra. Sé svo, þá óskar nefndin að sem flestir þeirra vildu gerast áskritendur að því og borga það skilvíslega einusinni á ári. IJtbreiddasta íslenzka blaðið er : P. 0. Box 3083.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.